Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

23.10.1926 - 14.1.2008

Saga

Þóranna Kristjánsdóttir fæddist í Stapa í Lýtingsstaðahreppi 23. október 1926. Þóranna ólst upp í Stapa og Hamarsgerði og víðar í Lýtingsstaðahreppi.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 14. janúar síðastliðinn.
Útför Þórönnu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Stapi í Lýtingsstaðahreppi: Hamarsgerði:

Réttindi

Hún lauk hefðbundnu barnaskólaprófi en var síðan einn vetur við nám á Laugum.

Starfssvið

Hún hóf búskap í Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu með fyrri eiginmanni sínum, Erlendi, árið 1947. Þau slitu samvistir 1967 og synirnir tveir tóku við búi þeirra. Þóranna fluttist til Sauðárkróks 1969 með seinni manni sínum Guðmundi og bjó hún þar til dauðadags. Á Króknum gegndi hún hinum ýmsu störfum, í sokkaverksmiðjunni, á Hótel Mælifelli, á saumastofunni Vöku en lengst af á Heilbrigðisstofnuninni, ýmist við þvotta eða í eldhúsi til 70 ára aldurs.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Kristján Árnason f. 5. júlí 1885 - 18. október 1964. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Bóndi á Krithóli á Neðribyggð, í Efra-Lýtingsstaðakoti og í Stapa í Tungusveit, í Hamarsgerði á Fremribyggð og í Hvammkoti í Tungusveit, Skag. og Ingibjörg Jóhannsdóttir f. 1. desember 1888 - 31. maí 1947. Húsfreyja í Hamarsgerði á Fremribyggð og víðar í Skagafirði, frá Þorsteinsstaðakoti.
Systkini Þórönnu eru
1) Guðrún Kristjánsdóttir f. 11. júlí 1913 - 17. júlí 2002. Húsfreyja á Starrastöðum á Fremribyggð, Skag. 1937-82. Eiginmaður Guðrúnar var Páll Gísli Ólafsson, f. 15. maí 1910 á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi, d, 12. jan. 1990 á Sauðárkróki.
2) Þuríður Kristjánsdóttir f. 3. september 1915 - 8. ágúst 1916
3) Fjóla Kristjánsdóttir f. 10. nóvember 1918 - 16. febrúar 2014. Var á Torfustöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Maður hennar 5.2.1944 Jósef Stefán Sigfússon f. 28. nóvember 1921 - 21. desember 2012. Var á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Torfustöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi á Torfustöðum og síðar bús. á Sauðárkróki. Bróðir Péturs Sigfússonar í Álftagerði. Móðir Ingibjargar í Enni.
4) Þuríður Kristjánsdóttir f. 9. janúar 1921 - 28. apríl 1991. Húsfreyja á Varmalæk á Neðribyggð, Skag. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Ingibjörg Kristjánsdóttir f. 11. september 1922 - 2. janúar 2010. Húsfreyja á Sauðárkróki. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Fósturforeldrar: Sigurður Þórðarson, f. 19.7.1888 – 13.8.1967, hreppstjóri á Sauðárkróki 1930. Heimili: Nautabúi, Lýtingsstaðahr. Bóndi á Nautabúi á Fremribyggð, Skag. um 1910-38. Hreppstjóri, kaupfélagsstjóri og alþingismaður á Sauðárkróki um 1937-46. Flutti þá til Reykjavíkur. Síðast bús. þar. Sigurður var í fóstri um skeið hjá Benedikt Sigurðssyni f. 12.11.1865 bónda á Fjalli í Sæmundarhlíð, Skag. og Ingibjörg Sigurlaug Sigfúsdótir, f. 23.9.1890 – 26.9.1965.
Ingibjörg giftist 27. maí 1944, Guðjóni Ingimundarsyni, f. 12. janúar 1915.
6) Árni Kristjánsson 5. ágúst 1924 - 10. janúar 1995. Búsettur á Hofi í Varmahlíð. Síðar iðnverkamaður á Akureyri. Árni kvæntist 21. maí 1955 Jórunni Birnu Sigurbjörnsdóttur sem fædd var á Bakka í Viðvíkursveit hinn 3. júlí 1925, en lést 30. maí 1979.
7) Haukur Kristjánsson f. 13. júlí 1928 - 15. júlí 1994 Bifvélavirki á Akureyri. Síðast bús. á Akureyri. Haukur kvæntist 26. janúar 1952. Önnu Friðriku Steindórsdóttur f. 25. júlí 1930 Syðsta-Samtúni, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1930.
8) Sverrir Kristjánsson f. 19. ágúst 1931 - 17. nóvember 1982. Verkstjóri á Eskifirði.

Þóranna giftist 23. október 1947 Erlendi Klemenssyni bónda frá Bólstaðarhlíð, f. 24.6. 1922, d. 4.8. 1987. Þau skildu.
Börn þeirra:
1) Kolbeinn, f. 2.7. 1948, kvæntur Sólveigu Ingu Friðriksdóttur, f. 5.1. 1952. Börn þeirra: a) Erlendur Ingi, f. 28.6. 1970, unnusta Christine Weinert, f. 21.11. 1982. b) Einar, f. 5.9. 1973, kvæntur Hafdísi Vilhjálmsdóttur, f. 18.3. 1972. Börn þeirra Atli, Alma og Dögun.
2) Kjartan, f. 9.9. 1949, kvæntur Stefaníu Ósk Stefánsdóttur, f. 31.12. 1952. Börn þeirra: a) Arnar, f. 15.4. 1971, unnusta Sólveig Olga Sigurðardóttir, f. 31.12. 1973. Dóttir þeirra Katrín Sif. Sonur Arnars frá fyrra sambandi er Orri, dóttir Sólveigar frá fyrra sambandi Sunna Líf. b) Vignir, f. 10.3. 1976, unnusta Áslaug Helga Jóhannsdóttir, f. 9.1. 1975, börn þeirra Víkingur Ævar og Vigdís Kolka. c) Elísabet, f. 25.8. 1980, gift Páli Hlífari Bragasyni, f. 15.8. 1975. Synir þeirra Styrmir og Hrannar, sonur Páls frá fyrra sambandi Kristján Már.

24.2. 1969 giftist Þóranna seinni eiginmanni sínum, Guðmundi Halldórssyni rithöfundi frá Bergsstöðum, f. 24.2. 1926, d. 13.6. 1991.
Dóttir þeirra er
3) Sigrún, f. 29.6. 1968.

Almennt samhengi

Það var bjart yfir Ævarsskarði sumarið '53. Ævarsskarð er hvilft á dalamótum, há fjöll á alla vegu. Handan við Vatnsskarðið, sem er fjall en ekki skarð, er Skagafjörðurinn með söng sinn og sögur. Þaðan kom Anna. Höfuðbólið Bólstaðarhlíð er eini bærinn í Ævarsskarði.

Tengdar einingar

Tengd eining

Jósef Sigfússon (1921-2012) Fjósum (28.11.1921 - 21.12.2012)

Identifier of related entity

HAH01623

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1944 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Halldórsson (1926-1991) frá Bergsstöðum (24.2.1926 - 13.6.1991)

Identifier of related entity

HAH01280

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Halldórsson (1926-1991) frá Bergsstöðum

er maki

Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð

Dagsetning tengsla

1969 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð (24.6.1922 -4.8.1987)

Identifier of related entity

HAH01213

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð

er maki

Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð

Dagsetning tengsla

1947 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Erlendur Ingi Kolbeinsson (1970) (28.6.1970)

Identifier of related entity

HAH03345

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Erlendur Ingi Kolbeinsson (1970)

er barnabarn

Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíð ([900])

Identifier of related entity

HAH00148

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bólstaðarhlíð

er stjórnað af

Þóranna Kristjánsdóttir (1926-2008) Bólstaðarhlíð

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02167

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 20.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir