Showing 10346 results

Authority record

Hofsós

  • HAH00297
  • Corporate body
  • (1950)

Hofsós er þorp á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð, báðum megin við ósa Hofsár. Þar er ágætt skipalægi frá náttúrunnar hendi, einkum í norðaustanátt, og betra en annars staðar við Skagafjörð. Talið er að verslun hafi hafist á staðnum á 16. öld, og er Hofsós því einn elsti verslunarstaður landsins. Þangað sóttu Skagfirðingar nær alla sína verslun þar til byggð hófst á Sauðárkróki upp úr 1870. Íbúar voru 161 árið 2015.

Föst búseta hófst á Hofsósi á 19. öld og flestir urðu íbúar þorpsins um 300 um miðja 20. öld. Aðalatvinnuvegurinn var lengst af fiskveiðar og vinnsla sjávarafla og þjónusta við sveitirnar í kring en á síðustu árum hefur ferðamannaþjónusta skipað æ stærri sess. Á Hofsósi er að finna eitt elsta bjálkahús landsins, Pakkhúsið, vörugeymslu frá tíma einokunarverslunarinnar. Það var reist árið 1772. Í Pakkhúsinu er nú Drangeyjarsafn, helgað Drangey og nýtingu hennar fyrr og nú. Þar er einnig Vesturfarasetrið, safn og rannsóknarsetur tengt vesturferðum Íslendinga 1870-1914. Það er í gömlu timburhúsi þar sem Kaupfélag Austur-Skagfirðinga var áður til húsa, og í nýbyggingu sem reist var í sama stíl. Allmörg önnur gömul hús eru í þorpinu, einkum á Plássinu svonefnda, niður við sjóinn, sem hafa flest verið gerð upp og eru sum þeirra notuð sem sumarhús.

Stuðlaberg í fjöru nálægt Hofsósi

Örskammt sunnan við Hofsós er annar gamall verslunarstaður, Grafarós, og spölkorn innar á ströndinni sá þriðji, Kolkuós. Strandlengjan í nágrenni Hofsóss þykir falleg og þar eru merkilegar stuðlabergsmyndanir, einkum í Staðarbjargavík og þó enn frekar í Þórðarhöfða, sem gengur út frá Höfðaströnd spölkorn utan við þorpið.
Ný sundlaug á Hofsósi var vígð um páskana 2010 og er hún gjöf frá athafnakonunum Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur, sem eiga jarðir á Höfðaströnd og búa þar eða dvelja löngum.
Upphaflega var Hofsós í Hofshreppi, en þorpið og næsta nágrenni þess var gert að sérstökum hreppi, Hofsóshreppi, 1. janúar 1948. 10. júní 1990 var Hofsóshreppur sameinaður Hofshreppi á ný, ásamt Fellshreppi.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist svo Hofshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði og mynduðu þau saman Sveitarfélagið Skagafjörð.

Hólmi á Skaga

  • HAH00299
  • Corporate body
  • 1952 -

Bærinn stóð áður í hólma í Fossá, en er nú norðan við ána. 1952 jörðinni skipt úr Hróarsstaðalandi og gert að lögbýli.íbúðarhús 1952. Fjós 1953 úr asbesti, fjárhús 1935 úr torfi og grjóti, fjárhús úr asbesti 1951 yfir 80 fjár. Hlaða 1950 100 m3. Tún 5,5 ha.

Hópið

  • HAH00300
  • Corporate body
  • (880)

Hraundrangi Öxnadal

  • HAH00302
  • Corporate body
  • (1950)

Hraundrangi er 1075 metra hár fjallstindur á Drangafjalli í Öxnadal. Hann var lengi talinn ókleifur, en 5. ágúst 1956 var hann klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni, sem voru Sigurður Waage, Finnur Eyjólfsson og Nicholas Clinch. Sagnir höfðu verið um að kista full af gulli væri geymdu upp á tindinum, en sú saga reyndist ekki á rökum reist að sögn klifurmannanna.

Hraundrangi er ekki síst þekktur vegna ljóðs Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok, sem hefst á línunum
„Ástarstjörnu / yfir Hraundranga / skýla næturský.“

Nafnið er oft haft í fleirtölu, Hraundrangar, en það er rangt, enda er dranginn aðeins einn.

Drangafjall skilur að Öxnadal og Hörgárdal og Hraundrangi blasir einnig við úr innanverðum Hörgárdal en þeim megin er hann yfirleitt aðeins nefndur Drangi.

Hríslan í Hvammsurðum

  • HAH00304
  • Corporate body
  • (1960)

Í grein Sigurðar Blöndals um reynivið árið 2000 segir frá hríslunni í Hvammsurðinni:

„Í Syðri-Hvammsurð er merkileg hrísla. Hallgrímur Guðjónsson, sem lengi bjó í Hvammi, segir svo frá í apríl sl.: Hvammsnibba heitir í fjallinu utan við Hvamm. Kippkorn neðan við
bjargið í stórgrýtisurð vex stök hrísla af reyni, gömul orðin. Hallgrímur afi minn Hallgrímsson, keypti Hvamm af Benedikt Gísla Blöndal [langafa mínum S. Bl.] skömmu eftir aldamótin. Hann lét bera skít að hríslunni einhvern tíma á fyrri búskaparárum sínum. Nú eru smáplöntur af reyni að koma upp í urðinni norðar í áttina að Fossgili.“

Enn fremur segir: „Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal kveðst hafa komið að hríslunni ekki alls fyrir löngu. Hún sé um ein mannhæð og skammt frá henni kvað hann vera 2-3 lágvaxnar hríslur (munnleg heimild).“

Niðurstaða

Helgi Hallgrímsson ritaði grein í Skógræktarritið árið 2003 um reynipísl, dvergform af reyniviði. Mér sýnist reyniviðurinn í Hvammsurðinni ekki falla undir þá skilgreiningu, bæði eru blöðin stærri og plönturnar hávaxnari. Hér er því eflaust um að ræða hefðbundinn íslenskan reynivið, sem lifað hefur af þrengingar fyrri alda. Máltilfinning mín segir mér að munur sé á hríslu og tré. Hrísla er hálfgerður runni, marggreindur, en tré er hávaxið, oft með einum stofni og krónu.
Reyniviðurinn í Hvammsurðinni er dæmigerð hrísla.

Hróarsstaðir á Skaga

  • HAH00305
  • Corporate body
  • (1900)

Hróarsstaðir eru nyrsti bær í byggð undir Brekknabrekku. Bærinn stendur skammt frá Brekkunni, þar er því skjóllegt. Þar er skammt til sjávar og er þar lending einna skást undir Brekku sem heitir á Naustavöllum. Íbúðarhúsi steypt 1930 373 m3. Fjós byggt 1935 fyrir 5 gripi, fjárhús 1961 og 1973 fyrir 356 fjár. Hlaða steypt 1972 694 m3. Votheysgeymsla steypt 1940 22 m3. Hesthús 1940 úr torfi og grjóti fyrir 5 hross. Geymsla, blikkhús á steyptum grunni 50 m3. Tún 23,6 ha.

Hrútey Hrútafirði

  • HAH00306
  • Corporate body
  • (1900)

Melstaður eignaðist Hrútey í Hrútafirði snemma á öldum og eru fyrir því öruggar skjalfestar heimildir. Þessa er getið í Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar, og fara má allt aftur til máldaga Ólafs Rögnvaldssonar frá 1461 til að sanna eignarhaldið. Vegna fjarlægðar sömdu prestar stundum við bændur í Hrútafirði um að annast dúntekjuna.

Melstaður var talinn annað eða þriðja besta brauð í Hólabiskupsdæmi. Selveiði, eggver, lunda- og dúntekju átti staðurinn og nýtti í Hrútey á Hrútafirði þar sem æðarvarp var allnokkurt. Staðurinn átti einnig góða afrétt á Vatnsnesfjalli. Þar hafði staðarhaldarinn hesta- og nautagöngu frjálsa um sumur. Rekavon átti staðurinn bæði mikla og góöa.

Hrútey í Blöndu

  • HAH00308
  • Corporate body
  • (1900)

Hrútey var friðlýst sem fólkvangur árið 1975. Gróskumikil eyja og rómuð fyrir fuglalíf. Vinsælt útivistarsvæði. Stærð fólkvangsins er 10,7 ha.

Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.

Hundavötn

  • HAH00309
  • Corporate body
  • (1950)

Svæðið umhverfis Hundavötn heitir Ömrur, enda þykir það ömurlegt og gróðurlaust.

Hundavötn eru í skarðinu vestan Lyklafells austan við það eru Krákur á Sandi [Djöflasandi] 1188 m. á Auðkúluheiði.
Eystri Hundavötn er hvítt af jökulleir.

Norðan við Þjófadalafjöll liggja Búrfjöll, sem er alllöng fjallaröð með mörgum hnúkum. Við stefnum á norðurhluta Þjófadalafjalla. Göngulandið er gróið mosa, lyngi og víðikjarri, og sums staðar mjög þýft. Á leið okkar eru þrjár bergvatnskvíslar. Þær eru vatnslitlar núna og við stiklum þær: Þegjandi fyrst, þá Hvannavallakvísl og loks Dauðsmannskvísl. Handan Dauðmannskvíslar tekur gróðurleysi við, en það kallast því kynlega nafni Djöflasandur.

Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum,

Húnavallaskóli

  • HAH00310
  • Corporate body
  • 1969-

Húnavallaskóli er grunnskóli í Austur-Húnavatnssýslu sem stendur við Reykjabraut. Hann hefur verið starfræktur af sveitafélaginu Húnavatnshreppi frá árinu 1969 og hefur starfað í þágu nemenda sem búa í dreifbýli í héraðinu. Skólaárið 2011 - 2012 stunduðu 60 nemendur nám við skólann. Skólastjórar skólans hafa verið sjö en skólastjóri skólans er nú Sigríður B. Aadnegard.

Húnavatn

  • HAH00311
  • Corporate body
  • (880)

Húnavatn er í Torfalækjar- og Sveinstaðahreppum í A.-Húnavatnssýslu. Hæð þess er jöfn sjávarmáli. Vatnsdalsá kemur í það að sunnan, en útfallið er úr norðurendanum til sjávar um Húnaós. Skammt frá ósnum kemur Laxá í Ásum í vatnið. Mikill fiskur er í vatninu og gengur um það. Mest er af sjóbleikju, 1-2 pund, og nokkuð er af sjóbirtingi, sem getur orðið allvænn.

Lax gengur um vatnið til laxánna, sem í það renna, en lítur sjaldan við beitu í vatninu. Eitthvað er af staðbundnum uppalningi í vatninu. Bílfært er að vatninu og veiðihúsið Steinkot er við Vatnsdalsflóðið til afnota fyrir veiðimenn.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 295 km og 12 km frá Blönduósi.

Hvalfjörður

  • HAH00315
  • Corporate body
  • (1950)

Hvalfjörður er mjór og djúpur fjörður inn af Faxaflóa á Vesturlandi, norðan við Kollafjörð og sunnan við Borgarfjörð. Norðan megin við fjörðinn er Akranes og sunnan megin er Kjalarnes. Hann er um það bil 30 km að lengd.
Um miðjan fjörðinn að norðanverðu er Grundartangi þar sem rekin er járnblendiverksmiðja og álver. Þar er nú ein stærsta höfn landsins. Gegnt Grundartanga er Maríuhöfn á Hálsnesi sem var ein aðalhöfn landsins á síðmiðöldum. Botnsdalur, í botni Hvalfjarðar, er vinsælt útivistarsvæði og þar er hæsti foss landsins, Glymur. Innarlega í firðinum eru víða leirur og þar er fjölbreytt fuglalíf og mikið um krækling.
Á árunum 1996-1998 voru gerð göng, Hvalfjarðargöngin, undir utanverðan Hvalfjörð og styttu þau hringveginn um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, 62 km leið. Enn er þó hægt að aka fyrir Hvalfjörð eftir þjóðveg 47.

Í síðari heimsstyrjöld gegndi Hvalfjörður mjög mikilvægu hlutverki. Flotastöð bandamanna var innst í Hvalfirði þar sem Hvalstöðin er. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og oft voru mörg skip á firðinum. Bækistöðvar voru reistar í landi Litlasands og Miðsands og þar má enn sjá minjar frá stríðsárunum, meðal annars bragga sem hafa verið gerðir upp.

Hvalfjörður er sögustaður Harðar sögu og Hólmverja. Innarlega á firðinum er lítil eyja sem heitir Geirshólmi en er oft ranglega kölluð Harðarhólmi. Þar á útlaginn Hörður Grímkelsson að hafa hafst við með fjölmennan flokk en þegar hann og menn hans höfðu verið felldir í landi er sagt að Helga kona Harðar hafi synt í land með syni þeirra tvo. Á Sturlungaöld var aftur flokkur manna í Geirshólma um tíma, þegar Svarthöfði Dufgusson hafðist þar við með flokk manna Sturlu Sighvatssonar og fór ránshendi um sveitirnar.

Hvammkot á Skaga

  • HAH00317
  • Corporate body
  • (1900) - 1949

Hvammkot fór í eyði 1949.

Hvammstangi

  • HAH00318
  • Corporate body
  • 13.12.1895 -

Hvammstangi er kauptún í Húnaþingi vestra. Hann var upphaflega í Kirkjuhvammshreppi en var gerður að sérstökum hreppi, Hvammstangahreppi, hinn 1. júlí 1938. Íbúar voru 543 árið 2015.
Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 7. júní 1998 ásamt hinum 5 hreppunum í Vestur-Húnavatnssýslu: Staðarhreppi, Fremri-Torfustaðahreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra.
Hvammstangi var gerður að viðurkenndum verslunarstað árið 1895 en þá voru engin íbúðarhús á staðnum. Hið fyrsta slíka var byggt árið 1900. Þá hófust einnig fiskveiðar þar á tanganum og eru hafnarskilyrði þar nú góð. Mest er veitt af rækju og grásleppu.
Á Hvammstanga er margvísleg þjónusta fyrir sveitirnar í Húnaþingi vestra. Hitaveita Húnaþings vestra á Laugarbakka sér Hvammstanga fyrir heitu vatni en þangað var lögð hitaveituæð 1972. Vatnsveita kom í plássið 1952 en áður hafði hvert hús haft eigin brunn.
Læknir hefur haft aðsetur sitt á Hvammstanga allt frá 1905 en hann þjónaði jafnframt héraðinu. Á árunum 1979 til '81 var heilsugæsla byggð á staðnum.

  1. janúar 2007 opnaði Fæðingarorlofssjóður starfsemi sína á Hvammstanga.
  2. júní 2006 var opnað Selasetur á Hvammstanga. Hús Verslunar Sigurðar Pálmasonar, sem reist var 1926, hýsir Selasetrið. Í Selasetrinu má nálgast fróðleik í máli og myndum um seli og ýmsa hjátrú tengda þeim. Eitt aðgengilegasta selalátur landsins er á Vatnsnesi, norður af Hvammstanga.
    Hvammstangakirkja var vígð 21. júlí 1957. Er hún steinsteypt og tekur 160 manns í sæti. Í Kirkjuhvammi, rétt ofan Hvammstanga, er eldri kirkja - frá árinu 1882. Hún er friðlýst og í umsjón Þjóðminjasafns Íslands. Gripir úr henni eru í Hvammstangakirkju og ber þar að nefna messingskírnarfat frá árinu 1753 og silfurkaleik frá 1821.
    Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta er fæddur á Hvammstanga árið 1985.

Hveragerði

  • HAH00319
  • Corporate body
  • 1946 -

Þorpsmyndun hófst í Hveragerði árið 1929, Hveragerðishreppur var stofnaður 1946 og varð bæjarfélag 1987. Í árslok 2016 eru íbúar Hveragerðisbæjar 2.473.
Hveragerði byggðist í landi Vorsabæjar í Ölfusi en nafnið var upphaflega á hverasvæði því sem er í bænum miðjum, sunnan og vestan kirkjunnar. Hveragerði er fyrst skráð í
Fitjaannál laust fyrir 1700 þar sem sagt er frá tilfærslu goshvers í landskjálftum 1597. Af lýsingu Ölfushrepps árið 1703 eftir Hálfdan Jónsson lögréttumann á Reykjum má ætla að hverir hafi þá verið nýttir til baða, suðu og þvotta. Enn kemur Hveragerði við sögu árið 1844 þegar ákveðið var að flytja lögréttir Ölfusinga frá Hvammi í Borgarheiði við Hveragerði.

Fyrsta tilraun til þurrabúðarlífs í Hveragerði tengist byggingu ullarverksmiðju við Reykjafoss í Varmá árið 1902. Vatnshjól og reimdrif knúðu vélar hennar og árið 1906 var sett upp lítil vatnsknúin rafstöð til ljósa og gatan að þjóðvegi við Ölfusréttir upplýst ári síðar, fyrsta götulýsing í dreifbýli á Íslandi. Reykjafossverksmiðjan var rekin til 1912 og árið 1915 var hún rifin nema grunnurinn sem enn sést.

Samvinnufélag um Mjólkurbú Ölfusinga var stofnað 1928, 45 ha lands keyptir og var hverasvæðið þar í. Mjólkurstöðvarhús var byggt sumarið 1929 (Breiðumörk 26) og sama sumar risu tvö fyrstu íbúðarhúsin, Varmahlíð og sumarhús í Fagrahvammi þar sem ylrækt hófst í Hveragerði.
Fjölbreytilegar tilraunir til nýtingar jarðvarma í atvinnurekstri einkenna sögu Hveragerðis. Jarðhitasvæði í miðjum bænum og næsta nágrenni skapa Hveragerði sérstöðu meðal þéttbýla á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Íbúum í Hveragerði fjölgaði hægt fyrsta áratuginn og í árslok 1941 voru þeir um 140 (uppgefnar tölur á heilum eða hálfum tug). Næstu árin fjölgaði þeim hratt og voru um 400 í árslok 1946, stofnári Hveragerðishrepps. Næstu áratugina fjölgaði íbúum mun hægar, voru um 530 í árslok 1950, 685 í árslok 1960 og 740 í árslok 1970. Á síðustu árum hefur fjölgunin verið örari og þá einkum áratuginn 1971-1980. Íbúar voru um 1245 í árslok 1980, 1600 í árslok 1992, 1813 í árslok 2000 og eru um 2.476 í árslok 2016.

Nýting hverahitans til suðu, baksturs, þvotta og húshitunar mun hafa laðað marga til búsetu í Hveragerði í upphafi. Matur var soðinn og brauð bökuð í gufukössum við hveri eða húshlið. Þvottur var þveginn við hverina eða í hitaþróm við húsvegg. Sveitafólk í Ölfusi hafði lengi nýtt hverina til þvotta og bakað rúgbrauð í heitum jarðvegi við hverina eins og örnefnið Brauðholur vitnar um. Sumarbústaðir voru margir einkum á stríðasárunum. Samkvæmt fasteignaskrá frá 1941 voru 37 íbúðarhús í Hveragerði og 19 sumarbústaðir. Sumarbústaðirnir voru vestan hverasvæðisins flestir við göturnar Laufskóga og Hverahlíð. Á stofnári Hveragerðishrepps 1946 var 91 íbúð skráð þar. En í árslok 2016 eru þær um 900 talsins.

Hveravellir á Kili

  • HAH00320
  • Corporate body
  • (1950)

Hveravellir er jarðhitasvæði í um það bil 650 metra hæð á hálendi Íslands og jafnframt algengur áningarstaður þegar ferðast er um Kjöl. Elstu lýsingar af staðnum eru frá 1752 þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rituðu um hann í ferðabók sinni. Þeir lýsa hverum og sérstaka athygli þeirra vakti hver sem Eggert kallaði Öskurhól vegna druna og blísturshljóða sem úr honum komu. Mikil og litfögur hverahrúður eru á Hveravöllum.
Um 12 tíma reið er frá Mælifelli í Skagafirði á Hveravelli og álíka langt neðan úr byggð á Suðurlandi. Á Hveravöllum bjó Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans þegar þau voru í útlegð. Sjást þar ýmsar minjar eftir búsetu þeirra, svo sem rúst af Eyvindarkofa og í hver einu sjást mannvirki sem virðast hafa verið notuð til suðu matvæla.
Sæluhús var byggt á Hveravöllum árið 1922 á fornum sæluhúsrústum. Það er úr torfi og grjóti og var endurhlaðið 1994. Ferðafélag Íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 og er það eitt af fáum sæluhúsum á landinu sem hituð eru með hveravatni. Nýtt hús var reist árið 1980 og nýtast bæði húsin ferðamönnum.
Veðurstofa Íslands hóf að reka mannaða veðurathugunarstöð á Hveravöllum árið 1965 og bjó þar fólk allt fram á 21. öld þegar mannaða stöðin var lögð niður og tekin upp sjálfvirkni í staðinn.

Hvítárbrú í Borgarfirði

  • HAH00321
  • Corporate body
  • 1.11.1928 -

Við Ferjukot er Hvítárbrú, sem vígð var 1.11.1928 og var mikil samgöngubót. Þó lokaðist þjóðvegurinn oft við Ferjukot vegna vatnavaxta en Hvítá flæddi oft yfir veginn þar og var þá ófært í Ferjukot nema á báti.

Hvítárnes

  • HAH00322
  • Corporate body
  • (1950)

Hvítárnes er allstórt gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn. Það hefur hlaðizt upp við framburð Fúlukvíslar, Fróðár og Tjarnár. Þar stendur elzti skáli Ferðafélagsins, byggður 1930, og á góðum degi er þar mjög fagurt. Fornar bæjartóttir, e.t.v. Tjarnarkot, gefa til kynna búsetu fyrrum. Líkum er leitt að því, að byggðin hafi farið í eyði í Heklugosi 1104. Sumir gestir skálans telja sig verða vara við draugagang í einu herbergja hans, og þá einkum, ef sofið er í einu sérstöku rúmi. Þetta fólk hefur séð gráklæddri stúlku bregða fyrir, en hún er sögð hafa orðið úti á milli bæjarhúsanna fyrrum. Fuglalíf er fjölskrúðugt í Hvítárnesi. Hvítárnes er viðkomustaður SBA-Norðurleiða á sumrin.

Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hvítárness og Hveravalla

Fúlakvísl á tvenn meginupptök undan Langjökli austanverðum. Hin syðri eru í Jökulkrók norðan Fögruhlíðar en hin nyrðri um grunnan dal milli Þjófadalafjalla og jökuls. Sumir kalla þetta svæði Hundadali. Nyrðri kvíslin fellur í háum fossi niður í hina syðri vestan Rauðkolls. Austan Fögruhlíðar bætist ein kvísl við. Mikið vatn bætist við undan Hrútfelli. Fúlakvísl fellur í kvíslum á eyrum við Þjófadali og þaðan í þröngu gljúfri meðfram vestanverðu Kjalhrauni. Við Þverbrekknamúla er það svo þröngt, að tiltölulega auðvelt er að stökkva yfir það. Þar heitir Hlaup. Við Hrefnubúðir kvíslast hún aftur á eyrum um Hvítárnes til Hvítárvatns.

Hvítárnesskáli

  • HAH00323
  • Corporate body
  • (1950)

Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð.
Skálinn er á tveimur hæðum og þar geta 30 manns sofið. Á neðri hæðinni er anddyri, lítið og þröngt eldhús og tvö herbergi með kojum. Á efri hæðinni er svefnloft með dýnum á gólfinu og lítið herbergi með dýnum.
Í eldhúsinu er rennandi vatn, gashellur og eldhúsáhöld. Salernishús er spölkorn frá skálanum en engar sturtur. Tjaldað er á grasbala við salernishúsið.
GPS staðsetning: N 64°37.007 – W 19°45.394

Næsti skáli: Þverbrekknamúli og Hagavatn

Hvítserkur

  • HAH00324
  • Corporate body
  • (1930)

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann stendur rétt í flæðarmálinu, austan við Vatnsnesið. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Kletturinn er 15 metra hár.

Litla-Fell á Skagaströnd

  • HAH00325
  • Corporate body
  • (1950)

Litla-Fell er byggt að 1/3 úr landi Spákonufells. Býlið er syðstí landi þess, norðan Hrafnár. Framundir 1975 var þar gamalt timburhús. Nýja íbúðarhúsið er 178 m3, gripahús úr timbri. Tún 3 ha.

Höskuldsstaðakirkja (1963) Vindhælishreppi

  • HAH00326
  • Corporate body
  • 31.3.1963 -

Höskuldsstaðakirkja er í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Höskuldsstaðir eru bær og kirkjustaður á Skagaströnd. Þar var prestssetur til 1964, þegar það var flutt til Skagastrandar og kaþólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og Pétri postula.

Kirkjan, sem nú stendur á Höskuldsstöðum, var vígð 31. mars 1963. Hún er úr steinsteypu og tekur 100 manns í sæti. Litað gler er í gluggum. Yfir sönglofti er herbergi. Trékross er efst á turninum. Skrúðhúsið er sunnan kórs. Kaleikur og patina eru frá 1804 og altaristaflan er eftir Þórarin B. Þorláksson. Klukkurnar tvær eru frá árunum 1733 og 1737.

Höskuldsstaðir Vindhælishreppi

  • HAH00327
  • Corporate body
  • (1950)

Öldum saman hefur bærinn staðið undir brattri brekku neðan Núpa. Jörðin er land mikil og er þar gott til ræktunar. Á höskuldsstöðum hefur verið kirkjustaður frá fornu fari og prestssetur til 1964. Íbúðarhús byggt 1973 428 m3, annað íbúðarhús byggt 1927. Fjós yfir 12 kýr, fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 976 m3 og votheysgeymsla 40 m3. Tún 24.6. ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá, einnig hrognkelsaveiði. Eigandi Ríkissjóður.

Höskuldsstaðir er bær, kirkjustaður og áður prestssetur á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu. Prestssetrið var flutt í kauptúnið á Skagaströnd árið 1964.
Á Höskuldsstöðum sátu ýmsir þekktir prestar fyrr á öldum. Einn hinna þekktustu var séra Einar Hafliðason, sagna- og annálaritari, sem var þar prestur 1334-1343. Síðar á 14. öld var Marteinn Þjóðólfsson prestur á Höskuldsstöðum (d. 1383). Legsteinn úr stuðlabergi, sem líklega hefur verið settur yfir hann, með rúnaáletruninni her : huilir : sira : marteinn : prestr er í kirkjugarðinum og er hann talinn annar elsti legsteinn sem varðveist hefur á landinu.

Árið 1722 varð prestur á Höskuldsstöðum Stefán Ólafsson, faðir Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns og ættföður Stephensenættar. Hann drukknaði í Laxá 17. apríl 1748.
Núverandi kirkja á Höskuldsstöðum var vígð 1963.

Björn Bjarnason bæjarfulltrúi í Reykjavík fæddist á Höskuldsstöðum.

Fitjárdrög

  • HAH00329
  • Corporate body
  • (1950)

Í Fitjárdrögum [FITJÁRDRÖG F. 65'00". 5621] er gangnamanna skáli Víðdælinga suðaustanvert við Arnarvatn. Fyrrum var stundum farin bein leið úr Vatnsdal til Kalmanstungu, þegar suður var farið. Innst í skálanum var pallur í mittishæð frá gólfi. Framan við hann var autt svæði, ætlað hestum og farangri. Skammt frá er Réttarvatn.

Þjófadalir

  • HAH00331
  • Corporate body
  • (1950)

Þjófadalir: N64 48.893 W19 42.516.
Þjófadalir 680 mys [, eru dalir og kvosir milli Langjökuls, Þjófadalafjalla og Hrútfells. Þaðan fellur Fúlakvísl til suðurs. Dalurinn, sem er kallaður Þjófadalur, er í hringlaga lægð milli Þjófafells (900m) og Rauðkolls. Þverfell lokar dalnum næstum að sunnan, en Þjófadalsá rennur hjá því um þröngt skarð. Vegurinn liggur um Þröskuld, sem er norðaustan Þjófadals.

Sæluhús FÍ frá 1939 fyrir 10-12 manns stendur við rætur Rauðkolls. Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hveravalla og Hvítárness um Þjófadali.

Frá Árbúðum á Kili að Hveravöllum á Kili.
Þetta er vestari reiðleiðin yfir Kjöl, um Þjófadali.

Eystri leiðin liggur um Svartárbotna og Kjalhraun. Bílvegurinn liggur svo enn austar. Lengst af fylgir leiðin Fúlukvísl. Í Hrefnubúðum eru birkileifar í 500 metra hæð. Í Þjófadölum er graslendi. Annars staðar er farið um þýft land og hraun. Þjófadalir eru huliðsheimar, þar sem talið er, að útilegumenn hafi búið. Rauðkollur gnæfir yfir dalnum. Gott skjól er í dalnum. Hann er í 700 metra hæð, en eigi að síður gróinn lyngi, víði og stör. Ekki má nota dalinn sem beitiland fyrir ferðahesta, heldur verða menn að fara þar viðstöðulaust í gegn. Sjá líka slóðina Hvinverjadalur.

Ísafjörður

  • HAH00332
  • Corporate body
  • (1950)

Ísafjörður er þéttbýlisstaður á Eyri við Skutulsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Hann er þjónustumiðstöð sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar og er stærsti byggðakjarninn innan þess. Íbúar voru 2.525 árið 2015.
Ísafjörður var einn þeirra 6 verslunarstaða á Íslandi sem fengu kaupstaðarréttindi árið 1786 (hinir voru Reykjavík, Akureyri, Eskifjörður, Grundarfjörður og Vestmannaeyjar) en missti þau árið 1816 til Grundarfjarðar (sem hafði verið sviptur þeim árið 1807). Bærinn endurheimti kaupstaðarréttindin árið 1866. Þá náði land kaupstaðarins yfir Eyrina og stóran hluta Eyrarhlíðar. Áður hafði það heyrt undir Eyrarhrepp. Kaupstaðurinn og hreppurinn sameinuðust aftur 3. október 1971, þá undir nafni Ísafjarðarkaupstaðar.
Árið 1994 bættist Snæfjallahreppur við sveitarfélagið og Sléttuhreppur árið eftir en hann hafði þá verið í eyði í meira en fjóra áratugi.
Hinn 1. júní 1996 sameinaðist Ísafjarðarkaupstaður 5 öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum: Flateyrarhreppi, Mosvallahreppi, Mýrahreppi, Suðureyrarhreppi og Þingeyrarhreppi, undir nafninu Ísafjarðarbær.

Nafnið Ísafjörður átti forðum við um allt Ísafjarðardjúpið en festist síðan við eyrina í Skutulsfirði sem var helsti verslunarstaðurinn á þessu svæði. Innst í Ísafjarðardjúpi er hins vegar fjörður sem ber nafnið Ísafjörður og veldur þetta gjarnan nokkrum heilabrotum hjá erlendu ferðafólki.
Eyri í Skutulsfirði - Ísafjörður - er forn verslunarstaður, höfuðstaður Vestfjarða og tilheyrir nú hinu sameinaða sveitarfélagi Ísafjarðarbæ. Þar hefur verið stunduð verslun öldum saman en strax á 16. öld komu kaupmenn frá Hamborg sér upp aðstöðu á eyrinni. Með tilkomu dönsku einokunarverslunarinnar var eyrin svo fest enn frekar í sessi sem miðstöð fiskveiða og verslunar.
Eftir að einokuninni var aflétt störfuðu mörg gróskumikil útgerðar- og verslunarfélög á Ísafirði. Þeirra þekktast er án efa Ásgeirsverslunsem var lang öflugasta einkafyrirtæki landsins á sínum tíma. Fyrirtækið var með umsvifamikla útgerð, keypti fyrstu gufuskip sem Íslendingar eignuðust, hélt uppi farþega- og vörusiglingum um Ísafjarðardjúp og sigldi með afurðir sínar beint frá Ísafirði til markaðslandanna við Miðjarðarhaf. Ásgeirsverslun stóð fyrir ýmsum öðrum nýjungum svo sem fyrsta talsíma á milli húsa á Íslandi.
Saltfiskur varð verðmætasta útflutningsafurð Íslendinga á 19. öld og vinnsla hans varð undistaða atvinnulífs á Ísafirði. Um aldamótin 1900 var Ísafjörður næst stærsti bær landsins og í fararbroddi í mörgu er sneri að útgerð og sjávarútvegi. Til Ísafjarðar má m.a. rekja upphaf vélvæðingar fiskiskipaflotans sem og upphaf rækjuveiða við Ísland.
Samhliða atvinnulífinu blómstraði einnig menningin í bænum. Tónlistin á sér þar ríka hefð og var Tónlistarskóli Ísafjarðar fyrsti tónlistarskóli landsins. Bókasafn var stofnað þegar árið 1889 og um tíma áttu Ísfirðingar eitt allra glæsilegasta leikhús landsins, Templarahúsið, sem brann árið 1930.
Ísafjörður hefur ótal margt að bjóða ferðafólki. Sjóminjasafnið í Neðstakaupstað, í húsum einokunarverslunarinnar frá 18. öld, þykir eitt af skemmtilegustu söfnum landsins en þar er einnig til húsa Harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar. Í Gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni er bókasafn, skjalasafn, ljósmyndasafn og metnaðarfullt listasafn. Ganga um gamla bæinn er líka á við bestu heimsókn á safn ekki síst ef hið ágæta húsakort er með í för.
Náttúran í kringum Ísafjörð er einstök og býður upp á fjölmargar frábærar gönguleiðir við allra hæfi og ekki er verra að líða um kyrran hafflötinn á kajak. Í Tungudal er golfvöllur og fyrir þá sem leggja leið sína til Ísafjarðar að vetri er rétt að benda á skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal. Sundhöllin á Ísafirði er gömul en vinaleg innilaug með heitum potti og gufubaði. Frá Ísafirði eru reglulegar áætlunarferðir báta yfir í Hornstrandafriðlandið, til eyjarinnar Vigur og víðar. Snæfjallaströnd tilheyrir einnig Ísafjarðarbæ en þar er rekin eina ferðaþjónustan við norðanvert Djúp, í Dalbæ og þar er Snjáfjallasetur með sögusýningar.
Á hverju ári fara fram metnaðarfullar menningarhátíðir á Ísafirði. Þar ber hæst klassísku tónlistarhátíðina Við Djúpið, leiklistarhátíðina Act Alone og sjálfa rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Unnendur íþrótta og útivistar fá líka sitt á Skíðavikunni, Fossavatnsgöngunni og Mýrarboltanum ásamt Hlaupahátíð á Vestfjörðum sem fram fer á Ísafirði, Bolungarvík og í Dýrafirði.

Íþróttahúsið á Blönduósi

  • HAH00333
  • Corporate body
  • 5.9.1992 -

"Með tilkomu þessa nýja íþróttahúss sem verður með löglega stærð keppnisvallar, verður algjör bylting í iðkun innanhússíþrótta því gólfflötur gamla salarins er 8x12 metrar. Keppnisfólk á Blönduósi hefur þurft að sækja æfingar að Húnavöllum og jafnvel til Sauðárkóks ef möguleikar hafa verið til þess og má því segja að með ólíkindum sé að lið ungmennafélagsins Hvatar skuli leika í 2. deild íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu.

Aðstaða Húnvetninga til iðkunar innanhússíþrótta breytist mjög til hins betra á haustdögum því auk hússins á Blönduósi verður einnig tekið í notkun nýtt íþróttahús að Laugarbakka í Miðfirði." Feykir GG

Sænautavatn

  • HAH00334
  • Corporate body
  • (1950)

Sænautavatn er með stærri vötnum á Jökuldalsheiði og er gott veiðivatn. Flatarmál þess er 2,3 km², mesta dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Vatnið liggur frá norðri til suðurs og bærinn Rangalón, sem fór í eyði 1924 er við norðurenda þess.

Bærinn Sænautasel, sem fór í eyði 1943, er við suðurenda vatnsins. Hann hefur verið endurbyggður sem safn. Frárennsli þess er Lónskvísl, sem fellur til Hofsár í Vopnafirði. Hringvegurinn nr. 1 lá við norðurenda þess og vel er akfært suður fyrir það. Allvænn fiskur er í vatninu, 2-7 punda bleikja, sem þykir sérlega bragðgóð. Netaveiði hefur ekki verið stunduð í vatninu um árabil.
Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði. Margir telja að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð.

Veiði er heimil allan sólarhringinn. veitt er frá 1. maí til 20. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Steinadalsheiði, Gilsfjörður, Drangavík

  • HAH00335
  • Corporate body
  • 874 -

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.
Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.

Jökulsárbrú á Fjöllum

  • HAH00336
  • Corporate body
  • 1957 -

Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum í Öxarfirði var byggð 1956-1957. Jökulsá á Fjöllum markar sýslumörk milli Norður- og Suður- Þingeyjarsýslu að vestan og markaði hún áður hreppamörk Öxarfjarðarhrepps og Kelduneshrepps sem nú tilheyra Norðurþingi, sameinuðu sveitarfélagi sem varð til árið 2005.

Kagaðarhóll á Ásum

  • HAH00338
  • Corporate body
  • (1350)

Bærinn stendur á hól snertispöl frá Kagaðarhólsberginu, sem rís nokkru hærra. Gamla túnið liggur vestan í hæðinni hallandi við Svínvetningabraut. Land jarðarinnarnær austan frá Blöndu vestur að Fremri-Laxá. Sunnan bær það ó Hólsdal og um Hafratjörn í Fremri-Laxá, en norðan beint í Blöndu um Flathamar í Laxárvatn. Merking nafnsins mun vera útsýnishóll / sjónarhóll.

Íbúðarhús byggt 1952, 555 m3. Fjós byggt 1974 yfir 36 kýr og 20 geldneyti með mjaltabás og mjólkurhúsi, áburðarkjallara og geymslu, fjárhús byggð 1955 yfir 225 fjár. Hesthús fyrir 10 hross, hlöður 1500 m3. Votheysturn 40 m3, búvélaskemma 44 m3. Tún 34,1 ham veiðiréttur í í Fremri-Laxá og Laxárvatni.

Kaldrani á Skaga

  • HAH00339
  • Corporate body
  • (1850) - 1938

Kaldrani fór í eyði 1938.

Kambakot

  • HAH00340
  • Corporate body
  • (1950)

Kambakotsbærinn stendur í lægð milli Hafursstaðakjöls og Kamba. Hann er í hvarfi frá þjóðvegi að mestu. Þröngt er um ræktanlegt land. Sumarhagar eru góðir á Brunnársal, sem er austur frá bænum. 2 eyðijarðir Kjalarland og Kirkjubær eru nytjaðar með Kambakoti.
Íbúðarhús byggt 1952 434 m3. Fjós yfir 14 kýr, fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 894 m3. geymsla 144 m3. Tún 16,2 ha.

Kattarauga í Vatnsdal

  • HAH00341
  • Corporate body
  • (1950)

Kattarauga var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Tjörnin Kattarauga er alldjúpur pyttur sem í eru tveir fljótandi hólmar sem reka undan vindi. Mikið og stöðugt rennsli er í gegnum tjörnina. Í botni tjarnarinnar er lindarauga sem glittir á þegar logn er og bjartur dagur. Af lindarauganu dregur tjörnin nafn sitt. Gróður á svæðinu er dæmigerður íslenskur mýrargróður.
Stærð náttúruvættisins er 0,01 ha.

Kálfafellskirkja í Fljótshverfi á Síðu

  • HAH00343
  • Corporate body
  • 1898 -

Kálfafellskirkja er í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1897-1898 og vígð 13. nóvember. Kirkjan er byggð úr járnklæddu timbri og rúmar 120 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1959-1960, turn smíðaður og hún lengd. Jón og Gréta Björnsson máluðu kirkjuna, sem var endurvígð 21. júlí 1960.

Kirkjan á Kálfafelli stóð ofar í túninu til 1898. Þar ger gamall kirkjugarður. Altaristaflan í kirkjunni er frá 1683. Gömul skírnarskál, sem var seld úr kirkjunni 1895 fyrir 30 krónur, er í Þjóðminjasafni. Þar er líka mjög fágætur prósessíukross úr katólskum sið úr kirkjunni. Prestssetur var í Kálfafelli til 1880, þegar sóknin var lögð til Kirkjubæjarklausturs. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Nikulási.

Kálfshamarsviti

  • HAH00344
  • Corporate body
  • 1940 -

Árið 1913 var fyrst reistur viti á Kálfshamarsnesi. Það var áttstrent norsksmíðað ljóshús úr steypujárni sem nú er á Straumnesvita í Sléttuhlíð.

Núverandi Kálfshamarsviti var byggður árið 1940 en ekki tekinn í notkun fyrr en árið 1942 þar sem ekki tókst að afla ljóstækja í hann fyrr. Ljóstækin voru keypt frá Englandi og einnig ljóshúsið. Gasljós var í vitanum fram til ársins 1973 að hann var rafvæddur, magnað með 500 mm linsu.

Kálfshamarsviti er meðal vitaturnanna sem byggðir voru í fúnkisstíl eftir 1939 samkvæmt teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings sem sótti fyrirmyndir til vita sem Guðjón Samúelsson húsameistari hannaði og til stóð að reisa í Þormóðsskeri á Faxaflóa en aldrei var byggður. Vitinn er 16,3 m að hæð, ferhyrndur steinsteyptur turn sem lagður er innfelldum lóðréttum böndum. Greinileg litaskipti vitans voru kölluð fram með svartri hrafntinnuhúð á böndin sem kölluðust á við ljósa kvarshúðaða veggfleti. Nú hefur vitinn verið kústaður með svörtu þéttiefni á dökku flötunum en hvítri sementsblöndu á þá ljósu.

Kálfshamarsvík / Kálfshamarsnes

  • HAH00345
  • Corporate body
  • (1950)

Kálfshamars er fyrst getið í Sigurðarregistri frá 1525, þar talin með óbyggðum jörðum í eigu Þingeyrarklausturs. Í reikningum frá 1552 er jörðin í byggð og enn í eigu Þingeyrarklausturs.

Kálfshamarsvík er lítil vík norðarlega á vestanverðum Skaga. Þar var áður lítið þorp og nokkur útgerð en víkin er nú í eyði.
Fyrsta húsið í Kálfshamarsvík var reist rétt eftir aldamótin 1900. Á fyrstu áratugum 20. aldar og fram undir 1940 var mikil útgerð í Kálfshamarsvík og um 1930 var 151 maður heimilsfastur þar. Í þorpinu var samkomuhús og skóli og einhverjar smáverslanir. Fiskleysi og þjóðfélagsbreytingar á stríðsárunum urðu til þess að fólki fækkaði og síðustu íbúarnir fluttu burt veturinn 1947-1948. Fluttist útgerðin og fólkið aðallega til Skagastrandar.
Á Kálfshamarsnesi er viti sem upphaflega var reistur 1913 en endurbyggður 1939. Stuðlaberg setur svip sinn á umhverfið í Kálfshamarsvík.
Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.

Samkomu og skólahús í Kálfshamarsvík

  • HAH00346
  • Corporate body
  • um 1905

Barnaskólahúsið, sem var fremur lítið timburhús, ein hæð með lágu risi. Hús þetta var stutt austan við Hátún og stendur enn, þegar þetta er ritað. Málfundafélag, sem um skeið starfaði í þorpinu, reisti þetta hús um 1905 ásamt fleirum og gegndi það bæði hlutverki samkomuhúss og skólahúss.

Kálfshamarsvík/Kálfshamarsnes. Óvíst er um aldur elstu byggðar á Kálfshamarsnesi en þar voru fornar tóftir þegar Ólafur Olavius var á ferð undir lok 18. aldar, og hugmyndir um að þar væru verslunarhús sem Írar eða Hamborgarmenn hefðu rekið. Undir lok 19. aldar voru sett niður nokkur hús á nesinu og fljótlega upp úr aldamótunum tók að myndast þar töluverð byggð og var orðið að litlu sjávarþorpi með um 100 íbúa á milli 1920 og 1930 eins og fram hefur komið. Þegar mest var umleikis voru tvær bryggjur í víkinni og íshús. Viti var á nesinu ásamt 15-20 kotum og barnaskóla. Byggðin lagðist svo af uppúr 1940 og voru mörg húsanna rifin og flutt, sum á Skagaströnd en önnur að Blönduósi. Töluverð ummerki eru um þessa gömlu byggð, tóftir torfbygginga ásamt grjóthlöðunum og steyptum húsgrunnum og sökklum. Þessar minjar hafa allar verið merktar með nafni og ártali fyrir upphaf og enda byggðar. Engin uppistandandi hús eru nú í nesinu önnur en Vitinn og hreinlætisaðstaða fyrir ferðafólk en ein skemma stendur við víkina skammt frá gamla íshúsinu.

Kelduland á Skaga

  • HAH00347
  • Corporate body
  • (1930)

Á Keldulandi er gralendi mikið og gott. Bærinn stendur skammt frá þjóðvegi móts við Bakka, áður stóð hann nær fjallinu. Íbúðarhú byggt 1972, 183 m3. Fjós byggt 1971 járnklætt yfir 5 gripi. Fjárhús byggt 1971 yfir 120 fjár. Hlaða byggð 1974 úr járni og timbri 221 m3. Geymsla byggð 1974 247 m3.
Tún 8,2 ha.

Keldunúpur á Síðu

  • HAH00348
  • Corporate body
  • 1860 -

Fyrir austan Breiðabólstað er Keldunúpur. Eru þar háir hamrar í brúnum. Þar stendur bærinn Keldunúpur vestanhalt við núpshornið. Keldunúpur var áður Kristfjárjörð ,,gefin af Bjarnhéðni og Ögmundi", en óvíst hvenær. Sú kvöð fylgdi búinu, að þar skyldi ávalt vera „kvengildur ómagi, sem kann að fara i föt sín og úr". Er þetta samkvæmt afriti frá 1652 af Kirkjubæjarskjölum. Í Vilkinsmáldaga segir enn fremur: „Þar skal gefa málsverð jóladag, páskadag, Hvítdrottinsdag og nyt fjár þess skal gefa að morgunmáli Pjeturs messu og lamb úr stekk og gefa um haustið ef aftur kemur."

Vestast í Keldunúpi eða rjett vestan við hann, er einstakur klettur, sem Steðji heitir. Ber hann nafn með rentu, því að hann er tilsýndar eins og gríðar mikill steðji, mjög við hæfi vætta þeirra, sem hjer búa. Framan í núpnum, hátt uppi i sljettu bjarginu, er hellir með viðum munna. Er hátt upp í hann og ilt að komast þangað. Í þessum helli er sagt að Gunnar Keldugnúpsfífl hafi haft bækistöð sina. Sagði sagan, að inst í hellinum væri djúp tjörn og í hana hefði Gunnar kastað gullkistum. — Hellirinn er nefndur Gunnarshellir. Það freistaði ungra manna að reyna uppgöngu í hellirinn, að gullið var þar. — En þeir fyrstu, sem þangað komu, gripu í tómt. Þar var hvorki tjörn nje gull að finna. Þegar Árni Gíslason var sýslumaður í Skaftafellssýslu, kleif Þórarinn sonur hans i hellinn, og þótti það frækilega gert. Hann fann þar ekkert heldur. En í vor rjeðust menn þar til uppgöngu og komust í hellinn. Sáu þeir þá að í bergið var markað stórt krossmark. Um uppruna þess og tilgang veit enginn neitt, því að enginn vissi að það er til. En það er svo stórt, að glögt má sjá það af veginum fyrir neðan núpinn.
Vegurinn liggur nú austur fyrir Keldunúp og opnast þar annar dalur, Hörgsdalur. Inni í honum stendur samnefndur bær i grænum hvammi undir háum brúnum. Þarna var einn af fjórum holdsveikraspítölum landsins á sinni tíð, stofnaður árið 1652. En sennilega hefur verið minna um holdsveiki á þessum slóðum en annars staðar, því að árið 1756 voru aðeins 2 sjúklingar í spítalanum. Þegar spítalinn lagðist niður átti afgjald jarðarinnar að samsvara haldi eins kvengilds ómaga. — Utan við bæinn gengur fram hár múli og undir honum stendur bærinn Múlakot. Þar eru háir klettar í hlíðarbrúnum austur með og heitir Háaheiði þar fyrir ofan.

Kerlingarfjöll

  • HAH00350
  • Corporate body
  • (1950)

Kerlingarfjöll er fjallgarður á hálendi Íslands nálægt Kili. Jarðvegur er sums staðar rauður á svæðinu vegna eldvirkni þar. Jarðefni úr hverum á svæðinu eru gul, rauð og græn. Vinsælt skíðasvæði var í Kerlingarfjöllum en það var aflagt árið 2000. Aðstaða er fyrir ferðamenn í Kerlingarfjöllum. Þekktir tindar þar eru Loðmundur, Snækollur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur. Snækollur er þeirra hæstur eða 1477 metrar. Fjöllin eru nefnd eftir dranga við Kerlingartind, Kerlingu.

Tjaldsvæðið er á eyrum meðfram Ásgarðsá.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs uþb 1 km innan við tjaldstæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum.

Barnaskólinn á Skagaströnd

  • HAH00351
  • Corporate body
  • (1920)

Saga skólahalds á Skagaströnd nær allt aftur á síðustu öld. Þá var farkennsla við lýði og svo var einnig fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar. Kennslan var þá allt frá 2-3 vikum og upp í 2-3 mánuði á ári. Kennslustaðirnir voru margir allt til ársins 1922 að keypt var sérstakt húsnæði undir skólann í kauptúninu. Var það hús úr steinsteypu, byggt árið 1912 sem verslunarhús og stóð á Hólanesi við sjóinn. Þar var kennt til ársins 1958. Kennslustofur voru tvær.

Árið 1939 varð kauptúnið að sjálfstæðu sveitarfélagi og það sama haust var komið á fót ,,fastaskóla”. Fyrsta skólaárið, 1939-1940, var kennt frá 17. október til 10. maí, alls 135 daga. Nemendur voru þá samtals 46 í 2 bekkjardeildum. Einn kennari starfaði við skólann, Páll Jónsson, og var hann jafnframt skólastjóri. Eftir því sem fólki fjölgaði í kauptúninu óx nemendafjöldinn smátt og smátt, fleiri deildir komu til og kennurum fjölgaði. Kennt var 6 daga vikunnar og var það gert allt til ársins 1973. Skólinn var tvísetinn og þrengsli mikil, sérstaklega eftir að unglingadeild var bætt við árið 1948. Því var brugðið á það ráð að byggja nýtt skólahús og var það tekið í notkun 2. nóvember 1958. Þá voru 117 nemendur í 7 bekkjardeildum. Hins vegar voru kennslustofur aðeins 4 og því skólinn áfram tvísetinn.

Nemendum hélt áfram að fjölga fram yfir 1960 og náði hámarki, um 150, skólaárið 1963-1964. Vegna slæms árferðis á sjötta og sjöunda áratugnum fækkaði aftur í kauptúninu og þar með nemendum sem urðu fæstir, rúmlega 100, skólaárið 1971-1972. Þá fór þeim aftur að fjölga, með betri tíð og blómum í haga, og voru nemendur að meðaltali um 140 á níunda áratugnum. Síðan hefur leiðin legið aftur niður á við og skólaárið 2011-2012 voru nemendur alls 100.

Árið 1982 var tekin í notkun ný viðbygging við skólann og batnaði þá hagur hans töluvert er ýmsar sérgreinastofur og bókasafn bættust við. Nýtt íþróttahús var svo tekið í notkun 14. mars 1998. Í því eru einnig þrjár kennslustofur og þá var loksins hægt að einsetja skólann að fullu en það var gert þá um haustið.

Fjöldi kennara var nokkuð jafn fram yfir 1970, eða um 4-6. Með lengingu skólans, fleiri vikustundum og minni kennsluskyldu hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan og nú eru 13 stöðugildi í kennslu við skólann. Af kennurum starfaði Elínborg Jónsdóttir lengst, fyrst sem fastur kennari frá 1945-1985 og síðan sem bókavörður og stundakennari í tíu ár í viðbót, alls hálfa öld. Þá hefur Ólafur Bernódusson kennt við skólann frá árinu 1972, að undanskildu einu orlofsári og einu ári þegar hann ætlaði sér að hætta að kenna. Ólafur hefur því starfað við skólann í 43 ár.

Páll Jónsson var skólastjóri frá 1939-1966, þá tók sonur hans, Jón Pálsson, við stjórninni og var til ársins 1986, að undanskildu einu ári, 1973-1974, er Jóhanna Kristjánsdóttir gegndi skólastjórn í námsorlofi Jóns. Árið 1986 tók Páll Leó Jónsson við og var í fimm ár, eða til 1991 en þá tók Ingibergur Guðmundsson, við stjórnartaumunum. Veturinn 2002 – 2003 gegndi Stella Kristjánsdóttir stöðu skólastjóra vegna námsleyfis Ingibergs. Haustið 2005 tók Hildur Ingólfsdóttir við skólastjórn úr höndum Ingibergs er hann lét af störfum við skólann. Hildur var í námsleyfi frá árinu 2013 og í hennar fjarveru stýrði Vera Valgarðsdóttir skólanum. Hildur lét svo formlega af störfum við skólann vorið 2016 og hefur Vera verið skólastjóri.

Í upphafi var nafn skólans: Barnaskólinn í Höfðakaupstað, síðar Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað en svo var ákveðið að gefa skólanum sérstakt nafn og hlaut hann þá nafnið Höfðaskóli.

Við skólann starfaði til fjölda ára Elínborg Jónsdóttir. Hún byrjaði að kenna við skólann árið 1945 og hætti árið 1985. Hún hætti þó ekki að starfa við skólann, heldur tók að sér stundakennslu og umsjón bókasafns, til ársins 1995, þá 74 ára gömul. Elínborg lést þann 7. janúar 2007

Grettishellir í Kjalhrauni

  • HAH00352
  • Corporate body
  • (1950)

Kjalvegirnir voru tveir, annar lá um miðjan Kjöl og yfir Kjalhraun, en hinn um Þjófadali og suður með Fúlukvísl. Um síðustu aldamót var vegurinn yfir Mið-Kjöl leitaður uppi og varðaður fyrir atbeina danska höfuðsmannsíns Daniels Bruun. Hann varð þó aldrei fjölfarinn. Vestari leiðin var vörðuð sumarið 1920.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.
Förum frá hestarétt hjá Múla við Fúlukvísl í norðausturátt, austur fyrir Kjalfell, þaðan sem leiðin er vörðuð. Síðan með fellinu að austanverðu og áfram norður um Beinhól og Grettishelli og vestan við Rjúpnafell. Á veg 35 sunnan við Þúfunefsfell, með honum vestur að Hveravöllum.

Kleppsspítali

  • HAH00354
  • Corporate body
  • 1907 -

Kleppur eða Kleppsspítali, er geðspítali sem tilheyrir geðsviði Landspítalans. Kleppur er einnig örnefni í Reykjavík

Fyrstu lög um Kleppsspítala voru nr. 33/1905, samþykkt af konungi þann 20. október 1905 (frumvarp um stofnun Kleppsspítala var þó innlent fyrirbæri) og var spítalinn opnaður árið 1907. Kleppsspítali var fyrsta sjúkrastofnunin sem var reist og rekin alfarið af landsjóði. Markmið stofnunarinnar var að létta miklum vanda af heimilum geðsjúkra og búa geðsjúkum mannsæmandi aðbúnað og gæslu, frekar en að stunda eiginlegar lækningar. Upprunalega var pláss fyrir 50 sjúklinga, og þurftu aðstandendur að borga með sjúklingum, ýmist 50 aura eða 1 krónu á dag, eftir aðstæðum. Yfirstjórn spítalans samanstóð af landlækni og aðila sem stjórnarráðið skipað

Sem fyrr segir var vandi geðsjúkra og aðstandaenda þeirra mikill á þeim tíma er Kleppsspítali var stofnaður. Einnig var farið illa með geðsjúka og lífsskilyrði þeirra voru engan veginn á við þau sem heilbrigðir höfðu. Árið 1901 var gerð úttekt á hversu margir væru geðsjúkir í landinu (samkvæmt þess tíma skilgreiningu) og reyndust þeir 133, þar af 124 sem voru á sveit. Árið 1880 reyndust geðsjúkir vera 81, var því um mikla fjölgun að ræða á þessum rúmu tveimur áratugum.
Spítalinn breytti miklu, þó að hann gæti ekki tekið alla inn sem þurftu, og lét Guðmundur Björnsson þau orð falla á Alþingi um þremur mánuðum eftir opnun spítalans, að sjúkrahúsið hefði „getið sjer þann orðstír, að það sje einhver gagnlegasta stofnun þessa lands“.
Starfsemin í dag er gerbreytt með breyttum áherslum og tilkomu nýrra og betri meðferðarúrræða. Í dag eru reknar nokkrar deildir á Kleppsspítala, starfsemi þeirra felst aðallega í endurhæfingu og að veita fólki margvíslega meðferð, sem er haldið geðröskunum eða talið vera að veikjast af þeim -- til dæmis geðklofa, geðhvarfasýki, þunglyndi, fíkn eða persónuleikaröskun. Á Kleppsspítala eru nú göngudeild, þrjár endurhæfingargeðdeildir, öryggisgeðdeild og réttargeðdeild.

Klettur í Kálfshamarsvík

  • HAH00355
  • Corporate body
  • 1924 -

Klettur í Kálfshamarsvík. Um 22m norður af rústum Iðavalla eru tóftir býlisins Kletts. Í örnefnaskrá segir: „Á nesinu sjálfu voru mörg tómthúsbýli, m.a. Klöpp og Klettur.“ (ÖJB, 4). Lýsing Tóftin er margskipt, 5-7 hús eða herbergi. Húsið hefur staðið upp á svolitlum hól en aflíðandi brekku vestan við húsið eru leifar mannvirkis sem virðist geta verið eldra (nr. 109). Hugsanlega lítil rétt. Húsið uppá hólnum tekur yfir svæði sem er um 14x14m en mannvirkið í brekkunni vestan við um 15x9 (A-V). Svo virðist sem gengið hafi verið inní húsið að vestanverðu og þar verið göng og innangengt úr þeim í tvenn hús til og eitt til norðurs (1,8x3,5m N-S) og hugsanlegt afherbergi er fyrir enda gangsins að vestan og annar inngangur. Norðan við austurinnganginn er annað hús með sér inngangi um litla forstofu að austan. Veggir hússins eru á bilinu 50-170sm háir. Aðrar upplýsingar Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klettur var byggður 1924 af Sigurði Ferdinantssyni. Síðast bjó hér Þorsteinn Þorsteinsson póstur 1951.“ Býlið telst því ekki til fornleifa hvað aldur snertir en er skráð hér og gefið númer þar sem um byggingu úr torfi og grjóti er að ræða.

Kollafjarðarnes á Ströndum

  • HAH00356
  • Corporate body
  • (1950)

Kollafjörður er stuttur fjörður á Ströndum. Bændur þar lifa á sauðfjárrækt. Grunnskóli var rekinn á Broddanesi frá 1978 fram til ársins 2004, en hætti þá um haustið og skólabörnum er nú ekið til Hólmavíkur. Skólabyggingin er nú notuð í ferðaþjónustu, en þar er farfuglaheimili. Hún er teiknuð af dr. Magga Jónssyni arkitekt.
Næsti fjörður norðan við Kollafjörð er Steingrímsfjörður og næsti fjörður sunnan við er Bitrufjörður. Úr botni Kollafjarðar liggur vegur nr. 69 yfir í Gilsfjörð um Steinadalsheiði.
Utarlega í Kollafirði norðanverðum standa tveir steindrangar í fjöruborðinu, í Drangavík. Sagan segir að þeir séu tröll sem dagaði þar uppi eftir að hafa gert tilraun til að skilja Vestfirði frá meginlandinu. Kjálkann ætluðu þau að hafa fyrir tröllaríki. Stærri drangurinn er kerlingin og sá minni er karlinn. Þriðja tröllið sem tók þátt í þessari vinnu er drangurinn sem Drangsnes er kennt við.
Á Kollafjarðarnesi er kirkja, byggð úr steinsteypu árið 1909. Það er elsta steinsteypta hús á Ströndum. Kollafjarðarnes er nú í eyði. Á sveitabænum Felli var um tíma rekin sumardvöl fyrir fatlaða einstaklinga.
Erfið siglingaleið er inn á fjörðinn vegna skerja. Þjóðsagan segir að kerlingin Hnyðja hafi lagt á fjörðinn að þar myndi aldrei drukkna maður og heldur aldrei fást þar bein úr sjó, eftir að synir hennar tveir drukknuðu í fiskiróðri.

Kerlingin í Drangavík

  • HAH00356b
  • Corporate body
  • 874 -

Steinadalsheiði er heiði á milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar á Ströndum, milli bæjanna Gilsfjarðarbrekku og Steinadals. Við Heiðarvatn á miðri heiðinni eru mót þriggja sýslna - Strandasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.
Sumarvegur liggur um Steinadalsheiði, sem hefur nú vegnúmerið 690 (var númer 69 fram til 1994). Á árunum 1933-48 var sá vegur aðalleiðin milli Hólmavíkur og annarra landshluta. Akvegurinn norður Strandir leysti hann af hólmi þegar hann var tekinn í notkun árið 1948.
Kollafjarðarnes.
Kerlingin í Drangavík.

Kotstrandarkirkja í Ölfusi

  • HAH00357
  • Corporate body
  • 14.11.1909 -

Kotstrandarkirkja er kirkja að Kotströnd í Ölfusi. Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin.
Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður. Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Krákur á Sandi

  • HAH00358
  • Corporate body
  • (1950)

Krákur á Sandi (1167m; móberg), rétt sunnan Stórasands, er stór og fagur. Af honum er mikið útsýni á góðum degi, enda sést hann víða að. Krákshali með gígaröð gengur til norðurs frá honum. Þaðan er Krákshraun, fornt helluhraun, líklegast runnið.

Stórisandur er hæðótt og lítt gróið svæði í 700-800 m hæð yfir sjó norðan Langjökuls í Vestur-Húnavatnssýslu. Nánar tiltekið er hann milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær, enda liggur hinn forni Skagfirðingavegur um þau. Fjallvegafélagið lét ryðja þar braut og varða á árunum 1831-34. Grettishæð er áberandi strýta á Sandinum. Hún er e.t.v. Grettisþúfa, sem kunn er úr Grettissögu, þar sem Þorbjörn öngull er sagður hafa grafið höfuð Grettis. Einnig er til sögn um að Grettir hafi barizt þar við óvini sína.

Víða eru uppsprettur meðfram Stórasandi og vatnið fellu til norðurs til Vatnsdals- og Víðidalsár og einngi til suðurs í Fljótsdrög (Norðlingafljót). Krákur (1167m), norðan Langjökuls, er mesta fjallið við Stórasand.
Skagfirðingar stunduðu skreiðarferðir um Sand til 1890. Þeir litu til Mælifellshnjúks til að átta sig á færðinni um Sandinn. Þar má sjá stóra fönn, sem líkist hesti í lögun. Þegar hún var gengin í sundur um bógana var Sandurinn orðinn fær.

Árbær Blönduósi (1906)

  • HAH00359
  • Corporate body
  • 1906 -

Bæinn byggði Pétur Tímóteus Tómasson 1906 fyrir Guðbjörgu (einsýnu) Árnadóttur sem bjó þar uns hún flutti til Fanneyjar dóttur sinnar í Holti í Svínadal. Þá flytur þangað Valdemar Jóhannsson sem keypti bæinn 18.3.1915 (afsal gefið út 13. maí). Valdemar bjó í bænum 1915-1916, en leigir árið eftir Einari Stefánssyni bæinn. Jón Tómasson flytur þangað 1917 og hefur eignast hann um það leyti, því hann veðsetur bæinn 1.11.1920. Hann selur svo Tómasi syni sýnum bæinn 14.5.1924. Tómas selur svo refa Birni E Jónssyni bæinn 1.7.1937. Björn var bróðir Páls í Baldursheimi, var áður bóndi Hamri, en starfaði á Blönduósi við hirðingu á refum. Björn seldi síðan Þórarni Þorleifssyni bæinn 4.9.1941. Lýsing á bænum frá 1910; Torfhús með 1 hálfþili og einu heilþili.

Krókssel á Skaga

  • HAH00360
  • Corporate body
  • (1920)

Bærinn stendur við Heylæk skammt sunnan Fossár, en drjúgan spöl frá sjó, Þar er beitarland nærtækt og dágott.
Íbúðarhús byggt 1941 úr blönduðu efni 187 m3. Hlaða byggð 1948 úr asbesti 100 m3. Fjós byggt 1964 yfir 6 gripi úr asbesti. Fjárhús byggt 1950 úr asbesti fyrir 250 fjár. Votheysgeymsla byggð 1952 32 m3. Geymsla byggð 1958 úr asbesti 160 m3. Hlaða með súgþurrkun járnklædd 200 m3. Tún 16,6 ha.

Lagarfljót - Lögurinn

  • HAH00361
  • Corporate body
  • (1950)

Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Frá upptökum þess undan Eyjabakkajökli og niður í Fljótsdal nefnist fljótið Jökulsá í Fljótsdal en þar tekur við stöðuvatn sem stundum er nefnt Lögurinn. Vatnið er 35 km langt, þekur 53 km², og er dýpi þess allt að 112 metrar. Vatnið telst þriðja stærsta og sjötta dýpsta stöðuvatn Íslands. Ósar Lagarfljóts eru við Héraðsflóa og hefur fljótið þar fallið um 140 km langa leið frá upptökum sínum. Lagarfljót er sjötta lengsta á Íslands. Helstu þverár Lagarfljóts eru Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Samkvæmt þjóðsögum lifir vatnaskrímslið Lagarfljótsormurinn í fljótinu.
Við Lagarfljót standa meðal annars Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar. Hringvegurinn liggur yfir Lagarfljót við Egilsstaði um 301 metra langa brú. Var þessi brú sú lengsta á Íslandi frá því hún var byggð[1] árið 1958 og fram til ársins 1973.
Fljótið er stíflað á tveimur stöðum til raforkuframleiðslu. Fyrst neðan Eyjabakkafoss með 38 metra hárri stíflu sem nefnist Ufsarstífla og er hluti Kárahnjúkavirkjunar og einnig neðar við Lagarfossvirkjun. Með Kárahnjúkavirkjun var rennsli Jökulsár á Brú einnig að mestu veitt yfir í Jökulsá í Fljótsdal sem hefur haft mikil áhrif á rennsli, grugg og hitastig í Lagarfljóti.

Árni Böðvarsson, íslenskufræðingur, skrifaði í handbók sinni, Íslenskt málfar, um heitið Löginn, sem sumir nota yfir Lagarfljót. Í bókinni telur hann styttingu þessa vera verk aðkomufólks og einkum hafða um þann hluta þess sem mest líkist stöðuvatni. Hann vitnar þar í bréf Jóns Þórarinssonar tónskálds sem hann skrifar 23. júní 1987. Jón bætti við í bréfinu:
Þessi nafngift er alveg úr lausu lofti gripin og á sér að ég ætla enga stoð í rituðu máli fornu né í málvenju heimamanna.

Landmannalaugar

  • HAH00362
  • Corporate body
  • (1950)

Landmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi. Mikill jarðhiti er í Landmannalaugum og vinsæl náttúruböð. Jarðhitinn tengist einu mesta háhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðinu. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg, þar er mikið um líparít og líparíthraun, hrafntinnu o. fl. Vinsæl gönguleið Laugavegurinn liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vanalegt er að ganga þá leið á fjórum dögum en stundum er bætt við ferð allt til Skóga yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Úfið hraun í Landmannalaugum
Ferðafélag Íslands rekur skála í Landmannalaugum og þar er skálavörður að sumri. Ferðafélagið reisti fyrst sæluhús í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni til frá 1969. Það stendur í um 600 metra hæð við jaðar Laugahrauns og þar nálægt eru heitar uppsprettur sem vinsælar eru til baða.
Skálar eru á þessum stöðum leiðinni milli Landmannalauga og Skóga:
Álftavatn
Botnar í Emstrum
Fimmvörðuháls
Hrafntinnusker
Hvanngil
Þórsmörk

Landsendahvammur

  • HAH00363
  • Corporate body
  • (1950)

Blöndugil
Best er að ganga gilið frá suðri til norðurs. Farið er að gilinu við haug þann er Þramarhaugur er nefndur. Fyrst er komið að Landsenda og Landsendahvammi, en þar eru tölverðar leifar af birkiskógi. Síðan er gengið með Gilinu til norðurs.

Langidalur

  • HAH00364
  • Corporate body
  • (1950)

Langidalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og liggur frá Refasveit við Blönduós til suðausturs inn að mótum Blöndudals og Svartárdals. Raunar er það aðeins austurhluti dalsins, austan við Blöndu, sem kallast Langidalur, nafnið er ekki notað um svæðið vestan árinnar, að minnsta kosti ekki af heimamönnum.
Meðfram dalnum endilöngum er Langadalsfjall, um 25 km á lengd og 700-800 m hátt víðast hvar, en í það eru þrjú djúp skörð yfir í Laxárdal fremri, eyðidal austan fjallsins. Langidalur er grösugur og búsældarlegur og þar er fjöldi bæja. Kirkja sveitarinnar er á landnámsjörðinni Holtastöðum en af öðrum höfuðbólum má nefna Geitaskarð og Móberg.

Bænhús Gunnsteinsstöðum

  • HAH00365
  • Corporate body
  • (1750)

Bænhús hefur verið á Gunnsteinsstöðum, og sér enn glögg merki fyrir kirkjugarðinum, en ekki vita menn, sem ég hef til náð, upp á víst, hvenær það hefur aflagst, eða hvaðmargir bæir hafa átt þangað sókn.
Bænhúsið, sagt elsta hús landsins 1929.
Á Gunnsteinsstöðum var kirkja helguð með Guði hinum heilaga Ólafi konungi. — 1471 var prestur þar. Þar var kirkja fram á 18. öld. — Við úttekt á Gunnsteinsstöðum 2. júní 1733, er kirkjan talin fyrst húsa, en orðin hrörleg.

Laugar í Reykjadal

  • HAH00367
  • Corporate body
  • (1950)

Laugar í Reykjadal er þéttbýliskjarni í Þingeyjarsveit á Norðurlandi eystra. Þar er stjórnsýsla Þingeyjarsveitar og þar er aðalútibú Sparisjóður Suður-Þingeyinga. Á Laugum starfar fiskvinnslufyrirtækið Laugafiskur og hefur lengi verið rekin verslun. Íbúar voru 128 árið 2015.

Á Laugum starfa 4 skólar, leikskólinn Krílabær, Litlulaugaskóli sem er grunnskóli, Framhaldsskólinn á Laugum og Tónlistarskólinn á Laugum.

Á Laugum er glæsileg 25 m laug með tveimur rúmgóðum heitum pottum og vaðlaug. Sundlaugin er í sama húsnæði og íþróttahöllin.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Laxá í Refasveit (Ytri Laxá)

  • HAH00368
  • Corporate body
  • 874 -

Á skaganum milli Skagafjarðar og Húnaflóa eru 3 ár, er allar heita Laxá: Laxá í Laxárdal ytri, Laxá í Nesjum og Laxá í Laxárdal fremri [Ytri-Laxá / Laxá í Refasveit]. Þær eru allar smáar, einkum Laxá í Nesjum.
Laxá á Refasveit á upptök sín í Kattaraugum sem er uppspretta á milli Refsstaða og Litla-Vatnsskarðs á Laxárdal fram. Hún rennur þaðan eftir endilöngum Laxárdal, fyrir mynni Norðurárdals, og á mörkum Refasveitar og Skagastrandar til sjávar milli Höskuldsstaða og Neðri-Lækjardals í Ósvík og hefur um tíma verið samósa Blöndu í upphafi áður en en vatnið sprengdi haftið við Breiðavað og myndaði nýjan farveg. Þá hefur árfarvegurinn legið um vötnin og í Ósvík og sjást þar merki ósa hennar þegar miklu gili sleppir. Hylir í ánni niður við ósa eru; Kistan og Hjónahylur / Bríkarhylur
“Sýsluvegur Engihlíðarlirepps liggur frá brúnni á Blöndu út Refasveitina, hjá Grund, Blöndubakka, Bakkakoti, fyrir vestan Svangrund, út hjá Sölvabakka, fyrir utan Langavatn, út hjá Neðri-Lækjardal og að brúnni á Ytri-Laxá.” [1913].
Brú á Ytri Laxá við Skrapatungu var byggð 1955.

Laxárbrúin á Refasveit

  • HAH00368
  • Corporate body
  • 1928 -

Laxárbrú.
Endurbyggingu hennar var lokið 1974.
Elsta brúin á Laxá, var á hlaupinu fyrir ofan gljúfrin í Laxá. Miðbrúin var ofar fyrir sunnan Syðra-Hól, var byggð 1928 og var 24 m löng, en hæð frá brúargólfi niður á botn 16 metrar. Kostaði hún 13 þúsund og 200 kr. Var mynd af henni í hinu svonefnda riti ríkisstjórnarinnar, „Verkin tala". Erfitt hefur oft verið beggja vegna við þessa brú. Hliðarhalli að sunnan, en var lagaður. Að norðan var snjóþung brekka og snjósækin og svellrunninn vegurinn því uppspretta virtist vera í jarðveginum. Auk þess var brúin brostin og verið sett á hana timburgólf ofan á steingólfið. Hin nýja brú er nokkru ofar, lengri og hærri en sú eldri og mikil uppfylling beggja megin brúarsproða svo lárétt er að aka að og frá brúnni

Balaskarð á Laxárdal fremri

  • HAH00369
  • Corporate body
  • 30.4.1890 -

Bærinn stendur niður undan samnefndu skarði sunnan Tunguhnjúks og norðan Laxárdalsfjalla. Jörðin er landmikil og eru sumarhagar þar með ágætum. Gott til ræktunar. Snjóþungt á vetrum og gjafasamt. Íbúðarhús byggt 1944 og 316 m3. Fjós yfir 8 kýr, fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 643 m3. Tún 15 ha.

Landamerki Balaskarðs.

Undirritaður eigandi og ábúandi jarðarinnar Balaskarðs í Vindhælishreppi lýsi hjermeð yfir því, að merki hennar gagnvart aðliggjandi jörðum eru þessi: Vesturtakmörk jarðarinnar er Laxá, allt þar til er Balaskarðsá rennur í hana, þá ræður Balaskarðsá merkjum að sunnan frá ósi, allt upp á Þröskuld, og úr austanverðum Þröskuldi ráða brúnir til norðurs, þá liggja merki til vesturs á milli Svínahnjúks að sunnan og Sauðahnjúks að norðan í Moldgil hið eystra, og úr gili því liggja merkin norðast yfir frá á Urðunum, sem liggur til norðurs, í rúst, sem er norðantil á flánni, og úr þeirri rúst í Moldgil hið vestara og yfir Tunguhnjúk í Stóruskál, og þaðan sem, skriða ræður úr henni, í Þorleifssýki þar sem það fellur í Laxá, þá ræður Laxá merkjum fram, sem fyr segir.

Balaskarði, 30. apríl 1890.
Gísli Bjarnason eigandi jarðarinnar (nafn handsalað)
J. Benediktsson búandi á Mánaskál
Sveinn Magnússon búandi á Mánaskál
Klemens Sigurðsson búandi á Skrapatungu.
Ingvar Þorsteinsson eigandi Kirkjubæjar.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvík, hinn 22. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 167, fol. 87.

Mánaskál á Laxárdal fremri

  • HAH00370
  • Person
  • (1950)

Bærinn stendur á háum hól við fjallsrætur neðan undir samnefndri skál. Ræktunarskilyrði eru sæmileg. Íbúðarhús byggt 1930 327 m3. Fjós yfir6 kýr. Fjárhús yfir 140 fjár. Hlöður 375 m3. Votheysgeymsla 27 m3. Tún 15,6 ha. Mánaskál fór í eyði en nú er hún komin aftur í byggð.

Núpur á Laxárdal fremri

  • HAH00371
  • Corporate body
  • (1930)

Núpur og Hjarðarhagi.
Núpur er innsti bær í Vindhælishreppi. Bærinn stendur hátt og í nokkrum bratta skammt frá Laxá. Undirlendi er lítið, fljótt taka við snarbrattar hlíða Langadalsfjalls. Úr Núpslandi var byggt nýbýlið Hjarðarhagi um 1970.
Íbúðarhús byggt 1938, viðbygging 1957 139 m3. Fjós yfir 12 kýr. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 554 m3. Votheysgeymsla 73 m3. Tún 11,3 ha.

Skrapatunga á Laxárdal fremri [Skipatunga]

  • HAH00372
  • Corporate body
  • (1950)

Í Húnaþingi II er Skrapatungu svo lýst: „Bærinn stendur á bakka Laxár gengt brú. Er hann nyrzti bær á Laxárdal. Upp af bænum eru brattar brekkur, en ofar gnæfir Tunguhnjúkur dökkur og skriðurunninn. Gróður er fjölbreytilegur og sumarhagar góðir.“ Íbúðarhús byggt 1934 og viðbygging 1950 223 m3. Fjós yfir 6 kýr, fjárhús yfir 180 fjár. Hlöður 270 m3, votheysgeymsla 40 m3. Tún 11,7 ha.

Mjóadalsrétt á Laxárdal fremri

  • HAH00373
  • Corporate body
  • 1910 -

Vegurinn frá Gautsdal upp að Mjóadal var lagður 1910. Hann var mjög hættulegur á parti þar sem hann var lagður á hengiflugsbrún og fljúgandi háll moldarvegur í bleytu. Það átti að heita að hægt væri að fara þennan veg á bíl en samt var það mikill glannaakstur. Oft kom hann ekki upp undan snjó fyrr en í júní. Nýr vegur var lagður sunnan við gilið 1960 og kemur aldrei snjór á hann.

Mjóidalur var fimm jarðir áður fyrr: Ytri-Mjóidalur, Syðri-Mjóidalur, Þrælagerði, Hólkot og Kringlugerði. Nú er þetta talin ein jörð og er landið um 10 þúsund hektarar að stærð. Af bæjarhóli Hólkots er víðsýnt. Það er eini bæjarhóllinn á Laxárdal sem af sést eftir öllum dalnum.

Flóalækur heitir á sú er rennur framan frá Skyttudal og fyrir norðan túnið í Mjóadal. Þessi á er með öllu fiskilaus en skilyrði fyrir silung eru þó ágæt. Allhár foss er í ánni norðantil og kemst enginn silungur þar upp fyrir. Samt er það undarlegt að enginn skyldi hafa framtak í sér tíl þess að koma til veiði í ánni.

Fyrsta skilaréttin í Mjóadalslandi, sem vitað er um, stendur á háum hól upp undan bænum í Mjóadal. Hún er að öllum líkindum byggð fyrir aldamótin 1800. Enn sést þar vel fyrir veggjum. Árið 1910 var réttin færð og endurbyggð á eyrinni niður við ána. Stefán Sigurðsson þá bóndi í Mjóadal var yfirsmiður í því verki. Áður fyrr á árum var geysilega mörgu fé smalað að þessari rétt. Það var ekki bara fjallgarðurinn milli Litla-Vatnsskarðs og Þröngadals sem genginn var til réttarinnar heldur var líka smalað Vesturfjallið og sumt af Suðurfjalli. Enginn nátthagi var við réttina svo að staðið var yfir safninu í tvo daga, fyrr var sundurdrætti fjárins ekki að fullu lokið. Þetta er haft eftir Bóasi Magnússyni í Bólstaðarhlíð sem var einn þeirra er stóð yfir safninu þegar hann var unglingur. Þessi rétt stóð til ársins 1947. Það ár var byggð ný rétt á grunni hinnar en allmiklu minni. Á þeim árum var mæðiveiki í fé bænda og ekki um neinn stórhug að ræða sem ekki var von. Síðast var réttað í Mjóadalsrétt haustið 1956.

Laxárvatnsvirkjun

  • HAH00374
  • Corporate body
  • 1953 -

Laxárvatnsvirkjun er vatnsaflsvirkjun sem var stofnuð árið 1953 og afl hennar er 480 kw. Eigandi virkjunarinnar er Rafmagnsveitur ríkisins.
Laxárvatn er 16.4 km á lengd, Laxá á Ásum rennur úr því.

Hvítá í Árnessýslu

  • HAH00375a
  • Corporate body
  • 874 -

Hvítá í Árnessýslu
Á er fellur úr Hvítárvatni. Rétt fyrir neðan útfallið er brú á henni og tveimur km neðar fellur Jökulfall í hana. Hvítá rennur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Efst í því er fossinn Ábóti. Nokkru fyrir ofan byggð steypist Hvítá í Gullfossi ofan í mikil gljúfur sem hún hefur grafið sér fram með Tungufelli. Haldast þau nokkuð ofan í byggð. Þar er brú á Brúarhlöðum, um 10 km neðan við Gullfoss. Brúin var byggð 1927 en endurbyggð 1959 og aftur 1994-1995. Algengt sumarrennsli Hvítár við Gullfoss er 100-180 m³/s og vetrarrennsli 50-110 m³/s. Mesta flóð hefur mælst 2000 m³/s.
Í byggð rennur Hvítá fyrst milli Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Verður áin þar allbreið með köflum. Þar koma í hana tvær stórar ár vestan frá, Tungufljót ofar og Brúará neðar. Að austan kemur Stóra-Laxá og tvöfaldast rennsli Hvítár við tilkomu þeirra allra. Lögferjur voru á Iðu og í Auðsholti. Nú er 107 m löng brú á ánni hjá Iðu, byggð 1957. Neðar fellur áin milli Grímsness og Skeiða, sveigir suður fyrir Hestfjall og rennur síðan til vesturs fyrir ofan Flóann þar til Sogið fellur í hana fyrir austan Ingólfsfjall. Eftir það heitir vatnsfallið Ölfusá til ósa. Mikil laxveiði er í Hvítá og Ölfusá og ýmsum þverám sem í Hvítá falla.
Flóabændur hagnýttu sér Hvítá til áveitna í stórum stíl á fyrri hluta þessarar aldar.
Oft koma stórkostleg flóð í Hvítá á vetrum. Flæðir áin þá langt yfir bakka sína og leggur undir sig mikið af engi og öðru flatlendi, stundum svo að einstaka bæir einangrast um hríð. Þá á hún einnig til að þorna að mestu niðri í byggð. Þessu veldur krapi og íshröngl sem stíflar ána. Er Hvítá-Ölfusá talin hættulegasta flóðaá landsins.

Jökulfall (Jökulkvísl) á Kili

  • HAH00375b
  • Corporate body
  • 874 -

Jökulfall (Jökulkvísl) á Kili. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur framhjá Kerlingafjöllum og Skipholtskrók og sameinast svo Hvítá í Borgarfirði þar sem hún rennur úr mynni Hvítárvatns. Jökulfall er á vatnaskilum og fellur til suðurs ásamt Hvítá en Blanda og Svartá til norðurs. Að tilhlutan Ferðafélagsins var lokið við brú yfir Jökulfallið 1938 skammt frá Gýgjarfossi og ruddur vegur að sæluhúsinu í Kerlingarfjöllum, svo að nú er akfært þangað í bifreið. Þar liggur mæðuvarnagirðing milli Húnavatnssýslu og Árnessýslu. Brúin sópaðist svo af í vatnavöxtum 1948 ásamt brúnni yfir Svartá á Kili. Í þeim vatnagangi fór brúin á Brúarhlöðum og Ölfusá flæddi yfir bakka sína við Selfoss. Nýjar brýr voru svo byggðar 1950.

Hvítárbrú á Iðu

  • HAH00375c
  • Corporate body
  • 1958 -

Iðubrú (1958) kallast í daglegu tali brú yfir Hvítá í Árnessýslu sem tengir saman bæinn Iðu og þéttbýlið Laugarás. Brúin er einbreið og kennd við bæinn Iðu sem er á suður-bakka árinnar. Brúin var opnuð fyrir umferð árið 1958 og kostaði allt í allt 26 miljónir.
Iðubrú verður hengibrú sem fyrr segir. Aðstæður allar og verkskostnaður verður þá veruiega minni. Hafið milli brúarturnanna er 109 metrar. Turnarnir eiga að bera uppi stálstrengina, sem halda brúnni uppi. Upp á brún turnanna af brúargólfi verða 15 metrar, en eins og þeir sjást á myndinni, frá sökkli, rúmlega 20 metrar. Brúargólfið, sem verður úr járnbentri steinsteypu, verður rúmlega 4 metrar á breidd. Brúin á að geta borið samtímis einn 18 tonna vagn og annan 9 tonna, en jafn þungi sá, er brúin á að þola, er 350 kg. á hvern ferm. brúargólfsins.
Iðubrúin er á fornum ferjustað við Iðu og Laugarás í Biskupstungum. Hún bætti úr brýnni þörf og greiddi fyrir umferð milli sveita á Suðurlandi með tilkomu sinni 1957. Þetta er hengibrú og eru turnarnir sem bera vírana uppi steyptir, svo og brúargólfið sem hvílir á stálbitum.

Lækjarhlíð í Svartárdal

  • HAH00376
  • Corporate body
  • 1979-

Áður en girt var utanum safnið í Lækjarhlíð 1979 var féð passað af nokkrum mönnum. Sáu Lýtingar aðallega um það. Voru það fremur erilsöm og illa þökkuð skil. Allir þeir sem í göngum höfðu verið voru skyldugir að hjálpa til við yfirreksturinn. Var oftast farið að reka féð úr hlíðinni um klukkan sex að kvöldi. Á þeim tíma sem féð var flest tók yfirreksturinn langan tíma.

Sama haustið og slysið varð við Stafnsrétt 1976 var sett upp færanleg brú á hjólum. Síðan hún kom er yfirrekstur fjárins allur annar og auðveldari. Þegar safnið var komið í nátthagann var það á ábyrgð vökumanns þar til dráttur hófst að morgni.

Var svo lengi mælt fyrir í fjallskilaseðlum að dráttur skyldi hefjast er markljóst var orðið. Hinn fyrri Stafnsréttardagur er nú að kvöldi kominn. Við höfum séð safnið steypast ofanaf dalbrúninni við Fossa, séð alla fjárbreiðuna í Lækjarhlíðinni og fylgst með stóðdrætti. Allt stórkostlegt sjónarspil.

Löðmundarvatn

  • HAH00377
  • Corporate body
  • (1950)

Löðmundarvatn er tæpur km2 að stærð á fallegum og gróðursælum stað, rétt austan Landmannahellis. Vatnið er í 590 metra hæð og nýtur skjóls af Löðmundi sem gnæfir yfir því í norðri. Ásarnir vestan og austan við vatnið leggja sitt að mörkum til að skýla veiðimönnum fyrir golu úr þeim áttum þannig að oft er veðursælt við vatnið. Akfært er að því að vestan, næstum alveg inn að Löðmundi.
Í vatninu er nær eingöngu bleikja, oft frekar smá en hefur verið að koma til hin síðari ár. Þessu vatni eins og öðrum á svæðinu hættir til að vera ofsetið bleikju og nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að grisja það með misjöfnum árangri. Reynt hefur verið að sleppa urriðaseiðum í það og fyrir kemur að einn og einn slíkur slæðist á land en urriðinn hefur átt afar erfitt í samkeppninni við bleikjuna. 2014 voru færðir til bókar 3 urriðar á móti 97 bleikjum. Vísast eru urriðarnir í vatninu stórir og stæðilegir, í það minnsta hef ég gengið fram á einn slíkan í flæðarmálinu sem væntanlega hefur ekki lifað af tilraun til sleppingar eða drepist úr ofáti.

Melstaðakirkja í Miðfirði

  • HAH00378
  • Corporate body
  • 8.6.1947 -

Saga kirkjunnar

Melstaðarkirkja er í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Melstaður er bær og prestssetur í Miðfirði og um aldir talinn meðal bestu og eftirsóknarverðustu brauða landsins.
Kirkja var byggð þar skömmu eftir kristnitökuna og helguð heilögum Stefáni í kaþólskum sið. Steinkirkjan, sem nú stendur, var vígð 8. júní 1947 og tekur 150 manns í sæti. Altaristaflan sýnir skírn Krists, eftir Magnús Jónsson, prófessor, og Ríkharður Jónsson skar út prédikunarstólinn.
Í skrúðhúsinu eru tvær grafskriftir, önnur um séra Arngrím Jónsson lærða og séra Halldór Ámundason (1773-1843) á Melstað.

Talið er að kirkja hafi staðið á Melstað allt frá því um 1050. Þó var engin kirkja þar frá árinu 1942 til 1947 eftir að þáverandi kirkja fauk. Ný kirkja var tekin í notkun fimm árum seinna og stendur þar enn.

Í fornöld nefndist staðurinn Melur en eftir að kirkja var reist þar eftir kristnitökuna afbakaðist nafnið í Staður og síðar Melstaður. Bærinn stendur á mel einum vestan við Miðfjarðará og sér þaðan vel yfir fremri hlut sveitarinnar sem og að Laugarbakka. Arngrímur Jónsson hinn lærði bjó að Melstað á 17. öld og var lengi vel prestur á staðnum. Skammt frá kirkjustaðnum er kuml; svokallaður Kormákshaugur. Þjóðsaga segir að álög séu á honum svo að ef grafið verði í hann komi kirkjan til með að standa í björtu báli.

Sr. Guðmundur Vigfússon hóf þjónustu sína á Mel 1859 og þótti honum þá gamla torfkirkjan (byggð 1810) orðin hrörleg og gömul. Gamla kirkjan var „ekki fokheld á vetrardag“ og stóð á lægsta stað í gamla kirkjugarðinum. Það var þá þannig að „flöturinn umhverfis kirkjugarðinn er meira en hálfri annarri alin hærri en grundvöllur kirkjurnnar“ og þar af leiðandi rann vatn að kirkjunni en ekki frá henni. Vildi hann láta færa kirkjuna á ávalan hól, Hjallhól, nokkuð hærri en bæjarstæðið sjálft. Þetta skrifar sr. Guðmundur í bréfi til prófasts; dagsett 14. október 1861. Samþykki fékkst meðal íbúa sveitarinnar að færa kirkjuna. Kirkjan var svo tekin í notkun 2. desember 1865 eftir 376 dagsverka vinnu.

Haustið 1941 dreymir Björn G. Bergmanns, sóknarnefndarformaður og bóndi á Svarðbæli í Miðfirði, nokkru vestan við Melstað, að hann heyri í fimm prestum sem ganga til kirkju á Melstað. Aðfaranótt fokdags, 15. janúar 1942, dreymir hann sama draum en þá eru einungis sumir prestanna hempuklæddir og aðrir ekki. Veit Björn þá um morguninn að draumurinn viti ekki á gott. Eftir gegningar hringir séra Jóhann Kr. Briem, sem þá þjónaði að Melstað, og segir að kirkjan hafi fokið þá um morguninn. Brotnaði hún í spón. Brak kirkjunnar var boðið upp 12. maí sama ár og voru tekjur af því rúmar 6 milljónir krónur. Þá fundu nokkrir menn brak um allann norðurhluta Melstaðarlands og í skurði einum fannst altarið lítið skemmt.

Núverandi kirkja var vígð 8. júní 1947. Hún er úr steinsteypu og rúmar tæplega 100 manns í sæti. Við kirkjuna stendur safnaðarheimilið sem var byggt árið 1911. Predikunarstóll kirkjunnar er eftir Ríkarð Jónsson myndlistarmann (myndskera). Einn af fáum minjunum sem glötuðust ekki úr gömlu kirkjunni er altaristaflan. Hún skiptist í miðhluta, þar sem segir frá Jesú á fjallinu, og hliðarvængi, þar sem sagt er frá þeim Móses og Aron. Taflan var þó mikið skemmd og var gerð upp fyrir 50 ára afmæli kirkjunar. Hún hefur verið til sýnis í kirkjunni eftir það. Núverandi altaristafla er eftir Magnús Jónsson og er af skírn Jesú.

Árið 2008 fór fram fyrsta kristilega gifting samkynhneigðra á Íslandi fram í Melstaðarkirkju.

Þórdísarlundur

  • HAH00380
  • Corporate body
  • 1952 -

Sunnan undir Vatnsdalshólum, vestan vegar, er Þórdísarlundur, skógarreitur sem Húnvetningafélagið í Reykjavík hefur ræktað og girt. Í Þórdísarlundi er minnisvarði um fyrsta innfædda Húnvetninginn, Þórdísi, dóttur Ingimundar gamla að Hofi. Enn þekkjast örnefni sem við hana eru kennd, Þórdísarholt þar sem hún fæddist að sögn Vatnsdæla sögu og Þórdísarlækur. Kristján Vigfússon í Vatnsdalshólum gaf Húnvetningafélaginu í Reykjavík 1952, 1 ha lands úr jörð sinni sunnan í Hólunum.
Vestan við Þórdísarlund er veiðiskálinn Flóðvangur sem Veiðifélag Vatnsdalsár hefur reist, jafnframt notaður til félagsstarfa, fundahalda ofl.

Þórdís fæddist í sunnanverðum Vatnsdalshólum, þar sem nú er Þórdísarlundur, rétt eftir að skip föður hennar komu að landi og er hún því talin fyrsti Húnvetningurinn. Sonur Þórdísar var Þorgrímur Kárnsárgoði og átti hann son einn, Þorkel kröflu, við ambáttinni Neireiði af ætt Orkneyjajarla. Þorgrímur lét bera sveininn út en Þorsteinn mágur hans á Hofi bjargaði barninu og kom því í fóstur. Þegar Þorkell krafla var tólf vetra var fundur sá er Vatnsdælir héldu til þess að velja sér goðorðsmann og þar vó Þorkell krafla nafna sinn, Þorkel silfra, og tryggði föðurnum sem hafði látið bera hann út, goðorðið. Fyrir það verk gekkst Þorgrímur Kornsárgoði við faðerninu.

Móðir með barn eftir Guðmund frá Miðfelli

  • HAH00381
  • Corporate body
  • 1961 -

Á SUNNUDAGINN var, þ. 19. ágúst, voru við hátíðlega athöfn, sem fram fór í Héraðsspítalanum á Blönduósi, afhjúpaðar brjóstmyndir úr eir af Páli Kolka, fyrrverandi héraðslækni, og konu hans, frú Guðbjörgu G. Kolka. Jón Ísberg, sýslumaður, setti athöfnina og hélt aðalræðuna, en í henni minntist hann starfs Kolka sem héraðslæknis Austur-Húnvetninga í 26 ár og þeirrar forustu, sem hann hafði veitt í því að koma í framkvæmd smíði Héraðshælisins á Blönduósi, en jafnframt rakti hann þann þátt, sem frú Guðbjörg hefði átt í störfum manns síns, og lýsti þeim vinsældum, sem hún hefði unnið sér sem húsmóðir á þessum stað. Kvað hann ýmsa vini þeirra hjóna hafa ákveðið það á sextugsafmæli læknisins að láta gera þessar myndir og setja þær upp í Héraðshælinu, þótt dregizt hefði þar til nú að fá myndirnar fullgerðar og uppsettar. Þorsteinn B. Gíslason prófastur og Guðbrandur ísberg, fyrrverandi sýslumaður, fluttu þarna einnig ræður og tóku mjög í sama streng, en Páll Kolka þakkaði fyrir hönd þeirra hjónanna. Allmargt manna var við athöfnina og var þeim öllum boðið á eftir til kaffidrykkju í baðstofu eða samkomusal Héraðshælisins. — Myndirnar hafði gert Ríkarður Jónsson og er það flestra mál, að þær séu mjög vel gerðar. Það þótti á sínum tíma í allmikið ráðizt, þegar AusturHúnvetningar hófu smíði Héraðshælisins, en það hefur sjúkradeild með 30 rúmum, elli- og hjúkrunardeild nokkru minni, húsnæði fyrir alla lækningastarfsemi héraðsins, og að auki íbúðir fyrir yfirlækni, aðstoðarlækni og annað starfsfólk. Undirbúningur verksins tók sex ár, enda gekk smíði hússins fljótt og vel, svo að með eindæmum þótti með opinbera framkvæmd og varð mjög ódýr, miðað við stærð hússins og það, hve vel var til þess vandað. —• Mátti einkum þakka það dugnaði yfirsmiðsins, Sveins Ásmundssonar, og framkvæmdastjóra verksins, Jóns Ísberg, þáverandi lögreglufulltrúa. Teikningar að húsinu gerði á sínum tíma Halldór Halldórsson arkitekt, en um stærð þess og alla innri tilhögun réði Páll Kolka héraðslæknir mestu.

Í fyrrasumar var sett upp í garði Héraðshælisins myndastytta af móður með barn, eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal, og var fé til hennar fengið með frjálsum samskotum. Nú er i ráði að setja upp í sjúkrabiðstofu stofnunarinnar eirmynd af < Jósep Skaftasyni, fyrsta héraðslækni Húnvetninga, en hann var læknir þeirra 1837—1875, karlmenni mikið og héraðshöfðingi, auk þess sem hann var mestur, skurðlæknir á Íslandi á sinni í tíð.

Möðrudalsöræfi

  • HAH00382
  • Corporate body
  • (1950)

Heiðarbyggðin var byggð sem var uppi á Möðrudalsöræfum. Hún stóð í 100 ár eða frá 1840 til 1940.

Bæir voru þessir:
Hvítanes (óvíst hvenær), Gestreiðarstaðir (fóru í eyði 1897), Háreksstaðir (fóru í eyði 1923), Rangalón (fór í eyði 1924), Veturhús (fóru í eyði 1941), Ármótasel (fór í eyði 1943)
Sænautasel (fór í eyði 1943), Heiðarsel (Síðasti bærinn, fór í eyði 1946)
Bæir á Möðrudal;

Fjórir eru bæir á Möðrudalsfjöllum, er þá hétu svo: Möðrudalur og Sótastaðir, en síðar var byggðir Víðidalur úr Sótastöðum og annari jörðu, og þá var hinn fjórði Kjólfell.

Möðrudalur og Arnardalur eru gróðurvinjar í 450–550 m y.s., umgirtar blásnum auðnum. Jökulsá á Fjöllum afmarkar svæðið að vestan en rætur Möðrudalsfjallgarðs að austan. Fjöldi sérkennilegra tinda liggja í nokkrum röðum eftir endilangri sléttunni og Herðubreið gnæfir yfir auðnina í vestri. Hinn eiginlegi Arnardalur er grösug og grunn dalkvos er markast af tveimur lágum hryggjum, Dyngjuhálsi að austan og Arnardalsfjöllum að vestan. Fuglalíf er fjölbreytt á þessu svæði og heiðagæsavarpið telst vera alþjóðlega mikilvægt, 2,240 pör árið 2001.

Austan Möðrudals liggja vegir inn á Brúaröræfi og til Kverkfjalla.
Ferjufjall (547m) er vestan Jökulsár á Fjöllum, nokkru sunnar en Möðrudalur. Þar var fyrrum ferjustaður fyrir þá, sem fóru um Ódáðahraunsveg. Þaðan eru 55-60 km að Suðurárbotnum og 70 km að Skjálfandafljóti. Forn vörðubrot benda til mannaferða. Líklega fór Sámur á Leikskálum (Hrafnkelssaga) þessa leið.

Brúaröræfi eru víðáttumikil öræfi sem eru ásamt Krepputungu og Möðrudalsöræfum á milli Jökulsár á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Brúaröræfi eru sunnantil á þessu svæði en Krepputunga og Möðrudalsöræfi norðan megin.
A Brúaröræfum er mikil háslétta sem liggur milli Snæfells í austri og Kverkfjalla í vestri. Inn á þessa hásléttu gengur Brúarjökull sem er stærsti skriðjökull Íslands. Frá jöklinum falla nokkrar stórár til norðurs en stærstar þeirra eru Kreppa, Kverká og Jökulsá á Dal. Bergrunnur Brúaröræfa er myndaður úr basaltlögum og móbergi.Landið er að mestu ógrónir melar, sandar og úfin hraun en gróðurvinjar eru í Hvannalindum, Grágæsadal, Fagradal og Háumýrum. Mest gróska er í Fagradal.

Möðruvellir í Eyjafirði

  • HAH00383
  • Corporate body
  • (1950)

Möðruvellir í Eyjafirði er kirkjustaður og fornt höfuðból í Eyjafjarðarsveit og er jörðin framarlega í Eyjafirði austanverðum, rúma 25 km frá Akureyri. Þar hafa oft búið höfðingjar og ríkismenn. Möðruvöllum er oft ruglað saman við Möðruvelli í Hörgárdal.
Fyrsti bóndinn á Möðruvöllum sem sögur fara af var Eyjólfur Valgerðarson, goðorðsmaður og skáld, sem kemur við nokkrar Íslendingasögur. Synir hans voru þeir Einar Þveræingur og Guðmundur Eyjólfsson ríki, sem bjó á Möðruvöllum og barst mikið á, enda var hann einn helsti höfðingi Norðlendinga á söguöld.
Seinna átti Loftur ríki Guttormsson bú á Möðruvöllum og dvaldi þar löngum. Þorvarður sonur hans bjó á Möðruvöllum og síðar Margrét Vigfúsdóttir ekkja hans.
Möðruvellir eru kirkjustaður frá fornu fari og ekki ólíklegt að Guðmundur ríki hafi látið byggja fyrstu kirkjuna þar. Kirkjan er enn í bændaeign. Núverandi kirkja var byggð 1847-1848 og er timburkirkja í hefðbundnum stíl. Hún er turnlaus en klukknaport við kirkjuna er frá 1781 og er eitt elsta mannvirki úr timbri sem enn stendur á Íslandi. Helsti kjörgripur kirkjunnar er altarisbrík úr alabastri, sem Margrét Vigfúsdóttir gaf til hennar seint á 15. öld.

New York City

  • HAH00384
  • Corporate body
  • (1950)

New York eða Nýja-Jórvík (enska: New York City, gjarnan skammstafað NYC) er fjölmennasta borg New York-fylkis, og jafnframt Bandaríkjanna, með ríflega 8,3 milljónir íbúa (2012) af ýmsum þjóðernum. Borgin er 800 ferkílómetrar að stærð og hefur hlotið viðurnefnið „stóra eplið“ (ensku the Big Apple, sjá listann yfir gælunöfn).

New York-borg er miðstöð viðskipta, stjórnmála, samskipta, tónlistar, tísku og menningar og í henni eru einnig aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna.

Borginni er stjórnsýslulega skipt í fimm hluta: Brooklyn, Bronx, Manhattan, Queens og Staten Island.

Áður en Evrópubúar settust að á svæðinu bjuggu Lenape-indíánar þar. Fyrsti Evrópumaðurinn sem kom til New York var ítalinn Giovanni da Verrazzano en hann kom þangað árið 1525. Hins vegar yfirgaf hann staðinn strax og skildi ekkert eftir sig. Það var ekki fyrr en árið 1609 að Hollendingar sendu Englendinginn Henry Hudson, sem Hudsonfljótið er nefnt eftir, og byggð Evrópumanna var stofnuð þar árið 1613.

Á meðan Hollendingar réðu yfir borginni kallaðist hún Nýja-Amsterdam en 1664 náðu Bretar borginni á sitt vald og endurnefndu hana New York (sem stundum hefur verið þýtt Nýja-Jórvík á íslensku) til heiðurs Hertoganum af Jórvík. Jórvík eða York á Englandi er aftur leitt af keltneska staðarheitinu Caer Ebroc.

1673 náðu Hollendingar aftur stjórn yfir borginni og kölluðu hana Nieuw-Oranje („Nýju-Óraníu“) en gáfu hana endanlega frá sér árið 1674.

Wall Street dregur nafn sitt af borgarmúrnum.

Njálsstaðir

  • HAH00385
  • Corporate body
  • (1950)

Sunnan undir Núpum stendur bærinn Njálsstaðir og er af sumum talinn innsti bær á Skagaströnd þetta er landmikil jörð og grasgefin. Íbúðarhús byggt 1946, 390 m3. Fjós yfir 10 kýr. Fjárhús yfir 600 fjár og 20 hross. Hesthús yfir 20 hross. Hlöður 1270 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Vélageymsla 40 m3. Tún 45,2 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Askja

  • HAH00386
  • Corporate body
  • 1875 - 1961

Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls, í Ódáðahrauni á hálendi Íslands. Umhverfis Öskju eru Dyngjufjöll, en skarð er í gegnum fjöllin til austurs, sem kallast Öskjuop.
Gífurlegt eldgos hófst þar 29. mars 1875. Gos þetta nefnist Öskjugosið 1875, eða Dyngjufjallagos. Öskufall frá gosinu hafði mikil áhrif á Austurlandi og átti sinn þátt í því að stór hópur fólks flutti þaðan til Vesturheims.

Eftir að gosinu lauk varð mikið landsig í Öskju, og myndaðist þá Öskjuvatn. Á austurbakka Öskjuvatns er gígurinn Víti, og er talið að askan í gosinu 1875 hafi komið þar upp.
Í tengslum við Öskjugosið 1875 varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum, og rann þá Nýjahraun. Askja gaus síðast árið 1961.

Rauðkollur í Þjófadölum

  • HAH00390
  • Corporate body
  • (1950)

Þjófadalafjöll er um 8 km langur fjallshryggur í eins til tveggja km fjarlægð frá nyrsta hluta austurjaðars Langjökuls. Tveir hæstu tindar þeirra, Rauðkollur og Oddnýjarhnjúkur, ná næstum 1100 m y. s. og nokkrir aðrir hnjúkar eru yfir 1000 m, og þau rísa öll 300 til 400 metra yfir umhverfi sitt. Í austurhlíðum þeirra eru víða gróðurtorfur með ýmiskonar gróðri, sem þrífst á hálendinu, þar sem eitthvert skjól og jarðvegur er, og víðast, þar sem ekki eru brattar skriður eða hamrar, er einhvern gróður að finna ef vel er að gáð, svo sem víði, lyng, stinnastör og mosa, og skófir skreyta steina. Svo er einnig næstum allsstaðar uppi á fjöllunum og í vesturhlíðum þeirra, þar sem ekki eru berar klappir. Aðalefni fjallanna er móberg og er það auðunnara fyrir gróðurinn en gosberg. Víða er nokkuð af líparíti (ljósgrýti) og er sá kostur þeirrar bergtegundar að hún er í ýmsum litum, sem eykur fjölbreytni fegurðarinnar. Uppi á miðjum fjöllunum er áberandi rauður leir, sem mun vera frá kulnuðu jarðhitasvæði. Markalína milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu liggur um austurhlíð fjallanna sunnanvert við miðju, norðvestur um þau yfir Oddnýjarhnjúk og vestur í jökul á vatnaskilum spölkorn norðvestan hans. Lína þessi er ekki sjáanleg í landslaginu, en sauðfjárvarnagirðing er nokkru norðan hennar á fjöllunum austanverðum en liggur yfir hana á þeim miðjum og vestur á hraunsvæði dálítið, sem er við austurjaðar Langjökuls.

Þegar horft er til norðausturs af Rauðkolli, sést yfir stórt jafnlent svæði, sem er í kringum 600 metra hæð yfir ssjávarmáli, og því víð sýn í góðu skyggni. Sandkúlufell er til vinstri við það, og liggur Kjalvegur austan þess, en Dúfunefsfell er til hægri og vegurinn vestan við það. Í fjarlægð má greina Mælifellshnjúk, sem víða sést af þessu svæði.

Raufarfell undir Eyjafjöllum, bær og fjall

  • HAH00391
  • Corporate body
  • 874 -

Raufarfell 743 mys

Raufarfells er getið í Hauksbók, Njálu og einnig í máldaga Miðbæliskirkju sem talinn er frá 1179. Í Íslensku fornbréfasafni (I, 255) segir um Mið Arnarbæli: ,,Tíund heimamanna liggur til kirkju og af næsta bæ og frá Raufarfelli hinu vestra og syngja þangað 12 messur“. Á þessum tíma hefur verið hálfkirkja eða bænhús á Raufarfelli sem virðist hafa verið í notkun a.m.k. til loka 15. aldar en er ekki getið í máldaga Miðbæliskirkju frá um 1570.

Refabú við Votmúla

  • HAH00392
  • Corporate body
  • (1950)

Eg fór í refamennskuna. Það voru hérna þrjú refabú, tvö þeirra stór.

Refa-Björn, sem kallaður var, sá um bú hér uppi undir Brekku.
Kolka var með annað sem hét Silfri, og var þar sem Héraðshælið er núna.
Síðan voru Páll Geirmundsson og fleiri komnir með eitt á melunum heldur vestar en þar sem nýja kirkjan er og ég var fenginn til þess að sjá um það bú.

Ég hafði aldrei komið nærri tófum, og vinnan hjá mér byrjaði þannig að það þurfti að hreinsa dýrin í öllum búunum þremur. Þeir Svavar frá Móbergi og Björn Jónsson sem höfðu verið í þessu í nokkur ár spyrja mig hvað ég vilji helst gera. Ég sagði að mér væri alveg sama. „Þú vilt kannski taka dýrin", segja þeir.

Þeir fengu mér töng og ég fór inn í fyrsta búrið. Tófan fer náttúrulega yfir mig og undir og alls staðar því að ég kunni ekki að taka dýr. Þeir hlógu svo mikið að mér að þeir urðu að leggjast á grasið úti. En það endaði nú samt með því að ég tók hvert einasta dýr og þeir voru orðnir skrítnir á svipinn í lokin.

Ég fékk aldrei bit en þeir voru alltaf með einhverja putta reifaða. Við Svavar hlógum mikið einu sinni, við fórum í heimsókn upp til Björns þegar við vorum búnir í okkar búum. Þá var hann með prímus með vatnsfötu á og einn putta niðri og var að sótthreinsa hann eftir bit.

Þeir voru klaufar að láta bíta sig. Þegar tófurnar voru hreinsaðar var sett töng í kjaftinn á þeim, pillur ofan í þær og laxerolía. En svo kom verðfall.

Fyrst gafst Björn upp og þá tókum við Svavar það bú að okkur, síðan gafst Svavar upp og þá drap ég þetta allt niður. Það var feikna verk. Ég hreinsaði skinnin líka og spýtti þau." Viðtal við Sverri Kristófersson

Bóndaklettur við Sölvabakka

  • HAH00393
  • Corporate body
  • (1880)

Bóndaklettur er stór klettur í fjörunni, vestan við bæ. Rekamark milli Sölvabakka og Svansgrundar er lækur fyrir sunnan Bóndaklett í fjörunni, en að öðru leyti er útjörð óskipt

Saga um foreldra Rakelar Bessadóttur á Þverá [þau bjuggu á Sölvabakka}. Klettur er fyrir neðan að nafni Bóndaklettur. Um háfjöru er þurrt fyrir framan hann. Heimildarmaður fór niður í fjöru ásamt fleirum og þeir senda steina í Bóndaklettinn. Þá kom Guðrún og skipaði þeim að hætta. Krakkarnir hennar höfðu gert þetta áður, en þá kom til hennar kona í draumi sem bað hana að láta krakkana sína hætta þessu. Heimildarmaður hafði kastað fimm steinum og seinna meir þegar hann var að reka kindur vantaði hann fimm ær. En þær fundust seinna. https://www.ismus.is/i/audio/id-1005061 hægt að hlusta á frásögnina.

Handgerðar sápur eru framleiddar undir nafni Bóndakletts.

Reykjahlíðarkirkja í Mývatnssveit

  • HAH00394
  • Corporate body
  • 1962 -

Í Mývatnseldum fyrri, 1724-1729, tók Reykjahlíðarbæinn af og hraunstraumurinn fór báðum megin við kirkjuna án þess að skemma hana. Guðlegri forsjón var þakkað. Kaþólskar kirkjur í Reykjahlíð voru helgaðar heilögum Lárentíusi.

Pétur Jónsson og Guðfinna Jónsdóttir létu byggja Reykjahlíðarkirkju 1875-1876. Kirkjan var tekin ofan 1972.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1958-1962. Jóhannes Sigfússon á Grímsstöðum teiknaði hana og smíðaði. Hún tekur 120 manns í sæti og á marga góða gripi, m.a. skírnarsá, sem Jóhannes Björnsson á Húsavík skar út auk myndskurðar á prédikunarstólnum. Batikmyndirnar í kórnum eru eftir Sigrúnu Jónsdóttur.

Árbæjarsafn Museum 1957

  • HAH00395
  • Corporate body
  • 1957

Árbæjarsafn er safn um sögu Reykjavíkur sem safnar, varðveitir og rannsakar menningarminjar í Reykjavík. Safnið miðlar þekkingu um sögu og líf íbúa Reykjavíkur frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Markmið safnsins er að vekja áhuga, virðingu og skilning fólks fyrir sögu Reykjavíkur. Árbæjarsafn er hluti af Minjasafni Reykjavíkur.
Áhugi vaknaði um miðja síðustu öld á því að varðveita sögu elstu byggðar Reykjavíkur. Nýtt húsnæði Þjóðminjasafns Íslands var tekið í notkun 1950 og í kjölfarið á því hafið átak til þess að safna merkum forngripum. Fjórum árum síðar var Skjala- og minjasafn Reykjavíkur stofnað til þess að halda utan um þá muni sem söfnuðust.
Um þetta leyti var Árbæjarhverfi ekki byggt heldur var þar gamalt bóndabýli sem komið var í eyði. Árið 1957 samþykktu bæjaryfirvöld að Árbæ skyldi enduruppbyggja og nýta sem safn og að þangað skyldu gömul merk hús vera færð. Árið 1968 voru Árbæjarsafn og Minjasafn Reykjavíkur sameinuð.
Æðsti yfirmaður safnsins er borgarminjavörður, Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Árbæjarsafn hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2006.

Safnið er opið frá 10 - 17 á sumrin og er svo með vetraropnunartíma frá september til maí. Árbæjarsafn býður upp á fasta leiðsagnartíma um safnið: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13 - 14. Einnig er hægt að panta leiðsagnartíma fyrir utan auglýsta tíma.
Það kostar 1400 kr. inn fyrir fullorðna og frítt fyrir börn til 18 ára aldurs og eldri borgara.

Árbæjarkirkja 1834

  • HAH00396
  • Corporate body
  • 1960 -

Árbæjarkirkja er í Árbæjarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún er systurkirkja Víðimýrarkirkju, sem var byggð á árunum 1834-35. Upprunalegi kirkjusmiðurinn var Jón Samsonarson, bóndi, smiður og alþingismaður. Hún var endurreist í Árbæjarsafni árið 1960 og nýtt skrúðhús var byggt við hana árið 1964.

Kirkjan, sem er torfkirkjan, var reist árið 1842 að Silfrastöðum. Árið 1896 vék hún fyrir nýrri kirkju en viðir hennar voru notaðir til að smíða baðstofu. Baðstofan var tekin niður árið 1959 og viðir hennar fluttir á Árbæjarsafn þar sem þeir voru notaðir til smíði safnkirkju. Meðal þess sem er upprunalegt í kirkjunni er prédikunarstóllinn.

Kirkjusmiður var Skúli Helgason frá Selfossi. Hann fór að Silfrastöðum og tók tréverkið niður. Helsti vandinn við endurreisnina var að komast að réttum hlutföllum og útliti kirkjunnar.

Lausnin fannst í vísitasíu frá 1842 í Þjóðskjalasafni. Þar voru öll mál tilgreind. Skúli skar út vindskeiðarnar sjálfur og lauk við bygginguna haustið 1960.

Skrúðhúsið stendur andspænis kirkjudyrum, sem er fátítt á Íslandi. Það var smíðað með skrúðhúsið að Arnarbæli í Ölfusi að fyrirmynd.

Kristskirkja í Landakoti

  • HAH00397
  • Corporate body
  • 23.7.1929 -

Landakotskirkja, Basilíka Krists konungs eða Kristskirkja er dómkirkja, það er embættiskirkja biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Kirkjan er í vesturbæ Reykjavíkur í Landakoti.

Nafn kirkjunnar, Dómkirkja Krists konungs, Landakoti, er til heiðurs Drottni allsherjar, Guð og manni, en sérstök hátíð Krists konungs var sett á stofn árið 1925 af Píusi XI. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, heilagri Maríu og heilögum Jósef.

Fyrstu kaþólsku prestarnir sem komu til Íslands eftir siðaskiptin voru Frakkarnir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin. Þeir keyptu jörðina Landakot í Reykjavík og bjuggu í bóndabænum. Þeir byggðu litla kapellu við bæinn árið 1864. Nokkrum árum seinna var lítil timburkirkja reist við Túngötu, nálægt prestsetrinu í Landakoti. Kirkja þessi var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimstyrjöldina fóru kaþólskir á Íslandi að ræða um nauðsyn þess að byggja nýja og stærri kirkju fyrir hinn vaxandi söfnuð. Ákveðið var að reisa kirkju í nýgotneskum stíl og var arkitektinum Guðjóni Samúelssyni falið að teikna hana. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929 og var þá stærsta kirkja landsins.

Landakotskirkja var byggð í gotneskum stíl og vígð 23. júlí 1929. Turn kirkjunnar var aldrei fullgerður. Vilhjálmur van Rossum, kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa XI, vígði hana og Guðjón Samúelsson teiknaði hana. Hún þykir brautryðjendaverk, því hún var byggð úr steinsteypu, sem var nýung í byggingu gotneskra mannvirkja.

Kirkjan er helguð og eignuð Jesú Kristi, eilífum Guði og konungi, undir vernd alsællar Guðsmóður Maríu meyjar, hins helga Jósefs, hins heilaga Jóns Holabiskups Ögmundssonar og Þorláks helga Skálholtsbiskups.

Píus páfi gaf til kirkjunnar nokkra fágæta muni og er tvo þeirra að sjá í kirkjunni. Yfir háaltarinu er stytta af Kristi, þar sem hann stendur á jarðarkringlunni. Þetta er frummyndin og er hún skorin út í sedrusvið. Ekki eru fleiri eintök til í heiminum, því listamaðurinn, Gampanya frá Barcelona, bannaði að afsteypa yrði gerð af henni. Þá er fremst í kirkjunni útskorin tafla, sem Píus páfi gaf kirkjunni árið 1936. Hún sýnir kaþólsku kirkjuna, hina almennu kirkju, kalla þjóðir heims saman og leiða þær, þar sem María mey heldur á syni sínum, Jesú, yfir hvolfþaki Péturskirkjunnar. Listaverkið var gert í borginni Bozen í Tíról og var sérstök gjöf til páfa, en í tíð hans efldist trúboðsstarf kirkjunnar.

Laugarnes Reykjavík

  • HAH00398
  • Corporate body
  • (1950)

Laugarnes er landsvæði í Reykjavík sem telst til Laugardalsins. Fyrstu heimildir um Laugarnes koma fyrir í Njálu. Þórarinn ragabróðir, sem átti og bjó í Laugarnesi, var bróðir Glúms, annars manns Hallgerðar langbrókar, en eftir víg Glúms skiptu þau á jörðum og varð Hallgerður þá eigandi að Laugarnesi. Þar bjó hún síðustu æviár sín og segir Njála að hún sé grafin þar.

Neskirkja Reykjavík

  • HAH00399
  • Corporate body
  • 14.4.1957 -

Nesprestakall nær yfir byggðina í Vesturbænum sunnan Hringbrautar, frá Skerjafirði sem tilheyrir því og að mörkum Seltjarnarness. Íbúar í sókninni eru um 11 þúsund og er Nesprestakall næstfjölmennast í Reykjavík, á eftir Grafarvogsprestakalli.

Nesprestakall var stofnað 1940 ásamt Laugarnes - og Hallgrímsprestaköllum. Fram að þeim tíma var Dómkirkjan sóknarkirkja allra Reykvíkinga
sem tilheyrðu Þjóðkirkjunni. Var landsvæðið sem tilheyrði prestakallinu nokkuð stórt. Eða eins og stóð í lögum „liggur Nesprestakall að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkurbæjar vestan Reykjanesbrautar, Seltjarnarnes og Engey.“

Fyrsti prestur safnaðarins, sr. Jón Thorarensen, kom til starfa í byrjun ársins 1941.

Safnaðarstarfið fór fyrst fram í Háskólakapellunni og í skólanum á Seltjarnarnesi.

Kirkjan sjálf var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra en hún er fyrsta kirkja landsins sem ekki lýtur hefðbundnum stíl í arkitektúr.

Í kirkjunni er að finna tvö glerverk eftir Gerði Helgadóttur, annað í forkirkju og hitt í kór kirkjunnar.

Árið 1999 var nýtt orgel tekið í notkun og um leið voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni hið innra.

Reykjavíkurtjörn

  • HAH00400
  • Corporate body
  • (1950)

Tjörnin eða Reykjavíkurtjörn er grunnt stöðuvatn í miðbæ Reykjavíkur. Vatnið í Tjörnina kemur úr Vatnsmýrinni sunnan við hana og rennur úr henni um Lækinn sem rennur undir Lækjargötu til sjávar í víkinni. Við Tjörnina standa margar merkilegar byggingar, þar á meðal Ráðhús Reykjavíkur, Iðnaðarmannahúsið, Tjarnarskóli, Listasafn Íslands og Fríkirkjan í Reykjavík. Við Tjörnina er einnig Hljómskálagarðurinn, eini lystigarðurinn í miðborg Reykjavíkur. Í og við Tjörnina er mikið fuglalíf. Vinsæl afþreying hjá foreldrum með ung börn er að fara niður að Tjörn og „gefa öndunum“ (þ.e. brauðmola).

Tjörnin er dæmi um sjávarlón þar sem sandur og möl hefur myndað malarrif sem lokar smám saman af lónið. Gamli miðbærinn í Reykjavík stendur á rifinu. Rifið var ekki fullmyndað fyrr en fyrir um það bil 1200 árum og þá hófst lífræn setmyndun í Tjörninni en undir þeim setlögum eru sand- og malarlög. Þegar lífræn efni tóku að safnast saman á botni Tjarnarinnar gætti lítilla seltuáhrifa og grunnvatn hefur streymt þangað frá Vatnsmýrinni og holtunum í kring. Tjarnarbakkarnir voru grónir gulstör (carex lyngbyei) og öðrum tegundum af hálfgrasaætt en svo komu tímabil þegar seltan verður meiri þá hörfuðu háplöntur. Um 1900 mun engum fugli hafa verið vært á Tjörninni, allir fuglar voru drepnir. Andaveiðar voru eitthvað stundaðar á Tjörninni allt fram á annan áratug síðustu aldar. Með lögreglusamþykkt frá 19. apríl 1919 var bannað að skjóta í borgarlandinu. Um sama leyti var sett siglingabann en áður höfðu margir átt báta og vegna umferðar þreifst ekkert kríuvarp í Tjarnarhólmanum fyrir 1919. Með skotveiðibanninu og siglingabanninu fjölgaði mikið stokköndum og kríum.

Tveir hólmar eru í Tjörninni. Annar þeirra er í suðurenda tjarnarinnar, en hinn, sem er í norðurhlutanum, og mest ber á frá miðborginni séð, gengur venjulega undir nafninu Tjarnarhólminn. Í Tjarnarhólmanum hefur löngum verið varp, en um miðja 19. öld var hólminn notaður sem miðpunktur í hringekju sem svo var kölluð. Segir svo frá henni í Lesbók Morgunblaðsins 1933:
„Hólminn í Tjöminni var þá aðeins lítil grjóthrúga og má nokkuð ráða um stærð hans af því, að menn notuðu hann til þess að hafa í honum nokkurs konar hringekju (Karusel). Hann hafði því að þessu leyti allmikla þýðingu fyrir bæjarbúa, vegna þess, að þar fór fram ein af aðalskemtunum þeirra að vetrinum til, einkum á kvöldum, þegar ísar voru á tjörninni. Hringekjunni hafa menn lýst þannig: Stöng ein var reist í miðjum hólminum; efst á henni var þverslá ein og náði hún á báða vegu 3—4 álnir út yfir flatarmál hólmans; niður úr öðrum enda slárinnar hékk reipi og var sleði bundinn við það; tjald var yfir sleðanum og logaði ljós á lampa þar inni. Á sleðanum sátu börn og unglingar, enda oft eldra fólk, sem lét aka sér hringinn í kringum hólmann með því að rammefldir karlmenn gengu á hinn enda slárinnar og ýttu sleðanum þannig áfram. Fargjaldið var 2 skildingar fyrir börn og 4 skildingar fyrir hvern fullorðinn farþega nokkrar hringferðir í senn, uns um var skift og ný áhöfn kom í stað þeirrar er áður var.
— Lesbók Morgunblaðsins,
Seinna var borið grjót í hólmann og hann stækkaður og lagðist þá hringekjan af. Hann var síðan tyrfður um 1870 og hafði Jakob Sveinsson og fleiri Reykvíkingar endur sínar þar á sumrin, svo að þær hefðu betra næði til að verpa eggjum sínum. Viltar endur eða aðrir fuglar sáust þá sjaldan eða aldrei við tjörnina.

Árið 1942 kom til tals að reisa hús undir Rauða krossinn á vegum Bandaríkjamanna í Tjörninni. Vigfús Guðmundsson taldi þetta fráleita hugmynd og skrifaði í Morgunblaðið sama ár:
Fráleit er sú tillaga, að setja nokkurt hús út í tjörn bæjarins, hvar sem það væri. Og því verra, sem húsið væri stærra, og nær miðju tjarnar. Hyrfi þá meginhluti þessarar bæjarprýði - sem á að vera - og hollustusvæðis. Hyrfi í bikaða möl og ofaníborna vegi umhverfis stórbygginguna og út frá henni til lands á tvo (minnst) eða fleiri vegu. Kæmi þar svo ein nýmóðins kuldaklöpp tilbreytingarsnauð og fegurðarlaus, væri það hnífstunga og holundarsár í hjarta bæjarins.
Af byggingu hússins varð ekki.

Sagt er að einu sinni hafi tvær kerlingar búið sín hvoru megin við Reykjavíkurjörn. Hittist svo á, að þær voru eitt sinn báðar að skola úr sokkunum sínum, og fóru þá að rífast út af veiðinnni í tjörninni, sem báðar vildu eiga. Endaði það með heitingum, og því fór svo, að allur silungur í tjörninni varð að pöddum og hornsílum, og hefur aldrei verið veiði þar síðan.

Reynisdrangar í Mýrdal

  • HAH00401
  • Corporate body
  • (1950)

Reynisdrangar eru nokkrir klettadrangar, allt að 66 metra háir, úti í sjó sunnan við Reynisfjall í Mýrdal og blasa vel við bæði úr Reynishverfi og frá Vík í Mýrdal.
Drangarnir eru myndaðir í eldsumbrotum en gömul þjóðsaga segir að þeir hafi orðið til þegar tvö tröll hafi ætlað að draga þrísiglt skip að landi en verkið tók mun lengri tíma en þau höfðu ætlað, svo að þegar dagur rann urðu tröllin að steini og skipið einnig. Næst landi er Landdrangur, sem á að vera tröllkarlinn, þá er Langhamar eða Langsamur (skipið), síðan Skessudrangur, sem einnig kallast Háidrangur eða Mjóidrangur, og hjá honum er svo lítill drangur sem kallast Steðji.

Skoða ströndinni.
Töluvert fuglavarp er í dröngunum, bæði fýll, lundi og langvía, og fóru íbúar Reynishverfis þangað til eggjatöku um langan aldur en það var þó oft erfitt því bæði var mjög oft brimasamt við drangana og eins eru þeir víða illkleifir eða ókleifir með öllu. Nú er boðið upp á siglingar í kringum drangana til að skoða þá og fjölskrúðugt fuglalífið.

Results 301 to 400 of 10346