Búðir á Snælfellsnesi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Búðir á Snælfellsnesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1900)

Saga

Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og nálægð við Snæfellsjökul hafa mikiðaðdráttarafl. Búðahraun er þekkt fyrir fagurt landslag og fjölda tegundahávaxinna burkna. Gönguleiðir liggja um hraunið og gíginn Búðaklett, þar sem ernir hafa orpið. Búðir voru einn stærsti verzlunarstaður vestanlands til forna. Hótelrekstur hófst 1947 en elzti hluti hússins er frá 1836. Hótelið brann til kaldra kola 1999. Hafist var handa við byggingu nýs hótels 2001.

Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur,tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Margt er einnig að skoða í nágrenninu og má þar helst nefna Arnarstapa og Hellna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km um Hvalfjarðargöng.

Staðir

Snæfellsnes:

Réttindi

Tjaldbúðir í Staðarsveit. Rétt hjá gististaðnum er ósinn, þröngur yzt, og hann er með nokkrum hætti lifandi, því að það er eins og hann andi fjórum sinnum á sólarhring. Og aldrei er hann kyrr. Það er stöðugt straumur í honum, út eða inn, og stundum strangur. Með aðfalli sogast óhemju mikið af sjó inn um ósinn, færir í kaf leirur og kletta, og breiðir úr sér er innar kemur og myndar þar líkt og stöðuvatn. Með útfallinu þarf allur þessi sjór að komast til hafs aftur, útsogið togar í hann og árnar, sem í ósinn renna, reka á eftir. Leirur koma upp, klettar hækka og seinast hefir sjórinn verið hrakinn á flótta og um leirurnar rennur Kálfá, tær bergvatnsá í mörgum hlykkjum meðan á liggjandanum stendur.

Starfssvið

Lagaheimild

Örnefni;
Búðakirkja; Arnarstapi: Hellnar:

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Arnarstapi og Stapafell ((1880))

Identifier of related entity

HAH00012

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Rannveig Stefánsdóttir (1885-1972) Flögu (16.2.1885 - 3.5.1972)

Identifier of related entity

HAH09198

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Daníel Thorlacius (1828-1904) Stykkishólmi (8.5.1828 - 31.8.1904)

Identifier of related entity

HAH09207

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Böðvarsholt í Staðarsveit á Snæfellsnesi ((1000))

Identifier of related entity

HAH00265a

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Böðvarsholtshyrna (571) og Stakkfell (817) Snæfellsnesi (874 -)

Identifier of related entity

HAH00885a

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kálfárvellir í Staðarsveit á Snæfellsnesi ((1200))

Identifier of related entity

HAH00265b

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00185

Kennimark stofnunar

IS HAH-Vestl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 12.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir