Laxárdalur fremri

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Laxárdalur fremri

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

874 -

Saga

Laxárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu sem oft er kallaður Laxárdalur fremri til aðgreiningar frá Laxárdal í Skagafjarðarsýslu, sem er handan við fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu og er stundum kallaður Laxárdalur ytri.
Laxárdalur fremri liggur samsíða Langadal, frá Refasveit og næstum fram að Bólstaðarhlíð og Vatnsskarði. Þar var áður allmikil byggð, um tuttugu bæir, en nú er aðeins einn eftir í byggð. Dalurinn er grösugur og nokkuð búsældarlegur en mjög snjóþungur.

Norður eftir dalnum rennur Laxá á Laxárdal, sem kallast Laxá á Refasveit eftir að hún kemur fram úr dalnum og sameinast Norðurá. Vatnaskil eru nokkuð sunnan við miðjan dal, á móts við Litla-Vatnsskarð og rennur Auðólfsstaðaá þaðan til suðurs og síðan til vesturs um Auðólfsstaðaskarð í Blöndu.

Staðir

Bæir í byggð; Mánaskál kom aftur í byggð 2014
Bæir í eyði; Skrapatunga. Balaskarð, Gautsdalur (fór í eyði 2014), Úlfagil, Mýrakot, Núpur, Illugastaðir, Refsstaðir, Núpsöxl, Kirkjuskarð, Sneis, Tungubakki, Eyrarland, Vesturá, Grundarkot, Kárahlíð, Hvammur, Litla-Vatnsskarð, Mörk, Mjóidalur, Skyttudalur, Þverárdalur, Selhagi.

Réttindi

Bæir á Laxárdal í réttri röð inn dalinn: Skrapatunga. Balaskarð, Mýrakot, Mánaskál, Úlfagil, Núpur, Illugastaðir, Núpsöxl, Kirkjuskarð, Sneis, Eyrarland, Vesturá, Refsstaðir, Kárahlíð, Litla-Vatnsskarð, Mörk, Hvammur, Gautsdalur, Mjóidalur, Skyttudalur, Þverárdalur, Kálfárdalur, Selhagi.

Starfssvið

Vottar að því að so hafi almúginn framborið og undirrjettað, sem framan- og ofanskrifuð jarðabók útvísar, frá því er byrjar að tala um jörðina Botnastaði og til þess nú er komið, að Vatnshlíð einni undantekinni, erum við undirskrifaðir, sem jafnan höfum þessu erindi nálægir verið; til vitnis
undirskrifuð nöfn að Óðulstöðum í Lángadal þann 12. Novembris Ánno 1708.
Guðmundur þorsteinsson og Thorsteinn Hákonsson. m. e. h.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Reið / gönguleið frá Skrapatungurétt í Refasveit um Laxárdal til Bólstaðarhlíðar í Svartárdal.

Laxárdalur er samsíða Langadal og er með mestu dölum sýslunnar, áður þéttbýlasti hluti hennar, en núna að mestu í eyði. Aðeins er búið nyrst á Balaskarði og syðst í Þverárdal.

Dalbotninn er í 200-300 metra hæð, ákjósanlegt og vel gróið reiðland. Á Mörk í Laxárdal bjó Jón Jónsson, ættfaðir Harðabóndaættar. Þaðan er líka Erlendur Guðmundsson vesturfari, sem skrifaði æskuminningar sínar í Heima og heiman. Í Kárahlíð ólst upp Rósberg G. Snædal rithöfundur. Í Mánaskál bjó svo Máni, landnámsmaður dalsins. Bæjaröðin frá suðri er þessi: Kálfárdalur, Þverárdalur, Skyttudalur, Mjóidalur, Gautsdalur, Hvammur, Mörk, Litla-Vatnsskarð, Kárahlíð, Refsstaðir, Grundarkot, Vesturá, Eyrarland, Sneis, Tungubakki, Kirkjuskarð, Núpsöxl, Illugastaðir, Núpur, Úlfagil, Mánaskál, Mýrakot, Balaskarð, Skrapatunga.

Förum frá Skrapatungurétt til austurs fyrir sunnan Tunguhnjúk að Balaskarði í Laxárdal. Síðan suður eftir Laxárdal endilöngum. Fyrst suðsuðaustur um Mánaskál að Kirkjuskarði. Við förum suðsuðaustur Laxárdal að Refsstöðum. Áfram suðaustur Laxárdal að Litla-Vatnsskarði. Enn förum við suður Laxárdal að Gautsdal. Áfram suðaustur Laxárdal í Þverárdal, þar sem Laxárdalur endar í suðri. Frá Þverárdal förum við um Þverárdal suður í Bólstaðarhlíð í Svartárdal.
31,1 km

Tengdar einingar

Tengd eining

Gautsdalur í Bólstaðarhlíðarhreppi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00162

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skyttudalur á Laxárdal fremri ([1500])

Identifier of related entity

HAH00915

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þverárdalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00179

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakob Benjamínsson (1829-1908) Syðra-Tungukoti (4.7.1829 - 23.10.1908)

Identifier of related entity

HAH05214

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Mörk á Laxárdal fremri ([1200])

Identifier of related entity

HAH00914

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Sigurðardóttir (1905-2003) Blönduósi (16.11.1905 - 12.7.2003)

Identifier of related entity

HAH04479

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Engihlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00729

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vindhælishreppur (1000-2002) (1000-2002)

Identifier of related entity

HAH10007

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laxárgil á Refasveit ((1930))

Identifier of related entity

HAH00411

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Balaskarð á Laxárdal fremri (30.4.1890 -)

Identifier of related entity

HAH00369

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þverárdalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00179

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bólstaðarhlíð ([900])

Identifier of related entity

HAH00148

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Mánaskál á Laxárdal fremri ((1950))

Identifier of related entity

HAH00370

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Mjóidalur á Laxárdal fremri ([1300])

Identifier of related entity

HAH00158

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Núpsöxl á Laxárdal fremri ((1930))

Identifier of related entity

HAH00515

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Æsustaðir í Langadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00180

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laxárbrúin á Refasveit (1928 -)

Identifier of related entity

HAH00368

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvammur á Laxárdal fremri ([1200])

Identifier of related entity

HAH00913

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Hvammur á Laxárdal fremri

is the associate of

Laxárdalur fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Langadalsfjall (874 -)

Identifier of related entity

HAH00782

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Langadalsfjall

is the associate of

Laxárdalur fremri

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00694

Kennimark stofnunar

IS HAH-Nat

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 383
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf https://is.wikipedia.org/wiki/Laxárdalur_fremri http://www.jonas.is/laxardalur/

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir