Marinó Kristinsson (1910-1994) prestur Valþjófsstað

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Marinó Kristinsson (1910-1994) prestur Valþjófsstað

Hliðstæð nafnaform

  • Marinó Friðrik Kristinsson (1910-1994) prestur Valþjófsstað

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17.9.1910 - 20.7.1994

Saga

Marinó Friðrik Kristinsson fæddist í Grimsby á Englandi 17. september 1910. Hann lést í Reykjavík 20. júlí 1994. Vann jafnframt mikið að söngmálum og kirkjukórastarfi á prestskaparárum sínum 1936-1979. Marinó ólst upp í Reykjavík með móður sinni, sem vann ein fyrir sér og honum, þar til hún giftist Þorsteini sem reyndist Marinó vel í alla staði svo og börnum hans.
Marinó var með stærstu og sterkustu mönnum, beinvaxinn, þrekinn og mikill íþróttamaður á yngri árum. Hann var glaður í bragði og bar mótlæti og heilsubrest með trú og þolgæði, var lítið fyrir hégómaskap og gekk í öll störf inni á heimilinu og utandyra.

Staðir

Grimsby Englandi: Reykjavík: Vallanes á Völlum 1936-1939 og aftur 1960-1966:: Ísafjörður 1939: Valþjófsstaður í Fljótsdal 1942: Sauðanes á Langanesi 1967:

Réttindi

Marinó varð stúdent frá MR 1930 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1936. Hann stundaði nám í söng og orgelleik hjá Sigurði Birkis í Reykjavík 1930-1936. Útför sr. Marinós fór fram frá Egilsstaðakirkju hinn 30. júlí 1994 og var hann jarðsettur í Valþjófsstaðarkirkjugarði.

Starfssvið

Marinó var skrifstofumaður í Reykjavík 1930-31, lögreglumaður um tíma og vann við ýmis önnur störf. Marinó var veitt Vallanes á Völlum 1936 frá 1. sept. og vígður 16. ágúst sama ár, veittur Ísafjörður 22. júní 1939 og Valþjófsstaður í Fljótsdal 1942 frá 1. júní, veitt Vallanes á Völlum í annað sinn 1960 frá 1. júní sama ár, og lausn 1966 frá 1. júní sama ár. Settur sóknarprestur í Sauðanesprestakalli 1966 frá 1. júní sama ár og veitt Sauðanes 1967 frá 1. júlí sama ár. Settur prófastur í Norður-Þingeyjarprófastdæmi 1966 til 1971. Honum var veitt lausn frá embætti fyrir aldurs sakir 1. des. 1979. Hann vann við kennslu- og prófdómarastörf á Hallormsstað og víðar á Héraði, kenndi við Grunnskólann á Þórshöfn 1967 til 1973 og var prófdómari við skólann 1967 til 1977. Marinó starfaði í KFUM á menntaskóla- og háskólaárum 1925 til 1936. Stundaði þá einnig frjálsar íþróttir hjá íþróttafélaginu Ármanni og var m.a. methafi í kúluvarpi og spjótkasti. Hann hafði afburðafagra söngrödd og var þekktur fyrir söng sinn, tón- og orgelleik. Hann söng með karlakór KFUM og síðar Karlakór Reykjavíkur og tók þátt í söngför kórsins til Norður-Ameríku haustið 1946.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Gestur Kristinn Guðmundsson, skipstjóri í Reykjavík, f. 8. okt. 1881, d. 26. apríl 1931, og Ágústa Margrét Sigríður Valdimarsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 2. sept. 1890, d. 21. sept. 1973. Stjúpfaðir hans var Þorsteinn Ingimar Sigurðsson, sjómaður og útgerðarmaður í Reykjavík, f. 19. nóv. 1891, d. 28. sept. 1954.
Systkini Marinós voru
1) Oddný Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 13. des. 1931 í Reykjavík, d. 11. júní 1934;
2) Þóra Þorsteinsdóttir, f. 30. okt. 1933 í Reykjavík
3) Sigurður Þorsteinsson, f. 11. apríl 1936 í Reykjavík, d. 20. okt. 1984.
Maki 1, 25. okt. 1935: Hrefna Ásgeirsdóttir. f. 22. feb. 1917, d. 22. apríl 1939, húsfreyja.
Kjörsonur þeirra (systursonur Hrefnu):
1) Hrafn, f. 2. okt. 1938, d. 3. jan. 1986.
Maki 2, 16. nóv. 1940: Þórunn Valgerður Björnsdóttir, f. 22. feb. 1917, d. 17. feb. 1984, húsfreyja. Þau skildu.
Maki 3, 19. júlí 1949: Þórhalla Gísladóttir, f. 11. mars 1920 í Skógargerði í Fellum, N-Múl., d. 18. apríl 2006 í Reykjavík.
Börn Þórhöllu og Marinós:
1) Dagný, f. 12. maí 1947,
2) Hrefna, f. 31. mars 1950,
3) Ágúst, f. 5. maí 1951,
4) Gísli Már, f. 16. sept. 1952,
5) Rósa Kristín, f. 28. nóv. 1953,
6) Steinunn, f. 13. júní 1958,
7) Kolbeinn, f. 15. júlí 1959,
8) Úlfur Heiðar, f. 23. des. 1961.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Dagný Pálsdóttir (1885-1979) Skógargerði í Fellum (4.3.1885 - 2.3.1979)

Identifier of related entity

HAH03002

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1949 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Zophonías Ásgeirsson (1924-2013) Ásgeirshúsi Blönduósi (1.6.1924 - 27.9.2013)

Identifier of related entity

HAH02124

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1935 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Arndís Ásgeirsdóttir (1919-2006) Ásgeirshúsi (13.9.1919 - 26.12.2006)

Identifier of related entity

HAH01042

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1935 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ása Ásgeirsdóttir (1914-1996) Ásgeirshúsi (27.8.1914 - 3.4.1996)

Identifier of related entity

HAH01076

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1935 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásgeir Þorvaldsson (1881-1962) Ásgeirshúsi (4.8.1881 - 25.1.1962)

Identifier of related entity

HAH03630

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ása Halldórsdóttir (1959) Reykjavík (25.7.1959 -)

Identifier of related entity

HAH03594

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Olga Magnúsdóttir (1921-1977) frá Flögu (7.2.1921 - 23.8.1977)

Identifier of related entity

HAH06152

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Valgarð Ásgeirsson (1927-1996) múrari Blönduósi (25.10.1927 - 22.4.1996)

Identifier of related entity

HAH06847

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hrefna Ásgeirsdóttir (1909-1939) Vallanesi, frá Blönduósi (12.2.1909 - 22.4.1939)

Identifier of related entity

HAH07589

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hrefna Ásgeirsdóttir (1909-1939) Vallanesi, frá Blönduósi

er maki

Marinó Kristinsson (1910-1994) prestur Valþjófsstað

Dagsetning tengsla

1935

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórhalla Gísladóttir (1920-2006) Valþjófsstað (11.3.1920 - 18.4.2006)

Identifier of related entity

HAH05666

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þórhalla Gísladóttir (1920-2006) Valþjófsstað

er maki

Marinó Kristinsson (1910-1994) prestur Valþjófsstað

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01759

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 7.7.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir