Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Hliðstæð nafnaform

  • Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

18.8.1892 - 4.1.1952

Saga

Loftur Guðmundsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður, fæddist 18. ágúst 1892 í Hvammsvík í Kjós. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, bóndi og síðar verslunarmaður í Reykjavík, og Jakobína Jakobsdóttir. Loftur var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Stefanía Elín Grímsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Eftir að hún lést bjó hann með Guðríði Sveinsdóttur.
Loftur fluttist til Danmerkur 1921 og stundaði nám í orgelleik og lærði ljósmyndun og framhaldsnám hjá Peter Elfelt í Kaupmannahöfn 1925. Samhliða ljósmyndanáminu kynnti hann sér kvikmyndagerð. Árið 1945 fór hann til Ameríku til að kynna sér hana frekar.

Lofti var margt til lista lagt, hann var mikill athafna- og uppfinningamaður. Hann stofnaði verslun ásamt öðrum og rak hana þar til hann tók við rekstri gosdrykkjagerðarinnar Sanitas árið 1913 af bróður sínum Guðmundi gerlafræðingi. Árið 1924 seldi hann hlut sinn og ári seinna stofnaði hann ljósmyndastofu í Nýja bíói í Lækjargötu í Reykjavík. Hún var starfrækt þar til 1943 en flutti þá að Bárugötu 5. Hann rak hana til dánardags en niðjar hans tóku við og ráku til ársins 1996.

Loftur fann upp sérstaka myndagerð, svokallaða 15-foto-filmfoto, sem var með 15 myndir af fyrirsætunni á einu spjaldi, og lét sérsmíða ramma fyrir sig til að taka slíkar myndir.

Kvikmyndagerðin heillaði einnig og liggja eftir hann rúmlega 20 myndir í Kvikmyndasafni Íslands. Tvær leiknar myndir byggja á sögu eftir hann sjálfan, Milli fjalls og fjöru (1948) og Niðursetningurinn (1951).

Hann varð konunglegur sænskur hirðljósmyndari árið 1928 fyrir myndir sem hann sendi sænska konunginum að gjöf. Þá hlaut hann viðurkenningu frá Jupiterlicht verksmiðjunni í Þýskalandi fyrir uppfinningu á sérstaklega heppilegri notkun á ljósmyndalömpum.

Loftur lést 4. janúar 1952.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Ljósmyndari

Lagaheimild

"Enginn getur lifað án Lofts"
Bókin hefur að geyma þrjár greinar um Loft Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann, ævi hans og störf eftir Erlend Sveinsson, Ingu Láru Baldvinsdóttur og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur.
Loftur var fjölhæfur maður og afkastamikill. Hann var sönglagahöfundur og lagasmiður.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Guðmundur Guðmundsson 30. nóvember 1850 - 12. mars 1934 Trésmiður á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Dótturdóttir: Jakobína Jósefsdóttir. Bóndi í Hvammsvík í Kjós, síðar verslunarmaður og smiður í Reykjavík og kona hans 14.10.1879; Jakobína Jakobsdóttir 3. nóvember 1857 - 18. mars 1931 Húsfreyja í Hvammsvík í Kjós og síðar í Reykjavík

Systkini hans;
1) Gísli Guðmundsson 6. júlí 1884 - 26. september 1928 Húsbóndi í Reykjavík 1910. Gerlafræðingur og verksmiðjustjóri í Reykjavík. Kona hans 1912; Halldóra Þórðardóttir 14. maí 1891 - 25. janúar 1984 Ekkja á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
2) Guðríður Guðmundsdóttir 24. nóvember 1886 - 16. september 1957 Var í Reykjavík 1910. Var á Jaðri, Útskálasókn, Gull. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
3) Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka 8. október 1888 - 11. júní 1974 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930. Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja í Vestmannaeyjum, á Blönduósi og síðast í Reykjavík. Maður hennar 3.11.1916; Páll Valdimar Guðmundsson Kolka 25. janúar 1895 - 19. júlí 1971 Spítalalæknir á Kirkjuvegi 27, Vestmannaeyjum 1930. Var á Héraðshælinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Héraðslæknir í Vestmannaeyjum, á Blönduósi og síðast í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Ingibjörg Katrín Guðmundsdóttir 25. desember 1890 - 21. janúar 1973 Húsfreyja á Jaðri, Útskálasókn, Gull. 1930. Húsfreyja á Jaðri, Gerðahr., Gull. Maður hennar 1910;
5) Þorbergur Guðmundsson 18. september 1888 - 2. apríl 1982 Bóndi og sjómaður á Jaðri, Útskálasókn, Gull. 1930. Útgerðarmaður á Jaðri, Gerðahr., Gull.
6) Fríða Guðmundsdóttir 17. mars 1905 - 3. maí 1987 Var í Reykjavík 1910. Skrifstofustúlka á Smiðjustíg 11, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Maður hennar 3.11.1932: Baldur Sveinsson 18. október 1902 - 2. nóvember 1967 Bankaritari á Skólavörðustíg 21, Reykjavík 1930. Bankafulltrúi í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

M1; Stefanía Elín Grímsdóttir 28. október 1898 - 27. apríl 1940 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hjallalandi, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
M2 29.5.1943; Guðríður Sveinsdóttir 22. nóvember 1908 - 18. apríl 2002 Var í Ásum, Grafarsókn, Skaft. 1910. Húsfreyja í Reykjavík. Fyrri maður hennar 1.10.1932; Valdimar Frímann Helgason 21. ágúst 1907 - 29. nóvember 1972 Verkstjóri í Reykjavík. Var í Vík í Mýrdal, Reynissókn, Skaft. 1910. Vélagæslumaður á Hallveigarstíg 6 a, Reykjavík 1930. Þau skildu.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Jakobína Jakobsdóttir (1857-1931) Hvammsvík (13.11.1857 - 18.3.1931)

Identifier of related entity

HAH05248

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jakobína Jakobsdóttir (1857-1931) Hvammsvík

er foreldri

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Dagsetning tengsla

1892

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Guðmundsson (1850-1934) Hvammsvík (30.11.1850 - 12.3.1934)

Identifier of related entity

HAH04025

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1850-1934) Hvammsvík

er foreldri

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Guðmundsson (1882-1919) skipsstjóri (23.2.1882 - 17.2.1919)

Identifier of related entity

HAH04032

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Guðmundsson (1882-1919) skipsstjóri

er systkini

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Dagsetning tengsla

1892

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðbjörg Kolka (1888-1974) Blönduósi (8.10.1888 - 11.6.1974)

Identifier of related entity

HAH03839

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðbjörg Kolka (1888-1974) Blönduósi

er systkini

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur (6.7.1884 - 26.9.1928)

Identifier of related entity

HAH03763

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Gísli Guðmundsson (1884-1928) gerlafræðingur

er systkini

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðríður Guðmundsdóttir (1886-1957) frá Hvammshlíð í Kjós (24.11.1866 - 16.9.1957)

Identifier of related entity

HAH04204

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðríður Guðmundsdóttir (1886-1957) frá Hvammshlíð í Kjós

er systkini

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Fríða Guðmundsdóttir (1905-1987) Hvammshlíð í Kjós (17.3.1905 - 3.5.1987)

Identifier of related entity

HAH03484

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Fríða Guðmundsdóttir (1905-1987) Hvammshlíð í Kjós

er systkini

Loftur ljósmyndastofa / Loftur Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndari

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06009

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

GPJ 21.2.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir