Sunnuhvoll Blönduósi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Sunnuhvoll Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

  • Þórarinshús 1910
  • Melshús 1907

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1907 -

Saga

Sunnuhvoll. Byggt 1907 af Þórarni Bjarnasyni. Melshús 1907. Nefnist Þórarinshús 1910.

Staðir

Blönduós gamli bærinn uppi á brekkunni; Brekkubyggð 2.

Réttindi

Fyrstahúsið byggt á Brekkunni, Síðar sýslumannsbústaður og skrifstofa:

Starfssvið

11.7.1908 er gerður lóðasamningur við Þórarinn. Lóðin, sem er vestan við þjóðveginn uppi á Blönduósbrekkunni, þar sem hann liggu upp frá kaupstaðnum. Lóðin er 10 x 12 álnir eða 120 ferálnir [45 m2, þetta hljóta því að eiga að vera faðmar og því 335 m2, nema stækkun hafi komið síðar]

Húsamat var gert 14.5.1909. Þar segir: Húsið er að stærð 11 x 8 ½ álnir, vegghæð 7 ½ alin. Útveggir eru úr cementsteypu 8“ þykkri, af pússaðri að utan. Á neðra gólfi er einn skilrúm úr cementsteypu eftir endilöngu húsinu og einar dyr á því. Öðrumegin við skilrúmið er geymslupláss með úti dyrum, en hinumegin er maskínuhús. Allt niðri er óþiljað. Úr maskínuhúsinu er stigi upp á efra gólf og kemur upp í forstofu með útidyrum. Hún er alþiljuð með panil. Auk hennar eru uppi 3 stofur. Tvær eru alþiljaðar með panil og slegið neðan á bita. Hús þetta er með topprisi, 1 ¼ á hæð. Á sperrur er klætt með 1 ¼“ borðum og þar yfir þakpappi. Húsinu fylgir ein eldavél og einn ofn. Í því er múrpípa.

Þórarinn þurftir talsvert að hafa fyrir að koma yfir sig húsi sínu. Hann bar alla steypumöl í pokum úr fjörunni upp brekkuna. Vatn í steypuna báru krakkar úr skurðum á brekkunni. Í fasteignamati 1916 er húsið mælt 1 alin breiðara og hálfri alin hærra. Sagt kalt en þurrt. Ekki var komin vatnslögn og sagt örðugt að ná vatni. Lóð er þá sögð 1040 ferfaðmar. Torfkofi yfir 4 hesta fylgir. Þórarinn bjó í Melshúsi til 1913, en flutti þá suður á land. 1913-1914 voru Kristinn Einarsson í húsinu og um tíma Indrið Jósefsson, einnig Vilhelmína Sigurðardóttir sem bjó þar til 1915.

Lagaheimild

5.7.1915 kaupir Þorsteinn Þorsteinsson húsið af Júlíusi Halldórssyni lækni, sem þá átti húsið. Þorsteinn bjó í húsinu til 1918. Fyrsta árið bjó hjá honum Þorlákur Helgason. Bogi Brynjólfsson sýslumaður kaupir húsið af Þorsteini 1919. Hann bjó í því 1918-1932. Þá kemur Guðbrandur Ísberg í húsið og keypti það af Boga 1933.

Guðbrandur fékk 3,84 ha lóð 27.1.1936. Af þessari lóð teljast 1,89 ha melar. Lóðin liggur suður og vestur af húsi hans og takmarkast af vírgirðingu sem er umhverfis hana. Útihús eru þegar á lóðinni. Eldri samningur fellur úr gildi með þessum.

Meðal þeirra sem hafa búið þar eru Þórhallur Blöndal, Jökull Sigtryggsson sem byggir við húsið, Karl Ellertsson, en þá fauk þakið af húsinu skömmu fyrir aldamótin síðustu. Þóra Dögg Guðmundsdóttir er síðasti íbúinn þar með fasta búsetu. Í dag (2019) eru þar flóttamenn frá Sýrlandi.

  1. jan. 1936 fær Guðbrandur Ísberg 3,84 ha lóð þar af 1,89 ha. Sem er melar. Lóðin liggur suður og vestur af sýslumannshúsinu [Sunnuhvoll] og takmarkast af vírgirðingu, sem er umhverfis hana. Hús eru þegar á lóðinni. Eldri lóðasamningur fellur úr gildi.

Innri uppbygging/ættfræði

1907-1913- Þórarinn Bjarnason járnsmiður, f. 20. ágúst 1877 Vesturhópi, d. 18. okt. 1966, maki 1905, Una Jónsdóttir f. 25. maí 1877 Bala Gnúpverjahreppi d. 24. apríl 1962. Rvk. Börn þeirra;
1) Guðrún Svanborg (1906-1976). Var í Hafnarsmiðjunni , Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Aðalheiður Sigrún (1907-1999). Húsfreyja. Húsfreyja á Hverfisgötu 100 b, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Ida Camilla (1908-1994). Húsfreyja á Gautsstöðum, Svalbarðssókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. á Akureyri.
4) Ottó Reynir (1909-1971). Bóndi í Mjósyndi í Flóa. Síðast bús. í Villingaholtshreppi.

1910-1919- Soffía Baldvinsdóttir f. 24. ágúst 1866 d 28. nóv. 1943 óg þar 1919. Tilraun 1920.

1913-1914- Kristinn Sigurjón Einarsson f. 21. júní 1871, d. 10. júní 1921. Bóndi og söðlasmiður á Blönduósi.

1914- Indriði Jósefsson f. 29. ágúst 1877, d. 13. ágúst 1935 frá Vesturhópshólum. Sjá Baldurshaga.

1915- Vilhelmína Sigurðardóttir f. 22. júlí 1866 Bursthúsum Miðnesi, d. 8. nóv. 1949, barnlaus, sjá Grænumýri.

1916-1918 - Þorsteinn Þorsteinsson.

1916- Þorlákur Helgason, f.  16. jan. 1862 d. 24. okt. 1958, Árbakka 1917, maki ógift; Jóhanna Pálsdóttir 5. maí 1854 d. 4. nóv. 1923.

1920 og 1932- Bogi Brynjólfsson, f. 22. júlí 1883, d. 18. ágúst 1965. Sýslumaður í Árnessýslu og Húnavatnssýslu. Síðar lögmaður í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Sýslumaður á Blönduósi 1930. Maki I (skildu); Guðrún Árnadóttir Johnson f. 27. maí 1902 d. 11. sept 1973. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík.
Maki II 23. des. 1932, Sigurlaug Jóhannsdóttir, f. 1. febr. 1905, d. 8. sept. 1983. Ráðskona á Blönduósi 1930. Húsfreyja, síðast bús. í Reykjavík. Barnlaus með þeim báðum.
Barn hans með Hrefnu Klöru Sigurlín Jónsdóttur f. 1. okt. 1895, d. 14. okt. 1947. Var í Nýjabæ, Gerðahr., Gull. 1910. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja í Reykjavík, Hafnarfirði og síðar á Akranesi. Forstöðukona við Hótelið á Akranesi;
1) Haukur Arnars (1919-2012). Var á Syðri-Hóli, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930. Fósturfor: Jóhannes Júlíusson og Þorgerður Elísdóttir. Leigubílstjóri og ökukennari, síðar bifreiðaskoðunarmaður, prófdómari og deildarstjóri í Reykjavík.
Ráðskona 1920; Steinunn Pálsdóttir f. 18. sept. 1877 d. 3. maí 1950. Var í Eyvakoti, Stokkseyrarsókn, Árn. 1880. Tökubarn á Litlahrauni, Stokkseyrarsókn, Árn. 1890. Vinnukona á Litla-Hrauni, Stokkseyrarsókn, Árn. 1901. Vinnukona í Reykjavík 1910. Vetrarstúlka á Grettisgötu 20 b, Reykjavík 1930.

1932- Guðbrandur Magnússon Ísberg f. 28. maí 1893 Snóksdal í Miðdölum, d. 13. jan. 1984. Fósturbarn á Hjarðarholti, Hjarðarholtssókn, Dal. 1901. Lögfræðingur og alþingismaður í Möðrufelli í Hrafnagilshr., Eyjaf., síðar sýslumaður á Blönduósi. Bóndi og málfærslumaður á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Var í Héraðsdómarabústaðnum, Blönduóshr., A-Hún. 1957.Maki 26. ágúst 1920, Árnína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg f. 27. jan. 1898, d. 3. okt. 1941, frá Möðrufelli í Hrafnagilshr. Sunnuhvoli 1932 og 1940.
Börn þeirra;
1) Gerður Ólöf (1921-2007). Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Húsfreyja í Reykjavík. Gegndi ýmsum sjálfboðastörfum á vegum Rauða kross Íslands.
2) Guðrún Lilja (1922-2005). Ólst upp í Möðrufelli og Litla-Hvammi í Hrafnagilshreppi. Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Flutti með foreldrum til Blönduóss 1932. Húsfreyja og hárgreiðslukona á Akureyri um árabil. Flutti þaðan til Reykjavíkur 1988. Síðast bús. í Reykjavík.
3) Jón Magnús (1924-2009). Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Lögfræðingur, sýslumaður á Blönduósi. Var í Héraðsdómarabústaðnum, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
4) Ari Guðbrandur (1925-1999). Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Hæstaréttarlögmaður, aðallögfræingur Iðnaðarbankans í Reykjavík.
5) Ásta Ingifríður (1927-2015). Var á Möðrufelli, Grundarsókn, Eyj. 1930. Hárgreiðslukona á Akureyri, starfaði síðar hjá Pósti og síma í Reykjavík.
6) Nína Sigurlína (1929-2014). Ritari og síðar framkvæmdastjóri í Reykjavík.
7) Ævar, Hrafn (1931-1999). Viðskiptafræðingur og vararíkisskattstjóri. Síðast bús. í Kópavogi.
8) Sigríður Kristín Svala (1936-1936),
9) Arngrímur Óttar (1937).
Vk. 1933; Kristín Laufey Þórarinsdóttir f. 29. sept. 1914 d. 18. jan. 1958. Var í Bolungarvík 1930. Barnakennari.
1941- Margrét Jóhanna Sveinsdóttir (1904-1988). Vinnukona á Guðlaugsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Melstað, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Sandgerði.

Almennt samhengi

Aðrir íbúar ma; Þorsteinn Þorsteinsson; Þorlákur Helgason; Þórhallur Blöndal; Jökull Sigtryggsson; Víðir; Alma Sigurbjargardóttir;

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Árnadóttir (1902-1973) frá Geitaskarði (27.5.1902 - 11.9.1973)

Identifier of related entity

HAH04236

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Aðalheiður Sigrún Þórarinsdóttir (1907-1999) Reykjavík (17.8.1907 - 23.2.1999)

Identifier of related entity

HAH01008

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hólmfríður Einarsdóttir (1925-2002) ljósmóðir (19.5.1925 - 6.3.2002)

Identifier of related entity

HAH01448

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Nína Ísberg (1929-2014) Blönduósi og Rvk (22.11.1929 - 8.12.2014)

Identifier of related entity

HAH06887

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Soffía Baldvinsdóttir (1866-1943) Blönduósi (24.8.1866 - 28.11.1943)

Identifier of related entity

HAH04961

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ævar Ísberg (1931-1999) skattstjóri Kópavogi og Hafnarfirði (30.4.1931 - 3.11.1999)

Identifier of related entity

HAH02191

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ari Ísberg (1925-1999) hrl Reykjavík (16.9.1925 - 27.6.1999)

Identifier of related entity

HAH01035

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Ísberg (1924-2009) sýslumaður Blönduósi (24.4.1924 - 24.6.2009)

Identifier of related entity

HAH01583

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gerður Ísberg (1921-2007) Sunnuhvoli Blönduósi (20.3.1921 - 19.2.2007)

Identifier of related entity

HAH02206

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásta Ísberg (1927-2015) Hárgreiðslukona á Akureyri. Sunnuhvoli Blönduósi (6.3.1927 - 2.11.2015)

Identifier of related entity

HAH03670

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhanna Pálsdóttir (1854-1923) ráðskona í Þorlákshúsi (5.5.1854 - 4.11.1923)

Identifier of related entity

HAH05412

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorlákur Helgason (1862-1958) Bala ov Blönduósi (16.1.1862 - 24.10.1958)

Identifier of related entity

HAH04980

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þorlákur Helgason (1862-1958) Bala ov Blönduósi

controls

Sunnuhvoll Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðbrandur Ísberg (1893-1984) Sýslumaður Blönduósi (28.5.1893 - 13.1.1984)

Identifier of related entity

HAH03875

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðbrandur Ísberg (1893-1984) Sýslumaður Blönduósi

er eigandi af

Sunnuhvoll Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Karl Ellertsson (1972) Blönduósi (19.8.1972 -)

Identifier of related entity

HAH04088

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðmundur Karl Ellertsson (1972) Blönduósi

er eigandi af

Sunnuhvoll Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árnína Hólmfríður Jónsdóttir Ísberg (1898-1941) Sunnuhvoli Blönduósi (27.1.1897 - 3.10.1941)

Identifier of related entity

HAH03579

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórarinn Bjarnason (1877-1966) Melshúsi (Sunnuhvoli) (20.8.1877 - 18.10.1966)

Identifier of related entity

HAH04990

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þórarinn Bjarnason (1877-1966) Melshúsi (Sunnuhvoli)

er eigandi af

Sunnuhvoll Blönduósi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bogi Brynjólfsson (1883-1965) Sýslumaður Sunnuhvoli 1920 og 1932 (22.7.1883 - 18.8.1965)

Identifier of related entity

HAH02919

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00133

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.5.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir