Gísli Sveinsson (1880-1959) forseti sameinaðs þings 1944

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gísli Sveinsson (1880-1959) forseti sameinaðs þings 1944

Hliðstæð nafnaform

  • Gísli Sveinsson forseti sameinaðs þings

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.12.1880 - 30.11.1959

Saga

Gísli Sveinsson 7. desember 1880 - 30. nóvember 1959 Var í Reykjavík 1910. Sýslumaður í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Alþingismaður og sendiherra.

Staðir

Sandfell í Öræfum; Kálfafellsstað í Suðursveit; Ásar í Skaftártungu; Vík í Mýrdal; Reykjavík: Noregur 1951;

Réttindi

Stúdentspróf Lærða skólanum 1903. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1910.

Starfssvið

Dvaldist 1906–1907 á Akureyri og var þá um tíma settur bæjarfógeti þar og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Varð 1910 yfirdómslögmaður í Reykjavík. Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1918–1947, sat í Vík í Mýrdal. Skipaður 19. júní 1947 sendiherra í Noregi, lausn 1. júlí 1951.
Skipaður í rannsóknarnefnd gjaldkeramáls Landsbankans 1912. Lögfræðingur Landsbankans 1912–1918. Skipaður 1916 í Flóaáveitunefnd. Gekkst fyrir vörnum gegn spönsku veikinni 1918 og annaðist ráðstafanir til hjálpar vegna Kötlugossins sama ár. Í landsbankanefnd 1934–1945. Kosinn 1935 í stjórn markaðs- og verðjöfnunarsjóðs, 1937 í milliþinganefnd í bankamálum, en fékk lausn úr henni. Kirkjuráðsmaður 1937–1947 og aftur 1953–1959. Kosinn 1938 í dansk-íslenska ráðgjafarnefnd. Formaður Félags héraðsdómara frá stofnun þess 1941–1947 og heiðursforseti þess síðar. Í stjórnarskrárnefnd 1942 og póstmálanefnd 1943, en fékk lausn úr henni. Forgöngumaður og síðar forseti hinna almennu kirkjufunda til 1947 og aftur frá 1953. Í skilnaðarnefnd 1944. Kjörinn kirkjuþingsmaður 1958.
Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1916–1921, 1933–1942 og 1946–1947, landskjörinn alþingismaður (Vestur-Skaftfellinga) 1942–1946 (Sjálfstæðisflokkurinn langsum, Utanflokkabandalagið, Sjálfstæðisflokkur). (Sagði af sér þingmennsku 1921 vegna veikinda.)
Forseti sameinaðs þings 1942 og 1943–1945. 1. varaforseti neðri deildar 1937–1941, 1. varaforseti sameinaðs þings 1942–1943.

Lagaheimild

Skrifaði margar greinar um sjálfstæðismál Íslendinga og kirkjumál og samdi bækling um Kötlugosið 1918 og afleiðingar þess.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Sveinn Eiríksson 4. ágúst 1844 - 19. júní 1907 Var í Hlíð, Ásasókn, V-Skaft. 1845. Prestur á Kálfafelli í Fljótshverfi, Skaft. 1875-1878, Sandfelli í Öræfum, Skaft. 1878-1887, Kálfafellsstað í Suðursveit Skaft. 1887-1892 og síðar í Ásum í Skaftártungu frá 1892 til dauðadags. Alþingismaður. Drukknaði og kona hans 23.11.1870; Guðríður Pálsdóttir 4. september 1845 - 5. desember 1920 Prestfrú á Sandfelli í Öræfum, síðar í Ásum í Skaftártungu. Húsfreyja á Eystri-Ásum, Grafarsókn, V-Skaft. 1901. Prestekkja í Flögu, Grafarsókn, Skaft. 1910.
Systkini Gísla;
1) Páll Sveinsson 10.12.1870
2) Eiríkur Sveinsson 11.2.1872
3) Jón Sveinsson 23.9.1873
4) Páll Sveinsson 28.8.1874
5) Sveinn Sveinsson 5. desember 1875 - 14. janúar 1965 Bóndi á Ásum og Norðurfossi í Mýrdal. Bjó í Ásum, Grafarsókn, Skaft. 1910. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans 1903; Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 21. október 1879 - 2. júní 1968 Húsfreyja á Ásum og Norðurfossi í Mýrdal. Húsfreyja í Ásum, Grafarsókn, Skaft. 1910. Síðast bús. í Reykjavík. Meðal barna þeirra; a) Guðríður (1908-2002) seinni maður hennar 29.5.1943; Loftur Guðmundsson ljósmyndari. b) Runólfur (1909-1954) Landgræðslustjóri; c) Páll (1919-1972) Landgræðslustjóri.
6) Guðríður Sveinsdóttir 8. janúar 1877 - 5. ágúst 1945 Var á Sandfelli, Sandfellssókn, A-Skaft. 1880. Var á Kálfafellsstað, Kálfafellsstaðarsókn, A-Skaft. 1890. Var á Eystri-Ásum, Grafarsókn, V-Skaft. 1901. Var í Reykjavík 1906. Kemur 1909 í Kotstrandarsókn. Vinnukona á Kotströnd, Kotstrandarsókn, Árn. 1910. Verkakona á Laugavegi 46 a, Reykjavík 1930. Ekkja. Húsfreyja í Reykjavík.
7) Páll Sveinsson 9.4.1878
8) Sigríður Sveinsdóttir 6. október 1879 - 2. janúar 1972 Húsfreyja í Flögu, Grafarsókn, Skaft. 1910. Maður hennar 21.7.1900; Vigfús Gunnarsson 26. desember 1870 - 3. febrúar 1964 Bóndi í Flögu í Skaftártungu, bóndi þar, 1910. Fósturbörn skv. ÍÆ.: Páll Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Sveinn Páll Gunnarsson. Dóttir þeirra; Guðríður (1901-1973) Maður hennar 28.6.1924; Björn Hannes Oddsson Björnsson (1898-1975 prestur Hálsi í Fnjóskadal, faðir hans; Oddur Björnsson prentmeistari Akureyri frá Veðramótum.
9) Ragnhildur Sveinsdóttir 6. september 1884 - 18. júlí 1969 Húsfreyja á Leiðvelli, Grafarsókn, Skaft. 1910. Húsfreyja í Háu-Kotey, Langholtssókn, V-Skaft. 1930. Maður hennar; Erasmus Árnason 4. júní 1873 - 26. nóvember 1953 Bóndi á Leiðvelli og í Háu-Kotey í Meðallandi. Bóndi og söðlasmiður á Leiðvelli, Grafarsókn, Skaft. 1910. Bóndi í Háu-Kotey, Langholtssókn, V-Skaft. 1930.
Kona Gísla 6.6.1914; Guðrún Pálína Einarsdóttir 9. september 1890 - 10. mars 1981 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Sýslumannsfrú í Vík í Mýrdal, sendiherrafrú í Osló, síðar húsfreyja í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Guðríður Gísladóttir 3. desember 1916 - 12. ágúst 1978 Var í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík, síðast bús. á Seltjarnarnesi. Maður hennar; Finnur Guðmundsson 22. apríl 1909 - 27. desember 1979 Náttúrufræðingur í Reykjavík 1945.
2) Sveinn Stefán Gíslason 3. maí 1919 - 9. október 1919
3) Sigríður Stefanía Gísladóttir 27. október 1920 - 14. september 2011 Sjúkraþjálfari í Reykjavík. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Ógift. Sonur Sigríðar og Lofts Guðmundssonar, blaðamanns, kennara og rithöfundar, f. 1906, d. 1978, er Gísli Sveinn Loftsson mannfræðingur, f. 1954.
4) Sveinn Gíslason 17. apríl 1924 - 22. ágúst 1989 Var í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Yfirflugstjóri hjá KLM Royal Dutch Airlines. Maki hans var Maria Luisa Matude Gislason, f. 1938.
5) Guðlaug Gísladóttir Best 16. ágúst 1926 - 14. ágúst 1999 Var í Víkurkauptúni, Víkursókn, V-Skaft. 1930. Húsfreyja. Síðast bús. í Bretlandi. Maður hennar; John M.G. Best, f. 1916, d. 1996, framkvæmdastjóri hjá breska ríkisútvarpinu, BBC.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Steinunn Theodóra Guðmundsdóttir (1835-1907) prestfrú á Sauðafelli. (29.7.1835 - 13.2.1907)

Identifier of related entity

HAH06474

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03779

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 3.7.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir