Friðrik Friðriksson (1868-1961) Stofnandi KFUM

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Friðrik Friðriksson (1868-1961) Stofnandi KFUM

Parallel form(s) of name

  • Friðrik Friðriksson Stofnandi KFUM

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

25.5.1868 - 9.3.1961

History

Friðrik Friðriksson 25. maí 1868 - 9. mars 1961 Stofnandi KFUM 1899. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsbóndi í K.F.U.M., Reykjavík 1930. Prestur í Reykjavík 1945. Ókvæntur og barnlaus.

Places

Litlidalur í Tungusveit Skagafirði;

Legal status

Functions, occupations and activities

Prestur við Laugarnesspítala 1900-1908, í Reykjavík 1909-1910, Mosfelli í Mosfellssókn 1922-1923 og á Görðum á Akranesi 1932. Stofnandi KFUM 1899
Friðrik kom einnig að stofnun knattspyrnufélaganna Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði. Einnig tók hann þátt í því að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, lúðrasveit og karlakór. Hann kom að stofnun skátafélags og síðast en ekki síst hófst sumarbúðastarf í Vatnaskógi fyrir hans tilstuðlan. En Friðrik hafði kynnst sumarbúðastarfi í Danmörku og því hvatti hann ungu mennina í KFUM á Íslandi til að byrja með samskonar starf.

Mandates/sources of authority

Einkunnarorð Sr. Friðriks voru: Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. (Jes 12:3) og uppáhalds biblíuversið hans var: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm 46:2)
Friðrik var mikið skáld og orti allt sitt líf, og því er til mikið magn sálma, söngva og kvæða eftir hann. Friðrik lést í mars árið 1961 tæplega 93 ára gamall. Líf Friðriks hafði meiri og dýpri áhrif á íslenska menn og menningu á 20. öldinni, en flestra samferðamanna hans.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Friðrik Pétursson 19. febrúar 1841 - 24. desember 1880 Bóndi, smiður og skipstjóri á Hálsi í Svarfaðardal, bóndi í Litladal í Tungusveit, Skag., síðast á Svínavatni í Svínadal, A.-Hún. Var á Hólum, Hólasókn, Skag. 1845. Bóndi á Syðri-Reistará á Galmaströnd 1873 og kona hans 19.10.1866; Guðrún Pálsdóttir 19. september 1839 - 17. nóvember 1927 Húsfreyja á Syðri-Reistará á Galmaströnd 1873. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
Systkini sra Friðriks;
1) Guðrún Elínborg Friðriksdóttir f. 20.6.1869 - 12.6.1870
2) Pálína Guðrún Friðriksdóttir f. 1.1.1871 - 17.4.1872
3) Kristinn Pétur Friðriksson 25.5.1873 Fósturfaðir hans var Guðmundur Þorsteinsson á Breið, Skag.
4) Páll Friðriksson 1. febrúar 1876 - 24. október 1935 Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Húsmaður víða í Skagafirði og Húnaþingi. Bóndi á Gili í Borgarsveit, Skag. Múrari á Sauðárkróki. M1 16.11.1898; Ingibjörg Gunnarsdóttir 31. desember 1870 - 5. nóvember 1912 Húskona víða, m.a. í Steinholti, Staðarhr., Skag. M2; 12.12.1915; Sólveig Danivalsdóttir 27. október 1890 - 5. júlí 1972 Húsfreyja á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja á Gili í Borgarsveit, Skag. og á Sauðárkróki. Síðast bús. í Keflavík. Faðir hennar Danival Kristjánsson (1845-1925)
5) Kristín Hólmfríður Friðriksdóttir 4. febrúar 1878 - 4. júní 1968 Húsfreyja í Vestmannaeyjum. Húsfreyja á Skjaldbreið, Vestamannaeyjasókn 1910. Húsfreyja á Nýlendugötu 15 a, Reykjavík 1930. Maður hennar 17.10.1903; Steinn Sigurðsson 7. apríl 1873 - 9. nóvember 1947 Klæðskerameistari í Vestamannaeyjum. Var á Vestra-Fróðholti, Oddasókn, Rang. 1880. Húsbóndi á Skjaldbreið, Vestmannaeyjasókn 1910. Klæðskeri á Nýlendugötu 15 a, Reykjavík 1930. Sonur þeirra; Friðrik Steinsson (1907-1975) bakari á Selfossi, kona hans 1930; Soffía Símonardóttir (1907-1996) systir Áslaugar konu Páls Hallgrímssonar (1912-2005) síðasta starfandi æviráðinn sýslumaður, sk hans var Svava Steingrímsdóttir (1921-2014)

General context

Sr. Friðrik var vel virtur maður á Íslandi, innan sem og utan KFUM. Hann var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði, heiðursborgari Akraness og var sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar árið 1948 fyrir starf sitt í þágu æsku þessa lands.
Séra Friðrik Friðriksson (f. 25. maí 1868 á Hálsi í Svarfaðardal – d. 9. mars 1961 í Reykjavík) var íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.

Stytta af honum eftir Sigurjón Ólafsson stendur við Lækjargötu í Reykjavík.
Sr. Friðrik Friðriksson fæddist þann 25. maí árið 1868 í Svarfaðardal á Norðurlandi. Við fæðingu var naflastrengurinn vafinn 3 hringi um höfuð Friðriks svo óttast var um líf hans. Ljósmóðirin skírði hann strax skemmri skírn og hann var látinn heita Friðrik í höfuðið á pabba sínum sem talinn var hafa látist á sjó skömmu áður. Seinna kom svo í ljós að pabbi hans hafði lent í hrakningum og hann skilaði sér heim heill á húfi stuttu eftir fæðingu sonar síns. Friðrik ólst upp á Norðurlandi en flutti oft á milli bæja með foreldrum sínum sem voru frekar fátækir. Strax í æsku hafði hann mikinn áhuga á bókum og var trúrækinn. Faðir Friðriks lést þegar hann var ungur og móðir hans var veik en þá var fjölskyldan leyst upp og Friðrik sendur í fóstur.

Friðrik fór í Menntaskólann í Reykjavík sem þá var Latínuskólinn. Hann var ágætis námsmaður og tók virkan þátt í félagslífi skólans. Á miðjum skólaferlinum lenti Friðrik í ástarsorg og hann reyndi að sefa þá sorg með áfengisdrykkju og varð sífellt óánægðari með sjálfan sig. Hann ákvað því að fara með skipi til Færeyja og vildi helst bara deyja. En á skipinu kynntist hann manni sem leið álíka illa og honum og Friðrik fór í það hlutverk að reyna að hughreysta hann. Við það áttaði Friðrik sig á því að hann yrði að takast á við eigið líf. Þegar Friðrik kom til Færeyja fékk hann sér vinnu. Hann varð einnig fyrir trúarlegri reynslu sem fékk hann til að snúa aftur heim til Íslands og klára skólann. Eftir stúdentsprófið fór Friðrik svo til Danmerkur og kynntist starfi KFUM, þar hjálpaði hann drengjum sem bjuggu við erfiðar aðstæður.

Starf Friðriks fréttist til Íslands og sendi skólastjóri prestaskólans í Reykjavík, Þórhallur, honum bréf þar sem hann bað hann að koma heim til Íslands og byrja KFUM starf. Friðriki þótti það ekki góð hugmynd að yfirgefa starfið í Danmörku sem gekk svo vel og fara út í óvissuna á Íslandi. Einnig efaðist Friðrik um að hann hefði þá hæfileika sem þyrfti til að byrja starfið í Reykjavík. Friðrik geymdi bréfið en stuttu síðar þegar hann skoðaði bréfið betur tók hann eftir því að það var akkúrat skrifað sama kvöld og hann hafði beðið Guð að leiðbeina sér um framtíð sína. Friðrik leit á þetta sem tákn frá Guði og fór skömmu síðar til Íslands. Þegar hann kom heim fór hann að læra í Prestaskólanum og undirbúa stofnun KFUM. KFUM stofnaði hann svo formlega 2. janúar 1899 og 29. apríl samar ár eftir að stelpurnar höfðu þrýst á hann stofnaði hann KFUK. Eftir þetta gaf Friðrik sig allan í starf KFUM og KFUK á Íslandi.

Relationships area

Related entity

Danival Kristjánsson (1845-1925) Litla-Vatnsskarði (15.2.1845 - 25.8.1925)

Identifier of related entity

HAH03004

Category of relationship

family

Dates of relationship

12.12.1915

Description of relationship

Páll (1876-1935) var giftur Sólveigu (1890-1972) dóttur Danivals.

Related entity

Sólveig Danivalsdóttir (1890-1972) Gili í Borgarsveit (27.10.1890 -5.7.1872)

Identifier of related entity

HAH06396

Category of relationship

family

Dates of relationship

12.12.1915

Description of relationship

mágur hennar, bróðir Páls

Related entity

Guðrún Pálsdóttir (1839-1927) Syðri Reystará (19.9.1839 - 17.11.1927)

Identifier of related entity

HAH04417

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Pálsdóttir (1839-1927) Syðri Reystará

is the parent of

Friðrik Friðriksson (1868-1961) Stofnandi KFUM

Dates of relationship

25.5.1868

Description of relationship

Related entity

Svava Steingrímsdóttir (1921-2014) Svalbarða (8.9.1921 - 31.7.2014)

Identifier of related entity

HAH02057

Category of relationship

family

Type of relationship

Svava Steingrímsdóttir (1921-2014) Svalbarða

is the cousin of

Friðrik Friðriksson (1868-1961) Stofnandi KFUM

Dates of relationship

1930

Description of relationship

Fyrri kona Páls Hallgrímssonar (1912-2005) seinni manns Svövu, var Áslaug Símonardóttir Selfossi systir Soffíu (1907-1996) en maður hennar var Friðrik Steinsson (1907-1975) bakari á Selfossi sonur Kristínar Hólmfríðar, systur sra Friðriks

Related entity

Jónas Erlendsson (1818-1895) Tindum (9.3.1818 - 17.2.1895)

Identifier of related entity

HAH05798

Category of relationship

family

Type of relationship

Jónas Erlendsson (1818-1895) Tindum

is the cousin of

Friðrik Friðriksson (1868-1961) Stofnandi KFUM

Dates of relationship

1868

Description of relationship

Guðrún Erlendsdóttir samfeðra systir Jónasar var móðuramma sra Friðriks.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03455

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.4.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

® GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places