Jóhann Einarsson (1850-1924) Víðivöllum í Fnjóskadal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jóhann Einarsson (1850-1924) Víðivöllum í Fnjóskadal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.9.1850 - 16.2.1924

Saga

Jóhann Einarsson 25. sept. 1850 - 16. feb. 1924. Kennari og bóndi á Víðivöllum í Fnjóskadal. Húsbóndi á Víðivöllum, Draflastaðasókn, S.-Þing. 1890. Húsmaður á Ásláksstöðum, Glæsibæjarhreppi, Eyj. 1920.

Staðir

Hallgilsstaðir
Vatnsendi
Víðivéllir í Fnjóskadal
Ásláksstaðir

Réttindi

Starfssvið

kennari

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldar; Einar Erlendsson 3. mars 1823 - 14. sept. 1909. Bóndi í Tungu í Fnjóskadal og víðar. Vinnumaður á Laufási, Laufássókn, Þing. Bóndi á Vatnsenda, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1870. Faðir bónda á Tungu, Illugastaðasókn, Þing. 1880 og kona hans 25.5.1849; Sigríður Þorsteinsdóttir 27. sept. 1817 - 17. mars 1892. Þjónustustúlka í Laufási, Laufássókn, Þing., 1845. Húsfreyja á Vatnsenda. Var á Víðivöllum, Draflastaðasókn, S.-Þing. 1890.

Systkini;
1) Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 1849 2ára 1852, 6 ára 1855
2) Gunnlaugur Einarsson 26. júní 1853 - 13. júní 1940. Bóndi í Einarsnesi í Borgarhr., Mýr. og víðar. Fluttist til Reykjavíkur um 1930 og bjó þar til dd. Í Borgf. segir um Gunnlaug: „ Fjármaður mjög góður, vel að sér í söngfræði og málfræði, hagur bæði til munns og handa.“ Kona hans Jónasína Sigurðardóttir 1857
3) Gunnar Einarsson 1853, 2ja ára í Nesi Þing mt 1855
4) Dómhildur Ingibjörg Einarsdóttir 28. feb. 1860 - 8. sept. 1885. Með foreldrum á Hallgilsstöðum 1860, á Vatnsenda í Ljósavatnssókn 1863-72 og í Tungu í Fnjóskadal 1876-77. Hjá bróður sínum í Tungu 1878-79, með móður á Veturliðastöðum í Fnjóskadal 1880 og síðan með foreldrum í Grjótárgerði frá 1882

Fyrrikona hans 9.6.1877; Salóme Kristín Jónsdóttir 21. ágúst 1854 - 26. júlí 1885 fædd í Illugastaðasókn. Grjótárgerði 1880. 26 ára. Var á Illugastöðum, Illugastaðasókn, S-Þing. 1860. Húsfreyja á Víðivöllum.
Seinnikona 1890; Ingibjörg Jónsdóttir 1. okt. 1852. Frá Ystafelli, var á Akureyri 1930. Húsfreyja á Víðivöllum, Fnjóskadal. Ásláksstöðum 1920.

Börn hans og fyrri konu;
1) Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir 9. sept. 1878 - 5. des. 1960. Hjá foreldrum í Grjótárgerði til 1882 og síðan í Tungu og á Víðivöllum í sömu sveit til 1885. Tökubarn í Grjótárgerði um 1885-86 en síðan viðloðandi hjá föður á Víðivöllum fram til 1899. Gekk í Kvennaskólann á Laugalandi. Heimiliskennari á Borg á Mýrum 1899-1909. Húsfreyja á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð 1909-30 og síðan á Akureyri. Húsfreyja á Akureyri 1930. Ritfær og skrifaði talsvert í blöð og tímarit. Hún og Sigurjón voru barnlaus. Fóstursonur: Vignir Guðmundsson, blaðamaður. Maður hennar Sigurjón Sumarliðason. Ásláksstöðum
2) Jónasína Dómhildur Jóhannsdóttir 9. maí 1882 - 29. sept. 1921. Húsfreyja á Draflastöðum í Hálshreppi, S-Þing. Húsfreyja þar 1920. Maður hennar; Karl Ágúst Sigurðsson (1873-1945)
Börn hans og seinni konu;
3) Gunnar Jóhannsson 4. sept. 1890 - 29. nóv. 1890, sagður sonur bónda í mt 1890
4) Þorbjörg Jóhannsdóttir 9. des. 1892 - 10. mars 1978. Síðast bús. í Reykjavík.
Fósturdóttir;
5) Ingibjörg Guðrún Björnsdóttir 6. júní 1886 - 3. ágúst 1973. Húsfreyja á Bárugötu 17, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Kristín Jónsdóttir (1845-1931) frá Breiðabólsstað. Winnipeg (16.2.1845 - 8.5.1931)

Identifier of related entity

HAH09447

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1890

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH05300

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 21.10.2022

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði 21.10.2022
Íslendingabók

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir