Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Parallel form(s) of name

  • Friðrik Karlsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

28.9.1918 - 28.1989

History

Hann fæddist á Hvammstanga 28. sept. 1918. Var í Víðidalstungu, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930. Fósturmóðir Jóhanna Björnsdóttir. Forstjóri í Reykjavík.
Þegar Friðrik var 7 ára fór hann að Víðidalsstungu til Jóhönnu Björnsdóttur, sem þá var orðin ekkja en fyrir búi með móður sinni var Óskar Teitsson. Víðidalstunga var mikið myndar- og menningarheimili og átti Friðrik góðar minningar frá veru sinni þar.
Haustið 1942 kemur Friðrik norður í Víðidal um réttaleytið. Þá átti hann allvæna peningafúlgu eða ríflega hálft jarðarverð. Þá kaupir hann Hrísa fyrir átján þúsund krónur, sem þá þótti allhátt verð. Hrísar er landmikil jörð og landkostajörð til sauðfjárbúskapar. Hrísar voru ekki á þeim tíma talin hlunnindajörð en hún átti land að Fitjá á sjötta km á lengd. Kerfossar voru ekki laxgengir fyrr en þar var gerður laxastigi rétt fyrir 1940. Friðrik var þess strax fullviss að Fitjá yrði góð laxveiðiá þegar laxinn fengi aðstöðu til hrygningar ofar í ánni og það kom á daginn að sú spá reyndist rétt. Nú eru Hrísar í hærri kantinum með veiðileigu jarða á vatnasvæðinu. Um leið og Friðrik keypti Hrísa, leigði hann jörðina frænda sínum Jóni Lofti Jónssyni. Eftirgjald var í kindafóðrum og umhirðu hrossa. Hefur sá samningur að grunni til gilt fram að þessu, þó nú búi þar afkomendur konu Jóns, Friðbjargar Ísaksdóttur, og eiga hluta af jörðinni.
Nú voru draumar Friðriks að byrja að rætast. Hann átti jörð í Víðidal. Nokkra tugi kinda, fáein hross og gat dvalist á sinni eigin jörð þegar frí gáfust.

Places

Hvammstangi: Víðidalstunga 1925: Reykjavík 1940: Hrísar 1942:

Legal status

Friðrik naut ekki langrar skólagöngu - aðeins nokkra mánuði í barnaskóla.

Functions, occupations and activities

Fermingarvorið fór hann í brúarvinnu til föður síns og var þar fram á haust. Fékk hann þá kaup greitt í peningum. Aðstæður til að byrja búskap voru því ekkert glæsilegar. Vann Friðrik því áfram á sumrin við brúarsmíðar hjá föður sínum fram um 1940, en að vetrinum oftast í heimasveit sinni, Víðidalnum, við fjárhirðingu og annað sem til féll.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Karl Friðriksson brúarsmiður og f.k. hans, Guðrún Sigurðardóttir. Karl var sonur hjónanna Friðriks Björnssonar bónda í Bakkakoti í Víðidal og Elísabetar Jónsdóttur, bæði ættuð úr Húnaþingi. Guðrún var dóttir Sigurðar Halldórssonar síðasta bónda á Efri-Þverá og s.k. hans, Kristínar Þorsteinsdóttur, bæði ættuð sunnan úr Kjós.
Árið 1944 kvæntist Fiðrik Guðrúnu Pétursdóttur ættaðri úr Dýrafirði, mikilli ágætiskonu, sem hann mat mikils, enda er Guðrún sannkölluð húsmóðir. Skömmu fyrir jól 1947 flytja þau hjón í nýja íbúð við Mávahlíð 39, þar hafa þau búið síðan.
Börn þeirra eru tvö:
1) Sigríður Petra f. 31.8. 1949, jarðfræðingur, gift Bjarna Ásgeirssyni, lögfræðingi. Þau eiga tvö börn.
2) Karl Guðmundur f. 2.2. 1955, búnaðarhagfræðingur, kvæntur Hafdísi Rúnarsdóttur, hjúkrunarfræðingi, eiga þau eitt barn.

General context

"Árið sem Friðrik fermdist fór hann frá Víðidalstungu, má segja að frá þeim degi sæi hann um sig sjálfur. Honum leið aldrei úr minni fermingardagurinn því þá átti hann ekki aura fyrir fermingartollinum. Fermingarvorið fór hann í brúarvinnu til föður síns og var þar fram á haust. Fékk hann þá kaup greitt í peningum. Fyrsta verk hans þegar hann kom á heimaslóðir um haustið var að greiða presti fermingartollinn, sem þá var fimmtán krónur. Þetta atvik beit sig svo fast í vitund Friðriks að hann steig á stokk og strengdi þess heit að verða efnalega sjálfstæður, treysta á sjálfan sig og standa í skilum með lögmætar greiðslur. Ég held að allir sem fylgst hafa með lífsferli Friðriks geti verið sammála um að frá þessum markmiðum kvikaði hann ekki, því traustari mann í öllum viðskiptum held ég að sé vandfundinn. Þó, sem betur fer finnist margir enn, sem virða þann gamla sið að "orð skulu standa".

Relationships area

Related entity

Anna Teitsdóttir (1895-1978) Bakka í Víðidal (1.12.1895 - 10.7.1978)

Identifier of related entity

HAH02427

Category of relationship

family

Dates of relationship

1925

Description of relationship

fóstursystir

Related entity

Guðrún Teitsdóttir (1906-1988) Bjarghúsum, Vesturhópi (21.1.1906 - 9.7.1988)

Identifier of related entity

HAH04475

Category of relationship

family

Dates of relationship

1925

Description of relationship

fóstursystir

Related entity

Elísabet Teitsdóttir (1914-1973) Víðidalstungu (16.7.1914 - 21.5.1973)

Identifier of related entity

HAH03274

Category of relationship

family

Dates of relationship

1925

Description of relationship

fóstursystir

Related entity

Jóhanna Björnsdóttir (1868-1966) Víðidalstungu (9.12.1868 - 27.4.1966)

Identifier of related entity

HAH05372

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhanna Björnsdóttir (1868-1966) Víðidalstungu

is the parent of

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Dates of relationship

1925

Description of relationship

Fósturmóðir

Related entity

Jóhann Teitsson (1904-1996) Víðidalstungu (13.5.1904 - 10.12.1996)

Identifier of related entity

HAH01555

Category of relationship

family

Type of relationship

Jóhann Teitsson (1904-1996) Víðidalstungu

is the sibling of

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Dates of relationship

28.9.1918

Description of relationship

uppeldisbróðir

Related entity

Ingunn Teitsdóttir (1912-1970) frá Víðdalstungu (1.8.1912 - 21.5.1970)

Identifier of related entity

HAH01522

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingunn Teitsdóttir (1912-1970) frá Víðdalstungu

is the sibling of

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Dates of relationship

28.9.1918

Description of relationship

Uppeldisbróðir

Related entity

Óskar Bergmann Teitsson (1900-1989) Víðidalstungu (28.10.1900 - 8.2.1989)

Identifier of related entity

HAH01814

Category of relationship

family

Type of relationship

Óskar Bergmann Teitsson (1900-1989) Víðidalstungu

is the sibling of

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Dates of relationship

28.9.1918

Description of relationship

Uppeldisbróðir

Related entity

Eggert Teitsson (1899-1991) Þorkelshóli (10.5.1899 - 6.11.1991)

Identifier of related entity

HAH01176

Category of relationship

family

Type of relationship

Eggert Teitsson (1899-1991) Þorkelshóli

is the sibling of

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Dates of relationship

28.9.1918

Description of relationship

Uppeldisbróðir

Related entity

Magnús Sveinbjörnsson (1929-2016) Hrísum í Fitjárdal (25.11.1929 - 30.4.2016)

Identifier of related entity

HAH01733

Category of relationship

family

Type of relationship

Magnús Sveinbjörnsson (1929-2016) Hrísum í Fitjárdal

is the cousin of

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Dates of relationship

25.11.1929

Description of relationship

Magnús var sonur Friðbjargar Ísaksdóttur á Hrísum, en hennar er getið í minningargrein um Friðrik.

Related entity

Hrísar í Fitjardal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00816

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Hrísar í Fitjardal

is owned by

Friðrik Karlsson (1918-1989) forstjóri Reykjavík

Dates of relationship

Description of relationship

Eigandi Hrísa I um 1974

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01229

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 19.9.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places