Blöndudalshólar

Identity area

Type of entity

Corporate body

Authorized form of name

Blöndudalshólar

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

[1200]

History

Blöndudalshólar voru einnig kallaðir Hólar í Blöndudal. Þar var um margra alda skeið prestssetur.
Í Blöndudalshólum var kirkja, sem helguð var með Guði hinum heilaga Jóhannesi babtista (skírara). Í máldaga segir svo, að þar skuli prestur vera.

Prestsetur og kirkjustaður [til 1880]. Bærinn stendur á árbakkanum, neðan vegar, en að ofan rís bæjarhóllinn, hár og brattur, græddur trjám í uppvexti. Fyrrum stóðu bær og kirkja í krika sunnan hólanna. Ofar í brekkunum eru sékennilegar skeifumyndaðar kvosir, nefndar Katlar. Tún er stórt að mestu neðan vegará framræstum mýrum. Beitiland allvíðlent, bæði neðan brúna og á hálsinum. Íbúðarhús byggt árið 1932 úr við Höphnerverslunarhúss á Blönduósi 525 m3. Fjós fyrir 40 gripi. Hlöður 2150 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Norðan við Hemmertshús var verslunarhús Höephnerverslunar, reist 1881, síðar rifið og viðurinn notaður í íbúðarhús á Blöndudalshólum.

Places

Blöndudalur; Bólstaðarhlíðarhreppur; Höphnerverslunarhús; Katlar; Hólareitur; Blanda; Guðlaugsstaðir; Syðri-Langamýri;

Legal status

Kirkjustaður og beneficium. Jarðardýrleiki óviss, því staðurinn er tíundarfrí so sem öll önnur beneficia. Ábúandinn staðarhaldarinn Sr. Gísli Bjarnason.
Landskuld engin, því presturinn nýtur staðarins frí til uppheldis sjer, so sem aðrir beneficiati.
Kúgildi staðarins eru iiii hjer heima og gjaldast eftir þau öngvar leigur, heldur nýtur staðarhaldarinn ávaxtanna frí fyri alla ábyrgð kúgildanna. Kvaðir eður tollar alls öngvir.
Kvikfje vi kýr, i kvíga veturgömul, iii kálfar, lv ær, xvi sauðir veturgamlir, xxx lömb, v hestar, iiii hross, ii folar þrevetrir, i tvævetur, ii fyl. Fóðrast kann iiii kýr, i eldishestur, xl ær, iii hestar; það kvikfje, sem meira er, framfærist á heytollum prestsins og einúngis útigángi. Afrjett engin ut supra.
Torfrista og stúnga bjargleg. Hrísrif lítið til eldiviðarstyrks í Hólareit hinu megin Blöndu á staðurinn, sem þó er mjög eytt en brúkast þó árlega. Beit á staðurinn í þessum sama reit, sem sjaldan brúkast. Þetta landspláts liggur millum Guðlaugstaðalands og Syðri Lángamýrar lands og hefur staðurinn haft þetta átölulaust um lángan aldur. Túninu grandar smálækir, sem bera möl og sand á völlinn í vatnavöxtum og spillir rótinni. Enginu spillir í sama máta lækir, sem bera leir og sand í rótina.

Functions, occupations and activities

Prestsetur og kirkjustaður fram á seinnihluta 19. aldar. Bærinn stendur á árbakkanum, neðan vegar, en að ofan rís bæjarhóllinn hár og brattur græddur trjám og uppvexti. Fyrrum stóðu bær og kirkja í krika sunnan hólanna. Ofar í brekkunum eru sérkennilegar skeifumyndaðar kvosir, nefndar Katlar. Tún er stórt að mestu neðan vegar á framræstum mýrum. Beitiland allvílent, bæði neðan brúna og á hálsinum.

Íbúðarhús byggt 1932 ein hæð timburhús 525m³. Fjós fyrir 40 kýr. Hlöður 2150 m³. Tún 35 ha.
Veiðiréttur í Blöndu.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Ábúendur;

1910 og 1920- Sigfús Ferdínand Eyjólfsson 14. ágúst 1878 - 25. júní 1956. Bóndi á Eiríksstöðum, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Blöndudalshólum og á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún. Kona hans; Kristvina Kristvinsdóttir 7. mars 1883 - 15. jan. 1959. Húsfreyja á Eiríksstöðum í Svartárdal, A-Hún.

1923-1961- Bjarni Jónasson 24. feb. 1891 - 25. jan. 1984. Var í Reykjavík 1910. Farkennari og bóndi á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Heimili: Blöndudalshólar, Bólstaðarh.hr. Var á Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Kennari á Blönduósi, bóndi, kennari og hreppstjóri í Blöndudalshólum og Litla-Dal í Svínavatnshr., A-Hún. Kona hans; Anna Margrét Sigurjónsdóttir 4. okt. 1900 - 5. feb. 1993. Húsfreyja á Blöndudalshólum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Blöndudalshólum. Var í Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.

1960- Jónas Benedikt Bjarnason 4. mars 1932 - 20. des. 2018. Bóndi í Blöndudalshólum í Bólstaðarhlíðarhreppi. Var í Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi. Kona hans; Ásdís Hlíf Friðgeirsdóttir 26. nóv. 1937 - 6. ágúst 2013. Var á Sviðningi, Skagahr., A-Hún. 1957.

General context

Prestar i Blöndudalshólaprestakalli;
1) Einar. Hann var prestur í Blöndudalshólum um 1318 og er hans getið þar í Auðunnarmáldaga. Þorvarður. Bjó á Gunnsteinsstöðum og getið í máldaga Jóns biskups Eiríkssonar 1360.

2) Einar Þorvarðsson, 1390—1397. Bjó á Holtastöðum. í máldaga Holtastaðakirkju 1394 er sagt, að „inntekt kirkjunnar reiknaðist fjögur hndr. vöru um 4 ár, sem Einar bjó".

3) Magnús (um) 1395.

4) Þórður Þorláksson, 1376—1394. Ekki ólíklegt að hann sé sá Þ. Þ. prestur, sem vottur er á Svínavatni að því 31. des. 1399, þegar

5) Þorfinnur Hallfreðarson selur Nikulási ívarssyni jörðina Ytri-Löngumýri í Húnavatnsþingi, fyrir lausafé og tilgreinir landamerki.

6) Jón Hafliðason, 1482—1488. Hann er hvergi talinn meðal presta Blöndudalshóla, en mjög líklegt að hann hafi verið þar eða á Holtastöðum. 4. ágúst 1482 á Móbergi í Langadal er Jón prestur Hafliðason viðstaddur, þegar Benedikt Magnússon lykur Ingibjörgu Þorvaldsdóttur konu sinni mála hennar og er þar í Vík og Hóll í Reynistaðaþingum. 19. nóvember 1488 á (Geita-) Skarði í Langadal er séra Jón Hafliðason vottur að því, þegar Helga Þorleifsdóttir gefur Agli Grímssyni í tíundargjöf sína jörðina Brún í Svartárdal til ævinlegrar eignar.

7) Jón Gislason, 1585— (um) 1604. Jón prestur Gíslason í Húnavatnssýslu fær tillag af kóngsins ölmusu 1586, 8 ríkisdali og 12 ál., og 1589 50 álnir. — Ef til vill er séra Jón Gíslason, sem hvarf af alþingi, þegar hann ætlaði til Bessastaða 1621. Fannst presturinn ekki, en hestur hans fannst. Magnús, 1602. Hann er nefndur prestur í Blöndudalshólum og lékk ölmusu 1602.

8) Bjarni Ólafsson (um) 1604—1629. Prestur að Munkaþverárklaustri 1599—1604, en tekur þá Blöndudalshóla, þar sem hann er sennilega, þangað til hann tekur Hjaltabakka 1629. 20. maí 1611 leggur Guðbrandur biskup fyrir hann að þjóna Bólstaðarhlíðarkirkju, vegna óvildar séra Brynjólfs Árnasonar á Bergsstöðum og séra Jóns Einarssonar í Bólstaðarhlíð, meðan sú óvild héldist.

9) Sumarliði Einarsson, (fyrir) 1628—1658. Sonur Einars bónda í Víðidalstungu. Vígðist 1601 og fékk þá Hof á Skagaströnd. 1628 er hann í Blöndudalshólum og fær ölmusupeninga. 1631 var hann í festaröli séra Gísla Brynjólfssonar á Bergsstöðum, og 1642 var hann á prestastefnu á Flugumýri. 1649 er hann á Giljár prestastefnu og undirskrifar þar með eigin hendi, þegar kosnir voru menn til að vinna hyllingareiðana á alþingi. — 1656 var hann í áreið með Hallgrími prófasti að skoða spjöll á Bergsstaðalandi. 1655 tók hann kapellán séra Þorleif Ólafsson, Finnstungu. í annál Þorláks Markússonar er hann talinn deyja 1658, 81 árs. 1. kona hans var Valdís, dóttir Guðmundar Gíslasonar í Finnstungu og Guðrúnar Egilsdóttur hins fyrra frá Geitaskarði, Jónssonar. Þau áttu saman 2 sonu, sem báðir drukknuðu í Blöndu. 2. kona Karítas Þorvarðardóttir í Þykkvaskógi.

10) Þorleifur Ólafsson, 1658—1688. Sonur Ólafs bónda í Finnstungu. Hann var vígður á jólaföstu 1655 af Þorláki biskupi Skúlasyni, og var annar tveggja presta, sem hann vígði síðast. Þá varð hann aðstoðarprestur séra Sumarliða á Blöndudalshólum, en fékk brauðið 26. maí 1668. — Dó í október 1688. Hann var hið mesta karlmenni og mikilhæfur. Var fjöllærður. — Kona hans var Þórunn Karlsdóttir, Þormóðssonar, Kortssonar hins danska, Lýðssonar.

11) Gísli Bjarnason, 1689—1712. Sonur séra Bjarna Gíslasonar í Garði í Kelduhverfi. Var „skikkaður og vígður" af Gísla biskupi Þorlákssyni á Hólum 16. maí 1669 til Grímseyjar. Er allvíða prestur, þar til að hann fær Blöndudalshóla 1689. Björn biskup Þorleifsson vísiteraði Blöndudalshóla 1700 og tók af séra Gísla 7 ára kirkjureikninga, en skipaði honum jafnframt að endurbæta kirkjuna. En þegar biskupinn vísiteraði aftur 1709 var það ógert. — Séra Gísli dó í Blöndudalshólum í desember 1712. Kona hans var Steinunn Þorvaldsdóttir, Skúlasonar frá Eiríksstöðum.

12) Jón Bjarnason, 1712—1746. Hann var sonur Björns lögréttumanns á Heynesi á Akranesi, Sigurðssonar. Séra Jón var vígður af Steini biskupi Jónssyni á Hólum 1. okt. 1713. Hann bjó á Holtastöðum, eignarjörð sinni. — 24. nóv. 1737 kallar hann, vegna vaxandi lasleika, sér fyrir aðstoðarprest Jón stúdent Auðunarson og fær honum til ábýlis prestssetrið Blöndudalshóla. Séra Jón varð bráðkvaddur fyrir bæjardyrum sínum á Holtastöðum 1746. Hann var lítill vexti, harðger og hraustur. Ólærður var hann talinn og hirðulaus í embætti. — Kona hans var Þuríður Einarsdóttir frá Hraunum í Fljótum.

13) Jón Auðunarson, 1738—1742. Vígðist 15. maí 1738 aðstoðarprestur séra Jóns Bjarnasonar. Fékk Bergsstaði 1742 og var þar til æviloka 15. jan. 1782. — Kona hans var Helga Illugadóttir á Finnsstöðum á Skagaströnd. Jón Jónsson, 1746—1754. Vígðist 27. janúar 1743 aðstoðarprestur séra Jóns Bjarnasonar að Blöndudalshólum, fékk það prestakall 1746 og var þar til 1754 að hann fékk Upsir í skiptum við séra Ásmund Pálsson. — Kona hans var Kristín ísleifsdóttir í Hvammi í Vatnsdal, Bjarnasonar.

14) Ásmundur Pálsson, 1754—1772. Fékk Blöndudalshóla 16. nóv. 1754 og er vígður þangað af Gísla biskupi Magnússyni á Hólum.
Fékk Auðkúlu 18. nóv. 1772, fluttist þangað frá Auðólfsstöðum) vorið 1773 og var þar til dauðadags. — Hann var talinn allvel gáfaður, stilltur og gætinn, en þó fjörmaður, nokkuð hagorður, ekki mikill búsýslumaður. — Kona hans var Helga Jónsdóttir lögréttumanns að Öxnakeldu, Ólafssonar.

15) Benedikt Árnason, 1772—1782. Vígðist 24. júní 1767 aðstoðarprestur séra Þorvarðs Bárðarsonar að Felli í Sléttuhlíð. Fékk Blöndudalshóla 1772 og var þar 10 ár, en fór svo að Bergsstöðum. — Hann var talinn hafa liprar gáfur, góður kennimaður, andríkur og málsnjall, góður skrifari, búmaður sæmilegur. — Kona hans var Vilborg Högnadóttir á Þorbrandsstöðum, Eiríkssonar.

16) Auðun Jónsson, 1782—1807. Vígður aðstoðarprestur til föður síns séra Jóns Auðunarsonar á Bergsstöðum af Gísla biskupi Magnússyni á Hólum 26. febrúar 1775. Fékk Blöndudalshóla 28. maí 1782. Þar var hann prestur til dauðadags 7. febrúar 1807. Hafði þá lengi verið veikur. — Var meðalmaður á hæð, nokkuð grannvaxinn, bjartur á hár, ljósleitur í andliti. Söngmaður góður. Góðgerðasamur eftir efnum. Eljunar- og hirtnimaður. Var yfirleitt fátækur, enda ómegð mikil, þar sem börnin voru 12. — Kona hans var Halldóra Jónsdóttir, prests að Auðkúlu, Björnssonar.
17) Ólafur Tómasson, 1807-1834. Fékk Blöndudalshóla 29. apríl 1807, en hafði verið vígður 3. apríl sama ár. í Blöndudalshólum var hann til æviloka. — Góður kennimaður og söngmaður, starfsmaður mikill og breytinn í búnaðarháttum, og af því talinn sérvitur, ljúfmenni og vel látinn. — Kona hans var Helga Sveinsdóttir að Bægisá syðri, Halldórssonar (þau systkinabörn), ekkja Jóns Árnasonar á Stóru-Giljá, og settist hann þar í gott bú. En efnin gengu all-mjög til þurrðar í harðindunum um aldamótin.

18) Sveinn Níelsson, 1835-1843. Fékk Blöndudalshóla vorið 1835 og sat þar unz hann 1843 fluttist að Staðarbakka. Hann dó í Reykjavík 17. janúar 1881. Hann var talinn meðal hinna merkustu kennimanna landsins, enda bæði lærdómsmaður og listfengur. — Til er eftir hann sóknarlýsing Blöndudalshólaprestakalls frá 1839, sem ber vandvirkni höfundarins ágætt vitni. — 1. kona hans var Guðný Jónsdóttir. 2. kona: Guðrún Jónsdóttir prófasts Péturssonar í Steinnesi.

19) Þorlákur Stefánsson, 1844—1859. Fékk Blöndudalshóla 29. janúar 1844, bjó þar fyrst, en frá 1851 á Auðólfsstöðum í Langadal. Fékk 5. okt. 1859 Undornfell, fluttist þangað vorið 1860 og hélt til æviloka 1872. — Klerkur góður og valmenni. — Kona 1: Ragnheiður Jónsdóttir prests í Miklabæ.

20) Hjörleifur Einarsson, 1859—1869. Fékk Blöndudalshóla 24. nóv. 1859, vígðist 20. maí 1860. Fluttist til Goðdala 1869. Var merkur prestur. Kenndi ýmsum undir skóla. Lét mjög til sín taka kirkjuog bindindismál. — Kona 1: Guðlaug Eyjólfsdóttir Gíslastöðum á Völlum. Kona 2: Björg Einarsdóttir Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi.

21) Markús Gislason, 1869—1880. Veittir Blöndudalshólar 17. des. 1869, Fjallaþing 25. okt. 1880, en fór þangað ekki, en tók Stafafell 24. maí 1881 og hélt það til æviloka 1890. — Kona hans var Metta Einarsdóttir prests í Stafholti. Eins og að framan var getið, varð séra Markús síðasti prestur Blöndudalshólaprestakalls.

Relationships area

Related entity

Þorsteinn Þórðarson (1873-1962) Sauðárkróki (27.8.1873 - 19.3.1962)

Identifier of related entity

HAH04149

Category of relationship

associative

Dates of relationship

27.8.1873

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Björg Sigríður Anna Eiríksdóttir (1865-1928) Blöndudalshólum (30.6.1865 - 31.7.1928)

Identifier of related entity

HAH02749

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Bólstaðarhlíðarhreppur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00427

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Höepfnerverslun Blönduósi (1877 - 1930)

Identifier of related entity

HAH00110

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1930

Description of relationship

Verslunarhúsið var rifið og viðirnir notaðir í íbúðarhúsið á Blöndudalshólum

Related entity

Helga Jónsdóttir (1912-2000) frá Blöndudalshólum (9.6.1912 - 25.2.2000)

Identifier of related entity

HAH05069

Category of relationship

associative

Dates of relationship

9.6.1912

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Elín Bjarnadóttir (1927) kennari frá Blöndudalshólum (23.9.1927 -)

Identifier of related entity

HAH05109

Category of relationship

associative

Dates of relationship

23.9.1927

Description of relationship

var þar sem barn

Related entity

Kolfinna Bjarnadóttir (1937-2016) frá Blöndudalshólum (10.5.1937 - 18.7.2016)

Identifier of related entity

HAH05111

Category of relationship

associative

Dates of relationship

30.5.1937

Description of relationship

Fæddist þar

Related entity

Jóhanna Erlendsdóttir (1905-1979) Breiðavaði (16.3.1905 - 20.8.1979)

Identifier of related entity

HAH05133

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar sem barm

Related entity

Halldór Þorláksson (1852-1888) Hofi Vatnsdal (4.12.1852 - 23.2.1888)

Identifier of related entity

HAH04638

Category of relationship

associative

Dates of relationship

4.12.1852

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Ragnhildur Jónsdóttir (1884-1978) saumakona Blöndudalshólum 1930 (21.4.1884 - 21.5.1978)

Identifier of related entity

HAH07386

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

saumakona þar 1930

Related entity

Björg Jóhannesdóttir (1866-1924) frá Brekku í Þingi (22.8.1866 - 1924)

Identifier of related entity

HAH02726

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stefán Eiríksson (1872-1907) Refsstöðum Holtastaðasókn A-Hvs (17.4.1872 - 21.2.1907)

Identifier of related entity

HAH06604

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

þar 1890

Related entity

Ingibjörg Bjarnadóttir [Ýja] (1925) garðyrkjukona Blöndudalshólum (10.5.1925)

Identifier of related entity

HAH06249

Category of relationship

associative

Dates of relationship

10.5.1925

Description of relationship

Fædd þar

Related entity

Skriður í Húnavatnssýslum (874 -)

Identifier of related entity

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

– Blöndudalshólar: ...Prestsetrið er mögur bújörð og landþröng, og undirorpin jarðföllum og skriðum á tún og engjar. (Johnsens Jarðatal, 1847). – Blöndudalshólar: …Þá (2.–3. okt. 1887) …Afar mikil skriðuhlaup urðu í Blöndudal utanverðum austan ár. Milli Blöndudalshóla og Austurhlíðar, sem þá hét Eyvindarstaðagerði, féllu 28 skriður og þrjár af þeim í á ofan. ...Skemmdir urðu einnig á túninu á Blöndudalshólum. …Upptök skriðnanna voru í tvennu lagi ofarlega, en þegar neðar dró, dreifðust skriðurnar um mikið land, og mátti svo heita, að jörð öll umhverfðist á stóru svæði, og náðu sumar rennurnar alla leið í Blöndu (Bjarni Jónasson, Harðindin 1881–1887, Búsæld og barningur, (Svipir og Sagnir IV), 1955).

Related entity

Jón Stefán Þorláksson (1847-1907) Prestur á Tjörn á Vatnsnesi (13.8.1847 - 7.2.1907)

Identifier of related entity

HAH05736

Category of relationship

associative

Dates of relationship

13.8.1847

Description of relationship

Fæddur þar

Related entity

Pálmi Guðnason (1915-1994) Blönduósi, Ægissíðu á Skagastönd (8.11.1915 - 23.3.1994)

Identifier of related entity

HAH01830

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1927

Description of relationship

barn þar

Related entity

Eiríkur Erlendsson (1906-1987) Hnausum (12.9.1906 - 16.9.1987)

Identifier of related entity

HAH01185

Category of relationship

associative

Dates of relationship

12.9.1906

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Svínadalur ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00517

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Sóknarkirkja hluta Svíndælinga

Related entity

Kúfustaðir í Svartárdal ([1500])

Identifier of related entity

HAH00695

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Stafn í Svartárdal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00172

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Sléttárdalur Svínavatnshreppi (1911-1944)

Identifier of related entity

HAH00532

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Eiðsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00077

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00159

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Guðlaugsstaðir í Blöndudal ([1200])

Identifier of related entity

HAH00079

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Holtastaðareitur ((1900))

Identifier of related entity

HAH00696

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Eyvindarstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00078

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Brúarhlíð í Blöndudal ((1900))

Identifier of related entity

HAH00156

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Brún í Svartárdal. ([1300])

Identifier of related entity

HAH00495

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi ([1200])

Identifier of related entity

HAH00170

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Brandsstaðir í Blöndudal ([1300])

Identifier of related entity

HAH00076

Category of relationship

associative

Dates of relationship

Description of relationship

Related entity

Jósef Sigfússon (1921-2012) Fjósum (28.11.1921 - 21.12.2012)

Identifier of related entity

HAH01623

Category of relationship

associative

Dates of relationship

28.11.1921

Description of relationship

fæddur þar

Related entity

Halldóra Sigurðardóttir (1863-1896) Æsustöðum. Kaupmannahöfn og Enni (18.9.1863 - 14.11.1896)

Identifier of related entity

HAH06704

Category of relationship

associative

Type of relationship

Dates of relationship

26.9.1863

Description of relationship

Skírð í Blöndudalshólasókn

Related entity

Holtastaðir í Langadal ([900])

Identifier of related entity

HAH00212

Category of relationship

associative

Type of relationship

Holtastaðir í Langadal

is the associate of

Blöndudalshólar

Dates of relationship

Description of relationship

Kirkjustaður annecteraður með Blöndudalshólum.

Related entity

Hjörleifur Einarsson (1831-1910) prestur Undirfelli ov (25.5.1831 - 13.10.1910)

Identifier of related entity

HAH06532

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1859-1869

Description of relationship

Prestur Blöndudalshólum 24.11.1859, vígður 20.5.1860,

Related entity

Friðgeir Jónasson (1969) Blöndudalshólum (13.11.1969 -)

Identifier of related entity

HAH03459

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Ingibjörg Jónsdóttir (1863-1964) Blöndudalshólum (15.8.1863 - 3.6.1944.)

Identifier of related entity

HAH07385

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar

Related entity

Þórunn Jónsdóttir (1842-1900) Blöndudalshólum (6.6.1842 - 29.10.1900)

Identifier of related entity

HAH07092

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Húsfreyja þar 1880

Related entity

Jónas Bjarnason (1932-2018) bóndi Blöndudalshólum, Blönduósi (4.3.1932 - 20.12.2018)

Identifier of related entity

HAH05791

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Fæddur þar síðar bóndi

Related entity

Eiríkur Halldórsson (1832-1895) Blöndudalshólum (12.7.1832 - 6.10.1895)

Identifier of related entity

HAH03146

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

var þar 1890

Related entity

Erlendur Erlendsson (1874-1943) Hnausum og Auðólfsstöðum (20.6.1874 - 18.12.1943)

Identifier of related entity

HAH03337

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

bóndi þar

Related entity

Guðmundur Einarsson (1893-1959) Blöndudalshólum (28.11.1893 - 6.7.1959)

Identifier of related entity

HAH03994

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1933

Description of relationship

Bóndi þar lengst af frá 1933

Related entity

Sigurjón Jóhannsson (1873-1961) Blöndudalshólum (6.10.1873 - 4.8.1961)

Identifier of related entity

HAH06250

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

Description of relationship

Bóndi þar

Related entity

Björg Einarsdóttir (1851-1946) Undirfelli (13.9.1851 - 16.3.1946)

Identifier of related entity

HAH02718

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Björg Einarsdóttir (1851-1946) Undirfelli

controls

Blöndudalshólar

Dates of relationship

1859-1869

Description of relationship

húsfreyja þar

Related entity

Bjarni Jónasson (1891-1984) Blöndudalshólum (24.2.1891 - 25.1.1984)

Identifier of related entity

HAH01119

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1923

Description of relationship

1923-1961

Related entity

Ásdís Friðgeirsdóttir (1937-2013) Blöndudalshólum (26.11.1937 - 6.8.2013)

Identifier of related entity

HAH03605

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1960

Description of relationship

Related entity

Anna Sigurjónsdóttir (1900-1993) Blöndudalshólum (4.10.1900 - 5.2.1993)

Identifier of related entity

HAH01026

Category of relationship

hierarchical

Type of relationship

Dates of relationship

1923

Description of relationship

1923-1961

Related entity

Blanda ((1000-2019))

Identifier of related entity

HAH00073

Category of relationship

associative

Type of relationship

Blanda

is the provider of

Blöndudalshólar

Dates of relationship

Description of relationship

Kláfferja og veiðiréttur

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH00074

Institution identifier

IS HAH-Bæ

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.3.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Guðmundur Paul
Jarðabók Páls Vidalín 1708. Bls 358
file:///C:/Users/Notandi/AppData/Local/Microsoft/Windows/INetCache/IE/TYHI81U1/H%C3%BAnavatnss%C3%BDsla.pdf
Húnaþing II bls 211

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places