Þórunn Sigurðardóttir Tunnard (1917-2008) London

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard (1917-2008) London

Parallel form(s) of name

  • Þórunn Tunnard (1917-2008) hjónaminning
  • Richard Anthony Conolly Tunnard (1911-1986)
  • Þórunn Sigurðardóttir Tunnard (1917-2008) hjónaminning
  • Þórunn Sigurðardóttir (1917-2008) hjónaminning

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Tóta:

Description area

Dates of existence

30.6.1917 - 7.12.2008

History

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard fæddist 30. júní 1917 í Reykjavík og lést 7. desember 2008 á heimili sínu í London. Þórunn ólst upp á Akureyri, á miklu menningarheimili, en íbúð skólameistarafjölskyldunnar var í skólahúsinu. Heimili foreldra hennar var ákaflega gestkvæmt og þangað komu innlendir og erlendir stjórnmálamenn, skáld og listamenn.
Eftir lát eiginmanns síns flutti Þórunn fljótlega á heimili dóttur sinnar, Halldóru, í London. Þar naut hún frábærrar umönnunar fram á síðasta dag. Tony var pessónugervingur „the English Country Gentleman“, allt frá yfirvaraskegginu, tvídfötunum, áhuga á garðrækt og alls kyns veiðiskap. Það kom fyrir að maður vaknaði við skothvelli í The Manor House í Frampton, Lincolnshire, þar sem þau bjuggu, klukkan sex á morgnana. Þá var Tony að skjóta út um gluggann á baðherberginu á annarri hæð hússins á kanínur sem höfðu sýnt þá fádæma ósvífni að leggjast á bestu rósirnar hans. Frænka matreiddi kanínurnar svo um kvöldið. Tony lést árið 1986. Hann hafði góðfúslega samþykkt þá ósk frænku minnar að þau myndu bæði hvíla í íslenskri mold, þrátt fyrir það að kynslóðir Tunnarda væru grafnar í kirkjugarðinum í Frampton. Aska þeirra beggja verður sett niður í leiði afa míns og ömmu. Tóta frænka verður þá komin heim aftur eftir langa útiveru.
Duftker þeirra hjóna verða jarðsett í dag í leiði foreldra Þórunnar í Fossvogskirkjugarði.

Places

Akureyri: The Manor House, í Frampton, rétt fyrir utan Boston í Lincolnshire: London:

Legal status

Þórunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937

Functions, occupations and activities

Vann við ýmis skrifstofustörf eftir stúdentspróf.

Mandates/sources of authority

Í lok júlímánaðar 1942 fóru Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri og kona hans Halldóra Ólafsdóttir, afi minn og amma, í skyndingu frá Akureyri. Þau töldu sig ekki eiga annarra kosta völ en að fara úr bænum meðan mesta hneykslisaldan gengi yfir. Einkadóttir þeirra, Þórunn, hafði hlaupist að heiman til að giftast breskum liðsforingja. Afi og amma dvöldu í Mývatnssveit þessa daga og á gönguferð þar úti í náttúrunni gekk amma fram á hestaskeifu. Amma taldi að það væri gæfumerki.
Þegar dóttir hennar kom í heimsókn til Íslands eftir að stríðinu lauk, með unga dóttur í farteskinu, Halldóru, sem skírð var í höfuðið á ömmu sinni, gaf amma dóttur sinni skeifuna. Skeifan hékk upp á heimili Tótu frænku minnar alla tíð. Áhyggjur afa míns og ömmu af hjúskap dóttur sinnar reyndust ástæðulausar. Breski hermaðurinn, Tony, reyndist hinn besti maður. Amma sagði eitt sinn að hann væri bæði góður maður og góður eiginmaður, en það væri alls ekki sjálfgefið að það færi saman. Það sem einkenndi frænku mína alla tíð var lífsgleði. Þrátt fyrir blindu, en hún fór að missa sjón upp úr fertugu vegna mistaka við lyfjagjöf, þá lét hún það aldrei aftra sér frá að gera það sem hana langaði til í lífinu og yfirvann þess fötlun sína með þeim hætti að maður gleymdi því oft að hún væri blind.
Tóta frænka var alla tíð mikill Íslendingur, þrátt fyrir rúmlega 65 ára búsetu erlendis. Hún talaði millistríðsáraíslensku með hörðum framburði. Þegar frænka gekk að eiga Tony árið 1942 voru lögin þannig að hún missti íslenskan ríkisborgararétt.

Internal structures/genealogy

Móðir hennar var Halldóra Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 1892, d. 1968, dóttir Ólafs Finnssonar prests í Kálfholti í Holtum. Faðir Þórunnar var Sigurður Guðmundsson mag. art., skólameistari Menntaskólans á Akureyri, f. 1878, d. 1949.
Systkini Þórunnar eru
1) Ólafur Sigurðsson f. 4. ágúst 1915 - 13. ágúst 1999. Yfirlæknir á Akureyri. Nemi á Akureyri 1930. Síðast bús. á Akureyri, kona hans Hinn 15. maí 1948 kvæntist Ólafur Önnu Soffíu Björnsdóttur, f. 25. 11. 1920 – 26.10.2014. Foreldrar hennar voru Björn Sigmundsson, deildarstjóri á Akureyri, f. 27. júní 1891, d. 18. janúar 1975, og kona hans Guðrún Gunnlaugsdóttir, f. 24. maí 1893, d. 27. febrúar 1973.
2) Örlygur listmálari og rithöfundur, f. 13.2.1920, d. 24.10.2002, Örlygur kvæntist í janúar 1946 Unni Eiríksdóttur verslunamanni Storkinum, f. 3.6.1920, d. 30.12.2008.
3) Guðmundur Ingvi Sigurðsson f. 16. júní 1922 - 21. febrúar 2011 Akureyri 1930. Lögfræðingur í Reykjavík og gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum, kvæntur 1947 Kristínu Þorbjarnardóttur húsfreyju, f. 4. júní 1923 - 23. desember 2008 Bíldudal 1930. Húsfreyja, skrifstofustarfsmaður, ræðuritari og prófarkalesari í Reykjavík.
4) Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson f. 29. apríl 1925 - 21. apríl 2000 Myndlistamaður og rithöfundur. Var á Akureyri 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Nefndur Steingrímur Sigurðsson við skírn og í manntalinu 1930.
Steingrímur kvæntist Guðrúnu Bjarnadóttur, meinatækni, 23. desember 1956. Þau skildu eftir tveggja ára sambúð. Árið 1961 hóf Steingrímur sambúð með Margréti Ásgeirsdóttur, loftskeytamanni og símritara frá Skógum í Arnarfirði og stóð sambúðin til 1967.

Þórunn ólst upp á Akureyri, á miklu menningarheimili, en íbúð skólameistarafjölskyldunnar var í skólahúsinu. Heimili foreldra hennar var ákaflega gestkvæmt og þangað komu innlendir og erlendir stjórnmálamenn, skáld og listamenn.

Þórunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937

og vann við ýmis skrifstofustörf eftir stúdentspróf.

Richard Anthony Conolly Tunnard fæddist í Lincolnshire í Englandi 9. nóvember 1911 og lést á heimili sínu í Frampton, Lincolnshire 6.maí 1986.
Anthony lauk lögmannsprófi árið 1936 og starfaði á lögmannsstofu föður síns í Boston, Lincolnshire, allt þar til seinni heimsstyrjöldin braust út, en þá gekk hann í herinn. Hann var kapteinn í The Royal Lincolnshire Regiment og gegndi herþjónustu til ársins 1945. Anthony tók meðal annars þátt í herförinni til Narvik í Noregi, var tvö ár á Íslandi og síðar í Líbanon.
Hersveit Anthonys var send til Íslands og var staðsett á Akureyri. Það var þar sem þau Þórunn kynntust. Þau gengu í hjónaband 25. júlí 1942 og fylgdi Þórunn manni sínum þá um sumarið til Englands. Þórunn og Anthony settust að í Lincolnshire á slóðum forfeðra Anthonys en ætt hans hefur verið á þessum slóðum frá 11. öld. Lengst af bjuggu þau í The Manor House, í Frampton, rétt fyrir utan Boston í Lincolnshire. Anthony rak lögmannsstofu, auk þess sem hann gegndi ýmsum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum fyrir héraðið og fyrir dómstólana í Lincolnshire, og var meðal annars kjörinn héraðsstjóri þar.

Börn Þórunnar og Anthonys eru:
1) Halldóra Isabel, lögfræðingur og húsfreyja í London, f. 1943, gift Michael Campbell Blair, málflutningsmanni í London, f. 1941. Þau eiga einn son.
2) Anna, framkvæmdastjóri í San Diego, Kaliforníu, Bandaríkjunum, f. 1946, gift Robert H. Helfgott framkvæmdastjóra í San Diego, Kaliforníu, Bandaríkjunum, f. 1923,
3) Conolly Finnur löggiltur endurskoðandi í Salisbury, Englandi f. 1951 kvæntur Eirlys Margaret, námsráðgjafa, f. 1957. Þau eiga tvö börn.

General context

Relationships area

Related entity

Akureyri (1778 -)

Identifier of related entity

HAH00007

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

búsett þar

Related entity

Halldóra Ólafsdóttir (1892-1968) Akureyri (7.4.1892 - 27.1.1968)

Identifier of related entity

HAH04725

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Ólafsdóttir (1892-1968) Akureyri

is the parent of

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard (1917-2008) London

Dates of relationship

30.6.1917

Description of relationship

Related entity

Sigurður Guðmundsson (1878-1949) skólameistari Akureyri (3.9.1878 - 10.11.1949)

Identifier of related entity

HAH06788

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurður Guðmundsson (1878-1949) skólameistari Akureyri

is the parent of

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard (1917-2008) London

Dates of relationship

30.6.1917

Description of relationship

Related entity

Örlygur Sigurðsson (1920-2002) listmálari (13.2.1920 - 24.10.2002)

Identifier of related entity

HAH09461

Category of relationship

family

Type of relationship

Örlygur Sigurðsson (1920-2002) listmálari

is the sibling of

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard (1917-2008) London

Dates of relationship

13.2.1920

Description of relationship

Related entity

Ólafur Sigurðsson (1915-1999) læknir (4.8.1915 - 13.8.1999)

Identifier of related entity

HAH01798

Category of relationship

family

Type of relationship

Ólafur Sigurðsson (1915-1999) læknir

is the sibling of

Þórunn Sigurðardóttir Tunnard (1917-2008) London

Dates of relationship

30.7.1917

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02187

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 23.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places