Sýnir 10346 niðurstöður

Nafnspjald

Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) Snorrastöðum Kolbeinsstaðahreppi

  • HAH09549
  • Einstaklingur
  • 4. sept. 1894 - 19. jan. 1979

Aðfaranótt 19. janúar lést merkisbóndinn Sveinbjörn á Snorrastöðum i Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn fæddist að Snorrastöðum 4. sept. 1894 og var því á 85. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar (1835-1916) og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur (1850-1922).

Systkin hans voru:

Magnús Jónsson, 4. febr. 1878 - 9. ágúst 1955

Guðrún Elísabet Jónsdóttir, 25 ágúst 1884 - 9. júní 1916

Margrét Jónsdóttir, 4 ágúst 1888 - 21. júní 1968

Stefán Lýður Jónsson, 10 marz 1893, 9. des. 1969

Kristján Jónsson, 24 apríl 1897 - 31. ágúst 1990

Hann ólst upp á Snorrastöðum i hópi margra systkina á miklu menningarheimili. Tvítugur fór hann til náms á Hvitárbakkaskóla til Sigurðar Þórólfssonar og var þar tvo vetur 1914-1916. Að námi loknu sneri hann aftur heim og vann að búi foreldra sinna fyrst i stað. Hann tók að sér barnakennslu i Kolbeinsstaðahreppi haustið 1919 og var kennari i sex vetur samfleytt að mestu og einn vetur jafnframt i Miklaholtshreppi. Síðan varð hlé í fjóra vetur. Þá tók hann við kennslustarfi aftur og hélt því samfellt til 1959 eða í 30 vetur. Hann hóf búskap á Snorrastöðum ásamt Magnúsi bróður sinum 1922 og bjuggu þeir i sambýli til þess að Magnús lést 1955. Í fyrstu stóð Margrét systir þeirra fyrir búi með þeim bræðrum en vorið 1931 kvæntist Sveinbjörn Margréti Jóhanna Sigríður Jóhannesdóttir (1905-1995) frá Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi.

Börn þeirra eru, eftir aldursröð:

Haukur, (6. feb. 1932 - 8. mars 2020) kvæntur Ingibjörgu Jóndóttur. Dóttir þeirra er Branddís Margrét.

Friðjón, (11. mars 1933 - 1. sept. 1990) kvæntur Björk Halldórsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður, Margrét og Halldóra Björk.

Jóhannes Baldur (29. júní 1935 - 23. okt. 2002). Var kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Margrét J.S. og Ólafur Daði.

Kristín Sólveig, (17. mars 1941 - 8. mars 1992) gift Grétari Haraldssyni. Börn þeirra eru Margrét, Jóna Björk og Sveinbjörn Snorri.

Helga Steinunn, (20. jan. 1943) gift Indriða Albertssyni. Börn þeirra eru Helga, Margrét Kristín, Sveinbjörn og Magnús.

Elísabet Jóna. (20. des. 1946) Var gift Baldri Gíslasyni. Börn þeirra eru Stefanía og Gísli Marteinn.

Fyrir hjónaband eignaðist Margrét son, Kristján Benjamínsson, (5. okt. 1923 - 23. okt. 2013) sem kvæntur er Huldu Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Berglind og Broddi.

Sveinbjörn tók ungur mikinn þátt í félagsmálastarfi sveitar sinnar og héraðs og kom víða við í þeim störfum. Hann hóf félagsmálastörfin eins og margir aðrir ungir menn i ungmennafélaginu Eldborg og formaður þess var hann frá 1920-1930. Þá var hann einn af þeim sem gekkst fyrir stofnun héraðssambands ungmennafélaganna á Snæfellsnesi og var kjörinn i fyrstu stjórn héraðssambandsins á stofnfundi þess 1922 og sat i þeirri stjórn til 1939. Hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á fjörutíu ára afmæli þess 1962. Sveinbjörn var kosinn i hreppsnefnd 1931 og sat samfellt i hreppsnefndinni til 1942 en þá varð hlé á til 1950 að hann var kosinn aftur í hreppsnefndina og sat þá i henni átta ár sem oddviti. En oddviti var hann alls í 12 ár. Sýslunefndarmaður var hann 1946-1950. Hann var kosinn i sóknarnefnd 1929 og jafnframt safnaðarfulltrúi fyrir Kolbeinsstaðakirkju. Hann lét sér mjög annt um málefni kirkjunnar og var mjög lengi i safnaðarstjórn. Sveinbjörn var mjög oft fulltrúi sveitar sinnar á búnaðarsambandsfundum og einnig var hann oftsinnis fulltrúi á fundum Kaupfélags Borgfirðinga. Hann hafði mikinn áhuga á framförum á sviði landbúnaðar og taldi að samvinna bænda gæti leyst ýmis vandamál bændastéttarinnar. Hann sat stofnfund Ræktunarsambands Snæfellinga og studdi þann félagsskap með ráðum og dáð fyrstu bernskusporin. Sveinbjörn var kosinn í nýbýlanefnd Snæfellinga 1946 og átti lengi sæti i henni. Þá átti hann sæti i yfirskattanefnd sýslunnar frá 1951-1962. Og enn fleiri félagsstörfum sinnti hann. T.d. var hann formaður slysavarnarfélags Kolbeinsstaðahrepps. Einnig var hann námsstjóri i þrjú ár i sex hreppum á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum, þ.e. 1931-1933. Það mátti segja að um áratugi væri Sveinbjörn einn mesti félagsmálamaður á Snæfellsnesi og hann kæmi nær alls staðar við sögu i því efni. Hann var skemmtilegur fundarmaður, — gamansamur í ræðuflutningi og talaði gott mál enda fjöllesinn og sérlega næmur á þau efni. A Snorrastöðum var bókleg iðja stundu meir en títt er almennt, og ef gesti bar þar að garði var gjarnan rætt um bókmenntir og félagsmál. Var þá oft glatt á hjalla og stundin fljót að líða. Snorrastaðaheimilið hefur verið menningarsetur og margur hefur komið þangað og notið þess að fræðast og gleðjast af viðræðum við heimilisfólkið. Þjóðleg gestrisnihefur verið rækt þar eins og best verður gert. Snorrastaðir liggja suðaustanvert við Eldborgarhraun. Land jarðarinnar stórt og gott. Ræktunarland er mikið og beitiland er einnig viðáttumikið. Þar ilmar sterkt í gróandanum á vorin. Selveiði er í Kaldárósi og lítils háttar veiði í Kaldá. Skóglendi er i Eldborgarhrauni. Bæjarstæði er fagurt og hlýlegt. Um skeið var Haukur Sveinbjörnsson I félagsbúi með foreldrum sinum uns hann kvæntist og byggði nýbýlið Snorrastaði II 1968-1970. Færðist búskapurinn þá meir á hans hendur. Búskapar umsvif voru lengst af mikil og hefur fjölskyldan verið samhent við dagleg störf og farist farsællega búreksturinn. Sveinbjörn varð fyrir því að veikjast á góðum starfsaldri eða um sextugt. Dró hann þá smám saman úr búskaparumsvifum, þó hann nyti í því efni bróður síns Kristjáns, sem alla tíð hefur verið í búskapnum með honum, auk þess sem börnin voru þá flest uppkomin og aðstoðuðu eftir getu. Þennan sjúkdóm losnaði Sveinbjörn aldrei við og dró hann sig því í hlé bæði í félagsmálum og einnig smám saman í búskapnum líka. En með lítilli áreynslu leið honum miklu betur og var jafnan hress og glaður til hinstu stundar.

Oddný Guðmundsdóttir (1908-1985) kennari og rithöfundur

  • HAH09548
  • Einstaklingur
  • 15. feb. 1908 - 2. jan. 1985

Var á Hóli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Kennari og rithöfundur síðast bús. í Raufarhafnarhreppi.

Oddný Guðmundsdóttir rithöfundur og kennari Fædd 15. febrúar 1908. Dáin 2. janúar 1985.
Hún Oddný er dáin. Fórst í umferðarslysi á Raufarhöfn að kvöldi 2. janúar s.l. Undarleg eru örlögin og erfitt að sætta sig við, þegar vinir, sem eru í fullu fjöri eru hrifnir brott fyrirvaralaust, er okkur þykir að enn eigi svo margt ógert og langa leið framundan hérna megin árinnar. Með hryggð og söknuði kveðjum við nú Oddnýju Guðmundsdóttur og þökkum samfylgdina.
Oddný Gunnhildur Guðmundsdóttir var fædd á Hóli á Langanesi N.-Þing. Foreldrar hennar voru Guðmundur bóndi á Hóli Gunnarsson bónda að Djúpalæk Péturssonar og kona hans Kristín Gísladóttir bónda í Kverkártungu Árnasonar. Oddný átti tvo bræður Gísla og Gunnar.
Gísli var alþingismaður N.-Þingeyinga og seinna Norðurlandskjördæmis eystra langa tíð.
Gunnar er járnsmiður og býr í Reykjavík.
Heima á Hóli ólst Oddný upp og sleit sínum barnsskóm. Þar á Hóli á Langanesi hef ég séð síðsumars, grasið grænna og safaríkara en annarsstaðar og þar eru margir stórir huldusteinar.
Oddný fékk í vöggugjöf góðar gáfur, sem hún ræktaði vel alla ævi. Hún tók gagnfræðapróf frá Akureyrarskóla 1929. Dvaldi í Svíþjóð við nám og störf, var jafnframt um tíma, fréttaritari ríkisútvarpsins þar í landi. Árið 1936 stundaði Oddný nám við Norræna lýðháskólann í Genf í Sviss. Á þessum námsárum ferðaðist hún víða um Evrópu m.a til Sovétríkjanna. Það var gaman að heyra hana minnast þeirra tíma.
Ævistarf Oddnýjar Guðmundsdóttur var að kenna börnum og unglingum, aðallega farkennsla í sveitum, þ.e. kenna heima á bæjum til skiptis. Kennslan var Oddnýju meira en starfið eitt, heldur hugsjón. Hún kenndi mjög víða um landið, var gjarnan einn vetur í stað, breytti þá til og réði sig á nýjan stað á næsta hausti. Þess vegna eignaðist hún marga vini og hélt tryggð við. Á sumrin réði hún sig oft í kaupavinnu. Úti á túni, með hrífu í hönd naut Oddný lífsins. Þegar björgunarafrekið var unnið við Látrabjarg árið 1947, sem frægt er, var Oddný á vettvangi. Þá sögu rakti hún skemmtilega í útvarpi, ekki alls fyrir löngu í þættinum „Út og suður". Sagt er að „tilvera okkar sé undarlegt ferðalag", og er það oft í mörgum skilningi. Oddný hafði alla tíð mikið yndi af ferðalögum. Þar fór hún oft á tíðum sínar eigin leiðir. Hún notaði reiðhjólið, hana Skjónu og hjólaði sína götu. Á slíkum ferðum kynntist hún íslandi vel. Þegar Oddný var fimmtug skrifaði hún, „Hef hjólað nær alla akvegi landsins samfylgdarlaust." Ísland og íslensk tunga var Oddnýju Guðmundsdóttur helgidómur. Oft þótti henni menn misbjóða landi og tungu. þá greip hún gjarnan pennann, var hvöss og viðhafði enga tæpitungu. Hún hafði ríka réttlætiskennd, málsvari minnimáttar, mannréttindakona. Hún var „vinstrisinni", og virkur félagi á þeim vettvangi. Hennar draumur var: - ísland úr NATO - Herinn burt - Oddný var rithöfundur. Ritaði margar skáldsögur, gaf út Ijóðabækur, þýddi mikið, bæði bækur og framhaldssögur í blöð, flutti erindi í útvarp, skrifaði smásögur og fjölmargar greinar í blöð og tímarit. Og aðaláhugamálið alltaf það sama: - að skapa betri heim -. „Orðaleppar" og „Ljótar syrpur" þætti hennar um íslenska tungu og menningu, skrifaði hún marga og birti í Þjóðviljanum og Tímanum. Þessir pistlar og fleiri í sama dúr voru frábærir og vel eftir þeim tekið, skipuðu höfundi í heiðurssæti. Oddný Guðmundsdóttir var fjölskylduvinur okkar í Austurgörðum svo lengi ég man eða m.k. 40 ár. Alltaf var hátíð þegar hún kom, hafði frá svo mörgu að segja og var fyndin, kát og skemmtileg, og átti svo auðvelt með að blanda geði við alla, unga sem aldna. Já, hún var vinur vina sinna. Og hún var einkar lagin og næm að veita aðstoð, með nærveru sinni þar sem sorg var í húsi og erfiðleikar. Þess minnast margir. Og nú er hún Oddný dáin. Laugardaginn 5. janúar s.l. var minningarathöfn Oddnýjar í kirkjunni á Raufarhöfn. Sú athöfn var ógleymanleg og kirkjan þéttsetin. Konur stóðu heiðursvörð með logandi kerti í hendi - merki friðar. Þannig var hún kvödd með virktum og þökk á Raufarhöfn. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég Margréti, Gunnari, Sólveigu og öðrum ástvinum. Það er gott að minnast Oddnýjar Guðmundsdóttur, hún var kona sönn og heiðarleg. Blessuð sé hennar minning.

Þórarinn Björnsson

Snorri Þorsteinsson (1930-2014) Fræðslustjóri

  • HAH09547
  • Einstaklingur
  • 31. júlí 1930 - 9. júlí 2014

Snorri Þorsteinsson fæddist á Hvassafelli í Norðurárdal hinn 31. júlí 1930. Hann lést 9. júlí 2014 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Foreldrar Snorra voru Þorsteinn Snorrason bóndi, f. 28.8. 1892 á Laxfossi, Stafholtstungum, d. 2.8. 1978, og Sigurlaug Gísladóttir, f. 6.1. 1891 í Hvammi í Norðurárdal, d. 5.6. 1974.
Bróðir Snorra er Gísli Þorsteinsson, f. 15.12. 1935.
Snorri var kvæntur Eygló Guðmundsdóttur, f. 14.12. 1935, d. 1.11. 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sölvason verslunarmaður, f. 3.2. 1910, d. 17.6. 1995, og Undína Sigmundsdóttir, f. 6.6. 1912 í Vestmannaeyjum, d. 19.5. 1981. Snorri og Eygló voru barnlaus en Eygló átti dótturina Margréti með fyrri manni sínum Guðjóni Sigurbjörnssyni lækni.

Snorri ólst upp á Hvassafelli og bjó þar þangað til hann tók við starfi fræðslustjóra þá flutti hann í Borgarnes. Hann lauk stúdents prófi frá MR 1952. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands í uppeldisfræði, ensku og íslensku og lauk þaðan BA prófi í íslensku og sögu svo og kennsluréttindaprófi í uppeldis- og kennslufræðum. Auk þess sótti hann ýmis námskeið hérlendis og erlendis. Frá 1949 var hann farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð. Þá kennari og síðan yfirkennari við Samvinnuskólann í Bifröst. Hann var lengst af fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis og síðar forstöðumaður Skólaskrifstofu Vesturlands. Fyrstu árin sem fræðslustjóri var hann jafnframt framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar Borgarness. Snorri var virkur í félagsmálum og sinnti mörgum árbyrgðarstörfum sem hér verður einungis tæpt á. Hann var í stjórn Ungmennafélagsins Baulu og UMSB á árunum 1949-1958. Hann tók þátt í störfum Framsóknarflokksins á árunum 1949-1971, sat í stjórn FUF í Borgarfirði og var formaður FUF í Mýrasýslu. Hann sat í stjórn SUF og í miðstjórn Framsóknarflokksins og var formaður kjördæmissambands framsóknarmanna í Vesturlandskjördæmi. Hann sat í fyrstu stjórn Kennarasambands Vesturlands og í stjórn Félags fræðslustjóra, hann var einnig fyrsti formaður Sambands verslunarskólakennara. Var formaður Þroskahjálpar á Vesturlandi og í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra. Sögufélag Borgarfjarðar var Snorra einkar hugleikið og var hann formaður þess á árunm frá 2000-2014, félagið gaf út Borgfirskar æviskrár ásamt Borgfirðingabók og íbúatali. Snorri var félagi í Rótarý-klúbbi Borgarness og var forseti klúbbsins 2014- 2015. Hann gegndi embætti umdæmisstjóra 1999-2000. Eftir hann liggja bækurnar „Sparisjóður í 90 ár. Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913-2003“ frá 2004 og „Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu, 1880-2007“ frá 2009 Snorri skrifaði greinar um bókmenntir og sagnfræði, leikþætti, kennsluefni o.fl.

Markús Bjarnason (1848-1900) skipstjóri

  • HAH09024
  • Einstaklingur
  • 23.11.1848 - 28.6.1900

Markús Finnbogi Bjarnason 23. nóv. 1848 - 28. júní 1900. Fyrsti skólastjóri Stýrimannaskólans. Var á Helgastöðum, Reykjavík, Gull. 1870.

Sigurbjörn Magnússon (1871-1925) Glerárskógum

  • HAH09022
  • Einstaklingur
  • 12.6.1871 - 7.12.1925

Sigurbjörn Magnússon 12. júní 1871 - 7. des. 1925. Var í Glerárskógum, Hvammssókn, Dal. 1880. Bóndi í Glerárskógum í Hvammssveit, Dal. frá 1904 til æviloka. Varð úti.

Ingvi Guðnason (1914-1991) Valhöll, Skagaströnd

  • HAH09201
  • Einstaklingur
  • 11.6.1914 - 31.12.1991

Ingvi Sveinn Guðnason fæddist í Bólstaðarhlíð. Var í Valhöll, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.
Útför Ingva Sveins Guðnasonar fór fram frá Hólaneskirkju 11. janúar, 1992.

Guðni Sveinsson (1885-1971) Vesturá

  • HAH04157
  • Einstaklingur
  • 19.3.1885 - 15.11.1971

Guðni Sveinsson 19. mars 1885 - 15. nóvember 1971 Bóndi í Kárahlíð, Vesturá og Hvammi í Laxárdal, A-Hún. Var í Dæli, Barðssókn, Skag. 1901. Bóndi á Vesturá, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Ægissíðu, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Höfðahreppi.

Eðvarð Árdal Ingvason (1948-2011) Valhöll

  • HAH03051
  • Einstaklingur
  • 28.8.1948 - 29.5.2011

Eðvarð Árdal Ingvason 28. ágúst 1948 - 29. maí 2011 Var í Valhöll, Höfðahr., A-Hún. 1957. Tryllusjómaður, vann síðar við skipasmíðar og rak eigið fyrirtæki, starfaði loks við smíðar á Skagaströnd. Eðvarð fluttist tveggja ára til Skagastrandar og þar bjó hann alla tíð.
Eðvarð var jarðsunginn frá Hólaneskirkju mánudaginn 6. júní 2011, og hófst athöfnin kl. 15.

Sigurður Benediktsson (1885-1974) Leifsstöðum í Svartárdal

  • HAH9250
  • Einstaklingur
  • 11.11. 1885-02.06. 1974

Þann 2. júní andaðist Sigurður Benediktsson bóndi Leifsstöðum á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 11. nóvember 1885 á Þorbrandsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Benedikt Pétursson og Stefanía Sveinsdóttir.
Sigurður ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs og þá um skeið í Valadal, en þá fer hann í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar bónda og konu hans í Hvammi í Svartárdal. Þar ólst hann upp þar til hann varð fulltíða.
Árið 1909 flytur hann að Leifsstöðum sem leiguliði, en kaupir síðan jörðina og bjó þar allan sinn búskap.
Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Torfustöðum, er andaðist 2. febr. 1957, þau eignuðust þessi börn:
Guðmund, kvæntan Sonju Wium.
Sigurð, er stofnað hefur heimili með Maríu Steingrímsdóttur.
Aðalstein, Björn og Sigurbjörgu, sem öll eru búsett á Leifsstöðum.
Guðrúnu, gifta Guðmundi Tryggvasyni bónda í Finnstungu.
Þóru, gifta Þorleifi Jóhannessyni bónda í Hvammi.
Önduð er Soffia, er gift var Ingva Guðnasyni, en þau voru búsett í Höfðakaupstað.
Fjögur börn þeirra hjóna önduðust í frumbernsku. Þá ólst upp með þeim hjónum, dóttursonur þeirra Hilmar Eydal Valgarðsson.
Sigurður Benediktsson var ötull maður að bjarga sér. Góður bóndi með sterka viðskiftahneigð. Hann ræktaði og byggði tvisvar upp bæ sinn, í seinna skiptið tvíbýlishús úr steini. Þá fékk Sigurður verzlunarleyfi og verzlaði með búsafurðir og flutti suður til sölu á haustin, en kom hlaðinn til baka af kaupstaðarvarningi.
Sigurður Benediktsson var mesti eljumaður, enda var hann jafnan vel stæður og hagur hans góður. Hann var prýðilega greindur og velviljaður.

Guðrún Sigurðardóttir (1923-1975) Finnstungu

  • HAH04436
  • Einstaklingur
  • 18.4.1923 - 15.12.1975

Guðrún Sigríður Sigurðardóttir 18. apríl 1923 - 15. des. 1975. Húsfreyja í Finnstungu í Blöndudal, A-Hún. Var á Leifsstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Þorsteinn Daníelsson (1858-1941) Skipalóni ov

  • HAH09329
  • Einstaklingur
  • 14.1.1858 - 11.1.1941

Þorsteinn Daníelsson 14. jan. 1858 - 11. jan. 1941. Var á Bægisá syðri, Bægisársókn, Eyj. 1860. Var í Skipalóni, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Bóndi á Skipalóni í Glæsibæjarhreppi, Eyj. Bóndi a Möðruvöllum í Hörgárdal í Arnarneshreppi, Eyj. 1895-98. Einkabarn.

Sigmar Ólafsson (1921-1991) Brandsstöðum

  • HAH09470
  • Einstaklingur
  • 12.1.1921 - 30.10.1991

Hann fæddist á Eiríksstöðum í Svartárdal. Var á Hóli, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi og smiður á Brandsstöðum. Ókvæntur.
Sigmar Olafsson var jarðsunginn í Bergsstaðakirkju 9. nóvember 1991.

Sigþór Sigurðsson (1922-2010) Brekkukoti

  • HAH09469
  • Einstaklingur
  • 12.6.1922 - 27.11.2010

Sigþór Sigurðsson, Brekkukoti. Fæddur 12. júní 1922. Var í Brekkukoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Brekkukoti, Sveinsstaðahr., A-Hún. 1957. Ókvæntur barnlaus.
Andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27.11.2010 og var útför hans gerð frá Þingeyrakirkju þann 4. desember 2010.

Finnbogi Jónsson (1930-2004) frá Sölvabakka

  • HAH09468
  • Einstaklingur
  • 7.7.1930 - 9.1.2004

Finnbogi Gunnar Jónsson fæddist á Sölvabakka í Austur-Húnavatnssýslu 7. júlí 1930. Plötu- og ketilsmiður í Reykjavík.
Hann lést á Landspítalanum 9. janúar 2004. Útför Finnboga fór fram í Háteigskirkju 16.1.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Magdalena Tómasdóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi

  • HAH09361
  • Einstaklingur
  • 13.1.1817 - 7.3.1903

Magdalena Tómasdóttir Sigurðardóttir (1817-1903) Tungu á Vatnsnesi
Húsfreyja í Tungu, Tjarnarsókn, Hún. 1845. Húsfreyja á Þorgrímsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1860. Hún var skráð dóttir Tómasar Jónssonar, vinnumanns í Dæli, en var almennt talin dóttir Sigurðar Ólafssonar í Katadal, en Sigurður þessi var giftur Þorbjörgu, systur Guðrúnar, þannig að það faðerni varðaði við lög. Þannig að hún var hálfsystir Friðriks sem hálshöggvinn var að Þrístöpum. frá Katadal. Ftún bls. 349

Ragnheiður Thorstensen (1824-1897) Geitaskarði ov

  • HAH09360
  • Einstaklingur
  • 22.11.1824 - 14.2.1897

Ragnheiður Thorstensen 22. nóv. 1824 - 14. feb. 1897. Var í Reykjavík 1835. Húsfreyja í Hofstaðaseli, Flugumýrarsókn, Skag. 1860. Barnlaus.

Ögmundur Guðbrandsson (1841-1900) Melstað í Miðfirði

  • HAH09359
  • Einstaklingur
  • 25.9.1841 - 5.6.1900

Ögmundur Guðbrandsson 25. sept. 1841 - 5. júní 1900. Þóroddsstöðum í Hrútafirði 1841. Var í Brandagili, Staðarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður í Hrútatungu, Staðarsókn, Hún. 1860. Húsmaður á Árbakka, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Húsbóndi á Syðri-Reykjum, Melstaðarsókn, Hún. 1890.

Sigríður Magnúsdóttir (1840-1938) Melstað í Miðfirði

  • HAH09358
  • Einstaklingur
  • 3.9.1840 - ágúst 1838

Sigríður Magnúsdóttir 3. sept. 1840 - í ágúst 1938. Fædd á Kjörseyri. Tökubarn í Laxárdal, Prestbakkasókn, Strand. 1845. Var á Stóru-Hvalsá í sömu sókn 1860. Syðri-Reykjum 1890. Var á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1901 og 1930.

Steinunn Sigurðardóttir (1849-1942) Katadal og Flatnefsstöðum

  • HAH09354
  • Einstaklingur
  • 29.10.1849 - 7.7.1942

Steinunn Sigurðardóttir 29. okt. 1849 - 7. júlí 1942. Fósturbarn á Súluvöllum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Vinnukona á Tittlingastöðum, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Sigríðarstöðum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Ægissíður 1901. Var á Katadal, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930.

Steinunn Sigurðardóttir (1849-1930) Batavia Vestmannaeyjum

  • HAH06062
  • Einstaklingur
  • 30.6.1849 - 15.11.1930

Steinunn Sigurðardóttir 30. júní 1849 - 15. nóv. 1930. Húskona á Strandarhöfði, Breiðabólstaðarsókn, Rang. 1880. Vinnukona á Eystri-Hóli, Sigluvíkursókn, Rang. 1901. Var í Batavia, Vestmannaeyjasókn 1910.
Hún fluttist úr Fljótshlíð til Eyja 1910, var hjá Láru dóttur sinni í Batavíu við Heimagötu 8 á því ári, á Geithálsi við Herjólfsgötu 2, var verkakona í Þorlaugargerði 1920 og bjó þar til æviloka 1930.

Guðrún Guðmundsdóttir (1849-1931) Ytri-Kárastöðum

  • HAH09353
  • Einstaklingur
  • 28.11.1849 - 23.7.1931

Guðrún Guðmundsdóttir 28.11.1849 - 23.7.1931. Var í Nýjabæjarhjáleigu á Seltjarnarnesi, Gull. 1850. Var í Gesthúsum, Reykjavíkursókn, Gull. 1860. Vinnukona í Bygggarði, Reykjavík, Gull. 1870. Húsfreyja á Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Ekkja á Ásvallagötu 28, Reykjavík 1930.

Jón Sigurðsson (1855-1946) Balaskarði

  • HAH09349
  • Einstaklingur
  • 30.4.1855 - 2.6.1946

Jón Sigurðsson 30. apríl 1855 - 2. júní 1946. Var á Hofi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Lengst af bóndi á Balaskarði í Laxárdal

Kristín Carolina Sigurðardóttir (1866-1944) Rvk frá Balaskarði

  • HAH06590
  • Einstaklingur
  • 11.8.1866 - 20.7.1944

Kristín Carolina Sigurðardóttir 11.8.1866 - 20.7.1944. Var í Finnsstaðanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Balaskarði. Ráðskona í Reykjavík 1910. Ráðskona á Frakkastíg 14, Reykjavík 1930.

Ólafur Guðmundsson (1832-1889) Bessastöðum Melstaðarsókn

  • HAH09348
  • Einstaklingur
  • 8.8.1832 - 22.10.1889

Ólafur Guðmundsson 8. ágúst 1832 - 22. okt. 1889. Var á Brandagili í Staðarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Dalgeirsstöðum í Efranúpssókn, Hún. 1860. Bóndi á Bessastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870 og 1880.

Níels Eyjólfsson (1823-1885) Grímsstöðum á Mýrum

  • HAH09346
  • Einstaklingur
  • 30.5.1823 - 20.4.1885

Níels Eyjólfsson 30. maí 1823 - 20. apríl 1885. Bóndi á Grímsstöðum í Álftaneshr., Mýr. Var á Helgustöðum í Hólmasókn, S-Múl. 1835. Vinnumaður Hólmum 1840. Snikkari Vogum á Mýrum 1860

Kristján Júlíusson Hall (1851-1881) Borðeyri

  • HAH09345
  • Einstaklingur
  • 29.12.1851 - 20.6.1881

Kristján Ragnar Júlíusson Hall 29. des. 1851 - 20. júní 1881. Fósturbarn í Hofstaðaseli, Flugumýrarsókn, Skag. 1860. Verslunarþjónn í Hólanesi, Spákonufellssókn, Hún. 1870. Bóndi á Borðeyri 1, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Verslunarstjóri á Borðeyri.

Helga Ingibjörg Helgadóttir (1912-1997) Ölfusá (Selfoss)

  • HAH01410
  • Einstaklingur
  • 22.6.1912 - 25.9.1997

Helga Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1912. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 25. september síðastliðinn. Helga giftist ekki og átti ekki afkomendur.
Útför Helgu Ingibjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Margrét Sigurðardóttir (1868-1927) Selkirk Manitoba

  • HAH09341
  • Einstaklingur
  • 4.12.1868 - 2.4.1927

Margrét Stefanía Sigurðardóttir 4. des. 1868 - 2. apríl 1927. Var á Grænhóli í Sjávarborgarsókn, Skag. 1870. Fór til Vesturheims 1900 frá Hofsstaðaseli í Viðvíkurhreppi, Skag. Húsfreyja nærri Gimli og síðar í Selkirk, Manitoba, Kanada. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1916.

Jónas Ari Sigurðsson (1865-1933) Prestur í Vesturheimi.

  • HAH05788
  • Einstaklingur
  • 6.5.1865 - 10.5.1933

Jónas Ari Sigurðsson 6. maí 1865 - 10. maí 1933. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Fór til Vesturheims 1887 frá Gröf, Þorkelshólshr., Hún. Prestur frá skóla í Chicago með „hærri einkunnir en nokkur annar“ segir í Ólafsd. Prestur í Vesturheimi. Form. Þjóðræknissamtaka Vestur-Ísl. Átti 2 börn vestra með Oddrúnu og 3 með Stefaníu.

Soffía Lárusdóttir (1858-1923) Vindhæli

  • HAH09337
  • Einstaklingur
  • 27.2.1858 - 10.6.1923

Steinunn Soffía Lárusdóttir 27. feb. 1858 [19.2.1857] - 10. júní 1923. Húsfreyja á Vindhæli, Spákonufellssókn, A-Hún. 1910.

Jósef Davíðsson (1832) Eiðsstöðum

  • HAH09332
  • Einstaklingur
  • 3.5.1832 -

Jósef Davíðsson 3.5.1832. Var á Giljá, Grímstungusókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Hjallalandi, Undirfellssókn, Hún. 1870. Ekkill Grund 1880 og Syðri-Löngumýri 1890. Eiðsstöðum

Jón Helgason (1863-1940) Skuld

  • HAH04910
  • Einstaklingur
  • 23.5.1863 - 20.5.1940

Jón Helgason 23. maí 1863 - 20. maí 1940. Niðursetningur í Reykjum, Þingeyrasókn, Hún. 1870. Vinnupiltur á Reykjum, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Daglaunamaður á Skuld, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Enni í Engihlíðarhr. og í Skrapatungu í Vindhælishr., A-Hún, síðar verkamaður á Blönduósi.

Þorsteinn Sölvason (1893-1924) kennari Grund í Svínadal

  • HAH09096
  • Einstaklingur
  • 24.5.1893 - 27.6.1924

Þorsteinn Sölvason 24. maí 1893 - 27. júní 1924. Var á Gafli, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Vinnumaður á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1910. Leigjandi Reykjavík 1920. Barnakennari á Grund í Svínadal, Hún.

Sigurlaug Sigurðardóttir (1875-1960) Árbakka

  • HAH09081
  • Einstaklingur
  • 16.12.1875 - 29.3.1960

Sigurlaug Sigurðardóttir 16. desember 1875 - 29. mars 1960. Fædd í Vaglagerði. Minni Akragerði 1880. Húsfreyja á Árbakka, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Árbakka, Vindhælishr., A-Hún.

Emelía Þorgrímsdóttir (1924-1982) Brúarhlíð

  • HAH03309
  • Einstaklingur
  • 2.12.1924 - 14.4.1982

Emilía Svanbjörg Þorgrímsdóttir 2. desember 1924 - 14. apríl 1982 Var í Syðra-Tungukoti, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Brúarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Húsfreyja þar. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi.

Guðrún Bergþóra Þorbjörnsdóttir (1913-2002) Eiríksstöðum

  • HAH01309
  • Einstaklingur
  • 5.6.1913 - 30.8.2002

Guðrún Bergþóra Þorbjarnardóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 5. júní 1913. Hún lést 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir, f. 9. september 1877, d. 4. maí 1937, og Þorbjörn Magnússon, f. 28. maí 1878, d. 5. júlí 1920. Alsystur Guðrúnar Bergþóru voru Guðlaug, f. 2. september 1910, d. 18. desember 1943, og Sólborg, f. 25. júlí 1914, d. 5. september 1963. Hálfsystkini sammæðra voru Margrét Gísladóttir, f. 16. júní 1897, d. 12. ágúst 1937, Sigríður Gísladóttir, f. 15. júní 1898, d. 1. september 1957, og Jón Sigurðsson, f. 11. mars 1904, d. 14. febrúar 2002.
Guðrún Bergþóra eignaðist tvær dætur með Guðmundi Sigfússyni, bónda á Eiríksstöðum í Svartárdal. Þær eru: 1) Ragnheiður, f. 16. desember 1948, búsett í Marbæli í Skagafirði, maki Árni Sigurðsson, f. 14. apríl 1944. Þau eiga fjóra syni. Þeir eru: A) Sigurður, f. 8. október 1968, maki Anna Steinunn Friðriksdóttir, f. 19. ágúst 1971. Börn þeirra Árni Freyr, f. 12. júlí 1995, og Bríet Lilja, f. 17. maí 1998. B) Gunnar Þór, f. 20. janúar 1970, maki María Blöndal, f. 20. maí 1976. C) Birkir Már, f. 25. febrúar 1976, maki Berglind Stefánsdóttir, f. 20. nóvember 1979. D) Ingi Björn, f. 31. mars 1981, unnusta Íris Ósk Elefsen, f. 16. júní 1985. 2) Guðrún Sóley, f. 11. desember 1950, búsett á Egilsstöðum, maki Broddi Bjarni Bjarnason, f. 20. janúar 1950. Þau eiga þrjá syni. Þeir eru: Heiðar Steinn, f. 21. september 1971; Bjarni Þór, f. 2. janúar 1974; og Jón Grétar, f. 14. júlí 1982.
Guðrún Bergþóra fluttist að Eiríksstöðum í Svartárdal og með henni systurdóttir hennar Guðrún Birna Ólafsdóttir, f. 4. október 1936, d. 7. október 1948. Síðustu 20 árin bjó Guðrún Bergþóra á Blönduósi og síðastliðið ár var hún Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Útför Guðrúnar Bergþóru fór fram í kyrrþey.

Ólafur Björnsson (1865-1950) Árbakka

  • HAH09073
  • Einstaklingur
  • 14.2.1865 - 1.11.1950

Ólafur Björnsson 14. febrúar 1865 - 1. nóvember 1950. Bóndi og kennari á Hofi í Vindhælishreppi, Hún. Síðar bóndi og oddviti á Árbakka í sama hreppi.

Helga Jónsdóttir (1866-1923) vk Sauðanesi

  • HAH09072
  • Einstaklingur
  • 27.4.1866 - 5.1.1923

Helga Jónsdóttir 27. apríl 1866 - 5. jan. 1923. Var í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1870. Var í Sauðanesi, Hjaltabakkasókn, Hún. 1880. Vinnukona á Steinnesi, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Þingeyrum 1901. Var í Sauðanesi, Blönduóssókn, A-Hún. 1910. Bústýra á Fjósum, Bólstaðarhlíðarsókn, A-Hún. 1920 og 1930

Sigurbjörg Ólafsdóttir (1862-1932) Rútsstöðum

  • HAH09071
  • Einstaklingur
  • 20.11.1862 - 13.7.1932

Sigurbjörg Ólafsdóttir 20. nóv. 1862 - 13. júlí 1932. Húsfreyja á Litlu-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1910. Var á Rútsstöðum 1930.

Guðmundur Ólafsson (1867-1936) Ási

  • HAH04109
  • Einstaklingur
  • 13.10.1867 - 10.12.1936

Guðmundur Ólafsson 13. október 1867 - 10. desember 1936 Þingmaður á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og alþingismaður í Ási í Vatnsdal.

Birgir Þór Ingólfsson (1951)

  • HAH02618
  • Einstaklingur
  • 14.7.1951 -

Birgir Þór Ingólfsson 14. júlí 1951 Var á Bollastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

Margrét Bjarnadóttir (1859-1924) Alta Kanada, Stafni

  • HAH09060
  • Einstaklingur
  • 4.9.1859 - 15.3.1924

Margrét Sigurbjörg Bjarnadóttir Húnford 4. sept. 1859 - 15. mars 1924 [5.2.1922]. Var á Stafni, Bergstaðasókn, Hún. 1860. Vinnukona á Gunnsteinsstöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1883 frá Stafni, Bólstaðarhlíðarhreppi, Hún. Húsfreyja vestanhafs. Var í Alberta, Kanada 1911. Síðast bús. í Alta.

Sigvaldi Hjálmarsson (1921-1985) frá Fjósum í Svartárdal.

  • HAH09064
  • Einstaklingur
  • 6.10.1921 - 17.4.1985

Sigvaldi Hjálmarsson 6. okt. 1921 - 17. apríl 1985. Var á Skeggstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Kennari, blaðamaður og ritstjóri og gaf auk þess út nokkrar bækur. Forseti íslandsdeildar Guðspekifélagsins.

Ólafur Sigfússon (1920-1986) Forsæludal

  • HAH09062
  • Einstaklingur
  • 26.1.1920 - 6.7.1986

Var á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og smiður í Forsæludal. Síðast bús. í Blönduóshreppi. Ókvæntur. Drukknaði. Skáldmæltur og voru ljóð hans gefin út.

Indíana Sigfúsdóttir (1927-2008) Forsæludal

  • HAH06010
  • Einstaklingur
  • 16.6.1927 - 18.10.2008

Indiana var fædd að bænum Forsæludal og stendur bærinn þar fremst og austan Vatnsdalsár. 16. júní 1927 - 18. okt. 2008. Var á Forsæludal, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Forsæludal, Áshr., A-Hún. 1957. Í Forsæludal byrjaði Indiana síðan búskap með Braga Haraldssyni en þau fluttu sig síðan á næsta bæ, Sunnuhlíð, árið 1962. Í Sunnuhlíð voru þau búandi, fyrst sem leiguliðar en keyptu seinna jörðina og bjuggu þar síðan.
Í Forsæludal og Sunnuhlíð bjó Indiana alla ævi, fyrir utan síðustu tvö árin. Þann tíma var hún á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, þar andaðist hún og var útför hennar gerð frá Undirfellskirkju 25. október 2008.

„Ferðaþrá í brjósti brann burt um víða geyma.
En allt það sem ég fegurst fann, fann ég hérna heima“.

Ólöf Sigvaldadóttir (1888-1925) Fjósum

  • HAH09061
  • Einstaklingur
  • 27.5.1888 - 28.7.1925

Ólöf Sigvaldadóttir 27. maí 1888 - 28. júlí 1925. Var á Brún, Bergstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Fjósum í Svartárdal.

Hjálmar Jónsson (1876-1943) Fjósum

  • HAH05183
  • Einstaklingur
  • 8.12.1876 - 29.11.1943

Hjálmar Jónsson 8. des. 1876 - 29. nóv. 1943. Bóndi á Fjósum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Fjósum í Bólstaðarhlíðarhr.

Rósa Helgadóttir (1878-1925) Skyttudalur

  • HAH09059
  • Einstaklingur
  • 14.2.1878 - 8.2.1925

húsfr. í Skyttudal. Var á Barði, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Tökubarn á Krónustöðum, Saurbæjarsókn, Eyj. 1890. Hjú í Úlfsbæ, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1901. Varð úti í stórhríðaveðri.

Ari Jónsson (1901-1966) í Skuld

  • HAH02456
  • Einstaklingur
  • 10.6.1901 - 6.1.1966

Ari Jónsson 10. júní 1901 - 6. janúar 1966. Var á Skuld, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Skuld, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Verkamaður, síðast bús. í Blönduóshreppi.

Skuld Blönduósi 1916, Hafnarbraut 1-3 Blönduósi

  • HAH00667
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917 - 1954

Skuld 1916. Timburhús byggt 1939, rifið 1980, gamli torfbærinn rifinn 1954.
Byggt 1916 af Jóni Helgasyni. Jón hafði búið á Svangrund árið áður. Þar voru hús hin lélegustu um þær mundir og leist Jóni ekki á að búa þar lengur. Hann fékk leyfi hjá tengdamóður sinni að byggja í landi Ennis yfir sig og sína. Björn Einarsson frá Bólu var ráðinn til að sjá um hleðslu hússins, sem var úr torfi. Á meðan hafðist Jón við í gömlu nausti norðan við lóðina og tjaldaði þar yfir.

Enniskot Blönduósi

  • HAH00648
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1917-

Byggt 1917 af Pétri Jónssyni. Lóðarsamningur frá 4.2.1919 milli Péturs og Sigurðar bónda í Enni, kveður á um 70 ferfaðma lóð. Takmörk lóðarinnar eru, að sunnan vegurinn, að vestan lóð Jóns Helgasonar [Skuld], að norðan marbakkinn, að austan 2 faðma austur fyrir kofann sem stendur framan í bakkanum. (Hér er áttum greinilega snúið. Skuld var sunnan lóðar Péturs og aðrar hliðar eftir því).

Páll Briem (1856-1904) amtmaður Akureyri

  • HAH09057
  • Einstaklingur
  • 19.10.1856 - 17.12.1904

Amtmaður og alþingismaður á Akureyri. Bankastjóri við Íslandsbanka. Riddari af Dannebrog. Var á Espihóli, Hrafnagilssókn, Eyj. 1860. frá Espihóli, sýslumaður í Rang, amtmaður
Fæddur á Espihóli í Eyjafirði

Sigurður Þorkelsson (1888-1976) Barkarstöðum í Svartárdal

  • HAH09054
  • Einstaklingur
  • 27.3.1888 - 12.12.1976

Bóndi á Barkarstöðum, Bergsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Barkarstöðum í Svartárdal. Var þar 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi. K. Halldóra Bjarnadóttir.

Valgerður Árnadóttir Blandon (1920-2017) Neðri Lækjardal

  • HAH09047
  • Einstaklingur
  • 1.5.1920 - 27.7.2017

Valgerður Sigríður Árnadóttir Blandon fæddist í Neðri-Lækjardal í Austur-Húnavatnssýslu 1. maí 1920. Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. júlí 2017. Útför Valgerðar var gerð frá Digraneskirkju 4. ágúst 2017, og hófst athöfnin klukkan 15.

Akur- Hvannatún Blönduósi

  • HAH00288
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1925-

Upphaflega smiðja Einars í Einarsnesi 1925-
Dregið yfir á lóð Maríu í Maríubæ, til íbúðar. Snjólaug fékk leigðan 1927, 100 ferálnablett.
Snjólaug selur Pétri 1937 og 1945 er honum úthlutað 390 m2 lóð og húsið er aftur dregið og nú yfir í mýrina.
Áður Smiðja og Snjólaugarhús 1933-41.
Kristjánshús 1920 og 1941-
Akur 1947 -
Hvannatún -
Hreppshús 1940.

Illugi Jónasson (1825-1900) Gili

  • HAH09044
  • Einstaklingur
  • 30.8.1825 - 11.7.1900

Illugi Jónasson 30. ágúst 1825 - 11. júlí 1900. Var í Gili, Bólstaðahlíðarsókn, Hún. 1845. Bóndi Hvammi í Svartárdal 1860. Söðlasmiður og bóndi á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. Var þar 1870. Húsmaður á Skeggstöðum, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1880. Ekkill í Ytra-Tungukoti, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1890.

Svavar Pálsson (1898-1921) Hrísey

  • HAH09041
  • Einstaklingur
  • 6.4.1898 - 6.6.1921

Svavar Pálsson 6. apríl 1898 - 6. júní 1921 [8.6.1920 skv minningargrein um Guðrúnu] Hrísey. Pálshúsi Ólafsfirði 1901 og 1910. Finnst ekki í manntali 1920

Karl Axelsson (1920-1943) Bjargi í Miðfirði

  • HAH09043
  • Einstaklingur
  • 7.8.1920 - 5.5.1943

Karl Jóhannes Axelsson 7. ágúst 1920 - 5. maí 1943. Var á Bjargi, Staðarbakkasókn, V-Hún. 1930. Dóttursonur húsráðenda á Bjargi.

Vilborg Jónsdóttir (1863-1947) Stað

  • HAH09028
  • Einstaklingur
  • 22.6.1863 - 28.1.1947

Vilborg Jónsdóttir 22. júní 1863 - 28. jan. 1947. Húsfreyja á Stað, Staðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Staðastað, Staðastaðarsókn, Snæf. 1890. Húsfreyja á Stað í Hrútafirði.

Ingibjörg Björnsdóttir (1886-1970) Gottorp

  • HAH08991
  • Einstaklingur
  • 31.3.1886 - 29.11.1970

Ingibjörg Björnsdóttir 31. mars 1886 - 29. nóv. 1970. Húsfreyja í Gottorp í Vesturhópi. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Voru barnlaus.

Þorgerður Þórarinsdóttir (1918-1992) frá Gottorp

  • HAH02050
  • Einstaklingur
  • 30.11.1918 - 30.8.1992

Minning Þorgerður Þórarinsdóttir frá Gottorp Fædd 30. nóvember 1918 Dáin 30. ágúst 1992 í Landspítalanum. Þorgerður náði ekki tiltakanlega háum aldri en varð að lúta í lægra haldi fyrir lungnameini af flokki sjúkdóma, sem við ráðum ekki nægilega vel við enn sem komið er. Þorgerður fæddist á Blönduósi var í Sandgerði 1920.
Í tilveru Þorgerðar mátti greina tvö höfuðskaut. Annað þeirra var heimilið og þau traustu gildi sem héldu því uppi en hitt var hin sterka pólitíska sannfæring hennar sótt í smiðju marxista. Hafi trúin á óskeikulleik rauða kversins einhvern tímann séð framan í svo sem eina veikburða efasemd verður slíkt aldrei sagt um óbilandi staðfestu hennar gagnvart skyldum húsmóður og eiginkonu. Líkt og aðrar vitrar konur gerði Þorgerður sér grein fyrir því að viðspyrnan á heimili og umráðin yfir búlyklunum veita handhafanum óvinnandi vígstöðu. Á þessum palli vann Þorgerður mörg sín fegurstu verk og hafi hugtakið gestrisni búið við óvissu um skeið hlaut það í höndum Þorgerðar fulla uppreisn. Vinir og niðjar hafa löngum gert sér tíðförult á heimili Þorgerðar og Steinþórs. Húsmóðirin og ættmóðirin var þá ekki sein á sér að bera fram veitingar enda sá Steinþór um að ekkert skorti. Samtímis gerði Þorgerður gestinn að vitsmunaveru með áleitinni umræðu um hin ólíkustu efni. Gat mönnum þá ekki dulist að Þorgerður var um margt óvenju vel lesin á íslenskt efni, bæði í bundnu og óbundnu máli, enda var daglegt málfar hennar nær óaðfinnanlegt.
Á æviferil sem um margt einkennist af velgengni þeirra Steinþórs lagðist dimmt sorgarský er þau misstu eina son sinn, Ásgeir Þór, en hann lést úr bráðri heilahimnubólgu aðeins fimm ára gamall árið 1946. Mér býður í grun að þetta áfall hafi breytt persónuleika Þorgerðar dýpra og varanlegar en venjulega gerist við svona missi; ekki er laust við að nokkurrar kergju hafi stundum gætt í fari hennar og ekki laust við biturleik.
Í Reykjavík eignast þau fjölda vina og taka upp spilamennsku í frístundum. Þau urðu með tímanum slyngir bridsspilarar og Þorgerður Íslandsmeistari oftar en einu sinni og seinast er hún stóð á sjötugu árið 1988.

Stefanía Jónsdóttir (1913-2001) Gottorp

  • HAH08990
  • Einstaklingur
  • 22.6.1913 - 26.4.2001

Sigríður Stefanía Jónsdóttir 22. júní 1913 - 26. apríl 2001. Vinnukona á Gottorpi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Uppeldisbarn þar. Síðast bús. á Akureyri.
Fósturforeldrar Ásgeir Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Gottorp

Jakob Lárusson Bergstað (1874-1936) Litla-Enni

  • HAH04895
  • Einstaklingur
  • 12.4.1874 - 26.11.1936

Jakob Lárusson Bergstað 12. apríl 1874 - 26. nóv. 1936. Tökubarn á Bergstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Bóndi og trésmíðameistari í Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1920. Trésmiður á Litla-Enni, Höskuldsstaðasókn 1930.

Björg Sveinbjörnsdóttir (1913-1991) Reykjavík

  • HAH09371
  • Einstaklingur
  • 13.8.1913 - 13.2.1991

Björg Sveinbjörnsdóttir 13. ágúst 1913 - 13. feb. 1991. Var á Holtsgötu 10, Reykjavík 1930. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Ingibjörg Jóhannsdóttir (1947-2016) Sólheimum, Sæmundarhlíð

  • HAH08497
  • Einstaklingur
  • 10.4.1947 - 7.7.2016

Ingibjörg M. Jóhannsdóttir fæddist 10. apríl 1947 í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Inga ólst upp í Sólheimum við hin ýmsu sveitastörf sem tíðkuðust á þessum árum. Inga og Siggi bjuggu í Reykjavík þar til þau fluttu í Holtsmúla í Skagafirði vorið 2009.
Inga lést 7. júlí 2016 í Reykjavík. Útför Ingu fór fram frá Sauðárkrókskirkju 21. júlí 2016, kl. 14.

Sólveig Eiríksdóttir (1944-2005) Reykjavík

  • HAH08493
  • Einstaklingur
  • 21.9.1944 - 30.4.2005

Sólveig Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1944. Síðast bús. á Fellsenda í Dölum. Kvsk á Blönduósi 1965-1966. Ógift barnlaus
Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 30. apríl 2005. Sólveig var jarðsungin frá Áskirkju 13.5.2005 og hófst athöfnin klukkan 15.

Guðbjörg Guðmundsdóttir (1945-2011) Keflavík

  • HAH08473
  • Einstaklingur
  • 25.2.1945 - 9.11.2011

Guðbjörg Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Keflavík 25. febrúar 1945. Guðbjörg átti heima í Keflavík meiri hluta ævinnar fyrir utan tvö ár í Bandaríkjunum.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. nóvember 2011. Útför Guðbjargar fór fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju 22. nóvember 2011.

Orkustofnun (1967)

  • HAH10132
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1967

Um miðjan sjöunda áratuginn þótti tímabært að taka raforkulögin frá 1946 til endurskoðunar. Kom þar hvorttveggja til að með stofnun Landsvirkjunar hafði breyst mjög sú stefnumörkun sem fólst í raforkulögunum og svo hitt að hjá embætti raforkumálastjóra fór þá orðið fram mun veigameiri og víðfeðmari starfsemi en fjallað er um í þeim lögum. Hin nýju orkulög nr. 58/1967 tóku gildi 1. júlí 1967. Jakob Gíslason sat í nefnd þeirri sem endurskoðaði lögin og hafði þar veigamikil áhrif. Endurskoðuninni lauk 1966.
Í orkulögunum er fjallað bæði um vinnslu raforku og jarðhita; um rafveitur og hitaveitur og um jarðboranir. Sérstakur kafli er þar um Rafmagnsveitur ríkisins, núna RARIK. Embætti raforkumálstjóra var lagt niður, en ný stofnun, Orkustofnun, tók við hlutverki embættisins, öðru en umsjón með rekstri Rafmagnsveitna ríkisins, sem voru gerðar að sjálfstæðri stofnun. Jakob Gíslason var skipaður orkumálastjóri um leið og lögin tóku gildi.
Í orkulögunum er Orkustofnun falið að hafa með höndum rekstur Jarðborana ríkisins og Jarðvarmaveitna ríkisins, sem urðu til við stofnun Kísiliðjunnar við Mývatn, en bæði þessi fyrirtæki voru rekin sem svokölluð B-hluta fyrirtæki undir yfirstjórn Orkustofnunar uns Jarðboranir hf. voru stofnsettar í febrúar 1986 og Jarðvarmaveitur lagðar niður í árslok 1986. Þá var Rafmagnseftirlit ríkisins í umsjá orkumálastjóra allt til ársins 1979 en þá var það endanlega gert að sjálfstæðri stofnun.
Samkvæmt lögunum tók Orkusjóður við öllum eigum Raforkusjóðs og Jarðhitasjóðs.

Sverrir Halldórsson (1943-201) Halldórshúsi

  • HAH02262
  • Einstaklingur
  • 19.3.1943 - 17.7.2021

Sverrir Haukur Halldórsson 19.3.1943 - 17.7.2021. Rafeindavirkjameistari. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957.

Niðurstöður 201 to 300 of 10346