Stapar á Vatnsnesi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Stapar á Vatnsnesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Lögfest ættaróðal, setið af sömu ætt frá árinu 1738. Gamla túnið liggur með sjó girt klettabelti. Er þar sérstætt og fallegt bæjarstæði. Landið er víðlent en klettótt, melar og skriður, þó er graslendi mikið og haglendi gott. Fyrir landi eru sker og hólmar, en lygn sund við landið. Þar rísa Staparnir, þrjár sérkennilegar klettabríkur. Á sjávargrundum hafa haustréttir staðið, sjást þess nokkur merki. Íbúðarhús byggt 1963, 585 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 482 m3. Votheysgeymsla 44 m3. Tún 17,4 ha. Reki og æðarvarp.

Staðir

Kirkjuhvammshreppur; Vatnsnes; Illugastapir; Kothvammur; Múli; Skeiðmelur; Langalág; Efri-Snoppa; Markahöfði; Stapavatn; Langihjalli; Flóabyrgi; Marklækjarós; Einbúi; Markdæld; Auðaskriða; Brunahólar; Bruni; Þorgrímsstaðir; Bergsstaðir:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Ábúendur;

1906-1945- Sigfús Tryggvi Árnason 5. ágúst 1879 - 15. júlí 1966. Bóndi á Stöpum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Ráðsmaður í Stöpum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi. Kona hans; Elín Þorláksdóttir 30. apríl 1880 - 9. ágúst 1962. Var á Flatnefsstöðum, Tjarnarsókn, Hún. 1890. Vinnukona á Flatnefsstöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Stöpum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930.

1945-1972- Eðvald Halldórsson 15. jan. 1903 - 24. sept. 1994. Bóndi á Stöpum á Vatnsnesi. Útgerðarmaður á Hvammstanga 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Kona hans; Sesilía Guðmundsdóttir 31. des. 1905 - 21. jan. 1994. Húsfreyja á Stöpum í Vatnsnesi. Var húsfreyja á Hvammstanga 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Guðmundur Eðvaldsson 14. feb. 1927 - 29. jan. 2011. Var á Hvammstanga 1930.

Almennt samhengi

Landskiptagerð fyrir jörðinni Stöpum í Kirkjuhvammshreppi.

Núverandi eigendur og ábúendur nefndrar jarðar eru Sigfús Árnason að 2/3-tveimur þriðja hlutum og Theodór Jónsson að 1/3-einum þriðja hluta. Hafði Sigfús krafist skipta á jörðinni í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt landskiptalögum frá 10.nóv. 1913. Að skiptunum unnu Guðmundur Arason bóndi á Illugastöðum, sem skipaður oddamaður af sýslumanni Húnavatnssýslu, með bréfi dags. 23. apríl 1919, og úttektarmann Kirkjuhvammshr., hreppstjóri Tryggvi Bjarnason í Kothvammi og Jónas Jónasson bóndi í Múla. Skiptin voru byrjuð mánudaginn 16. júní 1919. Hafði hlutaðeigendum verið tilkynnt nær skipti byrjuðu og voru báðir viðstaddir. Eigandi að meirihluta jarðarinnar, Sigfús Árnason hefur í höndum þinglesna landamerkjaskrá fyrir allri jörðinni. Eru landamerki glögg og ágreiningslaus. Skiptamenn skipta jörðinni í tvær jarðir, með merkjum þeim sem hér verða greind: Merkin eru: bein lína úr steini á sjávarbakkanum 92.5 metra fyrir sunnan á þá er fellur í gegnum túnið, sem höggvið skal á L.M. Þvert yfir túnið til austurs í staur í girðingu merktan stöfunum L.M. Skal þar settur steinstólpi, minnst 25 sm. Á kant og 1 meter upp fyrir yfirborð jarðar með áhöggnum stöfunum L.M. Úr þeim stólpa bein lína í stein í hallanum ofan vert við Skeiðmel, skammt fyrir norðan Löngulág, sem höggva skal á stafina L.M. Hafa skiptamenn hlaðið þar vörðu og skal henni haldið við. Þaðan beina línu í vörðu á Efri-Snoppu (er skiptamenn hafa hlaðið) til háfjalls. Skal á Efri-Snoppu og á fjallsbrúninni hlaða glöggar merkjavörður og merkja undirstöðustein í hverri þeirra með höggnum stöfunum L.M. merki þessi skulu landeigendur gera og halda þeim við. Allt land fyrir sunnan nefndar merkjalínur hefur Theodór Jónsson til eignar og afnota, en Sigfús Árnason að norðan hvorutveggja með þeim takmörkunum, sem síðar verða tekin fram í skiptagerð þessari. Þar sem mótak hefur enn ekki fundist í landi nefndrar jarðar, nema í þeim hluta, sem við skiptin fellur í eign Sigfúsar Árnasonar, hefir Theodór Jónsson fulla heimild til framvegis, án endurgjalds að taka mó í landi Sigfúsar, svo mikinn sem hann þarf til heimilisnota. Skal vinna haganlega og þriflega að mótekjunni. Heimill er Theodór og þurkvöllur undir móinn, svo nærri sem kostur er á. Finnist mótekja í landi Theodórs, hefur Sigfús sama rétt. Fylgir réttur þessi til mótaks jörðunum framvegis. Æðarvarp, varpland sem nú er, selveiði, reki, lending, námar, ef þeir kynnu að finnast, og vatn í á þeirri er rennur í gegnum túnið, er óskipt eins og verið hefur. Skal Theodór Jónsson haga svo umferð að lendingu, varpi, vatni9 og mó, að sem minnstum átroðningi valdi á landi Sigfúsar. Af skiptagerð þessari er landeigendum afhent sitt eintakið hvorum.

Stöpum 19. júní 1919
Guðm. Árnason
Fr. Bjarnason, Jónas Jónsson

Lesið á manntalsþingi að Hvammstanga 2/8 1945. Þm.gr. 1326


Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Stöpum í Kirkjuhvammshreppi.

Að sunnan ræður merkjum svo nefndur Markahöfði, er stendur við sjó skammt fyrir norðan ós á læk, er fellur úr Stapavatni, og frá nefndum Markhöfða bein lína í grjótvörðu á Langahjalla vestur undan Flóabyrgi, síðan er sama stefnulína austur á há fjall, er vötn að draga, Að norðan frá klöpp, er stendur í Marklækjarós, þaðan í klett, er nefndur er Einbúi, frá honum í Markdæld. Sem stendur á neðstu brún fjallsins, þaðan í grjótvörðu, sem stendur í Auðuskriðu, svo í stóran stein, er stendur í svo kölluðum Brunahólum, merktum með stöfunum L.M., frá þeim steini ræður há Bruni samhliða Þorgrímsstaðalandi í sömu línu og áður er um getið á há fjallinu.

Stöpum, 24. maí 1890.
Eigendur: Árni Jónsson. Jón Pétursson.
B.G.Blöndal umboðsmaður yfir þjóðjörðunum Bergstöðum og Illugastöðum.

Lesið upp á manntalsþingi að Kirkjuhvammi, hinn 3. júní 1891, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 271, fol.141b.

Vottar:
Jóh. Jóhannsson
settur.

Tengdar einingar

Tengd eining

Pétur Theódór Jónsson (1892-1941) Tungukoti á Vatnsnesi (6.3.1892 - 21.9.1941)

Identifier of related entity

HAH06626

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1892

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Marsibil Magdalena Árnadóttir (1870-1942) Stöpum (7.8.1870 - 23.6.1942)

Identifier of related entity

HAH06644

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1870

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Skúlason (1864-1937) Fögruhlíð, frá Stöpum á Vatnsnesi (15.11.1864 - 5.8.1937)

Identifier of related entity

HAH09525

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1864

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólöf Jónsdóttir (1832-1903) Auðunnarstöðum Víðidal (8.8.1832 - 8.3.1903)

Identifier of related entity

HAH07466

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1832

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Jónsdóttir (1914-2009) frá Tungukoti (31.3.1914 - 5.4.2009)

Identifier of related entity

HAH01490

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Leví Guðmundsson (1889-1941) Gnýstöðum (27.1.1889 - 17.3.1941)

Identifier of related entity

HAH05652

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þorlákur Guðmundsson (1854-1944) Gottorp og Flatnefsstöðum (8.10.1854 - 13.5.1944)

Identifier of related entity

HAH07438

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Indriði Einarsson (1851-1939) rithöfundur Rvk (30.4.1851 - 31.3.1939)

Identifier of related entity

HAH07391

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Ólafsson (1851) Grafarkoti (21.8.1851 -)

Identifier of related entity

HAH07124

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vatnsnes ((1950))

Identifier of related entity

HAH00019

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gunnlaugur Skúlason (1863-1946) Geitafelli (29.8.1863 - 15.7.1946)

Identifier of related entity

HAH04572

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Júlíus Jónsson (1888-1973) frá Stöpum á Vatnsnesi (3.10.1888 - 21.3.1973)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Víðidalstunga í Víðidal ((1300))

Identifier of related entity

HAH00625

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Illugastaðir á Vatnsnesi (1927) (1927 -)

Identifier of related entity

HAH00593

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurður Jónsson (1893-1959) skólastjóri Seltjarnarnesi, frá Stöpum á Vatnsnesi (2.5.1893 - 18.2.1959)

Identifier of related entity

HAH06725

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Dagsetning tengsla

1893

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jóhannes Árnason (1882) Egilsstöðum í Vesturhópi (28.8.1882 -)

Identifier of related entity

HAH05433

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Jóhannes Árnason (1882) Egilsstöðum í Vesturhópi

is the associate of

Stapar á Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

1882

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigríður Jónsdóttir (1894-1986) Tjörn á Vatnsnesi (20.9.1894 - 21.1.1986)

Identifier of related entity

HAH06632

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Sigríður Jónsdóttir (1894-1986) Tjörn á Vatnsnesi

is the associate of

Stapar á Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Kristófersson (1876-1948) Garðsvík Kirkjuhvammssókn (27.2.1876 - 1948)

Identifier of related entity

HAH05645

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Pétursson (1861-1939) Stöpum á Vatnsnesi (3.4.1861 - 4.5.1939)

Identifier of related entity

HAH05685

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elín Þorláksdóttir (1880-1962) (30.4.1880 - 9.8.1962)

Identifier of related entity

HAH03210

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Elín Þorláksdóttir (1880-1962)

controls

Stapar á Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Magnúsdóttir (1848-1921) frá Valdalæk (14.9.1848 - 20.3.1921)

Identifier of related entity

HAH09310

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00474

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 10.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Húnaþing II bls 491.
Landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 271, fol.141b.
Lesið á manntalsþingi að Hvammstanga 2/8 1945. Þm.gr. 1326

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir