Gilá í Vatnsdal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Gilá í Vatnsdal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(950)

Saga

Gilá stendur á lítilli undirlendisskák norðan Gilár, smá á sem fellur úr djúpu og fögru kleyfagili rétt sunnan bæjar og til Vatnsdalsár vestan Gilárskróks, en þar hefur hún kastað sér þvert yfir dalinn og fellur síðan með hlíðarrótum út að Kötlustaðamel. Jörðin er landlítil og möguleikar til frekari ræktunar nánast enigir. Frá Gilá voru hinir kunnu bræður Guðmundur, Daði, Daníel og Díómedes Davíðssynir. Skógrækt ríkisins á nú jörðina 1975] og er hafist handa um skógrækt. Íbúðarhús byggt 1958, 344 m3. Fjárhús yfir 150 fjár og nautgriðir að hluta þar. Hlaða 794 m3. Tún 11,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Staðir

Vatnsdalur; Áshreppur; Gilá [áin ]: Gilárgil; Gilárskrókur; Gilárfell; Gilárlaut; Kötlustaðir; Kötlustaðamelur; Kötlustaðahlíð; Marðarnúpur[býlið var hluti af Marðarnúpslandi 1706]; Fremstilækur; Snagi; Selkvísl; Sýkiskrókur; Tunguá; Illagjá; Svartfell; Sauðadalslækur; Sauðadalur; Ás; Kolamannahvammur í Blöndugili;

Réttindi

Giliaaa. [Giljaá]
Þriðja býli og afdeildur bær hjer á Marðargnúpi. Dýrleikinn er kallaður og haldinn xx & , og so tíundast fjórum tíundum. Eigandinn að þessum xx & er ekkjan Sigríður Þorvarðsdóttir að Hofi í Vatnsdal. Abúandinn Jón Gunnarsson. Landskuld i & . Betalast í öllum gildum landaurum heim til landsdrottins. Leigukúgildi iiii. Leigur gjaldast í smjöri heim til Landsdrottins, ef á það skortir betalast í landaurum. Kvaðir öngvar. Kvikfjenaður v kýr, liiii ær, vi sauðir tvævetrir og eldri, xi veturgamlir, xxiiii lömb, v hestar, iii hross. Fóðrast kann iii kýr, xx lömb, xxx ær, i hestur. Eigendur eigna jörðunni x @ land í Sauðadal, og so segir almenníngsrómur. Selstöðu á Marðargnúpur fyrir Öxlum, og er það kallað x @ land; þá selstöðu brúkar Marðargnúpur hvenær sem ábúendur vilja, og er þó lángt og örðugt til að sækja. Torfrista og stúnga er heima sæmileg. Móskurður til eldiviðar hefur brúkast í manna minni, og mætti enn vera, en brúkast ei. Rifhrís á jörðin ekki heima, ekki nær en í selstöðunni. En þó menn eigni það jörðinni í Haukagilslandi eftir munnmælum, vita menn ekki rök til, og óvist hvað að lögum vinnist ef til greina kemur. Laxveiði og silúngs er ekki von, nema í Vatnsdalsá fyrir litlum hluta jarðarinnar lands. Grasatekjuvon gagnvæna brúka margir orðlofslaust sem annarstaðar. Munnmæli eru, að hálfkirkjan eigi rekahlut í Spákonuarfi; enginn man að þess hafi ábúendur nje eigendur notið. Sömu munnmæli eigna jörðinni hrossabeit í Ásshaga. Fyrir hvað mörg hross og hvað lengi er ekki greint, en allir segja um vetur vera skuli. Skógarítak í Kolamannahvammi í Blöndugili þorir enginn með berum orðum að eigna jörðinni, so menn megi því vænast, en láta þó af sjer heyra, að sú ítala mundi nokkur, ef munnmæli gilda. Túninu á þeim parti jarðarinnar, sem Giljaá heitir, granda leir- og grjótskriður úr brattlendi. Engi heimajarðarinnar öllu grandar vatnsfall það sem kallað er Túnguá. Landþröng er hin mesta á allri jörðinni á heimalandi.

Starfssvið

Kristfjárjörð

Lagaheimild

Húsakynni voru mjög lítil á Gilá. Gengið var inn bæjargöng og upp tvær tröppur upp á baðstofugólfíð. Var eldavél þar í hálfu stafgólfi en baðstofan annars tvö stafgólf. Voru gömlu hjónin í innra stafgólfinu en systkinin í því fremra. Var rúm Daða aftur af rúmi móður hans, gluggamegin í baðstofunni. Sat Daði mikið á rúmi sínu við fræðaöflun og skriftir, við mjög slæma aðstöðu. Skrifborðið var kistill sem stóð aftast í rúmhorninu fast fram við uppganginn í baðstofuna. Sat hann því snúinn við skriftirnar. Norðan við baðstofuna var búr eða skáli með moldargólfi og að mestu óþiljað. Þar borðaði fólkið að sumrinu og að einhverju leyti var þetta svefnhús.

Einar svaf að sumrinu úti í skemmu sem stóð norður á hlaðinu þar sem hann hafði einnig smíðaaðstöðu. Baðstofan á Gilá var svo mjó að ekki var hægt að hafa venjulegt borð á gólfinu. Kommóða var inn við stafninn á milli rúma þeirra Davíðs og Þuríðar og þar yfir lítil hilla. Veðurhús, sem var loftvog, stóð á hillunni. Þótti okkur krökkunum það mikið undur. Sú var náttúra veðurhússins að kerling kom út er spáð var góðu veðri en karl ef það var lakara eða á því von.

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

um1901 og 1910- Daði Davíðsson 22. september 1859 ógiftur bóndi Gilá í Vatnsdal 1901 og 1910, Gili 1920

1922-1961- Indriði Guðmundsson 5. mars 1892 - 17. apríl 1976. Bóndi á Gilá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og oddviti á Gilá í Áshr., A-Hún. Fyrri kona hans; Kristín Gísladóttir

  1. jan. 1898 - 2. mars 1933. Húsfreyja á Gilá, Undirfellssókn, A-Hún. og var þar 1930. Seinni kona hans; Jakobína Björnsdóttir 20. mars 1916 - 3. ágúst 1957. Var á Hæli, Blönduósssókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Gilá.

1958- Marteinn Ágúst Sigurðsson 17. okt. 1923 - 27. maí 1999. Var á Freyjugötu 11, Reykjavík 1930. Bóndi og húsgagnasmiður. Nemi Í Reykjavík 1945. Var í Gilá, Áshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Áshreppi. Kona hans; Þuríður Indriðadóttir 8. júní 1925 - 25. ágúst 1993. Var á Gilá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Gilá, Áshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Gilá.

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir kristfjárjörðinni Gilá í Vatnsdal.

Að sunnan ræður merkjum gagnvart Marðarnúpi Gilárgil á fjall upp, meðan til endist, þá bein stefna fyrir norðan Gilárfell í Fremstalæk, ræður þá lækur þessi beint í Snaga við Selkvísl. Að sunnan og neðan, þar sem Gilárlaut gengur úr Giljárfarveginum, ræður laut þessi merkjum allt vestur í Sýkiskrók, þá ræður sýkið til vörðu, sem stendur á sýkisbakkanum, og úr vörðunni bein stefna í Tunguá, sem ræður merkjum til Vatnsdalsár. Að vestan ræður Vatnsdalsá, allt að jarðföstum steini, sem er við veginn og merktur er bókstöfunum L.M. Að norðan ræður merkjum gagnvart Kötlustöðum bein stefna úr nefndum steini í markstein í Kötlustaðahlíð, þaðan í Illugjá, þar sem hún myndast í fjallsbrúninni, þá bein lína yfir Svartfell austur í Sauðadalslæk. Að austan ræður Sauðadalslækur, þar til hann beygist og nefnist Fremstilækur. Gilá á slægnaítök í Marðarnúpsengi vestan Tunguár, sem er afmarkað með 3 vörðum.

Kornsá og Undirfelli, 25. júlí 1890.
Lárus Blöndal, Hjörl. Einarsson umráðamenn kristfjárjarðanna Gilár, Marðanúps og Kötlustaða.

Lesið upp á manntalsþingi að Ási, hinn 28. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 247, fol. 129.

Tengdar einingar

Tengd eining

Kötlustaðir í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00177

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Böðvar Indriðason (1929-1982) frá Gilá í Vatnsdal (21.6.1929 - 10.1.1982)

Identifier of related entity

HAH02972

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jósef Davíðsson (1832) Eiðsstöðum (3.5.1832 -)

Identifier of related entity

HAH09332

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Davíðsdóttir (1867-1966) Gilá (11.8.1867 - 4.11.1966)

Identifier of related entity

HAH09377

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Davíðsson (1874-1953) Kennari (8.11.1874 - 13.9.1953)

Identifier of related entity

HAH03989

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laufey Marteinsdóttir (1960-1995) (28.1.1960 - 22.10.1995)

Identifier of related entity

HAH01697

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Marteinsdóttir (1956) Gilá Vatnsdal (24.6.1956 -)

Identifier of related entity

HAH06910

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Davíðsdóttir (1866-1947) Gilá (1.4.1866 - 20.11.1947)

Identifier of related entity

HAH01471

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Vatnsdal

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsdalur (um 880 -)

Identifier of related entity

HAH00412

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sauðadalur ((900))

Identifier of related entity

HAH00405

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Helga Davíðsdóttir (1880-1963) Árbakka (16.9.1880 - 6.5.1963)

Identifier of related entity

HAH04881

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Marðarnúpur í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00052

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Undirfellskirkja (1893) (1893-1990)

Identifier of related entity

HAH10010

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Undirfellskirkja 1893- (1893)

Identifier of related entity

HAH00569a

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Gísladóttir (1898-1933) Gilá (22.1.1898 - 2.3.1933)

Identifier of related entity

HAH04189

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kristín Gísladóttir (1898-1933) Gilá

controls

Gilá í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Indriði Guðmundsson (1892-1976) Gilá (5.3.1892 - 17.4.1976)

Identifier of related entity

HAH05171

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Indriði Guðmundsson (1892-1976) Gilá

controls

Gilá í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristín Indriðadóttir (1947) Gilá (14.11.1947 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kristín Indriðadóttir (1947) Gilá

is the superior of

Gilá í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Daði Davíðsson (1859) Gilá í Vatnsdal (22.9.1859 -)

Identifier of related entity

HAH02994

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Daði Davíðsson (1859) Gilá í Vatnsdal

controls

Gilá í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gilá í Vatnsdal bændabýli, á og foss (874 -)

Identifier of related entity

HAH00042

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Gilá í Vatnsdal bændabýli, á og foss

er stjórnað af

Gilá í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Marteinn Ágúst Sigurðsson (1922-1999) Gilá (17.10.1923 - 27.5.1999)

Identifier of related entity

HAH01770

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00042

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 1.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðarbók Árna Magnússonar og Eggerts Ólafssonar 1706. Bls 295
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 247, fol. 129.
Húnaþing II bls 331

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir