Egill Bjarnason (1915-1993) Dalvík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Egill Bjarnason (1915-1993) Dalvík

Hliðstæð nafnaform

  • Egill Sofanías Bjarnason (1915-1993) Dalvík

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

20.2.1915 - 7.3.1993

Saga

Egill Sofanías Bjarnason 20.2.1915 - 7.3.1993. Var á Lækjarbakka, Vallasókn, Eyj. 1930. Fornbókasali og ljóðaþýðandi í Reykjavík. Auglýsingastjóri í Reykjavík um 1960. Síðast bús. í Kópavogi.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Hann rak fornbókaverslun á Hverfisgötunni til margra ára og var það hans aðalstarf seinni árin. Þangað hafa margir lagt leið sína í gegnum árin. Þá nýtti hann sitt eigið hljóðfæri, röddina, til hinstu stundar, en hann hafði djúpa og fallega bassarödd og söng í mörgum kórum. Hafa Kópavogsbúar notið krafta Egils í þrjátíu ár í Kirkjukór Kópavogs.

Lagaheimild

Helgakviðu (H. Tryggvasonar) orti Egill árið 1976. Mig langar að hér verði birtar nokkrar ljóðlínur úr Helgakviðu.
Egill var listamaður af guðsnáð, mikill íslenskumaður og talaði fallegt og gott mál, og mikill áhugamaður um tónlist, þýddi margar óperur og óperettur, svo sem Don Pasquale, Sígaunabaróninn, My fair lady og Fiðlarinn á þakinu, svo að fátt eitt sé upp talið, og samdi fjölda texta.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Bjarni Guðmundsson 6. feb. 1891 - 28. feb. 1971. Bifreiðastjóri í Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Skv. Mbl. og kona hans; Dýrfinna Oddfriðsdóttir 2.8.1895 - 28.7.1985. Húsfreyja. Var í Miðbæ, Seyðisfjarðarkaupstað, N-Múl. 1901. Vinnukona í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Rauðarárstíg 5 a, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Dýrfinna og Bjarni tvo syni sem báðir báru nafnið, en létust ungir

1-2) Kristinn Magnús Bjarnason 29.12.1922 - 28.4.1933. Var á Rauðarárstíg 5 a, Reykjavík 1930 og létust þeir báðir ungir.

Kona hans Gyða Siggeirsdóttir 11.9.1918 - 6.8.1995. Póstafgreiðslu- og verslunarmaður, síðast bús. í Reykjavík.

Börn þeirra;
1) Hrafnkell Egilsson 24.6.1940 - 16.5.2008. Járnsmiður í Reykjavík. Árið 1965 kvæntist Hrafnkell Önnu Vilborgu Sigurjónsdóttur, f. 2.8. 1935, d. 17.7. 2007. Foreldrar Önnu voru Sigurjón Stefánsson skrifstofustjóri og Þórunn Sigríður Jensdóttir hjúkrunarkona.
2) Ólafía Egilsdóttir 5.5.1943. maki Jóhann Gunnar Friðjónsson, f. 24.5. 1941,
3) Soffía Stefanía Egilsdóttir 7.3.1953. maki Gunnar Jakob Haraldsson, f. 13.5. 1953.

Almennt samhengi

Nú sest ég niður
og stilli strengi
Þeir hljóma viðkvæmt
svo hlýtt og lengi.

Þeir tónar þýðir
og blævarblíðir
um loftin dansa
en deyja um síðir.

Þótt fátt ég hafi
af heimsins yndi
þig síðast frá mér
eg selja myndi.

Um sæ og hauður
þú ert minn auður
og sá sem á þig
er aldrei snauður.

Ef sorgin mæðir
þú með mér grætur
og tárað tónaflóð
titra lætur.

Svo þungan stynur
þinn strengjahvinur
en undir hljómar
ég er þér vinur.

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08764

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 26.8.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir