Showing 10344 results

Authority record

Askja

  • HAH00386
  • Corporate body
  • 1875 - 1961

Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls, í Ódáðahrauni á hálendi Íslands. Umhverfis Öskju eru Dyngjufjöll, en skarð er í gegnum fjöllin til austurs, sem kallast Öskjuop.
Gífurlegt eldgos hófst þar 29. mars 1875. Gos þetta nefnist Öskjugosið 1875, eða Dyngjufjallagos. Öskufall frá gosinu hafði mikil áhrif á Austurlandi og átti sinn þátt í því að stór hópur fólks flutti þaðan til Vesturheims.

Eftir að gosinu lauk varð mikið landsig í Öskju, og myndaðist þá Öskjuvatn. Á austurbakka Öskjuvatns er gígurinn Víti, og er talið að askan í gosinu 1875 hafi komið þar upp.
Í tengslum við Öskjugosið 1875 varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum, og rann þá Nýjahraun. Askja gaus síðast árið 1961.

Áshreppur (1000-2005)

  • HAH10056
  • Corporate body
  • 1000-2006

Áshreppur var hreppur í Austur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Ás í Vatnsdal.
Aðalatvinnuvegur var landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 66.
Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Áshreppur Húnavatnshreppi undir merkjum hins síðarnefnda.

Ásholt Höfðakaupsstað

  • HAH00440
  • Corporate body
  • 1937 -

Nýbýli úr Spákonufellslandi er Andrés Guðjónsson fra Harrastöðum byggði 1937. Býlið stendur nú í útjaðri Höfðakaupsstaðar. Býlið er landlítið, grasgefið og ágæt fjörubeit.
Íbúðarhús steinseypt 1937 60 m3, hæð með kjallara. Fjós fyrir 6 kýr, fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður og verkfærageymsla. Tún 15 ha.

Ásgrímur Ragnars (1913-1977) fulltrúi Njarðvík

  • HAH03645
  • Person
  • 1.2.1913 - 5.10.1977

Ásgrímur Ragnars 1. febrúar 1913 - 5. október 1977 Námsmaður á Akureyri 1930. Fulltrúi hjá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli. Bús. í Njarðvík.

Ásgrímur Pétursson (1868-1930) Hólabæ ov

  • HAH03644
  • Person
  • 16.2.1868 - 22.12.1930

Ásgrímur Pétursson 16. febrúar 1868 - 22. desember 1930 Húsbóndi á Hólabæ, Holtastaðasókn, Hún. 1890. Bóndi í Ásgrímsbúð, Hofssókn, Skag. 1901. Yfirfiskmatsmaður á Akureyri. Fiskmatsmaður á Akureyri 1930.

Ásgrímur Kristinsson (1911-1988) Ásbrekku

  • HAH03643
  • Person
  • 29.12.1911 - 20.8.1988

Ásgrímur Kristinsson 29. desember 1911 - 20. ágúst 1988 Lausamaður á Ási, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og skáld í Ásbrekku í Vatnsdal, síðar verkamaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Með ljóðagerð sinni reis Ásgrímur frá Ásbrekku yfir hversdagsleikann og veitti samferðamönnunum ómælda gleði. Hann var góður fulltrúi bændamenningarinnar.
Ásgrímur var jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst og jarðsettur í Gufunesskirkjugarði við hlið Guðnýjar konu sinnar.

Ásgrímur Jónsson (1876-1958) listmálari

  • HAH03642
  • Person
  • 4.3.1876 - 5.4.1958

Ásgrímur Jónsson 4. mars 1876 - 5. apríl 1958 Listmálari í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Listmálari á Óðinsgötu 17 b, Reykjavík 1930. Ókvæntur og barnlaus.

Ásgrímur Ágústsson (1944) Ljósmyndari Akureyri

  • HAH09538
  • Person
  • 09.09.1944

Ásgrímur Ágústsson fæddist á Akureyri 1944. Foreldrar hans voru Ágúst Ásgrímsson (1911-1991), iðnverkamaður og Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959), listakona. Ásgrímur útskrifaðist sem ljósmyndari frá Iðnskólanum á Akureyri 1971. Starfaði sem lærlingur á ljósmyndastofunni Filman í Reykjavík. Síðari hluta árs 1972 keypti Ásgrímur ljósmyndastofu af Óla Páli Kristjánssyni sem fékk nýja nafnið Ljósop. Nokkrum mánuðum seinna, árið 1973 flutti Ásgrímur ljósmyndastofuna til Akureyrar, nefndi hana Norðurmynd
og rak hana allt til ársins 2007.
Ásgrímur er kvæntur Önnu Mary Björnsdóttur (1942-). Þau eiga 3 börn.

Ásgrímur Agnarsson (1912-1984)

  • HAH03641
  • Person
  • 15.8.1912 - 4.2.1984

Ásgrímur Agnarsson 15. ágúst 1912 - 4. febrúar 1984 Vetrarmaður á Guðrúnarstöðum, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Miðgili, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Lausamaður í Grímstungu. Síðast bús. í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Ásgerður Stefánsdóttir (1910-2007) Guðlaugsstöðum

  • HAH02013
  • Person
  • 25.7.1910 -17.9.2007

Solveig Ásgerður fæddist 25. júlí 1910 að Merki á Jökuldal. Hún andaðist mánudaginn 17. september síðastliðinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Ásgerður var víðlesin menntakona og hafði í farangri sínum brot af heimsmenningunni. Hún gerði snjallar tækifærisvísur enda dóttir skáldbóndans Stefáns í Merki. Hún var háttvís í framkomu og hafði frábæra skapstillingu, en þegar henni ofbauð, komu ein eða tvær setningar sem urðu minnisstæðar þeim er heyrðu. Ásgerður var glæsileg kona og hafði einstaklega góða nærveru.
Solveig Ásgerður verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag, laugardaginn 29. september, kl.13.30. Jarðsett verður í heimagrafreit á Guðlaugsstöðum.

Ásgerður Runólfsdóttir (1924-1993) Kornsá

  • HAH04426
  • Person
  • 26.7.1924 - 15.1.1993

Ásgerður Runólfsdóttir [Gerða] 26. júlí 1924 - 15. jan. 1993. Var á Kornsá, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Keflavík. Var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. janúar 1993, kl. 14.00.

Ásgerður Pálsdóttir (1946)

  • HAH03639
  • Person
  • 3.2.1946 -

Ásgerður Pálsdóttir 3. febrúar 1946 Geitaskarði, framkvæmdastjóri Samstöðu á Blönduósi.

Ásgerður Jónsdóttir (1920-1938)

  • HAH03638
  • Person
  • 2.8.1920 - 7.3.1938

Ásgerður Jónsdóttir 2. ágúst 1920 - 7. mars 1938 Sjúklingur á St. Jósephsspítala í Hafnarfirði 1930. Heimili: Blönduós.

Ásgerður Jónsdóttir (1918-1999)

  • HAH03637
  • Person
  • 22.6.1918 - 18.12.1999

Ásgerður Jónsdóttir 22. júní 1918 - 18. desember 1999 Var í Haukagili, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Húsfreyja í Haukagili, Hvítársíðuhr., Mýr.
Útför Ásgerðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður á Gilsbakka.

Ásgerður Guðmundsdóttir (1914-1991) Akureyri

  • HAH07430
  • Person
  • 11.5.1914 - 23.12.1991

Ásgerður Guðmundsdóttir [Ása] 11.5.1914 - 23.12.1991. Húsfreyja á Akureyri. Var á Stóru-Giljá, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Einkabarn foreldra sinna. Á Stóru-Giljá ólst Ása upp við fjölbreytt mannlíf. Auk margra heimilismanna var þar mjög gestkvæmt og heimilið rómað fyrir gestrisni og rausnarskap. Ása var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1933 og 1934. Um 1940 fluttist Ása til Akureyrar og vann fyrst sem ráðskona og síðan lærði hún klæðskerasaum. Á þeim tíma kynntist hún Hallgrími Vilhjálmssyni frá Torfunesi í Köldukinn, síðar tryggingafulltrúa á Akureyri.

Ásgerður Gísladóttir (1924-1990)

  • HAH03640
  • Person
  • 28.9.1924 - 3.10.1990

Ásgerður Þórey Gísladóttir 28. september 1924 - 3. október 1990 Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Ásgerður Bjarnadóttir (1865-1942) Núpsdalstungu

  • HAH03633
  • Person
  • 22.8.1865 - 26.9.1942

Ásgerður Bjarnadóttir 22. ágúst 1865 - 26. september 1942 Húsfreyja í Núpdalstungu, Efri-Núpssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Núpsdalstungu í Miðfirði, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún.

Ásgeirshús Blönduósi

  • HAH00114
  • Corporate body
  • 1899 - 1970

Byggt 1899 af Sigurði Oddleifssyni búfræðingi. Hann bjó þar 1899-1901 en flutti svo vestur um haf 1902. Lóðasamningur og útmælingargjörð voru til með vissu, en ég [JA] hef ekki séð þau plögg.
Lóðin var 1260 ferálnir [496,4 m2]. Hansína ekkja sra Þorvaldar kaupir hús og lóð af Sigurði. Hún býr í húsinu með Ásgeiri syni sínum til 1910. Ásgeir kvæntist Hólmfríði 1909 og flytjast þau þá til tengdaforeldranna í Hjálmarshús [Jónasarhús].

1911 flyst Ingibjörg Hjálmarsdóttir systir Zophoníasar í Hansínuhús, hann byggði þá yfir systur sína. Í virðingargjörð frá 18.2.1914 segir um hús Ingibjargar; Stærð þess að utanmáli er 6x4 m. Hæð undir þakskegg er 2,2 m. í mæni 2,8 m. Það er allt úr timbri með vanalegri grind og liggjandi klæðningu. Kjallari er undir 2/3 af húsinu, hlaðinn úr steini og lagður í sement. Fyrsta gólfið er skipt í 3 herbergiog inngang. Eru tvö herbergi þiljuð, veggfóðruð og máluð, eitt er aðeins þiljað. Þak er úr heilþykkum borðum á sperrur. Þar yfir þakpappi og yst rifflað þakjárn menjumálað og útveggir einnig málaðir. Í húsinu er múrpípa, eldavél og 1 ofn.
Við húsið eru 2 skúrar, annar við útidyr 1,26 x 1,57 m. Hæð 2 m. Hann er með einfaldri klæðningu, hinn skúrinn er við húshliðina að að stærð 2 x 3 m. hæð 1,9 m. Hann er klæddur með heilþykkum borðum og pappi yfir. Þök á skúrum þessum eins og aðalhúsinu. Meðfylgjandi lóð er sögð 484 m2. Ekki var komin vatnslögn í húsið 1916, en brunnur var snemma gerður í lóðinni og er hann enn þar, en jarðvegur yfir.

Ásgeir kaupir hið nýbyggða hús af Ingibjörgu 23.5.1914. Zophonías tengdafaðir Ásgeirs, sem hafði byggt sér hús 1905, seldi það og byggði sér annað hús, Lindarbrekku. Hann seldi húsið 19.2.1923 Stefáni Þorkelssyni og byggði yfir sig viðbyggingu við Ásgeirshús. Þessa viðbyggingu seldi Zophonías Torfalækjarhreppi og Bkönduóshreppi 13.6.1928. Ásgeir kaupir hana svo af hreppnum 17.4.1943.
Ásgeir býr svo í húsinu til um 1960. Þorvaldur sonur hans bjó þar þar til hann byggir yfir sig utan ár [Hvanná] og fór Ásgeir þá með honum.
Sigurður H Þorsteinsson keypti Ásgeirshús og bjó þar þar til hann byggði yfir sig utan ár. Þá settist Sigurgeir Sverrisson að í Ásgeirshúsi og bjó í því uns það brann 1970.

Ásgeir Þorvaldsson (1944)

  • HAH03631
  • Person
  • 6.5.1944 -

Ásgeir Þorvaldsson 6. maí 1944 Var í Böðvarshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Tannsmiður Reykjavík.

Ásgeir Þorvaldsson (1881-1962) Ásgeirshúsi

  • HAH03630
  • Person
  • 4.8.1881 - 25.1.1962

Ásgeir Þorvaldsson 4. ágúst 1881 - 25. janúar 1962 Verslunarmaður á Blönduósi. Múrarameistari. Var í Vinaminni, Blönduóshr., A-Hún. 1957

Ásgeir Theódór Magnússon (1886-1969) rithöfundur Reykjavík, frá Ægissíðu

  • HAH02081
  • Person
  • 7.3.1886 - 14.8.1969

Ásgeir Theodór Magnússon 7. mars 1886 - 14. ágúst 1969 Rithöfundur, síðast bús. í Reykjavík.

  1. ágúst lézt hér í borg Ásgeir Magnússon frá Ægissiðu, 83 ára gamall. Við þennan föðurbróður minn eru tengdar einhverjar Ijúfustu bernskuminningar mínar, og því langar mig að geta hans að nokkru.
    Ungur að árum var Ásgeir settur í fóstur að Katadal til Ingólfs Guðmundssonar f. 23.3.1859 móðurbróður síns. Aldrei verður með vissu úr því skorið, hve miklu það veldur um skapgerð barna að alast ekki upp með foreldrum sínum. En það vissi ég með vissu, að þessi dvöl Ásgeirs í Katadal hafði mikil áhrif á þennan dula og gáfaða dreng og mun e.t.v. hafa átt mikinn þátt í þeirri sérlund, sem nokkuð var áberandi í fari hans, því að Ingólfur móðurbróðir þeirra þótti sérlundaður mjög, en kona hans mun lítt hafa skilið þennan einræna og hæfileikaríka dreng. Að vísu bjargaði það miklu, að amma Ásgeirs, Sigþrúður Jóhannsdóttir f. 24.3.1828 var hjá syni sínum þarna í Katadal. Sigþrúður var greind kona, heimspekilega sinnuð og hafði áhuga á stjörnum, og má e.t.v. rekja þangað áhuga Ásgeirs á stjörnufræði síðar meir. Í Katadal ólst Ásgeir upp fram yfir fermingu, en dvaldist síðan á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu.

Ásgeir Sigjónsson (1905-1992) kennari Dalvík

  • HAH05082
  • Person
  • 30.12.1905 - 2.9.1992

Ásgeir Pétur Sigjónsson 30. des. 1905 - 2. sept. 1992. Var á Fornustekkum, Nesjahr., A-Skaft. 1910. Kennari á Dalvík, síðast bús. þar.
Ásgeir andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september, 1992 eftir skamma legu.

Ásgeir Pétursson (1922-2019) Bæjarfógeti Kópavogi

  • HAH03626
  • Person
  • 21.3.1922 - 24.6.2019

Lögfræðingur, ráðuneytisstarfsmaður, sýslumaður í Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu, bæjarfógeti í Kópavogi og varaþingmaður. Var á Suðurgötu , Reykjavík 1930. Gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.

Ásgeir Klemensson (1879-1938) Höfðahólum

  • HAH03617
  • Person
  • 15.10.1879 - 4.10.1938

Ásgeir Klemensson 15. október 1879 - 4. október 1938 Bóndi á Höfða-Hólum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Geirbjarnarstöðum, Þóroddsstaðasókn, S-Þing. 1880. Bóndi á Höfðahólum.

Ásgeir Jónsson (1894-1974) verkfræðingur, frá Þingeyrum

  • HAH03621
  • Person
  • 2.11.1894 - 13.4.1974

Ásgeir Lárus Jónsson 2. nóvember 1894 - 13. apríl 1974 Verkfræðingur á Sólvallagötu 18, Reykjavík 1930. Verkfræðingur í Reykjavík 1945. Vatnsvirkjafræðingur, ráðunautur og skrifstofustjóri. Síðast bús. í Reykjavík.

Ásgeir Jónsson (1876-1963) Gottorp

  • HAH03616
  • Person
  • 30.11.1876 - 23.5.1963

Ásgeir Jónsson 30. nóvember 1876 - 23. maí 1963 Bóndi á Gottorpi, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi í Gottorp í Vesturhópi og síðar rithöfundur í Reykjavík. Fyrrverandi bóndi í Reykjavík 1945.

Ásgeir Jónsson (1871-1923) Sellátrum við Reyðarfjörð

  • HAH03625
  • Person
  • 31.1.1871 - 2.12.1923

Ásgeir Magnús Ingólfur Jónsson 31. janúar 1871 - 2. desember 1923 Bóndi á Sellátrum við Reyðarfjörð, S-Múl. Leigjandi á Sellátrum 1901. Síðast smiður á Siglufirði.

Ásgeir Jónatansson Líndal (1859-1923) Victoria í British Columbia USA, frá Miðhópi

  • HAH06719
  • Person
  • 22.8.1859 - 1.8.1923

Var í Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1860 og 1870. Sonur hennar á Miðhópi, Þingeyrasókn, Hún. 1880. Fór til Vesturheims 1887 frá Miðhópi, Þorkelshólshreppi, Hún. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla, dó úr krabbameini. Var þekktur fyrir „hin mörgu hugljúfu kvæði“ sín segir í Ólafsd. Maki : Steinunn Jónsdóttir Börn: Jakob A. Viktor f. 1904 og Joseph C. Harper f. 1907.

Ásgeir Ingimundarson (1881-1948) frá Útibleiksstöðum

  • HAH03615
  • Person
  • 6.9.1881 - 4.1.1948

Ásgeir Ingimundarson 6. september 1881 - 4. janúar 1948 Nam í Ólafsdalsskóla. Húsmaður á Akureyri, Eyj. 1901. Veggfóðrari í Reykjavík og síðar verslunarmaður í Kanada. Síðast bús. í Reykjavík. Fór til Vesturheims 1910. Var í Wynyard, Humboldt, Saskatchewan, Kanada 1921.

Ásgeir Hólm Jónsson (1933-2011)

  • HAH01084
  • Person
  • 4.3.1933 - 14.4.2011

Ásgeir Hólm Jónsson fæddist á Molastöðum í Austur-Fljótum 4. mars 1933. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 14. apríl 2011.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 20. apríl 2011, kl. 10.30.

Ásgeir Hauksson (1971)

  • HAH03614
  • Person
  • 22.8.1971 -

Ásgeir Hauksson 22. ágúst 1971 Blönduósi

Ásgeir Gíslason (1920-1972) bifreiðastjóri hjá Norðurleið

  • HAH03627
  • Person
  • 21.9.1920 - 23.8.1972

Ásgeir Héðinn Gíslason 21. sept. 1920 - 23. ágúst 1972. Var í Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Einn af stofnendum Norðurleiða, síðar bifreiðastjóri hjá BSR.
Bíllinn er af Reo Speedwagon 1947

Ásgeir Einarsson (1809-1885) alþm Kollafjarðarnesi og Þingeyrum

  • HAH03612
  • Person
  • 23.7.1809 - 15.11.1885

Ásgeir Einarsson 23. júlí 1809 - 15. nóvember 1885 Alþingismaður Strandamanna og Húnvetninga, bjó í Kollafjarðarnesi og víðar. Var á Kollafjarðarnesi, Fellssókn, Strand. 1835.
Bóndi í Kollafjarðarnesi 1839–1861, á Þingeyrum 1861–1863, í Ásbjarnarnesi 1863–1867 og aftur á Þingeyrum frá 1867 til æviloka.
Alþingismaður Strandamanna 1845–1865 (varaþingmaður 1865) og 1880–1885, alþingismaður Húnvetninga 1875–1880. Þjóðfundarmaður Strandamanna 1851.

Ásgeir Blöndal (1908-1968) Blöndubakka

  • HAH03619
  • Person
  • 13.7.1908 - 1.2.1968

Ásgeir Kristjánsson Blöndal 13. júlí 1908 - 1. febrúar 1968 Bílstjóri á Hæðarenda, Reykjavík 1930. Var á Blöndubakka, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bifreiðastjóri Enniskoti á Blönduósi 1940 og bóndi á Blöndubakka.

Ásgeir Blöndal (1858-1926) héraðslæknir Húsavík ov

  • HAH03622
  • Person
  • 10.2.1858 - 2.1.1926

Ásgeir Lárusson Blöndal 10. febrúar 1858 - 2. janúar 1926 Héraðslæknir í V-Skaft, Húsavík, ekkill þar 1890 og Eyrarbakka. Var síðast á Húsavík. Kjördóttir: Ester Blöndal f. 24.12.1915.

Ásgeir Axelsson (1942-2011) Litla-Felli

  • HAH01083
  • Person
  • 7.2.1942 - 8.6.2011

Ásgeir Axelsson frá Litla-Felli á Skagaströnd var fæddur 7. maí 1942. Hann lést miðvikudaginn 8. júní 2011.
Ásgeir fæddist í Höfðahólum á Skagaströnd og ólst þar upp til 1955 er hann flutti að Litla-Felli með foreldrum sínum. Ásgeir var mikið náttúrubarn og unni dýrum.
Ásgeir var jarðsunginn frá Hólaneskirkju, laugardaginn 18. júní 2011, og hófst athöfnin kl. 14.

Ásgeir Ásgeirsson (1894-1972) 2. forseti lýðveldisins

  • HAH03610
  • Person
  • 13.5.1894 - 15.9.1972

Ásgeir Ásgeirsson 13. maí 1894 - 15. september 1972. 2. Forseti Íslands 1952-1968. Cand. theol., alþingismaður, fræðslumálastjóri, ráðherra. Var í Reykjavík 1910. Gestur og fræðslumálastjóri á Núpi , Núpssókn, V-Ís. 1930. Heimili: Reykjavík. Bankastjóri í Reykjavík 1945.

Ásgarður Blönduósi

  • HAH00622
  • Corporate body
  • 1947 -

Beint fyrir ofan Skipagil byggði Ágúst Andrésson sér íbúðarhús úr steinsteypu, hæð og ris. Það bar af hinum húsunum í kring, því þau voru heldur ómerkilegri og nöfn þeirra við hæfi, Litla-Enni, Enniskot og Skuld norðan við og Baldursheimur að sunnan. Enda kallaði Ágúst bæ sinn Ásgarð. Þarna bjó hann lengi með síðari konu sinni, Þorvildi Einarsdóttur. Þau bjuggu oftast bara í risinu en leigðu neðri hæðina út. Þar man ég eftir ýmsum leigjendum en einna lengst var Knútur Berndsen og hans fjölskylda þarna.

Ásdís Sveinsdóttir (1922-1991) Egilstöðum á Völlum

  • HAH01082
  • Person
  • 15.4.1922 - 15.8.1991

Ásdís Sveinsdóttir var fædd á Egilsstöðum á Völlum 15. apríl 1922. Margur kom þar gestur og gangandi, því á Egilsstöðum var rekið gistihús allt árið. - Þar kynntust börnin fjölda manna er komu þar. Egilsstaðir voru með stærstu búum í sveit.

Ásdís Steinþórsdóttir (1920-2000)

  • HAH03609
  • Person
  • 10.12.1920 - 5.12.2000

Ásdís Steinþórsdóttir 10. desember 1920 - 5. desember 2000 Kennari á Djúpavogi í Reykjavík. Var á Akureyri 1930. Útför Ásdísar fór fram í kyrrþey hinn 14. desember.

Ásdís Óskarsdóttir (1931-2008) Keflavík

  • HAH01081
  • Person
  • 16.2.1931 - 19.1.2008

Ásdís Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. janúar síðastliðinn. Ásdís og Jóhannes byrjuðu sinn búskap í Garðinum, bjuggu í Reykjavík í nokkur ár en fluttust til Keflavíkur árið 1954 og bjuggu þar síðan, lengst af á Suðurgötu 41 og Austurbraut 2, en síðustu árin á Framnesvegi 15. Fyrstu æviárin bjó Ásdís á barnaheimili og hitti móður sína reglulega en frá 6 ára aldri bjó hún með móður sinni og móðursystur Ingunni Þorkelsdóttur í sannkölluðu fjölskylduhúsi sem móðurbræður hennar byggðu á Seljavegi 7. Þar ólst hún upp með frænkum sínum og frændum sem henni þótti mjög vænt um og leit á sem systkini sín.
Útför Ásdísar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Ásdís Magnúsdóttir (1920-2013) Staðarbakka

  • HAH01079
  • Person
  • 21.8.1920 - 19.6.2013

Ásdís fæddist á Torfastöðum í Miðfirði 21. ágúst 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga 19. júní 2013.
Ásdís og Benedikt bjuggu allan sinn búskap á Staðarbakka og gegndu margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Nefnd Ásdís Magnúsdóttir Frímanns í Jóelsætt
Útför Ásdísar fer fram frá Staðarbakkakirkju í dag, 26. júní 2013, klukkan 14.

Ásdís Lúðvíksdóttir (1951-2015) Ísafirði

  • HAH08595
  • Person
  • 5.11.1951 - 23.8.2015

Ásdís Jóna Lúðvíksdóttir fæddist á Ísafirði 5. nóvember 1951. Starfaði við umönnunarstörf í Hveragerði og síðar sem félagsliði í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum
Hún lést á heimili sínu 23. ágúst 2015. Útför Ásdísar Jónu fór fram frá Bústaðakirkju 3. september 2015, kl. 15.

Ásdís Kristinsdóttir (1912-1991)

  • HAH01078
  • Person
  • 22.7.1912 - 7.8.1991

Ásdís Kristinsdóttir fædd 22.7.1912 -7.8.1991. Lést á heimili sínu að Hamraborg 26, Kóp. miðvikudagsmorguninn 7. ágúst sl. Foreldrar Ásdísar bjuggu á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu, svo sem Gafli í Víðidal, Þingeyjarseli og Bakkakoti. Móðir hennar missti heilsuna, fékk heilablóðfall er Aðalheiður fæddist og við það tvístraðist fjölskyldan og Aðalheiður var upp frá því í fóstri að Melrakkadal.
Árið 1923 flyst fjölskyldan með 4 börn til Vestmannaeyja en eftir 1 ár flytjast þau norður aftur. Þá fer Gunnar bróðir hennar að Ási en Ásdís og Bjarni að Hofi. Foreldrar þeirra flytjast aftur til Vestmannaeyja með tvö yngstu börnin og Kristinn fer að vinna við bifreiðaakstur.

Ásdís Kjartansdóttir (1909-2004) Bugðustöðum

  • HAH07749
  • Person
  • 31.12.1909 - 26.3.2004

Ásdís Kjartansdóttir fæddist að Hólslandi í Eyjahreppi 31. desember 1909. Ásdís ólst upp í Dölum, mest með föður sínum á ýmsum bæjum þar sem hann var í vinnumennsku, eftir að kona hans lést.
Vinnukona á Dunkárbakka, Snóksdalssókn, Dal. 1930. Húsfreyja á Bugðustöðum í Suðurdalahreppi.
Hún lést 26. mars 2004. Útför Ásdísar fór fram frá Snóksdalskirkju 3.4.2004 og hófst athöfnin klukkan 13.30.

Ásdís Guðlaugsdóttir (1887-1960) Akureyri

  • HAH03604
  • Person
  • 19.10.1887 - 30.10.1960

Ásdís Charlotte Guðlaugsdóttir 19. október 1887 - 30. september 1960 Húsfreyja á Akureyri 1930. Húsfreyja á Útskálum, Gerðahr., Gull. 1920. Prestfrú á Akureyri. Nefnd Rafnar í V-Skaftf. Þau voru barnlaus.

Ásdís Guðjónsdóttir (1922-2002)

  • HAH01080
  • Person
  • 11.4.1922 - 5.1.2002

Ásdís Margrét Guðjónsdóttir fæddist í Saurbæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 11. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. janúar síðastliðinn. Ásdís ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ. Hún var ógift og barnlaus.
Útför Ásdísar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ásdís Eysteinsdóttir (1927-2012) kennari Reykjavík

  • HAH06258
  • Person
  • 13.9.1927 - 21.10.2012

Var á Hafurstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. kennari í Reykjavík.
Ásdís Eysteinsdóttir fæddist í Meðalheimi, Vestur-Húnavatnssýslu 13. september 1927.
Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík, 21. október 2012. Ásdís var jarðsungin frá Grensáskirkju 29. september 2012, kl. 13.

Ásdís Baldvinsdóttir (1902-1989)

  • HAH01385a
  • Person
  • 30.10.1902 - 27.7.1989

Var á Hveravöllum, Húsavíkursókn, S-Þing. 1930. Heimili: Húsavík. Húsfreyja á Klambraseli í Aðaladal, S-Þing. og í Húsavík.
sjá umfjöllun um mann hennar.

Ásbyrgi

  • HAH00036
  • Corporate body
  • (1880)

Ásbyrgi er hamrakví í Vatnajökulsþjóðgarði, Jökulsárgljúfrum, Norðurþingi í Norður–Þingeyjarsýslu, og eitt af mestu náttúruundrum Íslands. Það er allt að 3,5 km á lengd inn í botn og um 1,1 km á breidd í mynni þess og helst svipuð breidd um þrjá km inn eftir því. Fyrstu tvo km er byrgið klofið af Eyjunni, miklu standbergi, sem er um 250 m á breidd og skiptir Ásbyrgi í tvennt. Hamraveggirnir eru um 90 – 100 m háir og eru lægstir fremst en hækka þegar innar dregur.

Í skóginum og kjarrinu eru skógarþröstur og auðnutittlingur algengir, sem og músarindillinn. Upp úr 1970 fór fýll að verpa í hamraveggjunum og er þar nú þétt byggð. Skordýralíf er líka með ágætum eins og gefur að skilja á svo skjólsælum og gróðursælum stað og ber mest á blómaflugum, galdraflugur og hunangsflugur eru algengar. Geitungar hafa einnig tekið sér bólfestu þarna.

Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um tilurð þessarar hamrakvíar en líklegust er sú að hún hafi myndast þegar tvö hamfarahlaup urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. Þjóðsagan skýrir þetta náttúrufyrirbæri á annan hátt. Sagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Óðins, stigið fast niður fæti þegar hann var á ferð sinni um lönd og höf. Ásbyrgi sé því hóffar Sleipnis og eyjan í miðjunni sé far eftir hóftunguna.

Bergið í veggjum Ásbyrgis er úr beltóttu dyngjuhrauni. Hraunið rann frá gígnum Stóravíti efst á Þeistareykjarbungu fyrir 11 - 12 þúsund árum, skömmu eftir að jöklar ísaldar hörfuðu af svæðinu. Jarðfræðingar nefna hraunið Stóravítishraun. Stóravítisdyngjan er af sömu gerð eldfjalla og Skjaldbreiður og Trölladyngja og er stærsta hraundyngja landsins að efnismagni.

Ásbúðir á Skaga

  • HAH00035
  • Corporate body
  • (1950)

Nyrsti bærinn í Skagahreppi. Bærinn stendur á ás milli Ásbúðavatns og tjarnar andspænis vatninu. Knappt er um graslendi, Fjörubeit góð..
Tún 6,8 ha, æðarvarp og reki.

Ásbrekka í Vatnsdal

  • HAH00034
  • Corporate body
  • 1935 -

Nýbýli úr Áslandi byggt 1935 af Ásgrími Kristinssyni. Bærinn stendur á lautarbarmi upp af Móhellunni. Útihús standa litlu ofar á Grænhól. Jörðin er frekar lítil, en undirlendi gott til túnræktunar. Vatnsdalsá þverbeygir hér austur yfir dalinn, en hefur áður runnið með vesturbrekkum. Samkomuhús byggt 1935, sem ungmennafélagið á, stendur skammt neðan við bæinn. Hjáleigur tvær voru fyrrum frá Ási í landi jarðarinnar; Grænhóll er áður getur og Brekka við Brekkulæk suður með merkjum. Íbúðarhús byggt 1937 og 1950 198 m3 ein hæð. Fjós yfir 10 gripi. Fjárhús yfir 185 fjár Hesthús yfir 15 hross. Hlaða 1066 m3. Votheysgryfja 48 m3. Geymsluskúr. Tún 25,2 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Ásbjörn Jóhannesson (1942-1991) Auðkúlu

  • HAH01077
  • Person
  • 24.6.1942 - 30.6.1991

Ásbjörn Þór Jóhannesson bóndi, Auðkúlu fæddur 24. júní 1942. Dáinn 30. júní 1991 Í dag er til moldar borinn frá Auðkúlukirkju,
Ásbjörn ólst upp á Fitjum hjá foreldrum sínum Jóhannesar Árnasonar frá Fitjum og Kristínar Ásmundsdóttur, sem ættuð var sunnan úr Mosfellssveit, ásamt þremur alsystkinum og fóstursystur. Hann gekk til starfa sem aðrir, vandist mikilli vinnu og átti dugnað til lífs og starfa. Hann lagði stund á fleira en búskapinn heima, var í Reykjavík 1958-59. Þaðan lá leiðin að Hvanneyri og lauk hann búfræðiprófi þaðan vorið 1960. Þá kom hann að nýju norður og var þrjá vetur ráðsmaður hjá Birni á Löngumýri. Á sumrum vann hann hjá Halldóri bróður sínum í Víðigerði.
Ásbjörn var ekki bölsýnis eða úrtölumaður. Hann hafði ánægju af mannamótum en fannst þó oftast bezt að vera heima og njóta samvista við sína nánustu eða sinna einhverjum verkefnum í stað þess að blanda sér í nefnda- og fundastörf.

Ásbjörn var tæpari til heilsu en hann vildi kannast við. Styrk, glaðværð og hressilegu fasi hélt hann allt til endadægurs.

Hann var að flytja frá Auðkúlu, stóð til brautar búinn. En ferðin sem hann fór, var ferð sem gjarnan mátti bíða nokkurt árabil. Hann varð bráðkvaddur þegar lífíð í náttúrunni skartaði sínu fegursta.

Ásbjörn Guðmundsson (1943)

  • HAH03599
  • Person
  • 24.1.1943 -

Ásbjörn Jóhannes Guðmundsson 24. janúar 1943 miðnafnið er ekki skráð í þjóðskrá en þannig skráð í vegabréf 29.3.1967, Þorgrímsstöðum.

Ásbjörn Árnason (1880-1962) Torfum Eyjafirði

  • HAH03598
  • Person
  • 1.5.1880 - 12.4.1962

Ásbjörn Árnason 1. maí 1880 - 12. apríl 1962 Bóndi víða í Eyjafjarðarsveit, m.a. í Stóra-Dal en lengst í Torfum. Var með foreldrum á Melum til um 1883 og síðan á Skuggabjörgum í sömu sveit fram til 1899. Nam smíðar á Akureyri. Flutti að Hvassafelli í Eyjafirði 1900, bóndi þar 1903-06. Bóndi í Miðhúsum, Eyj. 1906-09, Torfum, Eyj. 1909-21, Þverárdal, A-Hún. um 1922-26, Kambfelli, Eyj. um 1927-30. Bóndi í Stóradal, Saurbæjarsókn, Eyj. 1930-36 og á Lækjarbakka við Akureyri 1948-54. Síðast bús. á Akureyri.

Ásar í Svínavatnshreppi

  • HAH00698
  • Corporate body
  • [900]

Ásar er stór og mikil jörð en hefur verið talin erfið til fullra nota. Þar er mikið og gott ræktarland á flatlendi meðfram Blöndu, sem áður var talið engjaland. Byggingar og gamla túnið er þar aftur á móti miðhlíðis og er því talsvert erfiður heyfluttningur þangað heim. Nú hafa verið byggð fjárhús og hlaða niður á flatlendinu og léttir það störfin. Sæmilegt ræktunarland er einnig út frá gamla túninu. Íbúðarhús byggt 1967, 447 m3. Fjós fyrir 10 gripi torf og grjót. Fjárhús yfir 200 fjár og gömul torfhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlaða 400 m3. Hlaðan og járnklæddu fjárhúsin sambyggð. Tún 23,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Ása Stefánsdóttir (1925-2018) Mýrum, Melstaðarsókn

  • HAH07310
  • Person
  • 7.7.1925 - 9.7.2018

Ása Guðlaug Stefánsdóttir 7.7.1925 - 9.7.2018. Var á Mýrum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Mýrum 2, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957.
Hún fæddist á Mýrum í Hrútafirði. Eftir að Stefán sonur hennar féll frá bjó hún ein í sínu húsi allt þar til tveimur dögum fyrir andlátið.

Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga. Útför hennar fór fram frá Melstaðarkirkju, föstudaginn 20. júlí 2018, klukkan 14.

Ása Stefánsdóttir (1913-2000)

  • HAH01074
  • Person
  • 5.5.1913 - 29.2000

Húsfreyja og saumakona í Hafnarfirði. Ása Sigríður Stefánsdóttir fæddist á Húki í Miðfirði 5. maí 1913. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. janúar 2000.
Ása ólst upp á Húki en fluttist suður ásamt manni sínum árið 1940. Útför Ásu fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 8. febrúar 2000.

Ása Pálsdóttir (1920-2008) Ísafirði

  • HAH01073
  • Person
  • 28.4.1920 - 18.2.2008

Ása Pálsdóttir fæddist á Ísafirði 28. apríl 1920. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 18. febrúar 2008. Fjölskyldan fluttist frá Ísafirði til Reykjavíkur árið 1939.
Útför Ásu fer fram frá Lágafellskirkju í dag 25. febrúar 2008 og hefst athöfnin klukkan 13.

Results 9601 to 9700 of 10344