Sýnir 10344 niðurstöður

Nafnspjald

Sóley Vilhjálmsdóttir (1948) Hólmavík

  • HAH08531
  • Einstaklingur
  • 29.9.1948 - 26.7.2021

Sóley Guðmunda Vilhjálmsdóttir 29. sept. 1948 - 26. júlí 2021. Hólmavík. Kvsk á Blönduósi 1966-1967.

Kristján Bessason (1868-1942) Grund Blönduósi

  • HAH04796
  • Einstaklingur
  • 15.9.1868 - 1942

Hans Kristján Bessason f. 15.9.1868 - 1942. Bóndi á Grund [Klauf] , Engihlíðarhr., Hún. Var á Ökrum, Barðssókn, Skag. 1880. Bóndi á Grund 1901. Fór þaðan til Vesturheims 1904. Landnemi í Geysisbygð.

Pétur Tærgesen (1863-1954) Kaupmaður og bæjarstjóri Gimli

  • HAH04800
  • Einstaklingur
  • 16.2.1863 - 18.11.1954

Hans Pétur Tærgesen 16. feb. 1863 - 18. nóv. 1954. Var í Tjarnargötu 2, Reykjavík 5, Gull. 1870. Var á Búðarhóli, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Akureyri, Eyj. Var í Gimli, Selkirk, Manitoba, Kanada 1899. Kaupmaður og bæjarstjóri á Gimli 1911-1913 og 1919-1923 og 1932.

Jóhann Georg Möller (1883-1926) Sauðárkróki

  • HAH05306
  • Einstaklingur
  • 15.4.1883 - 18.12.1926

Jóhann Georg Jóhannsson Möller 15. apríl 1883 - 18. desember 1926. Kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri Möllershúsi á Sauðárkróki.

Haraldur Björnsson (1891-1967) leikari

  • HAH04821
  • Einstaklingur
  • 27.7.1891 - 9.12.1967

Haraldur Heiðbjartur Björnsson 27. júlí 1891 - 9. desember 1967 Leikari í Reykjavík 1930 og 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Haraldur Björnsson var fæddur 27. júlí 1891 á Veðramóti í Skagafirði, sonur merkishjónanna Þorbjargar Stefánsdóttur (systur Stefáns skólameistara) og Björns Jónssonar bónda og hreppstjóra Skarðshrepps. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1911, en fór um haustið til Reykjavíkur og settist í Kennaraskólann þar sem hann stundaði nám næstu tvo vetur, en vann nyrðra sumarmánuðina. Að loknu kennaraprófi 1913 fór hann til æskustöðvanna í Skagafirði og gerðiist farkennari, en veturinn 1914-1915 var hann einkakennari hjá tveimur kaupmannsfjölskyldum á Akureyri. Þann vetur lék hann í fyrsta sinn á sviði og kom fram í hlutverki Jacks í „Frænku Charleys", og var það jafnframt frumraun Soffíu GuðlaugsdóUur á leiksviði. Þar með var lífsstefna Haralds mörkuð, þó hann legði að vísu ekki útá þá braut strax.

Haraldur lést aðfaranótt 9.12. 1967 eftir að hafa farið á kostum á sviði sem Jón bóndi í Fjalla-Eyvindi kvöldið áður.

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi

  • HAH00527
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Hrafnabjörg er fremsta jörðin í Svínadal austanverðum og hefur jafnan verið talin ágæt beitarjörð. Jörðin fór í eyði 1936 en eftir 1960 var hafin endurbygging jarðarinnar og þá sem hálflend. Föst búseta hefur verið þar síðan 1969. Íbúðarhús byggt 1967, 372 m3. Fjárhús með grindum í gólfi yfir 200 fjár önnur yfir 450 fjár. Geymsluhús 39m3. Hlöður 1300 m3. Tún 24,5 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Oscar Hansen (1888) bakari Stilling á Jótlandi

  • HAH09262
  • Einstaklingur
  • 1.3.1888 -

Oscar Carl August Hansen 1.3.1888 [26.4.1888] fæddur í Fillerup, bakaranemi í Korsör 1906, hjá Peter Thers bakarameistara. Bakarasveinn Árósum 1908 og 1911,. bakarameistari Stilling á Jótlandi 1938, frá Árósum fæddur í St Pauls sókn. Bakaranemi

Glanni og Grjótháls

  • HAH00272
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fossinn Glanni er í Norðurá skammt frá Bifröst og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Paradísarlaut er skammt frá fossinum.

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um „sjónhending í Glannarafoss í Norðurá hvar hann hvítfaxar“ (Sýslu- og sóknalýsingar Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, bls. 39).

Merking orðsins glanni er meðal annars ‘blika, gljá’ og orðsins glenna ‘birta, skin’ > ‘ljósop (í lofti eða skógi)’ > ‘rifa, auður blettur’. Orðin eru skyld orðunum gláma og glóa. Skyld orð eru glan (hvk.) sem merkir ‘gljái’ og glana (so) ‘birta til’. Sögnin hefur síðar orðið að so. glaðna (til) vegna merkingarskyldleika. Glan(u)r var maki sólar og hestsheiti, samkvæmt Snorra-Eddu og er afbrigði þess Glen(u)r ‘hinn skínandi’ (samkvæmt orðabók um skáldamálið forna (Lexicon poeticum (1931), bls.188)).

Orðið glanni merkti í fornu máli eins og í nútímamáli “fremfusende og overmodig person” (Lexicon poeticum (1931), bls.187). Það var einnig nafn á manni, samkvæmt handriti af Snorra-Eddu (Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske sprog IV:128 (1972)). Á 18. öld er það þekkt úr Orðabók Björns Halldórssonar í merkingunni ‘importunus scurra’ á latínu, ‘en paatrængende Nar’ á dönsku. Líklegra er að merking fossnafnsins Glanni sé frekar ‘hinn skínandi’ en ‘uppáþrengjandi’ þó svo að merkingin ‘fremfusende’ geti út af fyrir sig hugsast um foss af þessu tagi.

En því má einnig velta fyrir sér hvort skyldleiki við sögnina glenna (sundur) ‘kljúfa í tvennt’ komi til greina.

Upp með Norðurá, frá Glanna, er góð leið á bökkunum upp á brúna hjá Glitsstöðum. Er þá ekki langt á Grjóthálsinn upp frá Glitstöðum. Af suðausturbrún Grjóthálsins er útsýni til margra bæja í Þverárhlíð, og sést vel yfir Norðtunguskóg.

Björn Jónsson (1848-1924) Veðramótum

  • HAH02845
  • Einstaklingur
  • 14.6.1848 - 23.1.1924

Björn Jónsson 14. júní 1848 - 23. janúar 1924 Bóndi í Háagerði, Spákonufellssókn, Hún. 1880. Bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Veðramóti í Gönguskörðum, Skag. Hreppstjóri þar, 1890.

Elísabjörg Jóhannsdóttir (1876-1965) frá Bakka í Garpsdal

  • HAH03278
  • Einstaklingur
  • 15.3.1876 - 7.1.1965

Elísabjörg Jóhannsdóttir 15. mars 1876 - 7. janúar 1965 Var á Bakka, Garpsdalssókn, A-Barð. 1880. Var á Bakka, Garpsdalssókn, Barð. 1901. Var í Reykjavík 1910. Verkakona á Akureyri 1930. Ógift 1920.

Ingibjörg Lárusdóttir (1883-1977) Fjósum

  • HAH08964
  • Einstaklingur
  • 19.9.1883 - 30.6.1977

Ingibjörg Lárusdóttir 19.9.1883 – 30.6.1977. Húsfreyja og ráðskona á Botnastöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Fjósum og Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún., síðar á Siglufirði og Akranesi. Ekkja í Reykjavík 1945. Síðast bús. á Akranesi. Fædd 16.9.1883 skv. kb.

Ólafsvörður á Stórasandi

  • HAH00981
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1560 -

Sandsvegar er víðar getið í fornum ritum, en ekki verður það rakið hér. Norðan við Bláfell á Sandi liggur vegurinn yfir flatt klapparholt, sem er alþakið þunnum hellum. Á holtinu standa margar vörður. Heita þær Ólafsvörður og eru kenndar við Ólaf Hjaltason, sem var biskup á Hólum 1552—1569 og fyrsti biskup þar í lútherskum sið. Ekki veit ég um sannindi þeirrar sagnar, en vörðunum og sögu þeirra er lýst í ritgerð, sem heitir „Um heiðar og vegu nokkra á íslandi". Hún er prentuð í Hrakningum og heiðavegum, IV. bindi. Talin vera a. m. k. um 200 ára gömul. Þar segir: „Ólafsvörður heita hér einnig XI eður XII. Þær skulu kenndar við biskup Ólaf Hjaltason á Hólum, hver þar skyldi hafa úti legið í óveðri um hausttíma og hans fylgjarar eins margir og vörðurnar eru, því hver einn átti að hlaða vörðu fyrir sig sér til hita og uppihalds, þar ei hefur orðið tjaldað, með því í þessu plássi er ei utan grjót og urðir“.

Enn þann dag í dag eru vörðurnar „XI eður XII“. Þær eru ólíkar að stærð og gerð, og bendir það til þess, að þarna hafi margir og misjafnlega hagir menn verið að verki. Sumar hafa raskazt dálítið en aðrar virðast óhaggaðar.

Djöflasandur við Búrfjöll

  • HAH00191
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum, en milli þeirra er Djöflasandur. Hæsti tindur Búrfjalla er 966 metrar yfir sjávarmáli.
Árið 1973 fórst í Búrfjöllum flugvélin Vor með öllum farþegum.

Oddnýjarhnjúkur er nokkuð brattur en þó auðveldur uppgöngu. Hann er álíka hár og Rauðkollur og útsýnið líkt en héðan sést yfir nyrsta hluta þess svæðis sem hér er fjallað um. Graslendi eins og Seyðisárdrög, Beljandatungur, Biskupstungur og Tjarnadalir breiða úr sér í norðaustri og austri. Gufan á Hveravöllum er beint í austri og sýnir afstöðu til vel þekktra staða í nágrenninu.
Miklu nær í sömu stefnu sést niður eftir stóru gili sem nær alveg vestur undir hnúkinn. Það heitir Oddnýjargil og segir sagan að það sé kennt við stúlku sem villtist í þoku á grasafjalli að vori og hafðist þarna við um sumarið. Hún lifði á grösum, berjum og mjólk úr á sem henni tókst að ná og tjóðra með sokkabandinu sínu. Neðan við gilið og þar í grennd er mikið af fjallagrösum og með tilliti til þess getur sagan verið sönn.
Litla-Oddnýjargil er svolítið sunnar og nær aðeins upp að austurbrún fjallanna. Sunnan þess er sauðfjárvarnargirðing vestur yfir fjöllin og í átt að jökuljaðrinum. Markalínan milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu er um hesta hnúk á austurbrún sunnanverðra fjallanna og þaðan í Oddnýjarhnjúk. Áfram liggur hún í sömu stefnu að vatnaskilum í Hundadölum. Norðan Oddnýjarhnjúks er lítill nafnlaus hnjúkur en uppi á honum, í rúmlega 1000 m. hæð, er vænn brúskur af hreindýramosa. Ljós litur hans sker sig skemmtilega frá grjótinu og dökkum mosa sem þarna er víða að finna.
Háfjall er móbergshnjúkur nokkru norðar og er hæst á nyrsta hluta Þjófadalafjallanna. Hér er reyndar komið eina 5 km. frá dölunum þeim og hafa því ugglaust ýmsir efasemdir um að rétt sé að kenna þennan hluta fjallgarðsins við þá. Móbergið er hér áberandi og sums staðar fallega rauðbrúnt. Það er víða í brúnum Hvannavallagils sem sker austurhlíðina. Á þeim slóðum er víða vöxtugur gróður; lyng, víðir blóm og gras. Þarna er í giljunum gott skjól, móbergið fremur laust í sér og víða nægur raki.
Á vestanverðum fjöllunum er heldur kuldalegra en samt má þar í lægðum finna á miðju sumri, auk smávaxins mosa, grasvíði, maríustakk og lambagras svo eitthvað sé nefnt, og yfirleitt er einhver blóm að finna á melunum uppi á fjöllunum þó að þar virðist í fljótu bragði auðn. Jafnvel litlar burnirótarplöntur eru þar á milli steinanna. Hér er líka annars konar líf því að gæsir eru bæði uppí á fjöllunum og niðri í Hundadölum. Eflaust finna þær hér friðland til að endurnýja flugfjaðrir sínar og koma ungum sínum á flug.
Af nyrsta hluta fjallanna sést vel yfir svæðið þar fyrir norðan, Djöflasand, Hundavötn, Búrfjöll og Seyðisárdrög. Norðan við fjöllin rennur Dauðsmannskvísl úr Hundadölum. Hún fellur um Dauðsmannsgil niður af Djöflasandi og sameinar Hvannavallakvísl skömmu síðar. Litlir lækir koma úr norðurhlíðinni og mynda litlar gróðurvinjar sem eru áberandi í auðninni. Þeir geta bæði svalað þorsta göngufólks og glatt augu þeirra er gróðri unna.

Niðurstöður 9601 to 9700 of 10344