Núpsstaður í Fljótshverfi Skaftafellssýslu

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Núpsstaður í Fljótshverfi Skaftafellssýslu

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1000)

Saga

Frásögn Þorvaldar Thoroddsen i Ferðabókinni 1893: „Núpsstaður stendur undir hrikalegri hamrahlíð með margvislega löguðum klettum og dröngum. Stórkostlegastir eru tveir risavaxnir drangar er mæna upp fyrir fjallsbrúnina eins og turnar. — Fyrirofan bæinn er stráð heljarbjörgum úr móbergi, og eru mörg þeirra stór sem hús, sum sokkin að mestu í jörð og grasgróin ofan. Björgin hafa oltið ofan úr fjalli.”

Staðir

Alls eru 10 bæir í Fljótshverfi, er Núpsstaður austastur, en Dalshöfði vestastur, nálægt Hverfisfljóti rétt fyrir vestan Seljaland; jörðin Dalshöfði hét fyrir Skaptáreldinn Eystridalur, en eptir brunann var bærinn færður fram, sú jörð, sem áður hét Ytri-Dalur, heitir nú Brattland, vestan fljóts. Kálfafell er nú annexía frá Prestsbakka og var óheppi legt að sameina þau brauð; þar eru svo mikil og hættuleg vötn á milli, að þau eru bæði presti og söfnuði til hins mesta baga. (Andvari 1.1.1894)

Réttindi

Þorvaldur segir Núpsstað þann bæ á landinu þar sem einna lengst sé i kaupstað (Papós og Eyrarbakka). ,,Þó er Núpsstaður besti bær og vel húsaður”, ritar hann 1893. Þegar undirritaður kom að Núpsstað sumarið 1968 hafði verið gert við bænahúsið og mun það vera friðað. Mynd tekin i rigningu 8. ágúst 1968 sýnir húsið sæmilega: þykka torfveggina, svarta framhlið með hvítri hurð og vindskeiðum. Gróskulegt á þaki og ofaná veggjum, sums staðar hvítt af alblómgaðri geithvönn. Bak við sjást gróðursettar hríslur, og fjær uppsett hey á túni. Neðanvið sandurinn og i austurátt mótar fyrir hinum tröllslega Lómagnúp, 770 m háu standbergi, er eitt sinn hefur staðið úti við sjó. Mun Núpsstaður hafa heitið Lómagnúpur fram til um 1600. Uppi við hamarinn þar við bæinn standa þráðbein og há óvenju tiguleg reynitré, enda mun oft mjög heitt undir berginu. Á okkar dögum gerði Hannes á Núpsstað garðinn frægan, hörkuslyngur vatnamaður, póstur og leiðsögumaður.

Starfssvið

Nafnkunnur er Núpsstaðarskógur, en þangað er langt frá Núpsstaö og yfir vatnsföll að fara. Skógurinn er i mörgum torfum, en ekki samfelldur. Jöklar á þrjá vegu og snjóþungt á vetrum, en mikill sumarhiti i giljum og gljúfrum. 1893 var skógurinn viðast hvar smávaxið kjarr og stórar hríslur fáar, ritar Þorvaldur. Ekki veit ég hvernig ástand hans er nú. Núpsstaðarskógur var lengi frægur fyrir villiféð sem þar var. Þvi fjölgaði i góðum árum, en horféll í hörðum vetrum. Fyrir felliveturinn 1882 voru um 50 kindur i skóginum, en þá féll allt nema tvær ær með lömbum. 1893 voru þar ekki nema 5 villikindur ritar Þorvaldur. Nokkru var slátrað árlega og stundum voru fluttar þangað kindur að heiman til að samlagast villifénu. Fyrir mun hafa komið að þvi var færð tugga. Villiféð var ákaflega styggt, og hélt sig oft mikið i klettum. Hrútar voru ákaflega hornastórir. Hafa þeir stöku sinnum verið hafðir til kynbóta á Núpsstað fyrrum, en nú er villiféð löngu horfið.

Lagaheimild

,,Þú hefur mörgum visað veg
á viðum söndum.
Fáki stýrt i straumi þungum,
stigið létt á jökulbungum.”

Svo var kveðið i ágúst 1968, en þá var Hannes háaldraður, hress.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Lómagnúpur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00604

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bænhúsið á Núpsstað (1765 -)

Identifier of related entity

HAH00187

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00998

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

20.3.2023

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Tíminn 22.2.1981, Ingólfur Davíðsson. https://timarit.is/page/3974431?iabr=on
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923. https://timarit.is/page/2048867?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir