Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Ásmundarnúpur í Víðidalsfjalli (700 mys)

  • Corporate body
  • 874-

Nyrzta öxl Víðidalsfjalls heitir Ásmundarnúpur, 665 m hár. Vestan við Ásmundarnúp gengur dalur inn í fjallið og klýfur það í tvennt. Dalur þessi, sem er um 6 km á lengd, smáhækkar er inn í fjallið kemur og eyðist í urðardrögum inn á háfjallinu. Þessi umræddi dalur heitir Melrakkadalur. Fyrir mynni dals þessa stendur bærinn Melrakkadalur í Víðidal, er dregur efalaust nafn sitt af dalnum.

Askja

  • HAH00386
  • Corporate body
  • 1875 - 1961

Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls, í Ódáðahrauni á hálendi Íslands. Umhverfis Öskju eru Dyngjufjöll, en skarð er í gegnum fjöllin til austurs, sem kallast Öskjuop.
Gífurlegt eldgos hófst þar 29. mars 1875. Gos þetta nefnist Öskjugosið 1875, eða Dyngjufjallagos. Öskufall frá gosinu hafði mikil áhrif á Austurlandi og átti sinn þátt í því að stór hópur fólks flutti þaðan til Vesturheims.

Eftir að gosinu lauk varð mikið landsig í Öskju, og myndaðist þá Öskjuvatn. Á austurbakka Öskjuvatns er gígurinn Víti, og er talið að askan í gosinu 1875 hafi komið þar upp.
Í tengslum við Öskjugosið 1875 varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum, og rann þá Nýjahraun. Askja gaus síðast árið 1961.

Áshreppur (1000-2005)

  • HAH10056
  • Corporate body
  • 1000-2006

Áshreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal.
Aðalatvinnuvegur var landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 66.
Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.

Ásholt Höfðakaupsstað

  • HAH00440
  • Corporate body
  • 1937 -

Nýbýli úr Spákonufellslandi er Andrés Guðjónsson fra Harrastöðum byggði 1937. Býlið stendur nú í útjaðri Höfðakaupsstaðar. Býlið er landlítið, grasgefið og ágæt fjörubeit.
Íbúðarhús steinseypt 1937 60 m3, hæð með kjallara. Fjós fyrir 6 kýr, fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður og verkfærageymsla. Tún 15 ha.

Ásgeirshús Blönduósi

  • HAH00114
  • Corporate body
  • 1899 - 1970

Byggt 1899 af Sigurði Oddleifssyni búfræðingi. Hann bjó þar 1899-1901 en flutti svo vestur um haf 1902. Lóðasamningur og útmælingargjörð voru til með vissu, en ég [JA] hef ekki séð þau plögg.
Lóðin var 1260 ferálnir [496,4 m2]. Hansína ekkja sra Þorvaldar kaupir hús og lóð af Sigurði. Hún býr í húsinu með Ásgeiri syni sínum til 1910. Ásgeir kvæntist Hólmfríði 1909 og flytjast þau þá til tengdaforeldranna í Hjálmarshús [Jónasarhús].

1911 flyst Ingibjörg Hjálmarsdóttir systir Zophoníasar í Hansínuhús, hann byggði þá yfir systur sína. Í virðingargjörð frá 18.2.1914 segir um hús Ingibjargar; Stærð þess að utanmáli er 6x4 m. Hæð undir þakskegg er 2,2 m. í mæni 2,8 m. Það er allt úr timbri með vanalegri grind og liggjandi klæðningu. Kjallari er undir 2/3 af húsinu, hlaðinn úr steini og lagður í sement. Fyrsta gólfið er skipt í 3 herbergiog inngang. Eru tvö herbergi þiljuð, veggfóðruð og máluð, eitt er aðeins þiljað. Þak er úr heilþykkum borðum á sperrur. Þar yfir þakpappi og yst rifflað þakjárn menjumálað og útveggir einnig málaðir. Í húsinu er múrpípa, eldavél og 1 ofn.
Við húsið eru 2 skúrar, annar við útidyr 1,26 x 1,57 m. Hæð 2 m. Hann er með einfaldri klæðningu, hinn skúrinn er við húshliðina að að stærð 2 x 3 m. hæð 1,9 m. Hann er klæddur með heilþykkum borðum og pappi yfir. Þök á skúrum þessum eins og aðalhúsinu. Meðfylgjandi lóð er sögð 484 m2. Ekki var komin vatnslögn í húsið 1916, en brunnur var snemma gerður í lóðinni og er hann enn þar, en jarðvegur yfir.

Ásgeir kaupir hið nýbyggða hús af Ingibjörgu 23.5.1914. Zophonías tengdafaðir Ásgeirs, sem hafði byggt sér hús 1905, seldi það og byggði sér annað hús, Lindarbrekku. Hann seldi húsið 19.2.1923 Stefáni Þorkelssyni og byggði yfir sig viðbyggingu við Ásgeirshús. Þessa viðbyggingu seldi Zophonías Torfalækjarhreppi og Bkönduóshreppi 13.6.1928. Ásgeir kaupir hana svo af hreppnum 17.4.1943.
Ásgeir býr svo í húsinu til um 1960. Þorvaldur sonur hans bjó þar þar til hann byggir yfir sig utan ár [Hvanná] og fór Ásgeir þá með honum.
Sigurður H Þorsteinsson keypti Ásgeirshús og bjó þar þar til hann byggði yfir sig utan ár. Þá settist Sigurgeir Sverrisson að í Ásgeirshúsi og bjó í því uns það brann 1970.

Ásgarður Blönduósi

  • HAH00622
  • Corporate body
  • 1947 -

Beint fyrir ofan Skipagil byggði Ágúst Andrésson sér íbúðarhús úr steinsteypu, hæð og ris. Það bar af hinum húsunum í kring, því þau voru heldur ómerkilegri og nöfn þeirra við hæfi, Litla-Enni, Enniskot og Skuld norðan við og Baldursheimur að sunnan. Enda kallaði Ágúst bæ sinn Ásgarð. Þarna bjó hann lengi með síðari konu sinni, Þorvildi Einarsdóttur. Þau bjuggu oftast bara í risinu en leigðu neðri hæðina út. Þar man ég eftir ýmsum leigjendum en einna lengst var Knútur Berndsen og hans fjölskylda þarna.

Ásbyrgi

  • HAH00036
  • Corporate body
  • (1880)

Ásbyrgi er hamrakví í Vatnajökulsþjóðgarði, Jökulsárgljúfrum, Norðurþingi í Norður–Þingeyjarsýslu, og eitt af mestu náttúruundrum Íslands. Það er allt að 3,5 km á lengd inn í botn og um 1,1 km á breidd í mynni þess og helst svipuð breidd um þrjá km inn eftir því. Fyrstu tvo km er byrgið klofið af Eyjunni, miklu standbergi, sem er um 250 m á breidd og skiptir Ásbyrgi í tvennt. Hamraveggirnir eru um 90 – 100 m háir og eru lægstir fremst en hækka þegar innar dregur.

Í skóginum og kjarrinu eru skógarþröstur og auðnutittlingur algengir, sem og músarindillinn. Upp úr 1970 fór fýll að verpa í hamraveggjunum og er þar nú þétt byggð. Skordýralíf er líka með ágætum eins og gefur að skilja á svo skjólsælum og gróðursælum stað og ber mest á blómaflugum, galdraflugur og hunangsflugur eru algengar. Geitungar hafa einnig tekið sér bólfestu þarna.

Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um tilurð þessarar hamrakvíar en líklegust er sú að hún hafi myndast þegar tvö hamfarahlaup urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. Þjóðsagan skýrir þetta náttúrufyrirbæri á annan hátt. Sagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Óðins, stigið fast niður fæti þegar hann var á ferð sinni um lönd og höf. Ásbyrgi sé því hóffar Sleipnis og eyjan í miðjunni sé far eftir hóftunguna.

Bergið í veggjum Ásbyrgis er úr beltóttu dyngjuhrauni. Hraunið rann frá gígnum Stóravíti efst á Þeistareykjarbungu fyrir 11 - 12 þúsund árum, skömmu eftir að jöklar ísaldar hörfuðu af svæðinu. Jarðfræðingar nefna hraunið Stóravítishraun. Stóravítisdyngjan er af sömu gerð eldfjalla og Skjaldbreiður og Trölladyngja og er stærsta hraundyngja landsins að efnismagni.

Ásbúðir á Skaga

  • HAH00035
  • Corporate body
  • (1950)

Nyrsti bærinn í Skagahreppi. Bærinn stendur á ás milli Ásbúðavatns og tjarnar andspænis vatninu. Knappt er um graslendi, Fjörubeit góð..
Tún 6,8 ha, æðarvarp og reki.

Ásbrekka í Vatnsdal

  • HAH00034
  • Corporate body
  • 1935 -

Nýbýli úr Áslandi byggt 1935 af Ásgrími Kristinssyni. Bærinn stendur á lautarbarmi upp af Móhellunni. Útihús standa litlu ofar á Grænhól. Jörðin er frekar lítil, en undirlendi gott til túnræktunar. Vatnsdalsá þverbeygir hér austur yfir dalinn, en hefur áður runnið með vesturbrekkum. Samkomuhús byggt 1935, sem ungmennafélagið á, stendur skammt neðan við bæinn. Hjáleigur tvær voru fyrrum frá Ási í landi jarðarinnar; Grænhóll er áður getur og Brekka við Brekkulæk suður með merkjum. Íbúðarhús byggt 1937 og 1950 198 m3 ein hæð. Fjós yfir 10 gripi. Fjárhús yfir 185 fjár Hesthús yfir 15 hross. Hlaða 1066 m3. Votheysgryfja 48 m3. Geymsluskúr. Tún 25,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Ásar í Svínavatnshreppi

  • HAH00698
  • Corporate body
  • [900]

Ásar er stór og mikil jörð en hefur verið talin erfið til fullra nota. Þar er mikið og gott ræktarland á flatlendi meðfram Blöndu, sem áður var talið engjaland. Byggingar og gamla túnið er þar aftur á móti miðhlíðis og er því talsvert erfiður heyfluttningur þangað heim. Nú hafa verið byggð fjárhús og hlaða niður á flatlendinu og léttir það störfin. Sæmilegt ræktunarland er einnig út frá gamla túninu. Íbúðarhús byggt 1967, 447 m3. Fjós fyrir 10 gripi torf og grjót. Fjárhús yfir 200 fjár og gömul torfhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlaða 400 m3. Hlaðan og járnklæddu fjárhúsin sambyggð. Tún 23,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Ás í Vatnsdal

  • HAH00033
  • Corporate body
  • (800)

Ás I. Bærinn stendur vestan í Ásnum sem lokar að nokkru fyrir framdalinn. Oft er betra veður framan Ásmela ef andar köldu inn dalinn. Jörðin er mjög land mikil og undirlendi undra mikið á alla vegu. Þar munar mest um Áshagann sem tekur þvert yfir dalinn og er að nokkru tún af náttúrunnar hendi. Vatnsdæla segir frá illþýði því er Ingimundur fékk búsetu í Ási og deildi við syni hans um veiði. Hrolleifur var banamaður Ingimundar, en var síðar drepinn af sonum hans ásamt Ljót móður Hrolleifs. þegar hún var að því komin að snúa öllu landslagi við með tröllskap sínum. Fagurt útsýni er af Ásnum. Jörðinni var skipt í Ás I og II. Hjáleigur voru tvær auk þeirra sem getið er við Ásbrekku; Áshús og Hagahlíð.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Ás II. Íbúðarhús byggt 1950 646 m3, kjallari, hæð og ris með íbúð. Fjós yfir 30 gripi. Haughús 198 m3. Votheysturn 96 m3. Mjólkurhús. Fjárhús yfir 725 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1352 m3. Vélageymslur 466 m3. Tún 85,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Áshreppur er kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal. Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.
Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal 14. október 1873.

Ártún í Blöndudal

  • HAH00032
  • Corporate body
  • 1948 -

Hét áður Ytra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð austan Blöndudalsvegar, í tungunni á eyrunum milli Blöndu og Svartár, með útsýn austur Ævarsskarð til Bólstaðarhlíðar. Svartárbrú hin ysta er við túnfótinn að norðan og er ofan hennar komið á Norðurlandsveg fremst í Æsustaðaskriðu utan Hólahorns. Tún eru ræktuð af sandeyrum og valllendismóum.
Íbúðarhús byggt 1948 530 m3. Fjós yfir 24 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Hlöður 960 m3. Tún 21 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.

Artic

  • HAH00013
  • Corporate body
  • 1939 - 1943

Það var svo ekki fyrr en í síðari heimstyrjöldinni sem Íslendingar gerðu tilraun til seglskipaútgerðar að nýju. Ástæðan var sú að ekki fengust útflutningsleyfi fyrir önnur skip í þessari orrahríð stórveldanna. Á árunum 1939 til 1946 gerðu Íslendingar út þrjú seglskip. Þau hétu Arctic, Capitana og Hamona. Tvö þau fyrrtöldu voru gerð út frá Reykjavík, en Hamona frá Þingeyri. Fiskiskipanefnd keypti Arctic frá Svíþjóð 1940. Þetta var þriggja mastra skonnorta og frystiskip með 160 hestafla hjálparvél, um 350 rúmlestir.

Reksturinn gekk vel fyrsta árið en þegar breska matvælaráðuneytið tók yfir allan fiskflutning milli Íslands og Bretlands var Arctic dæmd of hægfara. Nú var skipið notað sem frystigeymsla um hríð, en síðla árs 1941 send með hrognafarm til Spánar. Þegar Arctic kom heim úr þessari ferð vaknaði grunur um að skipverjar hefðu haft fjarskiptasamband við Þjóðverja. Því kyrrsettu hernaðaryfirvöld skipið þann 14. okt. 1942 og skipshöfnin var handtekin.

Arctic var svipt heimildum til frekari Spánarsiglinga. Afráðið var að láta Arctic nú flytja ísaðan bátafisk til Englands. Aðfaranótt 17. mars 1943 lenti skipið í vonskuveðri, seglin rifnuðu hvert af öðru og loks varð að treysta á fokkuna eina og hjálparvél. Skipið rak undan sterkri suðvestanátt og strandaði við Stakkhamarsnes á Snæfellsnesi. Mannbjörg varð en Arctic eyðilagðist á strandstað.

Artic Strandar við Melhamar í Miklaholtshreppi
Talið víst að mannbjörg hafi orðið. Íslenzka flugvélin fann skipið. — Övíst um v.b. Svan. — Símasambandslaust við Ísafjörð, Stykkishólm og Vestmannaeyjar.
MANN TEKUR ÚT AF BÁT FRÁ ÍSAFIRÐL
Skipið „Arctic", sendi í gærmorgun frá sér neyðarmerki, en ekki var hægt að greina hvar skipið var þá statt og voru menn því farnir að óttast um afdrif þess, en rétt fyrir kl. 7 í gærkvöld fann íslenzka flugvélin skipið. Var það þá strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, sem er um 10 km. austan við Staðastað. Sá flugmaðurinn mennina á þilfarinu og er talið víst, að þeir hafi allir bjargazt. Símasambandslaust er nú við ísafjörð, Vestmanna eyjar og Stykkishólm og er því ekki vitað um afdrif „Svans" frá Stykkishólmi.

Eins og fyrr er sagt vissu menn ekki hvar „Arctic" var statt, þegar það sendi neyðarmerkin í gærmorgun, en daginn áður hafði það verið djúpt út af Sandgerði. íslenzka flugvéhn hóf því leit að skipinu og fann það um kl. 7 í gærkvöldi strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi. Var það þá komið svo að segja á þurrt land og hafði verið settur strengur úr skipinu upp á land.
Flugmaðurinn sá skipverjana á þilfarinu og veifuð þeir til hans og má því telja víst að allir hafi bjargast. Síminn vestur á Snæíellsnes er bilaður á allstórum kaíla og hefur því ekki verið hægt að fá nákvæmari fréttir.

Þjóðviljinn, 62. tölublað (18.03.1943), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2739550

Árnes á Laugarbökkum

  • Corporate body
  • um1950 -

Húsið er byggt af Karli Guðmundssyni (1901-1983) og Gunnlaugu Hannesdóttur (1920-2012)
Mikill jarðhiti er á svæðinu og réð það miklu um staðarvalið en Karl nýtti sér hann til upphitunar. Hann setti þarna á fót bílaverkstæði í samvinnu við Björn Jónasson frænda sinn og starfaði Karl þar alla tíð.

Húsið Stendur gegnt sundlauginni á staðnum.

Arnarstapi og Stapafell

  • HAH00012
  • Corporate body
  • (1880)

Arnarstapi eða Stapi er lítið þorp eða þéttbýli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Það er undir Stapafelli, á milli Hellna og Breiðuvíkur.

Frá árinu 1565 sátu umboðsmenn konungs, sem höfðu á leigu jarðir þær sem Helgafellsklaustur hafði átt, á Arnarstapa og kallaðist umboðið Stapaumboð. Þeir voru oft jafnframt sýslumenn eða lögmenn og á 19. öld sátu amtmenn Vesturamtsins einnig á Stapa. Þar hafa ýmsir þekktir menn verið um lengri eða skemmri tíma. Fatlaða skáldið Guðmundur Bergþórsson átti þar heima á 17. og 18. öld. Bjarni Thorsteinsson amtmaður var þar 1821-1849 og þar ólst sonur hans, þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinsson, upp.

Steinkarlinn Bárður Snæfellsás.
Gamla Amtmannshúsið á Arnarstapa (Stapahúsið) var reist þar á árunum 1774-1787 og er því eitt af elstu húsum á Íslandi. Árið 1849 var það tekið niður og flutt að Vogi á Mýrum, þar sem það var til 1983. Það var reist aftur á Arnarstapa 1985-1986 og friðað árið 1990.

Lendingin á Arnarstapa var talin ein sú besta undir Jökli og var þar fyrrum kaupstaður, á tíma einokunarverslunarinnar og allt til ársins 1821, og mikið útræði frá því snemma á öldum. Þar er smábátahöfn sem var endurbætt 2002. Hún er nú eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi og þaðan eru gerðir út allmargir dagróðrabátar á sumrin. Á Arnarstapa er einnig nokkur sumarhúsabyggð og mikið er þar um ferðamenn, einkum á sumrin. Þar er veitingahús og ýmiss konar ferðaþjónusta.

Mikil náttúrufegurð er í grennd við Arnarstapa. Ströndin milli Stapa og Hellna var gerð að friðlandi 1979, en hún þykir sérkennileg og fögur á að líta. Vestur með henni er Gatklettur og þrjár gjár, Hundagjá, Miðgjá og Músagjá, sem sjávarföll hafa holað inn í bergið. Op eru í þaki þeirra nokkuð frá bjargbrún, hvar sjór gýs upp og brimsúlur þeytast hátt í loft upp og talið ólendandi í Arnarstapa þegar Músagjá gýs sjó. Vinsæl gönguleið á milli Arnarstapa og Hellna er að hluta gömul reiðgata á milli þessara staða.
Á Arnarstapa er steinkarl mikill, sem Ragnar Kjartansson myndhöggvari hlóð, og heitir hann Bárður Snæfellsás. Margir hafa einmitt trú á því að Bárður vaki yfir svæðinu undir Jökli.

Stapafell er um 526 m hátt mænislaga bert og skriðurunnið móbergsfjall sem gengur suður úr undirhlíðum Snæfellsjökuls, um 3 km norður frá Hellnum og fyrir ofan Arnarstapa. Vegur liggur upp með fjallinu að austan norður um Kýrskarð og Jökulháls til Ólafsvíkur. Norðaustan við Stapafell er Botnsfjall sem í er Rauðfeldsgjá og er hægt að ganga inn eftir gjánni inn að botni. Efst á Stapafelli er kletturinn Fellskross, fornt helgitákn en fellið er talið vera bústaður dulvætta.
Í Landnámu segir að Sigmundur, sonur Ketils þistils hafi numið land á milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns og búið að Laugarbrekku. Jarðanna beggja er svo getið í Bárðar sögu Snæfellsáss en hún er talin vera rituð á 14. öld, eftir Landnámu, örnefnum og þjóðsögum. Í Bárðarsögu er einnig minnst á jarðirnar Öxnakeldu og Tröð (Skjaldartröð) sem sýnir að þær hafa verið komnar í byggð á 14. öld.

Árholt á Ásum

  • HAH00549
  • Corporate body
  • 1966 -

Nýbýli úr landi Holts, stofnað 1966. Túnin liggja saman, en Árholtstúnin eru neðar, nær þjóðveginum. Beitiland er óskipt. Byggingar standa á bakkanum skammt upp frá Laxá. Íbúðarhús byggt 1969, 345 m3. Fjós 1974 fyrir 26 kýr og 20 geldneyti með mjólkurhúsi, kjarnfóðursgeymslu og áburðarkjallara. Hlaða 846 m3. Tún 18,5 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Árfar í Þingi

  • HAH00024
  • Corporate body
  • 8.10.1720 -

8.10.1720 féll skriða úr Vatnsdalsfjalli og tók af bæinn Bjarnastaði. Þar fórust 7 manns. Þetta var mikil skriða sem stíflaði Vatnsdalsá og myndaði Flóðið. Vatnið náði allt fram hjá Hvammi í Vatnsdal fyrstu dagana eftir að skriðan féll og spillti engjum á mörgum bæjum og skerti búsetumöguleika hjá þeim sem þá bæi byggðu. Síðan braut vatnið sér leið yfir skriðuna.

Hólabak er ítak hálfar slægjur á móts við Vatnsdalshóla á Skriðuhólma, sem liggur milli hins forna árfarvegs og Kvíslarinnar suður undan Hnausum.
Landamerkjaskrá fyrir Öxl í Sveinsstaðahreppi. Að sunnan úr syðsta heygarði á Slíubakka austan Árfars beina stefnu í Markstein á Axlarbölum
Ennfremur eiga Bjarnastaðir ítök í Hnausalandi: Lindartjörn og Slýubakka austan árfars til allra slægna.

Dýpið næst skriðunni var um fimm álnir fyrir ofan og sunnan farveginn sem áin hefur náð að mynda yfir skriðuna. Farvegurinn yfir skriðuna reyndist vera 63 faðmar. Þegar kemur yfir skriðuna skiptist afrennslið í þrjár kvíslar. Ein rennur austur fyrir heimaland klaustursins, sem kallað er Hnausar, gegnum tjörn, Skriðutjörn. Önnur rennur þvert yfir haga og engi áðurnefndrar jarðar, Hnausa, út í tjörn sem heitir Svanatjörn. Minnsta kvíslin rennur vestur út í hinn gamla farveg árinnar.
Í skýrslunum er einnig lýst hvernig áin hefur brotið sér leið yfir skriðuna og hvernig umhorfs sé á þessu svæði þarna á vordögum eftir þetta mikla skriðuhlaup. Þar kemur fram að breidd skriðunnar þar sem gamli farvegur árinnar var sé um 320 faðmar. Þá segir á einum stað: „Að vestanverðu við farveg árinnar hefur áminnst skriða hlaupið áfram yfir stærstu hóla og björg, sem frá fornu fari hafa verið kallaðir Vatnsdalshólar. Lengd skriðunnar í þá átt frá farveginum var um 279 faðmar og hefur margnefnd skriða, eftir að hún hafði fallið yfir ána þakið hólana með stórum steinum og eðju, svo mikilfenglengt ef á að horfa. Yfir að sjá lítur allt út eins og nýrunnin skriða. Hæð sumar stærstu klettanna mælt upp og niður er 20 faðmar.“ Samkvæmt þessu hefur skriðan náð um 500 m vestur fyrir núverandi farveg og hæð stærstu steinanna 30-40 metra.

Árbraut 19 / Sólbakki utan ár

  • HAH00669
  • Corporate body
  • Nóvember 1946 -

Byggt 1946 af Einari Guðmundssyni. Í fyrstu 2 litlar íbúðir. Einar bjó í annari þeirra en legði Þorvaldi Þorlákssyni hina. Síðar keypti Svavar Pálsson hana og stækkaði. Einar stækkaði einnig sína íbúð. Einar bjó í Þórðarhúsi á meðan verið var að byggja Sólbakka. Hann flutti inn í október 1946 og Þorvaldur litlu seinna (í desember). Einar bjó í íbúð sinni til æaviloka og Davia kona hans eftir hann að hún flutti í Flúðabakka Síðan bjó Skúli í íbúðinni og Sigurjón Guðmundsson. Svavar bjó þar þar til hann flutti í Hnitbjörg.

Árbakki í Vindhælishreppi

  • HAH00610
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á syðri bakka Hrafnár, norðavestan undir Skógaröxl. Í austur opnast Hrafndalur. Árbakkaland er víðlent og grösugt - ræktunarmöguleikar eru miklir, en þó er sumsstaðar þörf framræslu. Þar er útbeit góð en þó veðrasamt. Hrognkelsaveiði telst þar til hlunninda.
Íbúðarhús byggt 1952 364 m3. Fjós yfir 12 kýr, fjárhús yfir 120 fjár. Hlöður 1691 m3. Vélageymsla 65 m3. Tún 25 ha.

Árbakki Blönduósi 1914

  • HAH00023
  • Corporate body
  • 1914 -

Var upphaflega fjós Magnúsar kaupmanns og nefndist þá Fjósabakki. Ástbjargarbær 1917. Þorláksbær/hús 1920

1914-1917- Indriði Jósefsson f. 30. ágúst 1877, d. 13. ágúst 1935 frá Vesturhópshólum. Sjá Baldurshaga. Tökubarn á Helgavatni, Undirfellssókn, Hún. 1880. Lausamaður í Breiðabólstað, Þingeyrasókn, Hún. 1901. Verkamaður á Blönduósi.

1917- Ástbjörg Ketilríður Júlíusdóttir f. 27.okt. 1889, d. 21. ágúst 1972, frá Þverá í Norðurárdal. Óg bl. Ástbjargarhúsi 1941 (utan ár). Matvinnungur á Hróarsstöðum, Spákonufellssókn, Hún. 1901. Síðast bús. í Vestmannaeyjum. Ógift og barnlaus. Nefnd Keltilríður Ástbjörg í Æ.A-Hún.

Árbakka 1917- Þorlákur Helgason, f.  16. jan. 1862 d. 24. okt. 1958, maki ógift; Jóhanna Pálsdóttir 5. maí 1854 d. 4. nóv. 1923, Þorlákshús 1901, Hnjúkum 1910, Þorláksbæ 1920 og 1933, Langaskúr 1946.

Kaupir 1942- Helgi Guðmundur Benediktsson f. 12. jan. 1914, d. 29. des. 1982, sjá Agnarsbæ. Vinnumaður á Svínavatni, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var í Hvammi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Bóndi, síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Kaupir 1944- Haraldur Jónsson f. 20. febr. 1907 - d. 8. des. 1981, sjá Baldurshaga. Daglaunamaður á Hvammstanga 1930. Var á Efri Jaðri, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. F.28.2.1907 skv. kb.

Guðmundur Jónsson f. 25. júlí 1883, d 28. nóv. 1945, Nefndur Gúmmí-Gvendur.

Árbakka 1947- Jósef Jón Indriðason f. 26. júlí 1904 Litlu Ásgeirsá, d. 27. júní 1991, sjá Baldurshaga, Bala 1957. Maki (sambýlisk); Soffía Guðrún Stefánsdóttir f. 15. sept. 1913 Hringveri, d. 14. nóv. 2005.

Árbær Blönduósi (1906)

  • HAH00359
  • Corporate body
  • 1906 -

Bæinn byggði Pétur Tímóteus Tómasson 1906 fyrir Guðbjörgu (einsýnu) Árnadóttur sem bjó þar uns hún flutti til Fanneyjar dóttur sinnar í Holti í Svínadal. Þá flytur þangað Valdemar Jóhannsson sem keypti bæinn 18.3.1915 (afsal gefið út 13. maí). Valdemar bjó í bænum 1915-1916, en leigir árið eftir Einari Stefánssyni bæinn. Jón Tómasson flytur þangað 1917 og hefur eignast hann um það leyti, því hann veðsetur bæinn 1.11.1920. Hann selur svo Tómasi syni sýnum bæinn 14.5.1924. Tómas selur svo refa Birni E Jónssyni bæinn 1.7.1937. Björn var bróðir Páls í Baldursheimi, var áður bóndi Hamri, en starfaði á Blönduósi við hirðingu á refum. Björn seldi síðan Þórarni Þorleifssyni bæinn 4.9.1941. Lýsing á bænum frá 1910; Torfhús með 1 hálfþili og einu heilþili.

Árbæjarsafn Museum 1957

  • HAH00395
  • Corporate body
  • 1957

Árbæjarsafn er safn um sögu Reykjavíkur sem safnar, varðveitir og rannsakar menningarminjar í Reykjavík. Safnið miðlar þekkingu um sögu og líf íbúa Reykjavíkur frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Markmið safnsins er að vekja áhuga, virðingu og skilning fólks fyrir sögu Reykjavíkur. Árbæjarsafn er hluti af Minjasafni Reykjavíkur.
Áhugi vaknaði um miðja síðustu öld á því að varðveita sögu elstu byggðar Reykjavíkur. Nýtt húsnæði Þjóðminjasafns Íslands var tekið í notkun 1950 og í kjölfarið á því hafið átak til þess að safna merkum forngripum. Fjórum árum síðar var Skjala- og minjasafn Reykjavíkur stofnað til þess að halda utan um þá muni sem söfnuðust.
Um þetta leyti var Árbæjarhverfi ekki byggt heldur var þar gamalt bóndabýli sem komið var í eyði. Árið 1957 samþykktu bæjaryfirvöld að Árbæ skyldi enduruppbyggja og nýta sem safn og að þangað skyldu gömul merk hús vera færð. Árið 1968 voru Árbæjarsafn og Minjasafn Reykjavíkur sameinuð.
Æðsti yfirmaður safnsins er borgarminjavörður, Guðný Gerður Gunnarsdóttir. Árbæjarsafn hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2006.

Safnið er opið frá 10 - 17 á sumrin og er svo með vetraropnunartíma frá september til maí. Árbæjarsafn býður upp á fasta leiðsagnartíma um safnið: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13 - 14. Einnig er hægt að panta leiðsagnartíma fyrir utan auglýsta tíma.
Það kostar 1400 kr. inn fyrir fullorðna og frítt fyrir börn til 18 ára aldurs og eldri borgara.

Árbæjarkirkja 1834

  • HAH00396
  • Corporate body
  • 1960 -

Árbæjarkirkja er í Árbæjarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún er systurkirkja Víðimýrarkirkju, sem var byggð á árunum 1834-35. Upprunalegi kirkjusmiðurinn var Jón Samsonarson, bóndi, smiður og alþingismaður. Hún var endurreist í Árbæjarsafni árið 1960 og nýtt skrúðhús var byggt við hana árið 1964.

Kirkjan, sem er torfkirkjan, var reist árið 1842 að Silfrastöðum. Árið 1896 vék hún fyrir nýrri kirkju en viðir hennar voru notaðir til að smíða baðstofu. Baðstofan var tekin niður árið 1959 og viðir hennar fluttir á Árbæjarsafn þar sem þeir voru notaðir til smíði safnkirkju. Meðal þess sem er upprunalegt í kirkjunni er prédikunarstóllinn.

Kirkjusmiður var Skúli Helgason frá Selfossi. Hann fór að Silfrastöðum og tók tréverkið niður. Helsti vandinn við endurreisnina var að komast að réttum hlutföllum og útliti kirkjunnar.

Lausnin fannst í vísitasíu frá 1842 í Þjóðskjalasafni. Þar voru öll mál tilgreind. Skúli skar út vindskeiðarnar sjálfur og lauk við bygginguna haustið 1960.

Skrúðhúsið stendur andspænis kirkjudyrum, sem er fátítt á Íslandi. Það var smíðað með skrúðhúsið að Arnarbæli í Ölfusi að fyrirmynd.

Apótek á Blönduósi

  • HAH00011
  • Corporate body
  • 1904-

Guðmundur Jónsson borgari var fyrstur til að stunda hér lyfsölu í bæ sínum en það stóð stutt yfir um 1880-1884.
Apótekið var fyrst í skúr við suðurenda læknabústaðarins þar sem seinna reis sjúkraskýli, skúrinn var rifinn 1922 og apótekið flutt í kjallara Læknabústaðarins
Helgi Helgason í Helgafelli rak apótek hér í samstarfi við héraðslækni í 32 ár frá 1942-1974, lengst af á jarðhæð hússins.

Áður höfðu starfað hér, Ari Lyngdal (1910-1986), Helgi Þorvarðarson (1906-1978) og Hjalti bróðir hans (1915-1967)

Almannagjá á Þingvöllum

  • HAH00878
  • Corporate body
  • 874 -

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru landi. Þótt ummerki flekareksins megi sjá nokkuð víða á landinu eru Þingvellir þó einstaklega hentugur staður til að skoða það vegna jarðfræðilegra aðstæðna þar.

Færsla jarðskorpuflekanna á Íslandi sitt í hvora áttina er svo hæggengt ferli að ekki er hægt að fylgjast með því berum augum. Ástæða þess að rek flekanna sést svona auðveldlega á Þingvöllum er sú að við lok síðasta ísaldarskeiðs, fyrir um tíu til ellefu þúsund árum, urðu mikil eldgos á Þingvallasvæðinu. Nokkur eldgosanna urðu undir jökli áður en ísaldarjökullinn hvarf alveg, og mynduðu þau móbergshryggi og móbergsfjöll svæðisins, en eftir að landið varð íslaust urðu gríðarmiklar dyngjur til. Skjaldbreiður er mest áberandi af þeim, en hraunbreiðan sem liggur yfir þjóðgarðinum í Þingvalladældinni er talin hafa komið úr nokkrum minni eldstöðvum norðan við Þingvallavatn. Meðal þeirra er til að mynda eldstöð sem kallast Eldborgir og liggur á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda, nokkru norðaustan við Þingvallavatn. Gosin sem komu úr þessum eldstöðvum öllum voru mikil að rúmmáli, sem er ágætt því þau fylltu upp í allar misfellur og glufur sem fyrir voru á svæðinu. Að síðasta gosinu loknu hefur hraunbreiðan því verið nokkurn veginn slétt yfir að líta þar sem Þingvalladældin liggur nú.

Álka og Álkugil í Vatnsdal

  • HAH00020
  • Corporate body
  • (1880)

Álka er innst inni í Vatnsdal að vestanverðu. Ein af nokkrum ám sem renna í Vatnsdalsá. Álka (Álftaskálará) er 290km" vatnasvið og er hún stærsta áin er rennur í Vatnsdalsá.

Þeir sem hafa gengið upp í Álkugil í Vatnsdal hafa tekið eftir því að búið er að leggja veg að Úlfsfossi. Vilja sumir meina að þarna hafi verið framin óafturkræf umhverfisspjöll en vegurinn var gerður að beiðni landeigenda fyrir veiðimenn. Skipulags- og byggingarnefnd Húnavatnshrepps heimilaði lagningu vegarins á fundi 12. maí 2016 og sveitarstjórn Húnavatnshrepps gaf samþykkti sitt fyrir framkvæmdunum 8. júní 2016.

Álfaborg Borgarfirði eystra

  • HAH00852
  • Corporate body
  • (874) -

Álfaborg rétt hjá þorpinu Bakkagerði í Borgarfirði Eystri er heimkynni drottningar álfanna á Íslandi. Margar sögur fara af kynnum álfa og heimamanna. Margir staðir eru líka tengdir sögnum um samskipti álfa og manna, s.s. Kirkjusteinn sem er kirkja álfanna í Borgarfirði eystri.

Akureyri

  • HAH00007
  • Corporate body
  • 1778 -

Landnámabók greinir frá því að fyrsti landneminn á svæðinu var Helgi „magri“ Eyvindarson sem kom þangað á 9. öld. Elstu heimildir um nafnið Akureyri eru þó frá 1562 en þá féll dómur á staðnum yfir konu fyrir að hafa sængað hjá karli án þess að hafa giftingarvottorð.

Á 17. öld tóku danskir kaupmenn að reisa búðir sínar á sjálfri Akureyri sem var ein af nokkrum eyrum sem sköguðu út í Pollinn. Þeir völdu staðinn vegna afbragðs hafnarskilyrða og einnig vegna þess að héraðið er og var gjöfult landbúnaðarsvæði en dönsku kaupmennirnir sóttust einkum eftir ull og kjöti. Dönsku kaupmennirnir bjuggu þó ekki á Akureyri allt árið á þessum tíma heldur læstu þeir húsum sínum og yfirgáfu staðinn yfir vetrartímann.

Árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum og varanleg búseta hófst. 8 árum síðar fékk bærinn kaupstaðarréttindi ásamt fimm öðrum bæjum á Íslandi. Þetta var að undirlagi Danakonungs en hann vildi reyna að efla hag Íslands með því að hvetja til þéttbýlismyndunar þar en slíkt var þá nánast óþekkt á landinu. Akureyri stækkaði þó ekki við þetta og missti kaupstaðarréttindin 1836 en náði þeim aftur 1862 og klauf sig þá frá Hrafnagilshreppi, þá hófst vöxtur Akureyrar fyrir alvöru og mörk Akureyrarbæjar og Hrafnagilshrepps voru færð nokkrum sinnum enn eftir því sem bærinn stækkaði. Bændur í Eyjafirði voru þá farnir að bindast samtökum til að styrkja stöðu sína gagnvart dönsku kaupmönnunum, uppúr því varð Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) stofnað. KEA átti mikinn þátt í vexti bæjarins, á vegum þess voru rekin mörg iðnfyrirtæki í bænum sem mörg sérhæfðu sig í úrvinnslu landbúnaðarafurða. Árið 1954 var mörkum Akureyrarbæjar og Glæsibæjarhrepps breytt þannig að það þéttbýli sem tekið var að myndast handan Glerár teldist til Akureyrar, þar hefur nú byggst upp Glerárhverfi.

Á síðasta áratug 20. aldar tók Akureyri miklum breytingum, framleiðsluiðnaðurinn sem hafði verið grunnurinn undir bænum lét töluvert á sjá og KEA dró verulega úr umsvifum sínum. Meiri umsvif í verslun og þjónustu, ferðaþjónustu, sjávarútvegi og Háskólinn á Akureyri hafa nú komið í stað iðnaðarins að miklu leyti. Hríseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2004 en í kosningum í október 2005 var tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði hafnað á Akureyri. Grímseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2009.

Á Akureyri hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1881.
Akureyri stendur við botn Eyjafjarðar við Pollinn en svo er sjórinn milli Oddeyrar og ósa Eyjafjarðarár kallaður. Í gegnum bæinn rennur Glerá sem aðskilur Glerárhverfi (Þorpið) frá öðrum bæjarhlutum. Önnur hverfi bæjarins eru Oddeyri, Brekkan, Naustahverfi, Innbærinn og Miðbær.

Akur í Torfalækjarhrepp

  • HAH00548
  • Corporate body
  • (1350)

Bærinn stendur spölkorn frá þjóðveginum að heita má á bakka Húnavatns. Skammt innan við merki Skinnastaða og Akurs er Brandanes sem gengur út í Húnavatn. Þar uppaf eru Akurshólar, lítt grónir, en þó beit þar kjarngóð. Milli hólanna og vatnsins var Akursflugvöllur. Túnið næst bænum er að mestu ræktað á mel, en suður með vatninu tekur við mikill flói, sem nú er tekið að rækta. Akur á land upp að þjóðveginum á móts við Kringlu.
Íbúðarhús byggt 1950 hæð og kjallari 580 m3. Fjós byggt 1947 yfir 14 kýr, síðar breytt í fjárhús. Fjárhús með grindum steypt 1964 yfir 270 fjár, önnur yfir 120 fjár byggð 1962 úr timbri og járni. Hlöður 975 m3, geymsla 70 m3. Tún 30,5 ha. Veiðiréttur í Húnavatni og Vatnsdalsá.

Akur- Hvannatún Blönduósi

  • HAH00288
  • Corporate body
  • 1925-

Upphaflega smiðja Einars í Einarsnesi 1925-
Dregið yfir á lóð Maríu í Maríubæ, til íbúðar. Snjólaug fékk leigðan 1927, 100 ferálnablett.
Snjólaug selur Pétri 1937 og 1945 er honum úthlutað 390 m2 lóð og húsið er aftur dregið og nú yfir í mýrina.
Áður Smiðja og Snjólaugarhús 1933-41.
Kristjánshús 1920 og 1941-
Akur 1947 -
Hvannatún -
Hreppshús 1940.

Akraneskirkja

  • HAH00006
  • Corporate body
  • 1896 -

Yfirsmiður og hönnuður Akraneskirkju var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Hann kom á sinni tíð að mörgum kirkjubyggingum hér á landi og var brautryðjandi í þróun nýs byggingarforms íslenskra kirkna.

Akraneskirkja er timburhús, átthyrningur að grunnfleti, 21,40 m að lengd og 9,00 m á breidd. Hornsneiðingar eru 4,50 m að lengd en framhlið og kórbak eru 3,30 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er burstsettur áttstrendur turn með oddbogaglugga á hverri hlið. Á honum er há áttstrend spíra. Undir turni er breiður ferstrendur stallur og á honum flatt þak girt handriði. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fimm tvípósta krossgluggum undir oddboga, hver þeirra með 12 rúðum. Stærri 15 rúðu gluggi er á hverri hinna fjögurra sneiðinga og dyr undir glugganum á suðausturhlið. Á framhlið turns eru tveir samlægir gluggar yfir kirkjudyrum og einn stærri yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og gluggi undir oddboga yfir.

Í forkirkju eru stigar til sönglofts yfir forkirkju og fremsta hluta framkirkju og setsvala fram með hliðum. Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim að kór sem hafinn er upp yfir kirkjugólf um fjögur þrep. Þverbekkir eru í framkirkju hvorum megin gangs og á setsvölum. Framkirkjan er þrískipa, stoðir standa á kirkjugólfi og bera setsvalir og oddbogahvelfingu yfir miðhluta framkirkju. Á mörkum framkirkju og kórs eru fjórir oddbogar og undir þeim fjórar stoðir og veggstoð hvorum megin altaris og oddbogahvelfingar yfir. Skrúðhús er að kórbaki sem nemur lengingu kirkjunnar. Veggir eru klæddir sléttum plötum og hvelfingar múrhúðaðar. Kirkjan er skreytt trúarlegum táknmyndum, einkum hvelfingar.

Listakonan, Greta Björnsson, skreytti kirkjuna að innan árið 1966. Altaristaflan, sem er frá 1870, er máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Frummynd af henni er í Dómkirkjunni í Reykjavík. Altarið var smíðað af Ármanni Þórðarsyni sem var fyrsti organisti kirkjunnar. Þetta var sveinsstykki hans í trésmíðanámi. Yfir kirkjuskipinu er fimm arma olíuljósahjálmur sem hinn þjóðkunni athafnamaður, Thor Jensen, gaf kirkjunni þegar hún var vígð. Hjálmurinn er endurgerður af Pétri Jónssyni. Tvær lágmyndir prýða kórveggi Akraneskirkju; afsteypur eftir Bertil Thorvaldsen, gefnar af sr. Jóni M. Guðjónssyni og fjölskyldu hans. Sú stærri nefnist Kristur í Emmaus og sú minni Móðurást. Hinn landskunni listamaður, Ríkarður Jónsson, skar út skírnarfontinn. Skírnarskálin er elsti munur kirkjunnar og má rekja aldur hennar með vissu til ársins 1724. Hún var í gamla skírnarfontinum í Garðakirkju sem kom frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tvö pípuorgel hafa verið í Akraneskirkju. Hið fyrra, sem var þýskt og 13 radda, var tekið í notkun 1960. Núverandi orgel kom í kirkjuna 1988. Það er 32 radda og smíðað í Danmörku. Fyrir 1960 var notast við fótstigið harmoníum sem nú er varðveitt á Byggðasafninu að Görðum.

Akranes

  • HAH00005
  • Corporate body
  • 1942 -

Akraneskaupstaður er kaupstaður á Skipaskaga á Vesturlandi og var áður kallaður Skipaskagi, enn í daglegu tali Skaginn. Þar bjuggu 6.754 manns þann 1. desember 2015.

Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan. Á 19. öld fór að myndast þéttbýli í kringum sjósókn og verslun á Skipaskaga yst á nesinu. Árið 1885 var ákveðið að skipta Akraneshreppi í tvennt vegna hinna ólíku hagsmuna þéttbýlisins og sveitarinnar. Varð kauptúnið og næsta nágrenni þess að Ytri-Akraneshreppi en sveitin inn með Akrafjalli að Innri-Akraneshreppi. Ytri-Akraneshreppur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 og hét eftir það Akraneskaupstaður.

Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasti atvinnuvegur bæjarins en verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sementsverksmiðja sem starfrækt hefur verið síðan á 6. áratug 20. aldar og á Grundartanga skammt frá bænum er álver sem starfað hefur síðan 1998.

Knattspyrna hefur lengi verið í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Íslandi.

Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega akstursleiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum sínum milli Reykjavíkur og Akraness.

Ágústshús Blönduósi

  • HAH00182
  • Corporate body
  • 9.1.1942 -
  1. janúar 1942 fær Ágúst G Jónsson 0,136 ha lóð er takmarkast af Húnvetningabraut að norðan, að vestan af veginum að Fornastöðum, að sunnan er vegarbreidd að hagagirðingu Blönduóshrepps. (Hænsnakofi].

Agnarsbær Blönduósi - Efstibær

  • HAH00145
  • Corporate body
  • 1920 -

Byggður 1920 yfir Agnar sem býr þar til 1924 að hann flytur að Sölvabakka. Margrét Kristófersdóttir flutti þangað 1924 og býr þar uns hún flutti í Vegamót, vorið eftir. Benedikt Helgason býr í Agnarsbæ 1925-193X. Jóhanna Þorsteinsdóttir flytur þá í bæinn. Áshreppur hafði gengið í ábyrgð fyrir Agnar, þegar hann byggði bæinn, og afsalaði hann Þorsteini Bjarnasyni 12.5.1926 ásamt viðbyggðum útihúsum.

Afréttur Vindhælis- og Engihlíðarhrepps

  • HAH00644
  • Corporate body
  • 1922

Vjer undirritaðir Björn hreppstjóri Árnason, Syðri-ey, Ólafur oddviti Björnsson, Árbakka, Jónatan J. Líndal oddviti Holtastöðum og Einar Guðmundsson sjálfseignarbóndi á Neðrimýrum, sem kosnir höfum verið af Vindhælishreppi og Engihlíðarhreppi, til þess að ákveða landamerki, milli afréttarlanda Vindhælis- og Engihlíðarhreppa, höfum í dag orðið ásáttir um svofelld landamerki:
Frá Gálgagili (þar sem Mjóadalsá rennur í Norðurá) ræður Norðurá merkjum til Ambáttarár, þá Ambáttará til upptaka (þar sem hún byrjar að mynda gil). Þaðan sjónhending í vörðu á vestari Sjónarhól (sem er neðan við Fífugilseyrar). Þaðan sjónhending í upptök lækjar þess er rennur austur úr Ambáttardal til Laxár. Ræður sá lækur svo merkjum til móts við sérstakan melhól sunnan lækjarins, nokkuð fyrir austan austari Sjónarhól, sem varða er hlaðin á, og sem er hornmerki að suðaustan. Frá vörðu á nefndum hól eru merkin sjónhending í vörðu, sem stendur við háa þúfu á hæsta og vestasta hól Hrossaskálabrúnar. Þaðan sjónhending í Engjalæk miðað við vörðu, sem stendur á grjótflögu á há Pokafelli.
Til staðfestu ritum vjer nöfn vor hjer undir.
Gjört að Skúfi 22. júní 1923
Björn Árnason, Ól. Björnsson. Jónatan J. Líndal. Einar Guðmundsson.
Vjer undirritaðir hreppsnefndarmenn, erum samþykkir framanrituðum landamerkjum.
Á hreppsnefndarfundi að Holtastöðum 21/11 1923
Agnar B. Guðmundsson. Ari H. Erlendsson. Árni E. Blandon. Jónatan J. Líndal.
Vjer undirritaðir hreppsnefndarmenn Vindhælishrepps, erum samþykkir framanrituðum landamerkjum.
Á hreppsnefndarfundi að Hólanesi 5. des. 1924.
B.F. Magnússon. A. Guðjónsson. Björn Guðmundsson Björn Árnason Ól. Björnsson. Carl Berndsen.

Hrafnabjörgum 13. des. 1922
Sigr. Þorkelsson

Vitundarvottar:
Halldór Halldórsson
P. Jónsson.
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hólanesi Þ. 6. júlí 1925 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 314, fol. 170-170b.

Ævarsskarð

  • HAH00149
  • Corporate body
  • um880 -

Í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags fyrir árið 1923 (bls. 65), 1924 (bls. 8 og 31) og 1925-1926 (bls. 32-42) deila þrír íslenzkir fræðimenn all-harðlega um, hvar leita beri Ævarsskarðs, þar sem Landnáma segir, að búið hafi Ævar gamli, en hann nam allan efri hluta Langadals frá Móbergi.

Dr. Finnur Jónsson taldi, að Ævarsskarð væri sama og Stóra-Vatnsskarð. Þetta er útilokað af því að Stóra-Vatnsskarð var allt í land námi Þorkels vingnis, og að það skarð nær heldur ekki í gegnum fjöllin til landnáms Ævars. Virðist þessi staðreynd vera mönnum undarlega dulin.

Dr. Hannes Þorsteinsson og Margeir Jónsson halda báðir, að Ævarsskarð sé sama og Litla-Vatnsskarð. Styðja þeir tilgátu sína aðallega við eftirfarandi röksemdir:
a) Bæjarnafnið Vatnsskarð hafi breytzt í framburði og verið upphaflega Ævarsskarð (dr. H. Þ.)
b) Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðum (f 1879) kvað svokallaðar Ævarstóptir vera til nærri Litla-Vatnsskarði.
c) Hvorugur finnur neinn annan stað í Landnámi Ævars, þar sem hann hafi getað búið.
d) Litla-Vatnsskarð liggi þannig, að það komi bezt heim við frásögn Landnámu (M. J.).

Hina fyrstu röksemd hefur dr. Finnur hrakið. Um hina aðra er þetta að segja m. a.: Jóhannes á Gunnsteinsstöðum var að vísu gagnmerkur maður. En hann ætlaði sér aldrei þá dul, að færa fullar sönnur á, að Ævarsskarð og Litla-Vatnsskarð væri eitt og hið sama. Hann vissi, að ýmsar tilgátur voru um það atriði. En af því, að hann hafði heyrt getið um Ævarstóptir hjá Litla-Vatnsskarði, hallaðist hann helzt að því, að þar hefði bær Ævars staðið. En nú er á það að líta, að þessar tóptir voru alls ekki í skarðinu, svo ef Ævar hefði búið þar, hefði Landnáma ekki komizt svo að orði, að „Ævar bjó í Evarsskarði«. Í öðru lagi veita rústirnar sjálfar engar upplýsingar um þetta mál. Í þriðja lagi er það ekkert merkilegra, að fleiri en einar bæjarrústir finnist á Litla-Vatnsskarði en víða annars staðar, þar sem bæir hafa verið færðir úr stað ýmsra orsaka vegna. Á nafninu einu er engin rök hægt að reisa. Fyrir því er þessi röksemd lítils eða einskis virði. En hinum tveim síðustu röksemdum verður svarað með því, er eftir fer.

Frásögn Landnámu um Landnám í Langadal er á þessa leið: »Ævarr hét maðr, son Ketils helluflaga ok Þuríðar, dóttur Haraldar konungs gullskeggs ór Sogni. Ævarr átti þeira son var Véfröðr. Synir Ævars laungetnir váru þeir Karli ok Þorbjörn Strjúgr ok Þórður mikill. Ævarr fór til íslands ór víkingu, ok synir hans aðrir en Véfröðr með honum fór út Gunnsteinn, frændi hans ok Auðúlfr ok Gautr, en Véfröðr var eftir í víkingu. Ævarr kom skipi sínu í Blönduós; þá váru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævarr fór upp með Blöndu at Ieita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann niðr stöng háva, ok kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan ok svá fyri norðan háls.

Þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævarr bjó í Evarsskarði. Véfröðr kom út síðar í Gönguskarðsárós ok gekk norðan til föður síns ok kenndi faðir hans hann eigi. Þeir glímdu svá, at upp gengu stokkar allir í húsinu áðr Véfröðr sagði til sín. Hann gerði bú at Móbergi sem ætlat var, en Þorbjörn strjúgr á Strjúgsstöðum, en Gunnsteinn á Gunnsteinsstöðum, Karli á Karlastöðum, Þórðr á Mikilsstöðum, Auðúlfr á Auðúlfsstöðum. Gautr bygði Gautsdal ....

Holti hét maðr, er nam Langadal ofan frá Móbergi ok bjó á Holtastöðum.“
Þegar kom fram um Móberg, þótti Ævari tími til kominn að helga sér landið, enda óvíða fegurra. Þar voru og eðlileg takmörk að utan, en þess virðast landnámsmenn hafa gætt mjög vel, að landnámið væri skýrt afmarkað. Hvammsá og Brunnárdalur gátu engum dulizt. Á Móbergi, yzta bænum í landnáminu, helgaði Ævar Véfröði, syni sínum, bústað. Síðar, eftir að hann hafði ákveðið landnámið, og valið sér sjálfum bezta bitann að venju, gaf hann frændum sínum og skipverjum land, og eru bústaðir þeirra raktir fram Langadal sömu röð og gert er enn í dag. Aðeins tveir þeirra, Karlastaðir og Mikilsstaðir, eru lagztir í eyði fyrir ævalöngu. Ævar fór fram Langadal. Hvar nam hann staðar og setti landnáminu takmörk í þeirri átt?

Margeir Jónsson heldur fram þeirri fjarstæðu, að þau takmörk hafi verið á milli Æsustaða og Bólstaðarhlíðar. Þetta er fjarstæða af því, að þar eru engin og hafa aldrei verið nein náttúrleg landamerki. Æsustaðir hafa augsýnilega bygzt eftir að land var hér numið að mestu Ieyti eða öllu. Annaðhvort varð Ævar að nema staðar við Auðólfsstaðaá eða fara dalinn á enda. Og hvað var því til fyrirstöðu? Ekkert, að því, er séð verður. Ævar fór fram dalinn, fram með fjöllunum, unz hann kom í skarð eitt mikið. Um það skarð rann allmikil bergvatnsá út í Blöndu. Hún kallast Svartá.

Skarð þetta skilur Blöndudal og Langadal, sem ella nefndust sama heiti, því í raun rjettri eru þeir einn dalur. Norðan skarðsins rís hinn bratti stafn Langadalsfjalla, en að sunnan hinn tignarlegi Tunguhnjúkur (Finnstunguhnjúkur), sem er endi háls þess, er skilur Svartárdal og Blöndudal. Frá Langadal liggur skarð þetta þvert á Svartárdalsmynni og nær að Svatárdalsfjalli, sem skilur Svartárdal og Stóra Vatnsskarð.

Ævar gat ekki valið landnámi sínu æskilegri né eðlilegri takmörk en í skarði þessu. Um það féll Svartá, er skildi landnámið frá Blöndudal, en er kom austur úr því, féll Hlíðará úr þverdölum niður í Svartá og skildi lönd Ævars frá landnámi Þorkels vingnis, er nam land um Vatnsskarð allt og Svartárdal. í skarði þessu var skýlt og fagurt. Heitir þar enn í dag Skógarhlíð, þó þar sjáist nú engin hrísla. Þar var veðursæld svo mikil, að þangað heimfæra menn ennþá máltækið: »Það er grimmur góudagur, ef ekki tekur í Hlíðarfjalli«. Þar var vatn gnægt. Þar var svo landrúmt til fjallanna, að ekki varð á betra kosið. Þar var svo sérkennilegt, að engum gekk úr minni: Umlukt fjöllum á alla vegu, og lágu þó þangað allar leiðir. Hér tók Ævar sér bústað, í hjarta landnáms síns, og var því skarðið nefnt Ævarsskarð. Hvar bærinn hefur staðið, verður ekki vitað með fullri vissu.

Rústir eru enn í miðju skarði, sem sumir hyggja, að sýni, hvar Ævar bjó. Hitt tel ég líklegra, að bær hans hafi staðið þar sem bærinn Bólstaðarhlíð stendur enn í dag; þetta höfuðból, sem á síðari öldum hefir ýmist verið talið til Svartárdals eða Langadals. Vegna þess, hve ætt Ævars flutti snemma úr landnámi hans, svo nafnið á skarðinu mikla týndist niður. Hvers vegna ættmenn Ævars gamla sleptu Bólstaðarhlíð og fyrnefndum jörðum í Langadal úr hendi sér, er óráðin gáta. Ef til vill má aðeins geta þess til, að þar hafi þá verið mestir ættarhöfðingjarnir, sem fóru með Ávellinga (eða Æverlinga) goðorð og hinir einhverra hluta vegna leitað til þeirra trausts og halds.

Æsustaðir í Langadal

  • HAH00180
  • Corporate body
  • (1950)

Þar var áður prestsetur frá 1926-1952, en jörðin varð bóndaeign 1963. Bærinn, hinn fremsti í Langadal, stendur við Norðurlandsveg, í hólóttutúni norðan Æsustaðaskriðu. Fjallið rís upp frá túninu, grösugt og jarðsælt. Sandeyrar á bökkum Blöndu eru einnig ræktaðar sem tún. Á Laxárdal, austur frá Auðólfsstaðaskarði, er Mjóidalur, landkostajörð með allstóru túni, í eigu bóndans á Æsustöðum og nytjað af honum. Þar var skilarétt til ársins 1956. Íbúðarhús byggt 1929, 440 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 830 m3. Tún 32 ha. Veiðiréttur í Blanda og Auðólfsstaðaá.

Aðalgata 21 Blönduósi

  • HAH00772
  • Corporate body
  • 1957 -

Byggt af Sigurgeiri Magnússyni, sem selur Ragnari Þórarinssyni húsið

Aðalgata 13 Blönduósi/ Verslunarfélagshúsið - Valur

  • HAH00599
  • Corporate body
  • (1930)

Verslunin Valur - Verzlunarfélag Austur-Húnvetninga

Undir sýslumannsbrekkunni, var verslunin Valur sem Konráð Díómetersson rak. Þar afgreiddi Kiddi Þorsteins og Hanni Kristjáns, líka hin glæsilega kona, Sigga Þorsteins, kona Konna. Dóttir þeirra er Magga Konna og sonur Siggu var Þorsteinn Bjarkan, eftirminnilegur drengur og félagi okkar sem yngri vorum. Kiddi og Sigga voru börn Margrétar og Þorsteins sem bjuggu í Þorsteinshúsi sem var og er eitt virðulegasta húsið á Blönduósi. Þessi fjölskylda var eins konar framhald af gamla kaupmannaveldinu á staðnum, ásamt Sæmundsen fjölskyldunni.

Aðalból í Hrafnkelsdal

  • HAH00004
  • Corporate body
  • 1880-

Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Fólk getur því fetað í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu.
Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalabóli í Hrafnkelsdal. Bærinn er staðsettur efst í dalnum og þar má sjá haug Hrafnkells. Í nágrenni hafa fundist fornir gripir sem hafa styrkt sannleiksgildi þessarar sögu. Í dag er rekin ferðamannaþjónusta á Aðalbóli og árlega er Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli haldinn hátíðlegur þar sem fetað er í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu, leikjum, hannyrðum, grillaðri "faxasteik", fróðleik o.fl. 

Aðalból í er innsti bær í Jökuldalshreppi og meðal þeirra bæja, sem eru lengst frá sjó álandinu, 100 km í Héraðsflóa og 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr sögu Hrafnkels Hallfreðarsonar Freysgoða. Hrafnkelssaga er meðal styttri Íslendingasagna og þótti trúverðug, m.a. vegna heils söguþráðar og ýkjulausrar frásagnar, en margir hafa dregið hana í efa á síðari tímum.

Minjar um búsetu í Hrafnkelsdal til forna hafa fundizt á Aðalbóli og annars staðar og örnefni í landi bæjarins minna á söguna. Samkvæmt henni hafði Hrafnkell goðorð í Hrafnkelsdal og Jökuldal. Hann var mikill fyrir sér og var „ójafnaðarmaður mikill, en menntur vel". Hann hafði gefið hestinn Freyfaxa Frey til jafns á móti sér, því hann hafði miklar mætur á því goði, og lagt bann við að aðrir riðu hestinum en hann sjálfur.

Smali hans vann sér það til óhelgi að ríða hestinum og Hrafnkell drap hann umsvifalaust eins og hann hafði heitið. Af þessum sökum var Hrafnkell dæmdur sekur og missti jörð og goðorð. Hann settist að á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og náði eignum sínum aftur og bjó að Aðalbóli til dauðadags. Gambramýrar eru í landi Aðalbóls og þar örlar á jarðhita. Upp úr Hrafnkelsdal liggur jeppavegur inn á Vesturöræfi að Snæfellsskála og Eyjabökkum.

A. Sölvason / Ásgeir Sölvason (1866-1948) ljósmyndari, Cavalier Pembina. N. Dak.

  • HAH09533
  • Corporate body
  • 31.1.1866 - 29.9.1948

Ásgeir Sölvason 31. jan. 1866 - 29. sept. 1948. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1876 frá Stóradal, Svínavatnshreppi, Hún. Ljósmyndari í Cavalier, Pembina, N-Dakota, Bandaríkjunum 1900. Ljósmyndari í Seattle, King, Washington, Bandaríkjunum 1930. Var í Seattle, King, Washington, Bandaríkjunum 1940.
Tökubarn Másstöðum 1870.

Results 1101 to 1161 of 1161