Undirfellskirkja 1893-

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Undirfellskirkja 1893-

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1893

Saga

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Staðir

Vatnsdalur; Áshreppur; Undirfell:

Réttindi

Sóknarkirkja

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Prestar með búsetu að Undirfelli.

1691-1731- Arnbjörn Jónsson 1661 - 18. mars 1731. Prestur á Undirfelli , Ásshreppi, Hún. 1703. Prestur á Undirfelli frá 1691 til dánardags.

1735-1742- Jón „eldri“ Arnbjarnarson (1705) - 1742. Prestur á Undirfelli í Vatnsdal, Hún. frá 1735 til dauðadags. Dó úr bólunni. Ókvæntur og barnlaus.

1766-1794- Guðmundur Guðmundsson 1. nóv. 1736 - 19. okt. 1794. Aðstoðarprestur í Glaumbæ á Langholti 1761-1766, prestur í Stafholti í Stafholtstungum 1766-1768 og prestur á Undirfelli í Vatnsdal frá 1768 til dauðadags.

1794-1838- Páll Bjarnason 19. sept. 1763 - 6. mars 1838. Aðstoðarprestur á Melstað í Miðfirði, Hún.1789-1790. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1801. Prestur á Undirfelli frá 1794 til dauðadags.

1838-1859- Jón Eiríksson 23. sept. 1798 - 28. júlí 1859. Var á Hafgrímsstöðum, Mælifellssókn, Skag. 1801. Aðstoðarprestur í Glaumbæ á Langholti 1828-1838. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1845. Prestur á Undirfelli í Vatnsdal frá 1838 til dauðadags.

1859-1872- Þorlákur Stefánsson 13. okt. 1806 - 21. júlí 1872. Aðstoðarprestur á Staðarbakka í Miðfirði, Hún. 1838-1844. Prestur í Blöndudalshólum i Blöndudal, Hún. 1844-1859. Prestur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1860. Prestur á Undirfelli frá 1859 til dauðadags. Þjónaði Þingeyraklaustri samhliða 1862.

1872-1876- Sigfús Jónsson 21. okt. 1815 - 9. mars 1876. Var í Vogum, Reykjahlíðarsókn, Þing. 1816. Aðstoðarprestur á Auðkúlu í Svínadal, Hún. 1846. Prestur á Tjörn á Vatnsnesi 1846-1872 og síðar á Undirfelli í Vatnsdal frá 1872 til dauðadags.

1876-1906- Hjörleifur Einarsson 25. maí 1831 - 13. okt. 1910. Prestur í Blöndudalshólum í Blöndudal 1859-1869, Goðdölum í Vesturdal 1869-1876 og á Undirfelli í Vatnsdal 1876-1906. Prófastur í Húnavatnssýslu 1886-1907. „Áhugamaður mikill bæði um búnaðarframfarir, kirkjumál og landsmál“ segir í Skagf.1850-1890 III. Sæmdur Dannebrogsorðu 1892.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Undirfellskirkja (1893) (1893-1990)

Identifier of related entity

HAH10010

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Snæringsstaðir í Vatnsdal ((1500))

Identifier of related entity

HAH00056

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Gilá í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00042

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Grímstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00044

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrúnarstaðir í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00045

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Haukagil í Vatnsdal ((900))

Identifier of related entity

HAH00046

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hvammur í Vatnsdal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00049

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kötlustaðir í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00177

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Másstaðir í Þingi ((1930))

Identifier of related entity

HAH00504

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Undirfell í Vatnsdal ((1930))

Identifier of related entity

HAH00569

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þingeyrakirkja (1864 -)

Identifier of related entity

HAH00633

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Þingeyrakirkja

controls

Undirfellskirkja 1893-

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kárdalstunga í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00050

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Kárdalstunga í Vatnsdal

er stjórnað af

Undirfellskirkja 1893-

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00569a

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir