Björnólfsstaðir í Langadal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Björnólfsstaðir í Langadal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

[1200]

Saga

Gamalt býli. Bæjarhús standa hátt í hallandi túni. Jörðin er sæmileg landrúm og landið algróið að kalla, utan melröðull sem gengur um þvert landið, vestan þjóðvegar, þar sem dregur til gils að Blöndu. Á undurlendisræmu vestan melanna, stendur íbúðarhús lítið á árbakkanum, án landnytja, þar bjó síðast Ingunn Sveinsdóttir, sem einnig er eigandi hússins. Snjóþungt er þarna talið, eins og reyndar víðast í utanverðum Langadal, en vorgottjafnframt, því þar grær jafnan fyrr og örar, sem snjóar skýla jörð, en þar sem fannbert er. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr steini byggt 1930, 614 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 650 m3. Votheysgeymsla 70 m3. Tún 9,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Staðir

Langidalur; Engihlíðarhreppur; Blanda; Breiðavað; Röðull; Tjaldhólshorni; Rafnseyrarvað; Grjóthóll; Stórhóll; Steinabrún; Flóamelur; Klofasteinn; Breiðavaðshnjúkur; Nónhryggshaus; Skálarskarð; Vatnadalur; Björnólfsstaðahnjúkur; Yztagil; Núpur og Útibleiksstaðir i Miðfjarðarhrepp;

Réttindi

Biornolfsstader.
Jarðardýrleiki xii € og so tíundast fjórum tíundum. Eigandi að vi € er lögrjettumaðurinn Teitur Eireksson að Núpi i Miðfjarðarhrepp. Eigandi að hinum vi € Jón
Eireksson ýngri að Útibleiksstöðum í sömu sveit. Ábúandinn ekkjan Guðrún Sigurðardóttir og Steinunn Helgadóttir, en er óvíst hvað mikinn part af jörðunni hvor þeirra heldur, því þeirra búskapur er mjög sameiginlegur og verður því valla skýrlega aðgreindur. Landskuld xl álnir, áður fyrir tólf árum lxxx álnir, en ekki vita nálægir að hjer hafi meiri landskyld verið. Betalast í landaurum þar heima eftir proportion. Leigukúgildi hjá Guðrúnu ii. Hjá Steinunni j. Leigur betalast í smjöri, eður landaurum ef smjörskortur er, flytjast stundum til landsdrotna, stundum ei. Kvaðir öngvar.
Kvikfje Guðrúnar ij kýr, xvi ær, iii sauðir veturgamlir, vi lömb, i hross.
Kvikfje Steinunnar j kýr, xv ær, i sauður veturgamall, vi lömb, i hross.
Fóðrast kann á allri jörðunni ii kýr, xx ær, xiiii lömb, ii hestar. Afrjett ut supra. Torfrista og stúnga næg. Elt er taði undan kvikfje. Túninu grandar stórviðri á vetur, so grasrót fer víða af
áveðra. Engjar spiliast af vatni, sem jetur úr rótina, bera og smálækir leir og sand á engið í vatnavöxtum.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1890 og 1920- Gestur Guðmundsson 1. júlí 1857 - 27. febrúar 1936 Bóndi á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal og síðan á Björnólfsstöðum í Langadal, Engihlíðar., A-Hún. Var á Björnólfsstöðum, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930 og kona hans 31.8.1890; Hólmfríður Bjarnadóttir 18. júní 1867 - 4. júní 1947 Húsfreyja á Björnólfsstöðum. Húsfreyja á Laufásvegi 43, Reykjavík 1930. Gift 1890. Ekkja í Reykjavík 1945.

Bjarni Gestsson 29. júlí 1902 - 25. apríl 1990. Bóndi á Björnólfsstöðum, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Björnólfsstöðum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi þar. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Björnfríður Ingibjörg Elímundsdóttir 10. september 1902 - 6. júlí 1979 Vinnukona á Staðarhrauni, Akrasókn, Mýr. 1930. Heimili: Setberg, Skógarströnd. Síðast bús. í Reykjavík. Var á Björnólfsstöðum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.

1974- Ingunn Sveinsdóttir 22. apríl 1906 - 7. feb. 1993. Var á Kúskerpi, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Hvammi, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi. Ógift.

Almennt samhengi

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Björnólfsstöðum í Engihlíðarhreppi.

Frá Tjaldhólshorni við Blöndu, norðanvert við Rafnseyrarvað beint strik upp í norðanverðan Grjóthól milli lækja, úr Grjóthól beina sjónhending í sunnanverðan Stórhól, þaðan í vörðu sem stendur á Steinabrún, þaðan beint í syðri Flóamel, síðan upp norðanvert við Klofastein, þaðan stefnu á há Breiðavaðshnjúk, svo beint í vörðubrot, sem stendur syðst á Nónhryggshaus, þaðan suður háfjall í Skálarskarð, þaðan beina stefnu vestur yfir Vatnadal í vörðu sem stendur syðst á Björnólfsstaðahnjúk, svo eins og vörður vísa, ofan í gil, sem liggur fast að Blöndu.

Björnólfsstöðum, 12. maí 1890.
Helga Gísladóttir eigandi.

Framanritaðri merkjaskrá eru samþykkir:
Einar Árnason vegna Breiðavaðs
Jónas Erlendsson (handsalað.) Yztagils.

Lesið upp á manntalsþingi að Engihlíð, hinn 21. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 155, fol. 80b.

Tengdar einingar

Tengd eining

Þormóður Jónsson (1917-1965) Skuld Blönduósi. (1.10.1917 - 28.12.1965)

Identifier of related entity

HAH09161

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Langidalur ((1950))

Identifier of related entity

HAH00364

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Breiðavað í Langadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00204

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Engihlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00729

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna María Gestsdóttir (1905-1961) frá Björnólfsstöðum (9.12.1905 - 2.1.1961)

Identifier of related entity

HAH02389

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Herborg Gestsdóttir (1913-2005) frá Björnólfsstöðum (20.4.1913 - 8.2.2005)

Identifier of related entity

HAH05428

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elísabet Jónsdóttir Gillies (1856-1917) frá Björnólfsstöðum (30.8.1856 - 3.12.1917)

Identifier of related entity

HAH03260

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli (6.11.1844 - 22.1.1933)

Identifier of related entity

HAH03550

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Árni Hannesson (1844-1933) vestuheimi, frá Marbæli

controls

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Hallgrímsdóttir (1853-1947) Kagaðarhóli (19.6.1853 - 8.1.1947)

Identifier of related entity

HAH04315

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Guðrún Hallgrímsdóttir (1853-1947) Kagaðarhóli

controls

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Guðmann Karlsson (1917-1991) Björnólfsstöðum (23.3.1917 - 30.8.1991)

Identifier of related entity

HAH02814

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Björn Guðmann Karlsson (1917-1991) Björnólfsstöðum

controls

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Kristófersdóttir (1900-1982) Björnólfsstöðum (4.1.1900 - 9.12.1982)

Identifier of related entity

HAH06487

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Sigríður Kristófersdóttir (1900-1982) Björnólfsstöðum

controls

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Haraldur Guðbrandsson (1899-1976) Breiðavaði (25.8.1899 - 19.9.1976)

Identifier of related entity

HAH04817

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Haraldur Guðbrandsson (1899-1976) Breiðavaði

controls

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Útibleiksstaðir Ytri-Torfustaðahreppi V-Hvs ((1780))

Identifier of related entity

HAH00931

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Útibleiksstaðir Ytri-Torfustaðahreppi V-Hvs

er eigandi af

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gestur Guðmundsson (1857-1936) Björnólfsstöðum í Langadal (1.7.1857 - 27.2.1936)

Identifier of related entity

HAH03735

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Gestur Guðmundsson (1857-1936) Björnólfsstöðum í Langadal

controls

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björnfríður Ingibjörg Elímundardóttir (1902-1979) Björnólfsstöðum (10.9.1902 - 6.7.1979)

Identifier of related entity

HAH02916

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bjarni Gestsson (1902-1990) Björnólfsstöðum (29.7.1902 - 25.4.1990)

Identifier of related entity

HAH02663

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Bjarni Gestsson (1902-1990) Björnólfsstöðum

controls

Björnólfsstaðir í Langadal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00202

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.3.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 408
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 155, fol. 80b. 21.5.1890
Húnaþing II bls 151

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir