Showing 10346 results

Authority record

Friðfinnshús Blönduósi / Læknahús 1897-1901

  • HAH00100
  • Corporate body
  • 1896 -

Byggt í upphafi fyrir starfsmenn Möllersverslunar, síðar bjuggu þar læknar þar til læknabústaðurinn var byggður.
Byggt 1896 af Jóhanni Möller kaupmanni. Þar bjó fyrst Jón Egilsson bókari hans, en 1897 er einnig kominn í húsið Sigurður Pálsson læknir. Læknar bjuggu svo í húsinu næstu árin.
Björn Blöndal 1899-1901 og Júlíus Halldórsson 1901-1903, en þá hafði hann byggt hús yfir sig, sem eftir það var bústaður lækna í meira en hálfa öld.
Eftir að Jóhann Möller dó keypti Friðfinnur húsið af ekkju Möllers.

Hemmertshús Blönduósi 1882

  • HAH00102
  • Corporate body
  • 1882 -

Byggt 1882 sem íbúðarhús fyrir verslunarstjóra Höepfnerversluna. Hemmertshús 1882. Nefndist fyrst Verslunarstjórahús Höepnersverslunar, eftir 1884 nefnist það Sæmundsenhús og með tilkomu Hemmerts fær það nafnið sem ég nota,
Á tíma bar það nafnið Guðmundarhús [Kolka} og síðast Snorrahús [Arnfinnssonar]. Augljóst er að fyrstu 2 nöfnin henta ekki enda kom nýtt Sæmundsenhús 1921-1922.

Fyrsti verslunarstjóri var Friðrik Valdemar Davíðsson. Hann var búsettur þar í árslok 1882, en dó næsta ár kornungur. Starfsfólk verslunarinnar bjó í húsinu næstu mánuði.

Árið 1884 kom nýr verslunarstjóri Pétur Sæmundsen að versluninni. Hann bjó í þessu húsi til 1913.
Evald sonur hans bjó þar til 1922 er hann byggði sér nýtt hús og yfirfærðist nafnið þá á það hús.

Síðasti íbúinn (2018) var Erlendur Finnbogason tálgmeistari.

Mosfell Blönduósi

  • HAH00103
  • Corporate body
  • 1900 -

Hjálmar Egilsson byggði Mosfell 1900, hann hafði áður búið í skamman tíma á Mosfelli í Svínadal með konu sinni Önnu Þorsteinsdóttur ljósmóður. Í fyrstu byggði Hjálmar bæ á gamla mátan, úr torfi. Sá bær mun hafa staðið aðeins neðar á lóðinni, en steinhúsið sem Hjálmar byggði 1912.

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

  • HAH00104
  • Corporate body
  • 1877 -

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Hlöðufell Blönduósi

  • HAH00105
  • Corporate body
  • 1916 -

Hlöðufell um 1916. Sjá umfjöllun um Hest og Reynivelli. Jóhannsbær 1910 og 1920.

Ytri-Hóll á Skagaströnd

  • HAH00108
  • Corporate body
  • (1950)

Bæjarhús standa nú neðst í túninu rétt ofan vegar, áður var bærinn á hól ofarlega í túninu niður undan háum melhrygg, sem heitir Hólskjölur. Þar austur af gnæfa stuðlabergsbrúnir Ytri-Hólanúpanna. Ræktunarskilyrði ágæt, útbeit sæamileg og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1946, 291 m3. Fjós yfir 6 kýr. Fjárhús yfir 330 fjár. Hlöður 550 m3. Votheysgeymsla 40 m3. Vélageymsla 120 m3. Tún 29,4 ha. Hrognkelsaveiði.

Jónshús Blönduósi

  • HAH00109
  • Corporate body
  • 1920 -

Hús Stefáns Stefánssonar skósmiðs 1920 - Jónshús 1930 Blönduósi, rifið. Stóð nokkurnvegin þar sem Hreppshúsið er nú.

Höepfnerverslun Blönduósi

  • HAH00110
  • Corporate body
  • 1877 - 1930

Höphnerverslun 1877. Rifið 1930 og endureist á Blöndudalshólum.
Hillebrandt fékk í fyrstu útmælda lóð á sjávarbakkanum skammt innan við Skúlahorn en þar voru þá 3 útmældar verslunarlóðir, auk hans voru það Grafaróskaupmenn og Höephnersverslun á Skagaströnd sem reistu þar söluskúr sem síðar var fluttur inn fyrir á og reistur vestan Pétursborgar fyrstu sölubúð Höephners.

Þessi skúr ásamt skúr Thomsen eru því fyrstu byggingarnar sem reistar voru á Blönduósi

Varðskipið Óðinn I

  • HAH00111
  • Corporate body
  • 1926 -

Svo skulum við lesa "Moggann" 28 nóv 1926:

"Óðinn varðskipið nýja, hefir verið mjög til umræðu meðal almennings síðustu dagana,. Eins og kunnugt er, " Óðinn"byggður í " Flydedokken ", í Kbh Hann kom hingað snemma sumars sl og annaðist strandgæslu. hér við land í sumar og haust. Við strandgæsluna reyndist skipið ekki gott sjóskip, ef nokkuð verulegt var að sjó. Var hann ágjöfull og vildi skera sig niður að aftan, þegar undan var haldið í vondum sjó. Einnig hafði skipinu hlekkst á í haust, er það var að fara inn á Siglufjörð, hafði skipið farið á hliðina og rétti sig ekki strax við. Kolin köstuðust út í aðra hliðina og þurftu hásetar að moka þeim yfir um. Þá réttlist skipið við aftur.Yfirmenn varðskipsins gáfu skýrslu um þetta atvik og staðfestu þá skýrslu fyrir sjórétti nú áður en þeir fóru utan."Óðinn" er ekki fullkomlega afhentur íslensku stjórninni ennþá. í samningnum var reynslutíminn ákveðinn 6 mánuðir, en sá tími er útrunninn 15. des. n.k. Og þar sem álíta verður, að einhverjir gallar séu á skipinu, var ákveðið að það skyldi sendast út áður en reynslutíminn væri útrunninn, og krefjast þess af skipasmíðastöðinni, að gallarnir yrðu Iagfæðir.

Við samningsgerðina var af íslensku stjórnarinnar hálfu lögð rík á hersla á það, að skipið væri gott sjóskip. Hvað að skipinu er, verður ekkert fullyrt ennþá. Sennilega verður fram að fara nákvæm skoðun á skipinu, til þess að hægt sé að sjá fyrir víst, hverjir gallarnir eru. Menn þykjast sjá nokkra galla, eins og þann, að reykháfurinn sé of víður o. fl. galla ofan þilfars, en hvað orsök þess, að skipið er ekki gott sjóskip, verður ekkert fullyrt um að svo stöddu. Ef til vill verður eitthvað að breyta byggingu skipsins til þess að fá þá lagfærða." Óðinn" hefir nú verið sendur til Hafnar, og er kominn þangað, og er erindið það, að fá lagfærða þá galla, sem reynast vera á skipinu. Þess verður krafist af hálfu ísl. stjórnarinnar að skipasmíðastöðin lagfæri þessa galla, og að sjálfsögðu ber þá skipasmíðastöðin allan kostnað er þetta hefir í för með sér. Fari svo, að skipasmíðastöðin vilji ekki lagfæra gallana, vegna þess að hún telji sig ekki eiga sök á þeim, þá er svo ákveðið í samningnum, að gerðardómur skeri úr ágreining Sá gerðardómur er skipaður þrem mönnum og tilnefnir íslenska ríkisstjórnin einn, skipasmíðastöðin annan og velja þeir síðan oddamann.

Verði ekki samkomulag um valið á oddamanninum er svo ákveðið, að aðalmaður Lloyds hins enska í Höfn skuli vera oddamaður. Þannig horfir þá mál þetta við Enn verður ekkert um það sagt hvað lagfæra þarf á skipinu, og því síður Það , hvernig skipasmíðastöðin lítur á málið. En að sjálfsögðu verður haldið fast á þessu máli frá okkar hálfu, og alt sem unt er gert il þess að fá okkar kröfum fullnægt, að öllu leiti. Trúnaðarmenn íslensku stjórnarinnar við samningsgerð og byggingu skipsins voru þeir Ólafur T. Sveinsson vélfræðingur og skipasmíðasérfræðingarnir Brorson & Overgaards i Höfn."

Mér finnst gaman að lesa þess grein. Þeir virðast í fljótu bragði ætla að kenna skipasmíðastöðinni um slæma sjóhæfni skipsins. Hún hefur sennilega teiknað skipið líka. Og ég las líka einhvers staðar að varla hefði sést fram fyrir skipið út af hve brúin var lá og því byggður "kofi" ofan á hana. Skipið var kolakynt og reykti víst heil ósköp þegar verið var á fullri ferð og það aftur á móti aðvaraði veiðiþjófana sem mikið var af á þessum tíma.

Kleifar Blönduósi

  • HAH00112
  • Corporate body
  • 1952 -

Kleifar standa á vesturbakka Blöndu gengt Hrútey. Kristinn Magnússon byggði þar upp 1952, en áður var þar Klifakot. Íbúðarhús 1952 492 m3, fjós fyrir 12 gripi, fjárhús fyrir 220 fjár. Tún 15,5 ha.

Kristófershús Blönduósi

  • HAH00113
  • Corporate body
  • 1907 -

Hús Karls Sæmundsen 1920. Kristófershús 1927 - Helgahús 1907 - Sumarliðahús.

Ásgeirshús Blönduósi

  • HAH00114
  • Corporate body
  • 1899 - 1970

Byggt 1899 af Sigurði Oddleifssyni búfræðingi. Hann bjó þar 1899-1901 en flutti svo vestur um haf 1902. Lóðasamningur og útmælingargjörð voru til með vissu, en ég [JA] hef ekki séð þau plögg.
Lóðin var 1260 ferálnir [496,4 m2]. Hansína ekkja sra Þorvaldar kaupir hús og lóð af Sigurði. Hún býr í húsinu með Ásgeiri syni sínum til 1910. Ásgeir kvæntist Hólmfríði 1909 og flytjast þau þá til tengdaforeldranna í Hjálmarshús [Jónasarhús].

1911 flyst Ingibjörg Hjálmarsdóttir systir Zophoníasar í Hansínuhús, hann byggði þá yfir systur sína. Í virðingargjörð frá 18.2.1914 segir um hús Ingibjargar; Stærð þess að utanmáli er 6x4 m. Hæð undir þakskegg er 2,2 m. í mæni 2,8 m. Það er allt úr timbri með vanalegri grind og liggjandi klæðningu. Kjallari er undir 2/3 af húsinu, hlaðinn úr steini og lagður í sement. Fyrsta gólfið er skipt í 3 herbergiog inngang. Eru tvö herbergi þiljuð, veggfóðruð og máluð, eitt er aðeins þiljað. Þak er úr heilþykkum borðum á sperrur. Þar yfir þakpappi og yst rifflað þakjárn menjumálað og útveggir einnig málaðir. Í húsinu er múrpípa, eldavél og 1 ofn.
Við húsið eru 2 skúrar, annar við útidyr 1,26 x 1,57 m. Hæð 2 m. Hann er með einfaldri klæðningu, hinn skúrinn er við húshliðina að að stærð 2 x 3 m. hæð 1,9 m. Hann er klæddur með heilþykkum borðum og pappi yfir. Þök á skúrum þessum eins og aðalhúsinu. Meðfylgjandi lóð er sögð 484 m2. Ekki var komin vatnslögn í húsið 1916, en brunnur var snemma gerður í lóðinni og er hann enn þar, en jarðvegur yfir.

Ásgeir kaupir hið nýbyggða hús af Ingibjörgu 23.5.1914. Zophonías tengdafaðir Ásgeirs, sem hafði byggt sér hús 1905, seldi það og byggði sér annað hús, Lindarbrekku. Hann seldi húsið 19.2.1923 Stefáni Þorkelssyni og byggði yfir sig viðbyggingu við Ásgeirshús. Þessa viðbyggingu seldi Zophonías Torfalækjarhreppi og Bkönduóshreppi 13.6.1928. Ásgeir kaupir hana svo af hreppnum 17.4.1943.
Ásgeir býr svo í húsinu til um 1960. Þorvaldur sonur hans bjó þar þar til hann byggir yfir sig utan ár [Hvanná] og fór Ásgeir þá með honum.
Sigurður H Þorsteinsson keypti Ásgeirshús og bjó þar þar til hann byggði yfir sig utan ár. Þá settist Sigurgeir Sverrisson að í Ásgeirshúsi og bjó í því uns það brann 1970.

Kvennaskólinn á Blönduósi 1901-1974. Árbraut 31

  • HAH00115
  • Corporate body
  • 1901 - 1974

Byggður fyrst 1901 (eldra húsið). Vísast í afmælisrit skólans um byggingasögu þess. Yngra húsið er teiknað af Einar Ingiberg Erlendssyni 15. okt. 1883 - 24. maí 1968. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Byggingameistari í Skólastræti 5 b, Reykjavík 1930. Fyrsta steinsteypta húsið sem hann teiknar.

Lágafell Blönduósi

  • HAH00116
  • Corporate body
  • 1878

Lágafell - Bræðslubúð 1878 - Kristjanía 1916. Konkordíuhús 1933. Lágafell var byggt á grunni Kristjaníu.
Upphaflega var Bræðslubúð í eigu Hólanesverslunar líkt og Hillebrantshúsið. Jóhann Möller kaupir svo bæði húsin 1882 þegar Hólanesverslun hætti starfsem hér.
Húsin standa/stóðu á lóð þeirri sem Bryde fékk útmælda 1876 30 x 30 faðmar [2511 m2].

Lindarbrekka Blönduósi

  • HAH00117
  • Corporate body
  • 1918 -

Byggt 1918 af Zophoníasi Hjálmssyni. Hann hafði þá selt Jóni Kristóferssyni steinhúsið. Stefán Þorkelsson kaupir húsið 19.2.1923, en þá er Zophonías að byggja sér hús enn einu sinni, nú við Ásgeirshús.
Stefán bjó í húsi sínu til æviloka 1957 og ekkja hans eftir það til 1962.
Engihlíðarsystur Jakobína og Elísabet Guðmundsdætur bjuggu í Lindarbrekku frá 1964. Jakobína dó 1980 en Elísabet var eitthvað lengur þar.
Húsið var rifið 199X

Leikfélagið á Blönduósi (1944)

  • HAH00118
  • Corporate body
  • 1944-

Fyrsta leiksýning hér á Blönduósi svo vitað sé, var á höndum Leikfimifélags Blönduóss. Fyrsta verkefni félagsins var Kómedía í nóvember 1897 og í mars 1898 var sýnt leikritið Tímaleysinginn. Hlé varð á leikstarfsemi frá um það bil árinu 1906 til 1923. Um 1926 - 1927 var stofnað leikfélag sem starfaði til ársins 1930. Eftir það var það Ungmennafélagið Hvöt (stofnað 1924) sem hélt lífínu í leiklistinni og sýndi á hverjum vetri til ársins 1942. Það var svo þann 30. október 1944 að nokkrir félagar úr Umf. Hvöt stofnuðu Leikfélag Blönduóss. Eftir því sem heimildir herma voru stofnfélagarnir eftirtaldir: Tómas R. Jónsson, Jakobína Pálmadóttir, Bjarni Einarsson, Kristín Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Þórður Pálsson, Sverrir Kristófersson, Helgi B. Helgason, Stefán Þorkelsson, Jón Jónsson og Konráð Diomedesson.
Fyrsta verkefni þessa nýja Leikfélags var Ævintýri á gönguför [Aths Ráðskona Bakkabræðra skv Húnavöku 1985, var tilefni stofnunar félagsins.] og síðan hefur leiklistarstarf haldist gangandi nær óslitið fram til dagsins í dag. Til gamans má geta þess að fyrsta Húnavakan var haldin hér árið 1948 og var þá sýnt leikritið Maður og kona. Þetta sama leikrit var svo sett upp 16 árum síðar sem fyrsta verk í nýju og glæsilegu félagsheimili.
Formenn leikfélagsins frá upphafi hafa verið sem hér segir: Tómas R. Jónsson, Bjarni Einarsson, Skúli Pálsson, Jóhanna Ágústsdóttir, Sigurður H. Þorsteinsson, Sveinn Kjartansson, Benedikt Blöndal Lárusson, Njáll Þórðarson, Jón Ingi Einarsson og Guðmundur Karl Ellertsson.

Arið 1994 var merkisár í sögu Leikfélags Blönduóss því félagið varð 50 ára. Af því tilefni var ákveðið að setja upp íslenskt leikrit og varð Atómstöðin eftir Halldór Laxness fyrir valinu. Leikstjóri var Inga Bjarnason. Nokkuð erfítt reyndist að skipa í öll hlutverk en það hafðist þó á endanum eins og svo oft áður. Mörg ný andlit sáust í fyrsta skipti á fjölum Félagsheimilins og má með sanni segja að allir hafi staðið sig með prýði, jafnt ungir sem aldnir. Enda fékk sýningin fádæma góðar viðtökur á frumsýningu sem og á öðrum sýningum. Eins og oft áður reyndist aðsókn ekki nógu góð og ef áfram heldur sem horfir gæti léleg aðsókn á sýningar reynst banabiti Leikfélagsins. En við skulum nú vona að svo fari ekki og fólk fari að sjá sóma sinn í því að sækja skemmtanir í heimabyggð í staðinn fyrir að leita alltaf að einhverju betra annars staðar. En nóg um það, ætlunin var að fara stuttlega yfir sögu leiklistar á Blönduósi, úr nógu er að moða.

Bjarg Blönduósi

  • HAH00119
  • Corporate body
  • 1911-

Bjarg 1911. Vilmundarstaðir 1914. Stækkað 1939, á sömu lóð, þó aðeins ofar, stóð hús Jóns Skagfjörð, síðar nefnt Solveigarhús.

Maríubær og Fögruvellir Blönduósi

  • HAH00121
  • Corporate body
  • 1892 -

Benediktshús 1892-1901. Guðmundarbær 1933. Máfaberg [Mágaberg].
Maríubær 1909 - Fögruvellir 1924 sitthvor bærinn á sömu torfu.

Mangahús Blönduósi

  • HAH00122
  • Corporate body
  • 1943 -

Magnús keypti 4.4.1940 af Guðmundi Kolka „skúr þann er hann á í svonefndum Hnjúkaklaufum“ Þetta var lítið sumarhús sem Guðmundur hafði byggt þarna uppfrá.
Magnús endurbyggði húsið á lóð Bala og bjó þar. 1950 er honum talin 110 m2 lóð en 9.1.1943 er hús hans virt 4.85 x 3,25 m.

Mjólkursamlagið Blönduósi

  • HAH00124
  • Corporate body
  • 1947 -

Mjólkurstöð Sölufélagsins. Hún var byggð 1947, en árið 1958 var reist við hana mikil viðbygging. Þar var fyrst framleidd þurrmjólk á Íslandi. Það var byrjað á því strax 1948 og hefur síðan verið stöðug framleiðsla ásamt flestum öðrum mjólkurvörum. Mjólkurstöðvarstjóri var Sveinn Ellertsson og seinna Páll Svavarsson

Möllubær - Þramarholt Blönduósi

  • HAH00125
  • Corporate body
  • 1906 -

Vinaminni 1906 - 1963. Þorkelshús 1906 - Möllubær 1920 - Þramarholt 1930.

Húsið í tvennulagi eða tvö hús sambyggð. Norðurendi kallaður Vinaminni, en suðurendi Möllubær.
Þar bjó fyrstur Þorkell Helgason.

Nökkvi HU 15

  • HAH00126
  • Corporate body
  • 28.2.1987 -

28.2.1987 kom Nökkvi í fyrsta sinn til heimahafnar á Blönduósi.

Skipaskrárnúmer: 1768. Nafn: Nökkvi HU-15. Heimahöfn: Blönduós. Brúttórúmmál: 283,22. Brúttótonn: 502. Lengd (m): 40,01. Útgerðarflokkur: Núllflokkur. Eigandi: Nökkvi hf. Kennitala eiganda: 7005861709. Útgerð: Særún ehf Kennitala útgerðar: 4904740489

Nökkvi er um 300 lesta frystiskip og með tilkomu hans til Blönduóss ætla margir að sé stigið eitthvert stærsta skref sem stigið hefur verið í atvinnusögu staðarins. Um þrjátíu ný störf skapast á staðnum með tilkomu skipsins og ýmsir ætla að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í þá átt að gera útgerð og fiskvinnslu að verulega stórum þætti í atvinnulífi Blönduóss. Áætlað er að endanlegt verð skipsins verði nálægt 200 milljónum.

Samkvæmt þingsályktunartillögu um hafnarmál fyrir árin 1987 til 1990 ættu fimm milljónir að renna til hafnarframkvænuia a Blönduósi 19S7. Ekkert væri áætlað til þeirra árið 1988, en árið 1989 og 1990 væri áætlað að níutíu milljónir myndu renna til hafnarframkvæmda á Blönduósi.

Núverandi nafn skipsins er Grímur Kamban TN 320

Ólafshús Blönduósi

  • HAH00127
  • Corporate body
  • 1878 -

1878 - Ólafshús 1889 - Ingibjargarhús. Hreppshús í mt 1901-1920. Þinghús hreppsins 3.6.1889

Pálmalundur Blönduósi 1919 / Hrafnaflatir Blönduósi 1909

  • HAH00128
  • Corporate body
  • 1919 - 1991

Pálmalundur 1919 - Hrafnaflatir 1909 - Steingrímshús 1940.
Byggt 1909 af Hjálmari Lárussyni, sem kallaði bæ sinn Hrafnaflatir. Hjálmar var afar listfengur og góður smiður. Margir af útskurðargripum hans eru á Þjóðminjasafninu.
1919-1929 bjó í Pálmalundi Jón Pálmason [frá Æsustöðum] og eftir hann Steingrímur Davíðsson skólastjóri 1930-1939. Þeir höfðu báðir bóksölu í húsinu. Eftir að Steingrímur flytur út yfir á bjuggu ýmsir í húsinu. Fyrst Sveinberg Jónsson í eitt ár, síðan koma ma. Þorvaldur Þorláksson, Sigfús Valdemarsson ofl.
18.3.1942 kaupir Jónas Vermundsson húsið og býr þar til æviloka 1979. Torfhildur Þorsteinsdóttir, ekkja hans bjó áfram í Pálmalundi. Hún dó 1991. Stóð húsið autt um tíma, en svo var það rifið.

Slétta Blönduósi

  • HAH00129
  • Corporate body
  • 1921 -

Slétta 1921. 100 ferfaðmalóð sem liggur sjávarmegin við Kvennaskólann og að norðvestur horni hans.
Byggð 1921 af Guðmundi Björnssyni, sem bjó þar með konu sinni, Margréti Gísladóttur. Hún var ekkja Einars Andréssonar á Þorbrandsstöðum og móðir Einars í Einarsnesi. Guðmundur flutti suður er kona hans dó 1925.

Sólvellir Blönduósi

  • HAH00130
  • Corporate body
  • 1928 -

Sólvellir Blönduósi. Gautsdalur 1928
Byggt 1928 af Karli Helgasyni, síðar póstmeistara. Karl fær 228 ferfaðma lóð hjá Halldóru Ingimundardóttir í Enni 10.5.1928.

Sandgerði Blönduósi

  • HAH00131
  • Corporate body
  • 1907 -

Sandgerði [ranglega nefnt Sandur í ÆAHún, gæti verið vegna þess að íbúarnir voru nefndir í sandinum]
Byggt 1907 af Þorleifi jarlaskáldi Kristmundssyni.

Sumarliðabær Blönduósi

  • HAH00132
  • Corporate body
  • 1897 -

Jónshús 1901 - Systrabær (1909) - Sumarliðabær 1919 -Vinaminni. Suðaustur af Ólafshúsi.
26.4.1909 er gerður lóðarsamningur við Herdísi og Ástu um 3750 ferálna lóð [1440 m2]sem er afgirt með skurðum.

Sunnuhvoll Blönduósi

  • HAH00133
  • Corporate body
  • 1907 -

Sunnuhvoll. Byggt 1907 af Þórarni Bjarnasyni. Melshús 1907. Nefnist Þórarinshús 1910.

Sýslumannshúsið Blönduósi Aðalgötu 6

  • HAH00134
  • Corporate body
  • 1900 -

„Norrænn“ byggingarstíll"

Húsið var upprunalega byggt á árinu 1900 sem embættisbústaður Gísla Ísleifssonar sýslumanns (1897-1912). Gísli fer frá Blönduósi 1913 en selur húsið 1914 Ara Jónssyni (Arnalds)
sýslumanni, sem selur síðan húsið 1918 Pétri Péturssyni frá Gunnsteinsstöðum, en hann rak umfangsmikla verslun á Blönduósi um tveggja áratuga skeið. Pétur lést árið 1922. Komst húsið þá í eigu Einars Thorsteinssonar, verslunarstjóra, og bjó hann þar um hríð.
Árið 1943 keypti Snorri Arnfinnsson hótelhaldari húsið og hóf að reka þar hótel. Jafnframt keypti hann steyptan skúr (sem nefndur var Hljómskálinn) og Blöndu sem var verslunarhús, Thorsteinsson- verslunar.

Húsið nýtti hann fyrir gistiaðstöðu í tengslum við hótelið og var svo um áratuga skeið eða þar til það hús var rifið uppúr 1980. Áður en Snorri hætti hótelrekstri hafði hann byggt enn frekar við hótelið og hafði það náð núverandi stærð. Húsið hefur óslitið verið nýtt til hótelrekstrar frá 1943.

BYGGINGARLAG, EFNI og ÁSTAND
Húsið er byggt í „Norrænum“ byggingarstíl. Það var byggt sem einnar hæðar timburhús með portbyggðu risi á hlöðnum kjallara. Inngönguskúrar hafa verið á hvorum gafli.
Kvistur með risþaki var settur á vesturhliðina árið 1925. Var sá kvistur stækkaður 1943 og breytt í kvist með einhalla þaki. Á mynd frá 1930 má sjá steinsteyptan skúr í vestan við húsið. Skúr þessi (Hljómskálinn) var nýttur sem vörugeymsla. 1943 voru gerðar breytingar á húsinu og byggt við það í austurátt (skrifstofa og salerni). Síðar var byggt ofan á Hljómskálann og hann lengdur til suðurs. Um 1960 er síðan búið að bæta við frekari viðbyggingum og húsið þá komið í þá mynd sem það hefur í dag. Gamla húsið er þó enn uppstandandi og sker sig úr viðbyggingunum Aðalgötumegin. En upprunalegum gluggum, hefðbundnum timburhúsagluggum, hefur verið skipt út fyrir aðra gluggagerð. Upphaflega var húsið timburklætt, en síðar múrað og málað eins og steinsteyptu viðbyggingarnar. Húsið hefur því gengið í gegnum miklar breytingar, en þrátt fyrir það tekist að halda velli.

Ástand húsanna í dag er þokkalegt, en umhverfi hússins er nöturlegt /óaðlaðandi.

Tunga Blönduósi

  • HAH00137
  • Corporate body
  • 1922 - 1987

Tunga Blönduósi. Byggð 1922 af Birni Björnssyni er bjó þar til 1943. Hannes Ólafsson til 15.6.1950. Ólafur Sigurjónsson, Valgarð Jörgensen og Bóthildur Halldórsdóttir. Útihús.
Rifið 1987

Möllershús Blönduósi 1877-1918

  • HAH00138
  • Corporate body
  • 1877 - 1913

Fyrsta íbúðarhúsið sem reist var á Blönduósi. Brann 1913. Á sama stað og Sæmundsenhúsið reis síðar (1922) og nú er Kiljan.

Þorleifsbær Blönduósi 1929

  • HAH00141
  • Corporate body
  • 1908 -

Bærinn líklega byggður 1908, en óvíst hver bjó þar fyrstur. Þarna bjó Sveinn Guðmundsson 1911-1920 hann bjó þar fyrst með konu sinni Pálínu Pálsdóttur. Hún dó 26.5.1915. Þá varð ráðskona þar Elínborg Guðmundsdóttir. 1920 flytur Þorleifur Jónsson í Sveinsbæ. 14.6.1929 kaupir Þorleifur svo bæinn og býr þar til æviloka og Alma Ólafsdóttir kona hans eftir það.

Þorsteinshús Aðalgata 11 Blönduósi,

  • HAH00142
  • Corporate body
  • 1907 -

Þorsteinshús Blönduósi 1907. Margrétarhús 1940.
Lóðarsamningur dagsettur 31.10.1908 um 125 ferálna lóð. Lóðin er 25 álnir að lengd frá austri til vesturs og 5 álnir [3 metrar] frá norðri til suðurs.
Lóðin afmarkast að vestan af veginum niður í kauptúnið [Aðalgötu], eða skurðinum meðfram honum. Að norðan eru takmörkin, gatan heim að Böðvarshúsi 4 álnir að breidd meðfram girðingu þeirri er Zophonías Hjálmsson hefur gert um sína lóð [Jónasarhús]. að austan girðing um lóð Böðvars og að sunnan hin áður útmælda lóð Þorsteins.

Þórðarhús Blönduósi

  • HAH00143
  • Corporate body
  • 1898 -

Helgahús 1898 - Þórðarhús 1915. Lárusarhús 1946. Bíbíarhús.
Byggt 1898 af Helga Gíslasyni, sem bjó í húsinu til 1905. Hann bjó eitt ár úti í Refasveit, en kom aftur á Blönduós og byggði þá annað hús (Kristófershús).

Borðeyri

  • HAH00144
  • Corporate body
  • 23.12.1846 -

Borðeyri er fyrrum kauptún sem stendur við Hrútafjörð á Ströndum og er eitt fámennasta þorp landsins með 16 íbúa 15. júlí 2018. Fyrr á öldum var Borðeyri í tölu meiriháttar siglinga- og kauphafna. Nafn eyrarinnar er dregið af því að þegar Ingimundur gamli fór í landaleit, sumarið eftir að hann kom til Íslands, fann hann þar nýrekið viðarborð og nefndi eyrina Borðeyri eftir því. Frá þeim atburðum segir í Vatnsdælasögu:

„Hann fór norður um sumarið í landaleitun og fór upp Norðurárdal og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn er þeir fóru með þeim firði þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauðir. Það voru hrútar. Þá mælti Ingimundur: „Það mun vel fallið að þessi fjörður heiti Hrútafjörður.“ Síðan komu þeir í fjörðinn og gerði þá þoku mikla. Þeir komu á eyri eina. Fundu þeir þar borð stórt nýrekið. Þá mælti Ingimundur: „Það mun ætlað að vér skulum hér örnefni gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri“.
— Vatnsdæla saga

Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður 23. desember 1846. Með fyrstu kaupmönnum sem ráku verslun þar var Richard P. Riis sem reisti þar verslunarhús. 7. maí 1934 kom þar upp Borðeyrardeilan sem snerist um samningsrétt félaga í verkalýðsfélagi í Hrútafirði.
Á Borðeyri var lengi starfrækt Kaupfélag Hrútfirðinga en síðar var þar útibú frá Kaupfélaginu á Hvammstanga. Seinast var þar verslunin Lækjargarður sem ekki er starfrækt lengur. Í dag er bifreiðaverkstæði, gistiheimili og tjaldsvæði. Verið er að vinna að endurbótum á elsta húsi staðarins, Riis-húsi, en það eitt elsta hús við Húnaflóa.

Agnarsbær Blönduósi - Efstibær

  • HAH00145
  • Corporate body
  • 1920 -

Byggður 1920 yfir Agnar sem býr þar til 1924 að hann flytur að Sölvabakka. Margrét Kristófersdóttir flutti þangað 1924 og býr þar uns hún flutti í Vegamót, vorið eftir. Benedikt Helgason býr í Agnarsbæ 1925-193X. Jóhanna Þorsteinsdóttir flytur þá í bæinn. Áshreppur hafði gengið í ábyrgð fyrir Agnar, þegar hann byggði bæinn, og afsalaði hann Þorsteini Bjarnasyni 12.5.1926 ásamt viðbyggðum útihúsum.

Borgarfjörður vestra

  • HAH00146
  • Corporate body
  • (1880)

Borgarfjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Mýrar og norðan við Hvalfjörð. Við fjörðinn stendur bærinn Borgarnes. Fjörðurinn dregur nafn sitt af bæ Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar, Borg. Yfir fjörðinn liggur hringvegurinn um Borgarfjarðarbrúna sem var tekin í notkun 1980. Í fjörðinn rennur Hvítá en í henni verka áhrif flóðs og fjöru.
Út í fjörðinn að sunnanverðu gengur Kistuhöfði í landi Hvanneyrar.

Hafnarfjall er gömul megineldstöð, um fjögurra milljón ára. Eitt stærsta djúpbergsinnskot Íslands úr gabbrói er í Hafnarfjalli. Einnig hefur fundist dálítið af granófýr sem er kornótt djúpberg, mjög líkt graníti og með sömu samsetningu. Margar sjaldgæfar steindir hafa fundist við Borgarfjörð, eins og sítrín (gult litaafbrigði af bergkristal) og háhitasteindir. Hestfjall er gamalt og mjög veðrað fjall ekki langt frá Hafnarfjalli og eru tveir stórir berggangar í norðurhlíð fjallsins, um 20 metrar að þykkt. Mikið er um jaspis í Hestfjalli og hafa fundist 50-100 kílóa kristallar úr jaspis í fjallinu. Mikið er um holufyllingar á svæðinu umhverfis Borgarfjörð eins og annars staðar á landinu hjá gömlum eldstöðvum og megineldstöðvum.
Bærinn Borgarnes stendur á gömlum berggrunni, líklega úr hraunum úr Hafnarfjalli og að mestu með holufyllingum úr zeólítum og kvarssteinum.

Bólstaðarhlíðarkirkja

  • HAH00147
  • Corporate body
  • 1889 -

Kirkjan er í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Bólstaðarhlíð er gamalt höfuðból og kirkjustaður í Avarsskarði, ysta hluta Svartárdals. Þar var fyrrum útkirkja frá Bergsstöðum.

Kaþólskar kirkjur voru helgaðar Mikael erkiengli. Prestakallið var stofnað 1970 og undir það heyra kirkjur í Bólstaðahlíð, á Bergsstöðum, í Auðkúlu, á Svínavatni og Holtastöðum.

Bólstaðarhlíðarkirkja er timburhús, 7,62 m að lengd og 6,37 m á breidd, með kór, 3,09 m að lengd og 3,31 m á breidd, og tvískiptan turn við vesturstafn, 2,22 m að lengd og 2,30 m á breidd. Þök eru krossreist og klædd bárujárni. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar, einn á hvorri kórhlið og einn heldur minni á framhlið stöpuls. Í þeim er krosspóstur og fjórar rúður. Stöpull nær upp yfir mæni kirkju og á honum er áttstrent þak og á því áttstrendur turn með lágt áttstrent þak. Hljómop með hlera fyrir er á fjórum turnhliðum. Turnþök eru klædd sléttu járni Efst á þremur hliðum stöpuls er lítill gluggi. Fyrir forkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og þvergluggi yfir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Bólstaðarhlíð

  • HAH00148
  • Corporate body
  • [900]

Bólstaðarhlíð I.
Kirkjustaður og löngum stórbýli í Ævarsskarði hinu forna. Bærinn er byggður á sléttri grund norðan við kirkjuna með útsýn vestur skarðið allt til Svínadalsfjalls. Hlíðarfjall rís upp frá túninu með stílhreinum hnjúkum. Túnið er ræktað af valllendisgrundum og er harðlent. Í Hlíðarfjalli grær snemma ef vel vorar og landrými er til fjalls. Bólstaðarhlíðareigninni tilheyra gömul eyðibýli á Laxárdal og Skörðum. Eigandi og ábúandi stundar kennslu og símavörslu, en lánar nytjar af jörðinni.
Íbúðarhús byggt 1950, steinsteypt 355 m3. Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð III sem er í eyði. Tún 7 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð II.
Nýbýli stofnað 1954. Bærinn er við gamla þjóðveginn, nokkru ofar en Bólstaðarhlíð I. Ábúandi jarðarinnar og eigandi að hálfu fær lánaðar nytjar af hinum Bólstaðarhlíðarbýlunum, þar sem ekki er áhöfn. Bak Hlíðarfjalls er eyðibýlið Skyttudalur á Laxárdal fremri og fylgir það eigninni. Einnig er svokallaður Hlíðarpartur í Svartárdal, milli Botnastaða og Gils. Þar er nokkurt tún.
Íbúðarhús byggt 1954 steinsteypt 312 m3. Fjós yfir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 400 n3. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Svartá og Hlíðará.

Bólstaðarhlíð III.
Skipt út úr Bólstaðarhlíðareigninni, jafnt að dýrleika og Bólstaðarhlíð I. Landi utan túns óskipt. Þar hefur ekki verið búið frá 1967, en nytjar lánaðar, Helmingur Hlíðarpartsins fylgir Bólstaðarhlíð III.
Íbúðarhús byggt 1950 355 m3 [Tvíbýlishús með Bólstaðarhlíð I] Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús fyrir 170 fjár. Hlöður 475 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur á Svartá og Hlíðará.

Ævarsskarð

  • HAH00149
  • Corporate body
  • um880 -

Í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags fyrir árið 1923 (bls. 65), 1924 (bls. 8 og 31) og 1925-1926 (bls. 32-42) deila þrír íslenzkir fræðimenn all-harðlega um, hvar leita beri Ævarsskarðs, þar sem Landnáma segir, að búið hafi Ævar gamli, en hann nam allan efri hluta Langadals frá Móbergi.

Dr. Finnur Jónsson taldi, að Ævarsskarð væri sama og Stóra-Vatnsskarð. Þetta er útilokað af því að Stóra-Vatnsskarð var allt í land námi Þorkels vingnis, og að það skarð nær heldur ekki í gegnum fjöllin til landnáms Ævars. Virðist þessi staðreynd vera mönnum undarlega dulin.

Dr. Hannes Þorsteinsson og Margeir Jónsson halda báðir, að Ævarsskarð sé sama og Litla-Vatnsskarð. Styðja þeir tilgátu sína aðallega við eftirfarandi röksemdir:
a) Bæjarnafnið Vatnsskarð hafi breytzt í framburði og verið upphaflega Ævarsskarð (dr. H. Þ.)
b) Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðum (f 1879) kvað svokallaðar Ævarstóptir vera til nærri Litla-Vatnsskarði.
c) Hvorugur finnur neinn annan stað í Landnámi Ævars, þar sem hann hafi getað búið.
d) Litla-Vatnsskarð liggi þannig, að það komi bezt heim við frásögn Landnámu (M. J.).

Hina fyrstu röksemd hefur dr. Finnur hrakið. Um hina aðra er þetta að segja m. a.: Jóhannes á Gunnsteinsstöðum var að vísu gagnmerkur maður. En hann ætlaði sér aldrei þá dul, að færa fullar sönnur á, að Ævarsskarð og Litla-Vatnsskarð væri eitt og hið sama. Hann vissi, að ýmsar tilgátur voru um það atriði. En af því, að hann hafði heyrt getið um Ævarstóptir hjá Litla-Vatnsskarði, hallaðist hann helzt að því, að þar hefði bær Ævars staðið. En nú er á það að líta, að þessar tóptir voru alls ekki í skarðinu, svo ef Ævar hefði búið þar, hefði Landnáma ekki komizt svo að orði, að „Ævar bjó í Evarsskarði«. Í öðru lagi veita rústirnar sjálfar engar upplýsingar um þetta mál. Í þriðja lagi er það ekkert merkilegra, að fleiri en einar bæjarrústir finnist á Litla-Vatnsskarði en víða annars staðar, þar sem bæir hafa verið færðir úr stað ýmsra orsaka vegna. Á nafninu einu er engin rök hægt að reisa. Fyrir því er þessi röksemd lítils eða einskis virði. En hinum tveim síðustu röksemdum verður svarað með því, er eftir fer.

Frásögn Landnámu um Landnám í Langadal er á þessa leið: »Ævarr hét maðr, son Ketils helluflaga ok Þuríðar, dóttur Haraldar konungs gullskeggs ór Sogni. Ævarr átti þeira son var Véfröðr. Synir Ævars laungetnir váru þeir Karli ok Þorbjörn Strjúgr ok Þórður mikill. Ævarr fór til íslands ór víkingu, ok synir hans aðrir en Véfröðr með honum fór út Gunnsteinn, frændi hans ok Auðúlfr ok Gautr, en Véfröðr var eftir í víkingu. Ævarr kom skipi sínu í Blönduós; þá váru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævarr fór upp með Blöndu at Ieita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann niðr stöng háva, ok kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan ok svá fyri norðan háls.

Þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævarr bjó í Evarsskarði. Véfröðr kom út síðar í Gönguskarðsárós ok gekk norðan til föður síns ok kenndi faðir hans hann eigi. Þeir glímdu svá, at upp gengu stokkar allir í húsinu áðr Véfröðr sagði til sín. Hann gerði bú at Móbergi sem ætlat var, en Þorbjörn strjúgr á Strjúgsstöðum, en Gunnsteinn á Gunnsteinsstöðum, Karli á Karlastöðum, Þórðr á Mikilsstöðum, Auðúlfr á Auðúlfsstöðum. Gautr bygði Gautsdal ....

Holti hét maðr, er nam Langadal ofan frá Móbergi ok bjó á Holtastöðum.“
Þegar kom fram um Móberg, þótti Ævari tími til kominn að helga sér landið, enda óvíða fegurra. Þar voru og eðlileg takmörk að utan, en þess virðast landnámsmenn hafa gætt mjög vel, að landnámið væri skýrt afmarkað. Hvammsá og Brunnárdalur gátu engum dulizt. Á Móbergi, yzta bænum í landnáminu, helgaði Ævar Véfröði, syni sínum, bústað. Síðar, eftir að hann hafði ákveðið landnámið, og valið sér sjálfum bezta bitann að venju, gaf hann frændum sínum og skipverjum land, og eru bústaðir þeirra raktir fram Langadal sömu röð og gert er enn í dag. Aðeins tveir þeirra, Karlastaðir og Mikilsstaðir, eru lagztir í eyði fyrir ævalöngu. Ævar fór fram Langadal. Hvar nam hann staðar og setti landnáminu takmörk í þeirri átt?

Margeir Jónsson heldur fram þeirri fjarstæðu, að þau takmörk hafi verið á milli Æsustaða og Bólstaðarhlíðar. Þetta er fjarstæða af því, að þar eru engin og hafa aldrei verið nein náttúrleg landamerki. Æsustaðir hafa augsýnilega bygzt eftir að land var hér numið að mestu Ieyti eða öllu. Annaðhvort varð Ævar að nema staðar við Auðólfsstaðaá eða fara dalinn á enda. Og hvað var því til fyrirstöðu? Ekkert, að því, er séð verður. Ævar fór fram dalinn, fram með fjöllunum, unz hann kom í skarð eitt mikið. Um það skarð rann allmikil bergvatnsá út í Blöndu. Hún kallast Svartá.

Skarð þetta skilur Blöndudal og Langadal, sem ella nefndust sama heiti, því í raun rjettri eru þeir einn dalur. Norðan skarðsins rís hinn bratti stafn Langadalsfjalla, en að sunnan hinn tignarlegi Tunguhnjúkur (Finnstunguhnjúkur), sem er endi háls þess, er skilur Svartárdal og Blöndudal. Frá Langadal liggur skarð þetta þvert á Svartárdalsmynni og nær að Svatárdalsfjalli, sem skilur Svartárdal og Stóra Vatnsskarð.

Ævar gat ekki valið landnámi sínu æskilegri né eðlilegri takmörk en í skarði þessu. Um það féll Svartá, er skildi landnámið frá Blöndudal, en er kom austur úr því, féll Hlíðará úr þverdölum niður í Svartá og skildi lönd Ævars frá landnámi Þorkels vingnis, er nam land um Vatnsskarð allt og Svartárdal. í skarði þessu var skýlt og fagurt. Heitir þar enn í dag Skógarhlíð, þó þar sjáist nú engin hrísla. Þar var veðursæld svo mikil, að þangað heimfæra menn ennþá máltækið: »Það er grimmur góudagur, ef ekki tekur í Hlíðarfjalli«. Þar var vatn gnægt. Þar var svo landrúmt til fjallanna, að ekki varð á betra kosið. Þar var svo sérkennilegt, að engum gekk úr minni: Umlukt fjöllum á alla vegu, og lágu þó þangað allar leiðir. Hér tók Ævar sér bústað, í hjarta landnáms síns, og var því skarðið nefnt Ævarsskarð. Hvar bærinn hefur staðið, verður ekki vitað með fullri vissu.

Rústir eru enn í miðju skarði, sem sumir hyggja, að sýni, hvar Ævar bjó. Hitt tel ég líklegra, að bær hans hafi staðið þar sem bærinn Bólstaðarhlíð stendur enn í dag; þetta höfuðból, sem á síðari öldum hefir ýmist verið talið til Svartárdals eða Langadals. Vegna þess, hve ætt Ævars flutti snemma úr landnámi hans, svo nafnið á skarðinu mikla týndist niður. Hvers vegna ættmenn Ævars gamla sleptu Bólstaðarhlíð og fyrnefndum jörðum í Langadal úr hendi sér, er óráðin gáta. Ef til vill má aðeins geta þess til, að þar hafi þá verið mestir ættarhöfðingjarnir, sem fóru með Ávellinga (eða Æverlinga) goðorð og hinir einhverra hluta vegna leitað til þeirra trausts og halds.

Auðólfsstaðir í Langadal

  • HAH00150
  • Corporate body
  • [900]

Landnámsjörð, löngum talin kostamikil. Bærinn er á allbröttum hól undir Langadalsfjalli, rétt norðan við mynni Auðólfsstaðaskarðs. Jörðin á land beggja vegna í skarðinu og í Langadalsfjalli til merkja við Gunnsteinsstaði. Valllendisræktun er ofan vegar, upp í skarðsmynnið norðan Auðólfsstaðaár. Aðalræktunarlandið er afar víðlent sléttlendi neðan vegar sem nefnist Auðólfsstaðaengi. Íbúðarhús byggt 1930 544 m3. Fjós fyrir 20 gripi. Fjárhús ufir 340 fjár. Hlöður 1214 m3. Tún 40 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Auðólfsstaðaá.

Austurhlíð -Eyvindarstaðagerði

  • HAH00151
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn er byggður ofan Blöndudalsvegar gegnt Guðlaugsstöðum. Stendur hann skammt frá brekkurótum og er þar allbratt upp á hálsinn [Eyvindarstaðaháls?]. Ræktun er bæði á framræstum mýrum neðan vegarins og einnig ofan vegarins að hluta í talsverðu brattlendi. Frekar er landþröngt en allvel gróið. Jörðin hét áður Eyvindarstaðagerði. Íbúðarhús steinsteypt 1950 350 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 360 fjár. Hesthús yfir 6 hross. Hlöður 1220 m3. Tún 20 ha., veiðiréttur í Blöndu.

Barkarstaðir Svartárdal

  • HAH00152
  • Corporate body
  • 1921

Barkarstaðir eru vestan Svartár norðan Steinársgerðis. Brú er á Svartá á Bergsstaðamó, og liggur vegurinnum hlað á Barkarstöðum til Torfustaða. Bærinn stendur neðan við veginn. Flálendi er töluvertt á hálsinum. Íbúðarhús byggt 1958, 536 m3, fjós fyrir 8 gripi, fjárhús yfir 420 fjár, hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 410 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Smyrlaberg í Torfulækjarhreppi

  • HAH00153
  • Corporate body
  • (1430)

Jörðin dregur nafn sitt af frekar lágu bergi, Smyrlabergi, sem bærinn stóð rétt sunnan við. Eigandi Smyrlabergs er Kristmundur Stefánsson í Grænuhlíð sem hann byggði á Grænunum í landinu þar sem áður hafði verið ræktun. Þar hefur Einar sonur hans byggt fjárhús yfir 80 fjár og hlöðu 220 m3, hann er eigandi þessara hús og hluta túns, Eigandi jarðarinnar að öðruleyti er Páll Stefánsson Blönduósi. Tún 12 ha. Veiðiréttur í Laxárvatni og Blöndu.

Bólstaður

  • HAH00154
  • Corporate body
  • 1964-

Prestseturshús byggt á lóð úr landi Botnastaða árið 1964. Húsið stendur á hólbarði í miðju túninu skammt ofan Svartárdalsvegar. Á neðri hæðinni var starfræktur unglingaskóli sem um skeið var í Húnaveri. Íbúðarhús 397 m3.

Brattahlíð í Svartárdal

  • HAH00155
  • Corporate body
  • 1900 -

Bærinn stendur við þjóðveginn á bakka Svartár skammt norðan Eiríksstaða. Tún er ræktað af grýttum mó við erfiðar aðstæður. Svartárdalsfjall rís að baki túnsins afar hlíðabratt með all stóra og mjög djúpa tjörn við brekkuræturnar yst í Brattahlíðarlandi. Þar utar er sérkennileg kvos, kölluð Gróf sem skiptist á mill Brattahlíðar og Fjósa. Jörðin hét áður Eiríksstaðakot. Íbúðarhús byggt 1900 timbur og torf, fjós yfir 6 gripi, fjárhús yfir 120 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlöðuður 20 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Brúarhlíð í Blöndudal

  • HAH00156
  • Corporate body
  • (1900)

Jörðin hét áður Syðra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð hátt í hlíðinni norðan Blöndudalshóla. Blöndubrú fremri er í túnfætinum að sunnan og liggur vegur um hana til Bugs og Kjalvegar. Skammt er frá bænum upp í knappa brekku í Skeggstaðaskarð, en Tunguhnjúkur rís að norðan. Jörðin er landlítil en notagott býli. Íbúðarhús byggt 1952 396 m3. fjós fyrir 10 gripi, fjárhús yfir 270 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 790 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Eiríksstaðir Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00157
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn er neðan vegar, langa bæjarleid norðan Bergsstaða. Af Eiríksstaðahorni nokkru sunnan bæjar opnast útsýn yfir miðhluta Svartárdals. Ræktuner að meirihluta af valllendi og nokkuð sundurslitin. Jörðin á víðáttumikið flálendi á Svartárdalsfjalli og gott beitiland í brekkum neðan brúna. Eiríksstaðahöfði heitir hæð ein áberandi á vesturbrún Svartárdalsfjalls nyrst í Eiríksstaðalandi. Íbúðarhús byggt 1938, 320 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1020 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Finnstunga í Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00159
  • Corporate body
  • [1300]

Finnstunga er neðan Tunguhnjúks og stendur hátt í norðurausturhlíð Blöndudals. Útsýn er þar mikil og víð um Langadal og Ása. Bak Tunguhnjúks liggur Finnadalur fram til Skeggjastaðaskarðs. Land jarðarinnar liggur allt austur til Svartár. og eru víðlendar eyrar fram á móts við Bólstaðarhlíð. Ræktun er að mikluleyti valllendismóar og er mikill hluti túnsins í brattlendi. Íbúðarhús byggt 1942, 500 m3. Fjós fyri 14 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 920 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Svartá.
Í Tungu (Finnstungu) í Blöndudal var hálfkirkja „vel standandi" 1486.

Fjósar í Svartárdal

  • HAH00160
  • Corporate body
  • [1500]

Fyrir framan Fjós þrengist dalurinn og liggur vegurinn allhátt í hlíðinni yfir svonefnt Fjósaklif. Þar er flughengi niður í á, þar sem brattast er. Beint á móti Fjósaklifi eru Skeggsstaðir vestan árinnar. Þar bjuggu um miðja 18. öld hjónin Jón Jónsson (d. um 1785) og Björg Jónsdóttir. Þau áttu 14 börn og náðu 8 þeirra áttræðisaldri. Systkin þessi bjuggu á ýmsum jörðum í nágrenninu og er Skeggsstaðaætt mjög útbreidd um austurhreppa sýslunnar, Skagafjörð og víðar, svo víða, að jafnvel er talið að Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkja Norður-Ameríku, sé af Skeggsstaðaætt. Eftir miðja síðustu öld bjó á Skeggsstöðum Brynjólfur Brynjólfsson er síðar flutti til Vesturheims og dó þar háaldraður 1917. Sonur hans, Magnús Brynjólfsson ríkissaksóknari fyrir Pembina County í Norður-Dakota, var fyrsti Íslendingurinn, sem tók próf í lögum vestan hafs (d. 1911).

Fjósar eru í eigu Skógræktarsjóðs Austur Húnavatnssýslu og hefur verið í eyði frá 1970. Skógræktarhólf er í brekkunum neðan brúna. Landsnytjar eru lánaðar. Bærinn stendur í barði undir brattri hólbrekku, skammt norðan Fjósaklifs. Túnstæði er mjög takmarkað niðri í dalnum, en landkostir til fjalls. Voru um skeið beitarhús með nokkru túni ofan brúna, en jörðin á land um Fjósafjall til Arnarvatns og töluvert norður fyrir þjóðveg á Vatnsskarði. Fjárhús byggt 1951 221 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Hlöður 440 m3. Geymslur 132 m3. Veiðiréttur í Svartá.

Fossar í Svartárdal

  • HAH00161
  • Corporate body
  • [1500]

Fossar eru í Fossadal vestanverðu á fögrum og skjólstæðum stað. Gengt bænum blasir Lækjahlíð við, og yfir gnæfa Háutungur. Að norðan eru Þrengslin löngum viðsjálleið, og sunnan þeirra vegurinn uppá Eyvindarstaðarheiði. Framar í dalnum að austan er eyðibýlið Kóngsgarður, ræktað og byggt peningahúsum. Undirlendi er takmarkað og ræktun sundurslitin en landgæði. Áður kirkjujörð en varð bændaeign 1955. Íbúðarhús byggt 1957, 486 m3. Fjós fyri 4 gripi. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2020 m3. Heimilisrafstöð frá 1930. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Fossá.

Gautsdalur í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00162
  • Corporate body
  • (1950)

Þar bjó Gautur, förunautur Ævars hins gamla og fóstbróðir Eyvindar sörkvis. Bærinn er á Laxárdal fremri að vestan, norðan við mynni Auðólfsstaðaskarðs, vegur liggur til bæja um brúá ánni neðst í túninu. Túnið liggur út með brattri fjallshlíð á bökkum Auðólfsstaðaár, að nokkru ræktað með framræslu. Vetrarríki er mikið á Laxárdal, en landgæði og landrými. Eyðijörðin Mörk, er eign bændanna í Gautsdal og á Æsustöðum. Íbúðarhús byggt 1948 steinsteypt 307 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús fyrir 33 hross. Hlöður 802 m3. Tún 18 ha. Veiðiréttur í Auðólfsstaðaá.

Gil í Svartárdal

  • HAH00163
  • Corporate body
  • [1500]

Þorkell Vignir, son Skíða ens gamla, hann nam Vatnsskarð allt ok Svartárdal. Þannig segir í Landnámu, bls. 230, útgáfu Hins íslenska fornritafélags, Reykjavík, 1968. "Landnám Þorkels er einkennilegt. Það er í tveimur sýslum. Bæir í Vatnsskarði eru í Skagafjarðarsýslu allir nema hinn vestasti, Vatnshlíð, og liggja sýslumörk þar um vatnið. Hinn hlutinn, Svartárdalur, er í Húnavatnssýslu. Það er mikil byggð." Svo ritar Haraldur Matthíasson í hinni merku bók sinni, Landið og Landnáma, I. bindi, Örn & Örlygur, 1982.

Fyrsti bær fyrir austan Bólstaðarhlíð er bærinn Gil, en litlu austar Fjós, jörð, sem þrír bræður, Einar, Guðmundur og Friðrik Björnssynir, gáfu til skógræktar. Einar Björnsson (1891-­1961) og Guðmundur M. Björnsson (1890­-1970) voru kenndir við Sportvöruhús Reykjavíkur, en Friðrik Björnsson var læknir (1896­-1970). Þeir bræður voru frá Gröf í Víðidal, systursynir Guðmundar Magnússonar prófessors frá Holti í Ásum Péturssonar. "Guðmundarnir", þrír prófessorar í læknisfræði við Háskóla Íslands, voru allir Húnvetningar (skipaðir í stöður sínar 17. júní 1911 við stofnun HÍ). Guðmundur Björnsson, Guðmundur Hannesson og sá er fyrr er nefndur, Guðmundur Magnússon. Má telja með ólíkindum, að ein sýsla skyldi geta af sér slíka afburðamenn, sem lögðu grunninn að íslenskri læknamenntun.

Bærinn stendur norðan Gilslækjar ofan við Svartárdalsveg. Vestan árinnar rís Skeggsstaðafjall veggbratt og skriðurunnið, en í norðri Húnaver og Bólsstaðarhlíð með Hlíðarfjall í baksýn. Djúpt klettagil gengur upp til Svartárdalsfjalls og eru þar fjárhús og tún ofan brúna. Túnrækt bæði framræst mýrlendi og valllendi. Jörðin landlítil en landgott er til fjallsins. Íbúðarhús byggt 1964 429 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 480 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 300 m3. Tún 22 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Gunnsteinsstaðir í Langadal

  • HAH00164
  • Corporate body
  • um 890

Gunnsteinsstaðir. Landnámsjörð og löngum stórbýli. Bærinn er í skjóllegum hvammi sunnan undir háum hólrana við rætur Langadalsfjalls. Ber þar hæst Nýlendunibba og hefur löngum verið hætt viðskriðuföllum og snjóflóðum. Norðurlandsvegur liggur Gunnsteinastaðahólminn.
Íbúðarhús byggt árið 1925 684 m3. Fjós fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 530 m3. Lóð 25 ha, veiðiréttur í Blöndu.

Hólabær í Langadal

  • HAH00165
  • Corporate body
  • (1930)

Hólabær. Gamalt býli byggt 1955. Bærinn stendur húsaveg norðan Gunnsteinsstaða í hólnum, sem nær þar fram á árbakkann. Eyðibýliðið Kárahlíð á Laxárdal er eign bænda í Hólabæ og Gunnsteinsstaða. Íbúðarhús byggt 1955- 345 m3 Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 270 fjár. Hlöður 950 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hóll í Svartárdal

  • HAH00166
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Hóll er vestan Svartár, byggður á bröttum hól í norður tagli Oksans. Þar er víðsýnt út um svartársal allt till Laxárdalsfjalla. Hólsdalur liggur vestan Oksans og á jörðin þar mikið land, gott og víðáttumikið, allt til Eyvindastaðarheiðar. Tún er rækrað norðan Oxans til merkja við Steiná og einnig fram með Svartá. Er þar valllendisræktun að mestu. Íbúðarhús byggt 1956 180 m3. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 300 fjár. Hesthús fyrir 8 hross. Hlaða 820 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Vörðufell í Árnessýslu 391 mys

  • HAH00167
  • Corporate body
  • 874 -

Vörðufell er 391 stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti. Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum. Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs. Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.
Útsýnið ofan af Vörðufelli er afbragðsgott á góðum degi og sífellt fleiri leggja leið sína þangað.

Hvammur í Svartárdal

  • HAH00168
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Hvammur stendur skammt neðan vegar, norðan Hvammsár. Fellur hún austan Hvammsdal um stórgrýtta skriðu í Svartá við tún í Hvammi. Jörðin á land beggjamegin Svartár og er að vestan gamalt eyðibýli, Teigakot. Ræktun er bæði austan og vestan ár, sum í brattlendi við erfiðar aðstæður. Landrými er í Hvammi og landgott til fjalls. Íbúðarhús byggt 1954, 200 m3. Fjós fyrir 4 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlaða 150 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá, Hvammsá og Hvammstjörn.

Leifsstaðir í Svartárdal

  • HAH00169
  • Corporate body
  • [1300]

Leifsstaðir I. Bærinn er helmingur tvíbýlishúsa á móti Leifsstöðum II. Tún býlanna er að mestu vallendisræktun og nær sunnan frá brúninni á Svartá gegnt Steiná og samfellt norðan Leifsstaðaklifs allt til merkja við Bergsstaði. Jörðin er flálendi gott á Svartárdalsfjalli. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross. Hlöður 320 m3. Tún 14 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Leifsstaðir II. Bærinn stendur við þjóðveginn, sem liggur á bakka Svartár. Beint á móti vestan ár er eyðibýlið Steinárgerði, nytjað af eigendum beggja jarðanna. Er þar tún og fjárhús og göngubrú á Svartá. Túnið er bæði á eyri gegnt Leifsstöðum og á stalli ofar í brekkunum. Flálendi er á hálsinum ofan brúna. Á leifsstöðum er landi óskipt milli býlanna. Íbúðarhús byggt 1945 237 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús fyrir 220 fjár. Hesthús yfir 14 hross. Hlöður 520 m3. Tún 18 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Skeggsstaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00170
  • Corporate body
  • [1200]

Nyrsti bær í Svartárdal að vestan, stendur við brekkurætur efst í túni á syðribakka Skeggstaðalækjar. Skeggstaðafjall gnæfir í útvestri frá Skeggstaðaskarði að sunnan en lækkar til norðurs framan við Ártún í Blöndudal. Fjósaklif gín gengnt bænum að austan. Brú er á Svartá yst í Skeggjastaðatúni og vegur til bæjar. Tún er harðlent, áður vallendis móar og sandeyrar. Jörðin er landstór og tekur sjaldan fyrir vetrarbeit. Íbúðarhús byggt 1948 224 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 270 fjár. Hlöður 1100 m3. Tún 21 ha. Veiðréttur í Svartá.

Skeggstaðafjall í Blöndudal

  • HAH00170a
  • Corporate body
  • 874 -

Skeggstaðafjall. Á móti Hlíðarfjalli er Skeggsstaðafjall. Á milli þeirra er djúpur dalur, er líkist skarði, á milli Svartárdals og Langadals. Utarlega í skarði þessu telja sumir að bær Ævars hins gamla hafi staðið eins og síðar mun sagt verða. Skeggsstaðafjall skyggir á sólskinið við bæina niðri í skarðinu í skammdeginu svo að eigi sér þar til sólar frá 11. nóvember til 26. janúar næsta ár þó að Hlíðarfjallið sjálft sé baðað í sólarbirtu. Á milli fjallanna liðast Svartá í áttina til Blöndu.

Þegar haldið er frá Hólahorni áfram til Bólstaðarhlíðar blasir við á hægri hönd bergskriða, fremur lítil um sig, en regluleg, sunnan Svartár, í norðurhlíð Skeggstaðafjalls. Heitir skriðuörið Grænaskál eða Nónsskál. Er það ekki ólíkt því, að þarna hafi verið lítill skálar jökull, sem hefði nagað sig inn i hlíðina og ekið saman jökulgörðum fyrir framan sig. Er svo víða, að erfitt er að sjá, fyrr en eftir nána athugun, hvort skálarjökull hefur verið að verki eða bergskriða hlaupið fram.

Skottastaðir í Bólstaðarhlíðarhreppi

  • HAH00171
  • Corporate body
  • [1500]

Á jörðinni er ekkert íbúðarhús og hefur eigandi heimili sitt á Leifsstöðum. Býlið er austan Svartár gegnt Hóli og gnæfir Oksinn vestan árinnar. Á Skottastöðum er skýlt fyrir norðanátt og oft snemmgróið. Landgott til fjalls. Túnið er að mestu framræst mýrlendi í Skottastaðahlíð. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlaða 360 m3. Hesthús.. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Stafn í Svartárdal

  • HAH00172
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Stafn er hinn fremsti í Svartárdal að austan, byggður skammt ofan vegar. Túnið er ræktað upp úr samfelldum vallendismóum norðan Stafnsklifs. Brú á Svartá syðst í túninu. Sunnan þess er Stafnsrétt á Löngueyri, síðan Stafnsgil með Háutungur og Stafnsfell á hvora hönd. Svartárdalsfjall rís í austri og þar liggur vegur um Kiðaskarð til Skagafjarðar. Jörðin á einnig land í Teigum vestan Svartár. Beitiland afar víðáttumikið og kjarngott. Íbúðarhús byggt 1950, 384 m3. Fjós yfir 6 gripi. Fjárhús yfir 510 fjár. Hesthús yfir 18 hross. Hlaða 200 m3. Verkfærageymsla 264 m3. Tún 19 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Stafnsrétt í Svartárdal

  • HAH00173
  • Corporate body
  • 1813

Í Lýtingsstaðahreppi var orðin mikil óánægja með Eyvindarstaðarétt, sem aðalrétt, skilarétt fyrir Eyvindarstaðaheiði og Stafnsafrétt, Háutungur, sem óværðin í Háutungnasporði haustið 1810 sannar. Það var heldur engin furða. Úr Háutungnasporði, norður og vestur að Eyvindarstöðum í Blöndudal er löng leið, varla styttri en 10 km. og yfir fjallgarð að fara og sömu leið til baka, þangað sem leiðin liggur norður Kiðaskarð. A fyrri tíð voru það aðallega sauðir og fjallalömb, sem rekið var til afréttar. Sauðir gátu hlaupið og hlaupið, en þessi langi rekstur að óþörfu var ill meðferð á Iömbum, sem komu „lúin og þyrst af fjöllunum".

Samkvæmt bréfum, sem til eru leystist þetta deilumál sumarið 1812. Séra Jón Konráðsson vildi stefna málinu til dóms, en að sögn var það Pétur prófastur á Víðivöllum sem bar sáttarorð á milli, hinn merkasti maður og héraðshöfðingi og var þetta ekki í eina sinn að hann stóð að því, að setja niður deilur. 27. mai 1812 skrifa þeir, séra Jón Konráðsson og Þorsteinn Pálsson hreppsstjóri bréf til sýslumanns Húnvetninga Sigurðar Snorrasonar. I þessu bréfi biðja þeir sýslumann náðarsamlegast, að koma því til leiðar að Eyyindarstaðarétt verði færð á Löngueyri fyrir sunnan Stafnsklif. Þeir lýsa :'takanlega hræðilegum hrakningi á úthungruðu úrtiningsfé, sem rekið sé, margvíslega illa verkað úr einni rétt í aðra.

En nú hafði Sigurði á Krossanesi snúist hugur frá því tveim árum fyrr, ef til vill fyrir áhrif frá Pétri prófasti. Sigurður skrifar viðbót við bréf þeirra séra Jóns og Þorsteins, dagsett í Krossanesi daginn eftir 28. maí. Þar stendur:
„Ég óska því af alhuga, að bón prestsins frá Mælifelli og hreppsstjórans frá Reykjavöllum mætti fá þann liðugasta framgang og vil samhuga þeim í líkri undirgefni alúðlega óska þess sama".

Þessi bréf voru lesin upp fyrir manntalsþingrétti í Bólstaðarhlið 1. júní 1812. Á þessu þingi var það samþykkt af öllum að færa Eyvindarstaðarétt á Löngueyri fyrir framan Stafnsklif. Þingsóknarmenn allir samþykktu þessa breyting og eigendur afréttarlanda, Sigurður í Stafni og mr. Jón Bjarnason hreppsstjóri á Eyvindarstöðum. Hinn 11. ágúst 1812 sendi Sigurður sýslumaður Skagfirðingum bréf fyrir hönd Bólstaðarhlíðarhreppsmanna.

Árið eftir 1813 var svo Stafnsrétt byggð á Löngueyri fyrir sunnan Stafnsklif, þar sem hún stendur enn, og fyrst réttað þar haustið 1813. Það ár andaðist mr. Jón Bjarnason hreppsstjóri á Eyvindarstöðum. Hann var frá Holti í Svínadal, en kona hans var Ingibjörg dóttir Guðmundar rika í Stóradal. Liklegt má telja, að fé hafi verið dregið sundur i Mælifellsárrétt á 19. öld og ekki rekið vestur, nema það sem að vestan var. Laust fyrir síðustu aldamót var byggð rétt í Mælifellsárlandi við Sellæk austan við Kiðaskarð. Skarðsrétt var hún nefnd og var réttað þar nokkur haust, síðast haustið 1903. Samkvæmt reikningum Lýtingsstaðahrepps var greidd leiga fyrir réttarstæði árið 1897 og ef til vill hefur Skarðsrétt verið byggð fyrr. Öll aðstaða var slæm við þessa rétt og árið 1905 var hún færð ofan í Mælifellsnes og síðan kennd við Mælifell. Á sýslufundi árið 1908 var Mælifellsrétt samþykkt skílarétt og hefur verið það siðan

Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi.

  • HAH00174
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Steiná I stendur á norðurbakka Steinárlækjar, á hjalla ofarlega í gamla túninu. Breiðir það sig sunnan lækjar allt að Hólstúni, út undir merki að norðan, en hefur nú verið skipt á milli býlanna. Er það bæði af valllendi og mýri. Ruddur vegur liggur upp sunnan bæjarlækjar fram til heiðar. Beitiland Steinárjarða er á Steinárflám og Flatafjalli. Nær það allt til afréttargirðingar, kjörið land að víðáttu og gæðum. Íbúðarhús byggt 1939 209 m3. Fjós yfir 7 gripi. Fjárhús yfir 120 fjár. Hesthús fyrir 15 hross;. Hlöður 200 m3. Tún 10 ha. Veiðréttur í Svartá.


Bærinn Steiná II er byggður norðan lækjar skammt neðan við Steiná I, nýbýli frá 1960. Ræktun er að mikluleiti á flóa norðan Steinárlækjar á breiðum stalli ofan brún. Að öðruleyti vísast til umsagnar um Steiná I. Íbúðarhús byggt 1964 550 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 220 fjár. Hlaða 820 m3. Tún 18 ha. Veiðréttur í Svartá.


Bærinn Steiná III er sambyggt við Steiná III. Jörðin er nýbýli frá 1959. Ræktun er að hluta til ofan brúna norðanlækjar. Að öðruleyti vísast til umsagnar um Steiná I. Íbúðarhús byggt 1964 550 m3. Fjós yfir 20 gripi. Fjárhús yfir 220 fjár. Hlaða 820 m3. Tún 18 ha. Veiðréttur í Svartá.

Strjúgsstaðir í Langadal

  • HAH00175
  • Corporate body
  • [900]

Landnámsjörð Þorbjarnar strjúgs. Nyrsti bær í Bólstaðarhlíðarhreppi. Bærinn stendur á skriðugrund við vesturmynni Strjúgsskarðs, sem áður var fjölfarin leið milli byggða. Um skarðið fellur Strjúgsá, og eftir stórgrýttri skriðu í Blöndu. Olli hún stundum skaða í flóðum. Jörðin á land í Strjúgsskarði og Langadalsfjalli. Túnið er mjög harðlent en grasgefið. Íbúðarhús byggt árið 1831, steinsteypt 275 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Hlöður 240 m3. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Torfustaðir í Svartárdal.

  • HAH00176
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn Torfustaðir er vestan Svartár og stendur á brún allknapprar brekku við enda Torfustaðavegar gegn Ytra-Bergsstaðaklifi. Í útvestri rís Járnhryggur sunnan Brúnaskarðs. Jörðin er landlítil en sæmilega gróin. Gott tún er á framræstu mýrlendi allt til merkja að sunnan, en ræktun er erfiðari vegna grjóts og brattlendis í úthluta landsins. Íbúðarhús byggt 1956, 287 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús með áburðarkjallara fyrir 360 fjár. Hlaða 900 m3. Tún 15 ha. Veiðiréttur í Svartá.

Vatnshlíð á Skörðum

  • HAH00178
  • Corporate body
  • [1500]

Bærinn er ofan Norðurlandsvegar á Vatnsskarði, suðvestan Vatnshlíðarhnjúks. Í suðri rís Valadalshnjúkur, en í vestri Víðivörðuás og Gilsháls. Við túnfótinn er stórt stöðuvatn kennt við bæinn. Hluti af jörðinni nefnist Hlíðarendi. Íbúðarskúr byggður 1972 75 m3, fjós fyrir 8 gripi, fjárhús fyrir 400 fjár, hlöður 600 m3. Tún 17 ha. Veiðiréttur í Vatnshlíðarvatni.

Þverárdalur á Laxárdal fremri

  • HAH00179
  • Corporate body
  • [1300]

Fremsti bær á Laxárdal, byggður á háum bröttum hól. Blasir hann við af Norðurlandsvegi ofan Húnavers. Þröngidalur gengur norðaustur í fjallgarðinn sunnan túns í Þverárdal og er brú á Hlíðará neðan við bæjarhólinn. Sunnan ár gnæfa Ógöngin, syðstihluti Laxárdalsfjalla ofan túnsins. Túnið er grasgefið, en sumt af því mjög brattir hólar. Norðan túns er víðáttu mikið flólendi óframræst. Íbúðarhús byggt 1948 358 m3. Fjós yfir 9 gripi. Fjárhús fyrir 280 fjár. Hesthús fyrir 15 hross. Tún 10 ha. Veiðiréttur í Hlíðará.

Æsustaðir í Langadal

  • HAH00180
  • Corporate body
  • (1950)

Þar var áður prestsetur frá 1926-1952, en jörðin varð bóndaeign 1963. Bærinn, hinn fremsti í Langadal, stendur við Norðurlandsveg, í hólóttutúni norðan Æsustaðaskriðu. Fjallið rís upp frá túninu, grösugt og jarðsælt. Sandeyrar á bökkum Blöndu eru einnig ræktaðar sem tún. Á Laxárdal, austur frá Auðólfsstaðaskarði, er Mjóidalur, landkostajörð með allstóru túni, í eigu bóndans á Æsustöðum og nytjað af honum. Þar var skilarétt til ársins 1956. Íbúðarhús byggt 1929, 440 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 830 m3. Tún 32 ha. Veiðiréttur í Blanda og Auðólfsstaðaá.

Breiðabólsstaður í Vesturhópi

  • HAH00181
  • Corporate body
  • (890)

Gamalt býli, getið í Sturlungu og Víga-Glúmssögu. Bærinn stendur á lágum brekkustalli vestan Vatnsdalsvegar vestri upp við hálsræturnar, þar sem dalurinn er breiðastur norðan Hnjúksins. Tún er upp frá Flóðinu vestur í hálshallann, ræktunarskilyrði góð. Víðlent beitiland á hálsinum vestur til Gljúfurár, engjar á óshólmum Vatnsdalsár. Fyrrum sameiginlegur þingstaður Ás og Sveinsstaðahreppa. Íbúðarhús byggt 1938 og annað eldra úr torfi og timbri. Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 150 fjár. Tún 14,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Breiðabólsstaður II er skipt úr Breiðabólsstað fyrir aldamótin 1900, þá helmingur og síðan notað frá Hnjúki. Beitiland óskipt. Fjárhús fyrir 50 kindur. Tún 14,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Flóðinu.
Eigandi 1975; Stefanía Steinunn Jósefsdóttir 21. ágúst 1886 - 16. des. 1977. Húsfreyja á Hnjúki, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Sveinsstaðahreppi. Barnakennari.

Ágústshús Blönduósi

  • HAH00182
  • Corporate body
  • 9.1.1942 -
  1. janúar 1942 fær Ágúst G Jónsson 0,136 ha lóð er takmarkast af Húnvetningabraut að norðan, að vestan af veginum að Fornastöðum, að sunnan er vegarbreidd að hagagirðingu Blönduóshrepps. (Hænsnakofi].

Burstarfell í Vopnafirði

  • HAH00184
  • Corporate body
  • (1880)

Bustarfell er bær undir samnefndu felli í Hofsárdal í Vopnafirði. Þjóðvegur # 85 liggur eftir klettabelti þess, sem er 6-7 km langt, endilöngu. Uppi á Bustarfelli er Þuríðarvatn. Jörðin er allstór, talsvert skógi vaxin og að hlutatil friðuð.

Sama ættin hefur setið jörðina síðan 1532. Þá keypti Árni Brandsson, prestsonur frá Hofi Bustarfell. Kona hans var Úlfheiður Þorsteinsdóttir. Legsteinn þeirra hjóna er varðveittur í Þjóðminjasafninu í Reykjavík.

Einhver fegursti og bezt varðveitti torfbær landsins er að Bustarfelli. Elztu hlutar hans munu vera frá 1770, þótt hann hafi breytzt mikið síðan. Fremristofan er frá 1851-52, miðbaðstofan og piltastofan eru frá1877. Það var búið í honum til 1966.

Frægasti ábúandi Burstafells var vafalítið Björn Pétursson (1661-1744), sýslumaður, sem var svo mikill fyrir sér í skapi, vexti og kröftum, að öllum stóð ógn af honum. Hann fór sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði en var raungóður, þegar í nauðirnar rak hjá fólki. Hann lét taka hollenzka duggu, búta hana í sundur og áhöfnina húsa Bustarfellsbæ með viðunum.

Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemssonríkinu gömlu bæjarhúsin með því skilyrði, að þeim yrði haldið við. Hann varðveitti og safnaði ýmsum nytjamunum í eigu fjölskyldunnar til safnins með mikilli fyrirhöfn. Suma þeirra keypti hann á uppboðum og aðra fékk hann gefins. Safnið var opnað opinberlega 1982 en hafði verið einkasafn fram að því. ÞjóðminjasafnÍslands hefur umsjá með því.

Búðir á Snælfellsnesi

  • HAH00185
  • Corporate body
  • (1900)

Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og nálægð við Snæfellsjökul hafa mikiðaðdráttarafl. Búðahraun er þekkt fyrir fagurt landslag og fjölda tegundahávaxinna burkna. Gönguleiðir liggja um hraunið og gíginn Búðaklett, þar sem ernir hafa orpið. Búðir voru einn stærsti verzlunarstaður vestanlands til forna. Hótelrekstur hófst 1947 en elzti hluti hússins er frá 1836. Hótelið brann til kaldra kola 1999. Hafist var handa við byggingu nýs hótels 2001.

Fyrsta kirkjan var reist á Búðum 1703 (Bendt Lauridsen). Hún var rifin og önnur reist. Árið 1816 var Búðakirkja lögð niður. Steinunn Lárusdóttir barðist fyrir eindurreisn Búðakirkju og fékk konungsleyfi til þess 1847 og árið eftir reis ný kirkja á gamla grunninum. Hún var endurreist 1987 í upprunalegri mynd og vígð 6. sept. 1987. Þar er klukka frá 1672, önnur án ártals, altaristafla frá 1750, gamall silfurkaleikur,tveir altarisstjakar úr messing frá 1767 og hurðarhringur frá 1703. Krossinn á altarinu gaf og smíðaði Jens Guðjónsson gullsmiður. Margt er einnig að skoða í nágrenninu og má þar helst nefna Arnarstapa og Hellna. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 170 km um Hvalfjarðargöng.

Byggðasafnið á Reykjum

  • HAH00186
  • Corporate body
  • 1955 -

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Frumkvæði að stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna átti Húnvetningafélagið í Reykjavík, félag brottfluttra Húnvetninga sem búsettir voru í Reykjavík. Á aðalfundi félagsins þann 28. október 1955 var sett fram tillaga um að hefja söfnun menningarlegra muna sem tengingu höfðu við héraðið og var sett á fót nefnd til að sinna því máli með því lokatakmarki að stofnað yrði byggðasafn fyrir héraðið. Með stofnun byggðasafns vildi Húnvetningafélagið leggja sitt af mörkum við að sameina fólk héraðsins og reyna að skapa vitund um sameiginlega sögu og uppruna. Í nefndinni voru þau Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Jakob Þorsteinsson og Baldur Pálmason. Húnvetningafélagið sýndi heimahögunum mikinn áhuga og var í rauninni mjög ötult við að stuðla að menningar- og uppbyggingarstarfsemi í Húnaþingi. Ásamt því að standa fyrir stofnun Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna stóð það meðal annars fyrir uppbyggingu Borgarvirkis, skógrækt í AusturHúnavatnssýslu og útgáfu tímarits þar sem saga og menning heimahaganna voru í brennidepli.
Félagsmenn höfðu mikinn áhuga á sögu þeirra heimahéraða og fékk Pál V.G. Kolka héraðslækni á Blönduósi til þess að skrifa sögu og ábúendatal héraðsins. Bók Páls, Föðurtún, kom út árið 1950 og er þar farið yfir sögu sýslnanna tveggja. Bókin kom út fyrir tilstuðlan Húnvetningafélagsins í Reykjavík og þakkar höfundur félaginu forgöngu þess við útgáfur bókarinnar. Eitthvað virðist þó hafa kastast í kekki á milli Páls og Húnvetningafélagsins. Páll ákvað að allur hagnaður bókarinnar skyldu ganga til nýbyggðs sjúkrahúss á Blönduósi. „Þess vegna hef ég ekki afhent Húnvetningafélaginu í Reykjavík handritið að þessari bók minni til eigna og umráða, þótt svo hafi lengst af verið ráð fyrir gert, og vona eg, að sá augnablikságreiningur, sem varð út af því milli stjórnar þess og mín, verði hjaðnaður áður en prentsvertan á bókinni er þornuð.

Héraðslæknirinn hefur haft mikinn áhuga á sögu héraðanna, bæði skrifaði hann fyrrnefnda bók en einnig átti hann sæti í fyrstu byggðasafnsnefnd Austur-Húnavatnssýslu ásamt því að veita Húnvetningafélagi Reykjavíkur tímabundna geymslu í Héraðshælinu á Blönduósi á meðan söfnun gripa stóð. Árið 1955, stuttu eftir aðalfund Húnvetningafélagsins, var kosið í byggðasafnsnefndir í Húnavatnssýslunum tveimur. Þær voru skipaðar vegna þess áhuga, frumkvæðis og stuðnings sem Húnvetningafélagið í Reykjavík sýndi safnamálum í heimahéraði sínu. Fengnar voru þrjár manneskjur úr hvorri sýslu til að sitja í nefndunum. Í byggðasafnsnefnd fyrir Austur-Húnavatnssýslu voru þau Páll Kolka, Hulda Á. Stefánsdóttir og Jón Ísberg. Þau þrjú voru áberandi máttarstólpar í sínu nærsamfélagi. Líkt og fyrr segir var Páll Kolka héraðslæknir Austur-Húnavatnssýslu, Hulda Á.
Stefánsdóttir var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi á árunum 1953 til 1967 og Jón Ísberg var sýslumaður Húnvetninga frá 1960-1994. Fyrir Vestur-Húnavatnssýslu voru þau Jósefína Helgadóttir sem þá var formaður SKVH (Sambands kvenfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu), Kristín Gunnarsdóttir og Gísli Kolbeins. Byggðasafnsnefndirnar þrjár, þ.e. fyrir Húnavatnssýslurnar tvær og Húnvetningafélagið í Reykjavík, birtu árið 1955 ávarp til Húnvetninga í dagblaðinu Tímanum.

Bænhúsið á Núpsstað

  • HAH00187
  • Corporate body
  • 1765 -

Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa einkar merkileg gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi á síðustu öldum. Þeirra merkast er bænhúsið sem er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu. Talið er að bænhúsið sé að stofninum til úr kirkju sem var byggð um 1650 en kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst fyrst húsa á landinu og 1961 var það endurvígt.

Bænhúsið á Núpsstað er torfhús, talið reist um miðja 19. öld, eftir umfangsmiklar breytingar á eldra húsi. Þilverk hússins er eignað Nikulási Jónssyni trésmið (1831-1920) og er líklegt að húsið sé nokkru minna en það sem áður stóð þar. Bænhúsið er 5,2 metrar á lengd og 2,2-2,5 metrar á breidd, breiðast við kórstafninn. Langveggir eru allt að 2,5 metrar á þykkt, hlaðnir úr grjóti og torfi. Austurgafl er hlaðinn til hálfs, en hálfþil að ofan með litlum fjögurrarúðu glugga. Á vesturstafni er alþil og yfir hurð er tveggjarúðu gluggi. Þil eru svartbikuð og torfþekja á húsinu. Húsið var notað m.a. sem skemma um tíma, en gekk þó jafnan undir nafninu bænhús.

Fegurð umhverfisins við Núpsstað er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Núpsstaður liggur alveg við þjóðgarðinn í Skaftafelli og hafa eldgos, jöklar og vötn mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.
Austurmark jarðarinnar Núpsstaðar er á Skeiðarársandi og nær jörðin allt norður að Vatnajökli. Austan við bæinn gnæfir Lómagnúpur sem m.a. er þekktur úr Brennu-Njáls sögu. Þarna standa uppi íbúðarhús, fjós og önnur útihús.

Fyrsta kirkjan á Núpsstað er talin hafa verið byggð fyrir siðaskipti á Íslandi, eða fyrir 1200. Kirkjan var tileinkuð dýrlingnum Sankti Nikulási en það voru fáir sem tilheyrðu söfnuðinum á þessum tíma. Árið 1765 var hins vegar hætt að nota kirkjuna fyrir söfnuðinn og hún í staðinn notuð sem einka kapella. Eftir 1783 var byggingin hins vegar notuð sem skemma. Árið 1930 tók Þjóðminjasafnið húsið í sína vörslu og á árunum 1958-1960 var það tekið í gegn og gert upp. Þess má til gamans geta að bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu, mann fram af manni, síðan 1730. Bæjarstæðið er einstaklega vel varðveitt menningarlandslag og er einstök heimild um hvernig búskapi var háttað og hvernig svæðið var nýtt fyrr á dögum. Nú hefur Þjóðminjasafninu verið falin varðveisla bæjarhúsanna á staðnum.

Í landi Núpsstaðar eru einnig Núpsstaðarskógar. Þetta er sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Að skógunum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn. Núpsstaður er á náttúruminjaskrá.

Dalatangi

  • HAH00188
  • Corporate body
  • 1895 og 1908 -

Dalatangi er ysta nes á fjallgarðinum Flatafjalli milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Þar rétt hjá eru sýslumörk Norður- og Suður-Múlasýslu. Á Dalatanga var fyrst reistur viti árið 1899 og hefur þar verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1938.
Á staðnum eru tveir fallegir vitar. Dalatangviti, skærgulur að lit, var byggður árið 1908 er enn í notkun. Í vitahúsinu er jafnframt gamall hljóðviti sem var gerður nýlega upp og fær að hljóma á sunnudögum á sumrin gestum til heiðurs.
Eldri vitinn, er ekki síður falleg bygging. Hann er frá árinu 1895 og var gerður upp fyrir nokkru. Athafnamaðurinn Otto Wathne hafði forgöngu um gerð þeirra beggja.
Þá er á Dalatanga samnefndur bær þar sem vitavörður býr og er þar einnig rekið gistiheimili á sumrin. Hér hafa einnig farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938.
Vegurinn út í Dalatanga er á köflum seinfarinn, en er ferðalagsins virði fyrir þennan einstaka stað, sem er bókstaflega á ystu nöf. Hér endar Mjóafjarðarvegur. Lengra austur verður ekki haldið. Útsýnið yfir nærliggjandi firði er að sama skapi stórbrotið, en við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Danmörk

  • HAH00189
  • Corporate body
  • (1880)

Danmörk (danska: Danmark; framburður (uppl.)) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.

Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands. Jótland er skagi sem gengur til norðurs út úr Evrópuskaganum. Það er stærsti hluti Danmerkur. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra eyja sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru Sjáland og Fjón. Helstu borgir eru Kaupmannahöfn á Sjálandi; Óðinsvé á Fjóni; Árósar, Álaborg, Esbjerg, Randers, Kolding, Horsens og Vejle á Jótlandi.

Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan Eyrarsunds, Skán, Halland og Blekinge og einnig bæði héruðin Slésvík og Holtsetaland og náðu landamærin suður fyrir Hamborg þegar veldið var sem mest. Danska konungsættin er elsta ríkjandi konungsætt í heimi. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum. Á 20. öld fékk svo Ísland sjálfstæði frá Dönum, en Færeyjar og Grænland eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið heimastjórn.

Mikið er deilt um orðsifjar „Danmerkur“, sambandið milli Dana og Danmerkur og sameiningu Danmerkur í eina þjóð. Deilurnar snúast um forskeytið „Dan“ og hvort það eigi við ættflokkinn Danir eða konunginn Dan, og merkingu viðskeytisins „-mörk“. Oftast er forskeytið talið eiga rætur að rekja til orðs sem þýðir „flatt land“, tengt þýska orðinu Tenne „þreskigólf“, enska den „ hellir“ og sanskrít dhánuṣ- (धनुस्; „ eyðimörk“). Viðskeytið „-mörk“ er talið eiga við skóga í Suður-Slésvík, kannski svipað nöfnunum Finnmörk, Heiðmörk, Þelamörk og Þéttmerski. Í fornnorrænu var nafnið stafað Danmǫrk.

Fyrsta þekkta notkun orðins „Danmörk“ í Danmörku sjálfri er á Jalangurssteininum, sem eru rúnasteinar taldir hafa verið settir upp af Gormi gamla (um árið 955) og Haraldi blátönn (um árið 965). Orðið „Danmörk“ er notað á báðum steinunum, í þolfalli . „tanmaurk“ ([danmɒrk]) á stóra steininum og í eignarfalli „tanmarkar“ ([danmarkaɽ]) á litla steininum. Íbúar Danmerkur eru kallaðir „tani“ ([danɪ]) eða „Danir“ á steinunum.

Danmörk á aðeins landamæri að Þýskalandi og er lengd landamæranna 140 km. Strandlengjan er 7 314 km. Hæsti punktur er Møllehøj, á mið-austur Jótlandi, 171 (170,86) metra hár. Flatarmál Danmerkur er 42 434 km2. Danmörk á ekki verulegt hafsvæði og bætist innan við þúsund ferkílómetrar við heildaryfirráðasvæði Danmerkur sé það tekið með í 43 094 km2. Stöðuvötn þekja 660 km2.

Búið hefur verið í Danmörku síðan um það bil 12.500 f.Kr. og eru sannindamerki um landbúnað frá 3600 f.Kr. Bronsöldin í Danmörku var frá 1800–600 f.Kr. og þá voru margir haugar orpnir. Í þeim hafa fundist lúðrar og Sólvagninn. Fyrstu Danir komu til landsins á rómversku járnöld (1–400 e.Kr.). Þá var verslun milli Rómaveldisins og ættflokka í Danmörku og rómverskir peningar hafa fundist þar. Ennfremur finnast sannindamerki um áhrif frá Keltum, meðal annars Gundestrup-potturinn.

Frá 8. öld til 11. aldar voru Danir meðal þeirra sem þekktir voru sem Víkingar. Víkingar námu Ísland á 9. öld með viðkomu í Færeyjum. Frá Íslandi sigldu þeir til Grænlands og þaðan til Vínlands (líklega Nýfundnalands) og settust þar að. Víkingar voru snillingar í skipasmíðum og gerðu árásir á Bretlandi og Frakklandi. Þeir voru líka mjög lagnir í verslun og viðskiptum og sigldu siglingaleiðir frá Grænlandi til Konstantínusarborgar um rússneskar ár. Danskir víkingar voru mjög virkir á Bretlandi, Írlandi og í Frakklandi og settust að í sumum hlutum Englands og náðu þar völdum (þ.e. Danalög).

Dimmuborgir

  • HAH00190
  • Corporate body
  • (1880)

Dimmuborgir eru einstæðar hraunmyndanir við austanvert Mývatn. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Dimmuborgir á ári hverju.
Hraunið sem rann þegar Dimmuborgir mynduðust kom frá eldgosi í Lúdentsborgum og Þrengslaborgum fyrir um 2000 árum og er það mesta hraungos sem orðið hefur á Mývatnssvæðinu eftir ísöld. Dimmuborgir eru staðsettar í lægð og er talið að þegar þær mynduðust hafi hraun frá fyrrnefndu gosi streymt í þessa lægð og smám saman fyllt hana af bráðnu hrauni. Á meðan á þessu stóð tók yfirborð hraunsins að storkna og sumstaðar storknaði það til botns og myndaði þá hraunstólpa sem fólk sér þegar það gengur um svæðið í dag. Storkið hraunið myndaði nokkurskonar þak ofan á bráðinni kvikunni en á endanum braust hraunið fram og tæmdist undan þakinu. Við þetta veiktist þakið svo að það hrundi niður og eftir varð það einstæða landslag sem flestir þekkja í dag sem Dimmuborgir.
Sumar hraunmyndanir í Dimmuborgum eru þekktari en aðrar. Þeirra þekktust er tvímælalaust Kirkjan, hraunhvelfing sem opin er í báða enda og heitir svo vegna þess að lögun hennar minnir á kirkju.

Djöflasandur við Búrfjöll

  • HAH00191
  • Corporate body
  • (1880)

Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum, en milli þeirra er Djöflasandur. Hæsti tindur Búrfjalla er 966 metrar yfir sjávarmáli.
Árið 1973 fórst í Búrfjöllum flugvélin Vor með öllum farþegum.

Oddnýjarhnjúkur er nokkuð brattur en þó auðveldur uppgöngu. Hann er álíka hár og Rauðkollur og útsýnið líkt en héðan sést yfir nyrsta hluta þess svæðis sem hér er fjallað um. Graslendi eins og Seyðisárdrög, Beljandatungur, Biskupstungur og Tjarnadalir breiða úr sér í norðaustri og austri. Gufan á Hveravöllum er beint í austri og sýnir afstöðu til vel þekktra staða í nágrenninu.
Miklu nær í sömu stefnu sést niður eftir stóru gili sem nær alveg vestur undir hnúkinn. Það heitir Oddnýjargil og segir sagan að það sé kennt við stúlku sem villtist í þoku á grasafjalli að vori og hafðist þarna við um sumarið. Hún lifði á grösum, berjum og mjólk úr á sem henni tókst að ná og tjóðra með sokkabandinu sínu. Neðan við gilið og þar í grennd er mikið af fjallagrösum og með tilliti til þess getur sagan verið sönn.
Litla-Oddnýjargil er svolítið sunnar og nær aðeins upp að austurbrún fjallanna. Sunnan þess er sauðfjárvarnargirðing vestur yfir fjöllin og í átt að jökuljaðrinum. Markalínan milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu er um hesta hnúk á austurbrún sunnanverðra fjallanna og þaðan í Oddnýjarhnjúk. Áfram liggur hún í sömu stefnu að vatnaskilum í Hundadölum. Norðan Oddnýjarhnjúks er lítill nafnlaus hnjúkur en uppi á honum, í rúmlega 1000 m. hæð, er vænn brúskur af hreindýramosa. Ljós litur hans sker sig skemmtilega frá grjótinu og dökkum mosa sem þarna er víða að finna.
Háfjall er móbergshnjúkur nokkru norðar og er hæst á nyrsta hluta Þjófadalafjallanna. Hér er reyndar komið eina 5 km. frá dölunum þeim og hafa því ugglaust ýmsir efasemdir um að rétt sé að kenna þennan hluta fjallgarðsins við þá. Móbergið er hér áberandi og sums staðar fallega rauðbrúnt. Það er víða í brúnum Hvannavallagils sem sker austurhlíðina. Á þeim slóðum er víða vöxtugur gróður; lyng, víðir blóm og gras. Þarna er í giljunum gott skjól, móbergið fremur laust í sér og víða nægur raki.
Á vestanverðum fjöllunum er heldur kuldalegra en samt má þar í lægðum finna á miðju sumri, auk smávaxins mosa, grasvíði, maríustakk og lambagras svo eitthvað sé nefnt, og yfirleitt er einhver blóm að finna á melunum uppi á fjöllunum þó að þar virðist í fljótu bragði auðn. Jafnvel litlar burnirótarplöntur eru þar á milli steinanna. Hér er líka annars konar líf því að gæsir eru bæði uppí á fjöllunum og niðri í Hundadölum. Eflaust finna þær hér friðland til að endurnýja flugfjaðrir sínar og koma ungum sínum á flug.
Af nyrsta hluta fjallanna sést vel yfir svæðið þar fyrir norðan, Djöflasand, Hundavötn, Búrfjöll og Seyðisárdrög. Norðan við fjöllin rennur Dauðsmannskvísl úr Hundadölum. Hún fellur um Dauðsmannsgil niður af Djöflasandi og sameinar Hvannavallakvísl skömmu síðar. Litlir lækir koma úr norðurhlíðinni og mynda litlar gróðurvinjar sem eru áberandi í auðninni. Þeir geta bæði svalað þorsta göngufólks og glatt augu þeirra er gróðri unna.

Dómkirkjan í Reykjavík

  • HAH00192
  • Corporate body
  • 1796 -

Dómkirkjan í Reykjavík er embættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar Lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknarkirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er staðsett við Austurvöll, og við hlið hennar er Alþingishúsið. Frá endurreisn Alþingis 1845 hefur sú hefð haldist að þingsetning hefst með messu í Dómkirkjunni og þaðan leiðir dómkirkjuprestur svo þingmenn til Alþingis.

Upphaflega var ákveðið að reist skyldi dómkirkja í Reykjavík árið 1785 í kjölfar suðurlandsskjálfta sem ollu mjög miklum skemmdum í Skálholti. Þá var einnig ákveðið að hún skyldi einnig vera sóknarkirkja Reykvíkinga og koma í stað Víkurkirkju, sem þá var orðin of lítil og illa farin.

Upphaflega átti að reisa hina nýju kirkju utan um þá gömlu, en árið 1787, þegar átti að fara að hefja þá vinnu kom í ljós að það var ekki hægt af ýmsum ástæðum og henni var því valinn staður örstutt frá þar sem nú er Austurvöllur. Alls kyns vandræði komu upp, og það var ekki fyrr en árið 1796 að hin nýja Dómkirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan dugði þó ekki vel, árið 1815 var hún ekki talin hæf til messuhalds og hún var tekin algjörlega í gegn árið 1817. Tveimur árum síðar var svo byggt við kirkjuna, bæði skrúðhús og líkhús. Svo var það 1846-1848 að aftur var kirkjan stækkuð. Hún var bæði hækkuð og byggt við hana. Lítið var gert í henni þangað til árið 1878, en þá var hún í algjörri niðurníðslu. Upp úr því var hún algjörlega tekin í gegn á ný og endurvígð á næsta ári.

Skírnarfonti Bertels Thorvaldsens var komið fyrir í kirkjunni árið 1839 og árið eftir eignaðist hún orgel. Kirkjan var endurbyggð og stækkuð á árunum 1847-1848 og sandurinn í múrverkið var fluttur hingað frá Danmörku. Teikningar að endurbyggingunni gerði L. A. Winstrup og danskir iðnaðarmenn voru fengnir til verksins. Kirkjan var að mestu viðhaldslaus næstu árin, þannig að ráðast þurfti að nýju í miklar endurbætur árið 1879 (Jakob Sveinsson, snikkari) og þá var kirkjunni komið í það horf, sem hún er í nú og tekur rúmlega 600 manns í sæti.

Þakið var upprunalega skífuklætt en núverandi koparþak var sett á kirkjuna um miðja 20. öldina. Kirkjan var friðuð 1973 og var gerð upp í áföngum árin 1977, 1985 og 1999 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.

Drekagil í Ódáðahrauni

  • HAH00193
  • Corporate body
  • (1900)

Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin eru brött og giljum skorin og aðalefnið í þeim er móberg. Austan í þeim er Drekagil og fyrir gilkjaftinum stendur Dreki, skáli Ferðafélags Akureyrar, sem var reistur 2004. Gamli skálinn, frá 1968 var rifinn. Þetta landsvæði er ákaflega gróðursnautt. Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma, varð árið 1875 (þá myndaðist Öskjuvatn og Víti). Öskufall þess á Austurland lagði m.a. byggð á Jökuldalsheiði í eyði og varð víða vart á norðanverðu meginlandi Evrópu. Eftir Öskjugosið 1875 fluttu fjöldi Íslendinga til Vesturheims.
(Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa)
Vitað er um fjölda gosa í Öskju, s.s. árin 1921 (Bátshraun), 1922 (Mývetningahraun 2,2 ferkm.), 1922-23 (Kvíslahraun og Suðurbotnahraun), 1926 (gjallkeila í Öskjuvatni) og 1926-30 (Þorvaldshraun). Gos varð í Öskjuopi árið 1961 (Vikraborgir; Vikrahraun). Vegur liggur yfir nýja hraunið á löngum kafla að bílastæði í Öskjuopi.

Þaðan er síðan gengið inn að dýpsta vatni landsins, Öskjuvatni, og Víti, þar sem margir baða sig gjarnan í brennisteinsmenguðu vatninu. Öskjuvatn myndaðist í gosinu 1875. Það er óhætt að fullyrða, að Askja hefur sérkennileg og ógleymanleg áhrif á flesta, sem koma þangað. Frá Drekaskála liggja jeppaslóðar vestur um Gæsavatnaleið, norður um Dyngjufjalladal að Mývatni eða niður í Bárðardal, norður með austanverðu Skjálfandafljóti að Gæsavötnum, suður að Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga, yfir brú í Krepputungu alla leið að Sigurðarskála í Kverkfjöllum (norður á þjóðveg #1 í Möðrudal; austur að Jökulsá á Brú) og austur að Herðubreiðarlindum og upp á þjóðveg á Mývatnsöræfum. Á sumrin eru daglegar ferðir frá Mývatni í Öskju.

Sunnan og suðaustan Drekagils er dyngjan Vaðalda. Milli hennar og Dyngjufjalla er grunnt stöðuvatn, Dyngjuvatn. Það er stærst, u.þ.b. 6 km langt, eftir vorleysingar, en getur horfið í þurrkatíð. Þarna var ekki vatn fyrir miðja 19. öld, en árið 1875 sáu landleitarmenn þarna smápolla. Þorvaldur Thoroddsen sá þarna stórt stöðuvatn 1884 og taldi, að það hefði verið mun stærra. Líklega varð það til eftir vikurfallið í gosinu 1875.

Suðvestan Vaðöldu rennur lindáin Svartá undan sandöldu meðfram dygnjunni sunnanverðri út í Jökulsá á Fjöllum. Í henni er fallegur foss, sem hefur fengið nafnið Skínandi.

Results 101 to 200 of 10346