Guðjón Loftsson (1914-2004) Böggvinsstöðum, Svarfaðardal

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðjón Loftsson (1914-2004) Böggvinsstöðum, Svarfaðardal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.3.1914 - 29.8.2004

Saga

Fiskverkamaður, síðast bús. á Dalvík. Vinnumaður á Böggvisstöðum, Tjarnarsókn, Eyj. 1930.
Guðjón Loftsson fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 7. marz 1914.
Hann lést á heimili sínu á Dalvík 29. ágúst 2004. ókvæntur og barnlaus.

Staðir

Böggvisstaðir í Svarfaðardal; Dalvík.

Réttindi

Eftir skyldunám á Dalvík var Guðjón í Héraðsskólanum á Laugum veturna 1932-34.
Hann fór á síldarverkunarnámskeið á Siglufirði vorið 1957

Starfssvið

Hann vann við búskapinn á Böggvisstöðum, aðallega á sumrin, til ársins 1947 er hann var aflagður. Hann var á vetrarvertíðum í Sandgerði og Keflavík á árunum 1941-58 og var útgerðarmaður í félagi við bræður sína Aðalstein og Baldvin.
Verkstjóri við síldarsöltun á Dalvík á meðan síld veiddist fyrir Norðurlandi. Vann síðast við saltfisk- og skreiðarverkun hjá Haraldi hf. á Dalvík.
Útför Guðjóns var gerð frá Dalvíkurkirkju 7.9.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Guðjóns voru Loftur Baldvinsson, f. 7. júlí 1881, d. 20. apríl 1940, og Guðrún Friðfinnsdóttir, f. 14. nóvember 1886, d. 26. júlí 1984.

Systkini Guðjóns eru:
1) Sveinn Helgi Loftsson f. 23. september 1905, d. 25. september 1905.
2) Sveinína Helga Loftsdóttir f. 29. marz 1907, d. 9. janúar 1908.
3) Sigríður Lovísa Loftsdóttir f. 9. október 1908, d. 20. marz 1982.
4) Baldvin Gunnlaugur Loftsson f. 28. desember 1910, d. 11. janúar 1978.
5) Þórgunnur Loftsdóttir f. 17. nóvember 1912.
6) Aðalsteinn Friðrik Loftsson f. 2. júní 1915, d. 1. september 1986.
7) Björgúlfur Loftsson f. 20. ágúst 1916, d. 10. október 1985.
8) Sveinn Haukur Loftsson f. 14. apríl 1919, d. 29. ágúst 1945.
9) Garðar Loftsson f. 23. september 1920, d. 31. janúar 1999.
10) Bergljót Loftsdóttir f. 17. apríl 1922.
11) Lára Loftsdóttir f. 30. ágúst 1923, d. 29. marz 1988.
12) Hildur Björk Loftsdóttir f. 20. maí 1926.
13) Sigríður Loftsdóttir f. 20. október 1927.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08744

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 2.1.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir