Auðólfsstaðir í Langadal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Auðólfsstaðir í Langadal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

[900]

Saga

Landnámsjörð, löngum talin kostamikil. Bærinn er á allbröttum hól undir Langadalsfjalli, rétt norðan við mynni Auðólfsstaðaskarðs. Jörðin á land beggja vegna í skarðinu og í Langadalsfjalli til merkja við Gunnsteinsstaði. Valllendisræktun er ofan vegar, upp í skarðsmynnið norðan Auðólfsstaðaár. Aðalræktunarlandið er afar víðlent sléttlendi neðan vegar sem nefnist Auðólfsstaðaengi. Íbúðarhús byggt 1930 544 m3. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús ufir 340 fjár. Hlöður 1214 m3. Tún 40 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Auðólfsstaðaá.

Staðir

Langidalur; Bólstaðarhlíðarhreppur; Auðólfsstaðaskarð; Langadalsfjall; Auðólfsstaðaá [Óðulsstaðaá] ; Auðólfsstaðaengi; Blanda; Auðólfsstaðarós; Karlastaðamýri; Jarðfallalækur; Selbreiðarbrúnir; Tröllaskarð; Seljadalslækur; Seljadalur; Bjálkagilslækur; Bjálkagilsbotn; Smjörskál; Smjörskálalækur; Auðólfsstaðaá; Skeiðmelsendi; Gautsdalur; Háastaðahnjúkur; Gunnsteinstaðir; Mörk; Æsustaðir; Mjóidalur; Óðulstaðir; Vík í Skagafjarðarsýslu; Kárastaðaland;

Réttindi

Audolfsstader, nú almennilega kallaðir Ódulsstader.
Bænahús hefur hjer áður verið, og stendur þar nú skemma sem kirkjan var áður, en ei hafa hjer verið tíðir veittar í næstu fimtíu ár eður lengur. Jarðardýrleiki lx C og so tíundast fjórum tíundum. Eignarhald á jörðunni hefur Þórun Hallgrímsdóttir að Vík í Skagafjarðarsýslu, en hefur áður, fyri nokkrum árum, gefið þessa jörð sinni bróðurdóttur sál. Þóru Jónsdóttur, en skilið sjer umráð og afgjald meðan hún lifði. Hefur so þessi jörð gengið að erfðum síðan, fyrst til barns Þóru sál. og síðan til föðurs þessa barns, Jens Spendrub.
Abúandinn Guðmundur Steingrímsson. Landskuld ii C xxx álnir fyri tíu árum, en síðan hefur ei landskuld verið sjerlega á bóndann skilin, heldur segist ábúandi hafa goldið ýmist meira eður minna eftir sem sín Ijelegheit verið hafi hvört sinn til, en þó hafi landsdrottinn aldri átalið hvort það hafi verið meira eður minna. Aður fyri vel tuttugu ár var landskuld iii C. Betalast í landaurum heim til landsdrottins eður nokkuð í fiskatali í kaupstað. Leigukúgildi vi, inntil næstu tveggja ára viii, en meir en fyrir tuttugu árum xiii eður xiiii. Leigur betalast í smjöri heim til landsdrottins. Kvaðir öngvar.
Kvikfje vii kýr, i naut gamalt, i tvævett, i kvíga veturgömul, lxxvi ær, xviii sauðir tvævetrir og eldri, xxv veturgamlir, l lömb, v hestar, iiii hross, ii folar þrevetrir, i tvævetur, i únghryssa,
ii fyl. Fóðrast kann vi kýr, lx ær, xxx lömb, ii hestar; öðru kvikfje vogað einúngis á útigáng. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga grýtt og sendin og lítt nýtandi en brúkast þó.
Lýngrif lítið og valla teljandi, brúkast ei. Beit á jörðin í Kárastaðalandi fyri hross, sem á jörðunni eru, frá veturnóttum til sumars. Móskurð á jörðin í Kárastaðajörðu so mikinn sem heimilinu þarfnast; þetta ítak hefur ei brúkast í manna minni og hrossabeitin sjaldan. Túninu spillir Óðulsstaðaá með grjóts áburði og smálækir úr fjalli, sem bera leir í vatnagángi og sumpart stórviðri, so mikið stykki af vellinum er þar fyri að melholti orðið. Enginu grandar Blanda að neðan með landbroti og sandsáburði, en Óðulsstaðaá að ofan með landbroti og stórkostlegum grjóts áburði, so að fyri þessum báðum ám er mesti partur engjanna eyðilagður og verður ei til slægna brúkaður, og þar til spillist slægjulandið sumstaðar af smálækjum og grjóthruni úr snarbröttu fjalli. Hætt er kvikfje á vetur í snarbröttum fjöllum, þá harðfenni og svell leggur í hlíðarnar, so það hrapar og limlestist og deyr af því tilfelli, so og er kvikfje hætt fyrir kaldaverslu síkjum og verður oft mein að. Kirkjuvegur lángur en sjaldan hættusamur, því með bygð er að ferðast. Landið er stórkostlega eyðilagt og uppblásið í holt og mela, og er orðið allvíða mjög haglítið, so að fyrir þann skuld líða menn stóra þörnun á nytkun búsmalans.

Odulsstadakot, eyðihjáleiga bygð í heimalandi fyri manna minni, og var stundum í auðn, stundum bygð inn til næstu þriggja ára, síðan í eyði legið. Kottúnið er áfast við heimavöllinn og einn garður um bæði túnin. Dýrleikinn talinn í heimajörðunni. Landskuld ýmist xxx eða lx álnir, eftir því sem hjáleigunni fylgdi mikið af túninu. Betalaðist í landaurum til heimabóndans. Leigukúgildi ii. Leigur betöluðust í landaurum til heimabóndans. Kvaðir öngvar. Fóðrast kunni i kýr, i úngneyti. Þessa hjáleigu brúkar nú heimabóndinn. Ekki má hjer aftur byggja nema heimajörðunni til meins og skaða, því það skerðir alt fyri heimabóndanum, sem hann leggur til hjáleigunnar.

Hávardsstader heitir eitt örnefni hjer í heimalandi, þar meina menn að áður hafi bygð verið, því þar sjást enn byggíngamerki af tóftarústum og litlum garðaleifum, en enginn
nálægur veit hjer um framar að undirrjetta. Ekki má hjer aftur byggja, því landið er mestalt komið í holt og mela, bæði kríngum tóftarústirnar og annarstaðar.

Karlastader, forn eyðijörð. Yfir þessa jörð segjast menn heyrt hafa að skriða hafi hlaupið úr fjalli og eyðilagt hana bæði að túni og húsum, meir en fyrir fjögur hundruð árum (um1300], og síðan aldrei uppbygst. þessi eyðijörð liggur í Gunnsteinsstaðalandi nálægt landamerkjum, og er nokkur ágreiníngur millum Óðulsstaða og Gunnsteinsstaða um landspláts nokkurt, sem liggur sunnan við túngarðinn, sem verið hefur á þessari eyðijörðu. Enn er óreynt hvörjir rjettara hafa, en eyðijörðin brúkast frá báðum jörðunum til beitar, og átelja hvörugir að lögum.

Starfssvið

Lagaheimild

KÓPATJÖRN
Á fjallinu fyrir ofan Auðólfsstaði í Langadal er tjörn nokkur, sem Kópatjörn heitir.
Gömul munnmæli í Langadal herma, að þegar þrenn hjón sömu ættar búi á Auðólfsstöðum, muni fjallið klofna um tjörnina og springa fram.

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1900-1936; Guðmundur Jóhannes Jónsson 23. apríl 1868 - 28. apríl 1904. Bóndi á Auðólfsstöðum. Kona hans; Jónína Ingibjörg Hannesdóttir 18. júní 1877 - 30. okt. 1956. Húsfreyja á Auðólfsstöðum.

1936-1974- Hannes Sigurður Guðmundsson 16. des. 1903 - 6. feb. 1990. Var á Blönduósi 1930. Heimili: Auðólfsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr. Var á Auðólfsstöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi.

1974- Jóhann Þ. Bjarnason 12. des. 1945. Kona hans; Þórunn Ingibjörg Magnúsdóttir 20. sept. 1946

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ragnheiður Árnadóttir (1912-2007) frá Tungu á Blönduósi (11.12.1912 - 21.3.2007)

Identifier of related entity

HAH01863

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1912

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Arnljótur Ólafsson (1823-1904) Bægisá (21.11.1823 - 29.10.1904)

Identifier of related entity

HAH09108

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1823

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Langidalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00364

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Páll Vídalín Jónsson (1877-1919) verslunarstj Akureyri frá Auðunnarstöðum (1.10.1877 - 28.10.1919)

Identifier of related entity

HAH07193

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ragnhildur Jónsdóttir (1884-1978) saumakona Blöndudalshólum 1930 (21.4.1884 - 21.5.1978)

Identifier of related entity

HAH07386

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jósef Stefánsson (1922-2001) Reykholti Skagaströnd (25.6.1922 - 9.12.2001)

Identifier of related entity

HAH01624

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Þórðardóttir (1894-1913) Auðólfsstöðum (8.6.1894 - 21.2.1913)

Identifier of related entity

HAH04488

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Pétursdóttir (1842-1925) Móbergi (16.2.1842 - 7.1.1925)

Identifier of related entity

HAH02400

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakob Sigurðsson (1860-1880) frá Botnastöðum, (7.1.1860 - 19.11.1880)

Identifier of related entity

HAH05235

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnlaugur Klemensson (1830) Auðólfsstöðum 1860 (10.3.1830 -)

Identifier of related entity

HAH04566

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gautsdalur í Bólstaðarhlíðarhreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00162

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarkirkja (1889 -)

Identifier of related entity

HAH00147

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnsteinsstaðir í Langadal (um 890)

Identifier of related entity

HAH00164

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Mjóidalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00158

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhanna Erlendsdóttir (1905-1979) Breiðavaði (16.3.1905 - 20.8.1979)

Identifier of related entity

HAH05133

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Æsustaðir í Langadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00180

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Thordarson (1893-1967) forst. R. S. (1.4.1893 - 15.8.1967)

Identifier of related entity

HAH05747

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Jón Thordarson (1893-1967) forst. R. S.

is the associate of

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

1893

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þórður Jónsson (1865-1900) Auðólfsstöðum (6.10.1865 - 7.5.1900)

Identifier of related entity

HAH07090

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þórður Jónsson (1865-1900) Auðólfsstöðum

controls

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

1880 - 1900

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Dýrfinna Jónasdóttir (1862-1952) Auðólfsstöðum og Sauðárkróki (21.8.1862 -12.9.1952)

Identifier of related entity

HAH03035

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Erlendur Erlendsson (1874-1943) Hnausum og Auðólfsstöðum (20.6.1874 - 18.12.1943)

Identifier of related entity

HAH03337

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Erlendur Erlendsson (1874-1943) Hnausum og Auðólfsstöðum

controls

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jónína Hannesdóttir (1877-1956) Auðólfsstöðum (18.6.1876 - 30.10.1956)

Identifier of related entity

HAH07234

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jónína Hannesdóttir (1877-1956) Auðólfsstöðum

controls

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Þórðarson (1841-1893) Auðólfsstöðum í Langadal. (5.6.1841 - 9.8.1893)

Identifier of related entity

HAH06486

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Jón Þórðarson (1841-1893) Auðólfsstöðum í Langadal.

controls

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Kristmundsdóttir (1840-1930) Auðólfsstöðum (24.11.1840 - 27.7.1930)

Identifier of related entity

HAH04389

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Kristmundsdóttir (1840-1930) Auðólfsstöðum

controls

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Helgason (1825-1879) snikkari (26.8.1825 - 22.7.1879)

Identifier of related entity

HAH04951

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigurður Helgason (1825-1879) snikkari

controls

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Espólín Jakobsson (1863-1943) Auðólfsstöðum og í Hólabæ (8.11.1863 - 27.5.1943)

Identifier of related entity

HAH05657

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Jónsson (1868-1904) Auðólfsstöðum (23.4.1868 - 24.4.1904)

Identifier of related entity

HAH04061

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðmundur Jónsson (1868-1904) Auðólfsstöðum

controls

Auðólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00150

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 392
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 225, fol. 117. 20.5.1891
Húnaþing II bls 176

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir