Sveinborg Helga Sveinsdóttir (1948-2004) Hjúkrunarfræðingur

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sveinborg Helga Sveinsdóttir (1948-2004) Hjúkrunarfræðingur

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

13.6.1948 - 13.3.2004

History

Sveinborg Helga Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. júní 1948. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn. Sveinborg verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag 26. mars 2004 og hefst athöfnin klukkan 11.

Places

Vestmannaeyjar: Reykjavík: Blönduós 1973: Neskaupsstaður: Akureyri:

Legal status

Sveinborg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum 1965, prófi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands 1970 og framhaldsnámi í geðhjúkrun 1981.

Functions, occupations and activities

Sveinborg starfaði sem hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum 1970-1971, við geðdeild Borgarspítalans 1971-1972, við lyflæknisdeild Landspítalans 1972-1973, við sjúkrahúsið á Blönduósi sumarið 1973 og sumarið 1974, við krabbameinsdeild og langlegudeild Háskólasjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð 1975 og 1977-1978, við geðdeild Landspítalans 1981-1982. Árin 1982 til 1986 starfaði Sveinborg við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, fyrst sem deildarstjóri á geðdeild og síðustu tvö árin sem fræðslustjóri FSA. Árin 1987 til 1996 var Sveinborg félagsmálastjóri í Neskaupstað. Hluta af tímanum starfaði hún einnig að sömu málum á Eskifirði.
Sveinborg var formaður Félags hjúkrunarfræðinga á Norðurlandi 1984 til 1986, starfaði að stofnun og uppbyggingu kvennaathvarfs á Akureyri og var í stjórn Rauða kross Íslands 1998-2002.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Faðir Sveinborgar er Sveinn Sverrir Sveinsson, lengst af verkamaður hjá Rafveitunni í Vestmannaeyjum, f. í Neskaupstað 15. október 1924. Foreldrar hans voru Sveinn Sigurður Sveinsson, sjómaður og verkamaður á Norðfirði, og Anna Herborg Guðmundsdóttir frá Borgarfirði eystra. Móðir Sveinborgar er Sigríður Ragna Júlíusdóttir saumakona, f. í Vestmannaeyjum 28. janúar 1926. Foreldrar hennar voru Júlíus Jónsson, múrarameistari í Vestmannaeyjum og Sigurveig Björnsdóttir saumakona.
Sveinborg var önnur í hópi fimm systkina sem komust á legg en alls voru þau sex, hin eru:
1) Júlíus, f. 25. júní 1944, maki Freydís Fannbergsdóttir;
2) Sveinborg, f. 14. janúar 1946 , d. 7. apríl 1946;
4) Ragnar, f. 9. júlí 1955, maki Gunnhildur María Sæmundsdóttir;
5) Sveinn Sigurður, f. 21. apríl 1957, maki Margrét Bragadóttir;
6) Birgir, f. 6. febrúar 1959, maki Steinunn Gísladóttir.
Hinn 27. febrúar 1971 giftist Sveinborg Finnboga Jónssyni, stjórnarformanni Samherja h/f og framkvæmdastjóra SR-mjöls h/f, f. á Akureyri 18. janúar 1950. Foreldrar hans voru Jón Sveinbjörn Kristjánsson skipstjóri, f. á Ísafirði 13. september 1912, d. 26. mars 2001 og Esther Finnbogadóttir verkakona, f. á Eskifirði 24. janúar 1917, d. 23. júní 1986.
Börn Sveinborgar og Finnboga eru
1) Esther, viðskiptafræðingur hjá KB-banka, f. 30. nóvember 1969, unnusti Bjarni Karl Guðlaugsson, sjóðstjóri hjá KB-banka, f. 11. september 1973, sonur hennar er Finnbogi Guðmundsson, f. 18. apríl 1996,
2) Sigríður Ragna, flugfreyja og nemi við Háskólann í Alicante, f. 20. júlí 1976, unnusti Andrés Miñarro Canovas, starfsmaður í sérsveitum spænska hersins, f. 7. apríl 1976.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02065

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 1.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places