Showing 10346 results

Authority record

Hulda Baldursdóttir (1948-2009)

  • HAH01459
  • Person
  • 12.7.1948 - 15.4.2009

Hulda Baldursdóttir var fædd á Blönduósi 12. júlí 1948. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss þann 15.apríl 2009.

Sigurgeir Sverrisson (1948-1995)

  • HAH01961
  • Person
  • 14.10.1948 - 6.9.1995

Sigurgeir Sverrisson var fæddur á Blönduósi 14. október 1948. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Blönduósi, þriðji í röð fimm systkina. Foreldrar og systkini kveðja hann að leiðarlokum og minnast margra góðra daga sem þau áttu saman. Faðir hans gengur ekki heill til skógar og dvelur nú á héraðshælinu á Blönduósi.
Silli, eins og hann var ævinlega kallaður af ættingjum og vinum, var hvers manns hugljúfi. Hann hafði óvanalega létta lundu, var einkar greiðvikinn og alltaf tilbúinn til aðstoðar ef til hans var leitað.
Útför Sigurgeirs fer fram frá Blönduskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00.

Sigurjón Elías Björnsson (1926-2010)

  • HAH01962
  • Person
  • 4.7.1926 - 24.10.2010

Sigurjón Elías Björnsson fæddist á Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi 4. júlí 1926. Hann lést á heimili sínu, Árbraut 17, Blönduósi, 24. október síðastliðinn. Sigurjón og Aðalbjörg hófu búskap í Sólheimum í Svínavatnshreppi, fluttu síðan að Kárastöðum í sömu sveit, þaðan að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi og loks að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi árið 1959, þar bjuggu þau til ársins 1997. Og flutti þá Sigurjón til Blönduóss.
Útför Sigurjóns verður gerð frá Blönduóskirkju í dag, 6. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í Blönduóskirkjugarði.

Sigurlaug Friðriksdóttir (1921-1987)

  • HAH01971
  • Person
  • 22.6.1921 - 1.9.1987

Húsfreyja á Brekkulæk í Miðfirði. Var á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Brekkulæk, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi. Sigurlaug var söngelsk og hafði mikið yndi af tónlist, enda var tónlistin iðkuð á æskuheimili hennar. Hún helgaði fjölskyldu sinni, heimili og sveit alla sína starfskrafta.

Sigurlaug Steinunn Guðmundsdóttir (1942-2011)

  • HAH01978
  • Person
  • 20.7.1942 - 19.4.2011

Sigurlaug Steinunn Guðmundsdóttir frá Jörfa í Víðidal, fæddist í Nípukoti í Víðidal 20. júlí 1942. Hún lést af slysförum 19. apríl 2011. Steinunn ólst upp í NípukotiHún hóf búskap með manni sínum á Jörfa árið 1960, þar sem hún bjó til dauðadags. Fyrstu árin tók búskapur og barnauppeldi allan hennar tíma, vinnudagarnir langir við bæði útiverk og heimilisstörf. Eftir að Ægir sonur Steinunnar og Stella kona hans tóku við kúabúskap á Jörfa byggðu þau Jóhannes nýtt íbúðarhús samtýnis eldra húsi, þar sem barnabörn nutu ástúðar og góðs atlætis, og gestum og gangandi var ávallt veittur góður beini.
Útför Steinunnar fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag, 29. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13.

Sigurlína Högnadóttir (1899-1993)

  • HAH01980
  • Person
  • 3.9.1899 - 29.12..1993

Minning Sigurlína Högnadóttir sem lést 29. desember sl. var fædd 3. september 1899 að Fossi í Mýrdal.

Sigurrós Lárusdóttir (1921-2007)

  • HAH01982
  • Person
  • 31.5.1921 - 7.3.2007

Sigurrós Lárusdóttir fæddist 31.5. 1921. Hún lést 7. mars síðastliðinn. Sigurrós stundaði ýmsa lausavinnu um ævina en var einkum húsmóðir. Hún var engin hversdagsmanneskja og var alla tíð leitandi sál. Hún var smágerð og hin glæsilegasta á vöxt og ásýnd þegar hún var upp á sitt besta. Hún var stjórnsöm og stríðin. Þegar hún fæddist bjuggu foreldrar hennar á jörðinni Vatnshól í V-Húnavatnssýslu. Sigurrós fæddist í nágrannabænum Hvammstanga. Hún flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur þriggja ára gömul og bjó hjá þeim til tvítugs,
Útför Sigurrósar fer fram frá Grafarholtskirkju í dag, mánudaginn 19. mars, og hefst athöfnin kl. 13.

Sigurveig Gunnarsdóttir (1905-1998)

  • HAH01985
  • Person
  • 5.3.1905 - 3.2.1998

Sigurveig Gunnarsdóttir fæddist í Skógum í Öxarfirði 5. mars 1905. Hún andaðist í Landakoti í Reykjavík hinn 3. febrúar síðastliðinn.
Útför Sigurveigar fer fram í Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Skúli Magnússon (1916-1969)

  • HAH01999
  • Person
  • 9.8.1916 - 17.11.1969

Skúli Magnússon 9. ágúst 1916 - 17. nóvember 1969 Var á Hvammstanga 1930. Var í Víðigerði, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Vegaverkstjóri á Hvammstanga.

Snorri Bjarnason (1925-2005)

  • HAH02002
  • Person
  • 24.9.1925 - 21.12.2005

Snorri Bjarnason fæddist í Reykjavík 24. september 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. desember síðastliðinn. Snorri ólst upp í Reykjavík. Hann starfaði við húsasmíðar í Reykjavík til ársins 1960 en þá flutti hann með fjölskylduna norður að Sturluhóli í Engihlíðarhreppi í Húnavatnssýslu þar sem hann reisti nýbýli. Snorri og Erla bjuggu á Sturluhóli til ársins 1981 þegar þau fluttu til Blönduóss. Útför Snorra verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Soffía Jóhannsdóttir (1916-1996)

  • HAH02006
  • Person
  • 17.2.1916 - 6.2.1996

Soffía Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist á Mjóabóli í Haukadal í Dalasýslu 17. febrúar 1916. Hún lést á Borgarspítalanum 6. febrúar síðastliðinn.
Útför Soffíu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00.

Soffía Jónsdóttir (1910-2006)

  • HAH02007
  • Person
  • 22.1.1910 - 24.6.2006

Soffía Jónsdóttir fæddist á Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu 22. janúar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. júní síðastliðinn. Soffía fór ung að vinna, fyrst almenn sveitastörf. Vann á Hólum í Hjaltadal nokkur ár, þar til hún hóf búskap á Bakka í Skagafirði.Í Reykjavík bjó hún fyrst á Barónsstíg 41 og síðan á Austurbrún 4, þar til hún fluttist á Skjól.
Útför Soffíu verður gerð frá kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Margrét Jósefína Sigurðardóttir (1904-1996)

  • HAH01752
  • Person
  • 3.1.1904 - 8.4.1996

Margrét Sigurðardóttir fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal 3. janúar 1904. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. apríl síðastliðinn. Margrét var að hluta til alin upp hjá þeim hjónum Sveini Geirssyni og Sigrúnu Gunnarsdóttur, sem um nokkurt skeið bjuggu í Sléttárdal í Svínavatnshreppi og leit jafnan á þau sem fósturforeldra sína. Eftir það flutti hún í öldrunaríbúð við Héraðshælið á Blönduósi ásamt Soffíu systur sinni sem þá var orðin ekkja, og héldu þær þar heimili saman. Útför Margrétar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00

Soffía Steinsdóttir (1913-1996)

  • HAH02012
  • Person
  • 26.11.1913 - 4.7.1996

Soffía Steinsdóttir var fædd í Stórholti í Fljótum 26. nóvember 1913. Hún lést á Landspítalanum 4. júlí sl. Tveggja ára gömul flyst Soffía ásamt foreldrum og systrum að Neðra-Ási í Hjaltadal. Útför Soffíu fer fram frá Neskirkju föstudaginn 12. júlí kl. 13.30.

Sólrún Sigurðardóttir (1928-2013)

  • HAH02017
  • Person
  • 2.8.1928 - 14.1.2013

Sólrún Sigurðardóttir fæddist 2. ágúst 1928 á Eyrarbakka. Hún lést á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 14. janúar 2013. Sólrún ólst upp með foreldrum sínum og níu systkinum í Búðarhamri á Eyrarbakka og gekk í barnaskólann á Bakkanum. Hún vann við verslunarstörf, fyrst í Bókabúð Lárusar Blöndal í Reykjavík og síðar í Bókabúð Kaupfélags Árnesinga á Selfossi.
Sólrún og Sigurður bjuggu á Víðivöllum 6 á Selfossi. Frá 1985 bjuggu Sólrún og Ástríður systir hennar saman á Grænuvöllum 6 og síðar í Álftarima 11. Síðastliðið ár dvaldi Sólrún á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Útför Sólrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 24. janúar 2013, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Stanley Guðmundsson Melax (1893-1969)

  • HAH02020
  • Person
  • 7.12.1893 - 20.6.1969

Fæddur 7. desember 1893 - 20. júní 1969. Bóndi og prestur á Barði, Barðssókn, Skag. 1930. Prestur og rithöfundur á Barði í Fljótum, Skag. 1921-1931 og á Breiðabólstað i Vesturhópi eftir 1931. Síðast bús. í Reykjavík.
Hinn 20. f.m. andaðist á heimili sínu, Ljósheimum 4 hér í Reykjavík, séra Stanley Guðmundsson Melax, fyrrverandi sóknarprestur að Breiðabólstað í Vesturhópi. Kom andlátsfregn hans stéttarbræðrum hans og vinum mjög á óvart, því að ekki hafði heyrzt, að hann hefði verið að undanförnu veikur, enda hafði svo ekki verið. Veiktist hann snögglega skömmu eftir hádegi föstudaginn 20. júní. Kom læknir til hans strax að heita mátti og var yfir honum, en gat ekkert að gert og að tveim stunduim liðnum var hann látinn. Svo örstutt var bilið milli blíðu og éls í þetta sinn.
Séra Stanley fæddist 7. des. 1893 (skv ministerialbók) að Laugalandi á Þelamörk í Eyjafirði. Voru foreldrar hans Guðmundur 7.11.1869 - 20.3.1899 búfræðingur Jónsson (1830-1915) hreppstjóra á Laugalandi Einarssonar og unnusta hans, Guðrún Oddný f. 20.8.1862 - 1.1.1938 Guðjónsdóttir 8.7.1841 - 4.6.1898 Oddssonar frá Syðra-Fjalli í Aðaldal.
Er séra Stanley var á þriðja ári (!!! faðir hans lést skv ísl.bók 1899 og þá hefur Stanley verið á 6. ári. Í guðfræðingatali er hann sagður hafa dáið 1896 og þaðan er ruglingurinn kominn inn í minningargrein nema þá að það sé rangt dánarár í ísl.bók. Aths GPJ)) , andaðist faðir hans snögglega og var það skömmu áður en þau hugðust ganga í hjónaband. Hafði séra Stanley eftir það ekkert að segja af föðurfólki sínu. Móðir hans, Guðrún Oddný, var af hinni svokölluðu Bucks ætt. En Nikulás Buck var beykir á Húsavík, af norskum ættum. Hann kvæntist Karen Björnsdóttur Halldórssonar biskups á Hólum. Eru ýmsir merkir menn út af þeim komnir, svo sem Steinigrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri og ráðherra. Var Guðrún fjórði ættlilður frá þeim. Er sagt um Nikulás Buck, að hann hafi verið mikill dugnaðarmaður og hraustmenni, en jafnframt stórbrotinn í skapgerð. Mun að minnsta kosti sumt af afkomendum hans hafa erft þessi ættareikenni. Og líklega mun Guðrún Oddný hafa verið í þeim hópi. Hún var afburða dugleg og kjarkmikil, en jafnframt nokkuð skapstór. Það kom nú algerlega í hennar hlut uppeldi föðurlausa drengsins, og það hlutverk rækti hún með frábærri alúð, fórnfýsi og kærleika. Hún var í eðli sínu sérstaklega barngóð og að sjálfsögðu varð sonur hennar, sem nú var að öllu Ieyti hennar forsjá falinn, augasteinn hennar og eftirlæti. Sparaði hún ekkert til uppeldis hans, vann sjálf baki brotnu og gekk ýmislegs á mis til þess að framtíð hans yrði sem best tryggð. Voru þau mæðginin mest á Akureyri eða þar í grennd á þessum uppvaxtarárum hans.
Breiðabólstaðarprestakalli þjónaði séra Stanley til hausts 1960, en þá sagði hann af sér og fluttust þau hjónin til Reykjavikur og hafa búið þar síðan að Ljósheimum 4.

Hann hafði verið prestur í full 40 ár og stundað embætti sitt með mikilli skyldurækni og samviskusemi. Öll prestsverk fóru honum prýðlega úr hendi. Hann var ágætur ræðumaður, hafði góða rödd og sómdi sér vel fyrir altari, enda fyrirmannlegur hvar sem hann kom fram. Hann var frjálslyndur í skoðunum og enginn kreddumaður, en einlæguir Kristsunnandi og hafði háar hugmyndir um gildi þjónsstarfsins í kristinni kirkju.

Búskap stundaði hann nokkuð, en þó í frekar smáum stíl, enda áreiðanlega meira gefinn fyrir bókiðju en búskap. Voru börnin hans, meðan þau voru heima, og ekki sízt Halldór fóstursonur hans.

Séra Stanley var í eðli sínu alvörumaður, enda uppeldið í fátækt með einstæðings móður, fjarri frændum og venzlafólki, stutt að því og haft nokkur varanleg áhrif á hann. Hann var líka mjög hlédrægur og vildi ekki láta mikið á sér bera. Ég býst við, að mörgum hafi við fyrstu kynni virzt hann lítt gefinn fyrir að blanda geði við hvern sem var og vera nokkuð seintekinn sem kallað er. En hann var trölltryggur þar sem hann tók þvi og mikill vinur vina sinna. Í góðvina hópi var hann glaður og reifur og hinn skemmtlegasti í viðræðum og umgengni, enda greindur vel og gamansamur, er því var að skipta.

Vandamenn hans og vinir sakna þessa heilsteypta manns og kristin kirkja þakkar honum 40 ára dygga þjónustu,

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)

  • HAH02021
  • Person
  • 30.12.1928 - 5.11.2009

Stefán Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 30. desember 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. nóvember 2009. Stefán var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og fékk viðurkenningar, m.a. úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Útför Stefáns fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 16. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13.

Stefán Hafsteinn Ingólfsson (1946-2004)

  • HAH02023
  • Person
  • 9.9.1946 - 21.10.2004

Stefán Hafsteinn Ingólfsson fæddist í Reykjavík 9. september 1946. Hann lést í Reykjavík 21. október síðastliðinn. Útför Stefáns fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Stefán Jakob Hjaltason (1928-2009)

  • HAH02025
  • Person
  • 21.5.1928 - 16.11.2009

Stefán Jakob Hjaltason fæddist á Hótel Húsavík 21. maí 1928. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 16. nóvember 2009. Útför Stefáns Jakobs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Stefán Jasonarson (1914-2004)

  • HAH02026
  • Person
  • 19.9.1914 - 19.2.2004

Stefán Jasonarson fæddist í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, Flóa, 19. september 1914. Hann lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 19. febrúar 2004. Hann var formaður stjórnar Varðveislufélags Rjómabús Baugsstaða en þar var opnað minjasafn 21. júní 1975. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1984 fyrir störf að félagsmálum.
Útför Stefáns verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Stefán Jónsson (1930-2013)

  • HAH02029
  • Person
  • 6.3.1930 - 21.7.2013

Stefán fæddist á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu 6. mars 1930. Hann lést á líknardeild Kópavogs 21. júlí 2013. Stefán verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 1. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Stefán Vilhjálmur Jónsson Stórval (1908-1994)

  • HAH02030
  • Person
  • 24.6.1908 - 30.7.1994

Stefán Vilhjálmur Jónsson fæddist í Möðrudal 24. júní 1908. Hann lést í Borgarspítalanum 30. júlí síðastliðinn. Stefán og Lára hófu síðan búskap að Möðrudal um 1930 og bjuggu þar fram til 1941 er þau hófu búskap að Einarsstöðum í Vopnafirði. Þau slitu samvistir 1948. Á sjötta áratugnum fluttist Stefán til Reykjavíkur þar sem hann bjó til dauðadags. Útför Stefáns fer fram frá Bústaðakirkju í dag.

Pálmi Sigurðsson (1914-1992)

  • HAH01832
  • Person
  • 22.2.1914 - 21.4.1992

Pálmi Sigurðsson húsasmiður frá Skagaströnd er látinn. Hann fórst í bílslysi 21. apríl. Pálmi var fæddur á Steiná í Svartárdal í AusturHúnavatnssýslu 22. febrúar 1914. Pálmi ólst upp á Steiná en fór ungur að heiman, stundaði vinnumennsku fyrst, en árið 1936 flytur hann til Skagastrandar og stofnar þar heimili með konu sinni. Hann stóð yfir moldum eiginkonu sinnar nokkrum dögum fyrir síðustu jól. Eilítið grár og gugginn eftir margra ára andlegt og líkamlegt álag vegna heilsuleysis konu sinnar, er hann annaðist af fágætri ósérhlífni og fórnfýsi allt til hennar hinstu stundar. En beinn í baki og óbugaður.
Hann þreyði þorrann og góuna á Grettisgötunni og gekk tafarlaust og rösklega til verks við að skipta búi og var ekki í rónni fyrr en allt var upp gert og erfingjar allir höfðu fengið arfshlut sinn greiddan að fullu.
Næstsíðasta vetrardag ók hann dóttur sinni upp í Skálatún eftir dvöl hennar í föðurhúsum yfir páskahátíðina, samkvæmt venju á hátíðum og tyllidögum. Hann hafði skilað henni af sér og var á heimleið. Yfir hátíðina hafði hann einnig átt góðar stundir með öðrum börnum sínum í stuttum heimsóknum. Enn lifði einn dagur einmánaðar, en harpa á næsta leiti með gróandi jörð og lækjanið. Hugur hans leitaði norður yfir fjöll og dali, því römm er sú taug enn sem fyrr. Hann hlakkaði til þess lengi vetrar að halda með vorinu norður í Svartárdalinn til Stefáns bróður síns á Steiná til að eyða með honum björtum vordögum með leikandi lömb um blómgaða bala í fornum föðurtúnum.
En hér voru verkalok. Við borgarmörkin mætti hann örlögum sínum og átti sitt skapadægur þennan eftirmiðdag í lok einmánaðar

Steinunn Finnbogadóttir (1924-2016)

  • HAH02042
  • Person
  • 9.3.1924 - 9.12.2016

Steinunn Finnbogadóttir, ljósmóðir og fyrrverandi borgarfulltrúi, fæddist í Bolungarvík 9. mars árið 1924. Hún lést 9. desember 2016. Steinunn var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1982.
Útför Steinunnar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 16. desember 2016, kl. 11.

Steinunn Guðmundsdóttir (1889-1991)

  • HAH02043
  • Person
  • 4.11.1889 - 19.6.1991

Steinunn Guðmundsdóttir frá Skriðinsenni Fædd 4. nóvember 1889 Dáin 19. júní 1991 Þann 19. júní sl. lést í sjúkrahúsinu á Hólmavík Steinunn Guðmundsdóttir á 102. aldursári, fyrrum ljósmóðir í Árneshreppi á Ströndum. Með Steinunni er horfin sjónum okkar mikil mannkosta kona, sem átti frá æsku þá þrá í hjarta að hlú að öðru fólki og verða því að liði í baráttu lífsins. Það var því fyrir henni sem kall frá Guði, er hún var beðin um að læra ljósmóðurfræði til að gegna ljósmóðurstörfum í Árneshreppi. Strax í æsku naut Steinunn þess að vera uppfrædd í orði Guðs sem leiddi hana til lifandi trúar á Guð og son hans Jesú Krist. Á námsárum sínum í Reykjavík gekk hún í KFUK og starfaði þar þau árin sem hún dvaldi í Reykjavík. Meðal þeirra sem hún kynntist í Reykjavík var frú Anna Thoroddsen, sem um árabil var forstöðukona Kristniboðsfélags kvenna. Er ekki ótrúlegt að þau kynni hafi leitt tilþess góða og einlæga áhuga fyrir kristniboði er hún sýndi alla tíð bæði í orði og verki. Er skemmst að minnast stórrar peningagjafar til Kristniboðssambandsins í tilefni af 100 ára afmæli hennar 1989. Sú gjöf var til minningar um eiginmann hennar Jón Lýðsson bónda og hreppstjóra á Skriðinsenni, en þar bjuggu þau hjónin góðu búi um áraraðir.
Steinunn fæddist að Dröngum næst nyrsta bæ í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson bóndi og kona hans Anna Jakobína Eiríksdóttir ættuð úr Húnavatnssýslu. Á bernskuheimili Steinunnar var aldrei sultur í búi og munu slík heimili hafa verið talin til undantekninga á þeim tíma.
Steinunni var Guðstrúin hjartkær frá fyrstu bernsku. Húslestrar voru á hverjum einasta degi og sungið til lesturs á hennar heimili.
Á Kvsk á Blönduósi heyrði hún fyrst spilað á orgel, sem vakti hjá þessari ungu stúlku mikla hrifningu. Pabbi hennar keypti nokkru síðar orgel fyrir systkinin og fékk kennara til að segja þeim til á tónlistarsviðinu.

Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen (1927-2013)

  • HAH02045
  • Person
  • 8.9.1927 - 12.11.2013

Steinunn Jósefína Guðmundsdóttir Kristiansen fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu 8. september 1927. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 12. nóvember 2013. Steinunn dvaldi í foreldrahúsum fyrstu æviárin en á fjórða ári var hún tekin í fóstur að Umsvölum í Þingi og dvaldist þar uns fósturfaðir hennar lést 1942. Árið 1943 fluttu þær fósturmæðgur til Reykjavíkur. Steinunn stundaði ýmis störf meðfram námi. Jarðarför Steinunnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 22. nóvember 2013, kl. 13.

Svanberg Sveinsson (1907-2002)

  • HAH02052
  • Person
  • 29.4.1907 - 4.1.2002

Svanberg Sveinsson fæddist. á Múla í V-Hún. 29. apríl 1907. Hann lést 4. janúar síðastliðinn. Svanberg bjó á Ísafirði til 1982, en eftir það í Kópavogi, en síðustu vikurnar á sjúkradeild Hrafnistu. Svanberg ólst upp á Egilsstöðum og víðar í Húnaþingi með foreldrum. Hann var yngsta barn þeirra og voru þau bæði látin áður en hann varð tvítugur.
Útför Svanbergs fór fram í kyrrþey 15. janúar.

Svanborg Sæmundsdóttir (1913-1995)

  • HAH02053
  • Person
  • 19.12.1913 - 8.3.1995

Svanborg Sæmundsdóttir var fædd 19. des. 1913. Hún lést að kvöldi 8. mars á Borgarspítalanum. Bjarni og Svanborg bjuggu fyrst á Svarfhóli í Stafholtstungum, 1 ár á Hofsstöðum í sömu sveit. Fluttust þá að Hjarðarnesi á Kjalarnesi og voru þar búandi í 6 ár. Þá varð Bjarni bústjóri á Kópavogsbúinu á meðan þar var rekinn búskapur og síðan verkstjóri á sama stað. Er störfum Bjarna lauk við Kópavogsbúið festu þau hjónin kaup á snoturri íbúð að Furugrund 34 í Kópavogi. Eftir það starfaði Bjarni við gróðrarstöð í Fossvogi á meðan heilsan leyfði.
Útför Svanborgar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30.

Sveinn Guðlaugsson (1921-2006)

  • HAH02066
  • Person
  • 9.10.1921 - 14.12.2006

Sveinn Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 9. október 1921. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. desember síðastliðinn. Sveinn ólst upp í Reykjavík. Útför Sveins fór fram í kyrrþey.

Torfi Bjarnason (1899-1991)

  • HAH02085
  • Person
  • 26.12.1899 - 17.8.1991

Torfi Bjarnason læknir lést 17. ágúst. Hann var fæddur að Ásgarði í Hvammssveit í Dölum 26. desember 1899.

Torfi Óldal Sigurjónsson (1918-2002)

  • HAH02087
  • Person
  • 18.9.1918 - 25.3.2002

Torfi Óldal Sigurjónsson fæddist á Hörgshóli í Þverárhreppi 18. september 1918. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 25. mars síðastliðinn.
Útför Torfa fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Tryggvi Jónatansson (1903-2005)

  • HAH02092
  • Person
  • 9.9.1903 - 18.1.2005

Tryggvi Jónatansson fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 9. september 1903. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. janúar síðastliðinn. Tryggvi ólst upp á Litla-Hamri og átti þar heima alla tíð. Fór snemma að vinna á búi föður síns.
Tryggvi verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Unnur Benediktsdóttir (1909-1995)

  • HAH02093
  • Person
  • 24.5.1909 - 19.11.1995

Unnur Benediktsdóttir var fædd á Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 24. maí 1909. Hún lést í Hátúni 10 19. nóvember síðastliðinn.
Útför Unnar fór fram 27. nóvember.

Unnur Brynjólfsdóttir (1933-2002)

  • HAH02094
  • Person
  • 3.11.1933 - 25.3.2002

Unnur Brynjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1933. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. mars síðastliðinn. Fyrstu árin bjuggu þau Unnur og Garðar á Ísafirði en upp úr 1960 fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar allan sinn búskap. Ári eftir að Garðar lést, einungis 55 ára gamall, flutti Unnur til Reykjavíkur. Unnur bjó á Hrafnistu í Reykjavík sl. 2 ár.
Útför Unnar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athörfnin klukkan 15.

Unnur Guðjónsdóttir (1907-2006)

  • HAH02097
  • Person
  • 22.9.1907 - 17.1.2006

Unnur Guðjónsdóttir fæddist á Kýrunnarstöðum í Hvammssveit 22. september 1907. Hún lést á dvalarheimilinu Silfurtúni 17. janúar síðastliðinn. Útför Unnar verður gerð frá Garpsdalskirkju í dag kl. 14.

Unnur Hafdís Einarsdóttir (1930-2005)

  • HAH02098
  • Person
  • 21.2.1930 - 1.10.2005

Unnur Hafdís Einarsdóttir fæddist 21. febrúar 1930. Hún lést laugardaginn 1. október síðastliðinn.
Útför Unnar fór fram í kyrrþey.

Unnur Kristinsdóttir (1906-1994)

  • HAH02099
  • Person
  • 17.8.1906 - 11.11.1994

Unnur Kristinsdóttir var fædd á Núpi í Dýrafirði 17. ágúst 1906. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. nóvember sl., 88 ára að aldri.
Útför Unnar verður gerð frá Neskirkju í dag.

Unnur Tryggvadóttir (1907-1987)

  • HAH02102
  • Person
  • 27.12.1907 - 24.5.1987

Unnur Tryggvadóttir frá Völlum - Minning Fædd 27. desember 1907 Dáin 24. maí 1987. Bjartur vormorgunn um Eyjafjörð. Að kvöldi leggur þoku frá hafi, sem byrgir sýn.

Unnur var kát, orðheppin, órög til leikja og rösk til starfa, er fram liðu stundir. Aðeins eins árs aldursmunur var á henni og Ingibjörgu systur minni og voru þær alla ævi ákaflega samrýndar og veit ég ekki til að nokkurn tíma kæmi upp missætti þeirra á milli. Þær sóttu saman barnaskóla til Dalvíkur, þar sem Tryggvi frændi var kennari og dvöldu þá á heimili móðurbróður Unnar, Angantýs Arngrímssonar, og konu hans, Elínar Tómasdóttur prests á Völlum. Þykist ég vita að sú tilhögun hafi að nokkru ráðist til þess, að styrkja samband Unnar við föður hennar og systur.<<
Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1941, er þau fluttu til Akureyrar, er Jakob tók við starfi kirkjuorganista þar, ásamt kennslu og mörgum öðrum störfum að tónlistarmennt. Jakob stundaði um skeið framhaldsnám í London og dvaldi Unnur þar hluta af námstímanum, ásamt dætrum þeirra ungum. Að öðru leyti hafa þau búið óslitið á Akureyri í rösklega 45 ár.

Arnfríður Jónasdóttir (1905-2002)

  • HAH01044
  • Person
  • 12.11.1905 - 9.2.2002

Arnfríður Jónasdóttir fæddist í Grundarkoti, Akrahreppi, 12. nóv. 1905, hún lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 9. febrúar 2002.
Útför Arnfríðar fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag 16 . febr. 2002 og hefst athöfnin klukkan 16.

Ásdís Guðjónsdóttir (1922-2002)

  • HAH01080
  • Person
  • 11.4.1922 - 5.1.2002

Ásdís Margrét Guðjónsdóttir fæddist í Saurbæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 11. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. janúar síðastliðinn. Ásdís ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ. Hún var ógift og barnlaus.
Útför Ásdísar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ásmundur Eysteinsson (1919-2006)

  • HAH01086
  • Person
  • 28.10.1919 - 14.10.2006

Ásmundur Eysteinsson fæddist á Höfða í Þverárhlíð 28. október 1919. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 14. október 2006. Ásmundur bjó með bróður sínum Daníel á Högnastöðum í Þverárhlíð þar til hann fluttist á Dvalarheimilið í Borgarnesi.
Ásmundur verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag 27. sept 2006 og hefst athöfnin klukkan 11.

Björgvin Brynjólfsson (1923-2007)

  • HAH01133
  • Person
  • 2.2.1923 - 28.2.2007

Björgvin Brynjólfsson fæddist á Sauðá í Borgarsveit í Skagafirði 2. febrúar 1923. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 28. febrúar 2007.
Útför Björgvins var gerð frá Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd laugardaginn 10. mars 2007.

Bjarni Þorsteinsson (1912-2005)

  • HAH01124
  • Person
  • 5.12.1912 - 18.12.2005

Bjarni Þorsteinsson frá Hurðarbaki í Reykholtsdal fæddist 5. desember 1912. Hann lést aðfaranótt sunnudagsins 18. desember 2005.
Útför Bjarna fer fram frá Reykholtskirkju í dag 22. des 2005 og hefst athöfnin klukkan 14.

Björn Þórðarson (1902-1998)

  • HAH01148
  • Person
  • 20.2.1902 - 3.3.1998

Björn Þórðarson var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal 20. febrúar 1902. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. mars 1998.
Útför Björns verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag 12. mars 1998 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Valdimar Óskarsson (1922-2003)

  • HAH02107
  • Person
  • 25.10.1922 - 1.6.2003

Valdimar Óskarsson fæddist í Hverhóli í Skíðadal 25. október 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 1. júní síðastliðinn. Valdimar ólst upp á Kóngsstöðum í Skíðadal.
Útför Valdimars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Álfheiður Óladóttir (1919-2006)

  • HAH01059
  • Person
  • 11.4.1919 - 23.10.2010

Álfheiður Óladóttir fæddist á Ísafirði 11. apríl 1919. Hún lést í Holtsbúð í Garðabæ 23. október síðastliðinn. Í Reykjavík kynnist hún verðandi eiginmanni sínum Kolbeini Kristóferssyni lækni. Hún tók að sér heimili þeirra feðga, Kristófers og sona hans Egils og Kolbeins en kona Kristófers og móðir bræðranna var fallin frá. Eftir að Kolbeinn lauk námi fylgdi hún honum fyrst til Akraness þar sem hann var við læknisstörf og síðan til Þingeyrar við Dýrafjörð. Þar sat Kolbeinn í embætti héraðslæknis frá árinu 1946 til seinniparts árs 1949. Þar fæddist þeim dóttirin Þórdís 1947. Á Þingeyri eignuðust þau vini til æviloka og skipaði Þingeyri alltaf sérstakan sess huga Álfheiðar. Haustið 1949 var aftur haldið til Reykjavíkur þar sem Kolbeinn hafði fengið stöðu læknis við Landspítalann. Þau bjuggu á Vesturgötu 52 á æskuslóðum Kolbeins með smá hléi til ársins 1968 er þau fluttu í Garðabæ þar sem bjuggu til dauðadags.
Útför Álfheiðar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Arnar Einarsson (1945-2009)

  • HAH01040
  • Person
  • 14.6.1945 - 21.7.2009

Arnar Einarsson fæddist 14. júní 1945 í Baldurshaga í Vestmannaeyjum. Hann lést í Vestmannaeyjum hinn 21. júlí sl.

Arnþrúður Sigurðardóttir (1920-2005)

  • HAH01045
  • Person
  • 17.1.1920 - 9.2.2005

Arnþrúður Sigurðardóttir fæddist á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu 17. janúar 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Eir 9. febrúar 2005.
Útför Arnþrúðar fór fram í Fossvogskapellu 18. febrúar í kyrrþey.

Auður Sigurðardóttir (1918-2009)

  • HAH01054
  • Person
  • 11.6.1918 - 6.4.2009

Auður Lundfríður Sigurðardóttir fæddist í Króki, Skagabyggð, þann 11. júní 1918. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þann 6. apríl 2009.

Valgeir Pálsson (1911-2004)

  • HAH02110
  • Person
  • 6.7.1911 - 9.1.2004

Valgeir Matthías Pálsson fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 6. júlí 1911. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 9. janúar síðastliðinn.
Útför Valgeirs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag 16 jan. 2004 og hefst athöfnin klukkan 15.

Vilborg Ívarsdóttir (1908-1988)

  • HAH02123
  • Person
  • 30.9.1908 - 2.2.1988

Á þeim tímum var erfitt að halda stóru heimili saman og fór Vilborg því á unga aldri til vandalausra, þeirra Eiríks Sverrissonar og konu hans, Katrínar Kristmundsdóttur, sem tóku hana að sér og ólu sem hún væri þeirra eigið barn.
Leið hennar lá til Blönduóss, þarsem hún hitti mannsefni sitt, Björn Elíaser Jónsson, og áttu þau saman langt og gifturíkt hjónaband.
Ef reyna á að orða lýsingu á henni myndi hún ef til vill geta hljóðað á þá leið að hún hafi verið kvik í hreyfingum, ávallt litið út fyrir að vera a.m.k. áratug eða tveimur yngri en hún í raun var og yfirleitt var stutt í brosið. Hún hafði sterka réttlætiskennd sem endurspeglaðist í öllum hennar orðum og gjörðum. Tónlist var henni hugleikin og nutu kirkjukórar heimabyggða hennar oft á tíðum góðs af sönghæfileikum hennar.

Þorbjörg Steingrímsdóttir (1915-2005)

  • HAH02135
  • Person
  • 14.9.1915 - 5.9.2005

Þorbjörg Steingrímsdóttir fæddist á Hóli í Presthólahreppi í N-Þing. 14. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 5. september síðastliðinn. Eftir nám fluttist hún til Akureyrar þar sem hún giftist Guðmundi Snorra. Þorbjörg fluttist til Reykjavíkur með börnin sín fjögur og bjó síðast á Brávallagötu 18.
Þorbjörg verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Sigríður Blandon Halling (1917-1968)

  • HAH01890
  • Person
  • 5.5.1917 - 8.5.1968

Var í Neðri-Lækjardal, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Hjúkrunarkona í Oxford. Sigríður Árnadóttir Blandon fæddist að Neðri-Lækjardal í Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu þann 5. maí árið 1917. Hún var elzt fimm dætra þeirra hjóna Þorbjargar Jóneyjar Grímsdóttur frá Kirkjubóli, Tungusveit í Strandasýslu, og Árna Ásgríms Erlendssonar, síðar Blandon, frá Fremstagili í Langadal, A-Húnavatnssýslu.
Sigríður ólst upp í glöðum systrahópi, undir handleiðslu ástríkra foreldra. Vafalaust hefur heimilisbragur á æskuheimili hennar mótað skapgerð hennar og lífsviðhorf, í erfð og uppeldi hafði Sigríður hlotið gott veganesti. Hún var góðum gáfum gædd, drenglunduð, kærleiksrík og fórnfús. Hún var skemmtilegur hagyrðingur, þótt ekki hefði hún það í hávegum, slík var hógværð hennar.
Árið 1957 flutti fjölskyldan búferlum til Englands, en þar gekk Sigríður ætíð sem gestur á grund. Ættjarðarást hennar og þrá til Íslands var sterk og einlæg og samband hennar við foreldra sína og systur var svo náið og kærleiksríkt, að til sannrar fyrirmyndar var. Tvisvar kom fjölskyldan hingað í heimsókn og enn var hugsað til Íslandsferðar á þessu sumri. Ekki vildi Sigríður gerast enskur ríkisborgari og snemma hafði hún orð á því við eiginmann sinn, að hún óskaði eftir að hinzti hvilustaður yrði í íslenzkri mold. Ferðin heim varð með öðrum hætti en fyrirhugað var og verður útför Sigríðar gerð í dag frá Fossvogskapellu.

Þorsteinn Matthíasson (1908-1990)

  • HAH02155
  • Person
  • 23.4.1908 - 28.9.1990

Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi Fæddur 23. apríl 1908 Dáinn 28. september 1990 Í dag verður til moldar borinn Þorsteinn Matthíasson frá Kaldrananesi, kennari og rithöfundur. Hann fæddist í Bjarnarnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, þann 23. apríl 1908.

Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand (1929-2008)

  • HAH02163
  • Person
  • 19.6.1929 - 4.11.2008

Þóra Gunnarsdóttir Ekbrand fæddist á Æsustöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 19. 6. 1929. Hún lést á sjúkrahúsinu í Kungälv í Svíþjóð 4. nóvember síðastliðinn. Þóra verður jarðsungin frá Rödbokirkju í Gautaborg í dag.

Þóra Helgadóttir (1924-2008)

  • HAH02164
  • Person
  • 11.4.1924 - 16.11.2008

Þóra Helgadóttir fæddist í Merkigarði 11. apríl 1924. Hún andaðist 16. nóvember síðastliðinn.

Þórdís Gunnarsdóttir (1907-1989)

  • HAH02172a
  • Person
  • 11.8.1907 - 16.3.1989

Húsfreyja í Geitagerði, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Húsfreyja í Geitagerði, Staðarhr., Skag. Síðast bús. í Reyðarfjarðarhreppi.

Þórður Kristján Runólfsson (1896-1998)

  • HAH02174
  • Person
  • 18.9.1896 - 25.9.1998

Þórður Kristján Runólfsson fæddist í bænum Efri-Hrepp í Skorradalshreppi 18. september 1896. Barn að aldrei fluttist Þórður með foreldrum sínum að Hálsum í Skorradal og ólst þar upp. Árið 1913 fór hann sem vinnumaður að Efstabæ í Skorradal og var þar í fjögur ár en fór þá að Fitjum í sömu sveit og var það önnur fjögur ár og einnig í vinnumennsku. Þórður og Halldóra byrjuðu búskap á Draghálsi í Svínadal á vordögum 1921 og voru þar í eitt ár en fluttu þá að Svanga í Skorradal (nafni breytt síðar í Haga), þar bjuggu þau síðan og Þórður þar einbúi í 14 ár eftir lát konu sinnar. Annan október 1996 flutti hann á Davlarheimilið í Borgarnesi. Hafði þá búið í Haga í 74 ár.
Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. september síðastliðinn.
Útför Þórðar fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hest athöfnin klukkan 14.

Þórður Pétursson Sighvats (1909-1993)

  • HAH02176
  • Person
  • 11.8.1909 - 7.2.1993

Minning Þórður Pétursson Sighvats f. 11. ágúst 1909 - 7. febrúar 1993 Rafvirkjameistari, síðast bús. á Sauðárkróki.
Daginn lengir og eikurnar falla í stormum vetrarins. Þórður Pétursson var fæddur á Sauðarkróki 11. ágúst 1909. Eftir að Þórður skildi við konu sína hélt hann heimili með fóstru sinni og frænku Þórunni Sigurðardóttur, hún er látin fyrir allmörgum árum.

Þórey Guðmundsdóttir (1922-2013)

  • HAH02179
  • Person
  • 11.2.1922 - 26.8.2013

Þórey Guðmundsdóttir fæddist á Ánastöðum á Vatnsnesi hinn 11. febrúar 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki 26. ágúst 2013.
Útför Þóreyjar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, 6. september 2013, klukkan 14.

Þórhildur Kristinsdóttir (1913-1995)

  • HAH02182
  • Person
  • 29.1.1913 - 15.7.1995

Þórhildur Kristinsdóttir fæddist í Krossavík, Þistilfirði, N-Þing., 29. janúar 1913. Vetrarstúlka á Raufarhöfn 1930. Húsfreyja á Raufarhöfn, síðar í Reykjavík.
Hún lést 15. júlí 1995 á Sjúkrahúsi Sauðárkróks.
Útför Þórhildar verður frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00.

Þórarinn Eiðsson (1962-2002)

  • HAH02170
  • Person
  • 18.7.1962 - 14.6.2002

Þórarinn Eiðsson fæddist á Blönduósi 18. júlí 1962. Hann lést er hann fór útbyrðis af frystitogaranum Arnari HU 1 14. júní 2002.
Útför Þórarins verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

  • HAH02190a
  • Person
  • 13.1.1907 - 21.1.1998

Húsfreyja. Var í Borgarnesi 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Þuríður Jenný Björnsson fæddist á Patreksfirði 13. janúar 1907. Ung stúlka sigldi hún til Noregs til að gerast húshjálp á heimili í Bergen og þar sinnti hún almennum húsverkum en húsfreyjan drýgði tekjur bónda síns með því að baka kex sem hún seldi í nágrenninu og vann Íða einnig við það. Fjölskyldan vildi allt fyrir þessa íslensku stúlku gera og bauð henni í ýmsar ferðir og sá til þess að menningarviðburðir færu ekki fram hjá henni. Henni líkaði dvölin vel og tók skjótum framförum í norsku og alla ævi bar hún sterkan hlýhug til Noregs og Norðmanna. Um haustið fékk hún pláss í húsmæðraskóla í Svíþjóð og þar lærði hún ekki bara til húsverka heldur einnig ýmislegt til búskapar og bjó að því alla ævi.
Þegar heim kom fór hún fyrst í Borgarnes til foreldra sinna en ákvað svo að reyna fyrir sér á nýjum stað og ásamt Önnu vinkonu sinni frá Noregsárunum flutti hún til Akureyrar. Anna hafði lært körfugerð eins og gerð reyrhúsgagna var kölluð þá og þær stöllur ætluðu að koma á námskeiðahaldi á Akureyri. Þær fengu íbúð og auglýstu með pompi og pragt námskeið í málun eða eins og sagði í auglýsingunni: Kennum brokaðemálningu, olíumálun á flauel og silki, vatnslitamálun á tré. Leðurvinnu. Körfugerð og mottuhnýtingar. Útsaum, margs konar hekl, fíleringu og útprjón. Ekki gekk þetta upp og nemendurnir urðu fáir svo námskeiðshaldið datt upp fyrir. Þær fengu sér þá aðra vinnu og Íða vann við hannyrðir og við afgreiðslu í verslunum á Akureyri og á Siglufirði. Á einum þessara vinnustaða var vond vist, milli þess sem hún afgreiddi sat hún bakatil í búðinni og saumaði og heklaði fyrir viðskiptavini en þarna var mikill gólfkuldi og slæmur aðbúnaður á margan hátt og hún fann að heilsan var að gefa sig.
Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. janúar 1998.
Útför Þuríðar fór fram frá Langholtskirkju 30. janúar.

Björn Stefánsson (1903-1984)

  • HAH02190b
  • Person
  • 15.7.1903 - 21.10.1984

Björn Stefánsson fæddist 15. júlí 1903. Hann lést 21. október 1984. Háseti á Laugavegi 78, Reykjavík 1930. Verkamaður. Síðast bús. í Kópavogi.

Eva Þórarinsdóttir (1912-2007)

  • HAH02204
  • Person
  • 18.2.1912 - 19.7.2007

Eva Liljan Þórarinsdóttir frá Varmadal í Vestmannaeyjum fæddist á Sunnuhvoli á Blönduósi 18. febrúar 1912. Eva ólst upp í Katadal á Vatnsnesi og á Hvammstanga fram undir tvítugt en eftir það var hún í vinnumennsku á Akureyri og einnig á Hæli í Hreppum. Um miðjan fjórða áratug síðustu aldar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum í Hrísey í Eyjafirði en þar voru þau bæði við störf. Hún við beitningar og hann sem sjómaður.
Eva og Elías hófu búskap í Langa Hvammi við Kirkjuveg árið 1935 og gengu í hjónaband árið 1942 en lengst af bjuggu þau í Varmadal við Skólaveg og voru jafnan kennd við hann. Hún var heimavinnandi húsmóðir nánast alla tíð, enda barnmargt heimili til að sjá um og húsbóndinn oft sumarlangt að heiman. Eftir að Elías lést þá bjó hún áfram í Varmadal en síðustu 12 árin bjó hún á dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, Hraunbúðum, og líkaði dvölin þar vel. Hún lést á heimili sínu, dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 19. júlí 2007.
Útför Evu verður frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Landakirkjugarði.

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

  • HAH02210
  • Person
  • 5.12.1912 - 15.4.2002

Margrét Pétursdóttir var fædd að Holti í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu 5. desember 1912. Margrét ólst upp á Holti fyrstu æviár sín en fjölskyldan flutti þaðan til Blönduóss. Snemma hóf Margrét að vinna fyrir sér og var í vist og vinnumennsku víða um land. Margrét flutti til Akureyrar árið 1939 og bjó þar alla tíð síðan. Hún tók virkan þátt í starfsemi Félags eldri borgara á Akureyri þegar hún lét af störfum, tómstundastarfi af ýmsu tagi og átti fast sæti í ferðalögum félagsins um landið. Hún stundaði alla tíð nokkuð umfangsmikla kartöflurækt og þá hafði hún mikla unun af því að fara til berja. Ástríða hennar á þeim vettvangi var mikil og þótt heilsunni hrakaði með árunum var hún ætíð mætt í Kollugerðismóa um miðjan ágúst að huga að berjum. Margrét ferðaðist mikið um landið, einkum með stéttarfélagi sínu Iðju og Félagi eldri borgara. Í þeim ferðum orti hún mikið af lausavísum og var yrkisefnið gjarnan það sem fyrir augu bar sem og gamanmál tengd ferðafélögunum.
Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. apríl 2002.
Útför Margrétar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Böðvar Pétursson (1922-1999)

  • HAH02211
  • Person
  • 25.12.1922 - 27.8.1999

Böðvar Pétursson, verslunarmaður, Skeiðarvogi 99, Reykjavík, fæddist á Blönduósi 25. desember 1922.
Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn, 76 ára að aldri.
Útför Böðvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Gorm Erik Hjort (1917-2003)

  • HAH01249
  • Person
  • 11.9.1917 - 16.11.2006

Gorm Erik Hjort fæddist í Stövring í Danmörku 11. september 1917. Hann lést í Árósum 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arne Hjort læknir og kona hans Erna Claudía María Hjort.
Gorm Erik giftist 24. júlí 1949 Salóme (Lóu) Gísladóttur húsmæðrakennara og skólaárið 1947 til 1948 skólastýru Kvennaskólans á Blönduósi, f. 29. okt. 1913 í Þórormstungu í Vatnsdal. Hún andaðist 21. ágúst 1990. Heimili þeirra hjóna var á Alphavej 21 í Árósum í Danmörku og þar heima andaðist Gorm Erik eftir skamma sjúkdómslegu þar í borg.

Í samræmi við lærdóm sinn og próf frá Danmarks Tekniske Höjskole árið 1943 varð ævistarf Gorm Eriks hjá ýmsum fyrirtækjum í Danmörku er nutu sérhæfni hans, m.a. Landbohöjskolen í Frederiksberg og frá árinu 1949 til starfsloka 1982 hjá Aarhus Oliefabrik A/S. Börn þeirra hjóna eru: 1) Níels Arne Hjort, f. 9. maí 1949 í Árósum. Hann veiktist í frumbernsku af heilahimnubólgu er stöðvaði andlegan þroska hans og mótaði líf hans upp frá því og fjölskyldunnar allrar. Hann lifði móður sína en dó fyrir nokkrum árum. 2) Katrín Erna Hjort, f. 21. júlí 1951 í Árósum, sál- og viðskiptafræðingur m.m. Hún hefir starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn og Kaupmannahafnarháskóla. Sambýlismaður hennar er Ole Bundgaard, tónsmiður og rithöfundur, f. 11. sept 1947 í Österild í Danmörku og eru synir þeirra Andreas Hjort Bundgaard, f. 18. des. 1987, og Jacob Hjort Bundgaard, f. 23. okt. 1994. 3) Aase Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, kennari í Kaupmannahöfn. Eiginmaður Aase er Lars Níelsen, f. 21. sept. 1953 í Nordborg á Suður-Jótlandi, lögfræðingur. 4) Anna Hjort, f. 14. júní 1955 í Árósum, hjúkrunarfræðingur í Árósum. Eiginmaður Önnu er Steen Andersen, f. 26. júní 1952 í Esbjerg í Danmörku, lærður bakari og sjúkraliði. Synir þeirra eru Rune Hjort, f. 16. sept. 1986, og Theis Hjort, f. 13. ágúst 1991.

Útför Gorm Eriks var gerð frá Fredens Kirken í Árósum laugardaginn 22. nóvember.

Aðalsteinn Guðmundsson (1912-1984)

  • HAH02244
  • Person
  • 3.10.1912 - 18.3.1984

Aðalsteinn Guðmundsson 3. október 1912 - 18. mars 1984 Verkamaður á Þórshöfn, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Málari, síðast bús. í Þórshafnarhreppi.

Aðalsteinn Ingimarsson (1957)

  • HAH02245
  • Person
  • 27.10.1957

Aðalsteinn Ingimarsson 27. október 1957 Var á Hróarsstöðum, Skagahr., A-Hún. 1957.

Aðalsteinn Pétursson (1899-1980)

  • HAH02246
  • Person
  • 19.9.1899 - 18.6.1980

Aðalsteinn Pétursson Ólafsson f. 19. september 1899 - 18. júní 1980 Verslunarmaður og skrifstofumaður á Patreksfirði.

Agnar Hólm Jóhannesson (1907-1992)

  • HAH02253
  • Person
  • 11.3.1907 -3.9.1992

Agnar Hólm Jóhannesson f. 11. mars 1907 - 3. september 1992 Lausamaður í Kolgröf, Goðdalasókn, Skag. 1930. Bóndi á Heiði í Gönguskörðum, Skarðshr., Skag., síðar á Sauðárkróki.

Agnar Leví Jónsson (1917-2006)

  • HAH02254
  • Person
  • 9.5.1917 - 15.10.2006

Agnar Jónsson fæddist á Heggsstöðum í Ytri-Torfustaðahreppi, V-Húnavatnssýslu 9. maí 1917.
Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 15. október 2006.
Útför Agnars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Agnes Jóhanna Honningsvaag (1923-1984)

  • HAH02257
  • Person
  • 24.6.1923 - 17.7.1984

Agnes Jóhanna Pétursdóttir f. 24. júní 1923 - 17. júlí 1984 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Agnes Jóhanna Honningsvaag ( Agnes Jóhanna Pétursdóttir) (1923-1984)

Agnes Jóhannesdóttir (1933-2010)

  • HAH02258
  • Person
  • 29.11.1933 - 23.8.2010

Agnes Jóhannesdóttir f. 29. nóvember 1933 - 23. ágúst 2010 Hjúkrunarfræðingur og deildarstjóra ungbarnadeildar Barnaspítala Hringsins, bús. í Kópavogi. Kjörforeldrar skv. Vigurætt: Jóhannes Jónsson, f. 20.8.1902 og Sigrún Helena Jóhannesdóttir, f. 22.12.1908.
Agnes Jóhannesdóttir barnahjúkrunarfræðingur fæddist í Álftafiði 29. nóvember 1933. Hún lést mánudaginn 23. ágúst, 76 ára að aldri.
Agnes verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 30. ágúst 2010, klukkan 15.

Agnes Magnúsdóttir (1947)

  • HAH02259
  • Person
  • 23.6.1947 -

Agnes Magnúsdóttir 23. júní 1947 Var á Kistu, Þverárhr., V-Hún. 1957.

Alda Guðjónsdóttir (1933-2013)

  • HAH02273
  • Person
  • 14.9.1933 - 3.11.2013

Alda Guðjónsdóttir frá Kjörvogi fæddist á Finnbogastöðum í Árneshreppi, Strandasýslu 14. september 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. nóvember 2013.
Útför Öldu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 15. nóvember 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Ellen Terry (1847-1928)

  • HAH02282
  • Person
  • 27.2.1847 - 21.7.1928

Terry was born in Coventry, England, the third surviving child born into a theatrical family. On 21 July 1928, Terry died of a cerebral haemorrhage at her home at Smallhythe Place, near Tenterden, Kent, aged 81. She was cremated at Golders Green, Middlesex. Her ashes are kept in a silver chalice on the right side of the chancel of the actors' church, St Paul's, Covent Garden, London, where a memorial tablet was unveiled by Sir John Martin-Harvey.

Guðjón Magnússon (1944-2009)

  • HAH01268
  • Person
  • 4.8.1944 - 4.10.2009

Aðstoðarlandlæknir 1980-90, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1990-96, rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg 1996-2002 og framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2007.96, rektor Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg 1996-2002 og framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. Prófessor við Háskólann í Reykjavík frá 2007. Bús. í Garðabæ 1994.

Elsa Schepler Guðjónsson (1924-2010)

  • HAH01203
  • Person
  • 21.3.1924 - 28.11.2010

Dr. phil. h.c. Elsa E. Guðjónsson, MA, fyrrv. deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafns Íslands, fædd Elsa Ída Schepler Eiríksson 21. mars 1924.
Hún andaðist 28. nóvember 2010. Útför Elsu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Guðbjartur Guðjónsson (1904-1992)

  • HAH01257a
  • Person
  • 2.2.1904 - 10.2.1992

Petrína Ásgeirsdóttir. Guðbjartur Guðjónsson. Petrína Fædd 7. júní 1904 Dáin 16. ágúst 1992 Guðbjartur Fæddur 2. febrúar 1904 Dáinn 10. febrúar 1992 Okkur er ljúft að minnast með fáeinum orðum afa okkar og ömmu þegar við kveðjum þau við leiðarlok.
Guðbjartur og Petrína hófu búskap í Efri-Húsum í Önundarfirði. Þegar þau hættu búskap fluttu þau til Flateyrar og bjuggu þar í 15 ár, eða þar til þau fluttu til Ísafjarðar og eyddu þau síðustu æviárum sínum þar. Glatt var ávallt í húsum þeirra og mannmargt því þau eignuðust þrettán börn og eru tólf þeirra enn á lífi.

Erla Aðalsteinsdóttir (1929-2016)

  • HAH01207
  • Person
  • 13.7.1929 - 15.8.2016

Erla Aðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. ágúst 2016. Þau bjuggu þau fyrstu árin í Reykjavík en fluttust norður í Húnavatnssýslu árið 1961 þar sem þau byggðu bæinn Sturluhól. Árið 1981 fluttu Erla og Snorri á Blönduós og bjuggu þar þangað til Snorri lést. Síðustu árin bjó Erla í Keflavík og á Eir þar sem hún lést.

Útför Erlu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 15.

Andrew Graham Gilchrist (1910-1993)

  • HAH02291
  • Person
  • 18.4.1910 - 6.3.1993

Sir Andrew Graham Gilchrist, KCMG (1910–1993) was a Special Operations Executive operative and later a U.K. Ambassador. After his next posting was to Chicago as Consul General, he became the Ambassador to Djakarta, Indonesia (1962–1966). His time there saw an attack on the British embassy, and the torching of his official car. During the crisis of Communist 30 September Movement, the Military Attache to the Embassy; Lt Colonel Bill Becke and Major Rory Walker paraded in front of the rioters, the latter playing the bagpipes, which pacified the unruly mob. The mob returned two days later and broke through the fence, setting the embassy alight, during the attack Gilchrist, Walker and Becke stood their ground and defended the strong room.

Britain was at the time strongly in favour of finding almost any means to help Indonesian opponents of the communist of Communist Party of Indonesia regime, helpful local propaganda certainly being one of them. Gilchrist reported to London that he had always believed that "more than a little shooting" would be necessary to bring about a change of regime. This turned out to be true as the US-backed regime led by Suharto took power by force of arms in 1965 and Indonesia endured a civil war in the months that followed.

Gilchrist received a Companion of the Order of St Michael and St George in 1956, and was knighted via Knight Commander of the Order of St Michael and St George in 1964. He continued his career with postings to Iceland and Germany. In 1956 he was appointed British Ambassador to Reykjavik, Iceland. His time there included the First Cod War between the two countries. Anecdotes suggest that while the countries were threatening battle, he went fishing with an Icelandic minister.

Anita Dagbjartsson (1943)

  • HAH02301
  • Person
  • 31.1.1943 -

Anita Elisabeth Dagbjartsson f. 31. janúar 1943, Sviss.

Bragi Agnarsson (1915-1999)

  • HAH01152
  • Person
  • 13.11.1915 - 17.3.1999

Bragi Agnarsson, Hæðargarði 33, Reykjavík, fæddist á Fremstagili í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu 13. nóvember 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 17. mars síðastliðinn. Útför Braga fer fram frá Bústaðakirkju í dag 26. mars 1999 og hefst athöfnin klukkan 15.

Guðmunda Guðmundsdóttir Hansen (1924-2005)

  • HAH01273
  • Person
  • 6.10.1924 - 7.4.2005

Guðmunda Guðmundsdóttir fæddist á Blönduósi 6. október 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl síðastliðinn.
Útför Guðmundu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Þormóður Pétursson (1928-2007)

  • HAH02149
  • Person
  • 25.7.1929 - 5.2.2007

Þormóður Ingi Pétursson fæddist á Ormsstöðum á Fljótsdalshéraði 25. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu 5. febrúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Þormóður ólst upp austur á Fljótsdalshéraði.
Útför Þormóðs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Aðalbjörg Jónsdóttir (1869)

  • HAH02225
  • Person
  • 27.11.1869 -

Aðalbjörg Jónsdóttir f. 27.11.1869, skírð 14.4.1870 í Hofteigssókn. Fór til Vesturheims 1887 frá Fossvöllum, Jökuldals-og Hlíðarhreppi, N-Múl. Hjá móður systur sinni á Gilsá í Breiðdal 1880.

Árni Pétursson (1924-2010)

  • HAH01066
  • Person
  • 4.6.1924 - 1.6.2010

Árni Guðmundur Pétursson fæddist 4. júní 1924 á Oddsstöðum á Melrakkasléttu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum 1. júní 2010.
Jarðarför Árna fór fram í kyrrþey, að ósk hans.

Ása Stefánsdóttir (1913-2000)

  • HAH01074
  • Person
  • 5.5.1913 - 29.2000

Húsfreyja og saumakona í Hafnarfirði. Ása Sigríður Stefánsdóttir fæddist á Húki í Miðfirði 5. maí 1913. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. janúar 2000.
Ása ólst upp á Húki en fluttist suður ásamt manni sínum árið 1940. Útför Ásu fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 8. febrúar 2000.

Baldur Sigurðsson (1929-1991)

  • HAH01102
  • Person
  • 17.3.1929 - 29.8.1991

Var í Brekkukoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var í Hreppshúsinu, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi.

Björn Eiríksson (1927-2008)

  • HAH01136
  • Person
  • 24.5.1927 - 4.1.2008

Björn Eiríksson fæddist í Meðalheimi á Ásum í Austur- Húnavatnssýslu 24. maí 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi föstudaginn 4. janúar 2008.
Björn fæddist í Meðalheimi, flutti tveggja ára að Hólabaki í Þingi og síðan 10 ára í Skólahúsið í sömu sveit og átti heimili þar þangað til hann flutti að heiman.
Útför Björns fer fram frá Blönduóskirkju í dag 11. janúar 2008 og hefst athöfnin klukkan 13.

Results 201 to 300 of 10346