Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Hliðstæð nafnaform

  • Jón Guðmundsson Sölvabakka

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

26.11.1892 - 3.7.1992

Saga

Minning: Jón Guðmundsson Sölvabakka Fæddur 26. nóvember 1892 Dáinn 3. júlí 1992 Þeim fækkar ört hérna megin grafar sem fæddir voru á síðustu öld. Þeir, sem enn eru á lífi eða hafa lifað fram undir þetta, eiga það sameiginlegt að muna tvenna tímana. Þeir hafa lifað ótrúlegar breytingar, tekið sjálfir þátt í þeim hver á sína vísu og kunnað frá ýmsu að segja, sem óðum er að hverfa í djúp gleymskunnar.
Einn þessara manna var Jón Guðmundsson á Sölvabakka, sem andaðist 3. þ.m. á Héraðshælinu á Blönduósi á 100. aldursári. Augljóst virðist að ekki hafi verið auður í garði hjá ungu hjónunum á Sölvabakka sem þar voru að byrja búskapinn árið 1924. Búferlaflutningarnir, sem að framan er getið, voru síst til þess fallnir að svo gæti verið. En þau voru samhent, vinnufús og úrræðasöm. Jón var ötull við að nytja sjávargagn jarðarinnar og dró þaðan marga björg í bú. Þau hrepptu þó áföll, sem aðrir bændur á þeirri tíð, af völdum verðfalls og fjárpesta. Eigi að síður höfðu þau sigur í sinni baráttu. Þau eignuðust jörðina sína, bættu hana og byggðu upp og komu upp sínum myndarlega barnahópi. Þau hættu búskap árið 1964 og skömmu síðar tók yngsti sonurinn, Jón Árni, við jörðinni ásamt konu sinni Björgu Bjarnadóttur og hafa þau gert jörðina að stórbýli. Jón á Sölvabakka var gæfumaður. Hann náði því marki, sem hann hafði sett sér ungur, að verða efnalega sjálfstæður bóndi og hann átti fagurt ævikvöld. Um aldarfjórðungsskeið dvaldi hann heima á Sölvabakka í skjóli sonar og tengdadóttur, en hún reyndist honum frábær að umhyggjusemi er árin færðust yfir. Hann var heilsugóður með afbrigðum, las og skrifaði gleraugnalaust og hélt skýrri hugsun til síðustu stundar. Hann naut þess að sjá jörð og bú, sem honum þótti svo vænt um, eflast og dafna í höndum ungu hjónanna og studdi sjálfur að hagsæld heimilisins meðan kraftar leyfðu. Hann fylgdist einnig með afkomendum sínum og konu sinnar, sem sífellt voru að vaxa úr grasi, og hann gat svo sannarlega verið ánægður með hópinn sinn. Hann tók þátt í gleði fólksins, fór á þorrablót og aðrar samkomur, og í jólaboðunum síðustu vakti hann á því athygli að hann hefði lifað 100 jól.
Jón hafði frábært minni af svo gömlum manni að vera, einkum er laut að viðburðum fyrri tíðar. Hann var í lægra meðallagi að vexti, grannur og nokkuð lotinn í herðum, en þegar hann sagði frá var eins og hann færðist í aukana. Skilmerkilegt málfarið og glampinn í augum hans sýndi að löngu liðnir atburðir stóðu honum ljóslifandi fyrir sjónum. Hann bjó yfir miklum fróðleik um fyrri tíðar lífshætti, sem að litlu leyti mun hafa varðveist. Yfir honum hvíldi æðruleysi og ró öldungsins, en þó átti hann í senn kjark og bjartsýni, viljann til að lifa lífinu hvern dag sem guð gaf. Sú var og gæfa hans að þurfa ekki á sjúkrahús nema fáa daga.

Staðir

Hjaltabakkakot: Brún Svartárdal: Sölvabakki 1924-1992:

Réttindi

Starfssvið

Bóndi:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Jón á Sölvabakka var fæddur í Hjaltabakkakoti 26. nóvember 1892, sonur hjónanna Guðnýjar Sæbjargar Finnsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar, sem að mestu voru af húnvetnsku bergi brotin. Hann hóf búskap í Skrapatungu árið 1915 ásamt Finni bróður sínum og hafði þá haft bústaðaskipti með foreldrum sínum sex eða sjö sinnum frá fæðingu.
Árið 1920 kvæntist hann Magdalenu Karlottu Jónsdóttur frá Balaskarði, mikilli mannkostakonu. Þau hófu búskap á Brún í Svartárdal, en fluttu búsetu sína tvívegis áður en þau byrjuðu búskap á Sölvabakka, en þar varð síðan heimili þeirra til dauðadags.
Magdalena kona Jóns andaðist 1972, en þau hjónin eignuðust þessi börn:

  1. Jón Árni, dó 14 ára gamall.
  2. Guðmundur Jón, verkamaður á Blönduósi, var kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur frá Akri. Þau hjón eru bæði látin.
  3. Guðný Sæbjörg, húsfreyja, gift Finni Kristjánssyni bónda, Skerðingsstöðum, Reykhólasveit.
  4. Ingibjörg Þórkatla, húsfreyja á Blönduósi, gift Einari Guðlaugssyni frá Þverá.
  5. Finnbogi Gunnar, járnsmiður í Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Sigfúsdóttur frá Breiðavaði.
  6. Sigurður Kristinn, húsasmiður á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Ingimarsdóttur frá Skeggsstöðum í Svarfaðardal.
  7. Jón Árni, bóndi á Sölvabakka, kvæntur Björgu Bjarnadóttur frá Haga.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Einar Húnfjörð Guðlaugsson (1920-2008) Blönduósi (30.3.1920 - 1.4.2008)

Identifier of related entity

HAH01184

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1948 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Jónsson (1906-1979) sýsluskrifari Blönduósi (8.5.1906 - 3.12.1979)

Identifier of related entity

HAH01543

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðný Pálsdóttir (1866-1942) Balaskarði (11.9.1866 - 13.6.1942)

Identifier of related entity

HAH04173

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Daníel Halldór Magnússon (1954) (11.11.1954 -)

Identifier of related entity

HAH03007

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Emma Jónsdóttir (1890-1976) Spákonufelli (4.8.1890 - 29.2.1976)

Identifier of related entity

HAH03318

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grund Blönduósi (1897-1930) /Klaufin (1897 -)

Identifier of related entity

HAH00651

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Finnbogi Jónsson (1930-2004) frá Sölvabakka (7.7.1930 - 9.1.2004)

Identifier of related entity

HAH09468

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Finnbogi Jónsson (1930-2004) frá Sölvabakka

er barn

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

1930

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Árni Jónsson (1921-1935) Sölvabakka (5.5.1921 - 5.7.1935)

Identifier of related entity

HAH05507

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Árni Jónsson (1921-1935) Sölvabakka

er barn

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

1921

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Jónsdóttir (1928-2022) Blönduósi (25.9.1928 - 12.4.2022)

Identifier of related entity

HAH06446

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Jónsdóttir (1928-2022) Blönduósi

er barn

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Jónsson (Gúi) (1925-1983) frá Sölvabakka (17.3.1925 - 13.5.1983)

Identifier of related entity

HAH04067

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Jónsson (Gúi) (1925-1983) frá Sölvabakka

er barn

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Jónsson (1937-2004) Sölvabakka (7.10.1937 - 9.3.2004)

Identifier of related entity

HAH01565

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árni Jónsson (1937-2004) Sölvabakka

er barn

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

1937 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðný Finnsdóttir (1864-1923) Skrapatungu (20.9.1864 - 13.10.1923)

Identifier of related entity

HAH04185

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðný Finnsdóttir (1864-1923) Skrapatungu

er foreldri

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Guðmundsson (1856-1935) Svangrund (4.8.1856 - 8.9.1935)

Identifier of related entity

HAH04027

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1856-1935) Svangrund

er foreldri

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Kr. Jónsson (1933-2017) Blönduósi (8.7.1933 - 23.8.2017)

Identifier of related entity

HAH10013

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurður Kr. Jónsson (1933-2017) Blönduósi

er barn

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Magnús Guðmundsson (1900-1923) (20.10.1900 - 8.2.1923)

Identifier of related entity

HAH03558

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árni Magnús Guðmundsson (1900-1923)

er systkini

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Finnur Guðmundsson (1891-1971) Skrapatungu og Blönduósi (9.3.1891 - 10.5.1971)

Identifier of related entity

HAH03427

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Finnur Guðmundsson (1891-1971) Skrapatungu og Blönduósi

er systkini

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Guðmundsdóttir (1896-1955) frá Skraptungu (12.9.1896 - 26.5.1955)

Identifier of related entity

HAH03332

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigríður Guðmundsdóttir (1896-1955) frá Skraptungu

er systkini

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Magðalena Jónsdóttir (1892-1972) Sölvabakka (7.12.1892 - 3.4.1972)

Identifier of related entity

HAH04441

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Magðalena Jónsdóttir (1892-1972) Sölvabakka

er maki

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

1920

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bóndaklettur við Sölvabakka ((1880))

Identifier of related entity

HAH00393

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bóndaklettur við Sölvabakka

er í eigu

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sölvabakki á Refasveit ((1950))

Identifier of related entity

HAH00220

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sölvabakki á Refasveit

er stjórnað af

Jón Guðmundsson (1892-1992) Sölvabakka

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01570

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 26.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir