Sýnir 1161 niðurstöður

Nafnspjald
Fyrirtæki/stofnun

Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu (1988-2008)

  • HAH10030
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 30.11. 1988 - 1.7. 2008

Í héraðsnefndinni sem stofnuð var formlega 30. nóvember eiga sæti 16 fulltrúar frásveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu. Héraðsnefndin mun leysa af hólmi sýslunefnd A-Hún. um næstu áramót. Oddviti héraðsnefndar AusturHúnvetninga var kjörinn Valgarður Hilmarsson oddviti á Fremstagili í Engihlíðarhreppi.
Helstu mál á fyrsta fundi héraðsnefndarinnar voru kosningar oddvita héraðsnefndar svo og í héraðsráð sem skipað er tveim mönnum auk oddvita héraðsnefndar. Auk oddvita héraðsnefndar voru kosnir í héraðsráð Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi.
Miklar umræður urðu um umboð nefnda þeirra sem sýslunefnd skipaði á sínum tíma en umboð sýslunefndar A-Hún. fellur niður um áramót með tilkomu héraðsnefndarinnar. Samkomulag varð um að fá úrskurð félagsmálaráðuneytis um hvernig með þessi mál skuli farið. Ennfremur urðu töluverðar umræður um hvernig að uppgjöri sýslu sjóðs yrði staðið og ennfremur að hraðað yrði gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Sýslunefndin sem lætur að störfum um áramót var skipað 10 mönnum auk sýslumanns og átti hvert sveitarfélag einn fulltrúa í nefndinni. Með tilkomu héraðsnefndar A-Hún. fjölgar fulltrúum í 16 og eiga þéttbýlissveitarfélögin Blönduós og Skagaströnd helming fulltrúa en sveitahrepparnir sinn fulltrúan hver.

Árholt á Ásum

  • HAH00549
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1966 -

Nýbýli úr landi Holts, stofnað 1966. Túnin liggja saman, en Árholtstúnin eru neðar, nær þjóðveginum. Beitiland er óskipt. Byggingar standa á bakkanum skammt upp frá Laxá. Íbúðarhús byggt 1969, 345 m3. Fjós 1974 fyrir 26 kýr og 20 geldneyti með mjólkurhúsi, kjarnfóðursgeymslu og áburðarkjallara. Hlaða 846 m3. Tún 18,5 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Engihlíð í Langadal

  • HAH00207
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1000]

Gamalt býli. Búsetu þar er getið í landnámu. Bærinn stendur undir hárri brekku, vestan þjóðvegar, örskotslengd frá bökkum Blöndu. Er bæjarstæðið sérkennilegt og skýlt. Hér er þingstaður sveitarinnar og er hreppurinn við hann kenndur. Jörðin er landþröng, en mestur hluti þess gróðurlendi og mjög grösugt. Jörðin er í eyði, en nytjuð af eiganda hennar Guðsteini Kristinssyni á Skriðulandi.
Engar byggingar eru uppistandandi lengur, utan hvað þinghús hreppsins stendur í túni Engihlíðar. Tún 5,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.
Í Engihlíð í Langadal var hálfkirkja fyrir 1360 og lá til Holtastaða. Hún var enn 1394.

Grænahlíð í Torfalækjarhreppi

  • HAH00551
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1948 -

Nýbýli stofnað 1948 úr hálfu Smyrlabergslandi. Bærinn stendur skammt vestan Svínvetningabrautar suðaustan í Smyrlabergsbungunni. Túninu hallar að þjóðveginum. Landið nær frá Laxárvatni austur að Blöndu. Við Blöndu eru grónar valllendiseyrar, svo tekur við votlendisræma, þá brekkurnar, hólarnir og loks mýrar meðfram þjóðveginum, nú framræstar og að hluta ræktað tún. Beitilandi óskipt við Smyrlaberg. Íbúðarhús byggt 1948, 342 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 528 m3. Geymsla 187 m2. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Klettur í Kálfshamarsvík

  • HAH00355
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1924 -

Klettur í Kálfshamarsvík. Um 22m norður af rústum Iðavalla eru tóftir býlisins Kletts. Í örnefnaskrá segir: „Á nesinu sjálfu voru mörg tómthúsbýli, m.a. Klöpp og Klettur.“ (ÖJB, 4). Lýsing Tóftin er margskipt, 5-7 hús eða herbergi. Húsið hefur staðið upp á svolitlum hól en aflíðandi brekku vestan við húsið eru leifar mannvirkis sem virðist geta verið eldra (nr. 109). Hugsanlega lítil rétt. Húsið uppá hólnum tekur yfir svæði sem er um 14x14m en mannvirkið í brekkunni vestan við um 15x9 (A-V). Svo virðist sem gengið hafi verið inní húsið að vestanverðu og þar verið göng og innangengt úr þeim í tvenn hús til og eitt til norðurs (1,8x3,5m N-S) og hugsanlegt afherbergi er fyrir enda gangsins að vestan og annar inngangur. Norðan við austurinnganginn er annað hús með sér inngangi um litla forstofu að austan. Veggir hússins eru á bilinu 50-170sm háir. Aðrar upplýsingar Á upplýsingaskilti við tóftirnar stendur: „Klettur var byggður 1924 af Sigurði Ferdinantssyni. Síðast bjó hér Þorsteinn Þorsteinsson póstur 1951.“ Býlið telst því ekki til fornleifa hvað aldur snertir en er skráð hér og gefið númer þar sem um byggingu úr torfi og grjóti er að ræða.

Laxholt á Ásum

  • HAH00701
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1973 -

Nýbýli byggt úr landi Efra-Holts sunnan Laxár í svokölluðu Holtsnesi. Landið er um 120 ha. og nær allt graslendi og liggur beggja vegna Laxár. Eigandi er Jón Ísberg sýslumaður á Blönduósi og nytjar hann býlið. Ekki er föst búseta þar, en fjárhúsin notuð að vetrinum. Íbúðarhús byggt 1973, 99 m3. Fjárhús yfir 40 fjár. Hlöður 553 m3. Geymsla 75 m3. Tún 9,8 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Apótek á Blönduósi

  • HAH00011
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1904-

Guðmundur Jónsson borgari var fyrstur til að stunda hér lyfsölu í bæ sínum en það stóð stutt yfir um 1880-1884.
Apótekið var fyrst í skúr við suðurenda læknabústaðarins þar sem seinna reis sjúkraskýli, skúrinn var rifinn 1922 og apótekið flutt í kjallara Læknabústaðarins
Helgi Helgason í Helgafelli rak apótek hér í samstarfi við héraðslækni í 32 ár frá 1942-1974, lengst af á jarðhæð hússins.

Áður höfðu starfað hér, Ari Lyngdal (1910-1986), Helgi Þorvarðarson (1906-1978) og Hjalti bróðir hans (1915-1967)

Laxárgil á Refasveit

  • HAH00411
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Laxá í Refasveit er dragá í Austur-Húnavatnssýslu. Hún á upptök á Laxárdal fremri, löngum, grösugum dal sem liggur samhliða Langadal, austan Langadalsfjalls. Þar voru áður um tuttugu bæir en nú er dalurinn nær allur kominn í eyði.
Við Skrapatungurétt rennur Norðurá í Laxá ofan úr Norðurárdal og þar sveigir Laxá til vesturs og rennur út í Húnaflóa í Laxárvík í Refasveit. Vegurinn yfir Þverárfjall til Sauðárkróks liggur meðfram Laxá að ármótunum en síðan með Norðurá. Neðan við þjóðveginn sem liggur út á Skagaströnd rennur Laxá í gljúfri og þar var áður brú þar sem þrengst er. Heitir það Ámundahlaup. Þar er nú laxastigi.
Wikipedia

Laxá er dragá að uppruna og er vatnasvið hennar um 167km2. Medalrennsli er 4-6 m/s. (Sigurj6n Rist 1969). Laxá er um 22km. að lengd en þverá hennar Nordurá er 13 km að lengd.
Áin er fiskgeng að fossi um 1,5km frá ósi. Annar foss er um, 0, 5 km ofar Nýir laxastigar hafa verið reistir i stað eldri stiga sem reyndust ekki koma að tilætluðum notum. Var framkvæmdum við þessa nýju fiskvegi að fullu lokið siðla sumars 1982.
Ekki er ástæda til annars að ætla en að stigar þessir komi að tilætluðum notum og má þvi segja að áin sé nú öll fiskgeng.

Svæði sem til hafa að bera góð uppeldisskilyrði eru fyrir neðan fossa (um 3ha.) en ofar fossa má ætla svæði séu um 2Oha. gróflega áætlað. Um staðsetningu
Þar sem mjög fáir laxar fóru upp gömlu stigana nýttust uppeldissvæðin ofan fossa lítið. Þvi hefur sumaröldum seiðum verið dreift í ánna frá árinu 1975. Árið 1981 var sleppt 30.000 sumaröldum seiðum og 1982 var sleppt 20.000 seiðum. Í ár var aðeins sleppt, gönguseiðum á vegum Veiðimálastofnunarinnar var ástand seiða og áranqur seiðasleppinga athugaður dagana 17-19 júlí 1983.

Mosfell Svínavatnshreppi

  • HAH00520
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Mosfell er nyrsta jörðin í Svínadal og liggur við norðvestur enda Svínavatns. Reykjanibban gnæfir þar á fjallöxlinni nokkru norðan og ofan við bæinn. Þar neðar er Grettisskyrta hinn þekkti líbarít fláki sem sést víða að. Byggingarnar eru þar við fjallsræturnar eins og á öðrum bæjum að vestanverðum dalnum. Frá fjallsrótunum niður að vatninu er gottræktunarland með hæfilegum halla, og þar hefur verið ræktað stórt tún. Þetta er ekki stór jörð en má teljast hæg til búskapar. Íbúðarhús byggt 1939, 238 m3, viðbygging 1967 250 m3. . Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 11 hross. Hlöður 790 og 974 m3. Geymsluhús 160 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Svínavatn.

Smyrlaberg í Torfulækjarhreppi

  • HAH00153
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1430)

Jörðin dregur nafn sitt af frekar lágu bergi, Smyrlabergi, sem bærinn stóð rétt sunnan við. Eigandi Smyrlabergs er Kristmundur Stefánsson í Grænuhlíð sem hann byggði á Grænunum í landinu þar sem áður hafði verið ræktun. Þar hefur Einar sonur hans byggt fjárhús yfir 80 fjár og hlöðu 220 m3, hann er eigandi þessara hús og hluta túns, Eigandi jarðarinnar að öðruleyti er Páll Stefánsson Blönduósi. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Laxárvatni og Blöndu.

Steinhöfuð (Bárður) við Gnýstaði

  • HAH00476
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Fyrir landi Gnýstaða eru klettadrangar, sá merkasti, Bárður hrundi í stórsjó fyrir nokkrum árum. Í Þjóðsögum er hann sagður sonur Hvítserks, þeir feðgar ætluðu að þagga niður í bjöllum Þingeyraklausturs, vegna deilna þeirra feðga tafðist för þeirra það mikið að þeir misreiknuðu tímann og steinrunnu þegar sól kom upp.

Strokkur í Haukadal

  • HAH00484
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Einn virkasti goshver á Geysissvæðinu í Haukadal.

Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myndast iðustraumar efst í hvernum. Hiti hækkar þó stöðugt niður rás hversins og er um 112°C á 10 m dýpi og við botn á 23 m dýpi er hitastig vatnsins um 130°C. Innrennsli er í botn hversins og streymir vatnið upp hann, köld æð kemur inn á um 13 m dýpi og kólnar vatnið þar um 10°C.

Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið verður þegar vatn rétt neðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti. Ef suða myndaðist neðar í pípunni yrði gosið kraftmeira og það myndi breytast í gufugos eins og gerist í Geysi. Það gerist ekki í Strokki heldur fyllist hann fljótt á ný, Geysir getur hins vegar verið um 12 tíma að fyllast af vatni eftir gos (sem er þó breytilegt).

Meðalrennsli í Strokki er, eins og annað á svæðinu, ansi breytilegt en var til dæmis um 2 l/s (lítrar á sekúndu) fyrir jarðskjálftana 17. júní árið 2000 en jókst þá í um 2,6 l/s. Rennsli frá goshverum er erfitt að mæla þar sem talsvert af vatni tapast sem gufa auk þess vatns sem fellur í kring um hverinn og hverfur í jörð. Það vatnsmagn sem kemur upp í gosum er einnig mismikið, fer eftir veðri og sennilega stöðu grunnvatns sem er breytilegt eftir árstímum.

Mæling á vatnsmagni í tveimur gosum frá Strokki 8. júní árið 2000 var um 270 lítrar (það er meðaltal tveggja gosa) en auk þess tapast eitthvað í gufu. Heildarvatnsmagnið var sennilega 300-350 lítrar. Þann 3. júlí sama ár mældist vatnsmagn í gosi um 425 l (meðaltal af tveimur gosum), en sennilega var heildarvatnsmagn í gosi milli 450-500 l (hálfur rúmmetri), þegar gufa og það sem sígur í jörð er tekið með. Þessar tölur gefa stærðargráðu þess vatns sem kemur upp í gosum, en gosin eru mishá, mislöng og koma misþétt þannig að erfitt getur verið að gefa upp nákvæma tölu.

Surtsey

  • HAH00488
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 14.11.1963

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum, en miðpunktur hennar er 63°18'N, 20°36'V. Hún er jafnframt sú eina þeirra sem hefur myndast á sögulegum tíma, eða í mesta neðansjávareldgosi á sögulegum tíma. Menn urðu gossins varir klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. Skipverjar mældu sjávarhita í hálfrar mílu (rúmlega 900m) fjarlægð og reyndist hitastigið vera nálægt 10 °C. Gosið magnaðist hratt og varð hár gosmökkur. Næsta morgun sást í gosmekkinum að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess varð vart. Þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti í suðvestanátt í Vík í Mýrdal, en engra jarðhræringa hafði orðið vart dagana fyrir uppkomu gossins. Gosið stóð fram til 5. júní 1967 eða í um það bil þrjú og hálft ár. Síðan hefur flatarmál eyjunnar minnkað úr 2,7 km2 í 1,4 km2 sökum rofs sjávar og vinda.[1] Eyjan er um 20 km suðvestur af Heimaey, eða um 30 km suðvestur af Landeyjasandi á meginlandi Íslands.

Kolkuflói - Blöndulón

  • HAH00502
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Kolkuflói er á Auðkúluheiði, nú á botni Blöndulóns. í upphafi 20 aldar og framyfir miðja öld voru töluverður fjöldi rústa í Kolkuflóa en þeim fækkaði á síðari hluta aldarinnar. sérstaklega vegna áfoks.

Skrúður í Dýrafirði

  • HAH00600
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 7.8.1909 -

Séra Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) prófastur og skólastjóri á Núpi, ræktaði garðinn Skrúð í skjólsælum hvammi um 1 km austan við bæinn Núp í Dýrafirði.
Upphafsár framkvæmda við Skrúð er árið 1905 en formlegur vígsludagur er 7. ágúst 1909.

100 ára afmælis garðsins var minnst með hátíð í garðinum 8. ágúst 2009.
Frá upphafi til 1960 gegndi garðurinn kennslu- og tilraunahlutverki þar sem nemendum Núpsskóla var kennd ræktun og notkun matjurta í garði skýldum trjám og skrýddum blómum. Brautryðjandahlutverk sr. Sigtryggs og konu hans Hjaltlínu Guðjónsdóttur í Skrúð er skýrt enda voru Íslendingum lítt kunn önnur ræktuð matvæli en jarðepli og tröllasúra (rabarbari) í upphafi 20. aldar.

Skrúður er ein merkilegasta varðan í garðyrkjusögu Íslendinga og af nafni hans má rekja orðið „skrúðgarður“. Á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar varð garðurinn í góðri rækt og þá vel þekktur grasagarður í góðum tengslum við erlenda grasagarða fremur en matjurtagarður, undir umsjón Þorsteins Gunnarssonar og Ingunnar Guðbrandsdóttur.
Undir forustu Garðyrkjuskóla ríkisins var árið 1991 hafist handa við að gera Skrúð upp og síðan 1996 hefur hann þjónað því hlutverki að vera minnismerki um sjálfan sig, upphafsfólkið og ræktunarsögu Íslendinga. Skrúður er rekinn sameiginlega af bæjarfélaginu og sérstökum framkvæmdasjóði og er ætlunin að þar geti gestir fræðst um margt sem snýr að útiræktun matjurta, trjáa og skrautjurta á Íslandi.

Hið fræga hvalbeinshlið sem stóð í Skrúð til haustsins 2009 hefur nú verið tekið niður og verður
varðveitt innanhúss í framtíðinni, enda liðin 118 ár frá því sú stóra skepna (steypireyður) var að velli lögð af einu skipi Kapt. Berg á Framnesi. Kjálkabein úr langreyði verða sett upp í garðinum í stað gömlu beinanna.

Aðkoma að Skrúð hefur verið bætt nokkuð og fyrirhugað er að reisa þar í framtíðinni þjónustuhús fyrir starfsmann garðsins og gesti.

Víkursandur í Ódáðahrauni frá gosinu 1875

  • HAH00629
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 29.3.1875 -

Dyngjufjallagosið virðist hafa átt sér nokkurn aðdraganda. Árið 1874 í febrúar og svo aftur í desember finnast jarðskjálftar á Norðausturlandi. Gos hefst svo 3. janúar 1875. Til að byrja með verða nokkur blandgos , líkast til meinlaus enda langt frá byggð. Kvöldið 28. mars verður svo fjandinn laus ef svo má segja. Þá verður svokallað plínískt sprengigos í Öskju. Gengur það yfir í tveimur stuttum en gífurlega kröftugum lotum, sú fyrri stóð í 1-2 klukkustundir og sú seinni, morguninn eftir, stóð í nokkra tíma og var mun öflugri.

Ógnvænlegur gosmökkur lagðist yfir Austurland frá Héraði og til Berufjarðar. Á Jökuldal mældist vikurlagið allt að 20 cm þykkt eftir lætin. Gekk á með þrumum og eldingum og menn sáu vart handa sinna skil. Vikurmolar á stærð við tennisbolta voru enn heitir þegar þeir féllu, tugum kílómetra frá eldstöðinni. Askja

Menn hafa skírt þessar hamfarir með því að basaltgangur hafi komist í snertingu við svokallaðan súran gúl undir eldstöðinni og það valdið sprengivirkninni. Í nokkrum eldstöðvum hér á landi eru þessar aðstæður taldar vera fyrir hendi, t.d. í Kötlu.

Gosin héldu áfram fram eftir árinu á svæðinu en ollu ekki frekara tjóni en orðið var. Gosið olli miklum búsifjum á því svæði sem askan féll og í kjölfar þess fluttu margir Austfirðingar til Vesturheims.

Víðihlíð

  • HAH00626
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Víðigerði og Víðihlíð eru við þjóðveginn í Víðidal vestanverðum. Dalurinn er á milli Línakradals og Vesturhóps að vestan og Vatnsdals að austan. Víðigerði veitir ferðamönnum margs konar þjónustuog í félagsheimilinu Víðihlíð er hægt að kaupa ullarvöru beint frá framleiðendum. Um Víðidal rennur ein af þekktustu laxveiðiám landsins og einmesta stórlaxaá Íslands. Upptök árinnar er á heiðum frammi. Þar tínast til lækir og lindir og síðan bætist Fitjá í aðalána. Sjóbleikjusvæðiðí Víðidalsá er eitt hið bezta á Norðurlandi.

Bókhlaðan “Pittsburg” Blönduósi

  • HAH00089
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1971-

Rétt við brúna innan Blöndu er stór steinsteypubygging, byggð á árunum 1971—75 og er enn ekki að fullu lokið. Þetta er bókhlaðan. Þar er héraðsbókasafnið til húsa og einnig sýsluskjalasafnið. Á 1. hæð eru sýsluskrifstofurnar, fluttu þangað 1. júlí 1975, eftir að hafa verið lengi í sýslumannsbústöðunum inni á brekku (nú Brekkubyggð). Sýslumaður er Jón Ísberg. Í kjallara bókhlöðunnar er lögreglustöðin, ásamt þremur fangaklefum. Tekin í notkun í sept. 1974.

Í dag er Sýsluskrifstofan einni hæð ofar þar sem bókasafnið var og bæjarskrifstofurnar á fyrstu hæð

Vík Höfðakaupsstað

  • HAH00722
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Vík er fyrir miðri víkinni. Það var ein hæð en mörgum árum síðar var byggð önnur hæð á húsið og þannig er það í dag.

Svartá - Svartárdalur

  • HAH00493
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Svartárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og er hann austastur húnvetnsku dalanna, ásamt Laxárdal fremri, sem liggur norður af honum. Dalurinn er fremur grunnur en þröngur og þar er undirlendi lítið. Hann er veðursæll og grösugur og þar eru allnokkrir bæir.

Dalurinn dregur nafn af Svartá, sem rennur eftir honum. Nyrst í dalnum sveigir áin til vesturs og rennur í Blöndu gegnum skarð sem liggur milli Langadalsfjalls að norðan og Tunguhnjúks, sunnan við skarðið, en hann er nyrst á fremur lágum hálsi sem liggur milli Svartárdals og Blöndudals. Skarðið er nú oft talið norðurendi Svartárdals en hét áður Ævarsskarð og er sagt kennt við Ævar gamla Ketilsson landnámsmann. Þar er bærinn Bólstaðarhlíð, sem ýmist hefur verið talinn til Svartárdals eða Langadals. Þjóðvegur 1 liggur um skarðið og síðan um Bólstaðarhlíðarbrekku og upp á Vatnsskarð. Sést vel inn eftir dalnum af veginum.

Svartárdalur er um 25 km langur. Fremst (syðst) í dalnum er bærinn Stafn og þar er Stafnsrétt, ein þekktasta skilarétt landsins. Skammt þar fyrir framan klofnar Svartárdalur í tvo dali. Annar liggur til suðausturs, er nokkuð djúpur og svo þröngur að hann kallast Stafnsgil og endar í gljúfrum sem ná fram undir Buga. Svartá kemur upp í Bugum og rennur um Stafnsgil og liðast síðan um Svartárdal þar til hún fellur í Blöndu.

Hinn dalurinn, Fossárdalur eða Fossadalur, sem er í raun beint framhald af Svartárdal þótt nafnið breytist, gengur til suðsuðvesturs inn í Eyvindarstaðaheiði og endar í Fossadalsdrögum. Hann er einnig djúpur og þröngur, þó ekki eins og Stafnsgil. Á milli dalanna kallast Háutungur. Neðst í dalnum vestanverðum er einn bær, Fossar. Bærinn á Fossum er í 320 m hæð yfir sjávarmáli og í um 60 kílómetra fjarlægð frá Blönduósi. Enn framar er eyðibýli, Kóngsgarður, sem var í byggð fram undir lok 19. aldar.

Kirkja er á Bergsstöðum í Svartárdal og þar var áður prestssetur en það fluttist svo að Æsustöðum í Langadal eftir að Gunnar Árnason varð þar prestur 1925. Síðar var reist prestsetur að Bólstað sunnan við Húnaver, í landi Botnastaða.

Þórsá á Vatnsnesi

  • HAH00639
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1000-2019)

Þórsá er á Vatnsnesi.

Undirfellsrétt

  • HAH00571
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1853-

Elsta Undirfelhréttin var byggð 1853
Haustið 1948, fóru fjárskipti fram í Húnavatnssýslu í kjölfar mæðiveiki faraldurs, fé var keypt af Ströndum. Féð var flutt með skipa frá Hólmavík til Skagastrandar og þaðan með bílum til nýrra heimahaga.

Núveranfi rétt var byggð 1973, hönnuð af Ólafi í Kárdalstungu og Gísla Pálssyni, Unnar Jónsson hjá Teiknistofa Landbúnaðarins teiknaði síðan upp eftir þeirra hugmynd.

Sú hugmynd sem glímt var við var að reyna að létta dráttinn, því að mjög margt fé var í sveitinni þá og í réttina kom margt fé úr nágrannahreppunum. Gamla réttin var ákaflega erfið í umgengni. Dyrnar á dilkunum voru ekki manngengar og sérlega vont að vinna í henni. Fyrir kom að réttin tók þrjá daga. Þess vegna kom sú hugmynd að hafa þennan kjarna, það er hring í miðri réttinni. Kjarninn er til mikils hagræðis við dráttinn, því að fé leitar í hring eftir dyrum sínum, svo að maður þarf miklu minna að ferðast um réttina til að finna kindur. Hvergi hef ég komið í rétt sem betra hefur verið að vinna í.

Einnig var þess gætt að smíða almenninginn þannig að gott væri að opna dilksdyrnar, sem voru úr pípum og krossviði, og sérstaklega að hægt væri með annarri hendinni að opna og loka með góðu móti. Notaðar voru einfaldar smellur, sem sums staðar eru í garðhliðum, ákaflega grannar, fyrirferðarlitlar og ódýrar. Þetta hefur tekist það vel að engin hefur bilað enn á 14 árum. Dilksdyrnar voru látnar opnast inn í almenninginn. Það var reginmunur frá því sem áður var og minni hætta á að missa fé úr réttinni inn í dilkana.

Bali Blönduósi

  • HAH00084
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1901 -

Bali 1901. Siggubær. Sigurðarhús 1920. Hafsteinshús 1933. Viðbygging 1931.
Byggður 1901 af Þorláki Helgasyni. 20.4.1906 fær hann samning um 370 ferfaðma lóð (1312 m2) og ræktunarlóð, sem er þegar byggður bær á. Lóðin er að nokkru afmörkuð með skurðum 36,4 m á norðurhlið, 43,3 m suðurhlið, vesturhlið 25,1 m og austurhlið 46,45 m.

Brekkubær Blönduósi

  • HAH00091
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggður 1920. Stefán Guðmundsson kaupir 1922 af Evalds Sæmundsen sem stóð 12 metra frá húsi sem hann seldi um sama leyti Kristóferi Kristóferssyni. Og fylgdi því áður. Húsið samanstóð af einu íbúðarherbergi og geymslu.

Hestur (1894) Blönduósi (Guðmundarbær 1901 / Jóhannshús/bær 1908)

  • HAH00731
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1894 -

Bæ þennan byggði Guðmundur Benediktsson 1894. Guðmundur bjó þar í húsinu til 1901 að hann flutti vestur um haf. Hjá honum var um tíma Guðbjörg móðir hans sem lést haustið 1900. Hún er ásamt Birni Erlendssyni, fyrsta manneskjan sem grafin er í kirkjugarðinum.
Eftir brottför Guðmundar eignast Halldór Halldórsson kennari húsið. Hann býr þar til 1908 og var verslunarstjóri fyrir kaupfélagið.
Verslaði hann hann í herbergi er tekið var á leigu í Vertshúsinu. 1908-1909 var Halldór til húsa hjá Þorsteini Bjarnasyni, en söludeildin hafði verið flutt út fyrir á, í skúr er kaupfélagið átti þar.
Halldór byggði sér eigið hús utan ár 1909, þar bæði bjó hann og verslaði til dauðadags.
Halldór seldi Jóhanni Jóhannssyni, Guðmundarbæ 1908.

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

  • HAH00104
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1877 -

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Jaðar - Árnabær - Landsendi

  • HAH00732
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Jaðar 1920 - Árnabær 1930 - Landsendi 1940
Milli Veðramóta og Fornastaða skv mt 1933. Gæti verið sami bær og Hvassafell

Langiskúr 1891 - íbúðarhús 1911

  • HAH00662
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1891 -

Skúrinn lét Jóhann Möller byggja 1891, til suðurs frá austurenda Möllerspakkhúss (Hillebrantshúss). Þar var upphaflega fiskverkun og saltgeymsla. Skúrinn komst í eigu Jóns Benediktssonar á Húnsstöðum og Guðmundar Guðmundssonar á Torfalæk en síðar Jóns sonar hans. Þeir eignuðust skúrinn þegar Óli Möller fór á hausinn, höfðu gengið í ábyrgð fyrir hann. Íbúðarhús 1910.

Ós á Blönduósi

  • HAH00663
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1920 -

Byggt 1920 af Brynjólfi Vigfússyni. Húsið var upphaflega úr torfi, með hálfþilstafni. 1 hebergi, eldhús og forstofuhús, með áföstum geymslukofa. Fram kemur í skjölum að Friðfinnur hafi átt húsið áður. Því eru líkur á að húsið hafi upphaflega verið útihús, sem Brynjólfur hefur breytt.

Ósland á Blönduósi

  • HAH00664
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1946 -

1946 óskar Eiríkur Guðlaugsson eftir að fá leyfi til að hefja byggingu á lóð milli lóðar Jóns Benónýssonar og Sæmundar klæðskera. Eiríkur byggði annarsstaðar (Ósland) en bjó á meðan í einum hermannbragganum austan við Sæból.

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930

  • HAH00085
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1878 -

Pétursborg Blönduósi. Höepfnerpakkhús 1878. Austurpakkhús. Snorrabúð 1957; Snorrahús; Lárusarhús 1947. Péturshús 1936.

Byggt 1878 af Höepnfersverslun. Var í fyrstu notað bæði sem sölubúð og pakkhús.

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909

  • HAH00128
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1919 - 1991

Pálmalundur 1919 - Hrafnaflatir 1909 - Steingrímshús 1940.
Byggt 1909 af Hjálmari Lárussyni, sem kallaði bæ sinn Hrafnaflatir. Hjálmar var afar listfengur og góður smiður. Margir af útskurðargripum hans eru á Þjóðminjasafninu.
1919-1929 bjó í Pálmalundi Jón Pálmason [frá Æsustöðum] og eftir hann Steingrímur Davíðsson skólastjóri 1930-1939. Þeir höfðu báðir bóksölu í húsinu. Eftir að Steingrímur flytur út yfir á bjuggu ýmsir í húsinu. Fyrst Sveinberg Jónsson í eitt ár, síðan koma ma. Þorvaldur Þorláksson, Sigfús Valdemarsson ofl.
18.3.1942 kaupir Jónas Vermundsson húsið og býr þar til æviloka 1979. Torfhildur Þorsteinsdóttir, ekkja hans bjó áfram í Pálmalundi. Hún dó 1991. Stóð húsið autt um tíma, en svo var það rifið.

Sólvangur Blönduósi

  • HAH00670
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 20.7.1952 -

20.7.1952 fær Eyþór Guðmundsson 600 m2 lóð undir byggingu. Svínvetningabraut er norðan við lóðina, en á aðrar hliðar er ræktunarlóð Eyþórs. [Ragna Rögnvaldsdóttir ekkja Eyþórs bjó þar áfram þar til hún lést]

Templarahúsið á Blönduósi / Aðalgata 3

  • HAH00672
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 - 1918

Templarahús Framtíðarinnar 1907. Hús Jóns A Jónssonar 1910. Reist af IOGT Framtíðinni. Þar sem síðar reis Zophoníasarhús, Aðalgata 3. Rifið 1918

Blanda -Hús

  • HAH00072
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1908 -

Verslanir;
1908- Pétur Sæmundsen
1918-1922 Pétur Pétursson (1850-1922) og Sigurður Helgi Sigurðsson (1873-1948)
1922-1942- Einar Oddur Scheving Thorsteinsson (1898-1974)
1933- Albert Jónsson (1857-1946)
1942-1943- Guðmundur Pálsson Kolka (1917-1957).

Þorsteinshús Aðalgata 11 Blönduósi,

  • HAH00142
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1907 -

Þorsteinshús Blönduósi 1907. Margrétarhús 1940.
Lóðarsamningur dagsettur 31.10.1908 um 125 ferálna lóð. Lóðin er 25 álnir að lengd frá austri til vesturs og 5 álnir [3 metrar] frá norðri til suðurs.
Lóðin afmarkast að vestan af veginum niður í kauptúnið [Aðalgötu], eða skurðinum meðfram honum. Að norðan eru takmörkin, gatan heim að Böðvarshúsi 4 álnir að breidd meðfram girðingu þeirri er Zophonías Hjálmsson hefur gert um sína lóð [Jónasarhús]. að austan girðing um lóð Böðvars og að sunnan hin áður útmælda lóð Þorsteins.

Þórðarhús Blönduósi

  • HAH00143
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1898 -

Helgahús 1898 - Þórðarhús 1915. Lárusarhús 1946. Bíbíarhús.
Byggt 1898 af Helga Gíslasyni, sem bjó í húsinu til 1905. Hann bjó eitt ár úti í Refasveit, en kom aftur á Blönduós og byggði þá annað hús (Kristófershús).

Aðalból í Hrafnkelsdal

  • HAH00004
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1880-

Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Fólk getur því fetað í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu.
Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalabóli í Hrafnkelsdal. Bærinn er staðsettur efst í dalnum og þar má sjá haug Hrafnkells. Í nágrenni hafa fundist fornir gripir sem hafa styrkt sannleiksgildi þessarar sögu. Í dag er rekin ferðamannaþjónusta á Aðalbóli og árlega er Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli haldinn hátíðlegur þar sem fetað er í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu, leikjum, hannyrðum, grillaðri "faxasteik", fróðleik o.fl. 

Aðalból í er innsti bær í Jökuldalshreppi og meðal þeirra bæja, sem eru lengst frá sjó álandinu, 100 km í Héraðsflóa og 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr sögu Hrafnkels Hallfreðarsonar Freysgoða. Hrafnkelssaga er meðal styttri Íslendingasagna og þótti trúverðug, m.a. vegna heils söguþráðar og ýkjulausrar frásagnar, en margir hafa dregið hana í efa á síðari tímum.

Minjar um búsetu í Hrafnkelsdal til forna hafa fundizt á Aðalbóli og annars staðar og örnefni í landi bæjarins minna á söguna. Samkvæmt henni hafði Hrafnkell goðorð í Hrafnkelsdal og Jökuldal. Hann var mikill fyrir sér og var „ójafnaðarmaður mikill, en menntur vel". Hann hafði gefið hestinn Freyfaxa Frey til jafns á móti sér, því hann hafði miklar mætur á því goði, og lagt bann við að aðrir riðu hestinum en hann sjálfur.

Smali hans vann sér það til óhelgi að ríða hestinum og Hrafnkell drap hann umsvifalaust eins og hann hafði heitið. Af þessum sökum var Hrafnkell dæmdur sekur og missti jörð og goðorð. Hann settist að á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og náði eignum sínum aftur og bjó að Aðalbóli til dauðadags. Gambramýrar eru í landi Aðalbóls og þar örlar á jarðhita. Upp úr Hrafnkelsdal liggur jeppavegur inn á Vesturöræfi að Snæfellsskála og Eyjabökkum.

Akraneskirkja

  • HAH00006
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1896 -

Yfirsmiður og hönnuður Akraneskirkju var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Hann kom á sinni tíð að mörgum kirkjubyggingum hér á landi og var brautryðjandi í þróun nýs byggingarforms íslenskra kirkna.

Akraneskirkja er timburhús, átthyrningur að grunnfleti, 21,40 m að lengd og 9,00 m á breidd. Hornsneiðingar eru 4,50 m að lengd en framhlið og kórbak eru 3,30 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er burstsettur áttstrendur turn með oddbogaglugga á hverri hlið. Á honum er há áttstrend spíra. Undir turni er breiður ferstrendur stallur og á honum flatt þak girt handriði. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fimm tvípósta krossgluggum undir oddboga, hver þeirra með 12 rúðum. Stærri 15 rúðu gluggi er á hverri hinna fjögurra sneiðinga og dyr undir glugganum á suðausturhlið. Á framhlið turns eru tveir samlægir gluggar yfir kirkjudyrum og einn stærri yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og gluggi undir oddboga yfir.

Í forkirkju eru stigar til sönglofts yfir forkirkju og fremsta hluta framkirkju og setsvala fram með hliðum. Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim að kór sem hafinn er upp yfir kirkjugólf um fjögur þrep. Þverbekkir eru í framkirkju hvorum megin gangs og á setsvölum. Framkirkjan er þrískipa, stoðir standa á kirkjugólfi og bera setsvalir og oddbogahvelfingu yfir miðhluta framkirkju. Á mörkum framkirkju og kórs eru fjórir oddbogar og undir þeim fjórar stoðir og veggstoð hvorum megin altaris og oddbogahvelfingar yfir. Skrúðhús er að kórbaki sem nemur lengingu kirkjunnar. Veggir eru klæddir sléttum plötum og hvelfingar múrhúðaðar. Kirkjan er skreytt trúarlegum táknmyndum, einkum hvelfingar.

Listakonan, Greta Björnsson, skreytti kirkjuna að innan árið 1966. Altaristaflan, sem er frá 1870, er máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Frummynd af henni er í Dómkirkjunni í Reykjavík. Altarið var smíðað af Ármanni Þórðarsyni sem var fyrsti organisti kirkjunnar. Þetta var sveinsstykki hans í trésmíðanámi. Yfir kirkjuskipinu er fimm arma olíuljósahjálmur sem hinn þjóðkunni athafnamaður, Thor Jensen, gaf kirkjunni þegar hún var vígð. Hjálmurinn er endurgerður af Pétri Jónssyni. Tvær lágmyndir prýða kórveggi Akraneskirkju; afsteypur eftir Bertil Thorvaldsen, gefnar af sr. Jóni M. Guðjónssyni og fjölskyldu hans. Sú stærri nefnist Kristur í Emmaus og sú minni Móðurást. Hinn landskunni listamaður, Ríkarður Jónsson, skar út skírnarfontinn. Skírnarskálin er elsti munur kirkjunnar og má rekja aldur hennar með vissu til ársins 1724. Hún var í gamla skírnarfontinum í Garðakirkju sem kom frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tvö pípuorgel hafa verið í Akraneskirkju. Hið fyrra, sem var þýskt og 13 radda, var tekið í notkun 1960. Núverandi orgel kom í kirkjuna 1988. Það er 32 radda og smíðað í Danmörku. Fyrir 1960 var notast við fótstigið harmoníum sem nú er varðveitt á Byggðasafninu að Görðum.

Auðkúluheiði

  • HAH00016
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1890

Takmörk Auðkúluheiðar.

Að austan ræður Blanda og Blöndukvísl fram og austur undir Hofsjökul, þaðan með Hofsjökli suður að Jökulfalli, en það ræðum merkjum vestur að Hvítá, og í Hvítárvatn, sem er fast við Langjökul, þá að vestan norður með Langjökli, og norður á Öldur, þar tekur við Dalskvíslaland
Auðkúlu, 4. sept. 1886
Stefán M. Jónsson (L.S.).

Auðkúluheiði er heiði í Austur-Húnavatnssýslu og er næstaustust húnvetnsku heiðanna, á milli Eyvindarstaðaheiðar og Grímstunguheiðar. Hún nær frá drögum Svínadals og Blöndudals og suður að Kili og Hveravöllum, milli Hofsjökuls og Langjökuls, en það er um 60 kílómetra vegalengd. Í austri eru mörk heiðarinnar við Blöndu en í vestri við Miðkvísl og Búrfjöll.
Kjalvegur liggur suður eftir heiðinni, sem fer smám saman hækkandi suður á bóginn en er víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Hún einkennist af lágum ásum og fellum en á milli þeirra eru flóar og vötn. Hún er greiðfær og vatnsföll fá og er víða ágætlega gróin. Þegar Blönduvirkjun var reist um 1990 myndaðist stórt miðlunarlón, Blöndulón, á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði, og fór þar mikið gróðurlendi undir vatn. Í staðinn hefur verið grætt upp töluvert land á heiðinni
Heiðin tilheyrði áður Auðkúlu í Svínadal og dregur nafn af bænum.

Árbæjarkirkja 1834

  • HAH00396
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1960 -

Árbæjarkirkja er í Árbæjarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hún er systurkirkja Víðimýrarkirkju, sem var byggð á árunum 1834-35. Upprunalegi kirkjusmiðurinn var Jón Samsonarson, bóndi, smiður og alþingismaður. Hún var endurreist í Árbæjarsafni árið 1960 og nýtt skrúðhús var byggt við hana árið 1964.

Kirkjan, sem er torfkirkjan, var reist árið 1842 að Silfrastöðum. Árið 1896 vék hún fyrir nýrri kirkju en viðir hennar voru notaðir til að smíða baðstofu. Baðstofan var tekin niður árið 1959 og viðir hennar fluttir á Árbæjarsafn þar sem þeir voru notaðir til smíði safnkirkju. Meðal þess sem er upprunalegt í kirkjunni er prédikunarstóllinn.

Kirkjusmiður var Skúli Helgason frá Selfossi. Hann fór að Silfrastöðum og tók tréverkið niður. Helsti vandinn við endurreisnina var að komast að réttum hlutföllum og útliti kirkjunnar.

Lausnin fannst í vísitasíu frá 1842 í Þjóðskjalasafni. Þar voru öll mál tilgreind. Skúli skar út vindskeiðarnar sjálfur og lauk við bygginguna haustið 1960.

Skrúðhúsið stendur andspænis kirkjudyrum, sem er fátítt á Íslandi. Það var smíðað með skrúðhúsið að Arnarbæli í Ölfusi að fyrirmynd.

Barkarstaðir Svartárdal

  • HAH00152
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1921

Barkarstaðir eru vestan Svartár norðan Steinársgerðis. Brú er á Svartá á Bergsstaðamó, og liggur vegurinnum hlað á Barkarstöðum til Torfustaða. Bærinn stendur neðan við veginn. Flálendi er töluvertt á hálsinum. Íbúðarhús byggt 1958, 536 m3, fjós fyrir 8 gripi, fjárhús yfir 420 fjár, hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 410 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Berunes Berufirði

  • HAH00232
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1880)

1626 komu tvö ensk varnarskip úr hafi og lögðust inn á Djúpavog. Ætluðu þau að taka danskt kaupfar, sem þar lá fyrir, en hættu við það, er þau sáu danska konungspassann. Höfðu þessi skip áður tekið fimm ræningjaskip og flutt til Englands.

Sumarið eftir, árið 1627, koma Tyrkir. Það er miðvikudagurinn 4. júní, sem þeir taka land við Hvalnes. Fóru þeir ómildum höndum um eigur fólksins á Hvalnesi, sem allt var statt í seli meðan ræningjarnir létu greipar sópa, en þeir fundu ekki fólkið og héldu því ferð sinni áfram austur á bóginn á tveimur skipum. Um aftureldingu á föstudagsmorgun sáust skipin við Papey. Var þá hið hagstæðasta leiði inn á Djúpavog og veður svo háttað, að bjart var hið neðra, en þoka miðhlíðis. Sigldu skipin hraðbyri inn í mynni Berufjarðar. Á þessari leið urðu þeir varir við danskan bát úr Djúpavogskaupstað, er lá við línur sínar og voru þar á fjórir menn. Þennan bát hremmdu þeir óðar með allri áhöfn og héldu síðan inn fjörðinn þar til þeir komu á móts við Berunes. Þar vörpuðu þeir akkerum.

Berufjaðrarbærinn fyrir botni fjarðarins var prestsetur fyrrum. Þar var kirkja, helguð Ólafi Helga Noregskonungi og íBerunesi var útkirkja. Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknirnar lagðar til Hofs og síðar til Djúpavogs. Kirkjan,sem nú stendur í Berufirði, var reist 1874.

Nafngift fjarðarins er kominn frá Beru, sem átti Sóta að manni. Sagan segir, að þau hafi eitt sinn farið með fleira fólkitil veizlu á Fljótsdalshéraði. Á bakaleiðinni lentu þau í ofsaveðri og fólkið þeirra fórstá leiðinni yfir heiðina, nema Bera. Hún lét hestinn ráða ferðinni en hann hljóp beint inn íhesthús, þannig að Bera fell af baki og hálsbrotnaði. Sagt er, að hún sé dysjuð í Beruhóli.

Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi Þangbrand til Íslands til að kristna landsmenn og kom hann skipi sínu í Berufjörð. Bræður sem bjuggu á Berunesi bönnuðu mönnum að eiga samskipti við hann en þegar Síðu-Hallur frétti af því bauð hann Þangbrandi og mönnum hans til sin að Þvottá. Hallur tók kristna trú og var skírður ásamt öllu sínu fólki. Hann lagði síðan Þangbrandi lið við trúboð hans og tóku margir trú.

Bólstaður

  • HAH00154
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1964-

Prestseturshús byggt á lóð úr landi Botnastaða árið 1964. Húsið stendur á hólbarði í miðju túninu skammt ofan Svartárdalsvegar. Á neðri hæðinni var starfræktur unglingaskóli sem um skeið var í Húnaveri. Íbúðarhús 397 m3.

Breiðdalsvík

  • HAH00233
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1889 -

Breiðdalsvík er þorp í Fjarðabyggð og stendur það við samnefnda vík á Austfjörðum. Íbúar voru 128 árið 2015.

Víkin Breiðdalsvík er á milli Kambaness og Streitishvarfs og stendur þorpið við hana. Aðalatvinnugvegur þorpsbúa er sjávarútvegur, svo og þjónusta við og ferðamenn sem er vaxandi grein.

Byggðin á Breiðdalsvík er ekki gömul. Gránufélagið lét reisa þar vörugeymslu um 1889 og árið 1896 reisti Brynesverslun á Seyðisfirði hús efst á Selnesi. Það brann tíu árum síðar en nýtt verslunarhús var reist í staðinn og er það elsta hús þorpsins.

Í gamla Kaupfélaginu er nú jarðfræðisetur og þar er minningarstofa við Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, sem var úr Breiðdal. Í gömlu símstöðinni er Steinasafn Breiðdals. Í þorpinu er hótel sem er opið allan ársins hring og þar er einnig skóli og sundlaug, verslun og bílaverkstæði.

Breiðdalsvík er einn af fáum stöðum á Íslandi sem hefur orðið fyrir loftárás en að morgni 10. september 1942 réðist þýsk herflugvél á íbúðarhúsið Hamar og var skotið á það sprengikúlum úr vélbyssu. Níu götu komu á húsið en enginn slasaðist þótt fólk væri inni í húsinu.

Drekagil í Ódáðahrauni

  • HAH00193
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin eru brött og giljum skorin og aðalefnið í þeim er móberg. Austan í þeim er Drekagil og fyrir gilkjaftinum stendur Dreki, skáli Ferðafélags Akureyrar, sem var reistur 2004. Gamli skálinn, frá 1968 var rifinn. Þetta landsvæði er ákaflega gróðursnautt. Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma, varð árið 1875 (þá myndaðist Öskjuvatn og Víti). Öskufall þess á Austurland lagði m.a. byggð á Jökuldalsheiði í eyði og varð víða vart á norðanverðu meginlandi Evrópu. Eftir Öskjugosið 1875 fluttu fjöldi Íslendinga til Vesturheims.
(Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa)
Vitað er um fjölda gosa í Öskju, s.s. árin 1921 (Bátshraun), 1922 (Mývetningahraun 2,2 ferkm.), 1922-23 (Kvíslahraun og Suðurbotnahraun), 1926 (gjallkeila í Öskjuvatni) og 1926-30 (Þorvaldshraun). Gos varð í Öskjuopi árið 1961 (Vikraborgir; Vikrahraun). Vegur liggur yfir nýja hraunið á löngum kafla að bílastæði í Öskjuopi.

Þaðan er síðan gengið inn að dýpsta vatni landsins, Öskjuvatni, og Víti, þar sem margir baða sig gjarnan í brennisteinsmenguðu vatninu. Öskjuvatn myndaðist í gosinu 1875. Það er óhætt að fullyrða, að Askja hefur sérkennileg og ógleymanleg áhrif á flesta, sem koma þangað. Frá Drekaskála liggja jeppaslóðar vestur um Gæsavatnaleið, norður um Dyngjufjalladal að Mývatni eða niður í Bárðardal, norður með austanverðu Skjálfandafljóti að Gæsavötnum, suður að Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga, yfir brú í Krepputungu alla leið að Sigurðarskála í Kverkfjöllum (norður á þjóðveg #1 í Möðrudal; austur að Jökulsá á Brú) og austur að Herðubreiðarlindum og upp á þjóðveg á Mývatnsöræfum. Á sumrin eru daglegar ferðir frá Mývatni í Öskju.

Sunnan og suðaustan Drekagils er dyngjan Vaðalda. Milli hennar og Dyngjufjalla er grunnt stöðuvatn, Dyngjuvatn. Það er stærst, u.þ.b. 6 km langt, eftir vorleysingar, en getur horfið í þurrkatíð. Þarna var ekki vatn fyrir miðja 19. öld, en árið 1875 sáu landleitarmenn þarna smápolla. Þorvaldur Thoroddsen sá þarna stórt stöðuvatn 1884 og taldi, að það hefði verið mun stærra. Líklega varð það til eftir vikurfallið í gosinu 1875.

Suðvestan Vaðöldu rennur lindáin Svartá undan sandöldu meðfram dygnjunni sunnanverðri út í Jökulsá á Fjöllum. Í henni er fallegur foss, sem hefur fengið nafnið Skínandi.

Eyvindarstaðaheiði

  • HAH00018
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Í frumriti er til bréf gert "í Blöndudal 3. apríl 1380 (Islandske originaldiplomer. nr. 57). Þar stendur m.a. (stafsetning samræmd): "Gaf fyrrnefndur Bessi Þórði syni sínum heiman jörð á Eyvindarstöðum fyrir níu tigi hundraða með þeim jarðarspott er fylgt hafði áður Bollastöðum, og öllum skógi í Blöndugili með ummerkjum, er Brekkur heita fyrir ofan Þvergeil, og afrétt er heita Guðlaugstungur, og önnur afrétt í milli Kvísla. Eyvindarstaðir eru geysilega hátt metnir, en ekki er annað sjáanlegt en sama gildi um eign á jörðinni og afréttunum.

Eyvindarstaðaheiði er heiðaflæmi og afréttarland sem liggur á milli Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu og Vestari-Jökulsár í Skagafjarðarsýslu og nær frá Hofsjökli niður að heimalöndum jarða í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Eyvindarstaðaheiði er austust heiðanna sem ná yfir hásléttuna norður af Langjökli og Kili og liggur Auðkúluheiði vestan hennar en austan hennar er Hofsafrétt. Heiðin tilheyrði jörðinni Eyvindarstöðum í Blöndudal og dregur nafn af henni. Hún er sameiginlegt upprekstrarland þeirra sveita í Húnavatnssýslu og Skagafirði sem að henni liggja.
Landslag á heiðinni vestanverðri er mótað af jöklum og víða hulið þykkum jökulruðningi og setlögum. Þar er heiðin flatlend og sléttlend og víða ágætlega gróin. Þar er hún víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti heiðarinnar liggur norður með Blöndudal og Svartárdal í Húnavatnssýslu og endar í hálsinum sem skilur dalina að. Austurhluti heiðarinnar er hálendur að mestu, grýttur og gróðurlítill, en inn í hann skerast nokkrir dalir.
Allmargar ár og lækir renna um heiðina. Austast er Vestari-Jökulsá, sem kemur upp í nokkrum kvíslum við Hofsjökul og rennur í djúpu gili um Goðdaladal niður í Vesturdal. Svartá í Skagafirði kemur upp í Svartárpollum og rennur niður í botn Svartárdals. Svartá í Húnavatnssýslu kemur upp í svonefndum Bugum og heitir ýmsum nöfnum framan af en eftir að hún kemur niður í Svartárdal kallast hún Svartá. Hún fellur í Blöndu þar sem Svartárdalur og Blöndudalur mætast. Á vesturmörkum heiðarinnar er Blanda. Hún kemur upp í mörgum kvíslum og einnig falla í hana margar þverár, svo sem Strangakvísl, Haugakvísl og Galtará.
Hluti Eyvindarstaðaheiðar og Auðkúluheiðar fór undir Blöndulón sumarið 1991. Lónið er 57 ferkílómetrar að stærð og er yfirborð þess í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Um Eyvindarstaðaheiði lágu löngum fjölfarnar leiðir úr Skagafirði, Svartárdal og Blöndudal, bæði suður Kjalveg og vestur Stórasand.

Frá Goðdalafjalli í Skagafirði að Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.
Byrjum á þjóðvegi 752 í 220 metra hæð fyrir norðan Goðdalakistu hjá eyðibýlinu Hálsakoti. Förum jeppaslóð upp Goðdalafjall í 560 metra hæð og suður eftir fjallinu endilöngu. Förum austan Leirtjarnar og vestan við Melrakkadal og Hofsdal. Slóðin liggur um einn kílómetra vestan við fjallaskálann Hraunlæk norðan við Þröngagil. Áfram förum við beint suður heiðina, austan við Fremri-Hraunkúlu að fjallaskálanum Skiptabakka við Vestari-Jökulsá. Síðan förum við suður á bóginn, alltaf nokkru vestan við Jökulsá unz við komum á leið vestan úr Skiptamel. Hún er nokkru norðan við hinn gamla Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Við beygjum þvert til austurs og förum slóðina að fjallaskálanum Ingólfsskála, sem er í 830 metra hæð á Eyfirðingavegi.

Friðmundarvatn á Auðkúluheiði

  • HAH00257
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Friðmundarvötn eru á Auðkúluheiði í A-Húnavatnssýslu. Austara-Friðmundarvatn er 2,36 km², dýpst 1,15 m og í 436 m hæð yfir sjó. Það er svo mikil leðja í botni þess, að það má heita óvætt.

Vestara-Friðmundarvatn er 6 km², dýpst 2,25 m og í 441 m hæð yfir sjó. Mjóilækur rennur í það að sunnan en Fiskilækur úr því til Gilsvatns í norðri og síðan í Blöndu. Í vötnunum er bæði bleikja og urriði. Fyrrum veiddist mikið í net. Kjalvegur liggur rétt við vötnin. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 240 km um Kjöl og 60 km frá Blönduósi.

Gullsteinn - Kristnitökusteinn

  • HAH00281
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Í Þorvalds þætti víðförla segir segir frá því að Þorvaldur hafi tekið skírn af saxneskum biskupi er Friðrík hét. Óskaði biskup eftir því að fá að fylgja Þorvaldi til Íslands og boða þar kristni. Þegar til Íslands kom dvöldust þeir hinn fyrsta vetur á Giljá hjá Koðráni föður Þorvalds. Víða er að finna sagnir af vættum í steinum í þjóðtrú Norðurlanda og segir að verndarvættur Koðráns bónda hafi búið í steini einum veglegum skammt frá bænum. Þorvaldur óskaði eftir því við föður sinn að þeir Friðrik biskup og íbúi steinsins myndu reyna með sér, hvor þeirra væri máttugri. Fór svo að steinninn brast í sundur við yfirsöngva Friðreks og lagði íbúinn með hyski sitt á flótta. Talið er að höfundar hinna fornu frásagna hafi haft í huga stein þann er kallaður er Gullsteinn og stendur skammt ofan við minnismerkið sem reist hefur verið um þessa fyrstu kristniboða, norðan við bæinn á Stóru-Giljá.

Heggstaðanes

  • HAH00577
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (874)

Landamerki jarðarinnar Heggsstaða í Melstaðarsókn og Ytri Torfalækjahreppi.

Milli Útibleiksstaða og tjeðra jarða liggja merkin úr fremstu flöguodda á svokölluðum Landamerkjaranga beina sjónhendingu, norðanve3rt í bölum, í flatan stein á Lyngás, norðanverðan Árnaþúfu, á hvern að eru klappaðir stafirnir L.M, og svo áfram allt upp á tanga, sem gengur norður í Þorgeirsvatn. Beri hval eða anna reka að landi, á flögu þá er merkin liggja um, skal hann tilheyra báðum jörðunum, sinn helminginn hvorri. Milli Bálkastaða og tjeðrar jarðar liggja merkin úr áðurnefndum Þorgeirsvatnstanga beina sjónhending í norður um þúfu, sem stendur suðvestan á Heggsstaðaheiði, og þá beint áfram um slakka, er liggur frá norðri til suðurs vestanvert við háheiðina, og er þar settur marksteinn með stöfunum L.M., og svo í stein, merktan L.M., sem stendur austanvert í miðri vík, sem er sú næsta fyrir austan Hvítabjarnargjá. Flaga gengur í sjó fram undan steininum, beri hval eða annan reka á þá flögu, skal hann til helminga skiptast milli jarðanna. Tólf vætta ítak í tvítugum hval og stærri telur fjárráðari Gilsbakkakirkju í Hvítársíðu hana eiga í hvalreka á Heggsstöðum.

Heggsstöðum, 20. maí 1889.
P.Leví, eigandi jarðarinnar Heggstaða
Jón Skúlason, eigandi Útibleiksstaða.
Jóhann Zakariasson eigandi ½ Bálkastaða
Þorvaldur Bjarnason, prestur að Mel, umráðandi ½ Bálkastaða.

Hlíð á Skaga

  • HAH00421
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1937)

Hlíð á Skaga er nýbýli, byggt í Örlygsstaðalandi af Sigurbirni Björnssyni og Gurrid konu hans. Þar er bæjarstæði skjóllegt og land gott til ræktunar, eins og annarsstaðar undir Brekku.. Íbúðarhús steypt 1937, 25 m3. Fjós steypt 1937 yfir 6 gripi, fjós steypt 1972-73 yfir 16 gripi með 190 m3 haughúsi, fjárhús með kjallara byggð 1961 járnklædd yfir 214 fjár. Haughús byggt 1941, steypt 30m3. Geymsla byggð 1962 járnklædd 143 m3. Tvær hlöður 936 m3, blásarahús steypt 1962 45 m3. Tún 25 ha.

Hrútey í Blöndu

  • HAH00308
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Hrútey var friðlýst sem fólkvangur árið 1975. Gróskumikil eyja og rómuð fyrir fuglalíf. Vinsælt útivistarsvæði. Stærð fólkvangsins er 10,7 ha.

Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli

  • HAH00275
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli norðanvert.

Grettistök heita stóreflisbjörg, sem sagt er, að Grettir sterki hafi lyft upp á smærri steina, sem þau hvíla á. Grettistak er á Þingmannaheiði og annað á Trékyllisheiði. Grettir lifði fram á 11. öld, og er til saga af honum, sem er allmjög þjóðsagnakennd. Hefur hún nýlega verið gefin út á Hólum. Steinatök þessi eru svo stór, að óhugsandi er, að nokkur maður hefði getað náð tökum á þeim til þess að hreyfa þau, enda þótt hann hefði haft næga krafta til þess. En í fornöld, þegar landið var miklu fólksfleira en nú og menn riðu í hópum um fjallvegu þessa, þá er trúlegt, að margir menn í sameiningu hafi lyft þessum björgum, en það gátu þeir auðveldlega, ef þeir hafa haft með sér reipi. En líklega hafa þeir skemmt sér við tilhugsunina um það, að seinni tíma menn héldu, að forfeður þeirra hafi verið svo miklu sterkari og stærri en þeir, og þekkjast þess dæmi frá öðrum stöðum. Á Grettistakið á Þingmannaheiði er krotaður rúnastafur, sem sagt er, að sé nafn Grettis, en þetta er einungis 100 ára gamalt fangamark og því enginn eiginlegur rúnastafur.

Frá Álkuskála til Arnarvatns.
Álkuskáli er kenndur við Álftaskálará á Haukagilsheiði. Dæmigerð reiðleið um opnar og víðfeðmar heiðar Húnavatnssýslna. Að miklu leyti er landið gróið á þessari leið norðan Fellaskála. Mestur hluti hennar er á jeppaslóð, sem liggur úr Víðidal upp á Víðidalstunguheiði. Síðari hluti leiðarinnar, þegar komið er suður fyrir Fellaskála, er í vesturjaðri Stórasands. Þar lá hinn forni Skagfirðingavegur úr Borgarfirði eftir að ferðir lögðust að mestu af um Kjöl. Stórisandur er lítt gróið hæðaland, í 700-800 m hæð, í Húnaþingi norðan Langjökuls. Milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær. Borgfirðingar riðu þessa leið til Örlygsstaðabardaga 1238.
Förum frá Álkuskála í 560 metra hæð eftir reiðgötu til vesturs og suðvesturs að slóð norðan úr Víðidal. Fylgjum þeirri slóð til suðurs, í tæplega 600 metra hæð, vestur fyrir Litla-Sandfell og Suðurmanna-Sandfell. Komum að Fellaskála austan við Kolgrímsvötn. Fylgjum jeppaslóðinni áfram til suðurs vestan við Fossabrekkur, unz við komum hjá Grettishöfða að jeppaslóð yfir Stórasand. Förum þá slóð til vesturs að Skammá, sem rennur úr Réttarvatni í Arnarvatn. Förum yfir ána og síðan suður fyrir Arnarvatn og vestur fyrir það að Hnúabaksskála norðvestan við vatnið, í 540 metra hæð.

Suðurmannasandfell är ett berg i republiken Island. Det ligger i regionen Norðurland vestra, 130 km nordost om huvudstaden Reykjavík. Toppen på Suðurmannasandfell är 713 meter över havet, eller 107 meter över den omgivande terrängen. Bredden vid basen är 2,0 km.
Trakten runt Suðurmannasandfell är nära nog obefolkad, med mindre än två invånare per kvadratkilometer. Det finns inga samhällen i närheten. Trakten runt Suðurmannasandfell består i huvudsak av gräsmarker.

Herðubreið

  • HAH00239
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Herðubreið er 1682 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ (sjá listann yfir gælunöfn) vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraunlögum að ofan, kallast stapar. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002.

Fyrst var gengið á Herðubreið með vissu árið 1908 en fram að því hafði hún verið talin ógeng. Það gerðu Sigurður Sumarliðason og þýski jarðfræðingurinn Dr. Hans Reck í ágúst það ár nánar tiltekið 13. ágúst 1908. Þann 21.apríl 2009, 101 ári seinna, fór Björn Böðvarsson vélsleðakappi úr Mývatnssveit á topp Herðubreiðar á vélknúnu ökutæki fyrstur manna, er hann náði toppnum á vélsleða sínum.

Hraun í Ölfusi

  • HAH00031
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hraun er sveitabær í sveitarfélaginu Ölfusi. Á Hrauni var eitt af síðustu mjólkurbýlunum í Ölfusi en þau hlupu á mörgum tugum en í dag er einungis eitt eftir á sveitarbænum Hvammi. Þar er mikils sölvatekja í dag.

Á bökkum Ölfusár er dys ein, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum.
Í Öldinni okkar árið 1502 segir meðal annars um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann.“ „Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans. Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.“
Í landi Hrauns liggur Ölfusá og er þar góður veiðistaður og mikil sölvafjara.

Veitingarstaðurinn Hafið Bláa er við ósa Ölfusár í landi Hrauns

Hnífsdalur

  • HAH00296
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Hnífsdalur er lítið þorp sem stendur við utanverðan Skutulsfjörð og er í mynni samnefnds dals. Þar búa um tæp 200 manns (2015). Þorpið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Í Hnífsdal starfar Hraðfrystihúsið Gunnvör.

Árið 1910, þann 18. febrúar fórust 20 manns í snjóflóði.

Mynni dalsins er markað af tveimur hyrnum og heitir sú nyrðri Búðarhyrna eftir bæ að nafni Búð sem liggur við fjallsræturnar en sú syðri heitir Bakkahyrna eftir Bakka sem er bær við rætur þess. Eftir dalnum rennur Hnífsdalsá.

Fjallið sem skilur að Hnífsdal og Ísafjörð heitir Eyrarfjall.

Hrútey Hrútafirði

  • HAH00306
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1900)

Melstaður eignaðist Hrútey í Hrútafirði snemma á öldum og eru fyrir því öruggar skjalfestar heimildir. Þessa er getið í Jarðabók Páls Vídalíns og Árna Magnússonar, og fara má allt aftur til máldaga Ólafs Rögnvaldssonar frá 1461 til að sanna eignarhaldið. Vegna fjarlægðar sömdu prestar stundum við bændur í Hrútafirði um að annast dúntekjuna.

Melstaður var talinn annað eða þriðja besta brauð í Hólabiskupsdæmi. Selveiði, eggver, lunda- og dúntekju átti staðurinn og nýtti í Hrútey á Hrútafirði þar sem æðarvarp var allnokkurt. Staðurinn átti einnig góða afrétt á Vatnsnesfjalli. Þar hafði staðarhaldarinn hesta- og nautagöngu frjálsa um sumur. Rekavon átti staðurinn bæði mikla og góöa.

Hnitbjörg Blönduósi

  • HAH00295
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1.3.1980

Hnitbjörg er kjarni átta íbúða í eigu Blönduóssbæjar. Það eru íbúðir fyrir aldraða með sjálfstæða búsetu, án stuðnings. Sveitarfélögin í A-Hún. og Skagaströnd eiga þessar íbúðir saman. Svo er öldrunardeild við heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.

Sveitarfélögin veita heimilishjálp og heimsendingu á mat og styðja við félagsstarf aldraðra, en þessi þjónusta er að tilstuðlan byggðasamlagsins. - Heilsugæslustöð á Skagaströnd er nýbyggð, þar er hjúkrunarfræðingur með fasta viðveru og læknir kemur reglulega frá Blönduósi. Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, Sæborg, er starfrækt á Skagaströnd. Þar eru níu búseturými og allt að 10 starfsmenn. Óttast er að rýmum verði fækkað vegna niðurskurðar.

Ingólfshöfði

  • HAH00242
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Ingólfshöfði er 76 m hár móbergs- og grágrýtishöfði, 9 km frá Fagurhólsmýri við sjóinn beint suður af Öræfajökli. Hann er u.þ.b. 1200 m langur og 750 m breiður og alls staðar hömrum girtur, nema þar sem uppgangan er á sandöldu, Kóngsöldu, við hann norðanverðan. Austan lægðarinnar, sem gengur þvert yfir höfðann er Grashöfði, grösugur og grænn, en vestantil er sandorpið berg, urð og grjót á Grjóthöfða, sem er smám saman að gróa upp af fugladriti.

Björgin eru þéttsetin fugli, langvíu, álku, fýl og lunda á öllum brúnum, einkum norðantil. Fjöldi annarra fuglategunda verpa á höfðanum sjálfum og umhverfis hann. Mikið var um fuglaveiðar og eggjatekju í höfðanum fyrrum og margir fórust við þá iðju, síðast 1930. Prestssetrið Sandfell átti veiðiréttinn bændur í kring, sem stunduðu veiðarnar, greiddu hlut til þess.

Rústir verbúða við höfðann bera útræðinu, sem var stundað þar fyrrum, glögg merki. Nokkur örnefni, s.s. Skiphellir og Árabólstorfa eru til frá þeim tíma. Lendingarskilyrði spilltust við Skeiðarárhlaup og til eru sagnir um skipalægi landmegin við höfðann.

Róðrar frá Ingólfshöfða lögðust niður eftir 6. apríl 1746, þegar tveimur bátum af þremur hvolfdi í skyndilegu fárviðri og áhafnir þeirra drukknuðu. Vitinn á austurhluta höfðans var reistur 1916 og endurbyggður 1948. Þá var einnig komið fyrir radíóvita fyrir flugið og allar flugvélar, sem eiga leið á milli Íslands og Evrópu eða annarra staða í austri, fljúga þar yfir við komuna til landsins eða brottför frá því. Skipbrotsmannaskýlið á höfðanum lét Dithlev Thomsen, konsúll, reisa árið 1912.

Ingólfur Arnarson lenti þar, þegar hann kom til landsins öðru sinni, þá í fylgd fóstbróður sins, Hjörleifs, og fjölskyldna þeirra beggja. Hann hafði vetursetu í höfðanum og á þjóðhátíðarárinu 1974 var honum reistur minnisvarði þar og höfðinn friðlýstur.

Jökuldalur

  • HAH00243
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1930)

Jökuldalshreppur nær yfir Jökuldal og Hrafnkelsdal auk heiðalandanna beggja vegna og er hinn víðlendasti á Austurlandi. Jökuldalurinn er lengstur byggðra dala landsins. Vegalengdin milli efsta bæjar, Brúar, og Fossvalla við brúna á þjóðvegi #1 er 80 km. Frá brú að eyðibýlinu Laugarvöllum í Brúardölum, sem eru efstu drög Jökuldalsins, er drjúgur spölur. Dalurinn er þröngur og undirlendi stækkar, er austar dregur. Jökulsá á Dal (Brú) rennur um dalinn, brún og þykk af framburði.

Nokkrar brýr hafa verið yfir þetta skaðræðisfljót allt frá söguöld og víða kláfar. Jökuldalur, einkum Efridalur, varð illa úti í Öskjugosinu 1875. Þjóðvegur #1 liggur um meginhluta dalsins og marga fagra fossa ber fyrir augu í honum austanverðum á leiðinni.

Landnáma segir, að Hákon, sem nam Jökuldal allan, hafi búið að Hákonarstöðum fyrir vestan Jökulsá og ofan Teigarár. Þar var Jökla brúuð 1908.

Kerið í Grímsnesi

  • HAH00029
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Kerið er gíghóll í Grímsnesi. Það er 270 m langt og um 170 m breitt. Gígurinn er 55 m djúpur og niðri í honum er tjörn. Dýpt tjarnarinnar fer eftir grunnvatnsstöðu, hún er 7 til 14 m djúp.
Kerið var áður talið sprengigígur en núna er talið að það sé niðurfall eftir hrun gjallgígs. Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 6500 árum og mynduðu Grímsneshraun.
Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít).
Kerið er eign Kerfélagsins, sem tekur aðeins gjald af þeim ferðamönnum sem koma með rútum að skoða það.

Kotstrandarkirkja í Ölfusi

  • HAH00357
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 14.11.1909 -

Kotstrandarkirkja er kirkja að Kotströnd í Ölfusi. Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin.
Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður. Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Kristskirkja í Landakoti

  • HAH00397
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 23.7.1929 -

Landakotskirkja, Basilíka Krists konungs eða Kristskirkja er dómkirkja, það er embættiskirkja biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Kirkjan er í vesturbæ Reykjavíkur í Landakoti.

Nafn kirkjunnar, Dómkirkja Krists konungs, Landakoti, er til heiðurs Drottni allsherjar, Guð og manni, en sérstök hátíð Krists konungs var sett á stofn árið 1925 af Píusi XI. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, heilagri Maríu og heilögum Jósef.

Fyrstu kaþólsku prestarnir sem komu til Íslands eftir siðaskiptin voru Frakkarnir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin. Þeir keyptu jörðina Landakot í Reykjavík og bjuggu í bóndabænum. Þeir byggðu litla kapellu við bæinn árið 1864. Nokkrum árum seinna var lítil timburkirkja reist við Túngötu, nálægt prestsetrinu í Landakoti. Kirkja þessi var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimstyrjöldina fóru kaþólskir á Íslandi að ræða um nauðsyn þess að byggja nýja og stærri kirkju fyrir hinn vaxandi söfnuð. Ákveðið var að reisa kirkju í nýgotneskum stíl og var arkitektinum Guðjóni Samúelssyni falið að teikna hana. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929 og var þá stærsta kirkja landsins.

Landakotskirkja var byggð í gotneskum stíl og vígð 23. júlí 1929. Turn kirkjunnar var aldrei fullgerður. Vilhjálmur van Rossum, kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa XI, vígði hana og Guðjón Samúelsson teiknaði hana. Hún þykir brautryðjendaverk, því hún var byggð úr steinsteypu, sem var nýung í byggingu gotneskra mannvirkja.

Kirkjan er helguð og eignuð Jesú Kristi, eilífum Guði og konungi, undir vernd alsællar Guðsmóður Maríu meyjar, hins helga Jósefs, hins heilaga Jóns Holabiskups Ögmundssonar og Þorláks helga Skálholtsbiskups.

Píus páfi gaf til kirkjunnar nokkra fágæta muni og er tvo þeirra að sjá í kirkjunni. Yfir háaltarinu er stytta af Kristi, þar sem hann stendur á jarðarkringlunni. Þetta er frummyndin og er hún skorin út í sedrusvið. Ekki eru fleiri eintök til í heiminum, því listamaðurinn, Gampanya frá Barcelona, bannaði að afsteypa yrði gerð af henni. Þá er fremst í kirkjunni útskorin tafla, sem Píus páfi gaf kirkjunni árið 1936. Hún sýnir kaþólsku kirkjuna, hina almennu kirkju, kalla þjóðir heims saman og leiða þær, þar sem María mey heldur á syni sínum, Jesú, yfir hvolfþaki Péturskirkjunnar. Listaverkið var gert í borginni Bozen í Tíról og var sérstök gjöf til páfa, en í tíð hans efldist trúboðsstarf kirkjunnar.

Króksbjarg á Skaga

  • HAH00258
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Nokkru norðan við bæinn Hof á Skagaströnd hefjast 40-50 m há björg við sjóinn og ná þau út undir Kálfshamarsvík, um 10 km leið. Syðst heitir þar Króksbjarg, Skriðbjarg, Bjargabjörg og Bakkar nyrst. Nokkuð er af sjófugli í björgunum þó aðallega fýl.

Í nyrsta hluta Króksbjargs fellur Fossárfoss til sjávar.

Krákur á Sandi

  • HAH00358
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Krákur á Sandi (1167m; móberg), rétt sunnan Stórasands, er stór og fagur. Af honum er mikið útsýni á góðum degi, enda sést hann víða að. Krákshali með gígaröð gengur til norðurs frá honum. Þaðan er Krákshraun, fornt helluhraun, líklegast runnið.

Stórisandur er hæðótt og lítt gróið svæði í 700-800 m hæð yfir sjó norðan Langjökuls í Vestur-Húnavatnssýslu. Nánar tiltekið er hann milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær, enda liggur hinn forni Skagfirðingavegur um þau. Fjallvegafélagið lét ryðja þar braut og varða á árunum 1831-34. Grettishæð er áberandi strýta á Sandinum. Hún er e.t.v. Grettisþúfa, sem kunn er úr Grettissögu, þar sem Þorbjörn öngull er sagður hafa grafið höfuð Grettis. Einnig er til sögn um að Grettir hafi barizt þar við óvini sína.

Víða eru uppsprettur meðfram Stórasandi og vatnið fellu til norðurs til Vatnsdals- og Víðidalsár og einngi til suðurs í Fljótsdrög (Norðlingafljót). Krákur (1167m), norðan Langjökuls, er mesta fjallið við Stórasand.
Skagfirðingar stunduðu skreiðarferðir um Sand til 1890. Þeir litu til Mælifellshnjúks til að átta sig á færðinni um Sandinn. Þar má sjá stóra fönn, sem líkist hesti í lögun. Þegar hún var gengin í sundur um bógana var Sandurinn orðinn fær.

Lagarfljót - Lögurinn

  • HAH00361
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Frá upptökum þess undan Eyjabakkajökli og niður í Fljótsdal nefnist fljótið Jökulsá í Fljótsdal en þar tekur við stöðuvatn sem stundum er nefnt Lögurinn. Vatnið er 35 km langt, þekur 53 km², og er dýpi þess allt að 112 metrar. Vatnið telst þriðja stærsta og sjötta dýpsta stöðuvatn Íslands. Ósar Lagarfljóts eru við Héraðsflóa og hefur fljótið þar fallið um 140 km langa leið frá upptökum sínum. Lagarfljót er sjötta lengsta á Íslands. Helstu þverár Lagarfljóts eru Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Samkvæmt þjóðsögum lifir vatnaskrímslið Lagarfljótsormurinn í fljótinu.
Við Lagarfljót standa meðal annars Egilsstaðir, Fellabær, Hallormsstaður og Eiðar. Hringvegurinn liggur yfir Lagarfljót við Egilsstaði um 301 metra langa brú. Var þessi brú sú lengsta á Íslandi frá því hún var byggð[1] árið 1958 og fram til ársins 1973.
Fljótið er stíflað á tveimur stöðum til raforkuframleiðslu. Fyrst neðan Eyjabakkafoss með 38 metra hárri stíflu sem nefnist Ufsarstífla og er hluti Kárahnjúkavirkjunar og einnig neðar við Lagarfossvirkjun. Með Kárahnjúkavirkjun var rennsli Jökulsár á Brú einnig að mestu veitt yfir í Jökulsá í Fljótsdal sem hefur haft mikil áhrif á rennsli, grugg og hitastig í Lagarfljóti.

Árni Böðvarsson, íslenskufræðingur, skrifaði í handbók sinni, Íslenskt málfar, um heitið Löginn, sem sumir nota yfir Lagarfljót. Í bókinni telur hann styttingu þessa vera verk aðkomufólks og einkum hafða um þann hluta þess sem mest líkist stöðuvatni. Hann vitnar þar í bréf Jóns Þórarinssonar tónskálds sem hann skrifar 23. júní 1987. Jón bætti við í bréfinu:
Þessi nafngift er alveg úr lausu lofti gripin og á sér að ég ætla enga stoð í rituðu máli fornu né í málvenju heimamanna.

Landmannalaugar

  • HAH00362
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Landmannalaugar er íslensk laug og vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu. Vegur þangað er aðeins fær að sumarlagi. Mikill jarðhiti er í Landmannalaugum og vinsæl náttúruböð. Jarðhitinn tengist einu mesta háhitasvæði landsins, Torfajökulssvæðinu. Landmannalaugar eru rómaðar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg, þar er mikið um líparít og líparíthraun, hrafntinnu o. fl. Vinsæl gönguleið Laugavegurinn liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vanalegt er að ganga þá leið á fjórum dögum en stundum er bætt við ferð allt til Skóga yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Úfið hraun í Landmannalaugum
Ferðafélag Íslands rekur skála í Landmannalaugum og þar er skálavörður að sumri. Ferðafélagið reisti fyrst sæluhús í Landmannalaugum árið 1951 en núverandi hús er að stofni til frá 1969. Það stendur í um 600 metra hæð við jaðar Laugahrauns og þar nálægt eru heitar uppsprettur sem vinsælar eru til baða.
Skálar eru á þessum stöðum leiðinni milli Landmannalauga og Skóga:
Álftavatn
Botnar í Emstrum
Fimmvörðuháls
Hrafntinnusker
Hvanngil
Þórsmörk

Laxfoss skip TFVA

  • HAH00014
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1935 - 10.1.1944

M. s. Laxfoss. TFVA.
Flóabáturinn Laxfoss var smíðaður hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri A/S í Álaborg í Danmörku árið 1935 fyrir h/f Skallagrím í Borgarnesi. 280 brl. 720 ha. Mias díesel vél. Laxfoss var í póst, vöru og farþegaflutningum milli Reykjavíkur og Borgarness en fór eina ferð á mánuði til Breiðafjarðar að vetri til og á árunum 1941-42 fór hann eina ferð á viku til Vestmannaeyja á vetrum. Skipið strandaði á skerjum við Örfirisey, 10 janúar árið 1944. 13 manna áhöfn og 78 farþegar björguðust flestir á innrásarpramma til lands. Skipið stórskemmdist en náðist þó út og var endurbyggt og lengt, mældist þá 312 brl. Ný vél (1945) 730 ha. British Polar díesel vél. 19 janúar árið 1952 strandaði skipið aftur, nú við Kjalarnestanga. Björgunarsveit SVFÍ á Kjalarnesi bjargaði öllum sem um borð voru á land. Skipið náðist út en ekki þótti svara kostnaði að gera við það.

Í fyrrinótt renndi hið nýja skip Borgfirðinga, Laxfoss í fyrsta sinn að bryggju hér í Reykjavík. Þótt þetta væri að aflíðandi miðnætti, beið fjöldi manna á hafnarbakkanum að taka á móti skipinu, síðan má heita að hafi verið óslitinn straumur fólks til að skoða skipið, þegar það hefir legið við hafnarbakkann. Í gær bauð stjórn h.f. Skallagrímur blaðamönnum, borgarstjóra, ráðherra og allmörgum öðrum til miðdegisverðar í Laxfossi og var þá siglt inn á Kollafjörð og notið þar rausnarlegra veitinga í góðum og glöðum félagsskap. Magnús Jónsson, formaður stjórnar h.f. Skallagrímur, (aðrir í stjórn eru Hervald Björnsson skólastjóri og Davíð á Arnbjargarlæk), bauð gesti velkomna með ræðu, en Bjarni Ásgeirsson alþ.m. hafði orð fyrir gestunum, þakkaði boðið og bað alla að árna Laxfossi allra heilla sem allir viðstaddir gerðu með ferföldu húrrahrópi. Skipið er 125 fet á lengd, 22 fet á breidd og 13 fet á dýpt, 278 smál. brúttó og 144 smál. nettó. Burðarmagn þess er 300 smálestir og ristir skipið þá 12 fet, en með 125 smálesta farmi sem er mesta hleðsla sem ætlast er til að skipið hafi milli Reykjavíkur og Borgarness, ristir skipið 9 fet. Á skipinu er fyrsta farrými í tveim skálum, tvö einkaherbergi og einn sjúkraklefi. Á fyrsta farrými eru 33 hvílur og sæti fyrir 60 manns. Á skemmtiþilfari yfir 1. farrými er sæti fyrir 30 manns undir beru lofti. Þar fyrir framan er stjórnpallur með kortaklefa annarsvegar og talstöð hinsvegar.

Á neðra þilfari eru sæti fyrir 30 manns og aðrir 30 geta setið í göngunum. Fjórir snyrtiklefar eru til afnota fyrir farþega og einn fyrir skipverja. Fyrir framan fyrsta farrými er lestarrúm fyrir vörur og gripi og er þar á milli þilfar. Að aftan eru lestarrúm, að neðan fyrir vörur en að ofan fyrir vörur og farþega ef með þarf. Á framþilfari er rúm fyrir 4 bíla og fyrir einn bíl á afturþilfari. Skipið er smíðað í Álaborg hjá Aalborg Maskin & Skibsbyggeri og er smíðað samkvæm reglum flokkunarfélags Lloyds og er fylgt stranglega þeim reglum, sem gilda um skip, sem eru í förum um Atlantzhaf. Í skipinu eru 26 smál. botntankar og 25 smál. olíutankar. Skipið hefir 720 ha. Dieselvél 30 ha. fyrir vöru og akkersvindur og skríður 12 mílur. Enn fremur er í skipinu önnur vél Loks er 8 ha. ljósavél. Allar vélar skipsins eru af nýjustu gerð, smíðaðar hjá Möller & Jorkumsen í Horsens. Dælur allar eru knúnar með rafmagni. Skipið er útbúið nýjustu tegund straumlínustýris. Í eldhúsi er nýtízku AGAvél og skipið hefir miðstöðvarhitun. Skipið kostaðl 290 þús. kr. Allar frumteikningar, útboðslýsingar og samninga gerði Gísli Jónsson umsjónarmaður, fyrir hlutafélagið Skallagrím í Borgarnesi og hefir hann ráðið öllu um fyrirkomulag skipsins í samráði við eigendur þess.

Nautabú í Vatnsdal

  • HAH00053
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1949 -

Nýbýli stofnað 1949, helmingur af Undirfelli fór í eyði 1974. Þar standa engin útihús, nema 300 m3 hlaða og lítið fjárhús fyrir yfir 70 fjár. Íbúðarhús byggt 1950 334 m3. Tún 21 ha, veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Námaskarð

  • HAH00246
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Þjóðvegurinn milli Mývatns og Austurlands liggur um Námaskarð (410m) rétt austan Bjarnarflags milli Dalfjalls og Námafjalls. Námafjall, sunnan skarðsins, er sundursoðið af brennisteins- og leirhverum og er er ótrúlega litauðugt. Austan þess er einhver fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, Hverarönd. Brennisteinn var unninn í Hlíðarnámum og fluttur út. Reykjahlíðarbræður eru sagðir hafa orðið vellríkir af sölu brennisteins í kringum siðaskiptin. Danakonungur eignaðist námurnar árið 1563. Þær voru notaðar af og til síðan, allt fram á miðja 19. öld. Verksmiðja til að vinna brennistein var reist í Bjarnarflagi árið 1939 og starfaði aðeins í fá ár.

Nautadalur liggur til norðurs frá Námaskarði. Þar var uppblástur orðinn nærgöngull og fletti gróðri úr honum á u.þ.b. eins kílómetra kafla. Árið 1990 var hafizt handa við uppgræðslu með melgresi áburði, birki og loðvíði. Eins og víða tíðkast nú, voru notaðar ónýtar heyrúllur og trévörubretti við landbæturnar með góðum árangri. Landgræðslan hefur notið liðstyrks starfsmanna Kröfluvirkjunar við þetta starf.

Neðri-Harastaðir á Skaga

  • HAH00425
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur norðan Harrastaðaár, austan Harrastaðabergja, en þau eru klettaborgir skammt frá sjó, norðan árinnar. Ræktunarland er sæmilegt.

Íbúðarhús byggt 1954 180 m3. Fjárhús 1945 úr torfi og grjóti yfir 150 fjár. Hlaða byggð 1962 16 m3, geymsla byggð 1850 úr asbest 72 m3. Fjós steypt 1975 yfir 30 gripi 637 m3, haughús og mjólkurhús 150 m3. Hlaða steypt 1975 1415 m3. Tún 14,2 ha.

Papey

  • HAH00247
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Papey er stór eyja við austurströnd Íslands og tilheyrir Djúpavogshreppi. Eyjan er 2,0 ferkílómetrar að stærð, og er hæsti punktur hennar í um 58 metrar yfir sjávarmáli.
Búið var í Papey frá landnámsöld og fram til ársins 1966 og þar er enn íbúðarhús, viti og kirkja. Stór lundabyggð er í Papey. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1998.
Papar.
Í Landnámabókum er Papa getið, og að fleiri hlutir hafi fundist eftir þá "þeir, er það mátti skilja, að þeir voru Vestmenn". Ennfremur er þess getið, að gripir þessir hafi fundist í "Papey austur og í Papýli"
Einnig er þess getið í Landnámu, í tengslum við vetursetu Ingólfs Arnarsonar á Geithellum í Álftafirði, að um vorið hafi konur gengið upp í fjall og séð reyk úti í Papey. Þegar farið var að athuga um reykinn, voru þar papar fyrir.
Papey er því einn þeirra staða sem talið er að papar hafi búið. Í Papey má finna mörg örnefni sem benda til veru papa þar, s.s. Papatættur og Írskuhólar. Engar minjar hafa þó fundist í eynni sem benda til veru papa þar, þrátt fyrir að nokkuð hafi verið leitað að ummerkjum um veru þeirra í Papey og nágrenni Djúpavogs. Dr. Kristján Eldjárn var við rannsóknir í Papey, einkum á árunum milli 1970 og 1980, án þess að finna ummerki um veru Papa þar. Hins vegar fann hann rústir bæja í Papey sem ber öll merki norrænna manna sem þar munu hafa verið á landnámsöld.

Papeyjarkirkja

  • HAH00248
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1904 -

Papeyjarkirkja er í Djúpavogsprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún var reist upp úr eldri kirkju árið 1904. Höfundar voru Lúðvík Jónsson og Magnús Jónsson, forsmiðir á Djúpavogi. Hún var friðið 1. janúar 1990.

Papeyjarkirkja er timburhús, 5,27 m að lengd og 3,39 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni en veggir klæddir lóðrétti plægðri tjargaðri borðaklæðningu. Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með tveimur þriggja rúðu römmum og fjögurra rúðu gluggi er á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bjór yfir.

Inn af dyrum eru framkirkja og kór eitt; veggbekkur norðan megin er óslitinn stafna á milli en sunnan megin er veggbekkur rofinn af prédikunarstól framan við innri glugga. Altari er við kórgafl, nærri norðurvegg. Veggir eru klæddir spjaldaþili og loft á bitum er yfir allri kirkjunni stafna á milli.

Réttarholt Höfðakaupsstað

  • HAH00454
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1931 -

Réttarholt er með elstu grasbýlum í kaupstaðnum. Það stendur yst undir Spákonufellshöfða. Þar var um áratugi skilarétt Skagstrendinga sem nefndist Landsendarétt. Árið 1965 var Réttarholt gert að nýbýli. Áður var býlið við sjávarvíkina og var þar áður fyrr útræði. Fjárbeit ágæt í Höfðanum auk fjörubeitar.
Íbúðarhús byggt 1965 120 m3. Fjós fyri 5 kýr, fjá´hús yfir 45 fjár. Hlöður 180 hestar. Landstærð 25 ha. Tún 12 ha.

Saurbæjarkirka í Eyjafirði

  • HAH00409
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Saurbæjarkirkja Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Saurbær er bær og kirkjustaður í Saurbæjarhreppi, innstu sveit Eyjafjarðar. Heimildir eru um kirkjur að Saurbæ á öldum áður og á katólskum tímum voru þær helgaðar heilagri Cecilíu og heilögum Nikulási. Prestar eru nafngreindir á 14. öld.

Sagnir segja frá klaustri í Saurbæ í nokkra áratugi um og eftir 1200, en þær eru byggðar á óljósum og takmörkuðum heimildum. Katólskar kirkjur í Saurbæ voru helgaðar heilögum Nikulási og Ceciliu mey.

Árið 1907 var Saurbæjarprestakall sameinað Grundarþingum en prestur sat þar samt til 1931. Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna landsins og stærst hinna upprunalegu. Séra Einar Thorlacius (1790-1870) lét reisa hana 1858. Hún rúmar 60 manns í sæti og yfirsmiður var Ólafur Briem. Hún er friðlýst og í umsjá Þjóðminjasafnsins.

Steinsteyptur kjallari undir norðausturhorni kirkjunnar var gerður 1959-1960. Árið 2003 var kirkjan endurbyggð.

Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara stendur rétt neðan við Saurbæ og þar er góð aðstaða fyrir ferðafólk, kaffiveitingar og salerni, auk þess sem safnið er einstaklega skemmtilegt og smekklega uppsett.

Til eru fornir máldagar kirkjunnar, sem sýna, að hún var auðug af fasteignum, kvikfé og kirkjugripum í kaþólskum sið, enda skyldu í Saurbæ vera tveir prestar og djákn. Elztur máldaganna er sá frá 1318 (í Auðunarmáldögum), og við lestur hans fer sem löngum, að manni blöskrar sá mikli fjöldi ágætra íistaverka, sem kirkjan átti.

Til er fáorð vísitazía Gísia biskups Þorlákssonar frá 1662 Er af þeirri lýsingu augljóst að þá þegar er torfkirkja í Saurbæ. í vísitazíubók Einars biskups Þorsleinssonar er svo allnákvæm lýsing á kirkjunni hin fyrsta sem auðvelt er að átta sig á. Ef reynt er eftir lýsingu Einars biskups að kalla fram í huga sér mynd af þessari gömlu Saurbæjarkirkju, hlýtur maður að undrast, hve lik hún er þeirri kirkju, sem enn stendur. Hún er eins í öllum aðalatriðum. Torfkirkja, kór tvö stafgólf, framkirkja fjögur, pílárar milli kórs og kirkju. Hið eina sem verulega skilur á milli, er sérbyggð forkirkja úr timbri, og er það líklega bending um, að hér hafi verið timburkirkja á miðöldum.

Spákonufellskirkja

  • HAH00457
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1300-2012

Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkuhalds verið á Spákonufelli.

Staðarhólskirkja í Saurbæ (1899)

  • HAH00473
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 3.12.1899 -

Staðarhólskirkja er í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Staðarhóll er fornt setur höfðingja og kirkjustaður í mynni Staðarhólsdals í Saurbæ. Elsta heimild um kirkju að Staðarhóli eru frá því um aldamótin 1200.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula. Samkvæmt máldaga voru þar tveir prestar árið 1397. Staðarhóls-Páll, Páll Jónsson (1535-1598), sýslumaður, náði Staðarhóli undan Skálholtsbiskupi, sem hafði tekið staðinn á sitt vald og kirkjunnar. Staðurinn var í eigu niðja Páls til aldamótanna 1900. Kirkjan var lögð niður skömmu fyrir 1900 en ný kirkja var reist á Skollhóli, sem heitir nú Kirkjuhóll, í stað Staðarhóls- og Hvolskirkn

Núverandi kirkja var reist árið 1899 á nýjum stað við kirkjuhól og var vígð 3. desember sama ár. Hinn 17. febrúar 1981 fauk kirkjan af grunni og skemmdist verulega. Hún var endurbyggð í upprunalegri mynd. Yfirsmiður var Gunnar Jónsson, byggingarmeistari í Búðardal. Kirkjan var aftur tekin í notkun með hátíðarguðsþjónustu 5. september 1982. Meðal merkra gripa er altaristafla frá 1750 og sérstakur koparhringur með ljónshöfði.

Hvolskirkja var lögð niður árið 1899 og sóknin sameinuð Staðarhólssókn. Elzta heimild um kirkju þar er frá því um 1200. Kirkjan var helguð Jóhannesi skírara, Pétri postula, hl. Nikulási og hl. Þorláki. Í greinagerð Orms Daðasonar um kirkjur, hálfkirkjur og bænhús árið 1744 segir hann Maríukirkju í bóndaeign vera á Hvoli.

Bænhús var í Stórholti í bændaeign. Séra Þorleifur Þórðarson leggur til í Hvammi 28. júní 1753 að kirkjur á Jörfa og Stórholti séu ekki lengur nauðsynlegar. Einnig var hálfkirkja í Tjaldanesi, með gröft til Staðarhóls, og hálfkirkja að Fremri Brekkum.

Stafnsrétt í Svartárdal

  • HAH00173
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1813

Í Lýtingsstaðahreppi var orðin mikil óánægja með Eyvindarstaðarétt, sem aðalrétt, skilarétt fyrir Eyvindarstaðaheiði og Stafnsafrétt, Háutungur, sem óværðin í Háutungnasporði haustið 1810 sannar. Það var heldur engin furða. Úr Háutungnasporði, norður og vestur að Eyvindarstöðum í Blöndudal er löng leið, varla styttri en 10 km. og yfir fjallgarð að fara og sömu leið til baka, þangað sem leiðin liggur norður Kiðaskarð. A fyrri tíð voru það aðallega sauðir og fjallalömb, sem rekið var til afréttar. Sauðir gátu hlaupið og hlaupið, en þessi langi rekstur að óþörfu var ill meðferð á Iömbum, sem komu „lúin og þyrst af fjöllunum".

Samkvæmt bréfum, sem til eru leystist þetta deilumál sumarið 1812. Séra Jón Konráðsson vildi stefna málinu til dóms, en að sögn var það Pétur prófastur á Víðivöllum sem bar sáttarorð á milli, hinn merkasti maður og héraðshöfðingi og var þetta ekki í eina sinn að hann stóð að því, að setja niður deilur. 27. mai 1812 skrifa þeir, séra Jón Konráðsson og Þorsteinn Pálsson hreppsstjóri bréf til sýslumanns Húnvetninga Sigurðar Snorrasonar. I þessu bréfi biðja þeir sýslumann náðarsamlegast, að koma því til leiðar að Eyyindarstaðarétt verði færð á Löngueyri fyrir sunnan Stafnsklif. Þeir lýsa :'takanlega hræðilegum hrakningi á úthungruðu úrtiningsfé, sem rekið sé, margvíslega illa verkað úr einni rétt í aðra.

En nú hafði Sigurði á Krossanesi snúist hugur frá því tveim árum fyrr, ef til vill fyrir áhrif frá Pétri prófasti. Sigurður skrifar viðbót við bréf þeirra séra Jóns og Þorsteins, dagsett í Krossanesi daginn eftir 28. maí. Þar stendur:
„Ég óska því af alhuga, að bón prestsins frá Mælifelli og hreppsstjórans frá Reykjavöllum mætti fá þann liðugasta framgang og vil samhuga þeim í líkri undirgefni alúðlega óska þess sama".

Þessi bréf voru lesin upp fyrir manntalsþingrétti í Bólstaðarhlið 1. júní 1812. Á þessu þingi var það samþykkt af öllum að færa Eyvindarstaðarétt á Löngueyri fyrir framan Stafnsklif. Þingsóknarmenn allir samþykktu þessa breyting og eigendur afréttarlanda, Sigurður í Stafni og mr. Jón Bjarnason hreppsstjóri á Eyvindarstöðum. Hinn 11. ágúst 1812 sendi Sigurður sýslumaður Skagfirðingum bréf fyrir hönd Bólstaðarhlíðarhreppsmanna.

Árið eftir 1813 var svo Stafnsrétt byggð á Löngueyri fyrir sunnan Stafnsklif, þar sem hún stendur enn, og fyrst réttað þar haustið 1813. Það ár andaðist mr. Jón Bjarnason hreppsstjóri á Eyvindarstöðum. Hann var frá Holti í Svínadal, en kona hans var Ingibjörg dóttir Guðmundar rika í Stóradal. Liklegt má telja, að fé hafi verið dregið sundur i Mælifellsárrétt á 19. öld og ekki rekið vestur, nema það sem að vestan var. Laust fyrir síðustu aldamót var byggð rétt í Mælifellsárlandi við Sellæk austan við Kiðaskarð. Skarðsrétt var hún nefnd og var réttað þar nokkur haust, síðast haustið 1903. Samkvæmt reikningum Lýtingsstaðahrepps var greidd leiga fyrir réttarstæði árið 1897 og ef til vill hefur Skarðsrétt verið byggð fyrr. Öll aðstaða var slæm við þessa rétt og árið 1905 var hún færð ofan í Mælifellsnes og síðan kennd við Mælifell. Á sýslufundi árið 1908 var Mælifellsrétt samþykkt skílarétt og hefur verið það siðan

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi

  • HAH00596
  • Fyrirtæki/stofnun
  • um 1935

Tjarnarkirkja er kirkja að Tjörn á vestanverðu Vatnsnesi. Kirkan þar var reist á árunum 1930 til 1940 úr steinsteypu. Alls tekur kirkjan milli 70 og 80 manns í sæti en altaristafla er eftir Þórarinn B. Þorláksson, máluð 1910. Er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir G.T. Wegener.
Tjörn á Vatnsnesi er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur á vestanverðu Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Sigurður Norland var prestur í Tjarnarprestakalli en hann bjó ekki á prestsetrinu heldur í Hindisvík. Annar prestur á Tjörn var séra Róbert Jack, Skoti sem kom til Íslands sem knattspyrnuþjálfari og varð hér innlyksa í stríðinu. Hann fór þá að læra guðfræði í Háskóla Íslands og varð eftir það prestur og prófastur á Tjörn í áratugi.

Vatnsnes

  • HAH00019
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Vatnsnes er grösugt og búsældarlegt nes fyrir miðjum Húnaflóa. Um 40 km langt og hæsti tindur þess er Þrælsfell í tæplega 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Blómleg byggð og mikið útræði var á öldum áður á Vatnsnesi, en við lok 20. aldar fór byggðinni hnignandi og bæir fóru í eyði. Mörg af bestu fjárbúum landsins eru á Vatnsnesi enda nesið grösugt og gott til beitar. Mikil sellátur eru víða á Vatnsnesi og mjög fjölskrúðugt fuglalíf. Byggðir hafa verið upp selaskoðunarstaðir og ferðaþjónusta á nesinu hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Helstu áningastaðir á og við nesið, fyrir utan að sjálfsögðu Hvammstanga, eru Ánastaðastapar, Illugastaðir, Svalbarð, Hvítserkur og Borgarvirki. Hvammstangi er þéttbýliskjarni Húnaþings vestra og stendur hann á vestanverðu nesinu um 6. km frá þjóðveginum.

Horft til suðausturs ofan af Geitafelli og séð í mynni Þorgrímsstaðadals (nær) og Katadals í Vatnsnesfjalli. Fjær sést Víðidalsfjall.
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Þar er lítið láglendi nema á vesturhlutanum. Hálendi Vatnsness nefnist einu nafni Vatnsnesfjall, en það er nokkuð skorið dölum og eru þeirra stærstir Katadalur og Þorgrímsstaðadalur. Hæsti hnjúkur Vatnsnesfjalls er Þrælsfell, 895 m y.s. Þaðan er víðsýnt til allra átta, en sjá má í sjö sýslur í góðu skyggni. Hringvegur um Vatnsnes er 90 km langur. Meðal áhugaverðra eða sögufrægra staða við Vatnsneshringinn má til dæmis nefna Hamarsrétt, Illugastaði, Tjörn, Hvítserk og Borgarvirki. Á Vatnsnesi er mikið um sel og gott aðgengi fyrir ferðamenn að skoða seli í Hindisvík og að Ósum. Í selatalningu í lok ágúst 2007 við Vatnsnes sáust 727 selir. Kauptúnið Hvammstangi stendur á vesturströnd Vatnsness.

Haraldur hringur nam Vatnsnes að Ambáttará vestan megin og að Þverá og Bjargaósi að austan. Hann bjó að Hólum.

Víkur á Skaga

  • HAH00434
  • Fyrirtæki/stofnun
  • (1950)

Bærinn stendur við botn Víknavíkur lítinn spöl frá sjó. Þar er nokkurt graslendi heim um sig og heiðarland víðáttu mikið. Fjörubeit er góð.
Íbúðarhús byggt 1966-67 648 m3. Fjárhús með kjallara steypt 194 yfir 400 fjár, hlaða 600 m3, fjós byggt 1958 fyrir 5 gripi. Votheysgeymsla byggð 1954 388 m3. Tún 16,2 ha. Reki og æðavarp.

Þingeyrakirkja

  • HAH00633
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1864 -

Kirkja sú er nú stendur á Þingeyrum er með merkustu kirkjuhúsum landsins, byggð af Ásgeiri Einarssyni (1809-1885) alþingismanni er sat staðinn með reisn á árunum 1861-1863 og aftur frá 1867 til æviloka. Ásgeir reisti kirkjuna á árunum 1864-1877 og lagði til byggingarinnar 10.000.- af 16.000.- sem hún kostaði og sparaði ekkert til að gera hana sem veglegasta.

Kirkjan er hlaðin úr grjóti og steinarnir límdir með kalki í hleðslunni. Sverrir Runólfsson steinhöggvari sá um veggjahleðsluna og munu þeir Ásgeir saman hafa lagt á ráðin um gerð hússins. Naumast finnst steinvala í landi Þingeyra og var hleðslugrjótið allt sótt vestur í Nesbjörg handan Hópsins og dregið á sleðum með uxa fyrir, yfir ísa að vetrinum. Kirkjuhúsið er með forkirkju, turni og bogadregnum kór sem hlaðinn er út í eitt með kirkjuskipinu.

Söngloft er yfir kirkjunni framanverðri og tekur hún alls nær 150 manns í sæti. Hvelfing er bogadregin og blámáluð og á henni gylltar stjörnur sem eiga að vera um 1000 eða jafnmargar og rúðurnar í bogagluggum kirkjunnar. Veggir voru í upphafi sléttaðir að innan með kalkblöndu en 1937 voru þeir steinmúraðir og síðan málaðir hvítir. Helluþak var á kirkjunni í upphafi og lengi síðan en það skaddaðist fyrir allmörgum árum og var þá sett eirklæðning í stað þess.

Þingvöllur - Þingvellir

  • HAH00030
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 0930 -

Fyrrum var nafnið ritað í eintölu sbr Njálu og og textann „Skundum á Þingvöll og treystum vor heit“

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli úthafsflekanna tveggja sem Ísland liggur á.

Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í íslenskri sögu. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins 1798. Það var árið 999 eða 1000 sem lögsögumaðurinn Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.

Staðsetning Þingvalla
Það var einnig á Þingvöllum sem Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þann 17. júní 1944. Þangað hafa margir íslenskir listamenn sótt innblástur sinn, til dæmis Jóhannes Kjarval.
Skammt frá Þingvallakirkju er svokallaður þjóðargrafreitur, þar sem Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson eru grafnir.

Skömmu eftir árið 900 var farið að huga að þeim möguleika að stofna eitt allsherjarþing - Alþingi - á Íslandi. Nokkru fyrir árið 930 komu höfðingjar sér saman um að senda mann, Úlfljót að nafni, til Noregs. Erindi hans var að kynna sér lög og venjur sem hafa mætti að fyrirmynd í hinu nýja þjóðfélagi. Hann sneri aftur til Íslands og við hann eru kennd fyrstu lögin sem sögð voru upp á Alþingi - Úlfljótslög. Fóstbróðir Úlfljóts, Grímur geitskör, fór um Ísland til að afla fylgis við stofnun Alþingis sem og að finna hentugan þingstað.

Niðurstaðan varð sú að þingið yrði í Bláskógum og sumarið 930 komu menn saman, þar sem nú heita Þingvellir, til að taka þátt í fyrsta Alþingi Íslendinga sem markar upphaf þjóðríkis á Íslandi. Nokkrar ástæður eru taldar líklegastar fyrir vali þingstaðarins á Þingvöllum.

Í landnámi Ingólfs Arnarsonar hafði verið stofnað þing á Kjalarnesi. Ættingjar hans voru valdamiklir og talið er að áhrifa þeirra hafi gætt við staðarval Alþingis. Á þjóðveldisöld lágu Þingvellir vel við helstu leiðum og þéttbýlustu svæðum á Íslandi og því auðvelt fyrir flesta að sækja þingið.

Aðstæður á Þingvöllum þóttu einnig heppilegar fyrir þing; góðir hagar, eldiviður og vatn. Þá þótti staðurinn henta vel fyrir sjálft þinghaldið sem slíkt þar sem brekka og sléttur völlur lágu upp að hamravegg. Einnig er nefnd frásögn í Íslendingabók Ara fróða af Þóri kroppinskegg sem átti land í Bláskógum. Hann myrti þræl sinn en í refsingarskyni var allt land hans gert að allsherjareign til afnota fyrir þingið.

Þrístapar

  • HAH00634
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 12.1.1830 -

Þrístapar. Þrír samliggjandi stakir smáhólar er standa norður og vestur af Vatnsdalshólum. Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi 12. janúar 1830, er Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin vegna morðsins á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi. Efst á miðhólnum er hlaðinn aftökupallur, um 20-70 cm hár og um 5x5 metar að ummáli. Á honum er minningarsteinn um atburðinn. Skilti er við þjóðveginn og stutt gönguleið að staðnum.

Morðið, aftakan og örlagasaga Friðriks, Agnesar og Natans hafa verið yrkisefni í íslenskri skáldsögu og íslenskri kvikmynd. Þorgeir Þorgeirson skrifaði skáldsöguna Yfirvaldið og mun sú saga styðjast við heimildir. Kvikmyndin Agnes sem Egill Eðvarðsson leikstýrði árið 1996 er byggð á þessum atburðum en víkur mjög frá þekktum staðreyndum.

Sléttárdalur Svínavatnshreppi

  • HAH00532
  • Fyrirtæki/stofnun
  • 1911-1944

Sléttárdalur er eyðibýli framantil í Sléttárdalnum. Það hét áður Stóradalssel og var hluti af Stóradalslandi. Það er mjög gott beitiland, en vetrarríki talsvert.
Árið 1911 var stofnað þarna lögbýli. Landamerki voru þó ekki þinglýst, en munu hafa verið ákveðin með munnlegu samkomulagi. Jörðin hefur verið í eyði frá 1944.

Sólheimar í Svínadal

  • HAH00472
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1300]

Jörðin á mikið og gott land upp frá miðju Svínavatni, hallandi mót suðvestri. Einkum er ræktarland mikið og gott, mýrlendi að vísu, en auðvelt til þurrkunar. Þjóðvegurinn liggur ofarlega í hlíðinni. Gamla túnið og byggingar jarðarinnar er skammt neðar í 250 metra hæð yfir sjávarmáli, en nýræktartúnin þar niður frá. Jörðin hefur verið í eigu sömu ættar frá 1867, er Ingvar Þorsteinsson eignaðist hana og eftir hann Þorleifur sonur hans og Sigurlaug kona hans. Þorleifur byggði snotran sumarbústað í landi jarðarinnar og hafið þar trjárækt ofl. Íbúðarhús byggt 1950 múrhúðað, hæð og ris 104 m2 og 359 m3. Fjós yfir 22 gripi með mjólkurhúsi, kjarnfóður og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 400 fjár, einangrað þak og grindur í gólfi yfir vélgengum áburðarkjallara. Hlöður 1218 m3 og votheysturn 40 m3. Tún 54 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Björnólfsstaðir í Langadal

  • HAH00202
  • Fyrirtæki/stofnun
  • [1200]

Gamalt býli. Bæjarhús standa hátt í hallandi túni. Jörðin er sæmileg landrúm og landið algróið að kalla, utan melröðull sem gengur um þvert landið, vestan þjóðvegar, þar sem dregur til gils að Blöndu. Á undurlendisræmu vestan melanna, stendur íbúðarhús lítið á árbakkanum, án landnytja, þar bjó síðast Ingunn Sveinsdóttir, sem einnig er eigandi hússins. Snjóþungt er þarna talið, eins og reyndar víðast í utanverðum Langadal, en vorgottjafnframt, því þar grær jafnan fyrr og örar, sem snjóar skýla jörð, en þar sem fannbert er. Býlið fór í eyði 1974. Íbúðarhús úr steini byggt 1930, 614 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 650 m3. Votheysgeymsla 70 m3. Tún 9,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Niðurstöður 901 to 1000 of 1161