Færeyjar

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Færeyjar

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

um 800

History

Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema tvær, Koltur og Lítla Dímun, en mjög fámennt er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þ.e. norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni.
Höfuðstaður Færeyja er Þórshöfn á Straumey en í því sveitarfélagi búa alls um 20 þúsund manns. Heildaríbúafjöldi eyjanna er rúmlega 49.000 (árið 2017). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.
Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa allnokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.

Talið er að einsetumenn og munkar frá Skotlandi eða Írlandi hafi sest að í Færeyjum á 6. öld og líklega flutt þangað með sér sauðfé og geitur. Norrænir menn komu svo til eyjanna um 800 og settust einhverjir þeirra þar að en samkvæmt því sem segir í Færeyinga sögu fullbyggðust eyjarnar seint á 9. öld þegar norskir menn hröktust þangað undan Haraldi hárfagra. Fyrsti landnámsmaður Færeyja var að sögn Grímur kamban. Hann á að hafa búið í Funningi á Eysturoy. Viðurnefnið er keltneskt og bendir til tengsla við Bretlandseyjar.

Places

Þórshöfn; Straumey: Eysturoy; Kirkjubær; Hvalba;
Óbyggðar eru;Koltur; Lítla-Dímun;

Legal status

Sjáfstjórn und Danmörku

Functions, occupations and activities

Lögtingið; Folketinget;

Mandates/sources of authority

Í Færeyinga sögu segir svo frá kristnitöku í Færeyjum að höfðinginn Sigmundur Brestisson hafi hrakist undan óvinum sínum til Noregs í lok 10. aldar. Þar tók hann kristna trú og var fól Ólafur konungur Tryggvason honum að kristna Færeyinga, sem hann og gerði. Helsti andstæðingur hans var Þrándur í Götu og féll Sigmundur að lokum fyrir honum.
Þrándur var leiðtogi Færeyinga næstu áratugina en hann dó um 1035 og varð Leifur Össurarson þá helsti höfðingi Færeyinga og gerðist lénsmaður Noregskonungs. Hefur verið miðað við að víkingaöld í Færeyjum hafi lokið það ár og eyjarnar komist undir yfirráð Noregskonungs. Hélst sú skipan til 1380, þegar Noregur komst undir Danmörku í Kalmarsambandinu. Alla tíð síðan hafa Færeyjar verið undir danskri stjórn. Árið 1274 varð lögmaðurinn konunglegur embættismaður en hafði áður verið valinn af landsmönnum á þingi.

Biskupssetur var stofnað í Færeyjum, líklega um eða upp úr 1100, því vitað er að Ormur, sem var biskup eyjanna 1139, var sá fjórði í röðinni og líklega sá fyrsti sem sat í Kirkjubæ. Erlendur var biskup Færeyja 1269-1308 og í hans tíð var Sauðabréfið skrifað, elsta skjal sem varðveitt er frá Færeyjum. Hann hóf líka byggingu Magnúsarkirkjunnar í Kirkjubæ. Annars er fremur fátt vitað um biskupa Færeyinga í kaþólskri tíð. Siðaskipti urðu á eyjunum 1538 og biskupinn sem þá tók við varð eini lútherski Færeyjabiskupinn, embættið var fljótlega lagt niður og eyjarnar lagðar fyrst undir biskupinn í Björgvin og frá 1620 undir Sjálandsbiskup. Embætti Færeyjabiskups komst ekki á að nýju fyrr en 1963.
Sjóræningjar frá Alsír, líklega þeir sömu og rændu á Íslandi, frömdu Tyrkjarán í Hvalba 1629, drápu sex og rændu yfir þrjátíu konum og börnum og seldu í þrældóm. Ensk, hollensk og þýsk skip gerðu iðulega strandhögg á eyjunum en Magnús Heinason barðist gegn þeim af miklu kappi um 1580 og eftir það varð mun friðvænlegra. Verslunin fluttist svo frá Björgvin til Kaupmannahafnar snemma á 17. öld. Árið 1655 hófst tímabil það sem nefnt hefur verið Gablatíðin, þegar Daninn Christoffer Gabel fékk Færeyjar að léni, og er það almennt talið erfiðasti tíminn í sögu Færeyja. Einn helsti andstæðingur hans var presturinn Lucas Debes, sem leiddi sendinefnd sem hélt til Kaupmannahafnar 1673 til að kvarta yfir Gabel, sem lést sama ár. Sonur hans tók þó við og Gablatíðin er talin standa til 1709.

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Danmörk ((1880))

Identifier of related entity

HAH00189

Category of relationship

hierarchical

Dates of relationship

1380

Description of relationship

Færeyjar er með eigið þing en í sjálfstjórnar konungssambandi við Danmörku

Related entity

Björn Finnsson (1859-1931) (28.8.1859 - 1931)

Identifier of related entity

HAH02805

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1891

Description of relationship

Flutti til Færeyja

Related entity

Christiana Finnsson (1906) Þórshöfn í Færeyjum (7.1.1906)

Identifier of related entity

HAH01289

Category of relationship

associative

Dates of relationship

7.1.1906

Description of relationship

Related entity

Finnur Björnsson Finnsson (1900-1940) Færeyjum (1900 - 1940)

Identifier of related entity

HAH03422

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1900

Description of relationship

Related entity

Elna Thomsen (1936-2017) Hnausum (11.5.1936 - 26.11.2017)

Identifier of related entity

HAH03289

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

ólst upp í Færeyjum

Related entity

Davía Jakobína Guðmundsson (1910-1999) Sólbakka utan ár (19.2.1910 - 17.1.1999)

Identifier of related entity

HAH01166

Category of relationship

associative

Dates of relationship

19.2.1910

Description of relationship

Fædd í Færeyjum

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00264

Institution identifier

IS HAH-Dan

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 24.4.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places