Eining 1 - Saga Blönduóss

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HAH 2022/002-A-1

Titill

Saga Blönduóss

Dagsetning(ar)

  • 1975 (Sköpun)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Útgefið hefti 1975 um Blönduós, drög að sögu fram um 1940 e. Pétur Sæmundsen.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(12.5.1921-3.8.2011)

Lífshlaup og æviatriði

Gunnar Jósef Friðriksson fæddist í Reykjavík 12. maí 1921. Hann lézt á Landakotsspítala 3. ágúst 2011.

Gunnar var sonur hjónanna Oddnýjar Jósefsdóttur, f. 1900 í Hausthúsum í Gerðahreppi, d. 1952, og Friðriks Gunnarssonar, f. 1889 á Hjalteyri, d. 1959.

Gunnar Jósef kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Margrethe Kaaber, 23. október 1943. Elín er fædd 20. janúar 1922 og er dóttir hjónanna Astrid Thomsen, f. 1884 í Færeyjum, d. 1928, og Ludvigs Kaaber, f. 1878 í Danmörku, d. 1941.

Börn Gunnars og Elínar eru Friðrik Gunnar, fæddur 1944, eiginkona María Helgadóttir, fædd 1949, Einar Ludvig, fæddur 1946, eiginkona Kristín Marie Sigurðsson, fædd 1948, Ragnar Jóhannes, fæddur 1947, eiginkona María Ingibergsdóttir, fædd 1949, Haukur Jón, fæddur 1949, Oddný María, fædd 1955, Gunnar Pétur, fæddur 1959, eiginkona Izabela Frank, fædd 1970, og Eríkur Knútur, fæddur 1961, eiginkona Inger Steinsson, fædd 1963. Barnabörnin eru 26, barnabarnabörnin eru 30 og barnabarnabarnabörnin eru tvö. Allir afkomendur þeirra eru á lífi.

Mjög ungur fór Gunnar í sveit og dvaldi þá í Íragerði við Stokkseyri. Hann stundaði nám við Landakotsskóla, þá í klausturskóla í Belgíu og útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 1939. Friðrik, faðir Gunnars, hafði þá stofnað Ásgarð, sem framleiddi sápu og smjörlíki. Gunnar tók við sápugerðinni og byggði upp sápuverksmiðjuna Frigg, sem hann veitti forstöðu allan sinn starfsferil. Að auki kom hann að öðrum fyrirtækjum. Hann var í undirbúningsnefndinni að Álverinu í Straumsvík og síðan í stjórn þess. Hann kom að Glitni, Sigurplasti, Hampiðjunni, Skeljungi og fleiri fyrirtækjum. Hann var í fyrirsvari fyrir sýningarnefnd Íslands frá upphafi og veitti skála Norðurlandanna forstöðu í Kanada 1967 og átti þátt í stofnun bjartsýnisverðlauna Bröstes.

Þá var hann um tíma formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Vinnuveitendasambandsins, bankaráðs Iðnaðarbankans, Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks, Sambands almennra lífeyrissjóða, ráðgjafanefndar EFTA og fleiri stofnana.

Ætt Gunnars er elsta kaþólska ættin á Íslandi eftir siðaskipti, en Gunnar Einarsson afi hans fór með Nonna, Jóni Sveinssyni, til náms í Frakklandi og tók þar upp kaþólskan sið. Gunnar Jósef gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna og fór fyrir móttökunefndinni í tilefni af komu Jóhannesar Páls páfa II 1989. Hann var Mölturiddari í allmörg ár og elstur þeirra á Norðurlöndum þegar hann féll frá.

Gunnar og Elín höfðu yndi af ferðalögum um Ísland og vandfundinn er sá blettur sem þau hafa ekki augum litið. Laxveiði var stunduð af kappi í góðum félagsskap vina sem nú eru flestir horfnir. Ferðalög erlendis voru mörg og farið víða, en Kanaríeyjar voru í miklu uppáhaldi til fjölda ára. Viðurkenningar sem Gunnar hlaut voru: Riddarakross hinnar íslenzku fálkaorðu, Hin hvíta rós Finnlands og viðurkenning páfa: Riddari af orðu Gregoríusar mikla.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Útgefið hefti 1975 um Blönduós, drög að sögu fram um 1940 e. Pétur Sæmundsen.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Hilla á skrifstofu.

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

SR

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Dates of creation revision deletion

9.2.2022 frumskráning í AtoM, SR

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir