Guðmundur Jónsson (1904-1988) Botnastöðum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðmundur Jónsson (1904-1988) Botnastöðum

Parallel form(s) of name

  • Guðmundur Jónsson Botnastöðum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

6.3.1904 - 25.12.1988

History

Guðmundur Jónsson 6. mars 1904 - 25. desember 1988. Ársmaður í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Bóndi á Fjalli og Botnastöðum í Svartárdal, síðar verkamaður í Reykjavík. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Guðmundur ólst upp í foreldrahúsum fram að fermingu en þá réð hann sig í vinnu að Síðumúla í Borgarfirði hjá Andrési Eyjólfssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Vann hann þar við landbúnaðarstörf og var því lítið um menntun hjá Guðmundi þar sem menntun var aðeins að fá í farskólum.
Hann lést á Landspítalanum Guðmundur Jónsson eftir stutta sjúkrahúslegu á 85 aldursári. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.

Places

Kirkjuból á Hvítársíðu; Síðumúli; Fjall í Skagafirði; Botnastaðir í Svartárdal; Reykjavík; Seljarnarnes:

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Ráðunautur, reyndur maður
reiknar, mælir ár og síð.
Í kórnum jafnan gerist glaður
Guðmundur í Austurhlíð.
(Anna Bjarnadóttir Botnastöðum)

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Ragnhildur Þórðardóttir 20. september 1860 - 30. janúar 1924 Húsfreyja á Kirkjubóli í Hvítársíðu 1920. Nefnd Ragnheiður í Mannt.1910 og maður hennar 100.6.1884; Jón Eyjólfsson 13. september 1850 - 6. ágúst 1924 Bóndi og skáld á Háreksstöðum í Norðurárdal. Var á Kirkjubóli í Hvítársíðu 1920
Systkini Guðmundar;
1) Þórður Lárentínus Jónsson 10. ágúst 1884 - 10. desember 1938 Bóndi á Högnastöðum, Hjarðarholtssókn, Mýr. 1930. Bóndi á Högnastöðum, Þverárhlíðarhr., Mýr. Bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu 1920. Fluttist frá Kirkjubóli 1926, var á Hermundarstöðum í eitt ár og á Högnastöðum í Þverárhlíð frá 1928. Flutti í Borgarnes vorið 1938.
2) Halldóra Jónsdóttir 21. maí 1887 - 25. maí 1962 Húsfreyja í Selhaga og víðar.
3) Þorbjörg Jónsdóttir 5. mars 1891 - 15. september 1977 Var á Háreksstöðum, Hvammssókn, Mýr. 1901. Húsfreyja á Gullhóli, Skildinganesi, Reykjavíkursókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Guðríður Jónsdóttir 30. apríl 1893 - 9. apríl 1961 Verkakona í Hafnarfirði 1930
5) Eyjólfur Jónsson 29. apríl 1898 - 22. ágúst 1921 Var í vinnumennsku í Hvítársíðu. „Greindur vel og ágætlega skáldmæltur, eins og hann átti kyn til, og hafa sumar vísur hans orðið landfleygar“, segir í Borgfirzkum. Ókvæntur og barnlaus.
6) Þorgerður Jónsdóttir 3. nóvember 1900 - 11. mars 1988 Vetrarstúlka á Njarðargötu 33, Reykjavík 1930. Verkakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
7) Guðrún Jónsdóttir 23. janúar 1907 - 18. október 1969 Netagerðarkona í Hafnarfirði. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930, síðast bús. í Hafnarfirði.
Kona hans 29.12.1929; Anna Guðrún Bjarnadóttir 29. desember 1909 - 26. febrúar 1993 Var í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Seltjarnarnesi.
Synir þeirra;
1) Óskar Guðmundsson 21. ágúst 1930 - 8. júní 1956 af slysförum. Var í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Prentari.
2) Bjarni Valgeir Guðmundsson 21. október 1934 bifvélavirki
3) Gunnlaugur Guðmundsson 29. júní 1942 Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957, múrari
4) Jón Eyjólfur Guðmundsson 17. júní 1945 Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957, búsettur í Ástralíu.
Synirnir hafa allir kvænst og eru barnabörnin 12 og barnabarnabörnin 9.

General context

Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík og vann Guðmundur í fyrstu hjá Kol og salt en flutti sig síðan yfir til Pósts og síma þarsem hann vann við símalagnir. Vorið 1940, í byrjun stríðsins, fluttu þau að Fjalli í Sæmundarhlíð í Skagafirði og hófu búskap í sambýli við Halldór Benediktsson. Þar sem jörðin var ekki næg fyrir tvær fjölskyldur tóku þau jörðina Botnastaði í Svartárdal á leigu af Klemensi Guðmundssyni frá Bólstaðarhlíð. Dvaldist Klemens hjá þeim lengst af. Seinustu árin er þau voru með búskap voru þau einnig húsverðir í samkomuhúsinu Húnaveri.
Árið 1960 brugðu þau búi og fluttust aftur til Reykjavíkur þar sem þau festu kaup á íbúð, Ökrum v/Nesveg. Hóf Guðmundur sitt fyrra starf hjá símanum og vann hann þar á meðan heilsan leyfði, eða til ársins 1980, er hann var 76 ára að aldri.

Relationships area

Related entity

Bjarni Guðmundsson (1934) Botnastöðum (21.10.1934 -)

Identifier of related entity

HAH02669

Category of relationship

family

Type of relationship

Bjarni Guðmundsson (1934) Botnastöðum

is the child of

Guðmundur Jónsson (1904-1988) Botnastöðum

Dates of relationship

21.10.1934

Description of relationship

Related entity

Anna Guðrún Bjarnadóttir (1909-1993) Botnastöðum (29.12.1909 - 26.2.1993)

Identifier of related entity

HAH02333

Category of relationship

family

Type of relationship

Anna Guðrún Bjarnadóttir (1909-1993) Botnastöðum

is the spouse of

Guðmundur Jónsson (1904-1988) Botnastöðum

Dates of relationship

29.12.1929

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Óskar Guðmundsson 21. ágúst 1930 - 8. júní 1956 af slysförum. 2) Bjarni Valgeir Guðmundsson 21. október 1934. 3) Gunnlaugur Guðmundsson 29. júní 1942. 4) Jón Eyjólfur Guðmundsson 17. júní 1945.

Related entity

Botnastaðir í Blöndudal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00693

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Botnastaðir í Blöndudal

is controlled by

Guðmundur Jónsson (1904-1988) Botnastöðum

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar til 1960

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04081

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.9.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places