Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Parallel form(s) of name

  • Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Steini á Geithömrum.

Description area

Dates of existence

11.7.1908 - 29.9.1992

History

"Nú er hann búinn að fá hvíldina blessaður gamli maðurinn." Svo fórust Jakob á Brúarvöllum orð er hann lát Þorsteins á Geithömrum. Andlát hans kom ekki á óvart. Hann hafði átt við veikindi að stríða síðustu mánuði.
Þorsteinn var annar í röðinni fimm barna hjónanna Halldóru Björnsdóttur frá Marðarnúpi í Vatnsdal og Þorsteins Þorsteinssonar frá Grund í Svínadal. Hann átti einnig einn hálfbróður. Þau bjuggu á Geithömrum allan sinn búskap, yfir 40 ár. Langafi Þorsteins var Þorsteinn Helgason frá Sólheimum í Hrunamannahreppi Eiríkssonar frá Bolholti, en langafi í móðurætt var Helgi Vigfússon í Gröf, sem merk ætt er frá komin.
Á fyrsta og öðrum tug aldarinnar fæddust og ólust upp fimm strákar á bæjunum Grund og Geithömrum og feður þeirra voru feðgar. Auk þess voru fjórar stúlkur og einn strákur nokkuð yngri. Örskammt er milli bæjanna svo þessir eldri strákar mynduðu að kalla mætti á nútímamáli eins konar grúppu.

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson f. 12. mars 1873 - 27. janúar. 1944 Bóndi á Geithömrum í Svínavatnshr., A-Hún. og kona hans 7.6.1906 Halldóra Björnsdóttir 24. mars 1878 - 10. apríl 1961. Dóttir þeirra á Marðarnúpi, Grímstungusókn, Hún. 1880. Húsfreyja á Geithömrum, Auðkúlusókn.
Systkin Þorsteins voru.
1) Björn Leví Þorsteinsson f. 27. maí 1907 - 4. apríl 1984. Húsgagnasmiður í Reykjavík. Maki 1 Kristín Sveinbjörnsdóttir f. 3. ágúst 1906 - 14. september 1980 Var í Geirshlíðarkoti, Reykholtssókn, Borg. 1930. Húsfreyja í Reykjavík þau skildu. Maki 2 Anna Jónsdóttir f. 14. apríl 1907 - 28. apríl 1995. Húsfreyja á Ísafirði 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Kjólameistari.
2) Guðmundur Bergmann Þorsteinssonf. 26. ágúst 1910 - 1. janúar 1984. Bóndi í Holti í Svínadal, A-Hún. Kona hans Sofía Jóhannsdóttir f. 22. júní 1920 - 28. júní 1974.
3) Þorbjörg Þorsteinsdóttir f. 9. janúar 1914 - 3. apríl 2002 Húsfreyja í Ljótshólum maki Jónmundur Eiríksson f. 9. janúar 1914 - 13. nóvember 1993. Bóndi á Ljótshólum.
Síðast bús. í Reykjavík.
4) Jakob Björgvin Þorsteinsson f. 14. október 1920 - 23. janúar 2009. Leigubifreiðastjóri á BSR, kona hans Guðrún Ásta Þórðardóttir f. 19. október 1921 - 17. mars 1993 Yzta-Gili, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Samfeðra með Jenný Jónsdóttir f. 8. mars 1888. Vinnukona á Leysingjastöðum 1910. Var á Sólvallagötu 18, Reykjavík 1930.
5) Jón Ásgeir Þorsteinsson fþ 14. júní 1910 - 13. maí 1987, verkamaður í Reykjavík. Maki Guðrún Jóhanna Guðmannsdóttir f 24. febrúar 1909 - 20. maí 2004 Var á Snæringsstöðum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja og verkakona í Reykjavík.

Steini vann hjá foreldrum sínum alla tíð til ársins 1944 en þá andaðist faðir hans og sama ár, 22. júlí, gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Björnsdóttur f. 14. mars 1920 - 18. ágúst 2014, dóttur Björns Björnssonar og Kristínar Jónsdóttur er síðast bjuggu á Orrastöðum.

Þau eignuðust tvö mannvænleg börn,
1) Þorsteinn f 31. maí 1945, hann hefur nú tekið við búinu ásamt konu sinni, Snjólaugu Þóroddsdóttur f. 27.8.1945 frá Akureyri. Eiga þau tvo syni.
2) Kristín Áslaug, f. 30. nóvember 1946, kennari í Árbæjarskóla í Reykjavík, ógift.
Þá tóku þau í fóstur systurdóttur Guðrúnar, frá 9 ára aldri,
0) Kristín Indriðadóttir f. 14. nóvember 1947, frá Gilá í Vatnsdal. Geithömrum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957 sem þá hafði misst móður sína, Jakobínu, og gengu þau henni í foreldrastað að því marki sem slíkt er hægt.

General context

Eins og þegar er fram komið vann Steini hjá foreldrum sínum alla tíð til ársins 1944 en þá andaðist faðir hans og sama ár, 22. júlí, gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Guðrúnu Björnsdóttur, dóttur Björns Björnssonar og Kristínar Jónsdóttur er síðast bjuggu á Orrastöðum. Tóku þau þá við búinu á Geithömrum og hafa búið þar síðan þar til fyrir nokkrum árum er þau létu búið í hendur syni sínum og tengdadóttur. Reistu þau sér lítið timburhús í túninu heima og bjuggu þar síðan enda var sjónin þá farin að daprast hjá gamla manninum. Þegar þau byrjuðu búskap voru erfiðir tímar fyrir landbúnaðinn, þar sem mæðiveikin var í algleymingi. En eftir niðurskurðinn 1948 fór að rofa til og á sjötta áratugnum hófst fremur hagstæður tími fyrir sveitirnar. Þá hóf vélvæðingin innreið sína, skurðgrafan var það tæki sem olli mestri byltingu í ræktunarmálum, sérstaklega í Svínadalnum. Geithamrar þóttu heldur léleg jörð en með tilkomu skurðgrafanna voru mýrarnar ræstar fram og tún ræktuð sem er jú undirstaða landbúnaðarins. Vegasamband fór batnandi og í kjölfar þess hófst mikið framfaraskeið í dalnum. Þau Geithamrahjón létu ekki sinn hlut eftir liggja. Þau byggðu þá upp öll hús jarðarinnar með myndarbrag og ræktuðu stórt tún svo nú er Geithamrabúið með þeim stærstu í sveitinni. Steini var því einn af þeim sem lifði það að sjá ríkulegan ávöxt síns mikla starfs.

Relationships area

Related entity

Böðvar Indriðason (1929-1982) frá Gilá í Vatnsdal (21.6.1929 - 10.1.1982)

Identifier of related entity

HAH02972

Category of relationship

family

Dates of relationship

Description of relationship

Þorsteinn og Guðrún voru fósturforeldrar Kristínar (1947) systur Böðvars.

Related entity

Guðmann Helgason (1868-1949) Snæringsstöðum (17.12.1868 - 16.10.1949)

Identifier of related entity

HAH03945

Category of relationship

family

Dates of relationship

1953

Description of relationship

Bróðir Þorsteins, samfeðra, var Jón Ásgeirsson Þorsteinsson (1910). Kona hans; Guðrún Jóhanna (1909-2004) dóttir Guðmanns

Related entity

Kristín Indriðadóttir (1947) Gilá (14.11.1947 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

family

Type of relationship

Kristín Indriðadóttir (1947) Gilá

is the child of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

Description of relationship

Fósturfaðir

Related entity

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal (12.3.1873 - 27.1.1944)

Identifier of related entity

HAH07420

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorsteinn Þorsteinsson (1873-1944) Geithömrum Svínadal

is the parent of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

11.7.1908

Description of relationship

Related entity

Halldóra Björnsdóttir (1878-1961) Geithömrum (24.3.1878 - 10.4.1961)

Identifier of related entity

HAH04703

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Björnsdóttir (1878-1961) Geithömrum

is the parent of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

11.7.1908

Description of relationship

Related entity

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum (14.10.1920 - 23.1.2009)

Identifier of related entity

HAH01532

Category of relationship

family

Type of relationship

Jakob Björgvin Þorsteinsson (1920-2009) frá Geithömrum

is the sibling of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

14.10.1920

Description of relationship

Related entity

Þorbjörg Þorsteinsdóttir (1914-2002) Auðkúlu; frá Geithömrum (9.1.1914 - 3.4.2002)

Identifier of related entity

HAH02136

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorbjörg Þorsteinsdóttir (1914-2002) Auðkúlu; frá Geithömrum

is the sibling of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

9.1.1914

Description of relationship

Related entity

Jón Ásgeir Þorsteinsson (1910-1987) Holti (14.06.1910 - 13.5.1987)

Identifier of related entity

HAH05508

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Ásgeir Þorsteinsson (1910-1987) Holti

is the sibling of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

14.6.1910

Description of relationship

samfeðra

Related entity

Björn Leví Þorsteinsson (1907-1984) frá Geithömrum, húsgagnasmiður í Reykjavík (27.5.1907 - 4.4.1984)

Identifier of related entity

HAH02866

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Leví Þorsteinsson (1907-1984) frá Geithömrum, húsgagnasmiður í Reykjavík

is the sibling of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

11.7.1908

Description of relationship

Related entity

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund (19.9.1908 - 16.8.2000)

Identifier of related entity

HAH02166

Category of relationship

family

Type of relationship

Þóra Þorsteinsdóttir (1908-2000) frá Grund

is the sibling of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

19.9.1908

Description of relationship

Samfeðra

Related entity

Guðmundur Bergmann Þorsteinsson (1910-1984) Holti (26.8.1910 - 1.1.1984)

Identifier of related entity

HAH03975

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Bergmann Þorsteinsson (1910-1984) Holti

is the sibling of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

26.8.1910

Description of relationship

Related entity

Guðrún Björnsdóttir (1920-2014) Geithömrum (14.3.1920 - 18.8.2014)

Identifier of related entity

HAH04264

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðrún Björnsdóttir (1920-2014) Geithömrum

is the spouse of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

22.7.1944

Description of relationship

Börn þeirra; 1) Þorsteinn, f. 31.5. 1945. Kona hans er Snjólaug Þóroddsdóttir, f, 27.8. 1945 2) Kristín Áslaug, f. 30.11. 1946. Fóstur barn þeirra; 3) stínu Indriðadóttur, systurdóttur Guðrúnar, f. 14.11. 1947. Maður hennar er Bjarni Ólafsson, f. 15.2. 1943.

Related entity

Bryndís Fanný Guðmundsdóttir (1956) (10.12.1956 -)

Identifier of related entity

HAH02937

Category of relationship

family

Type of relationship

Bryndís Fanný Guðmundsdóttir (1956)

is the cousin of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

10.12.1956

Description of relationship

Guðmundur í Holti faðir Bryndísar var bróðir Þorsteins

Related entity

Halldóra Þórðardóttir (1844-1888) frá Sneis. Vesturheimi (13.8.1844 - 7.6.1888)

Identifier of related entity

HAH06794

Category of relationship

family

Type of relationship

Halldóra Þórðardóttir (1844-1888) frá Sneis. Vesturheimi

is the cousin of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

1908

Description of relationship

móður amma hans var Steinunn systir Halldóru

Related entity

Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir (1917-2005) Helgavatni (31.5.1917 - 11.10.2005)

Identifier of related entity

HAH02129

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorbjörg Bergmann Jónasdóttir (1917-2005) Helgavatni

is the cousin of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

Description of relationship

Halldóra móðir þorsteins var systir Jónasar föður Þorbjargar

Related entity

Þorbjörg Björnsdóttir (1908-2001) Hæli (27.2.1908 - 30.9.2001)

Identifier of related entity

HAH02130

Category of relationship

family

Type of relationship

Þorbjörg Björnsdóttir (1908-2001) Hæli

is the cousin of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

22.7.1944

Description of relationship

Þorbjörg var systir Guðrúnar konu Þorsteins

Related entity

Björn Leví Guðmundsson (1834-1927) Marðarnúpi (14.2.1834 - 23.9.1927)

Identifier of related entity

HAH02862

Category of relationship

family

Type of relationship

Björn Leví Guðmundsson (1834-1927) Marðarnúpi

is the grandparent of

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

1908

Description of relationship

Halldóra móðir Þorsteins var dóttir Björns

Related entity

Geithamrar í Svínadal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00269

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Geithamrar í Svínadal

is controlled by

Þorsteinn Þorsteinsson (1908-1992) Geithömrum

Dates of relationship

1944

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02156

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 18.8.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places