Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Parallel form(s) of name

  • Haraldur Heiðbjartur Björnsson (1891-1967) leikari,
  • Haraldur Heiðbjartur Björnsson leikari,

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

"Sá svarti senuþjófur"

Description area

Dates of existence

27.7.1891 - 9.12.1967

History

Haraldur Heiðbjartur Björnsson 27. júlí 1891 - 9. desember 1967 Leikari í Reykjavík 1930 og 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Haraldur Björnsson var fæddur 27. júlí 1891 á Veðramóti í Skagafirði, sonur merkishjónanna Þorbjargar Stefánsdóttur (systur Stefáns skólameistara) og Björns Jónssonar bónda og hreppstjóra Skarðshrepps. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1911, en fór um haustið til Reykjavíkur og settist í Kennaraskólann þar sem hann stundaði nám næstu tvo vetur, en vann nyrðra sumarmánuðina. Að loknu kennaraprófi 1913 fór hann til æskustöðvanna í Skagafirði og gerðiist farkennari, en veturinn 1914-1915 var hann einkakennari hjá tveimur kaupmannsfjölskyldum á Akureyri. Þann vetur lék hann í fyrsta sinn á sviði og kom fram í hlutverki Jacks í „Frænku Charleys", og var það jafnframt frumraun Soffíu GuðlaugsdóUur á leiksviði. Þar með var lífsstefna Haralds mörkuð, þó hann legði að vísu ekki útá þá braut strax.

Haraldur lést aðfaranótt 9.12. 1967 eftir að hafa farið á kostum á sviði sem Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi kvöldið áður.

Places

Veðramót íá Skörðum; Akureyri; Kaupmannahöfn; Reykjavík; Þjóðleikhúsið:

Legal status

Haraldur lauk gagnfræðaprófi, kennaraprófi og verslunarprófi í Danmörku 1915. Veturinn 1915-1916 var hann við verzlunarnám í Kaupmannahöfn og gerðist síðan sölustjóri KEA á Akureyri, gegndi því starfi til 1924. Á þessum árum var hann formaður Leikfélags Akureyrar (1918-1924) og starfaði af lífi og sál að leiklistarmálum á staðnuim, hæði sem leikari og leikstjóri

Functions, occupations and activities

Hann sölustjóri hjá KEA til 1924.

Eftir þriggja ára strangt nám kom Haraldur í fyrsta sinn fram á sviði Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn 27. maí 1927, lék hlutverk Kára í „FjallaEyvindi" á móti skólalsystur sinni, Önnu Borg.
1927 sviðsetti hann „Galdra-Loft á Akureyri við góðan orðstír, en fyrsta verkefni hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur var „Villiöndin" eftir Ibsen (1928). Næsta stóra verkefni Haralds Björnssonar var Sögulega sýningin á Alþingishátíðinni 1930, sem þótti takast vel og var lengi í minnum höfð.

Haraldur var fyrsti íslenski atvinnuleikarinn. Hann var leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1927-50, hjá ríkisútvarpinu frá stofnun 1930, og fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu frá stofnun 1950. Hann var formaður LA, formaður LR, sat í Þjóðleikhúsráði, rak einkaleikskóla 1930-50 og kenndi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins frá 1950.

Mandates/sources of authority

Endurminningar Haralds, Sá svarti senuþjófur, skráðar af Nirði P. Njarðvík, komu út 1963. https://bokmenntaborgin.is/bok/sa-svarti-senuthjofur-haraldur-bjornsson-i-eigin-hlutverki

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Þorbjörg Stefánsdóttir 28. september 1855 - 18. maí 1903 Húsmóðir í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Húsfreyja að Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. 1890, Skag. Hreppstjóri þar, 1890 og maður hennar 17.7.1877; Björn Jónsson 14. júní 1848 - 23. janúar 1924 Bóndi í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. Hreppstjóri þar, 1890.
Systkini Haralds;
1) Stefán Þorsteinn Björnsson 3. september 1880 - 5. nóvember 1914 Var í Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1901. Bóndi í Sjávarborg. Kona hans 1905; Ingibjörg Guðmundsdóttir 8. maí 1876 - 23. júlí 1906 Húsfreyja á Skíðastöðum, Skag. Fósturforeldrar hennar voru Hjörtur Hjálmarsson og Þuríður Gunnarsdóttir á Skíðastöðum.
2) Jón Þorbjargarson Björnsson 15. ágúst 1882 - 21. ágúst 1964 Kennari á Sauðárkróki og síðar skólastjóri þar. Fósturbarn: Geirlaug Björnsdóttir, f. 25.12.1939. Fk hans 15.10.1912; Geirlaug Jóhannesdóttir 28. júlí 1892 - 6. apríl 1932 Fósturbarn í Núpufelli, Möðruvallasókn, Eyj. 1901. Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja á Sauðárkróki. Sk hans 14.9.1940; Rósa Stefánsdóttir 10. október 1895 - 14. júlí 1993 Var í Króksstöðum, Kaupangssókn, Eyj. 1901. Var á Akureyri 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Fósturbarn: Geirlaug Björnsdóttir, f. 25.12.1939. Sonur þeirra; Björn Jónsson (1920-1995) Læknir Swan River.
3) Sigurður Árni Björnsson 22. maí 1884 - 1. maí 1964 Var á Veðramótum, Fagranessókn, Skag. 1890.Oddviti og hreppstjóri á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. Síðar framfærslufulltrúi í Reykjavík. Bóndi á Veðramóti 1920 og 1930. Framfærslufulltrúi í Reykjavík 1945. Kona hans; 21.5.1912; Sigurbjörg Guðmundsdóttir 23. desember 1884 - 30. apríl 1973 Var í Holti, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Veðramóti, Sauðárkrókssókn, Skag. 1920. og 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Sonur þeirra; Guðmundur Jakob (1916-2006).
4) Þorbjörn Björnsson 12. janúar 1886 - 14. maí 1970 Bóndi í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Heiði í Gönguskörðum, Skarðshreppi, Skag. og á Geitaskarði í Langadal, A-Hún. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki. Kona hans 12.6.1914; Sigríður Árnadóttir 4. júlí 1893 - 27. júní 1967 Var í Geitaskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja. Var í Geitaskarði, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Sauðárkróki.
5) Guðrún Björnsdóttir 14. janúar 1887 - 27. september 1976 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Maður hennar 7.7.1921: Sveinbjörn Jónsson 11. febrúar 1896 - 26. janúar 1982 Byggingameistari á Akureyri, síðar iðnrekandi í Reykjavík. Byggingafræðingur á Knarrarbergi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Byggingamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Björg Björnsdóttir 7. júlí 1889 - 24. janúar 1977 Húsfreyja á Vigri, Ögursókn, N-Ís. 1930. Húsfreyja í Vigur, síðast bús. í Ögurhreppi. Maður hennar; Bjarni Sigurðsson 24. júlí 1889 - 30. júlí 1974 Bóndi á Vigri, Ögursókn, N-Ís. 1930. Bóndi og oddviti í Vigur á Ísafjarðardjúpi. Síðast bús. í Ögurhreppi.
6) Haraldur Heiðbjartur Björnsson 27. júlí 1891 - 9. desember 1967 Leikari í Reykjavík 1930 og 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans 17.7.1921; Júlíana Friðriksdóttir 12. september 1891 - 13. desember 1983 Skráð fara til Vesturheims 1913 frá Veitingahúsi, Húsavík, S-Þing. Húsfreyja í Bergstaðastræti 83, Reykjavík 1930. Hjúkrunarkona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Fósturforeldrar: Sigurjón Þorgrímsson, f. 2.5.1864 og Júlíana Guðmundsdóttir, f. 27.7.1854.
7) Heiðbjört Björnsdóttir 6. janúar 1893 - 24. maí 1988 Húsfreyja á Sjávarborg, Sauðárkrókssókn, Skag. Húsfreyja þar 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Maður hennar; 7.12.1920; Árni Daníelsson 5. ágúst 1884 - 2. ágúst 1965. Bóndi og hreppstjóri á Sjávarborg í Skarðshr. , og síðar kaupmaður á Sauðárkróki. Fór til Vesturheims 1900 frá Vakursstöðum í Vindhælishreppi og dvaldist þar að því sinni til 1907. Bóndi á Sjávarborg, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930.

Kona hans 17.7.1921; Júlíana Friðriksdóttir 12. september 1891 - 13. desember 1983. Skráð fara til Vesturheims 1913 frá Veitingahúsi, Húsavík, S-Þing. Húsfreyja í Bergstaðastræti 83, Reykjavík 1930. Hjúkrunarkona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Fósturforeldrar: Sigurjón Þorgrímsson, f. 2.5.1864 og Júlíana Guðmundsdóttir, f. 27.7.1854.

Börn þeirra;
1) Stefán Haraldsson 9. mars 1922 - 18. ágúst 1996. Var í Bergstaðastræti 83, Reykjavík 1930. Stud. med. í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Stefán kvæntist 25. júní 1949 Sveinrúnu Árnadóttur, f. 7.9. 1925. Foreldrar hennar voru Árni Pálsson, f. 1893, d. 1958, og Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 1902, d. 1988.
2) María Dóra Haraldsdóttir 11. sept. 1924 - 4. júlí 2003. Var í Bergstaðastræti 83, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Búsett í Noregi. Gift Finn Frodesen kommandör í norska flotanum.
3) Jón Haraldsson 17. okt. 1930 - 28. maí 1989. Nemi í Reykjavík 1945. Lauk prófi í tannlækningum 1956 og útskrifaðist sem arkitekt 1960. Síðast bús. í Reykjavík.

General context

Íslenzk leiklist hefur þróast ótrúlega ört á ótrúlega skömmum tíma. Á rúmlega mannsaldri hefur hún vaxið frá því að vera tómstundariðja áhugamanna og er orðin þroskuð starfsgrein vel menntaðra listamanna. Margir hafa lagt hönd á plóginn. En sérstaklega ber að minnazt þess brautryðjanda, sem fyrstur lagði út á þá braut að læra leiklist og gera hana að æfistarfi sínu. Það var djarfleg ákvörðun, er Haraldur Björnsson hélt til Kaupmannahafnar til náms á leikskóla Konunglega leikhússins. En Haraldur Björnsson var þá þegar, ungur að aldri, og alla tíð síðan maður djarflegra ákvarðana. Hann setti markið hátt, sigraðist á erfiðleikunum, náði takmarki sínu og varð einn merkastur listamaður íslendinga á þessari öld.

Aldrei mun ég gleyma því, er ég í fyrsta sinn sá Harald Björnsson á leiksviði. Ég var þá barn að aldri. Haraldur lék prófessor Klenov ; leikritinu „Sá sterki“ í Iðnó. Leikur hans hafði djúp áhrif á mig. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, að heimslistin hafði haldið innreið sína í íslenzkt leikhús. Það var Haraldur Björnsson, sem ruddi henni braut þangað, þannig að óumdeilanlegt mátti telja. Nú þegar Haraldur Björnsson er borinn til grafar, stendur allt leikhússtarf höfuðborgarinnar jafnfætis því, sem vel er gert í leiklist nálægra landa.

Haraldur Björnsson var óvenjulegur maður. Skap hans var mikið, tilfinningar heitar, dugnaður næstum með ólíkindum. En jafnframt var hann glaðvær maður, skemmtinn og skemmtilegur, og margfróður um menn og málefni. Auk þess var hann mannglöggur og vinfastur. Ég kynntist Haraldi fyrst að ráði á síðari árum og hafði jafnan ekki aðeins ánægju af viðræðum við hann, heldur einnig lærði ég margt af þeim.

Haraldur Björnsson er einn þeirra íslendinga, sem sett hafa svip á sögu þjóðarinnar á þessari öld. Það sópaði að honiim. Hann var forystumaður í listgrein, sem var að vaxa úr grasi. Honum fylgir gustur utan úr heimi inn í íslenzkt listalíf. Hann kenndi okkur öllum, sem fengum að njóta listar hans, mikið og margt. Fyrir allt þetta standa íslendingar í þakkarskuld við Harald Björnsson, fyrsta lærða leikarann, sem þjóðin eignaðist.

Gylfi Þ. Gíslason.

Relationships area

Related entity

Geirlaug Jóhannesdóttir (1892-1932) Sauðárkróki (28.7.1892 - 6.4.1932)

Identifier of related entity

HAH03720

Category of relationship

family

Dates of relationship

15.10.1912

Description of relationship

Geirlaug var fk Kóns bróður hans

Related entity

Árni Daníelsson (1884-1965) Bóndi á Sjávarborg, (5.8.1884 - 2.8.1965)

Identifier of related entity

HAH03538

Category of relationship

family

Dates of relationship

7.12.1920

Description of relationship

Heiðbjört kona Árna var systir Haralds

Related entity

Þjóðleikshúsið 1950 (20.4.1950-)

Identifier of related entity

HAH00638

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1950

Description of relationship

leikari þar frá stofnun til dd 1967

Related entity

Þjóðleikshúsið 1950 (20.4.1950-)

Identifier of related entity

HAH00638

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Leikari þar

Related entity

Björn Jónsson (1848-1924) Veðramótum (14.6.1848 - 23.1.1924)

Identifier of related entity

HAH02845

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Jónsson (1848-1924) Veðramótum

is the parent of

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Dates of relationship

27.7.1891

Description of relationship

Related entity

Heiðbjört Björnsdóttir (1893-1988) frá Veðramóti) (6.1.1893 - 24.5.1888)

Identifier of related entity

HAH07249

Category of relationship

family

Type of relationship

Heiðbjört Björnsdóttir (1893-1988) frá Veðramóti)

is the sibling of

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Dates of relationship

6.1.1893

Description of relationship

Related entity

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964) Veðramótum (22.5.1884 - 1.5.1964)

Identifier of related entity

HAH07248

Category of relationship

family

Type of relationship

Sigurður Árni Björnsson (1884-1964) Veðramótum

is the sibling of

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Dates of relationship

27.7.1891

Description of relationship

Related entity

Þorbjörn Björnsson (1886-1970) Geitaskarði (12.1.1886 - 14.5.1970)

Identifier of related entity

HAH02137

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorbjörn Björnsson (1886-1970) Geitaskarði

is the sibling of

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Dates of relationship

27.7.1891

Description of relationship

Related entity

Guðrún Björnsdóttir (1887-1976) frá Veðramóti (14.1.1887 - 27.9.1976)

Identifier of related entity

HAH04262

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Björnsdóttir (1887-1976) frá Veðramóti

is the sibling of

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Dates of relationship

27.7.1891

Description of relationship

Related entity

Björg Björnsdóttir (1889-1977) Vigri (7.7.1889 - 24.1.1977)

Identifier of related entity

HAH02716

Category of relationship

family

Type of relationship

Björg Björnsdóttir (1889-1977) Vigri

is the sibling of

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Dates of relationship

27.7.1891

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal (15.2.1916 - 27.9.2006)

Identifier of related entity

HAH01283

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Jakob Sigurðsson (1916-2006) verkfræðingur frá Holti í Svínadal

is the cousin of

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

Dates of relationship

1916

Description of relationship

Sigurður faðir Guðmundar var bróðir Haraldar

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH04821

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 29.10.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Morgunblaðið, 24. tölublað (03.02.1982), Blaðsíða 18. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1551673
Morgunblaðið, 289. tölublað (19.12.1967), Blaðsíða 17. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1390711

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places