Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17.1.1923 - 16.2.2011

Saga

Svavar Pálsson var fæddur í Sólheimum í Svínavatnshreppi 17. janúar 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 16. febrúar 2011. Svavar ólst upp í foreldrahúsum og á unglingsárum hans bjuggu þau í Hamrakoti á Ásum og síðar Smyrlabergi í sömu sveit. Fjölskyldan fluttist til Blönduóss í Baldursheim, árið 1943. Sveitalífið, gjöful náttúran s.s. Svínavatnið, Fremri Laxá, Laxárvatnið og góðar veiðilendur mótuðu hann og sjálfsagt og eðlilegt var að færa björg í bú frá unga aldri. Þau hjónin bjuggu nánast allan sinn búskap að Árbraut 19, Blönduósi.
Útför Svavars fór fram í kyrrþey hinn 26.2. 2011, að hans ósk.

Staðir

Sólheimar, Hamrakot og Smyrlaberg í Svínavatnshreppi: Baldursheimur Blönduósi 1943 og Árbraut 19 (Sólbakki):

Réttindi

Starfssvið

Svavar vann við ýmis störf en byrjaði fljótt að vinna við bifreiðaakstur. Hann eignaðist eigin vörubíla og var vörubifreiðastjóri á Blönduósi um langt árabil, en einnig stundaði hann búskap í hjáverkum. Árið 1965 byrjaði Svavar sem starfsmaður hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins og starfaði við það út sinn starfsaldur. Svavar spilaði bridge, stundaði veiðiskap jöfnum höndum, á stöng og í net, hafði unun af tónlist, söng í kórum og spilaði á harmonikku til síðasta dags.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Ingibjörg Þoleifsdóttir, f. 14.10. 1891, d. 30.9. 1980, og Páll Hjaltalín Jónsson, f. 24.10. 1892, d. 4.5. 1944. Síðustu íbúarnir í Baldursheimi.
Svavar var einkabarn þeirra hjóna.
Svavar kvæntist hinn 29.6. 1947, Hallgerði Rögnu Helgadóttur (Gerðu), f. 25.2. 1926, d. 19.1. 1997, frá Hvarfi í Víðidal. Foreldrar hennar voru Hansína Guðný Guðmundsdóttir, f. 30.9. 1894, d. 18.12. 1972, og Þorsteinn Helgi Björnsson, f. 30.7. 1890, d. 7.11. 1930.
Börn Svavars og Gerðu:
1) Særún Brynja, f. 4.10. 1947, börn hennar a) Svavar, f. 28.8. 1969, sambýliskona Berglind Þrastardóttir, eiga þau þrjú börn. b) Tryggvi, f. 28.7. 1979, sambýliskona Una Rúnarsdóttir, eiga þau eitt barn. c) Rakel, f. 11.4. 1981, gift Friðriki Auðuni Jónssyni, eiga þau þrjú börn.
2) Páll, f. 7.6. 1950, kvæntur Valgerði Guðmundsdóttur, f. 7.1. 1949, börn þeirra: a) Svavar, f. 6.8. 1974, kvæntur Lilju Berglindi Rögnvaldsdóttur, eiga þau þrjú börn b) Guðmundur, f. 14.9. 1975, kvæntur Guðrúnu Ástu Lárusdóttur, eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. c) Björg, f. 30.3. 1985, gift Ghomsi Guy Rodrigue.
3) Guðmundur Helgi, f. 14.1. 1962.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Brynja Svavarsdóttir (1947) Blönduósi (4.10.1947 -)

Identifier of related entity

HAH02952

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Brynja Svavarsdóttir (1947) Blönduósi

er barn

Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Dagsetning tengsla

1947 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Hjaltalín Svavarsson (1950) mjólkursamlagsstjóri Blönduósi (7.6.1950 -)

Identifier of related entity

HAH06891

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Páll Hjaltalín Svavarsson (1950) mjólkursamlagsstjóri Blönduósi

er barn

Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Þorleifsdóttir (1891-1980) Baldursheimi (14.9.1891 - 30.9.1980)

Identifier of related entity

HAH04893

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Þorleifsdóttir (1891-1980) Baldursheimi

er foreldri

Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Hjaltalín Jónsson (1892-1944) Baldursheimi (24.10.1892 - 4.5.1944)

Identifier of related entity

HAH04939

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Páll Hjaltalín Jónsson (1892-1944) Baldursheimi

er foreldri

Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hallgerður Ragna Helgadóttir (1926-1997) Árbraut 19 Blönduósi (25.2.1926 - 19.1.1997)

Identifier of related entity

HAH01368

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hallgerður Ragna Helgadóttir (1926-1997) Árbraut 19 Blönduósi

er maki

Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árbraut 19 / Sólbakki utan ár (Nóvember 1946 -)

Identifier of related entity

HAH00669

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Árbraut 19 / Sólbakki utan ár

er í eigu

Svavar Pálsson (1923-2011) Árbraut 19 Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02061

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 31.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir