Hveravellir á Kili

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Hveravellir á Kili

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Hveravellir er jarðhitasvæði í um það bil 650 metra hæð á hálendi Íslands og jafnframt algengur áningarstaður þegar ferðast er um Kjöl. Elstu lýsingar af staðnum eru frá 1752 þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rituðu um hann í ferðabók sinni. Þeir lýsa hverum og sérstaka athygli þeirra vakti hver sem Eggert kallaði Öskurhól vegna druna og blísturshljóða sem úr honum komu. Mikil og litfögur hverahrúður eru á Hveravöllum.
Um 12 tíma reið er frá Mælifelli í Skagafirði á Hveravelli og álíka langt neðan úr byggð á Suðurlandi. Á Hveravöllum bjó Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans þegar þau voru í útlegð. Sjást þar ýmsar minjar eftir búsetu þeirra, svo sem rúst af Eyvindarkofa og í hver einu sjást mannvirki sem virðast hafa verið notuð til suðu matvæla.
Sæluhús var byggt á Hveravöllum árið 1922 á fornum sæluhúsrústum. Það er úr torfi og grjóti og var endurhlaðið 1994. Ferðafélag Íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 og er það eitt af fáum sæluhúsum á landinu sem hituð eru með hveravatni. Nýtt hús var reist árið 1980 og nýtast bæði húsin ferðamönnum.
Veðurstofa Íslands hóf að reka mannaða veðurathugunarstöð á Hveravöllum árið 1965 og bjó þar fólk allt fram á 21. öld þegar mannaða stöðin var lögð niður og tekin upp sjálfvirkni í staðinn.

Staðir

Kjölur; Öskurhóll; Eyvindarkofi;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Listi yfir vetursetufólk veðurstöðvarinnar á Hveravöllum fer hér á eftir:

1) Ingibjörg Guðmundsdóttir og Björgvin Ólafsson, 9. september 1965 - 31. júlí 1966.
2) Hulda Hermóðsdóttir og Kristján Hjálmarsson, 1. ágúst 1966 - 31. júlí 1971.
3) Hilda Torfadóttir og Haukur Ágústsson, 1. ágúst 1971 - 31. júlí 1972.
4) Guðrún Halla Guðmundsdóttir og Árni Stefánsson, 1. ágúst 1972 - 31. júlí 1974.
5) Bergþóra Helgadóttir og Þorvaldur Stefán Jónsson, 1. ágúst 1974 - 31. júlí 1975.
6) Auður Brynja Sigurðardóttir og Páll Kristinsson, 1. ágúst 1975 - 8. ágúst 1979.
7) Bergrún H. Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson, 9. ágúst 1979 - 31. júlí 1981.
8) Jóhanna Sigríður Einarsdóttir og Ólafur Jónsson, 1. ágúst 1981 - 31. júlí 1984.
9) Guðný Lára Petersen og Þórður Axel Ragnarsson, 1. ágúst 1984 - 31. júlí 1986.
10) Kristín Auður Jónsdóttir og Sigurður Marísson, 1. ágúst 1986 - 31. júlí 1987.
11) Kristín Þorfinnsdóttir og Kristinn Pálsson, 1. ágúst 1987 - 31. júlí 1989.
12) Steinunn Heiðbjört Hannesdóttir og Arnar Jónsson, 1. ágúst 1989 - 31. júlí 1990.
13) Harpa Lind Guðbrandsdóttir og Grímur Sigurjónsson, 1. ágúst 1990 - 31. júlí 1992.
14) Jóna Björk Jónsdóttir og Kristinn Gunnarsson, 1. ágúst 1992 - 31. júlí 1994.
15) Sigrún Þórólfsdóttir og Magnús H. Björnsson, 1. ágúst 1994 - 31. júlí 1997.
16) María Svavarsdóttir og Vilhjálmur Kjartansson, 1. ágúst 1997 - 31. júlí 2000.
17) Kristín Björnsdóttir og Hafsteinn Eiríksson frá 1. ágúst 2000.

Almennt samhengi

Rekja má aðdraganda að stofnun veðurstöðvar á miðhálendinu til skýrslu sem dr. Anders Ångström, fyrrverandi veðurstofustjóri í Svíþjóð, samdi á árinu 1956 á vegum tækniaðstoðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar Report on Meteorological Requirements of Iceland [3]. Í skýrslunni, sem gerð var fyrir ríkisstjórn Íslands og dagsett 10. desember 1956, var gerð stutt úttekt á starfsemi Veðurstofu Íslands, en einkum fjallað um starfsemi og þarfir tveggja nýstofnaðra deilda stofnunarinnar, veðurfarsdeildar og áhaldadeildar.

Meðal margra tillagna sem Ångström gerði í skýrslu sinni var að veðurskeytastöðvum yrði fjölgað um a.m.k. sex og að sett yrði upp, ef þess væri nokkur kostur, ein veðurstöð í að minnsta kosti 600 m hæð á hálendi landsins. Honum var ljóst að erfiðleikar kynnu að vera á að starfrækja stöðina allt árið, en taldi nauðsynlegt að kanna möguleika á að reka hana eins lengi árs og nokkur kostur væri. Þessar sem og aðrar tillögur sínar gerði Ångström að sjálfsögðu í samráði við Teresíu Guðmundsson veðurstofustjóra, en auk þess ræddi hann þær við viðkomandi deildarstjóra Veðurstofunnar.

Á næstu árum var veðurstöðvum í byggðum landsins smám saman fjölgað, en það var ekki fyrr en á árunum 1962-1965 að tækifæri skapaðist til lítils háttar veðurathugana að sumarlagi á fáeinum stöðum á hálendi landsins, aðallega á Hveravöllum og í Jökulheimum. Opnaðist þessi möguleiki í tengslum við skála- og staðarvörslu sem upp var tekin.

Það var svo Snorri Hallgrímsson, hinn þjóðkunni skurðlæknir og prófessor, sem vakti athygli Teresíu veðurstofustjóra á vísindasjóði Norður-Atlantshafsbandalagsins, en hann var fyrsti fulltrúi Íslands í vísindanefnd NATO sem stofnuð hafði verið nokkrum árum áður. Impraði hann á því hvort ekki væru verkefni á starfssviði Veðurstofunnar, sem vænlegt gæti verið að sækja um styrkveitingu til úr sjóðnum. Teresía tók þetta strax til athugunar og ræddi við nánustu samstarfsmenn sína á Veðurstofunni. Þóttu tvö verkefni einkum geta komið til greina. Var annað þeirra bygging og rekstur veðurrannsóknastöðvar á hálendi Íslands, en hitt var kaup og rekstur sjálfvirks veðurdufls sem lagt yrði við stjóra alllangt suðvestur af Reykjanesi

Tengdar einingar

Tengd eining

Grettishellir í Kjalhrauni ((1950))

Identifier of related entity

HAH00352

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Auðkúluheiði (1890)

Identifier of related entity

HAH00016

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Beinhóll á Kili ((1880))

Identifier of related entity

HAH00063

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grjótá á Kjalvegi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00279

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þjófadalir ((1950))

Identifier of related entity

HAH00331

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kjölur (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Öskurhólshver á Hveravöllum (874-)

Identifier of related entity

HAH00821

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00320

Kennimark stofnunar

IS HAH-óby

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

https://is.wikipedia.org/wiki/Hveravellir
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/6DJ3426Q/rit_2003_hveravellir_rs.pdf

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir