Sigrún Theodóra Jakobsdóttir (1892-1969)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigrún Theodóra Jakobsdóttir (1892-1969)

Parallel form(s) of name

  • Sigrún Theodóra Jakobsdóttir (1892-1969) Finnsstöðum Hofssókn

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

12.12.1892 - 13.11.1969

History

Ráðskona á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Ráðskona á Hesti í Andakíl. Síðast bús. í Hafnarfirði. Ógift. Sigrún Theódóra Jakobsdóttir fæddist 12. desember 1892 að Vakursstöðum í Hallárdal í Austur Húnavatnssýslu.
Ómegð og erfiðleikar urðu því valdandi að Sigrún var send i fóstur ársgömul. — Kjör mannanna eru misjöfn og hlutskipti hið sama. Það hlaut Sigrún að reyna frá upphafi lífsferils síns. Sigrún komst i góða vist. Hún var tekin i fóstur af hjónunum Sveini Jónssyni bónda í Hafursstaðakoti í Refasveit og konu hans Maríu Guðmundsdóttur. Hún naut þar ástríkis og atlætis sem væri hún eitt af börnum hjónanna. Þau eignuðust hins vegar þrjú börn, tvær dætur og einn son. Af fóstursystkinum Sigrúnar er nú aðeins eitt á lifi, Guðrún á 92. aldursári.
Sigrún Jakobsdóttir dvaldi í Hafursstaðakoti fram til tvítugsaldurs og var það heimili í huga hennar alla tíð hin mikla kjölfesta, sú tenging við lífið, sem sannaði að þrátt fyrir umbrot og sviptivinda, er þó skjól að fá, þar sem er hjartarúm og friðarreitur. Innan við fermingaraldur gerðist sá atburður í lífi Sigrúnar, sem skóp henni örlög, varð henni fjötur og helsi. Hún fékk berkla, er bjuggu um sig sem fótamein. Urðu þau sár ekki grædd, en það örþrifaráð að taka fótinn burtu til að bjarga lífi hennar. Sigrún hlaut því að vera bundin rúmi sínu þau ár ævinnar, sem öðrum eru ár mestra umbrota og æskufjörs. Það var erfiður og langur tími og fór ekki hjá þvi, að hann skildi eftir varanleg áhrif á hugsun og þrek.
Meðan Sigrún liggur rúmföst, nemur dauðinn burtu fósturforeldra hennar, Svein og Maríu. Við örkuml bætist sár ástvinamissir. En það er harmabót að dauði fósturforeldranna breytir engu um ástríki hinnar samhentu fjölskyldu í Hafursstaðakoti. Við búsforráðum hafa nú tekið Guðrún fóstursystir hennar og maður hennar Magnús Bjarni Steingrímsson 3. apríl 1881 - 25. júlí 1951 Bóndi á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og búfræðingur Þverá og á Sæunnarstöðum á Hallárdal og víðar í Vindhælishr., A-Hún. Hjá þeim dvelst Sigrún áfram. Brátt er rúmlegan á enda.
Æskukoma byrjar að nýju að feta lífsbraut í hópi hinna heilbrigðu, sem svo eru kallaðir. Hún styðst við hækjur, en horfir með einbeitni og ákveðnum lífsvilja fram á ókunna stigu.
Sigrún yfirgefur Finnsstaði ásamt fósturdóttur sinni. Hún er enn á Norðurlandi næstu 12 árin. Störfin, sem hún tekur að sér, eru margvísleg. Ýmist er hún ráðskona eða hjálparstúlka á heimilum vandalausra. Hún kynnist kjörum og lífi þeirra, sem rækta jörðina, sem og hinna, sem sækja sjóinn. — En hvert sem leið hennar liggur, hlýtur fósturdóttirin að fylgja, augasteinninn hennar. Sá fórnandi kærleikur, sem þar birtist, var hljóður en máttugur.

Aftur liggur leið Sigrúnar Jakobsdóttur til Reykjavíkur Hún hefur þá líklega ekki síður í huga framtíð fósturdóttur sinnar, að auðveldara muni að skapa fastan samastað syðra, líf þeirra muni taka á sig heilsteyptari mynd. — Eftir komuma suður gerist Sigrún hjálparstúlka hjá Halli Hallssyni, tannlækmi, og var það fjölda ára. Féll henni vistin vel og átti þaðan góðar og fagrar endurminningar.
Þó fór svo að lokum, að sjúkravist reyndist óumflýjanleg. Sigrún fékk vist á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði. Þar dvaldi hún síðustu árin, og þar andaðist hún hinn 13. nóvember síðastliðinn á 78. aldursári.

Places

Vakursstaðir í Hallárdal: Hafursstaðakot: Reykjavík: Hvanneyri og Hestur í Borgarfirði:

Legal status

Functions, occupations and activities

Ráðskona:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Sigrún Theódóra Jakobsdóttir fæddist 12. desember 1892 að Vakursstöðum í Hallárdal í Austur Húnavatnssýslu. Hún var dóttir hjónanna Jakobs Guðmundssonar 21. ágúst 1865 - 18. júní 1932 Var í Tjörn, Hofssókn, Hún. 1870. Sagður Jónsson í manntalinu 1870. Jakob var skrifaður Guðmundsson við fermingu og ætíð eftir það. Bóndi á Ytra-Hóli og Blálandi í Hallárdal, Vindælishr., A-Hún, síðar verkamaður á Skagaströnd, bónda að Vakursstöðum og fyrri konu hans Þórdísar Petreu Kristmundsdóttur11. júní 1864 - 13. janúar 1944 Var vinnukona á Hellulandi í Hegranesi, Skag. 1883. Var á Vakurstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1890. Flutti til Vesturheims 1900 frá Ytri-Hóli, Vindhælishreppi, Hún. Nefnd Þórdís Petra skv. Æ.A-Hún. Þeim hjónum Jakobi og Þórdísi varð níu barna auðið, en eftir lát konu sinnar kvæntist Jakob öðru sinni, og áttu þau hjónin önnur níu börn. Voru alsystkin Sigrúnar þannig 8 talsins, en hálfsystkin hennar 9. Af þessum stóra systkinahópi eru enn nokkur á lífi.
Þegar Sigrún Jakobsdóttir er um tvítugt, losar hún heimdragann. Hún hverfur til Reykjavíkur. Þar fær hún gervifót svo að hún geti betur leyst af hendi verkefni og horfið til starfa, er skapa lífi hennar, sjálfstæði og fylling. Hún er syðra nokkur ár, en hverfur síðan aftur norður í Húnaþing, nú sem ráðskona hjá Jósef Jakobssyni (Jósefsson 1876)?bónda á Finnsstöðum í nágrenni Skagastrandar. Þetta mun hafa verið um 1930. Vistin hjá Jósef Jakobssyni var bjartur tími og fagnaðarríkur. Þau Jósef og Sigrún felldu hugi saman og sýndu það með ýmsu móti, að tvö skyldu þau byggja sameiginlega framtíð og auðga líf hvors annars.
Þannig tóku þau í fóstur
1) Öldu Einarsdóttur (Hallfríður Alda Einarsdóttir 22. apríl 1933 - 19. mars 1978 Síðast bús. í Reykjavík. Kjörbarn: Eygló f. 5.5.1957), er líkt var ástatt um og Sigrúnu sjálfa forðum. Hún gat ekki notið uppeldis eigin foreldra. Mun enginn hafa skilið það betur en Sigrún hvert böl og ógæfa slíkt getur orðið. — „Hvar þú böl kannt — kveð þik bölvi at". Þar sem þú skynjar böl þá leggðu þitt fram að bæta úr því, segir í Sólarljóðum. — En aftur urðu forlögin grimm. Jósef tók skyndilega bráðaberkla og fyrr en varði var hann allur. Eignir sínar gat hann ekki gefið Sigrúnu, þar sem þau voru ekki gift og dauðimn kom honum í opna skjöldu. En minmingarnar urðu aldrei frá henni teknar, og sá hugur Jósefs, sem lýsti sér í síðustu bæninni, er hann gat komið á framfæri við hana, að láta fósturdóttur þeirra, Öldu aldrei frá sér fara. Hann gaf Sigrúnu ást, en jarðneskan auð hans hlutu aðrir.
Umskipti urðu í lífi Sigrúnar Jakobsdóttur þegar fósturdóttir hennar, Alda, stofnaði eigið heimili.
Þá má segja, að hlutverkin hafi snúizt við. Hingað til hafði Sigrún verið veitandinn, en Alda þiggjandinn. — Nú tekur Alda að sér húsmóðurstörfin og Sigrún nýtur þess að sjá hana skapa heimil og búa sér og sínum samastað.
Alda eignast son, Steinþór Hilmarsson f 19. mars 1951, en þau Hilmar Steinþórsson 27. febrúar 1929 - 8. desember 2014 Var á Laugavegi 157, Reykjavík 1930, og Alda slíta samvistum meðan sveinninn er á bernskualdri. Fæðing Steinþórs er atburður, sem veitir Sigrúnu enn tækifæri til að sanna, hve kærleikur hennar er mikill og þörf hennar að fórna sterk og máttug.
En Alda á enn eftir að skapa fóstru sinni fagurt heimili. Hún giftist Einari Gíslasyni Eylert f. 5. apríl 1933, búfræðikandídat frá Hvanneyri, síðar bústjóra á Hesti í Andakílshreppi. Þangað liggur leið þeirra þriggja Sigrúnar, Öldu og Steinþórs.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01925

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.7.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=256546
13.02.1970 (sögð þar heita Sigríður.)
©GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places