Jón Kaldal (1896-1981) Ljósmyndari Reykjavík

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Kaldal (1896-1981) Ljósmyndari Reykjavík

Parallel form(s) of name

  • Jón Jónsson Kaldal (1896-1981) Ljósmyndari Reykjavík

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

24.8.1896 - 30.10.1981

History

Jón Jónsson Kaldal 24. ágúst 1896 - 30. okt. 1981. Var í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Var í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Hann var fæddur í Stóradal. Einn þekktasti íslenski ljósmyndarinn og afreksmaður í frjálsum íþróttum. Hann var með ljósmyndastofu á Laugaveginum í 49 ár og tók yfir 100 þúsund ljósmyndir á ferli sínum.
Sjö ára gamall missti hann móður sína, bróðir hans lést nokkrum mánuðum síðar og föður sinn missti hann tíu ára gamall. Hann var þá sendur í fóstur ásamt bróður sínum Leifi og systur Ingibjörgu til föðurbróður þeirra, Pálma að Ytri-Löngumýri sem var næsti bær við Stóradal. Fóstru sína missti hann úr lungnabólgu 1911.

Places

Legal status

Jón stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri
1911 fluttist hann til Reykjavíkur. Þar hóf hann nám við ljósmyndum hjá Karli Ólafssyni árið 1915-1918.
Hann fór til Danmerkur að stunda frekara nám í ljósmyndun og sótti meðal annars námskeið í Fagskolen sem Dansk fotografisk Forening rak í Kaupmannahöfn. Hann dvaldi þar til 1925

Functions, occupations and activities

Hann starfaði sem ljósmyndari á stofu, fyrst hjá Emil Clausen og síðar hjá Peter Elfelt í Kaupmannahöfn.
Fagurfræðileg nálgun í mannmyndatökum var sérkenni Jóns Kaldals og hann hefur verið marglofaður fyrir verk sín. Kaldal kynntist ljósmyndun á unglingsárunum og lærði fagið um stund í Reykjavík. Hann sigldi til Danmerkur til áframhaldandi náms og kynntist sænskum ljósmyndara Bror Johanson sem hann nefnir sem sinn helsta áhrifavald. Við heimkomu árið 1925 opnaði Kaldal stofu á Laugavegi 11. Hans vinnulag var einstakt meðal stúdíóljósmyndara þar sem hann notaðist við lágmarks ljós og gluggabirtu. Myndir hans voru dökkar og dulúðlegar nærmyndir sem gjarnan sýndu sterk persónueinkenni. Eftirminnilegar myndir hans af þekktum einstaklingum eins og t.d. Kjarval, Steini Steinarr, Ástu Sigurðardóttur og Finni Jónssyni áttu þátt í að móta ímynd þeirra sem listamanna og einstaklinga en jafnframt að halda á lofti nafni Kaldals. Margar ógleymanlegar myndir tók hann af fólki sem hann sá á förnum vegi og bað sérstaklega um að fá að mynda á ljósmyndastofu sinni. Kaldal tók þátt í nokkrum samsýningum og var fyrstur ljósmyndara á Íslandi til að halda einkasýningu. Sú sýningin Svart og hvítt var haldin árið 1966 í tilefni sjötugsafmæli Kaldals. Þar voru sýndar stækkaðar mannamyndir fyrst og fremst af listamönnum og frægu fólki úr þjóðlífinu. Kaldal gaf sér rými innan stofunnar til að vinna sem skapandi ljósmyndari en vann annars við fjöldaframleiðslu. Árið 1933 keypti Kaldal svokallaða Polyfoto myndavél og var einn af tveimur sérleyfishöfum á Íslandi. Með slíkri vél var hægt festa á eina myndaplötu 48 tökur. Þannig fékk hver viðskiptavinur af sér fjölmargar myndir á lágu verði. Polyfoto urðu það vinsælar að Kaldal var gagnrýndur af félögum sínum í Ljósmyndarafélagi Íslands fyrir lágt verð á myndatökum. En mannamyndir voru ekki eina viðfang Jóns Kaldals. Hann tók töluvert af innanhússmyndum bæði í heimahúsum, skólum og fyrirtækjum sem sýna aðra hlið á honum sem ljósmyndara.

Kaldal vann við ljósmyndun í yfir fimmtíu ár. Lengst allra hélt hann áfram að taka ljósmyndir á glerplötur eða fram yfir 1970. Myndasafn hans kom að hluta til Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni eftir bruna sem varð á ljósmyndastofu hans árið 1963 en seinni hlutinn kom árið 1996. Það eru um 98000 plötur í Kaldalssafni og 106 frummyndir.
Hann rak ljósmyndastofu sína frá 1925 þar til hann lét að störfum 1974 en þá tók Ingibjörg dóttir hans við henni og rak hana 1977

Mandates/sources of authority

Honum var veittur riddarakross fálkaorðunnar 1967.
Jón var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2017.

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Jón Jónsson 31.7.1857 - 15.9.1895. Móðir hans; Salóme (1826-1909). Var í Sólheimum, Svínavatnssókn, Hún. 1860. Bóndi í Stóradal, Svínavatnshreppi, A-Hún. Var þar 1901 og kona hans; Ingibjörg Gísladóttir 10. okt. 1874 - 22. nóv. 1903. Húsfreyja í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. Var þar 1901.

Systkini;
1) Leifur Jónsson Kaldal 29. ágúst 1898 - 20. okt. 1992. Gullsmiður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Þorleifur Jónsson Kaldal 29. ágúst 1898. Var í Stóradal, Svínavatnssókn, Hún. 1901. Gullsmiður á Bókhlöðustíg 2, Reykjavík 1930.
3) Ingibjörg Guðrún Kaldal Jónsdóttir 19. nóv. 1903 - 31. júlí 1986. Var á Bókhlöðustíg 2, Reykjavík 1930. Fósturmóðir: Ragnheiður Bjarnadóttir. Húsfreyja í Reykjavík 1945.

Kona hans; Guðrún Sigurðardóttir Kaldal 14. ágúst 1918 - 10. jan. 1984. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Börn þeirra;
1) Jón Kaldal 14. mars 1942 - 11. feb. 2003. Byggingatæknifræðingur. Kona hans; Steinunn K. Kristinsdóttir f. 9. desember 1945.
2) Dagmar Kaldal 30. janúar 1945, gift Ágústi Friðrikssyni, f. 26. október 1944
3) Ingibjörg Kaldal 11. apríl 1947 - 22. júlí 2010. Ljósmyndari. Sonur Ingibjargar er Sigurður Kaldal, f. 26. janúar 1968. Maki Rúna Magdalena Guðmundsdóttir, f. 30. september 1976. Meðal ljósmyndara sem lærðu hjá Ingibjörgu má nefna Ragnar Axelsson á Morgunblaðinu

General context

Jón Kaldal, ljósmyndari og ólympíufari, fæddist í Stóradal, A-Hún. 24. ágúst 1896. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Ingibjörg Gísladóttir, bændur í Stóradal. Hann kvæntist Guðrúnu Sigurðardóttur og eignuðust þau þrjú börn.

Jón stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og flutti til Reykjavíkur og lærði ljósmyndun hjá Carli Ólafssyni 1915-1918.
Eftir það fór hann til Danmerkur að stunda frekara nám í ljósmyndun og sótti meðal annars námskeið í Fagskolen sem Dansk fotografisk Forening rak í Kaupmannahöfn. Hann dvaldi þar til 1925 og starfaði sem ljósmyndari á stofu, fyrst hjá Emil Clausen og síðar hjá Peter Elfelt.

Árið 1925 flutti hann til Íslands og keypti ljósmyndastofu Jóhönnu Pétursdóttur & Co á Laugavegi 11 og rak hana til 1974. Hann festi kaup á sérstakri myndavél sem tók polyfoto-myndir og tók allt að 48 myndir á sama spjaldið. Hann rak ljósmyndastofuna Polyfoto samhliða hinni í að minnsta kosti áratug.

Með honum bárust nýjustu straumar í ljósmyndun til landsins. Ljósmyndir hans voru einstaklega góðar og var hann eftirsóttur ljósmyndari. Margar portrettmynda hans af helstu listamönnum þjóðarinnar, meðal annars af rithöfundinum Ástu Sigurðardóttur, Jóhannesi Kjarval auk fjölda annarra, eru löngu orðnar sígild meistaraverk.

Jón Kaldal tók þátt í fjölda sýninga og samsýninga víða um heim, m.a. á norrænni ljósmyndasýningu 1939 í Charlottenlund í Kaupmannahöfn í tilefni af 100 ára afmæli ljósmyndunar.

Jón var mikill íþróttamaður og keppti meðal annars fyrir Dani á Ólympíuleikunum 1920. Hann vann til margra verðlauna í frjálsum íþróttum og gegndi formennsku Íþróttafélags Reykjavíkur árin 1937-1954. Hann var stofnfélagi Ljósmyndarafélags Íslands 1926 og heiðursfélagi þess frá 1976. Honum var veittur riddarakross fálkaorðunnar 1967.

Relationships area

Related entity

Carl Ólafsson (1887-1953) ljósmyndari Reykjavík (22.12.1887 - 7.1.1953)

Identifier of related entity

HAH06142

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1915-1918

Description of relationship

nam ljósmyndun hjá honum 1915-1918

Related entity

Ytri-Langamýri í Svínavatnshreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00542

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1906-1915

Description of relationship

fósturbarn þar

Related entity

Stóridalur Svínavatnshreppi ([900])

Identifier of related entity

HAH00483

Category of relationship

associative

Dates of relationship

24.8.1896

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Gagnfræðaskólinn á Akureyri (1902 -)

Identifier of related entity

HAH00008

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

nemandi þar

Related entity

Pálmi Jónsson (1850-1927) Ytri-Löngumýri (5.10.1950 - 7.2.1927)

Identifier of related entity

HAH07407

Category of relationship

family

Type of relationship

Pálmi Jónsson (1850-1927) Ytri-Löngumýri

is the parent of

Jón Kaldal (1896-1981) Ljósmyndari Reykjavík

Dates of relationship

24.8.1896

Description of relationship

fósturfaðir og föðurbróðir

Related entity

Leifur Kaldal (1898-1992) gullsmiður (29.8.1898 - 20.10.1992)

Identifier of related entity

HAH01712

Category of relationship

family

Type of relationship

Leifur Kaldal (1898-1992) gullsmiður

is the sibling of

Jón Kaldal (1896-1981) Ljósmyndari Reykjavík

Dates of relationship

29.8.1898

Description of relationship

Related entity

Þorleifur Jónsson (1855-1929) alþm Rvk frá Stóradal (26.4.1855 - 2.4.1929)

Identifier of related entity

HAH07463

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorleifur Jónsson (1855-1929) alþm Rvk frá Stóradal

is the cousin of

Jón Kaldal (1896-1981) Ljósmyndari Reykjavík

Dates of relationship

1896

Description of relationship

föðurbróðir

Related entity

Salóme Þorleifsdóttir (1826-1909) Stóradal (30.8.1826 - 19.4.1909)

Identifier of related entity

HAH06597

Category of relationship

family

Type of relationship

Salóme Þorleifsdóttir (1826-1909) Stóradal

is the grandparent of

Jón Kaldal (1896-1981) Ljósmyndari Reykjavík

Dates of relationship

24.8.1896

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05630

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 26.2.2023

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places