Guðrún Stefánsdóttir (1890-1992) frá Kumbaravogi við Stokkseyri,

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðrún Stefánsdóttir (1890-1992) frá Kumbaravogi við Stokkseyri,

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

23.7.1890 - 6.1.1992

Saga

Að morgni þrettándadags jóla andaðist móðursystir mín, Guðrún Stefánsdóttir, á hundraðasta og öðru aldursári. Hún var vistmaður á Elliheimilinu Grund, hafði dvalið þar síðustu 10­15 árin í góðu yfirlæti, en var orin þreytt og hvíldinni fegin, en hún andaðist í svefni og hélt andlegri heilsu til hins síðasta.

Hún fæddist að Kotleysu, sem er hógvært bæjarnafn, og ólst upp í Kumbaravogi við Stokkseyri, þar til hún hleypti heimdraganum ung að árum og hélt til Reykjavíkur til þess að nema hannyrðir og annan saumaskap, karlmannafatasaum lærði hún og vann við þá iðju í mörg ár. Einnig lærði hún til rekstrar svokallaðra rjómabúa, en þau voru við lýði frá aldamótum til heimsstyrjaldarinnar fyrri, 1914­ 1918, að þau lögðust af að mestu. Guðrún lærði sín fræði á Hvítárvöllum í Borgarfirði og stóð fyrir rekstri rjómabúa í Ytri-hrepp og Ölfusi. Guðrún fæddist á erfiðum tímum kólnandi veðurfars, vesturfarir voru enn við lýði, mönnum var í minni mesta rán þeirra tíma, Kambsránið, því þá fundust eftirhreytur ránsfengsins í kistuhandraða í Simbakoti við Eyrarbakka, 6 pund silfurs. Mikill uggur var í fólki og óvissa um framtíðina. En þrátt fyrir allt var fólk nægjusamt og hjálplegt við náungann.

Suðurlandsskjálftinn reið yfir 1896 með miklum hörmungum, sem þeim náttúruhamförum fylgdu. Mundi Guðrún það vel og hafði frá mörgu að segja af því sem hafði á dagana drifið. Hún fór kaupstaðarferðir til Reykjavíkur með föður sínum og var aðalinnleggið kartöflur og rófur. Ferðin tók ekki minna en þrjá daga.

Guðrún gifti sig aldrei, hún vildi vera frjáls. En hún eignaðist eina dóttur, Sigríði, sem hún ól upp ein. Guðrún fylgdist vel með þjóðmálum, var mikil sjálfstæðiskona og fannst að Sjálfstæðisflokkurinn stæði sig vel núna, og hefði ekki í annan tíma staðið sig betur. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, árnaði henni heilla á 101 árs afmælinu og sagði að það hefði glatt hann hve fögrum orðum hún fór um Sjálfstæðisflokkinn. Guðrún var mikil og ákveðin jafnréttiskona og vildi vera sjálfstæð, henni fannst ganga illa hjá konum að berjast fyrir sínum málum, þær verða bara að herða sig og berjast fyrir sínum réttindum, sagði hún. Einn mann mat Guðrún öðrum fremur, það var Thor Jensen sem hún sagði að hefði verið besti maður sem hún hefði fyrir hitt á lífsleiðinni.

Guðrún vann fyrir sér við fatasaum, aðallega við saum á karlmannafötum og var hjá ýmsum klæðskerum aðallega Guðmundi Vikar og þótti dugleg og vandvirk saumakona. Hún var einnig ráðskona og bústýra norðanlands í nokkur ár hjá Sigurði bónda Árnasyni frá Höfnum á Skaga. Þau eignuðust saman eina dóttur, Sigríði, sem gift er Friðrik L. Guðmundssyni, fv. leigubílstjóra í Reykjavík. Sigríður hafði áður eignast son, Þórarin, með fyrri manni sínum, Baldvin Baldvinssyni. Þórarinn stundaði nám í listdansi í Englandi í mörg ár og var í miklu uppáhaldi hjá ömmu sinni.

Guðrún fluttist til Reykjavíkur 1933 og átti hér heima síðan. Þá var Norðurmýrin að byggjast og reisti hún sér hús við Vífilsgötu, sem hún bjó í, þar til hún þurfti á umönnun og vist að halda á dvalarheimili fyrir aldraða. Síðan hefur hún búið á Elliheimilinu Grund og undi þar vel hag sínum. Hún var við allgóða heilsu, hugurinn var ern og minnið gott. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey.

Staðir

Kotleysa og Kumbaravogur Stokkseyri: Reykjavík 1933:

Réttindi

Rjómabústýra: Saumakona:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Sesselja Sveinbjörnsdóttir, sem var fædd 29. júlí 1860 á Þórarinsstöðum í Hrunamannahreppi, og Stefán Ólafsson frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur-Skaftafellssýslu, fæddur 21. apríl 1856. Foreldrar Sesselju voru ættuð frá Kluftum, Kaldbak, Tungufelli og Hrafnkelsstöðum í Hrunasókn, Árnessýslu. Sesselja var dóttir Sveinbjarnar á Kluftum í Ytrihrepp Jónssonar, b. í Tungufelli, Sveinbjörnssonar, b. á Kaldbak, Jónssonar, b. á Kaldbak, Jónssonar. Móðir Sveinbjarnar var Guðrún Guðmundsdóttir, blóðtökumanns, yfirsetumanns og bólusetjara í Hellisholtum, bróður Margrétar, móður Magnúsar Andréssonar, alþingismanns í Syðra-Langholti. Guðmundur var sonur Ólafs, b. í Efraseli, Magnússonar og konu hans, Marínar Guðmundsdóttur, b. á Kópsvatni, Þorsteinssonar, ættföður Kópsvatnsættarinnar. Móðir Sesselju var Guðrún ögmundsdóttir, b. á Rafnkelsstöðum, Arnbjörnssonar og konu hans, Sesselju Guðmundsdóttur, b. á Sandlæk, Björnssonar. Móðir Sesselju var Guðrún Ámundadóttir, og smiðs og málara í Syðra-Langholti og vefara í Innréttingunum í Reykjavík, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur.

Stefán faðir Guðrúnar var sonur Ólafs, b. á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, Ólafssonar, b. í Skurðsbæ, Jónssonar. Móðir Ólafs á Steinsmýri var Þuríður Eiríksdóttir, b. á Syðri-Fljótum, Eiríkssonar og konu hans, Halldóru Ásgrímsdóttur. Móðir Stefáns var Margrét Gissurardóttir, b. í Rofabæ, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Bjarnadóttur.

Ættmenni Stefáns hafa búið í Meðallandi allt frá og fyrir Skaftárelda og þekktu af eigin raun búsifjar sem af þeim hlutust.

Systkini Guðrúnar voru Valdimar Sveinbjörn, fæddur 2. október 1896, hann var lengst af bifvélavirki og vörubílstjóri í Reykjavík. Kona hans var Ásta Eiríksdóttir sem andaðist fyrir nokkrum árum.
Systir Guðrúnar var Ólöf Guðrún, sem fædd var 12. maí 1900 og andaðist fyrir nokkrum árum, 85 ára að aldri. Eiginmaður hennar var Hannes Jónsson, fv. kaupmaður, sem látinn er fyrir nokkrum árum.
Hálfsystir þeirra systkina var Margrét sem lengst af bjó í Bakkakoti í Meðallandi, en er dáin fyrir nokkrum árum.

Hún var bústýra Sigurðar Árnasonar frá Höfnum á Skaga og eignuðust þau eina dóttur:
Sigríði Sigurðardóttir 15. febrúar 1923 - 17. júní 1995 Var á Höfnum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Sonur hennar með fyrri manni er Þórarinn Glúmur Baldvinsson f. 1944 .

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Halldór Árnason (1865-1959) Vesturheimi, frá Höfnum á Skaga (28.6.1865 - 5.1.1959)

Identifier of related entity

HAH04636

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurlaug Árnadóttir Knudsen (1863-1949) Breiðabólsstað (5.11.1863 - 24.4.1949)

Identifier of related entity

HAH06593

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Árnadóttir (1884-1985) frá Höfnum á Skaga (12.8.1884 - 29.10.1985)

Identifier of related entity

HAH09256

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Árnason (1880-1959) Höfnum á Skaga (2.5.1880 - 10.6.1959)

Identifier of related entity

HAH09280

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurður Árnason (1880-1959) Höfnum á Skaga

er maki

Guðrún Stefánsdóttir (1890-1992) frá Kumbaravogi við Stokkseyri,

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01341

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir