Héraðsskólinn á Laugum

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Héraðsskólinn á Laugum

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1925 -

Saga

Framhaldsskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit er íslenskur framhaldsskóli. Skólinn var stofnaður haustið 1925 en hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 1988. Skólameistari hans er Hallur Reynir Birkisson.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Húsakostur Laugaskóla er mikill og hefur skólasvæðið byggst upp jafnt og þétt á þeim rúmu 80 árum sem skólinn hefur starfað.
Fyrstur var reistur Gamli skóli eins og hann er kallaður í dag, en einungis tvær burstir og sundlaug í kjallara hans, árið 1925. Þriðja burstin var reist árið 1928. Íþróttahúsið Þróttó var reist árið 1931 og var það um tíma stærsta íþróttahús landsins. Dvergasteinn með heimavist og nýjum smíðasal var reistur árið 1949 og kennaraíbúðir við Dvergastein árið 1957. Norðurálma við Gamla-Skóla með nýjum matsal og heimavistum var reist árið 1961 og kom húsið að góðum notum við Landsmót UMFÍ sem haldið var á Laugum þá um sumarið. Fjall var byggt árið 1967 með heimavist og íbúðarhúsnæði, nýtt Íþróttahús reist árið 1978 og loks Tröllasteinn árið 2000 en í honum eru herbergi fyrir allt að 70 nemendur. Árið 2005 var svo reist vegleg útisundlaug. Árið 2012 var vistin Álfasteinn tekin aftur í notkun eftir hún hafði verið lagfærð.

Haustið 1926 var ráðist í blaðaútgáfu og hafa ýmis blöð komið út á vegum félagsins síðan þá. Fyrstu árin var gefið út Ársrit Nemendasambands Laugaskóla og eru eintök af því til varðveislu á bókasafni Framhaldsskólans á Laugum. Þar er að finna góðar heimildir um starfið í skólanum fyrstu ár hans.
Ýmsar hefðir eru í félagslífi nemenda á Laugum og eiga margar þeirra sér langa sögu. Ein þeirra langlífustu er sú að nýnemar sem það vilja syndi yfir tjörnina á Laugum og séu þannig formlega orðnir Lauganemar. Þá stendur NFL fyrir Tónkvíslinni sem er árleg söngkeppni meðal nemenda skólans annars vegar og hins vegar meðal grunnskóla úr Þingeyjarsýslum.

Staðir

Laugar; Reykjadalur; Þingeyjarsveit; Suður-Þingeyjarsýsla; Hléskógaskóli; Ljósavatn; Ljósavatnsskóli; Breiðumýri; Grenjaðarstaður;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ingibjörg Gunnarsdóttir (1924-2015) Þverárdal, A-Hún (11.10.1924 - 5.5.2015)

Identifier of related entity

HAH07974

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1942 - 1943

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sólveig Arnórsdóttir (1928-2023) Þverá í Dalsmynni. Kennari við KVSK (25.5.1928 - 8.8.2023)

Identifier of related entity

HAH08151

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00290

Kennimark stofnunar

IS HAH-Norl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir