Showing 1161 results

Authority record
Corporate body

Kvenfélag Engihlíðarhrepps (1941-2001)

  • HAH10016
  • Corporate body
  • 1941-2001

Kvenfélag Engihlíðarhrepps var stofnað 10. desember 1941 og hét þá Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps. Það var þó ekki fyrsta félag sinnar gerðar í sveitarfélaginu. Arið 1913 eða 1914 var stofnað Iðnfélag Engihlíðarhrepps sem síðar nefndist Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps og starfaði til 1932. Iðnfélag Engihlíðarhrepps var merkilegt félag á sinni tíð. Stofnandi þess og formaður alla tíð, var Guðríður Líndal á Holtastöðum. Alltof lítið er reyndar vitað um starfsemi þess þar sem gjörðabækur félagsins glötuðust í eldi árið 1947, þegar gamli bærinn í Vatnahverfi brann. Heimilisiðnaðarfélag Engihlíðarhrepps var í nokkur ár eina kvenfélagið í sýslunni. Af þeim fáu heimildum sem til eru um félagið sést að það hélt uppi töluverðri starfsemi, og var þar mest áhersla lögð á fjölbreyttan heimilisiðnað og þá aðallega tóvinnu. I Hlín 1920 segir að 4. júli 1920 hafi verið haldin héraðssýning á Blönduósi, fyrir áeggjan Iðnfélags Engihlíðarhrepps, sem hefur lifandi áhuga á iðnaðarmálum og hefur haldið tvær smásýningar árin áður.

Sæheimar ehf. (1985-)

  • HAH10017
  • Corporate body
  • (1985-)

Félagið hét áður PP-aero ehf. sem var stofnað 1985, síðan var nafninu breytt í Röðul ehf. árið 2000 og síðan nefndist það Sæheimar og alltaf er notuð sama kennitalan.
fyrirtækið Sæheimar ehf. rekur farþegabátinn Kóp HU2, sem var áður í farþegaflutningum frá Ísafirði, tekur 15 farþega, er með farþegaskýli með sætum, inniplássi í stefni og er mjög hraðskreiður. Báturinn var síðan seldur í júní 2003 til Botnssúlna ehf. Hvammsvík í Kjós 270 Mosfellsbæ.

Sóknarnefnd Hólaneskirkju (1880-)

  • HAH10026
  • Corporate body
  • 1880-

Árið 1880 voru sett lög um stjórn safnaðarmála og skipan sóknar- og hérðasnefnda. Sóknanefnd Spákonufellssóknar var stofnuð 1880 og breyttist í sóknarnefnd Hólaneskirkju þegar kirkjan fluttist niður í kauptúnið og var vígð 1928. Fyrstu sóknarnefndina skipuðu: Björn Jónsson, bóndi í Háagerði 1880-1884, Friðrik Möller, Skagaströnd 1880-1883, Sigurður Finnbogason, bóndi á Sæunnarstöðum 1880-1887

Ströngukvíslarskáli (1953-)

  • HAH10035
  • Corporate body
  • 1953

Ströngukvíslarskáli við Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði var torfskáli 1953, en var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1988 vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns. Gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Galtarárskáli (1963-)

  • HAH10028
  • Corporate body
  • 1963

Galtarárskáli er við Galtará á Eyvindarstaðaheiði.
Skálaverðir Finnbogi og Katrín, sími: 823 5986
Galtará er bergvatnsá á Eyvindarstaðaheiði. Galtará er fremur vatnslítil. Hún kemur upp í Galtarárdrögum og fellur í Blöndu. Fræg verður Galtará vegna kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, Ferðaloka. En við ána mun hann og samferðamenn hans hafa haft náttstað. Ekki veður nú sagt með vissu hvar Jónas greiddi ástmey sinni lokka en ætla má að áningarstaðurinn hafi verið þar sem Skagfirðingavegur liggur yfir Galtarárdrög.
En lengi mun það geymast að:
Greiddi eg þér lokka
við Galtará
vel og vandlega.
Brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
(Landið þitt Ísland, Þorsteinn Jósepsson Steindór Steindórsson 1980)
Galtarárskáli var færður til og gerður upp af Landsvirkjun 1990, vegna samninga varðandi gerð Blöndulóns, en gamli skálinn hefði lent undir vatnsborðinu. (Sigurjón Guðmundsson frá Fossum Svartárdal)

Fjölritunarstofan Grettir sf. (1977-2017)

  • HAH10002
  • Corporate body
  • 1977-2017

Skarphéðinn Ragnarsson og Unnar Agnarsson eiga Fjölritunarstofuna Gretti. Þeir keyptu fyrirtækið af Baldri Valgeirssyni árið 1986. Baldur var búinn að gefa út Gluggann áður, líklega með einhverjum hléum í nokkur ár. Ólafur Þorsteinsson hóf störf hjá Baldri árið 1985 og hefur starfað hjá Gretti nær óslitið allar götur síðan. Skarphéðinn, Ólafur og Unnar sáu um útgáfu Gluggans fram til ársins 2000 en þá flutti Unnar frá Blönduósi. Frá þeim tíma hafa þeir Skarphéðinn og Ólafur staðið að útgáfunni nánast að öllu leyti.
Í samtali við Húnahornið segir Skarphéðinn að starfsemi Grettis verði hætti af þeirra hálfu um áramótin og megi því segja að þeir séu að leggja fyrirtækið niður. Spurður hvað tæki við segist hann ekki getað svarað því. Hann vonar að einhver eða einhverjir sjái tækifæri í að halda starfsemi sem þessari áfram, en það verði bara að koma í ljós.
Skarphéðinn segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart að útgáfa Gluggans standi ekki undir sér og það gangi auðvitað ekki til lengdar. Illa hafi gengið að hækka auglýsingaverð og hafi það varla hækkað sem nokkru nemi í mörg undanfarin ár, þrátt fyrir hækkanir á nánast öllum aðföngum.  
Fjölritunarstofan Grettir hefur, ásamt útgáfunni á Glugganum, séð um prentun á reikningum og eyðublöðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Flestir eru viðskiptavinirnir úr Austur-Húnavatnssýslu en nokkrir koma frá höfuðborgarsvæðinu. Grettir hefur einnig séð um prentun á dreifibréfum og sölu á pappír.

Lionsklúbbur Blönduóss (1959-)

  • HAH10015
  • Corporate body
  • (1959-)

Lionsklúbbur Blönduóss var stofnaður 3. maí 1959 Stofnfélagar voru 11 menn.
Fyrsta stjórn klúbbsins skipuðu:
Hermann Þórarinsson, formaður
Haraldur Jónsson, ritari
Ólafur Sverrisson, gjaldkeri
Stofnendur urðu 21
Laugardaginn 10. október 1959 var svokallaður stofnskrárfundur klúbbsins. Í fundagerð segir orðrétt ,,Var þá slegið upp veislu mikilli á Hótelinu og kom margt gesta, flutt voru mörg ávörp og gjafir færðar klúbbnum, svo sem fánaborg, fundarhamar, fundarbjalla og gestabók. Síðan var farið út í Samkomuhús. Þar söng Árni Jónsson tenórsöngvari við undirleik Frits Weisshappels og Guðmundur Frímann las frumsamin ljóð, hvort tveggja við góðar undirtektir áheyrenda. Síðan var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu.“
Starfsemi Lionsklúbbs Blönduóss má skipta í fjóra þætti. Fyrst má telja regluleg funda- og nefndastörf. Í annan stað eru fjölþætt verkefni sem klúbburinn vinnur að á ári hverju ásamt nokkrum föstum verkefnum frá ári til árs. Þriðji þátturinn er fjáröflun til verkefnanna. Og sá fjórði er þátttaka í sameiginlegu starfi lionsumdæmisins á Íslandi, árlegum þingum þess og alþjóðlegri starfsemi lionshreyfingarinnar.
Helstu verkefni klúbbsins hafa verið:
• Gróðursetning trjáplantna í Hrútey 1960
• Veittur styrkur til byggingar sundlaugar.
• Hringsjá eða útsýnisskífa teiknuð af Jóni Víðis, sett upp á Háubrekku 1963
• Héraðshælið, kaup á ýmsum lækninga- og rannsóknatæki. Einnig sjónvörp og hljómflutningstæki.
• Sjúklingar styrktir til utanlandsferða vegna lækninga, en þá tóku tryggingar lítinn þátt í slíkum kostnaði. Stofnaður var styrktarsjóður til þessa 1967
• Tæki og vinnuaðstaða í kjallara Hnitbjarga að upphæð 2.5 milljónir, fyrir vistmenn 1979
• Gefinn vélsleði ásamt labb-rabb tæki til Hjálparsveitar Skáta.
• Kirkjan skreytt fyrir jólin, henni færðir kertastjakar úr silfri og máluð að utan,
• Félagsheimilið stutt í kaupum á konsertflygli, standsett fundarherbergi og húsið málað að utan.
• Á 100 ára afmæli Blönduóss, færði klúbburinn hreppnum málverk eftir Sveinbjörn Blöndal, málað af kauptúninu í tilefni þessara tímamóta.
• Dagheimilið fékk 1 milljón til leiktækjakaupa, þegar það var tekið í notkun.
• Ungmennafélagið á Blönduósi og Ungmennasamband Austur Húnvetninga hafa hlotið fjárupphæðir til styrktar íþrótta- og félagsstarfsemi.
• Þá hafa Lionsmenn sett upp hreppamerki um alla sýsluna, en sjálf merkin voru greidd af hreppunum.
• Í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins hafa grunnskóli Blönduóss og á Húnavöllum fengið vonduð myndbandstæki og myndatökutæki.
• Árlegur viðburður að fara eins dags skemmtiferð á hverju sumri með vistmenn ellideildar Héraðshælisins og fleira aldrað fólk.
• Fjárlög til framangreindra verkefna og annarra smærri hefur klúbburinn aflað með ýmsum hætti.
Helst er að nefna:
• Árlega ljósaperusölu, blómasölu, stundum fisksölu, jólakortasölu ofl.
• Einnig hefur rækjuveiði og vinnsla gefið drýgstar tekjur frá árinu 1976
• Það hefur byggst á velvild og skilningi eigenda Rækjuvinnslunnar Særúnar og rækjubátanna og áhafna þeirra að þessi fjáröflunarleið hefur verið möguleg. (Húnavaka 1985, bls. 191-196)

Búnaðarsamband Austur Húnavatnssýslu (1928-2016)

  • HAH10001
  • Corporate body
  • 1928-2016

Félagið var stofnað árið 1928, þann 14. desember á fulltrúafundi búnaðafélaga Austur Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Blönduósi. Kosnir voru í nefnd til að koma með lagafrumvarp:
Björn Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Jónatan Líndal, Hafsteinn Pétursson og Ágúst Jónsson.
Tilgangur félagsins er að styðja og efla umbætur og framfarir í búnaði í Húnavatnssýslu og sameina krafta hinna einstöku búnaðarfélaga til alls konar verklegra framkvæmda í landbúnaði.1
Samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambandsins í Ásbyrgi 19.apríl 2016 að leysa félagið upp og leggja það formlega niður. Var það samþykkt samhljóða.2

Reynir sf. (1974-)

  • HAH10023
  • Corporate body
  • 1974-

Félagið var stofnað 29.10. 1974, síðast staðsett að Hnjúkabyggð 31 540 Blönduósi.

Sjálfstæðisfélagið Þróttur (1962-)

  • HAH10024
  • Corporate body
  • 1962-

Sjálfstæðisfélagið Þróttur var stofnað 1962 Lögheimili þess er á Skagaströnd. Markmið félagsins er að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í landsmálum með hagsmuni allra stétta og sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Grundvöllur stefnu þess er frelsi og sjálfstæði þjóðar og einstaklings, séreignarskipulag og jafnrétti allra þjóðfélagsþegna.

Fiskifélagsdeild Skagastrandar (1939-

  • HAH10025
  • Corporate body
  • 1939-

Deildin var stofnuð 1939 og tilgangur hennar er að efla sjávarútveg á félagssvæðum, stuðla að vöruvöndun, bættri sölu sjávarafurða, aukinni samvinnu og félagsskap milli útgerðarmanna og sjómanna og yfir höfuð hverju því, sem vænta má að verði sjávarútgerðinni til hagsbóta og velfarnaðar. Að öðru leiti starfar deildin undir yfirumsjá Fiskifélags Íslands og samkvæmt lögum þess, eins og þau kunna að vera á hverjum tíma, enda njóti deildin allra hlunninda, er Fiskifélagið veitir deildum sínum út um landið. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Bogi Björnsson formaður, Ingvar Jónsson ritari og Þórarinn Jónsson gjaldkeri.

Héraðsnefnd Austur Húnavatnssýslu (1988-2008)

  • HAH10030
  • Corporate body
  • 30.11. 1988 - 1.7. 2008

Í héraðsnefndinni sem stofnuð var formlega 30. nóvember eiga sæti 16 fulltrúar frásveitarfélögunum í Austur-Húnavatnssýslu. Héraðsnefndin mun leysa af hólmi sýslunefnd A-Hún. um næstu áramót. Oddviti héraðsnefndar AusturHúnvetninga var kjörinn Valgarður Hilmarsson oddviti á Fremstagili í Engihlíðarhreppi.
Helstu mál á fyrsta fundi héraðsnefndarinnar voru kosningar oddvita héraðsnefndar svo og í héraðsráð sem skipað er tveim mönnum auk oddvita héraðsnefndar. Auk oddvita héraðsnefndar voru kosnir í héraðsráð Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri á Skagaströnd og Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi.
Miklar umræður urðu um umboð nefnda þeirra sem sýslunefnd skipaði á sínum tíma en umboð sýslunefndar A-Hún. fellur niður um áramót með tilkomu héraðsnefndarinnar. Samkomulag varð um að fá úrskurð félagsmálaráðuneytis um hvernig með þessi mál skuli farið. Ennfremur urðu töluverðar umræður um hvernig að uppgjöri sýslu sjóðs yrði staðið og ennfremur að hraðað yrði gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Sýslunefndin sem lætur að störfum um áramót var skipað 10 mönnum auk sýslumanns og átti hvert sveitarfélag einn fulltrúa í nefndinni. Með tilkomu héraðsnefndar A-Hún. fjölgar fulltrúum í 16 og eiga þéttbýlissveitarfélögin Blönduós og Skagaströnd helming fulltrúa en sveitahrepparnir sinn fulltrúan hver.

Vátryggingarfélag Íslands Blönduósi (1989-2013)

  • HAH10041
  • Corporate body
  • 1989-2015

Vá­trygg­inga­fé­lag Íslands hf, VÍS, var stofnað form­lega 5. fe­brú­ar árið 1989 við sam­ein­ingu Sam­vinnu­trygg­inga og Bruna­bóta­fé­lags Íslands sem rek­ur sögu sína allt aft­ur til árs­ins 1917. Bruna­bóta­fé­lag Íslands (síðar Eign­ar­halds­fé­lagið Bruna­bóta­fé­lag Íslands) var stofnað til að ann­ast bruna­trygg­ing­ar sam­kvæmt lög­um um bruna­trygg­ing­ar á Íslandi. Sam­vinnu­trygg­ing­ar gt. (gagn­kvæmt trygg­inga­fé­lag) voru stofnaðar 1946 fyr­ir for­göngu Sam­bands ís­lenskra sam­vinnu­fé­laga. Við stofn­un VÍS var meg­in­hluti vá­trygg­inga­stofna Bruna­bóta­fé­lags­ins og Sam­vinnu­trygg­inga færður til nýja fé­lags­ins sem tók yfir mest all­an rekst­ur stofn­fé­laga sinna árið 1989 og hóf rekst­ur al­hliða vá­trygg­inga­starf­semi. Viðskipta­vin­ir VÍS voru frá upp­hafi ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Útibúið á Blönduósi var stofnað 1989 og var Skarphéðinn Ragnarsson fyrsti og eini svæðisstjóri þess en útibúið var lagt niður í lok júní 2013.

Selvíkurgarður (1936-)

  • HAH10042
  • Corporate body
  • 1936 -

Björn Einarsson, Blönduósi, eigandi Selvíkur og Bjarni Ó. Frímannsson Efri-Mýrum boðuðu til fundar 16. febrúar, varðandi að stofna félag um kartöflurækt í Selvík. Í stjórn voru kosnir Kristinn Magnússon, Bjarni Ó. Frímannsson og Páll Geirmundsson. Var Selvík keypt af Birni Einarssyni í apríl 1936 og hafin útleiga á blettum fyrir þá sem vildu rækta þar kartöflur. Árið 2006 tók Ungmennafélagið Hvöt við rekstri Selvíkurgarðsins og sér um alla jarðvinnslu og mælingar á blettum þeim sem beðið hefur verið um til ræktunar.

Kvenfélagið Hekla Skagabyggð (1927 - )

  • HAH10043
  • Corporate body
  • 1927 -

Kvenfélagið Hekla í Skagabyggð var stofnað 28. ágúst 1927 af 14 konum yst í gamla Vindhælishreppi. Það hefur í 90 ár starfað að ýmsum framfaramálum og lagt mörgum góðum málum lið. Félagið stóð m.a. fyrir kaupum á vefstólum, prjónavél og spunavél á fyrstu árum félagsins. Þá stóðu kvenfélagskonur fyrir merku átaki í vegagerð á Skaga á 4. áratug síðustu aldar og var því átaki reistur minnisvarði sem vígður var 2. júlí 1989. Líkt og önnur kvenfélög landsins voru helstu mál kvenfélagskvenna þá og eru enn, að styðja við þá sem minna mega sín, stuðla að ýmsum framfaramálum er snerta heimili og íbúa svæðisins sem og fjölbreyttar fjáraflanir og samkomur. Má þar nefna réttarkaffisölu, basara, jólaböll og jólahlaðborð.
Í ársbyrjun 2018 eru kvenfélagskonur 12 talsins. Félagsfundir eru haldnir nokkrum sinnum á ári. Starfsstöð kvenfélagsins er í félagsheimilinu Skagabúð. Helstu viðburðir í starfsemi félagsins eru hátíðarkaffi á þjóðhátíðardaginn, réttarkaffisala við Fossárrétt, jólabasar, jólahlaðborð og jólaball. Þá sjá félagskonur um ýmsa veitingasölu, s.s. erfidrykkjur, fundakaffi og matarveislur.

Veiðifélag Langavatns- og Fjallabaksár á Skaga (1994-)

  • HAH10045
  • Corporate body
  • 1994-

Veiðifélagið var stofnað 9.maí 1994 og formaður þess er Sveinn Sveinsson frá Tjörn. Langavatn á Skaga liggur rétt rúmlega 13 km. norðan Skagastrandar. Það er 3,5 km2 og í rétt rúmlega 200 m h.y.s. Til að komast að vatninu er ekið sem leið liggur eftir þjóðvegi 745 frá Skagaströnd að gatnamótum við Steinnýjarstaði. Þaðan liggur um 6 km. slóði inn að vatninu vestanverðu. Umsjónarmaður vatnsins og veiðivörður er Árný Hjaltadóttir, húsfreyja að Steinnýjarstöðum, sími 452-2745 / 860-2745 sem jafnframt annast sölu veiðileyfa. Um vatnið er veiðifélag, Veiðifélag Langavatns og Fjallabaksár á Skaga, en það er í eigu þeirra býla sem land eiga að vatninu.

Veiðifélagið Skagaröst (1973-)

  • HAH10048
  • Corporate body
  • 1973-

Laxá í Nesjum er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi.
Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- eftir því í hvaða vatn skal haldið.
Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð.
Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar í landinu.
Athugið að áður en farið er til veiða þarf að kaupa veiðileyfi hjá viðkomandi bónda/veiðiréttarhafa. Einnig þegar veiðivatnið er í afréttarlöndum.
Laxá í Nesjum er lítil og nett á sem á upptök sín ofan Laxárvatns á Skagaheiði á norð-vestanverðri Skagatánni og rennur hún til sjávar skammt norðan við bæinn Saurar. Þetta er ekki mikið vatnfall og getur því þornað töluvert upp á þurrkasumrum. Hinsvegar ef gott vatn er í ánni hefur nokkuð af laxi gengi í hana.

Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar (1891-)

  • HAH10050
  • Corporate body
  • 1891-

Varð til við kaup þriggja sveitarfélaga á Eyvindarstaðaheiði í kringum 1891. Sveitarfélögin þrjú voru:
Bólstaðarhlíðarhreppur að 5/17, Seyluhreppur að 4/17 og Lýtingsstaðahreppur að 8/17. Eyvindarstaðaheiði er að dýrleika talin 26,4 hundruð eftir jarðabókinni 1861.

Kvenfélag Vatnsdæla (1927-)

  • HAH10052
  • Corporate body
  • 1927-

Kvenfélagið var stofnað 21.september 1927 að Hofi í Vatnsdal og voru félagar um 25 talsins. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig: Rannveig Stefánsdóttir Flögu, formaður, Theódóra Hallgrímsdóttir Hvammi, gjaldkeri og Kristín Vilhjálmsdóttir Blöndal Kötlustöðum, ritari. Hlaut félagið nafnið Kvenfélag Vatnsdæla og hét um nokkurra ára bil. Seinna var það skírt upp og hét þá Kvenfélagið Björk fram til ársins 1962 að aftur var skipt yfir í upprunalega nafnið, það er Kvenfélag Vatnsdæla og heitir svo enn í dag. Ekki hefur félagið verið formlega lagt niður en engin starfsemi hefur verið síðan árið 1998. Formenn hafa verið:
Rannveig Stefánsdóttir, Flögu
Helga Helgadóttir, Flögu
Theódóra Hallgrímsdóttir, Hvammi
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili
Lilja Halldórsdóttir, Haukagili
Sesselja Svavarsdóttir, Saurbæ
Elín Sigurtryggvadóttir, Kornsá
Guðlaug Ólafsdóttir, Snæringsstöðum
Sóley Jónsdóttir, Haukagili
Sigrún Grímsdóttir, Saurbæ
Harpa Eggertsdóttir, Haukagili
Heiðursfélagar:
Péturína Jóhannssdóttir, Grímstungu
Margrét Björnsdóttir, Brúsastöðum
Sigurlaug Jónasdóttir, Ási
Rósa Ívarsdóttir, Marðarnúpi
Jakobína Þorsteinsdóttir, Vöglum
Ágústína Grímsdóttir, Haukagili

Ungmennafélagið Vorblær Vindhælishreppi (1938-)

  • HAH10054
  • Corporate body
  • 1938

Ungmennafélagið Vorblær var stofnað að Höskuldsstöðum á pálmasunnudag 1938. Er félagssvæðið Höskuldsstaðasókn. Hefur það tekið við hlutverki fyrirrennara sinna, Ungmennafélagsins Framsóknar og Ungmennafélagsins Morgunroðans á Laxárdal. Félagið hefur, sem önnur slík, lagt stund á fegrun móðurmálsins í mæltu og rituðu máli. Félagið hefur haft umræðufundi um þjóðþrifamál og gefið út félagsblað. Þá hefur það hvatt félagsmenn sína til að æfa ýmsar frjálsar íþróttir, svo sem aðstaða hefur leyft. Skákíþróttin hefur og verið iðkuð nokkuð á vegum félagsins. Stærsta framkvæmd félagsins er efalaust bygging samkomuhúss fyrir félagssvæðið. Byggingarvinnan var framkvæmd af sjálfboðaliðum.
Á stofnfundi voru félagar 22 að tölu, en fjölgaði brátt og urðu flestir sextíu. Var þá um skeið mikil gróska í félaginu, syngjandi líf og fjör. Félagið æfði söng. Síðustu ár hafa margir félagar helst úr lestinni, en fáir fyllt skarðið, og því hefur hallað undan fæti um stund.

Aðalból í Hrafnkelsdal

  • HAH00004
  • Corporate body
  • 1880-

Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Fólk getur því fetað í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu.
Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalabóli í Hrafnkelsdal. Bærinn er staðsettur efst í dalnum og þar má sjá haug Hrafnkells. Í nágrenni hafa fundist fornir gripir sem hafa styrkt sannleiksgildi þessarar sögu. Í dag er rekin ferðamannaþjónusta á Aðalbóli og árlega er Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli haldinn hátíðlegur þar sem fetað er í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu, leikjum, hannyrðum, grillaðri "faxasteik", fróðleik o.fl. 

Aðalból í er innsti bær í Jökuldalshreppi og meðal þeirra bæja, sem eru lengst frá sjó álandinu, 100 km í Héraðsflóa og 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr sögu Hrafnkels Hallfreðarsonar Freysgoða. Hrafnkelssaga er meðal styttri Íslendingasagna og þótti trúverðug, m.a. vegna heils söguþráðar og ýkjulausrar frásagnar, en margir hafa dregið hana í efa á síðari tímum.

Minjar um búsetu í Hrafnkelsdal til forna hafa fundizt á Aðalbóli og annars staðar og örnefni í landi bæjarins minna á söguna. Samkvæmt henni hafði Hrafnkell goðorð í Hrafnkelsdal og Jökuldal. Hann var mikill fyrir sér og var „ójafnaðarmaður mikill, en menntur vel". Hann hafði gefið hestinn Freyfaxa Frey til jafns á móti sér, því hann hafði miklar mætur á því goði, og lagt bann við að aðrir riðu hestinum en hann sjálfur.

Smali hans vann sér það til óhelgi að ríða hestinum og Hrafnkell drap hann umsvifalaust eins og hann hafði heitið. Af þessum sökum var Hrafnkell dæmdur sekur og missti jörð og goðorð. Hann settist að á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal og náði eignum sínum aftur og bjó að Aðalbóli til dauðadags. Gambramýrar eru í landi Aðalbóls og þar örlar á jarðhita. Upp úr Hrafnkelsdal liggur jeppavegur inn á Vesturöræfi að Snæfellsskála og Eyjabökkum.

Afréttur Vindhælis- og Engihlíðarhrepps

  • HAH00644
  • Corporate body
  • 1922

Vjer undirritaðir Björn hreppstjóri Árnason, Syðri-ey, Ólafur oddviti Björnsson, Árbakka, Jónatan J. Líndal oddviti Holtastöðum og Einar Guðmundsson sjálfseignarbóndi á Neðrimýrum, sem kosnir höfum verið af Vindhælishreppi og Engihlíðarhreppi, til þess að ákveða landamerki, milli afréttarlanda Vindhælis- og Engihlíðarhreppa, höfum í dag orðið ásáttir um svofelld landamerki:
Frá Gálgagili (þar sem Mjóadalsá rennur í Norðurá) ræður Norðurá merkjum til Ambáttarár, þá Ambáttará til upptaka (þar sem hún byrjar að mynda gil). Þaðan sjónhending í vörðu á vestari Sjónarhól (sem er neðan við Fífugilseyrar). Þaðan sjónhending í upptök lækjar þess er rennur austur úr Ambáttardal til Laxár. Ræður sá lækur svo merkjum til móts við sérstakan melhól sunnan lækjarins, nokkuð fyrir austan austari Sjónarhól, sem varða er hlaðin á, og sem er hornmerki að suðaustan. Frá vörðu á nefndum hól eru merkin sjónhending í vörðu, sem stendur við háa þúfu á hæsta og vestasta hól Hrossaskálabrúnar. Þaðan sjónhending í Engjalæk miðað við vörðu, sem stendur á grjótflögu á há Pokafelli.
Til staðfestu ritum vjer nöfn vor hjer undir.
Gjört að Skúfi 22. júní 1923
Björn Árnason, Ól. Björnsson. Jónatan J. Líndal. Einar Guðmundsson.
Vjer undirritaðir hreppsnefndarmenn, erum samþykkir framanrituðum landamerkjum.
Á hreppsnefndarfundi að Holtastöðum 21/11 1923
Agnar B. Guðmundsson. Ari H. Erlendsson. Árni E. Blandon. Jónatan J. Líndal.
Vjer undirritaðir hreppsnefndarmenn Vindhælishrepps, erum samþykkir framanrituðum landamerkjum.
Á hreppsnefndarfundi að Hólanesi 5. des. 1924.
B.F. Magnússon. A. Guðjónsson. Björn Guðmundsson Björn Árnason Ól. Björnsson. Carl Berndsen.

Hrafnabjörgum 13. des. 1922
Sigr. Þorkelsson

Vitundarvottar:
Halldór Halldórsson
P. Jónsson.
Lesið fyrir manntalsþingrjetti Húnavatnssýslu að Hólanesi Þ. 6. júlí 1925 og innfært í landamerkjabók sýslunnar Nr. 314, fol. 170-170b.

Akraneskirkja

  • HAH00006
  • Corporate body
  • 1896 -

Yfirsmiður og hönnuður Akraneskirkju var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Hann kom á sinni tíð að mörgum kirkjubyggingum hér á landi og var brautryðjandi í þróun nýs byggingarforms íslenskra kirkna.

Akraneskirkja er timburhús, átthyrningur að grunnfleti, 21,40 m að lengd og 9,00 m á breidd. Hornsneiðingar eru 4,50 m að lengd en framhlið og kórbak eru 3,30 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er burstsettur áttstrendur turn með oddbogaglugga á hverri hlið. Á honum er há áttstrend spíra. Undir turni er breiður ferstrendur stallur og á honum flatt þak girt handriði. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tvær gluggaraðir með fimm tvípósta krossgluggum undir oddboga, hver þeirra með 12 rúðum. Stærri 15 rúðu gluggi er á hverri hinna fjögurra sneiðinga og dyr undir glugganum á suðausturhlið. Á framhlið turns eru tveir samlægir gluggar yfir kirkjudyrum og einn stærri yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og gluggi undir oddboga yfir.

Í forkirkju eru stigar til sönglofts yfir forkirkju og fremsta hluta framkirkju og setsvala fram með hliðum. Að framkirkju eru spjaldsettar vængjahurðir og gangur inn af þeim að kór sem hafinn er upp yfir kirkjugólf um fjögur þrep. Þverbekkir eru í framkirkju hvorum megin gangs og á setsvölum. Framkirkjan er þrískipa, stoðir standa á kirkjugólfi og bera setsvalir og oddbogahvelfingu yfir miðhluta framkirkju. Á mörkum framkirkju og kórs eru fjórir oddbogar og undir þeim fjórar stoðir og veggstoð hvorum megin altaris og oddbogahvelfingar yfir. Skrúðhús er að kórbaki sem nemur lengingu kirkjunnar. Veggir eru klæddir sléttum plötum og hvelfingar múrhúðaðar. Kirkjan er skreytt trúarlegum táknmyndum, einkum hvelfingar.

Listakonan, Greta Björnsson, skreytti kirkjuna að innan árið 1966. Altaristaflan, sem er frá 1870, er máluð af Sigurði Guðmundssyni málara. Frummynd af henni er í Dómkirkjunni í Reykjavík. Altarið var smíðað af Ármanni Þórðarsyni sem var fyrsti organisti kirkjunnar. Þetta var sveinsstykki hans í trésmíðanámi. Yfir kirkjuskipinu er fimm arma olíuljósahjálmur sem hinn þjóðkunni athafnamaður, Thor Jensen, gaf kirkjunni þegar hún var vígð. Hjálmurinn er endurgerður af Pétri Jónssyni. Tvær lágmyndir prýða kórveggi Akraneskirkju; afsteypur eftir Bertil Thorvaldsen, gefnar af sr. Jóni M. Guðjónssyni og fjölskyldu hans. Sú stærri nefnist Kristur í Emmaus og sú minni Móðurást. Hinn landskunni listamaður, Ríkarður Jónsson, skar út skírnarfontinn. Skírnarskálin er elsti munur kirkjunnar og má rekja aldur hennar með vissu til ársins 1724. Hún var í gamla skírnarfontinum í Garðakirkju sem kom frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Tvö pípuorgel hafa verið í Akraneskirkju. Hið fyrra, sem var þýskt og 13 radda, var tekið í notkun 1960. Núverandi orgel kom í kirkjuna 1988. Það er 32 radda og smíðað í Danmörku. Fyrir 1960 var notast við fótstigið harmoníum sem nú er varðveitt á Byggðasafninu að Görðum.

Akureyri

  • HAH00007
  • Corporate body
  • 1778 -

Landnámabók greinir frá því að fyrsti landneminn á svæðinu var Helgi „magri“ Eyvindarson sem kom þangað á 9. öld. Elstu heimildir um nafnið Akureyri eru þó frá 1562 en þá féll dómur á staðnum yfir konu fyrir að hafa sængað hjá karli án þess að hafa giftingarvottorð.

Á 17. öld tóku danskir kaupmenn að reisa búðir sínar á sjálfri Akureyri sem var ein af nokkrum eyrum sem sköguðu út í Pollinn. Þeir völdu staðinn vegna afbragðs hafnarskilyrða og einnig vegna þess að héraðið er og var gjöfult landbúnaðarsvæði en dönsku kaupmennirnir sóttust einkum eftir ull og kjöti. Dönsku kaupmennirnir bjuggu þó ekki á Akureyri allt árið á þessum tíma heldur læstu þeir húsum sínum og yfirgáfu staðinn yfir vetrartímann.

Árið 1778 var fyrsta íbúðarhúsið reist á staðnum og varanleg búseta hófst. 8 árum síðar fékk bærinn kaupstaðarréttindi ásamt fimm öðrum bæjum á Íslandi. Þetta var að undirlagi Danakonungs en hann vildi reyna að efla hag Íslands með því að hvetja til þéttbýlismyndunar þar en slíkt var þá nánast óþekkt á landinu. Akureyri stækkaði þó ekki við þetta og missti kaupstaðarréttindin 1836 en náði þeim aftur 1862 og klauf sig þá frá Hrafnagilshreppi, þá hófst vöxtur Akureyrar fyrir alvöru og mörk Akureyrarbæjar og Hrafnagilshrepps voru færð nokkrum sinnum enn eftir því sem bærinn stækkaði. Bændur í Eyjafirði voru þá farnir að bindast samtökum til að styrkja stöðu sína gagnvart dönsku kaupmönnunum, uppúr því varð Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) stofnað. KEA átti mikinn þátt í vexti bæjarins, á vegum þess voru rekin mörg iðnfyrirtæki í bænum sem mörg sérhæfðu sig í úrvinnslu landbúnaðarafurða. Árið 1954 var mörkum Akureyrarbæjar og Glæsibæjarhrepps breytt þannig að það þéttbýli sem tekið var að myndast handan Glerár teldist til Akureyrar, þar hefur nú byggst upp Glerárhverfi.

Á síðasta áratug 20. aldar tók Akureyri miklum breytingum, framleiðsluiðnaðurinn sem hafði verið grunnurinn undir bænum lét töluvert á sjá og KEA dró verulega úr umsvifum sínum. Meiri umsvif í verslun og þjónustu, ferðaþjónustu, sjávarútvegi og Háskólinn á Akureyri hafa nú komið í stað iðnaðarins að miklu leyti. Hríseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2004 en í kosningum í október 2005 var tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga í Eyjafirði hafnað á Akureyri. Grímseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ 2009.

Á Akureyri hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð síðan 1881.
Akureyri stendur við botn Eyjafjarðar við Pollinn en svo er sjórinn milli Oddeyrar og ósa Eyjafjarðarár kallaður. Í gegnum bæinn rennur Glerá sem aðskilur Glerárhverfi (Þorpið) frá öðrum bæjarhlutum. Önnur hverfi bæjarins eru Oddeyri, Brekkan, Naustahverfi, Innbærinn og Miðbær.

Artic

  • HAH00013
  • Corporate body
  • 1939 - 1943

Það var svo ekki fyrr en í síðari heimstyrjöldinni sem Íslendingar gerðu tilraun til seglskipaútgerðar að nýju. Ástæðan var sú að ekki fengust útflutningsleyfi fyrir önnur skip í þessari orrahríð stórveldanna. Á árunum 1939 til 1946 gerðu Íslendingar út þrjú seglskip. Þau hétu Arctic, Capitana og Hamona. Tvö þau fyrrtöldu voru gerð út frá Reykjavík, en Hamona frá Þingeyri. Fiskiskipanefnd keypti Arctic frá Svíþjóð 1940. Þetta var þriggja mastra skonnorta og frystiskip með 160 hestafla hjálparvél, um 350 rúmlestir.

Reksturinn gekk vel fyrsta árið en þegar breska matvælaráðuneytið tók yfir allan fiskflutning milli Íslands og Bretlands var Arctic dæmd of hægfara. Nú var skipið notað sem frystigeymsla um hríð, en síðla árs 1941 send með hrognafarm til Spánar. Þegar Arctic kom heim úr þessari ferð vaknaði grunur um að skipverjar hefðu haft fjarskiptasamband við Þjóðverja. Því kyrrsettu hernaðaryfirvöld skipið þann 14. okt. 1942 og skipshöfnin var handtekin.

Arctic var svipt heimildum til frekari Spánarsiglinga. Afráðið var að láta Arctic nú flytja ísaðan bátafisk til Englands. Aðfaranótt 17. mars 1943 lenti skipið í vonskuveðri, seglin rifnuðu hvert af öðru og loks varð að treysta á fokkuna eina og hjálparvél. Skipið rak undan sterkri suðvestanátt og strandaði við Stakkhamarsnes á Snæfellsnesi. Mannbjörg varð en Arctic eyðilagðist á strandstað.

Artic Strandar við Melhamar í Miklaholtshreppi
Talið víst að mannbjörg hafi orðið. Íslenzka flugvélin fann skipið. — Övíst um v.b. Svan. — Símasambandslaust við Ísafjörð, Stykkishólm og Vestmannaeyjar.
MANN TEKUR ÚT AF BÁT FRÁ ÍSAFIRÐL
Skipið „Arctic", sendi í gærmorgun frá sér neyðarmerki, en ekki var hægt að greina hvar skipið var þá statt og voru menn því farnir að óttast um afdrif þess, en rétt fyrir kl. 7 í gærkvöld fann íslenzka flugvélin skipið. Var það þá strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, sem er um 10 km. austan við Staðastað. Sá flugmaðurinn mennina á þilfarinu og er talið víst, að þeir hafi allir bjargazt. Símasambandslaust er nú við ísafjörð, Vestmanna eyjar og Stykkishólm og er því ekki vitað um afdrif „Svans" frá Stykkishólmi.

Eins og fyrr er sagt vissu menn ekki hvar „Arctic" var statt, þegar það sendi neyðarmerkin í gærmorgun, en daginn áður hafði það verið djúpt út af Sandgerði. íslenzka flugvéhn hóf því leit að skipinu og fann það um kl. 7 í gærkvöldi strandað við Melhamar í Miklaholtshreppi. Var það þá komið svo að segja á þurrt land og hafði verið settur strengur úr skipinu upp á land.
Flugmaðurinn sá skipverjana á þilfarinu og veifuð þeir til hans og má því telja víst að allir hafi bjargast. Síminn vestur á Snæíellsnes er bilaður á allstórum kaíla og hefur því ekki verið hægt að fá nákvæmari fréttir.

Þjóðviljinn, 62. tölublað (18.03.1943), Blaðsíða 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2739550

Askja

  • HAH00386
  • Corporate body
  • 1875 - 1961

Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls, í Ódáðahrauni á hálendi Íslands. Umhverfis Öskju eru Dyngjufjöll, en skarð er í gegnum fjöllin til austurs, sem kallast Öskjuop.
Gífurlegt eldgos hófst þar 29. mars 1875. Gos þetta nefnist Öskjugosið 1875, eða Dyngjufjallagos. Öskufall frá gosinu hafði mikil áhrif á Austurlandi og átti sinn þátt í því að stór hópur fólks flutti þaðan til Vesturheims.

Eftir að gosinu lauk varð mikið landsig í Öskju, og myndaðist þá Öskjuvatn. Á austurbakka Öskjuvatns er gígurinn Víti, og er talið að askan í gosinu 1875 hafi komið þar upp.
Í tengslum við Öskjugosið 1875 varð einnig hraungos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum, og rann þá Nýjahraun. Askja gaus síðast árið 1961.

Ásbyrgi

  • HAH00036
  • Corporate body
  • (1880)

Ásbyrgi er hamrakví í Vatnajökulsþjóðgarði, Jökulsárgljúfrum, Norðurþingi í Norður–Þingeyjarsýslu, og eitt af mestu náttúruundrum Íslands. Það er allt að 3,5 km á lengd inn í botn og um 1,1 km á breidd í mynni þess og helst svipuð breidd um þrjá km inn eftir því. Fyrstu tvo km er byrgið klofið af Eyjunni, miklu standbergi, sem er um 250 m á breidd og skiptir Ásbyrgi í tvennt. Hamraveggirnir eru um 90 – 100 m háir og eru lægstir fremst en hækka þegar innar dregur.

Í skóginum og kjarrinu eru skógarþröstur og auðnutittlingur algengir, sem og músarindillinn. Upp úr 1970 fór fýll að verpa í hamraveggjunum og er þar nú þétt byggð. Skordýralíf er líka með ágætum eins og gefur að skilja á svo skjólsælum og gróðursælum stað og ber mest á blómaflugum, galdraflugur og hunangsflugur eru algengar. Geitungar hafa einnig tekið sér bólfestu þarna.

Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um tilurð þessarar hamrakvíar en líklegust er sú að hún hafi myndast þegar tvö hamfarahlaup urðu í Jökulsá á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 -10 þúsund árum og hið síðara fyrir um 3 þúsund árum. Þjóðsagan skýrir þetta náttúrufyrirbæri á annan hátt. Sagan segir að þarna hafi Sleipnir, hestur Óðins, stigið fast niður fæti þegar hann var á ferð sinni um lönd og höf. Ásbyrgi sé því hóffar Sleipnis og eyjan í miðjunni sé far eftir hóftunguna.

Bergið í veggjum Ásbyrgis er úr beltóttu dyngjuhrauni. Hraunið rann frá gígnum Stóravíti efst á Þeistareykjarbungu fyrir 11 - 12 þúsund árum, skömmu eftir að jöklar ísaldar hörfuðu af svæðinu. Jarðfræðingar nefna hraunið Stóravítishraun. Stóravítisdyngjan er af sömu gerð eldfjalla og Skjaldbreiður og Trölladyngja og er stærsta hraundyngja landsins að efnismagni.

Ásholt Höfðakaupsstað

  • HAH00440
  • Corporate body
  • 1937 -

Nýbýli úr Spákonufellslandi er Andrés Guðjónsson fra Harrastöðum byggði 1937. Býlið stendur nú í útjaðri Höfðakaupsstaðar. Býlið er landlítið, grasgefið og ágæt fjörubeit.
Íbúðarhús steinseypt 1937 60 m3, hæð með kjallara. Fjós fyrir 6 kýr, fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður og verkfærageymsla. Tún 15 ha.

Bakkakot á Refasveit

  • HAH00201
  • Corporate body
  • 1947 -

Bærinn stendur á brún langrar og allbrattrar brekku sem nær að kalla um þvert land jarðarinnar. Bakkakot mun vera byggt úr landi Blöndubakka og hafa býlin enn óskipta beit og er hlutur Bakkakots 1/3. 1947 var Svangrund lögð undir býlið. Norðan við Bakkakot niður við sjó er vík sem nefnist Selvík, skjólrík og tilvalin til garðræktar. Íbúðarhús byggt 1959, 265 m3, fjárhús fyrir 130 fjár, hesthús fyrir 5 hross og hlöður 1350 m3. Tún 40,1 ha. Veiðiréttur í Hómavatni.

Ábúendur;

Guðmann Valdimarsson 2. apríl 1906 - 5. júní 1988. Bóndi í Bakkakoti, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. Kona hans; Laufey Sigurrós Jónsdóttir 25. apríl 1911 - 23. júlí 1981. Lausakona í Flögu, Undirfellssókn, A-Hún. 1930. Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi.

1969- Valdimar Jón Guðmannsson 29. apríl 1952. Var í Bakkakoti, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ólöf Stefana Pálmadóttir 24. feb. 1956. Var í Holti,Torfalækjahr., A-Hún. 1957.

Aðalbjörg Valdimarsdóttir (1973) dóttir þeirra.

Bakki á Skaga

  • HAH00060
  • Corporate body
  • (1880)

Bærinn stendur örskammt frá sjó, en út og suður og í landátt er allt umvafið grasi og gott til ræktunar: Íbúðarhús steypt 1967 297 m3, fjárhús yfir 400 fjár, 2 hlöður, fjós járnklætt byggt 1972 yfir 15 gripi.

Balaskarð á Laxárdal fremri

  • HAH00369
  • Corporate body
  • 30.4.1890 -

Bærinn stendur niður undan samnefndu skarði sunnan Tunguhnjúks og norðan Laxárdalsfjalla. Jörðin er landmikil og eru sumarhagar þar með ágætum. Gott til ræktunar. Snjóþungt á vetrum og gjafasamt. Íbúðarhús byggt 1944 og 316 m3. Fjós yfir 8 kýr, fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 643 m3. Tún 15 ha.

Landamerki Balaskarðs.

Undirritaður eigandi og ábúandi jarðarinnar Balaskarðs í Vindhælishreppi lýsi hjermeð yfir því, að merki hennar gagnvart aðliggjandi jörðum eru þessi: Vesturtakmörk jarðarinnar er Laxá, allt þar til er Balaskarðsá rennur í hana, þá ræður Balaskarðsá merkjum að sunnan frá ósi, allt upp á Þröskuld, og úr austanverðum Þröskuldi ráða brúnir til norðurs, þá liggja merki til vesturs á milli Svínahnjúks að sunnan og Sauðahnjúks að norðan í Moldgil hið eystra, og úr gili því liggja merkin norðast yfir frá á Urðunum, sem liggur til norðurs, í rúst, sem er norðantil á flánni, og úr þeirri rúst í Moldgil hið vestara og yfir Tunguhnjúk í Stóruskál, og þaðan sem, skriða ræður úr henni, í Þorleifssýki þar sem það fellur í Laxá, þá ræður Laxá merkjum fram, sem fyr segir.

Balaskarði, 30. apríl 1890.
Gísli Bjarnason eigandi jarðarinnar (nafn handsalað)
J. Benediktsson búandi á Mánaskál
Sveinn Magnússon búandi á Mánaskál
Klemens Sigurðsson búandi á Skrapatungu.
Ingvar Þorsteinsson eigandi Kirkjubæjar.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvík, hinn 22. maí 1890, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 167, fol. 87.

Beinhóll á Kili

  • HAH00063
  • Corporate body
  • (1880)

Skammt norðaustan við Kjalfell er Beinahóll eða Beinabrekka, þar sem Reynisstaðabræður, fé og föruneyti, urðu úti árið 1780. Þar finnast enn bein úr fé þeirra bræðra og þekkist hóllinn úr fjarlægð vegna hvítra beinanna sem standa út úr hólnum. Jafnmikið hefur örugglega ekki verið skrifað og rætt um nokkurn slysaatburð hér á landi sem þennan. Atburðurinn þykir enn þann dag í dag mjög dularfullur og ekki hefur fengist fullnægjandi skýring á sumu því er í þessari för gerðist Um helför þessa yrkir Jón Helgason prófessor í Áföngum:

Liðið er hátt á aðra öld;
enn mun þó reimt á Kili,
þar sem í snjónum bræðra beið
beisklegur aldurtili.

Skuggar lyftast og líða um hjarn
líkt eins og mynd á þili
hleypur svo einn með hærusekk,
hverfur í dimmu gili.

Árið 1971 var reistur minnisvarði um Reynisstaðabræður úr stuðlabergi á Beinahól. Eftir dauða bræðranna og fylgdarmanna frá Reynisstað fékk almenningur mikinn ímugust á þessari öræfaleið sem annars hafði um margar aldir verið ein fjölfarnasta samgönguæð milli landsfjórðunga. Það lá við að Kjalvegur legðist af hátt upp í hundrað ár. Reimleikaorð fór að myndast um leiðina, einkum í nánd við Kjalfell og hraunið. Ekki dró svo útilegumannatrúin úr hræðslunni.
Óhugnanleg hula svífur enn yfir þessum stað og verður seint aflétt. Kjalvegur er þó aftur orðinn fjölfarin leið og þeir eru óteljandi ferðamennirnir, íslenskir sem erlendir, sem leggja leið sína þarna um enda er margt að sjá og skoða.

Berunes Berufirði

  • HAH00232
  • Corporate body
  • (1880)

1626 komu tvö ensk varnarskip úr hafi og lögðust inn á Djúpavog. Ætluðu þau að taka danskt kaupfar, sem þar lá fyrir, en hættu við það, er þau sáu danska konungspassann. Höfðu þessi skip áður tekið fimm ræningjaskip og flutt til Englands.

Sumarið eftir, árið 1627, koma Tyrkir. Það er miðvikudagurinn 4. júní, sem þeir taka land við Hvalnes. Fóru þeir ómildum höndum um eigur fólksins á Hvalnesi, sem allt var statt í seli meðan ræningjarnir létu greipar sópa, en þeir fundu ekki fólkið og héldu því ferð sinni áfram austur á bóginn á tveimur skipum. Um aftureldingu á föstudagsmorgun sáust skipin við Papey. Var þá hið hagstæðasta leiði inn á Djúpavog og veður svo háttað, að bjart var hið neðra, en þoka miðhlíðis. Sigldu skipin hraðbyri inn í mynni Berufjarðar. Á þessari leið urðu þeir varir við danskan bát úr Djúpavogskaupstað, er lá við línur sínar og voru þar á fjórir menn. Þennan bát hremmdu þeir óðar með allri áhöfn og héldu síðan inn fjörðinn þar til þeir komu á móts við Berunes. Þar vörpuðu þeir akkerum.

Berufjaðrarbærinn fyrir botni fjarðarins var prestsetur fyrrum. Þar var kirkja, helguð Ólafi Helga Noregskonungi og íBerunesi var útkirkja. Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknirnar lagðar til Hofs og síðar til Djúpavogs. Kirkjan,sem nú stendur í Berufirði, var reist 1874.

Nafngift fjarðarins er kominn frá Beru, sem átti Sóta að manni. Sagan segir, að þau hafi eitt sinn farið með fleira fólkitil veizlu á Fljótsdalshéraði. Á bakaleiðinni lentu þau í ofsaveðri og fólkið þeirra fórstá leiðinni yfir heiðina, nema Bera. Hún lét hestinn ráða ferðinni en hann hljóp beint inn íhesthús, þannig að Bera fell af baki og hálsbrotnaði. Sagt er, að hún sé dysjuð í Beruhóli.

Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi Þangbrand til Íslands til að kristna landsmenn og kom hann skipi sínu í Berufjörð. Bræður sem bjuggu á Berunesi bönnuðu mönnum að eiga samskipti við hann en þegar Síðu-Hallur frétti af því bauð hann Þangbrandi og mönnum hans til sin að Þvottá. Hallur tók kristna trú og var skírður ásamt öllu sínu fólki. Hann lagði síðan Þangbrandi lið við trúboð hans og tóku margir trú.

Björg á Skaga ytri og syðri

  • HAH00070
  • Corporate body
  • um 1920 -

Syðri Björg. Bærinn stendur í sama túni og Ytri-Björg, landslag svipað, en fjörbeit er ekki nýtt. Björg urðu ekki til fyrr en skömmu eftir 1920.
Tún 537 ha. Íbúðarhús byggt 1952, fjós 1955 úr asbesti yfir 3 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti byggt 1940 fyrir 80 fjár. Hesthús 1940 fyrir 10 hross úr torfi og grjóti. Hlaða byggð 1963 245 m3.

Ytri-Björg; Bærinn stendur skammt fyrir vestan Bjargartögl, nokkurn spöl frá sjó. Þar eru klettar með sjó fram og lítinn spöl frá landi er sérkennilegur gatklettur; Bjargastapi. Þar á veiðbjallan varpland. Íbúðarhús 157 m3 byggt 1957, hlaða byggð 1975 stálgrindarhús 1130m3, fjárhús steypt 1945 yfir 70 fjár. Geymsla úr ásbesti 136 m3. Hlaðabyggð 1950 200 m3 járnklædd. Geymslabyggð 1960 úr timbri 21 m3.

Blöndubakki á Refasveit

  • HAH00203
  • Corporate body
  • 1936-

Blöndubakki. Syðstur Neðribyggðarbæja. Bærinn stendur á hjalla í skjóli gróinnar brekku er veit mót vestri. Peningahús standa nokkru sunnar og er all djúpt dalverpi, Blöndubakkadalur á milli. Íbúðarhús byggt 1936 167 m3, fjós fyrir 14 gripi, fjárhús fyrir 170 fjár. Hlaða 240 m3. Votheysgeymslur 40 m3. Veiðiréttur í Hólmavatni. Tún 38,5 ha.

Blöndubrú

  • HAH00026
  • Corporate body
  • 25.8.1897 -

Blöndu er fyrst getið í Landnámsbók; „Ævar kom skipi sínu í Blönduós; þá voru numin lönd fyrir vestan Blöndu. Ævar fór upp með Blöndu að leita sér landnáms, en er hann kom þar sem heita Móbergsbrekkur, setti hann þar niður stöng háva og kveðst þar taka Véfröði syni sínum bústað. Síðan nam hann Langadal allan upp þaðan og svo þar fyrir norðan háls; þar skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævar bjó í Ævarsskarði.
1836 var sett upp dráttarvað sem menn gátu handstyrkt sig yfir. Kláfur var síðar settur upp milli Blöndudalshóla og Brandsstaða um 70 metra haf milli klettasnasa. Lögferja var á Blöndu eftir að byggð hófst þar og var framan af í hendi Möllers kaupmanns en síðar Kristjáns verts þar til brúin var byggð.
Á síðustu áratugum 19. aldar voru upp stór áform um að brúa allar helstu ár landsins og bæta jafnframt aðrar samgöngur á landi, enda vegir nánast ekki til og þá helst slóðar fyrir ríðandi og gangandi. Stórfljót landsins tóku sinn toll af ferðamönnum sem reyndu að komast yfir á misgóðum vöðum. Um 50-60 manns drukknuðu í Blöndu á árunum frá 1600 til 1900 og svipuð tollheimta var víðast um landið.

Í vegalögum frá 1887 var gert ráð fyrir miklum umbótum í samgöngumálum, og vegakerfinu þrískipt í byggð, milli ríkissjóðs, sýslna og hreppa. Því var það fjárhagslega mikilvægt fyrir hreppana að fá annaðhvort ríkisveg eða sýsluveg í sinn hrepp. Eins og við var að búast ríkti ekki einning í austursýslunni um brúarstæði og þar með lagningu ríkisvegs. Deildu menn hart í blöðum og fóru þar fremstir í flokki Auðkúluklerkur Sr Stefán sem vildi veginn um sitt bæjarstæði og Pétur Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Magnús Stephensen landshöfðingi sá enga aðra lausn en að fresta veglagningu við Stóru Giljá og svo var í nokkur ár þar til Benedikt Blöndal í Hvammi, sem var amtráðsmaður Húnvetninga tók af skarið. Brú skyldi byggð yfir Neðra Klif (Neppe et kvartes gang fra handelstedet Blönduós)
„Broens spændvidde har jeg sat til 38 meter, denne spændvidde bliver for stor til en træbro, hvorfor en fast jernbro tænkes bygget“ sagði Sigurður Thoroddsen landsverkfræðingur. Í upphafi var ráðgert að skipta við sömu járnhöndlara og gert var á Ölfusá og á Þjórsá, en niðurstaðan var að járnið yrði keypt af „Vulkan jærnstöberi“ á Kristjánssandi í Noregi. Yfirbrúarsmiðir voru bræðurnir Magnús og Jónas Guðbrandssynir sem áður höfðu komið að hinum 2 stórbrúunum, einnig voru ráðnir 7 aðrir vanir brúarsmiðir að sunnan og einnig 3 að norðan. Heimamenn fengu vinnu við vegalagningu að og frá brúarstæðinu og einnig við uppskipun brúarhlutanna sem gekk mjög brösulega vegna hafnarskorts en einnig vegna veðurs og var þeim hlutum því skipað upp á Akureyri en sent síðan á Blönduós um vorið 1897.
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
GPJ saga Blönduós

Blöndubrúin vígð
Brúin á Blöndu var vígð miðvikudaginn 25. ágúst. Veður var ljómandi gott, logn og blíða. Fjöldi fólks kom um morguninn úr öllum áttum. Aðalhátíðarhaldið fór fram að norðanverðu við ána. Var þar reistur skrautklæddur ræðustóll, danspallur og veitingaskáli. Kl. 12 á hádegi kom Páll Briem amtmaður, Jóh. Jóhannesson sýslumaður, Sig. Thoroddsen verkfræðingur og nokkrir heldri menn sýslunnar.
Hátíðin hófst með því, að söngflokkur, er Böðvar Þorláksson organisti stýrði, söng vígslukvæði, er Páll bóndi Ólafsson á Akri hafði ort. Þá steig amtmaður í stólinn og hélt vígsluræðuna. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var gengið í prósessíu til brúarinnar. Amtmannsfrúin klippti í sundur silkiband, er bundið var yfir brúna. Og svo gekk allur flokkurinn suður yfir ána, rúm 600 manns. Söngflokkurinn skemmti við og við um daginn með söng. Svo var dansað. Síðara hlutu dagsins fór fram fjörugt samsæti, er um 40 helstu Húnvetningar héldu amtmanni, frú hans og Sig. Thoroddsen. Sýslumaðurinn mælti fyrir minni Húnvetninga, og ýms fleiri minni voru drukkin. Fór samsæti þetta hið besta fram.
Brúin var skreytt blómsveigum og flöggum. Aðalbrúin er úr járni og um 60 álnir á lengd. Auk þess er tré- og grjótbrú að norðanverðu, og mun vera um 30-40 álnir. Allt verkið virðist vera vel og vandlega af hendi leyst. Nú er byrjað að leggja nýjan veg frá syðri enda brúarinnar yfir Blönduósmýrina og vestur á aðalveginn.
Ísafold, 11. sept. 1897, 24. árg., 65. tbl., forsíða

Bolanöf - Bolabás

  • HAH00087
  • Corporate body
  • (1880)

Bolanöf er klettur mikill niður undan Blöndubakka. Bolabás utar. Þar eru fjöldi sjókletta og skerja. Selur kæpir þar.
Bryggjunni var valinn staður spölkorn norðan óssins undir brattri brekku, Mógilsbrekku,

Borgarfjörður vestra

  • HAH00146
  • Corporate body
  • (1880)

Borgarfjörður er fjörður sem gengur inn úr Faxaflóa sunnan við Mýrar og norðan við Hvalfjörð. Við fjörðinn stendur bærinn Borgarnes. Fjörðurinn dregur nafn sitt af bæ Skalla-Gríms Kveld-Úlfssonar, Borg. Yfir fjörðinn liggur hringvegurinn um Borgarfjarðarbrúna sem var tekin í notkun 1980. Í fjörðinn rennur Hvítá en í henni verka áhrif flóðs og fjöru.
Út í fjörðinn að sunnanverðu gengur Kistuhöfði í landi Hvanneyrar.

Hafnarfjall er gömul megineldstöð, um fjögurra milljón ára. Eitt stærsta djúpbergsinnskot Íslands úr gabbrói er í Hafnarfjalli. Einnig hefur fundist dálítið af granófýr sem er kornótt djúpberg, mjög líkt graníti og með sömu samsetningu. Margar sjaldgæfar steindir hafa fundist við Borgarfjörð, eins og sítrín (gult litaafbrigði af bergkristal) og háhitasteindir. Hestfjall er gamalt og mjög veðrað fjall ekki langt frá Hafnarfjalli og eru tveir stórir berggangar í norðurhlíð fjallsins, um 20 metrar að þykkt. Mikið er um jaspis í Hestfjalli og hafa fundist 50-100 kílóa kristallar úr jaspis í fjallinu. Mikið er um holufyllingar á svæðinu umhverfis Borgarfjörð eins og annars staðar á landinu hjá gömlum eldstöðvum og megineldstöðvum.
Bærinn Borgarnes stendur á gömlum berggrunni, líklega úr hraunum úr Hafnarfjalli og að mestu með holufyllingum úr zeólítum og kvarssteinum.

Borgarvirki

  • HAH00574
  • Corporate body
  • (1880)

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg er stendur á ásnum milli Vesturhóps og Víðidals og er um 177 metra yfir sjávarmáli. Talið er að Borgarvirki sé gosstapi sem myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar. Efst í virkinu er 5-6 metra djúp skeifulaga dæld með skarð er snýr til austurs. Þar er hlaðinni grjótveggur frá fornu en hann var endurhlaðinn á árunum 1940-50 og víðar á Borgavirki má sjá hleðslur. Borgarvirki er friðað vegna minja, en inn í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim hruninn brunnur.

Samkvæmt sögnum var Borgarvirki nýtt sem virki á þjóðveldisöld. Og segir sagan að þar hafi Víga-Barði Guðmundsson í Ásbjarnarnesi verið á ferð. Hann deildi við Borgfirðinga eins og segir frá í Heiðarvíga sögu. Sagt er að óvinir hans hafi komið að sunnan með óvígan her. En Barði barst af því njósnir og kom sér og sínum mönnum fyrir í Borgarvirki, þar sem ómögulegt reyndist að sækja að honum. Tóku Borgfirðingar á það ráð að ætla að svelta Barða og hans menn inni. Þegar matinn þraut tóku virkisbúar sig til og hentu síðasta mörsiðrinu (sláturkeppnum) út úr virkinu. Voru þá Borgfirðingar vissir um að Barði hefði nægar vistir og héldu heim á leið. Frábært útsýni er úr Borgarvirki og þar hefur verið sett upp útsýnisskífa. Í tengslum við unglistahátíðina Eldur í Húnaþingi er haldnir einstakir tónleikar í Borgarvirki í júlí hvert ár.

Bólstaður

  • HAH00154
  • Corporate body
  • 1964-

Prestseturshús byggt á lóð úr landi Botnastaða árið 1964. Húsið stendur á hólbarði í miðju túninu skammt ofan Svartárdalsvegar. Á neðri hæðinni var starfræktur unglingaskóli sem um skeið var í Húnaveri. Íbúðarhús 397 m3.

Bóndaklettur við Sölvabakka

  • HAH00393
  • Corporate body
  • (1880)

Bóndaklettur er stór klettur í fjörunni, vestan við bæ. Rekamark milli Sölvabakka og Svansgrundar er lækur fyrir sunnan Bóndaklett í fjörunni, en að öðru leyti er útjörð óskipt

Saga um foreldra Rakelar Bessadóttur á Þverá [þau bjuggu á Sölvabakka}. Klettur er fyrir neðan að nafni Bóndaklettur. Um háfjöru er þurrt fyrir framan hann. Heimildarmaður fór niður í fjöru ásamt fleirum og þeir senda steina í Bóndaklettinn. Þá kom Guðrún og skipaði þeim að hætta. Krakkarnir hennar höfðu gert þetta áður, en þá kom til hennar kona í draumi sem bað hana að láta krakkana sína hætta þessu. Heimildarmaður hafði kastað fimm steinum og seinna meir þegar hann var að reka kindur vantaði hann fimm ær. En þær fundust seinna. https://www.ismus.is/i/audio/id-1005061 hægt að hlusta á frásögnina.

Handgerðar sápur eru framleiddar undir nafni Bóndakletts.

Breiðabólsstaðarkirkja

  • HAH00575
  • Corporate body
  • 1893 -

Breiðabólsstaðarkirkja er kirkja að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Núverandi kirkja þar var reist árið 1893 úr timbri. Í henni er altaristafla eftir Anker Lund frá árinu 1920 en hún sýnir Jesú blessa börnin.

Um 1100 bjó á Breiðabólsstað Hafliði Másson sem sá um að íslensk landslög yrðu færð í letur árið 1117. Um hann var reistur minnisvarði árið 1974 af Lögmannafélagi Íslands. Þá var þar starfrækt prentsmiðja frá 1535 til 1572. Það var Jón Arason Hólabiskup sem lét flytja prentsmiðjuna inn. Með henni kom séra Jón Matthíasson (d. 1567) og fékk hann Breiðabólsstað árið 1535. Vitað er um 3 bækur sem prentaðar voru á staðnum en ein þeirra er með öllu glötuð.

Breiðabólsstaður er mikill sögustaður og nægir í því sambandi að geta fyrstu lagaritunar í tíð Hafliða Mássonar veturinn 1117­18 og þátt hans að því er Hólar í Hjaltadal urðu staðurinn undir biskupsstóli á Norðurlandi. Merkilegasti kafli í sögu Breiðabólsstaðar er þó án efa saga prentverksins í tíð Jóns sænska Matthíassonar en þar var prentuð elsta bók sem enn er til, á íslensku, Passio, eftir A. Corvinus árið 1559.

Breiðabólstaður er kirkjustaður og prestsetur í Vesturhópi. Katólskarkirkjur voru helgaðar Ólafi helga, Noregskonungi. Kirkjurnar aðVesturhópshólum, Tjörn og Víðidalstungu voru útkirkjur. Kirkjan, sem nústendur, var vígð árið 1893.

Hafliði Másson deildi við Þorgisl Oddason á Staðarhóli í Saurbæ. Þessar deilurleiddu til þess, að Þorgils hjó þrjá fingur af Hafliða, þar sem þeir voru staddir á Alþingi, og Hafliði krafðist mjög hárra bóta. Þá hafði Skafti Þórarinsson, prestur að Mosfelli, á orði að: Dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Breiðabólstað, í Þverárhreppi, sem er eign Breiðabólstaðarkirkju, ásamt hjáleigum hennar:
Fossi og Bjarghúsum.

Að sunnan ræður merkjum Grundará upp eptir Heydal, vestur á fjall, eins og vötn að draga og ofan í Reiðarlæk, þaðan (frá ármótunum) ræður Reiðarlækur suður eptir að syðra Mómelahorni, þaðan bein lína austur í Óspakshelli vesta í Bjarghúsabjörgum, að austan ræður merkjum norður eptir brún þessara bjarga og, er þeim sleppir, þá bein lína úr hæstum björgum norðaustur á mel þann á Síðutagli er Nýpukotsvegurinn liggur um, og þaðan hæst taglið út í Faxalækjarós. Að norðan ræður merkjum Vesturhópsvatn, og upp frá því neðri Kýrlág, en er henni sleppir, þá bein lína frá vörðu, er stendur efst í láginni upp í vörðu, er stendur sunnaní Lágabergi, úr þessari vörðu aftur bein lína í efri Kýrlág og upp úr henni bein lína í Sótafellskúlu norðanverða, frá kúlunni ræður há fellið vestur í Þröskuld milli Heydals og Ormsdals, og úr vestanverðum Þröskuldinum bein lína í vörðu vestanvert á Þrælfellshala. Að vestan ræður Þrælfellshali og hæst fjall.

Breiðabólstað, 30. maí 1892.
G.J. Halldórsson prestur Breiðabólstað.
P.J. Halldórsson eigandi að Klömbrum og ábúandi.
Bjarni Bjarnason eigandi og ábúandi.

Lesið upp á manntalsþingi að Stóruborg, hinn 31. maí 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 289, fol. 154.

Breiðdalsvík

  • HAH00233
  • Corporate body
  • 1889 -

Breiðdalsvík er þorp í Fjarðabyggð og stendur það við samnefnda vík á Austfjörðum. Íbúar voru 128 árið 2015.

Víkin Breiðdalsvík er á milli Kambaness og Streitishvarfs og stendur þorpið við hana. Aðalatvinnugvegur þorpsbúa er sjávarútvegur, svo og þjónusta við og ferðamenn sem er vaxandi grein.

Byggðin á Breiðdalsvík er ekki gömul. Gránufélagið lét reisa þar vörugeymslu um 1889 og árið 1896 reisti Brynesverslun á Seyðisfirði hús efst á Selnesi. Það brann tíu árum síðar en nýtt verslunarhús var reist í staðinn og er það elsta hús þorpsins.

Í gamla Kaupfélaginu er nú jarðfræðisetur og þar er minningarstofa við Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum, sem var úr Breiðdal. Í gömlu símstöðinni er Steinasafn Breiðdals. Í þorpinu er hótel sem er opið allan ársins hring og þar er einnig skóli og sundlaug, verslun og bílaverkstæði.

Breiðdalsvík er einn af fáum stöðum á Íslandi sem hefur orðið fyrir loftárás en að morgni 10. september 1942 réðist þýsk herflugvél á íbúðarhúsið Hamar og var skotið á það sprengikúlum úr vélbyssu. Níu götu komu á húsið en enginn slasaðist þótt fólk væri inni í húsinu.

Brúarhlíð í Blöndudal

  • HAH00156
  • Corporate body
  • (1900)

Jörðin hét áður Syðra-Tungukot. Bærinn stendur nokkuð hátt í hlíðinni norðan Blöndudalshóla. Blöndubrú fremri er í túnfætinum að sunnan og liggur vegur um hana til Bugs og Kjalvegar. Skammt er frá bænum upp í knappa brekku í Skeggstaðaskarð, en Tunguhnjúkur rís að norðan. Jörðin er landlítil en notagott býli. Íbúðarhús byggt 1952 396 m3. fjós fyrir 10 gripi, fjárhús yfir 270 fjár. Hesthús fyrir 10 hross. Hlaða 790 m3. Tún 16 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Burstarfell í Vopnafirði

  • HAH00184
  • Corporate body
  • (1880)

Bustarfell er bær undir samnefndu felli í Hofsárdal í Vopnafirði. Þjóðvegur # 85 liggur eftir klettabelti þess, sem er 6-7 km langt, endilöngu. Uppi á Bustarfelli er Þuríðarvatn. Jörðin er allstór, talsvert skógi vaxin og að hlutatil friðuð.

Sama ættin hefur setið jörðina síðan 1532. Þá keypti Árni Brandsson, prestsonur frá Hofi Bustarfell. Kona hans var Úlfheiður Þorsteinsdóttir. Legsteinn þeirra hjóna er varðveittur í Þjóðminjasafninu í Reykjavík.

Einhver fegursti og bezt varðveitti torfbær landsins er að Bustarfelli. Elztu hlutar hans munu vera frá 1770, þótt hann hafi breytzt mikið síðan. Fremristofan er frá 1851-52, miðbaðstofan og piltastofan eru frá1877. Það var búið í honum til 1966.

Frægasti ábúandi Burstafells var vafalítið Björn Pétursson (1661-1744), sýslumaður, sem var svo mikill fyrir sér í skapi, vexti og kröftum, að öllum stóð ógn af honum. Hann fór sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði en var raungóður, þegar í nauðirnar rak hjá fólki. Hann lét taka hollenzka duggu, búta hana í sundur og áhöfnina húsa Bustarfellsbæ með viðunum.

Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemssonríkinu gömlu bæjarhúsin með því skilyrði, að þeim yrði haldið við. Hann varðveitti og safnaði ýmsum nytjamunum í eigu fjölskyldunnar til safnins með mikilli fyrirhöfn. Suma þeirra keypti hann á uppboðum og aðra fékk hann gefins. Safnið var opnað opinberlega 1982 en hafði verið einkasafn fram að því. ÞjóðminjasafnÍslands hefur umsjá með því.

Byggðasafnið á Reykjum

  • HAH00186
  • Corporate body
  • 1955 -

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Frumkvæði að stofnun Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna átti Húnvetningafélagið í Reykjavík, félag brottfluttra Húnvetninga sem búsettir voru í Reykjavík. Á aðalfundi félagsins þann 28. október 1955 var sett fram tillaga um að hefja söfnun menningarlegra muna sem tengingu höfðu við héraðið og var sett á fót nefnd til að sinna því máli með því lokatakmarki að stofnað yrði byggðasafn fyrir héraðið. Með stofnun byggðasafns vildi Húnvetningafélagið leggja sitt af mörkum við að sameina fólk héraðsins og reyna að skapa vitund um sameiginlega sögu og uppruna. Í nefndinni voru þau Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Jakob Þorsteinsson og Baldur Pálmason. Húnvetningafélagið sýndi heimahögunum mikinn áhuga og var í rauninni mjög ötult við að stuðla að menningar- og uppbyggingarstarfsemi í Húnaþingi. Ásamt því að standa fyrir stofnun Byggðasafns Húnvetninga og
Strandamanna stóð það meðal annars fyrir uppbyggingu Borgarvirkis, skógrækt í AusturHúnavatnssýslu og útgáfu tímarits þar sem saga og menning heimahaganna voru í brennidepli.
Félagsmenn höfðu mikinn áhuga á sögu þeirra heimahéraða og fékk Pál V.G. Kolka héraðslækni á Blönduósi til þess að skrifa sögu og ábúendatal héraðsins. Bók Páls, Föðurtún, kom út árið 1950 og er þar farið yfir sögu sýslnanna tveggja. Bókin kom út fyrir tilstuðlan Húnvetningafélagsins í Reykjavík og þakkar höfundur félaginu forgöngu þess við útgáfur bókarinnar. Eitthvað virðist þó hafa kastast í kekki á milli Páls og Húnvetningafélagsins. Páll ákvað að allur hagnaður bókarinnar skyldu ganga til nýbyggðs sjúkrahúss á Blönduósi. „Þess vegna hef ég ekki afhent Húnvetningafélaginu í Reykjavík handritið að þessari bók minni til eigna og umráða, þótt svo hafi lengst af verið ráð fyrir gert, og vona eg, að sá augnablikságreiningur, sem varð út af því milli stjórnar þess og mín, verði hjaðnaður áður en prentsvertan á bókinni er þornuð.

Héraðslæknirinn hefur haft mikinn áhuga á sögu héraðanna, bæði skrifaði hann fyrrnefnda bók en einnig átti hann sæti í fyrstu byggðasafnsnefnd Austur-Húnavatnssýslu ásamt því að veita Húnvetningafélagi Reykjavíkur tímabundna geymslu í Héraðshælinu á Blönduósi á meðan söfnun gripa stóð. Árið 1955, stuttu eftir aðalfund Húnvetningafélagsins, var kosið í byggðasafnsnefndir í Húnavatnssýslunum tveimur. Þær voru skipaðar vegna þess áhuga, frumkvæðis og stuðnings sem Húnvetningafélagið í Reykjavík sýndi safnamálum í heimahéraði sínu. Fengnar voru þrjár manneskjur úr hvorri sýslu til að sitja í nefndunum. Í byggðasafnsnefnd fyrir Austur-Húnavatnssýslu voru þau Páll Kolka, Hulda Á. Stefánsdóttir og Jón Ísberg. Þau þrjú voru áberandi máttarstólpar í sínu nærsamfélagi. Líkt og fyrr segir var Páll Kolka héraðslæknir Austur-Húnavatnssýslu, Hulda Á.
Stefánsdóttir var skólastjóri Kvennaskólans á Blönduósi á árunum 1953 til 1967 og Jón Ísberg var sýslumaður Húnvetninga frá 1960-1994. Fyrir Vestur-Húnavatnssýslu voru þau Jósefína Helgadóttir sem þá var formaður SKVH (Sambands kvenfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu), Kristín Gunnarsdóttir og Gísli Kolbeins. Byggðasafnsnefndirnar þrjár, þ.e. fyrir Húnavatnssýslurnar tvær og Húnvetningafélagið í Reykjavík, birtu árið 1955 ávarp til Húnvetninga í dagblaðinu Tímanum.

Bænhúsið á Núpsstað

  • HAH00187
  • Corporate body
  • 1765 -

Núpsstaður er austasti bærinn í Skaftárhreppi og stendur vestan við Lómagnúp. Á Núpsstað standa einkar merkileg gömul bæjarhús sem talin eru dæmigerð fyrir bæi á Íslandi á síðustu öldum. Þeirra merkast er bænhúsið sem er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu. Talið er að bænhúsið sé að stofninum til úr kirkju sem var byggð um 1650 en kirkja var aflögð á Núpsstað 1765. Árið 1930 var bænhúsið friðlýst fyrst húsa á landinu og 1961 var það endurvígt.

Bænhúsið á Núpsstað er torfhús, talið reist um miðja 19. öld, eftir umfangsmiklar breytingar á eldra húsi. Þilverk hússins er eignað Nikulási Jónssyni trésmið (1831-1920) og er líklegt að húsið sé nokkru minna en það sem áður stóð þar. Bænhúsið er 5,2 metrar á lengd og 2,2-2,5 metrar á breidd, breiðast við kórstafninn. Langveggir eru allt að 2,5 metrar á þykkt, hlaðnir úr grjóti og torfi. Austurgafl er hlaðinn til hálfs, en hálfþil að ofan með litlum fjögurrarúðu glugga. Á vesturstafni er alþil og yfir hurð er tveggjarúðu gluggi. Þil eru svartbikuð og torfþekja á húsinu. Húsið var notað m.a. sem skemma um tíma, en gekk þó jafnan undir nafninu bænhús.

Fegurð umhverfisins við Núpsstað er vel þekkt. Svæðið nær frá sjó og svörtum söndum og allt til Vatnajökuls. Núpsstaður liggur alveg við þjóðgarðinn í Skaftafelli og hafa eldgos, jöklar og vötn mótað umhverfið auk þess að skapa fjölbreyttar og einstakar jarðmyndanir.
Austurmark jarðarinnar Núpsstaðar er á Skeiðarársandi og nær jörðin allt norður að Vatnajökli. Austan við bæinn gnæfir Lómagnúpur sem m.a. er þekktur úr Brennu-Njáls sögu. Þarna standa uppi íbúðarhús, fjós og önnur útihús.

Fyrsta kirkjan á Núpsstað er talin hafa verið byggð fyrir siðaskipti á Íslandi, eða fyrir 1200. Kirkjan var tileinkuð dýrlingnum Sankti Nikulási en það voru fáir sem tilheyrðu söfnuðinum á þessum tíma. Árið 1765 var hins vegar hætt að nota kirkjuna fyrir söfnuðinn og hún í staðinn notuð sem einka kapella. Eftir 1783 var byggingin hins vegar notuð sem skemma. Árið 1930 tók Þjóðminjasafnið húsið í sína vörslu og á árunum 1958-1960 var það tekið í gegn og gert upp. Þess má til gamans geta að bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldu, mann fram af manni, síðan 1730. Bæjarstæðið er einstaklega vel varðveitt menningarlandslag og er einstök heimild um hvernig búskapi var háttað og hvernig svæðið var nýtt fyrr á dögum. Nú hefur Þjóðminjasafninu verið falin varðveisla bæjarhúsanna á staðnum.

Í landi Núpsstaðar eru einnig Núpsstaðarskógar. Þetta er sérlega fagurt kjarrlendi sem vex í hlíðum Eystrafjalls, vestan Skeiðarárjökuls og sunnan Grænalóns. Þarna vex fjölbreyttur gróður og gaman er að ganga um svæðið. Að skógunum liggur ógreiðfær slóði inn með Lómagnúpi austanverðum og yfir Núpsvötn. Núpsstaður er á náttúruminjaskrá.

Bænhús Gunnsteinsstöðum

  • HAH00365
  • Corporate body
  • (1750)

Bænhús hefur verið á Gunnsteinsstöðum, og sér enn glögg merki fyrir kirkjugarðinum, en ekki vita menn, sem ég hef til náð, upp á víst, hvenær það hefur aflagst, eða hvaðmargir bæir hafa átt þangað sókn.
Bænhúsið, sagt elsta hús landsins 1929.
Á Gunnsteinsstöðum var kirkja helguð með Guði hinum heilaga Ólafi konungi. — 1471 var prestur þar. Þar var kirkja fram á 18. öld. — Við úttekt á Gunnsteinsstöðum 2. júní 1733, er kirkjan talin fyrst húsa, en orðin hrörleg.

Dalatangi

  • HAH00188
  • Corporate body
  • 1895 og 1908 -

Dalatangi er ysta nes á fjallgarðinum Flatafjalli milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Þar rétt hjá eru sýslumörk Norður- og Suður-Múlasýslu. Á Dalatanga var fyrst reistur viti árið 1899 og hefur þar verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1938.
Á staðnum eru tveir fallegir vitar. Dalatangviti, skærgulur að lit, var byggður árið 1908 er enn í notkun. Í vitahúsinu er jafnframt gamall hljóðviti sem var gerður nýlega upp og fær að hljóma á sunnudögum á sumrin gestum til heiðurs.
Eldri vitinn, er ekki síður falleg bygging. Hann er frá árinu 1895 og var gerður upp fyrir nokkru. Athafnamaðurinn Otto Wathne hafði forgöngu um gerð þeirra beggja.
Þá er á Dalatanga samnefndur bær þar sem vitavörður býr og er þar einnig rekið gistiheimili á sumrin. Hér hafa einnig farið fram reglubundnar veðurmælingar frá árinu 1938.
Vegurinn út í Dalatanga er á köflum seinfarinn, en er ferðalagsins virði fyrir þennan einstaka stað, sem er bókstaflega á ystu nöf. Hér endar Mjóafjarðarvegur. Lengra austur verður ekki haldið. Útsýnið yfir nærliggjandi firði er að sama skapi stórbrotið, en við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Danmörk

  • HAH00189
  • Corporate body
  • (1880)

Danmörk (danska: Danmark; framburður (uppl.)) er land í Evrópu sem ásamt Grænlandi og Færeyjum myndar Konungsríkið Danmörk.

Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum en af þeim eru 72 (2007) byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands. Jótland er skagi sem gengur til norðurs út úr Evrópuskaganum. Það er stærsti hluti Danmerkur. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra eyja sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru Sjáland og Fjón. Helstu borgir eru Kaupmannahöfn á Sjálandi; Óðinsvé á Fjóni; Árósar, Álaborg, Esbjerg, Randers, Kolding, Horsens og Vejle á Jótlandi.

Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan Eyrarsunds, Skán, Halland og Blekinge og einnig bæði héruðin Slésvík og Holtsetaland og náðu landamærin suður fyrir Hamborg þegar veldið var sem mest. Danska konungsættin er elsta ríkjandi konungsætt í heimi. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum. Á 20. öld fékk svo Ísland sjálfstæði frá Dönum, en Færeyjar og Grænland eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið heimastjórn.

Mikið er deilt um orðsifjar „Danmerkur“, sambandið milli Dana og Danmerkur og sameiningu Danmerkur í eina þjóð. Deilurnar snúast um forskeytið „Dan“ og hvort það eigi við ættflokkinn Danir eða konunginn Dan, og merkingu viðskeytisins „-mörk“. Oftast er forskeytið talið eiga rætur að rekja til orðs sem þýðir „flatt land“, tengt þýska orðinu Tenne „þreskigólf“, enska den „ hellir“ og sanskrít dhánuṣ- (धनुस्; „ eyðimörk“). Viðskeytið „-mörk“ er talið eiga við skóga í Suður-Slésvík, kannski svipað nöfnunum Finnmörk, Heiðmörk, Þelamörk og Þéttmerski. Í fornnorrænu var nafnið stafað Danmǫrk.

Fyrsta þekkta notkun orðins „Danmörk“ í Danmörku sjálfri er á Jalangurssteininum, sem eru rúnasteinar taldir hafa verið settir upp af Gormi gamla (um árið 955) og Haraldi blátönn (um árið 965). Orðið „Danmörk“ er notað á báðum steinunum, í þolfalli . „tanmaurk“ ([danmɒrk]) á stóra steininum og í eignarfalli „tanmarkar“ ([danmarkaɽ]) á litla steininum. Íbúar Danmerkur eru kallaðir „tani“ ([danɪ]) eða „Danir“ á steinunum.

Danmörk á aðeins landamæri að Þýskalandi og er lengd landamæranna 140 km. Strandlengjan er 7 314 km. Hæsti punktur er Møllehøj, á mið-austur Jótlandi, 171 (170,86) metra hár. Flatarmál Danmerkur er 42 434 km2. Danmörk á ekki verulegt hafsvæði og bætist innan við þúsund ferkílómetrar við heildaryfirráðasvæði Danmerkur sé það tekið með í 43 094 km2. Stöðuvötn þekja 660 km2.

Búið hefur verið í Danmörku síðan um það bil 12.500 f.Kr. og eru sannindamerki um landbúnað frá 3600 f.Kr. Bronsöldin í Danmörku var frá 1800–600 f.Kr. og þá voru margir haugar orpnir. Í þeim hafa fundist lúðrar og Sólvagninn. Fyrstu Danir komu til landsins á rómversku járnöld (1–400 e.Kr.). Þá var verslun milli Rómaveldisins og ættflokka í Danmörku og rómverskir peningar hafa fundist þar. Ennfremur finnast sannindamerki um áhrif frá Keltum, meðal annars Gundestrup-potturinn.

Frá 8. öld til 11. aldar voru Danir meðal þeirra sem þekktir voru sem Víkingar. Víkingar námu Ísland á 9. öld með viðkomu í Færeyjum. Frá Íslandi sigldu þeir til Grænlands og þaðan til Vínlands (líklega Nýfundnalands) og settust þar að. Víkingar voru snillingar í skipasmíðum og gerðu árásir á Bretlandi og Frakklandi. Þeir voru líka mjög lagnir í verslun og viðskiptum og sigldu siglingaleiðir frá Grænlandi til Konstantínusarborgar um rússneskar ár. Danskir víkingar voru mjög virkir á Bretlandi, Írlandi og í Frakklandi og settust að í sumum hlutum Englands og náðu þar völdum (þ.e. Danalög).

Dómkirkjan í Reykjavík

  • HAH00192
  • Corporate body
  • 1796 -

Dómkirkjan í Reykjavík er embættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar Lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknarkirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er staðsett við Austurvöll, og við hlið hennar er Alþingishúsið. Frá endurreisn Alþingis 1845 hefur sú hefð haldist að þingsetning hefst með messu í Dómkirkjunni og þaðan leiðir dómkirkjuprestur svo þingmenn til Alþingis.

Upphaflega var ákveðið að reist skyldi dómkirkja í Reykjavík árið 1785 í kjölfar suðurlandsskjálfta sem ollu mjög miklum skemmdum í Skálholti. Þá var einnig ákveðið að hún skyldi einnig vera sóknarkirkja Reykvíkinga og koma í stað Víkurkirkju, sem þá var orðin of lítil og illa farin.

Upphaflega átti að reisa hina nýju kirkju utan um þá gömlu, en árið 1787, þegar átti að fara að hefja þá vinnu kom í ljós að það var ekki hægt af ýmsum ástæðum og henni var því valinn staður örstutt frá þar sem nú er Austurvöllur. Alls kyns vandræði komu upp, og það var ekki fyrr en árið 1796 að hin nýja Dómkirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan dugði þó ekki vel, árið 1815 var hún ekki talin hæf til messuhalds og hún var tekin algjörlega í gegn árið 1817. Tveimur árum síðar var svo byggt við kirkjuna, bæði skrúðhús og líkhús. Svo var það 1846-1848 að aftur var kirkjan stækkuð. Hún var bæði hækkuð og byggt við hana. Lítið var gert í henni þangað til árið 1878, en þá var hún í algjörri niðurníðslu. Upp úr því var hún algjörlega tekin í gegn á ný og endurvígð á næsta ári.

Skírnarfonti Bertels Thorvaldsens var komið fyrir í kirkjunni árið 1839 og árið eftir eignaðist hún orgel. Kirkjan var endurbyggð og stækkuð á árunum 1847-1848 og sandurinn í múrverkið var fluttur hingað frá Danmörku. Teikningar að endurbyggingunni gerði L. A. Winstrup og danskir iðnaðarmenn voru fengnir til verksins. Kirkjan var að mestu viðhaldslaus næstu árin, þannig að ráðast þurfti að nýju í miklar endurbætur árið 1879 (Jakob Sveinsson, snikkari) og þá var kirkjunni komið í það horf, sem hún er í nú og tekur rúmlega 600 manns í sæti.

Þakið var upprunalega skífuklætt en núverandi koparþak var sett á kirkjuna um miðja 20. öldina. Kirkjan var friðuð 1973 og var gerð upp í áföngum árin 1977, 1985 og 1999 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.

Efri-Mýrar á Refasveit

  • HAH00205
  • Corporate body
  • 1926 -

Íbúðar og peningahús standa ofarlega í flatlendu túni undir vesturöxl Norðurenda Langadalsfjalls sem þar rís allhátt í ávalri bungu sem nefnist Mýrarkúla. Beitiland er óskipt með Sturluhóli byggt út úr Efri-Mýrarlandi 1961. Íbúðarhús byggt 1926-1936 368 m3. Fjós fyrir 11 gripi, fjárhús yfir 390 fjár, hesthús fyrir 8 hross. Hlöður 854 m3. Votheysgeymslur 40 m3. Seinna var þar rekið eggjabú. Tún 43 ha. Veiðiréttur í Ytri Laxá

Djúpivogur

  • HAH00234
  • Corporate body
  • 1900-

Djúpivogur er þorp í Djúpavogshreppi sem stendur á Búlandsnesi, milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. Á Djúpavogi voru íbúar 331 (1. janúar 2015).

Hinn formfagri Búlandstindur er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs. Í Löngubúð er meðal annars safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara.
Fljótlega eftir að landnám hófst á Íslandi munu norræn skip hafa komið af hafi til Berufjarðar til þess meðal annars að eiga viðskipti við fólk sem hafði tekið sér bólfestu um sunnanverða Austfirði. Bæði í Njálu og Fljótsdæla sögu er sagt frá verslunarstaðnum Gautavík við innanverðan Berufjörð. Þar versluðu Þjóðverjar á tímum Hansakaupmanna þar til þeir fluttu bækistöð sína suður yfir fjörðinn til Fýluvogs (Fúluvíkur) upp úr 1500. Rústir í Gautavík eru friðaðar og hefur hluti þeirra verið kannaður með fornleifauppgreftri.

Verslunin í Fýluvík var í höndum kaupmanna frá Bremen og starfaði í um 80 ár. Brimarar kölluðu staðinn Ostfiordt in Ostfiordt-süssel. Höfnin þar er nú lokuð vegna sandburðar og ekki sést lengur til verslunarhúsa. Kaupmenn í Hamborg fengu verslunarleyfi á Djúpavogi þann 20. júní árið 1589, með leyfisbréfi gefnu út af Friðriki 2. Danakonungi, og til þess tíma er rakið upphaf búsetu þar.

Einokun komst á 1602 þegar Kristján 4. konungur Dana veitti borgurum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri einkarétt til verslunar á Íslandi. Austurlandi var skipt niður í þrjú verslunarumdæmi. Kaupstaðir voru á Vopnafirði, í Reyðarfirði og á Djúpavogi, en þar var jafnframt eina verslunarhöfnin á öllu suðausturhorni landsins. Einokun var aflétt 1787 og öllum dönskum þegnum varð heimilt að stunda verslun við Íslendinga. Seinna var verslun gefin frjáls hverjum sem stunda vildi.

Danski kaupmaðurinn J.L. Busch rak verslun á Djúpavogi frá 1788-1818 en þá kom Verslunarfélagið Örum & Wulff til skjalanna og sá um Djúpavogsverslun í rúma öld, frá 1818 allt til 1920. Fyrirtækið hafði aðsetur í Danmörku og á þess vegum komu verslunarstjórar til Djúpavogs til að hafa umsjón með kaupskapnum. Árið 1920 var Kaupfélag Berufjarðar stofnað og keypti það eignir dönsku kaupmannanna. Þeirra á meðal voru verslunarhúsin sem enn standa við höfnina. Elst þeirra er Langabúð, bjálkahús frá öndverðri 19. öld, og er til vitnis um verslunarsögu sem hófst við landnám.

Drekagil í Ódáðahrauni

  • HAH00193
  • Corporate body
  • (1900)

Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin eru brött og giljum skorin og aðalefnið í þeim er móberg. Austan í þeim er Drekagil og fyrir gilkjaftinum stendur Dreki, skáli Ferðafélags Akureyrar, sem var reistur 2004. Gamli skálinn, frá 1968 var rifinn. Þetta landsvæði er ákaflega gróðursnautt. Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma, varð árið 1875 (þá myndaðist Öskjuvatn og Víti). Öskufall þess á Austurland lagði m.a. byggð á Jökuldalsheiði í eyði og varð víða vart á norðanverðu meginlandi Evrópu. Eftir Öskjugosið 1875 fluttu fjöldi Íslendinga til Vesturheims.
(Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa)
Vitað er um fjölda gosa í Öskju, s.s. árin 1921 (Bátshraun), 1922 (Mývetningahraun 2,2 ferkm.), 1922-23 (Kvíslahraun og Suðurbotnahraun), 1926 (gjallkeila í Öskjuvatni) og 1926-30 (Þorvaldshraun). Gos varð í Öskjuopi árið 1961 (Vikraborgir; Vikrahraun). Vegur liggur yfir nýja hraunið á löngum kafla að bílastæði í Öskjuopi.

Þaðan er síðan gengið inn að dýpsta vatni landsins, Öskjuvatni, og Víti, þar sem margir baða sig gjarnan í brennisteinsmenguðu vatninu. Öskjuvatn myndaðist í gosinu 1875. Það er óhætt að fullyrða, að Askja hefur sérkennileg og ógleymanleg áhrif á flesta, sem koma þangað. Frá Drekaskála liggja jeppaslóðar vestur um Gæsavatnaleið, norður um Dyngjufjalladal að Mývatni eða niður í Bárðardal, norður með austanverðu Skjálfandafljóti að Gæsavötnum, suður að Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga, yfir brú í Krepputungu alla leið að Sigurðarskála í Kverkfjöllum (norður á þjóðveg #1 í Möðrudal; austur að Jökulsá á Brú) og austur að Herðubreiðarlindum og upp á þjóðveg á Mývatnsöræfum. Á sumrin eru daglegar ferðir frá Mývatni í Öskju.

Sunnan og suðaustan Drekagils er dyngjan Vaðalda. Milli hennar og Dyngjufjalla er grunnt stöðuvatn, Dyngjuvatn. Það er stærst, u.þ.b. 6 km langt, eftir vorleysingar, en getur horfið í þurrkatíð. Þarna var ekki vatn fyrir miðja 19. öld, en árið 1875 sáu landleitarmenn þarna smápolla. Þorvaldur Thoroddsen sá þarna stórt stöðuvatn 1884 og taldi, að það hefði verið mun stærra. Líklega varð það til eftir vikurfallið í gosinu 1875.

Suðvestan Vaðöldu rennur lindáin Svartá undan sandöldu meðfram dygnjunni sunnanverðri út í Jökulsá á Fjöllum. Í henni er fallegur foss, sem hefur fengið nafnið Skínandi.

Dyngjufjöll

  • HAH00235
  • Corporate body
  • (1950)

Dyngjufjöll er fjallaþyrping mikil í Ódáðahrauni, 15 km norður af Vatnajökli, hér um bil mitt á milli Skjálfandafljóts að vestan og Jökulsár á Fjöllum að austan. Þar er eldvirkni og megineldstöðin Askja og Öskjuvatn. Dyngjufjöll ytri eru vestasti hluti Dyngjufjalla og aðskilin frá aðal fjallaþyrpingunni af Dyngjufjalladal. Hæsti tindurinn er Þorvaldstindur; 1510 metrar á hæð.

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Drekagili eru við Öskjuop austast í Dyngjufjöllum. Annað sæluhús er í Dyngjufjalladal.

Efra-Núpskirkja Fremri Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu

  • HAH00576
  • Corporate body
  • (1900)

Efranúpskirkja er í Melstaðarprestakalli íHúnavatnsprófastsdæmi. Kirkjusetur á hinum fornagóðbændagarði á Efri-Núpi er ævagamalt. Hér er efstabyggðarból í sveit (200m.y.s.), Fremri-Torfustaðahreppi, og sókn. Vorulöngum talin 14-15 býli í sókninni. Frá Efri-Núpier talinn 10 stunda gangur suður um Arnarvatnsheiði tilbyggða Borgarfjarðar. Var umferð mikil fyrrum og gjarnan gististaður á Efra-Núpi. Varð hér hinzti náttstaður Rósu Guðmundsdóttur skálds, sem er kennd við Vatnsenda í Vesturhópi, 28. sept. 1855. Árið 1965 komu húnvetnskar konur veglegum steini fyrir áleiði hennar.
Jón Arason Hólabiskup sló eign sinni áEfra-Núp 1535 og úr fyrra sið er enn þá varðveittkirkjuklukka, 23 sm í þvermál og ber gotneskt letur, þar semgreinir á hollenzku, að steypt sé 1510. Hin klukkan er frá1734, nær 6 sm stærri og á hana letrað nafn GuðmundarJonassens. Í stað timburkirkju frá 1883 var reist steinsteypt kirkjuhús 1960. SigurðurJónsson, vinnumaður á Efra-Núpi, gaf allt sementið og mjögunnu sjálfboðaliðar að og margar gjafir gefnar íkirkjumunum, enda er kiekja, sem séra Sigurður Stefánssonvíglsubiskup á Möðruvöllum vígði hinn 20. ágúst 1961, prýðilega búin.
Húsið er 9,5 x 5,7 m að innanmáli í einu skipi undir járnþakimeð timburturni yfir kirkjudyrum. Á hvorum kirkjuvegg eru 3sexrúðugluggar undir rómönskum boga, en lítill einrúðugluggisinn hvorum megin við altari. Kirkjan er björt, hvítmálaðirmúrveggir og lýsing frá vænum kristalshjálmi og 8 ljósaliljum.Súðin er viðarklædd að mæni og panellinn lakkborinn sem breiðirkirkjubekkrinir, er rúma 60 í sæti. Altair er stórt, 1,8 x 0,7 smog grátur að framan en opið til hliða á kórgólfi, farfaðbrúnum lit eins og fimmstrendur predikunarstóllinn.

Hátt á kórgafli er trékross, en altaristaflan málverk Eggerts Guðmundssonar, er sýnir Jesú blessa börnin. Stjakar eru 4 og kaleikur og patína af silfri og með gyllingu innan, allt góðirgripir, sem og skrúði kirkjunnar. Hljóðfærið er gamaltSpartha-harmoníum frá Gera í Thüringen í Þýzkalandi og stendurí norðvesturhorni, þar sem rými er fyrir söngflokk. Kirkjunni erþjónað frá Melstað.

Efra-Núpskirkja að innan.
Efri-Núpur eða Efrinúpur er bær og kirkjustaður í Núpsdal, sem er einn Miðfjarðardala inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.
Efri-Núpur var áður í þjóðbraut því þaðan var gjarna farið upp á Arnarvatnsheiði og suður til Borgarfjarðardala og var þaðan talinn 10 klukkutíma gangur að efstu bæjum í Borgarfirði. Var algengt að ferðamenn tækju sér gistingu á Efra-Núpi, annaðhvort þegar þeir komu ofan af heiðinni eða áður en þeir lögðu á hana.
Kirkja hefur verið á Efra-Núpi frá fornri tíð og var þar sérstakt prestakall fram yfir siðaskipti en eftir það útkirkja frá Staðarbakka. Nú er kirkjunni þjónað frá Melstað. Núverandi kirkja var vígð 1961 og kom hún í stað gamallar timburkirkju sem þá var rifin. Enn er þar kirkjuklukka frá 1510

Efri-Þverá í Vesturhópi

  • HAH00196
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á hól nokkuð háum, norðan Þverárinnar og er þar víðsýnt til allra átta. Íbúðarhús byggt 1968 124 m3, fjós yfir 22 gripi, Fjárhús yfir 180 fjár, hesthús yfir 16 hross. Hlöður 307 m3. Votheysgeymsla 98 m3. Tún 20,5 ha.

Egilsstaðir á Völlum

  • HAH00236
  • Corporate body
  • (1880)

Stórbýlið Egilsstaðir stendur á fjölförnustu vegamótum Austurlands. Þar hefur ætíð verið mikill gestagangur og því ekki tilviljun að á staðnum var opnað gistihús, sem seinna varð Gistihúsið Egilsstöðum. Hefur það nafn lifað góðu lífi þrátt fyrir að Gistihúsið sé löngu orðið hótel og heiti nú Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir.

Saga gistingar á þessum stað nær allt aftur til ársins 1884, en þá taldi Eiríkur Halldórsson ábúandi á Egilsstöðum sig tilneyddan að hefja gjaldtöku fyrir gistingu sökum bágs efnahags. Þar með hófst í raun rekstur gistihúss á Egilsstöðum og hefur hann haldist svo að segja óslitinn fram á þennan dag.
Árið 1889 keyptu Jón Bergsson og Margrét Pétursdóttir jörðina Egilsstaði og er það upphafið að sögu ættar þeirra á þessum stað. Jón mun hafa lýst því yfir í heyranda hljóði að á Egilsstöðum yrðu vegamót og urðu það orð að sönnu. Í dag búa niðjar Margrétar og Jóns í sex húsum í landi Egilsstaða.

Grunnurinn lagður árið 1903
Elsti hluti þeirrar byggingar er hýsir Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir var reistur árin 1903-1904. Í tíð Margrétar og Jóns var þar boðin gisting í 2-3 herbergjum. Húsið var þá tvílyft með kjallara og með elstu húsum sem byggð voru úr steinsteypu á Fljótsdalshéraði. Það var svo stækkað um næstum helming, til norðurs, árið 1914 og lauk framkvæmdum 1920.

Eftir að Jón Bergsson lét af búskap tóku synir hans Pétur og Sveinn við búinu. Bjó Pétur ásamt konu sinni Elínu Stephensen í eldri hluta hússins, en Sveinn kvæntist Sigríði Fanneyju Jónsdóttur og bjuggu þau í nýrri hlutanum. Systur þeirra bræðra, Sigríður og Ólöf, héldu einnig heimili á Egilsstöðum og bjuggu í íbúð á efri hæð eldra hússins. Sveinn og Sigríður Fanney tóku við rekstri Gistihússins Egilsstöðum árið 1920. Í hálfa öld ráku þau Sigríður Fanney og Sveinn gistihúsið og mörkuðu varanleg spor í sögu Fljótsdalshéraðs með framfarahug og atorku.

Enn var byggt við og húsið lengt að norðanverðu árið 1947. Byggðir voru stigar frá kjallara upp í rjáfur, vatnssalerni tekin í gagnið og byggðir kvistir á ytri hluta hússins. Innréttuð voru tíu tveggja manna gistiherbergi. Starfsemin var fjölbreytt, því auk gistingar var í húsinu Verslun Jóns Bergssonar, matvæla- og korngeymsla, pósthús og símstöð, sem starfrækt var fram til ársins 1952. Þar fór í gegn fyrsta langlínusamtal Íslendinga um símstreng frá Seyðisfirði.

Tveir myndarlegir trjágarðar standa fljótsmegin hótelsins og eiga sér merka sögu. Sigríður Jónsdóttir gerði fagran skrúðgarð í kringum 1910 og þótti það nýlunda til sveita. Á rústum gamla torfbæjarins á Egilsstöðum byggði Sveinn Jónsson upp trjágarð um 1930. Var gerður utan um garðinn fallegur veggur úr steinsteyptum einingum og vakti einnig athygli.

Ásdís Sveinsdóttir, dóttir Sveins og Sigríðar, eignaðist Gistihúsið og tók við rekstri þess árið 1970. Hún lét mikið að sér kveða í gisti- og veitingarekstrinum og annaðist hann vakin og sofin í átján ár, eða fram til 1988. Næstu fimm árin önnuðust utan að komandi aðilar reksturinn og varð svo nokkurra ára hlé á honum.

Árið 1997 urðu vatnaskil. Þá keyptu hjónin Hulda Elisabeth Daníelsdóttir og Gunnlaugur Jónasson Gistihúsið. Gunnlaugur er sonur Margrétar Pétursdóttur, sonardóttur Jóns Bergssonar og Margrétar Pétursdóttur og þar með var hótelið á nýjan leik komið í hendur Egilsstaðaættarinnar.
Þau Hulda og Gunnlaugur gerðu á rúmlega áratug umfangsmiklar endurbætur á eldri hluta hótelsins. Þau lögðu alúð við umbæturnar og ríka áherslu á að halda hinum gömlu innviðum til haga, sem og virðulegum og umfaðmandi anda hússins.

Á fyrstu árum nýrrar aldar fóru hjónin að velta fyrir sér hvort stækka bæri hótelið og þá með hvaða hætti. Vandasamt getur verið að bæta nýju við gamalt þannig að samræmi haldist. Þau skoðuðu ýmsar hugmyndir og tillögur en í október árið 2013 var tekin skóflustunga að nýrri 1500 m2 byggingu sunnan við gamla húsið. Tekið var á móti gestum í nýrri gestamóttöku og gistiálmu hálfu ári síðar og verður það að teljast vel af sér vikið í svo stórri framkvæmd.
Auk móttökunnar í tveggja hæða byggingu voru byggðir tveir lyftuturnar og fjögurra hæða hús með 32 herbergjum. Fjögur þeirra eru lúxusherbergi og 6 eru hönnuð sérstaklega með þarfir fatlaðra í huga. Á neðri hæð móttökuhússins er heilsulindin Baðhúsið – Spa, með heitri smálaug, köldum potti, sánu og hvíldaraðstöðu með útsýn yfir Lagarfljót. Að auki eru í nýbyggingunni þvottahús, starfsmannaaðstaða, snyrtingar, geymslu- og skrifstofurými.

Sem dæmi um hvernig reynt var að tengja anda gamla Gistihússins við hina nýju byggingu og skapa flæði á milli þeirra, má nefna að rauðar bárujárnsplötur af þaki gamals gripahúss, sem varð að víkja fyrir byggingarframkvæmdunum, voru m.a. nýttar í innréttingar í gestamóttöku. Eldri hluta hótelsins hefur einnig verið umbreytt að hluta, enda renna nú fallega saman eldri byggingin frá árinu 1903 og sú yngri frá 2014 og mætast í rauninni gömul öld og ný. Tré sem þurfti að fjarlægja vegna byggingarframkvæmda nýttust á fallegan hátt í borðplötur í veitingarými, sem kollar innan húss og utan og í ýmislegt fleira innanstokks. Voru þetta viðir af reyni, öspum og birki. Gamlir sexrúðugluggar með einföldu gleri voru varðveittir þegar gluggar voru endurnýjaðir og nokkrir settir í heilu lagi upp á veggi veitingastaðar hótelsins. Í stað þess að horfa fyrr á tíð út um þá til samtímans, má nú að vissu leyti horfa inn um þá, til fortíðar hússins. Á veggjum hanga einnig gamlar ljósmyndir og málverk sem tengjast staðnum og fólkinu sem þarna hefur búið og starfað frá öndverðu. Þá ber að halda því til haga að á frumbýlingsárum sínum á hótelinu nýttu Hulda og Gunnlaugur gamlan stiga milli hæða, sem þurfti að víkja, sem efnivið í gestamóttöku og bar og lukkaðist það frábærlega, enda hagleikssmiðurinn Frosti Þorkelsson þar að verki, sem og víðar í húsinu. Öll hönnun innanstokks hefur verið í höndum húsfreyjunnar Huldu, frá því að þau Gunnlaugur hófu hótelreksturinn og er það samdóma álit þeirra sem til þekkja að þar gæti mikillar smekkvísi og jafnframt frumlegrar og virðingarverðrar nálgunar við gamla muni í nútímasamhengi. Gunnlaugur húsbóndi á síðan ófá handtökin við endurbætur eldri byggingarinnar sérstaklega og hefur verið vakinn og sofinn yfir rekstrinum líkt og fyrirrennarar hans áður.

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er svipmikið hótel með öllum nútímaþægindum en um leið er það hlýlegt og umvefjandi. Gestir geta valið um velbúin og rómantísk antík-herbergi í eldri hlutanum eða nýtískuleg og stílhrein herbergi yngri byggingarinnar. Sameiginlegt rými er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja. Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið – Restaurant, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oftast fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Austfirskar krásir og Beint frá býli eru þar í öndvegi.
Glæsileg heilsulind, Baðhúsið – Spa, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi.
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er innan vébanda félagsins Ferðaþjónustu bænda. Starfsfólk er um 40 manns; einvalalið sem hefur vellíðan og ánægju gestanna í fyrirrúmi.

Gunnlaugur og Hulda ásamt börnum sínum bjóða þér að njóta gestrisni og góðs aðbúnaðar í fögru umhverfi við Lagarfljót og vona að þú njótir dvalarinnar.

Eyjarey Vindhælishreppi

  • HAH00226
  • Corporate body
  • (1950)

Eyjarey sem er varphólmi liggur mitt á milli Skagastrandar og Blönduóss út frá Ytri Ey, þar sem selirnir liggja makindalega ásamt kópum sínum. Lundinn er þar einnig í stórum stíl og í hömrunum eru híbýli fugla; máva, fýls, ritu og æðarfugls. Eyjarnes er litlu sunnar.
Eyjarey var eign Hafstaða. Æðavarp þar er friðlýst frá 1.1.2008.

Iðjuver; Gerir svæðisskipulagsáætlunin ráð fyrir um 50 ha iðnaðarsvæði við Eyjarey, sem er miðja vegu milli Skagastrandar og Blönduóss og í 40 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Möguleikar eru taldir á uppbyggingu hafnar þar og er styrkur svæðisins m.a. talinn felast í greiðum samgöngum, góðu náttúrufari, nálægð við verslunar- og þjónustukjarna og er landrými mikið. Jafnframt er vakin athygli á nálægð þessa staðar við Blönduvirkjun.

Eyjarkot Vindhælishreppi

  • HAH00227
  • Corporate body
  • (1950)

Eyjarkot stendur á leiti rétt ofan þjóðvegar norðan Syðri-Eyjarlæks. Klettabásar neðar og sunnan bæjar. Íbúðarhús 1932 562 m3. Fjós yfir 10 kýr, fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 540 m3. Votheysgeymslur 95 m3, vélageymsla 160 m3. Tún 11,4 ha. Æðarvarp og hrognkelsaveiði.

Eyvindarstaðaheiði

  • HAH00018
  • Corporate body
  • (1950)

Í frumriti er til bréf gert "í Blöndudal 3. apríl 1380 (Islandske originaldiplomer. nr. 57). Þar stendur m.a. (stafsetning samræmd): "Gaf fyrrnefndur Bessi Þórði syni sínum heiman jörð á Eyvindarstöðum fyrir níu tigi hundraða með þeim jarðarspott er fylgt hafði áður Bollastöðum, og öllum skógi í Blöndugili með ummerkjum, er Brekkur heita fyrir ofan Þvergeil, og afrétt er heita Guðlaugstungur, og önnur afrétt í milli Kvísla. Eyvindarstaðir eru geysilega hátt metnir, en ekki er annað sjáanlegt en sama gildi um eign á jörðinni og afréttunum.

Eyvindarstaðaheiði er heiðaflæmi og afréttarland sem liggur á milli Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu og Vestari-Jökulsár í Skagafjarðarsýslu og nær frá Hofsjökli niður að heimalöndum jarða í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Eyvindarstaðaheiði er austust heiðanna sem ná yfir hásléttuna norður af Langjökli og Kili og liggur Auðkúluheiði vestan hennar en austan hennar er Hofsafrétt. Heiðin tilheyrði jörðinni Eyvindarstöðum í Blöndudal og dregur nafn af henni. Hún er sameiginlegt upprekstrarland þeirra sveita í Húnavatnssýslu og Skagafirði sem að henni liggja.
Landslag á heiðinni vestanverðri er mótað af jöklum og víða hulið þykkum jökulruðningi og setlögum. Þar er heiðin flatlend og sléttlend og víða ágætlega gróin. Þar er hún víðast í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli. Vesturhluti heiðarinnar liggur norður með Blöndudal og Svartárdal í Húnavatnssýslu og endar í hálsinum sem skilur dalina að. Austurhluti heiðarinnar er hálendur að mestu, grýttur og gróðurlítill, en inn í hann skerast nokkrir dalir.
Allmargar ár og lækir renna um heiðina. Austast er Vestari-Jökulsá, sem kemur upp í nokkrum kvíslum við Hofsjökul og rennur í djúpu gili um Goðdaladal niður í Vesturdal. Svartá í Skagafirði kemur upp í Svartárpollum og rennur niður í botn Svartárdals. Svartá í Húnavatnssýslu kemur upp í svonefndum Bugum og heitir ýmsum nöfnum framan af en eftir að hún kemur niður í Svartárdal kallast hún Svartá. Hún fellur í Blöndu þar sem Svartárdalur og Blöndudalur mætast. Á vesturmörkum heiðarinnar er Blanda. Hún kemur upp í mörgum kvíslum og einnig falla í hana margar þverár, svo sem Strangakvísl, Haugakvísl og Galtará.
Hluti Eyvindarstaðaheiðar og Auðkúluheiðar fór undir Blöndulón sumarið 1991. Lónið er 57 ferkílómetrar að stærð og er yfirborð þess í 500 metra hæð yfir sjávarmáli.
Um Eyvindarstaðaheiði lágu löngum fjölfarnar leiðir úr Skagafirði, Svartárdal og Blöndudal, bæði suður Kjalveg og vestur Stórasand.

Frá Goðdalafjalli í Skagafirði að Ingólfsskála norðan Hofsjökuls.
Byrjum á þjóðvegi 752 í 220 metra hæð fyrir norðan Goðdalakistu hjá eyðibýlinu Hálsakoti. Förum jeppaslóð upp Goðdalafjall í 560 metra hæð og suður eftir fjallinu endilöngu. Förum austan Leirtjarnar og vestan við Melrakkadal og Hofsdal. Slóðin liggur um einn kílómetra vestan við fjallaskálann Hraunlæk norðan við Þröngagil. Áfram förum við beint suður heiðina, austan við Fremri-Hraunkúlu að fjallaskálanum Skiptabakka við Vestari-Jökulsá. Síðan förum við suður á bóginn, alltaf nokkru vestan við Jökulsá unz við komum á leið vestan úr Skiptamel. Hún er nokkru norðan við hinn gamla Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls. Við beygjum þvert til austurs og förum slóðina að fjallaskálanum Ingólfsskála, sem er í 830 metra hæð á Eyfirðingavegi.

Fagranes í Langadal

  • HAH00208
  • Corporate body
  • 1937-

Fagranes í Langadal. Nýbýli úr Holtastaðalandi árið 1937. Býlið er landlítið. Lögferja var á Blöndu þar sem heitir Mjósund og var henni sinnt frá Holtastöðum. Íbúðarhús byggt 1936, endurbætt 1970 29 m3. Fjárhús fyrir 110 fjár, litlu austan vegar. Hlaða 140 m3. Veiðiréttur í Blöndu. Tún 15,3 ha.

Fellsborg samkomuhús

  • HAH00443
  • Corporate body
  • 1965 -

Félagsheimilið Fellsborg var byggt árið 1965. Í húsinu eru 3 misstórir salir, sem nýttir hafa verið til dansleikjahalds, bíósýninga, leiksýninga, ættarmóta, afmæla, fatamarkaða og fl.
Öll íþróttaiðkun var þar til húsa, bæði á vegum skólans og ungmennafélagsins, áður en íþróttahúsið kom til sögunnar.
Bókasafn Sveitarfélagsins hefur verið þar frá því húsið var byggt.
Félagsstarf aldraðra, kvenfélagið Eining, Sjónvarpsfélaga Skagastrandar og UMF Fram hafa þar einnig aðsetur sitt.

Sími félagsheimilisins 4522720
Umsjónarmaður gsm 771-1220
Netfang: fellsborg@fellsborg.is

Finnstaðir á Skagaströnd

  • HAH00271
  • Corporate body
  • (1920)

Finnstaðir og Háagerði eru samliggjandi jarðir. Þetta eru grasgefnar jarðir sem eiga land að sjó með góðri fjörubeit. Í landi þeirra er Finnstaðanes. Háagerði stendur í klettaás, sem mjög víðsýnt er af en Finnstaðir sunnar á skjólríkum stað. Núverandi (1975) eigandi Finnstaða er Höfðahreppur en Háagerði er í eigu Magnúsar Hjaltasonar á Bakka í Skagahreppi.

Skrá um landamerki Háagerðis og Finnsstaða.

Að norðan byrja merki á Gullhellisnöf við sjó, og er þar grjótvarða hlaðin á bakkanum, þaðan liggja merki beina sjónhending fyrir sunnan Hólkot, til vörðu, sem hlaðin er uppá Hólkotsbrekku, þaðan beina stefnu til vörðu á Hrossamýrarhrygg, þaðan ganga merki beina stefnu austur Brandaskarð, sunnan við Háagerðissel til vörðu á Selhrygg, þaðan liggja merki í Brandaskarðsgilbotn, þá ganga merki til vesturs norðan í fjallsbrúnum til klettastrýtu fyrir norðan Leynidali, fyrir norðan Borgarhaus, þaðan liggja merki beina stefnu yfir norðurenda Grenjadals, til Landamerkjagils, og þar sem það endar, sjer fyrir garði til sjóar, er stefnir norðanvert í Sandlækjarós. Í Finnstaðalandi á Spákonufell þrjá teiga fyrir utan Sandlæk út að Sandenda, og upp í flóann, eptir sem vörður vísa, ásamt öllum reka fyrir teigunum. Spákonuarfur er að nokkru leyti fyrir landi jarðanna, að undanteknum þeim hluta, sem liggur fyrir áður nefndum teigum, er heyra Spákonufelli til.

Árbakka í maí 1890.
J. Jósefsson, meðeigandi og í umboði meðeiganda minna að Háagerði
J. Jósefsson, Jens Jósefsson, Jóhann Jósefsson eigendur Spákonufells.
Árni Jónsson í umboði meðeiganda Harastaða.
Fyrir hönd ¾ Harastaða: Andrjes Árnason.
Jónann Jósefsson eigandi Finnsstaða.

Lesið upp á manntalsþingi að Viðvíki, hinn 23. maí 1891, og innfært í landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 252 fol. 131b.

Flóðvangur í Vatnsdal

  • HAH00256
  • Corporate body
  • (1950)

Svæði 2 og 4 eru laxveiðisvæði. Veiðimenn á þeim svæðum búa í Flóðvangi, sem stendur sunnan við Vatnsdalshólana. Á svæði 2 er Hnausastrengur, gjöfulasti veiðistaður árinnar, og einn besti laxveiðihylur landsins. Svæði 5 er framan við Stekkjarfoss. Það er skemmtilegt veiðisvæði í gljúfri árinnar. Við það svæði er lítið veiðihús. Á aðal laxveiðisvæði árinnar eru leyfðar 7 stangir. Veiðar hefjast 18. júní og er jafnan fullbókað fram á haust. Oftast koma sömu veiðimenn ár eftir ár, og mörgum finnst ekkert sumar koma, komist þeir ekki til veiða í Vatnsdalsá.

Mikil náttúrurfegurð er í Vatnsdal. Þar er mikil saga og má geta þess að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli var þar veginn vegna deilu um veiðirétt. Fyrsti innfæddi húnvetningurinn fæddist á hól skammt frá veiðihúsinu Flóðvangi. Til minningar um það hefur Húnvetningafélagið í Reykjavík gróðursett trjálund og nefnt Þórdísarlund eftir Þórdísi dóttur Ingimundar gamla.

Við Vatnsdalsá stendur veiðihúsið Flóðvangur og er nýbúið að leggja 80 milljónir króna í endurbætur á húsinu. "Menn vilja hafa það notalegt og að umhverfið sé þægilegt," segir Pétur K. Pétursson, en hann er leigutaki Vatnsdalsár ásamt frönskum athafnamanni. Rætt er við Pétur í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu í dag, um uppbyggingarstarfið við Vatnsdalsá, umdeildar seiðasleppingar, ástina á íslenska laxinum og eitt best geymda leyndarmálið í íslenskum stangveiðiheimi.
Í dag þykir það sjálfsagt mál að nýtísku veiðihús fylgi bestu ánum - og jafnvel þeim minni líka - og sú þjónusta sem veitt er veiðimönnum jafnast á við það sem í boði er á hótelum með fullri þjónustu. Það er af sem áður var en Ásgeir Ásgeirsson forseti sem veiddi oft við Vatnsdalsá lét sér nægja að gista í kofa við ána með fjórum kojum, vöskum og kolaofni og eldunargræjan var "kosangasapparat" og einn af veiðimönnunum sá um eldamennskuna!

Friðmundarvatn á Auðkúluheiði

  • HAH00257
  • Corporate body
  • (1950)

Friðmundarvötn eru á Auðkúluheiði í A-Húnavatnssýslu. Austara-Friðmundarvatn er 2,36 km², dýpst 1,15 m og í 436 m hæð yfir sjó. Það er svo mikil leðja í botni þess, að það má heita óvætt.

Vestara-Friðmundarvatn er 6 km², dýpst 2,25 m og í 441 m hæð yfir sjó. Mjóilækur rennur í það að sunnan en Fiskilækur úr því til Gilsvatns í norðri og síðan í Blöndu. Í vötnunum er bæði bleikja og urriði. Fyrrum veiddist mikið í net. Kjalvegur liggur rétt við vötnin. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 240 km um Kjöl og 60 km frá Blönduósi.

Gnýstaðir á Vatnsnesi

  • HAH00273
  • Corporate body
  • (1950)

Landamerkjaskrá fyrir þjóðjörðinni Gnýstöðum í Kirkjuhvammshreppi.

Að sunnan frá sjó úr Krosshól til landsuðurs upp í Ausugeir, og þaðan sömu stefnu fyrir norðan Sjónarhól í Gildru sem einkennd er með vörðu, og frá Gildru beina línu í grjótvörðu, og stendur á háholtinu nálægt ánni fyrir norðan Svartbakka og Tungubæ, og úr þeirri vörðu sömu stefnu til árinnar, ræður þá Tungu og Tjarnará til sjáfar. – Þess skal getið, að Tjörn á, sem í tak, trjáreka í Árvík.

Hvammi, 19. maí 1885
B.G. Blöndal umboðsmaður Þingeyrakl.jarða.

Jón Þorláksson prestur að Tjörn

Grímstunguheiði

  • HAH00017
  • Corporate body
  • (1950)

Þorgils skarði og Sturla Þórðarson sendu framvarðarsveit á undan sér um Grímstunguheiði, þegar þeir fóru að Ásgrími Þorsteinssyni í Hvammi í Vatnsdal árið 1255. “Þeir höfðu hestakost lítinn og fórst þeim seint; en þeir Bergur riðu ákaft norður eftir heiðinni og gátu tekið njósnarmenn Nikuláss hjá Grímstungumannaseljum; voru þeir þegar bundnir og barðir mjög.” Þessi heiði var á Sturlungaöld sjaldnar farin til Vatnsdals en Haukagilsheiði, sem er næst fyrir vestan hana. Báðar höfðu þann kost, að þær lágu ekki um byggðir, svo að minni líkur voru á, að njósn bærist þeim, sem riðið var að.
Förum frá Grímstungu beint suður Tunguna á Grímstunguheiði og suðsuðaustur um Hestás og Sílvatnsás. Síðan til suðurs vestan við Sílvatn og Austara-Gilsvatn og suður Illaflóa. Þar förum við austan við Þórarinsvatn og vestan við Svínavatn, síðan til suðsuðausturs austan við Gedduvatn og vestan við Galtarvatn að vegamótum. Þar er slóði um þrjá kílómetra austur í fjallakofann í Öldumóðu.

Nálægar leiðir: Stórisandur, Öldumóða, Forsæludalur.
Öldumóða: N65 10.928 W19 54.823.

Helstu vötnin á Grímstunguheiði eru Þórarinsvatn Svínavatn, Galtarvatn og Refkelsvatn. Úr Refkelsvatni rennur Refkelslækur. Góð bleikju veiði er í þessum vötnum og lækjunum sem renna í/úr þeim

Gullsteinn - Kristnitökusteinn

  • HAH00281
  • Corporate body
  • (1950)

Í Þorvalds þætti víðförla segir segir frá því að Þorvaldur hafi tekið skírn af saxneskum biskupi er Friðrík hét. Óskaði biskup eftir því að fá að fylgja Þorvaldi til Íslands og boða þar kristni. Þegar til Íslands kom dvöldust þeir hinn fyrsta vetur á Giljá hjá Koðráni föður Þorvalds. Víða er að finna sagnir af vættum í steinum í þjóðtrú Norðurlanda og segir að verndarvættur Koðráns bónda hafi búið í steini einum veglegum skammt frá bænum. Þorvaldur óskaði eftir því við föður sinn að þeir Friðrik biskup og íbúi steinsins myndu reyna með sér, hvor þeirra væri máttugri. Fór svo að steinninn brast í sundur við yfirsöngva Friðreks og lagði íbúinn með hyski sitt á flótta. Talið er að höfundar hinna fornu frásagna hafi haft í huga stein þann er kallaður er Gullsteinn og stendur skammt ofan við minnismerkið sem reist hefur verið um þessa fyrstu kristniboða, norðan við bæinn á Stóru-Giljá.

Háagerði Skagaströnd

  • HAH00446
  • Corporate body
  • (1943)

Finnstaðir og Háagerði eru samliggjandi jarðir. Þetta eru grasgefnar jarðir sem eiga land að sjó með góðri fjörubeit. Í landiþeirra er Finnstaðanes. Háagerði srendur í klettaás, sem mjög víðsýnt er af en Finnstaðir sunnar á skjólríkum stað. Núverandi (1975) eigandi Finnstaða er Höfðahreppur en Háagerði er í eigu Magnúsar Hjaltasonar á Bakka í Skagahreppi.

Skrá um landamerki Háagerðis og Finnsstaða.

Að norðan byrja merki á Gullhellisnöf við sjó, og er þar grjótvarða hlaðin á bakkanum, þaðan liggja merki beina sjónhending fyrir sunnan Hólkot, til vörðu, sem hlaðin er uppá Hólkotsbrekku, þaðan beina stefnu til vörðu á Hrossamýrarhrygg, þaðan ganga merki beina stefnu austur Brandaskarð, sunnan við Háagerðissel til vörðu á Selhrygg, þaðan liggja merki í Brandaskarðsgilbotn, þá ganga merki til vesturs norðan í fjallsbrúnum til klettastrýtu fyrir norðan Leynidali, fyrir norðan Borgarhaus, þaðan liggja merki beina stefnu yfir norðurenda Grenjadals, til Landamerkjagils, og þar sem það endar, sjer fyrir garði til sjóar, er stefnir norðanvert í Sandlækjarós. Í Finnstaðalandi á Spákonufell þrjá teiga fyrir utan Sandlæk út að Sandenda, og upp í flóann, eptir sem vörður vísa, ásamt öllum reka fyrir teigunum. Spákonuarfur er að nokkru leyti fyrir landi jarðanna, að undanteknum þeim hluta, sem liggur fyrir áður nefndum teigum, er heyra Spákonufelli til.

Árbakka í maí 1890.
J. Jósefsson, meðeigandi og í umboði meðeiganda minna að Háagerði
J. Jósefsson, Jens Jósefsson, Jóhann Jósefsson eigendur Spákonufells.
Árni Jónsson í umboði meðeiganda Harastaða.
Fyrir hönd ¾ Harastaða: Andrjes Árnason.
Jónann Jósefsson eigandi Finnsstaða.

Hafís

  • HAH00282
  • Corporate body
  • (1950)

Hafís við Ísland.
Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni.
Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi.

Aldrei er svo kalt á sumrum að lagnaðarísinn haldist þegar sól hækkar á lofti með vorinu. Hann bráðnar og sömu sögu er reyndar að segja af ís sem leggur að vetrarlagi á stöðuvötnum. Þegar hlýnar með vorinu hverfur lagnaðarísinn.

En hafís við strendur Íslands er að langmestu leyti kominn langt að. Hann berst hingað vestan úr Grænlandssundi. Einnig kemur fyrir að hann komi beint úr norðri að norðausturhorni landsins, en allur er ísinn úr Austur-Grænlandsstraumi.

Það er ískaldur hafstraumur í orðsins fyllstu merkingu. Hann liggur úr Norður-Íshafi suður með endilöngu Austur-Grænlandi.

Þessi mikli og kaldi straumur í grennd við Ísland flytur mikinn ís suður á bóginn, bæði hafís, sem myndast á sjónum og borgarís úr jöklum Grænlands.

Síðla vetrar þekur ísinn fiskimið norðvestur af landinu og oft berst ís austur á bóginn, inn á siglingaleiðir meðfram Íslandi og stundum inn á firði og flóa. Tignarlegur borgarís berst einnig til landsins og er einkum áberandi á haustin.

Hafískoma við Ísland fer í fyrsta lagi eftir ísmagni í Grænlandssundi; í öðru lagi eftir ástandi sjávar í Íslandshafi, hita, seltu og lagskiptingu efst í sjónum; í þriðja lagi eftir almennri lofthringrás yfir norðurhveli, þ.e.a.s. þrýstifari, lægðagangi, veldi Grænlandshæðar eða myndun kyrrstöðuhæðar yfir Atlantshafi. Tiltekin skilyrði í þessum þremur flokkum meginorsaka verða að vera uppfyllt svo að hafís verði við strendur Íslands.

Hafís á Íslandsmiðum er hins vegar býsna algengur, einkum á hafsvæðinu norðvestur af landinu, enda skiptir þá ísmagnið í Grænlandssundi nær eingöngu máli.

Hamarsrétt á Vatnsnesi

  • HAH00285
  • Corporate body
  • (1950)

Hamarsrétt stendur á einstökum stað í fjörukambinum á vestanverðu Vatnsnesi. Réttin er notuð á haustin þegar bændur á Vatnsnesi rétta fé sitt sem þeir smala saman úr fjallinu. Sunnan við Hamarsrétt er Hamarinn, klettaberg sem fengið hefur nafnið Kallhamar, tilkomið vegna þess að á árum áður var mikið útræði frá Vatnsnesi og þegar koma þurfti boðum til báta á sjó var farið fram á hamarinn og gefið merki eða kallað til nærliggjandi báta. Sunnan við Hamarinn má enn finna rústir frá sjóbúðum og útræði sem þar var mikið. Litlu norðan við fjárréttina stendur Hamarsbúð, félagsheimili húsfreyjanna á Vatnsnesi. Þar halda þær sína árlegu sumarhátíð, Bjartar nætur og bjóða uppá mikið Fjöruhlaðborð sem svignar af fjölda kræsinga og sjaldséðum mat, sem byggir á gömlum hefðum og hráefni úr sjó og af landi á Vatnsnesi.

Hlíð á Skaga

  • HAH00421
  • Corporate body
  • (1937)

Hlíð á Skaga er nýbýli, byggt í Örlygsstaðalandi af Sigurbirni Björnssyni og Gurrid konu hans. Þar er bæjarstæði skjóllegt og land gott til ræktunar, eins og annarsstaðar undir Brekku.. Íbúðarhús steypt 1937, 25 m3. Fjós steypt 1937 yfir 6 gripi, fjós steypt 1972-73 yfir 16 gripi með 190 m3 haughúsi, fjárhús með kjallara byggð 1961 járnklædd yfir 214 fjár. Haughús byggt 1941, steypt 30m3. Geymsla byggð 1962 járnklædd 143 m3. Tvær hlöður 936 m3, blásarahús steypt 1962 45 m3. Tún 25 ha.

Hof á Skaga

  • HAH00422
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stendur stuttan spöl norðan Hofsár, skammt vestan við Hjallahólsbrekku, sem er grasi gróin hólbrekka. Á Hofi er graslendi mikið og gott, túnstæði víðlent. Auk þess á Hof mikið engjaland austan fjalls. Hofsselsengi. ‚ibúðarhús steypt 1946 376 m3. Fjós steypt 1950 yfir 12 gripi, fjárhús steypt 1975 yfir 400 fjár. Hesthús byggt 1935 úr torfi og grjóti fyrir 20 hross. Tvær hlöður steyptar 984 m3, Voteysgeymsla byggð 1960 35 m3. Steypt geymsla 1960 130 m3, blásarahús og súgþurkun byggt 1972 85 m3. Tún 26,5 ha.

Hofskirkja Skagaströnd

  • HAH00570
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Hof var prestsetur á Skagaströnd, u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagastrandar). Þar eru tóttir, sem kunna að vera af hofi, kallaðar Goðatóttir. Í kaþólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Ólafi hinum helga, Noregskonungi.

Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir hennar lagðar til Höskuldsstaða. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1876. Veggir hennar eru múrhúðaðir að utan og þakið járnklætt. Hún er turnlaus en með krossi á stafni. Bogalagaðir gluggar tóku við af fernyrndum og ekkert söngloft er í kirkjunni. Prédikunarstóllinn er ævagamall, trénegldur, með myndum af guðspjallamönnunum. Altaristaflan er gömul og sýnir upprisuna og er talið að hún sé íslensk.
Hofskirkja er timburhús, 10,06 m að lengd og 6,41 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er trékross. Kirkjan er klædd listaþili, þak trapisustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir póstagluggar með tveimur fjögurra rúða römmum og einn heldur minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, okahurðir utan en spjaldahurðir að innan. Trétröppur með fimm þrepum eru framundan kirkjudyrum.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Hólabær í Langadal

  • HAH00165
  • Corporate body
  • (1930)

Hólabær. Gamalt býli byggt 1955. Bærinn stendur húsaveg norðan Gunnsteinsstaða í hólnum, sem nær þar fram á árbakkann. Eyðibýliðið Kárahlíð á Laxárdal er eign bænda í Hólabæ og Gunnsteinsstaða. Íbúðarhús byggt 1955- 345 m3 Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 270 fjár. Hlöður 950 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Hóladómkirkja og Hólar í Hjaltadal

  • HAH00009
  • Corporate body
  • (1930)

Hólar í Hjaltadal eru bær, kirkjustaður og skólasetur í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu. Þar var settur biskupsstóll árið 1106 þegar Norðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Fyrsti biskup á Hólum var Jón Ögmundsson.
Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá því í upphafi tólftu aldar til upphafs nítjándu aldar og frá fornu fari hafa Norðlendingar og þó einkum Skagfirðingar talað um að fara „heim að Hólum“. Biskupsstóllinn átti geysimiklar eignir og um siðaskipti var um fjórðungur af öllum jörðum í Norðlendingafjórðungi í eigu stólsins. Á Hólum var löngum rekinn skóli, þó líklega ekki óslitið nema frá því um siðaskipti, og prentsmiðja var starfrækt þar lengi. Aðalhöfn fyrir Hóla fram að siðaskiptum var Kolbeinsárós (Kolkuós). Þar komu að landi þau skip sem biskupsstóllinn átti í förum á miðöldum.

Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lútherskum sið. Margir biskupanna á 14. og 15. öld voru þó erlendir og stóðu stutt við á Hólum eða komu jafnvel aldrei til landsins en dvöldust erlendis og létu fulltrúa sína sinna málefnum biskupsdæmisins. Af atkvæðamestu biskupum í kaþólskum sið má auk Jóns Ögmundssonar nefna Guðmund góða Arason (biskup 1203-1237), Norðmanninn Auðun rauða Þorbergsson (biskup 1313-1322), sem meðal annars reisti Auðunarstofu hina fyrri, og Jón Arason (1524-1550), síðasta biskup á Hólum í kaþólskum sið.

Fyrsti lúterski biskupinn á Hólum var Ólafur Hjaltason en atkvæðamestur lútherskra biskupa þar var Guðbrandur Þorláksson, sem sat staðinn í meira en hálfa öld, eða frá 1571 til 1627 og lét meðal annars þýða og prenta biblíuna sem við hann er kennd og kölluð Guðbrandsbiblía. Gísli Magnússon (biskup 1755-1779) lét reisa steinkirkjuna sem enn stendur á Hólum. Síðasti biskup á Hólum var Sigurður Stefánsson (biskup 1789-1798) en eftir lát hans voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður en skólinn fluttur suður og sameinaður Hólavallarskóla. Eftir að biskupsstóllinn var lagður af og eignir hans seldar voru Hólar prestssetur til 1868 en þá var prestssetrið flutt í Viðvík. Hólar urðu aftur prestssetur 1952 og frá Hólum hefur þar verið vigslubiskupssetur.
Skagafjarðarsýsla keypti jörðina 1881 og árið eftir var bændaskóli stofnaður á Hólum, Frá 2003 hefur nám þar verið á háskólastigi og kallast skólinn nú Háskólinn á Hólum. Ýmsar stofnanir eru einnig á Hólum, þar á meðal Sögusetur íslenska hestsins, Guðbrandsstofnun, sem er rannsókna- og fræðastofnun í tengslum við skólann, og fiskeldisstöðin Hólalax. Á Hólum er grunnskóli og leikskóli. Þar er umfangsmikil ferðaþjónusta og á sumrin er rekið þar gistihús og veitingahús. Þar er einnig sundlaug.

Auðunarstofa eða Timburstofan var reist á Hólum á árunum 1316 til 1317 og stóð í tæp 500 ár eða uns hún var rifin árið 1810. Auðunn rauði Þorbergsson, biskup á Hólum, hafði með sér viði í timburstofuna, þegar hann kom til Íslands 1315. Viðirnir voru dregnir að vetrarlagi frá Seleyri í Borgarfirði, yfir Stórasand, til Hóla, þar sem timburstofan var reist.

Timburstofan var hluti af staðarhúsunum á Hólum, stóð fast sunnan við kirkjugarðinn. Hún var tvískipt, annars vegar bjálkahús eða stokkahús, þ.e. hin eiginlega timburstofa, og hins vegar stafverkshús sem var sambyggt timburstofunni. Stafverkshúsið var á tveimur hæðum, var neðri hæðin stundum kölluð Anddyr eða Forstofa, og sú efri Studium eða Studiumloft. Hugsanlegt er að svalagangur hafi í öndverðu verið meðfram Timburstofunni. Nafnið Auðunarstofa kemur fyrst fyrir í Árbókum Espólíns, þegar sagt er frá niðurrifi stofunnar árið 1810.

Árið 1995 orðaði Bolli Gústavsson vígslubiskup þá hugmynd í Hólanefnd að láta endurgera Auðunarstofu á Hólum. Tókst með samvinnu íslenskra og norskra aðila að koma því í kring, og var Auðunarstofa hin nýja fullfrágengin sumarið 2002. Húsið er allnákvæm endurgerð stofunnar fornu, að öðru leyti en því að stafverkshlutinn er nokkru stærri, til þess að auka notagildi hússins.

Hofskirkja Skagafirði

  • HAH00448
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og tilheyrðu Hofsþingum.

Timburkirkjan, sem þar stendur nú, var byggð á árunum 1868-70. Henni hefur verið breytt nokkuð að innan. Söngloftið, sem var yfir framkirkju, var tekið niður og nú er sungið á palli vinstra megin við dyrnar.
Altaristaflan er frá 1655 og prédikunarstóllinn frá 1650. Innrammaður silfurskjöldur er til minningar um Jakob Havsteen, kaupmann á Hofsósi og konu hans.

Hólmi á Skaga

  • HAH00299
  • Corporate body
  • 1952 -

Bærinn stóð áður í hólma í Fossá, en er nú norðan við ána. 1952 jörðinni skipt úr Hróarsstaðalandi og gert að lögbýli.íbúðarhús 1952. Fjós 1953 úr asbesti, fjárhús 1935 úr torfi og grjóti, fjárhús úr asbesti 1951 yfir 80 fjár. Hlaða 1950 100 m3. Tún 5,5 ha.

Hróarsstaðir á Skaga

  • HAH00305
  • Corporate body
  • (1900)

Hróarsstaðir eru nyrsti bær í byggð undir Brekknabrekku. Bærinn stendur skammt frá Brekkunni, þar er því skjóllegt. Þar er skammt til sjávar og er þar lending einna skást undir Brekku sem heitir á Naustavöllum. Íbúðarhúsi steypt 1930 373 m3. Fjós byggt 1935 fyrir 5 gripi, fjárhús 1961 og 1973 fyrir 356 fjár. Hlaða steypt 1972 694 m3. Votheysgeymsla steypt 1940 22 m3. Hesthús 1940 úr torfi og grjóti fyrir 5 hross. Geymsla, blikkhús á steyptum grunni 50 m3. Tún 23,6 ha.

Hríslan í Hvammsurðum

  • HAH00304
  • Corporate body
  • (1960)

Í grein Sigurðar Blöndals um reynivið árið 2000 segir frá hríslunni í Hvammsurðinni:

„Í Syðri-Hvammsurð er merkileg hrísla. Hallgrímur Guðjónsson, sem lengi bjó í Hvammi, segir svo frá í apríl sl.: Hvammsnibba heitir í fjallinu utan við Hvamm. Kippkorn neðan við
bjargið í stórgrýtisurð vex stök hrísla af reyni, gömul orðin. Hallgrímur afi minn Hallgrímsson, keypti Hvamm af Benedikt Gísla Blöndal [langafa mínum S. Bl.] skömmu eftir aldamótin. Hann lét bera skít að hríslunni einhvern tíma á fyrri búskaparárum sínum. Nú eru smáplöntur af reyni að koma upp í urðinni norðar í áttina að Fossgili.“

Enn fremur segir: „Jón Gíslason á Hofi í Vatnsdal kveðst hafa komið að hríslunni ekki alls fyrir löngu. Hún sé um ein mannhæð og skammt frá henni kvað hann vera 2-3 lágvaxnar hríslur (munnleg heimild).“

Niðurstaða

Helgi Hallgrímsson ritaði grein í Skógræktarritið árið 2003 um reynipísl, dvergform af reyniviði. Mér sýnist reyniviðurinn í Hvammsurðinni ekki falla undir þá skilgreiningu, bæði eru blöðin stærri og plönturnar hávaxnari. Hér er því eflaust um að ræða hefðbundinn íslenskan reynivið, sem lifað hefur af þrengingar fyrri alda. Máltilfinning mín segir mér að munur sé á hríslu og tré. Hrísla er hálfgerður runni, marggreindur, en tré er hávaxið, oft með einum stofni og krónu.
Reyniviðurinn í Hvammsurðinni er dæmigerð hrísla.

Hrútey í Blöndu

  • HAH00308
  • Corporate body
  • (1900)

Hrútey var friðlýst sem fólkvangur árið 1975. Gróskumikil eyja og rómuð fyrir fuglalíf. Vinsælt útivistarsvæði. Stærð fólkvangsins er 10,7 ha.

Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.

Hundavötn

  • HAH00309
  • Corporate body
  • (1950)

Svæðið umhverfis Hundavötn heitir Ömrur, enda þykir það ömurlegt og gróðurlaust.

Hundavötn eru í skarðinu vestan Lyklafells austan við það eru Krákur á Sandi [Djöflasandi] 1188 m. á Auðkúluheiði.
Eystri Hundavötn er hvítt af jökulleir.

Norðan við Þjófadalafjöll liggja Búrfjöll, sem er alllöng fjallaröð með mörgum hnúkum. Við stefnum á norðurhluta Þjófadalafjalla. Göngulandið er gróið mosa, lyngi og víðikjarri, og sums staðar mjög þýft. Á leið okkar eru þrjár bergvatnskvíslar. Þær eru vatnslitlar núna og við stiklum þær: Þegjandi fyrst, þá Hvannavallakvísl og loks Dauðsmannskvísl. Handan Dauðmannskvíslar tekur gróðurleysi við, en það kallast því kynlega nafni Djöflasandur.

Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum,

Glaumbær í Skagafirði

  • HAH00415
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Níu þeirra opnast inn í göng sem svo eru kölluð og eru mjór gangur, sem liggur frá bæjardyrum til baðstofu, sem er aftasta húsið í húsaþyrpingunni. Sex húsanna snúa gafli/burstum að hlaði og hægt að ganga inn um þau þaðan. Þetta eru kölluð framhúsin. Inn í eitt bakhúsanna, sem svo eru kölluð, er hægt aða ganga og eru það bakdyr bæjarins þar sem heimilsifólk gekk vanalega um.
Fyrsta sýning safnsins var opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum. Glaumbær er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Starfssvæði Byggðasafns Skagfirðinga, sem er elsta byggðasafn landsins, er allur Skagafjörður og í dag er safnið með bækisstöðvar á nokkrum öðrum stöðum í héraðinu.

Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld, í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um eða fyrir 1100, um mannsaldri eftir að sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ. Snorri var fyrsta evrópska barnið, sem sögur fara af, fætt á meginlandi Ameríku.

Glaumbær er torfríkasti bær landsins. Skýringin er sú að grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Það má sennilega fullyrða að hvergi í veröldinni sé torf notað í jafnmiklum mæli í jafn stóra byggingu eins og í Glaumbæ. Veggirnir eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng. Rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð því menn byggðu húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.
Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.
Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum. Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Sá samningur var síðast endurnýjaður árið 2002.
Ýmsar getgátur eru um bæjarnafnið Glaumbær. Hvort það hafi verið dregið af hávaða eins og fossheitið Glaumur, hávaða af gleðskap, glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi. Hvort hér hafi einhvern tíma heitið Gamlibær og við brottfall og hljóðvíxl hafi nafnið breyst í Glaumbær. Kenningin er þá sú að bærinn hafi flust til, jafnvel farið í eyði um tíma og byggst aftur í þá tíð er menn voru að þreifa fyrir sér með heppilegt bæjarstæði.28 Hugmynd er einnig um að nafnið geti verið dregið af orðinu glám, sem getur þýtt að vera áberandi, glóa29, glámbær, sem hafi í tímans rás breyst í Glaumbær. Þá hefur sú tilgáta verið orðuð að nafnið gæti verið dregið af járnvinnslu. Í Glaumbæ hafa löngum verið góðir járnsmiðir og jörðin er rauðarík. Kenningin byggir á því að rauðinn hafi verið kallaður gláma. Höfund brestur heimildir um þá orðnotkun. Hæglega gæti gjallandinn frá járnvinnslunni verið glaumurinn sem nafnið var dregið af, alveg eins og efnið sjálft, en allt eru þetta athygliverðar tilgátur.

Glaumbæjarkirkja var vígð 1926. Henni hafa þjónað 7 prestar, sem er merkilegt ef horft er til þess að frá siðbreytingu 1550 til 1925 höfðu samtals, á því tímabili, 14 prestar þjónað kirkjum Glaumbæjar.

Hvammstangakirkja

  • HAH00578
  • Corporate body
  • 21.7.1957 -

Hvammstangakirkja er sóknarkirkja Hvammstangasóknar og er í Breiðabólstaðarprestakalli. Kirkjan var vígð 21. júlí 1957, er úr steinsteypu og rúmar 160 manns í sæti. Kirkjan var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Kirkjusmiður var Snorri Jóhannesson smiður á Hvammstanga. Kirkjan stendur ofarlega í þorpinu við Kirkjuveg, sunnan kirkjunar liðast Syðri-Hvammsá í gegnum þorpið.

Byggt var safnaðheimili við kirkjuna og var það vígt árið 2007 á 50 ára afmæli kirkjunar, en safnaðarheimilið er hannað af Haraldi V Haraldssyni arkitekti.

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli

  • HAH00275
  • Corporate body
  • (1900)

Grettistak vestan undir Suðurmanna Sandfelli norðanvert.

Grettistök heita stóreflisbjörg, sem sagt er, að Grettir sterki hafi lyft upp á smærri steina, sem þau hvíla á. Grettistak er á Þingmannaheiði og annað á Trékyllisheiði. Grettir lifði fram á 11. öld, og er til saga af honum, sem er allmjög þjóðsagnakennd. Hefur hún nýlega verið gefin út á Hólum. Steinatök þessi eru svo stór, að óhugsandi er, að nokkur maður hefði getað náð tökum á þeim til þess að hreyfa þau, enda þótt hann hefði haft næga krafta til þess. En í fornöld, þegar landið var miklu fólksfleira en nú og menn riðu í hópum um fjallvegu þessa, þá er trúlegt, að margir menn í sameiningu hafi lyft þessum björgum, en það gátu þeir auðveldlega, ef þeir hafa haft með sér reipi. En líklega hafa þeir skemmt sér við tilhugsunina um það, að seinni tíma menn héldu, að forfeður þeirra hafi verið svo miklu sterkari og stærri en þeir, og þekkjast þess dæmi frá öðrum stöðum. Á Grettistakið á Þingmannaheiði er krotaður rúnastafur, sem sagt er, að sé nafn Grettis, en þetta er einungis 100 ára gamalt fangamark og því enginn eiginlegur rúnastafur.

Frá Álkuskála til Arnarvatns.
Álkuskáli er kenndur við Álftaskálará á Haukagilsheiði. Dæmigerð reiðleið um opnar og víðfeðmar heiðar Húnavatnssýslna. Að miklu leyti er landið gróið á þessari leið norðan Fellaskála. Mestur hluti hennar er á jeppaslóð, sem liggur úr Víðidal upp á Víðidalstunguheiði. Síðari hluti leiðarinnar, þegar komið er suður fyrir Fellaskála, er í vesturjaðri Stórasands. Þar lá hinn forni Skagfirðingavegur úr Borgarfirði eftir að ferðir lögðust að mestu af um Kjöl. Stórisandur er lítt gróið hæðaland, í 700-800 m hæð, í Húnaþingi norðan Langjökuls. Milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær. Borgfirðingar riðu þessa leið til Örlygsstaðabardaga 1238.
Förum frá Álkuskála í 560 metra hæð eftir reiðgötu til vesturs og suðvesturs að slóð norðan úr Víðidal. Fylgjum þeirri slóð til suðurs, í tæplega 600 metra hæð, vestur fyrir Litla-Sandfell og Suðurmanna-Sandfell. Komum að Fellaskála austan við Kolgrímsvötn. Fylgjum jeppaslóðinni áfram til suðurs vestan við Fossabrekkur, unz við komum hjá Grettishöfða að jeppaslóð yfir Stórasand. Förum þá slóð til vesturs að Skammá, sem rennur úr Réttarvatni í Arnarvatn. Förum yfir ána og síðan suður fyrir Arnarvatn og vestur fyrir það að Hnúabaksskála norðvestan við vatnið, í 540 metra hæð.

Suðurmannasandfell är ett berg i republiken Island. Det ligger i regionen Norðurland vestra, 130 km nordost om huvudstaden Reykjavík. Toppen på Suðurmannasandfell är 713 meter över havet, eller 107 meter över den omgivande terrängen. Bredden vid basen är 2,0 km.
Trakten runt Suðurmannasandfell är nära nog obefolkad, med mindre än två invånare per kvadratkilometer. Det finns inga samhällen i närheten. Trakten runt Suðurmannasandfell består i huvudsak av gräsmarker.

Grettishellir í Kjalhrauni

  • HAH00352
  • Corporate body
  • (1950)

Kjalvegirnir voru tveir, annar lá um miðjan Kjöl og yfir Kjalhraun, en hinn um Þjófadali og suður með Fúlukvísl. Um síðustu aldamót var vegurinn yfir Mið-Kjöl leitaður uppi og varðaður fyrir atbeina danska höfuðsmannsíns Daniels Bruun. Hann varð þó aldrei fjölfarinn. Vestari leiðin var vörðuð sumarið 1920.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.
Förum frá hestarétt hjá Múla við Fúlukvísl í norðausturátt, austur fyrir Kjalfell, þaðan sem leiðin er vörðuð. Síðan með fellinu að austanverðu og áfram norður um Beinhól og Grettishelli og vestan við Rjúpnafell. Á veg 35 sunnan við Þúfunefsfell, með honum vestur að Hveravöllum.

Grjótá á Kjalvegi

  • HAH00279
  • Corporate body
  • (1950)

Vegagerð ríkisins lét smíðabrú yfir Grjótá sumarið 1992 yfir Grjótá á Kjalvegi undir Bláfelli . Grjótá er að jafnaði vatnslítil en varð gjarnan örðugur farartálmi í vatnavöxtum vor og haust. Smíði 23 metra langrar brúar yfir ána hófst í lok júlí og lauk framkvæmdum á þriðjudaginn þegar lokið var tengingu vegar beggja vegna árinnar við brúna. Yfirsmiður við brúarsmíðina á Grjótá var Jón Valmundsson.

Fyrrum var Kjölur afréttur og eign Auðkúlu í Austur-Húnavatnssýslu en núna er hann afréttur Biskupstungna. Sundurdráttur fjár fór fram í Gránunesi, þegar svæðið tilheyrði Auðkúlu, en eftir að mæðiveikisgirðingin var sett upp norðan Hveravalla hefur slíkt verið óþarft. Önnur (Jón Eyþórsson) byggir á landslaginu í Kjalhrauni, sem lítur út eins og bátur á hvolfi séð sunnanfrá.Tvær kenningar eru uppi um tilurð nafns svæðisins, Kjölur. Hin (Guðmundur Kjartansson) gerir ráð fyrir að norska nafnið hafi verið yfirfært. Þetta örnefni er víða notað á landinu, þar sem eru vatnaskil, s.s. á Vestfjörðum. Kjalvegur er u.þ.b. 200 km langur á milli Gullfoss og Blöndudals. Eftir að Grjótá, Sandá og Seyðisá voru brúaðar er vegurinn orðinn fær öllum bílum á sumrin. SBA-Norðurleið hf. heldur uppi áætlunarferðum um Kjalveg á sumrin.

Fríkirkjan Reykjavík

  • HAH00547
  • Corporate body
  • 1903 -

Hluti safnaðar Dómkirkjunnar í Reykjavík sagði sig úr honum í kjölfar lagasetningar, sem heimilaði það, árið 1899 og stofnaði fríkirkjusöfnuð í Reykjavík. Tveimur árum síðar keypti söfnuðurinn lóð austan Tjarnarinnar og reisti kirkju, sem var vígð 1903. Það gerði séra Ólafur Ólafsson frá Arnarbæli, sem var ráðinn prestur safnaðarins. Ári eftir að kirkjan var vígð var hún orðin of lítil og Rögnvaldur Ólafsson gerði uppdrætti að stækkun hennar. Kirkjan var lengd og vígð að nýju árið 1905. Kirkjan var stækkuð á ný á 25 ára afmæli safnaðarins en þá var steyptum kór bætt aftan við hana og miðhvelfingin eftir endilöngu kirkjuskipinu var hækkuð. Einar Erlendsson, húsameistari, teiknaði þessar breytingar.

Kirkjan var vígð í þriðja skiptið 1924. Núverandi mynd fékk kirkjan 1940, þegar viðbyggingarnar báðum megin forkirkjunnar voru byggðar. Orgel kirkjunnar er frá 1926 og var þá talið eitt þriggja fullkomnustu hljóðfæra á Norðurlöndum. Um skeið var talsvert um samkomur, söngskemmtanir og fyrirlestrahald í kirkjunni.

Í tilefni aldarafmælis safnaðarins fór fram gagnger viðgerð og viðhald á kirkjunni 1998-99.

Herðubreið

  • HAH00239
  • Corporate body
  • (1950)

Herðubreið er 1682 metra hátt móbergsfjall norðan Vatnajökuls. Hún er í Ódáðahrauni og er oft nefnd „Drottning íslenskra fjalla“ (sjá listann yfir gælunöfn) vegna þess hve mörgum finnst hún formfögur. Fjallið myndaðist við eldgos undir jökli. Á toppi þess eru hraunlög og hefur gosið því náð upp úr jöklinum. Slík fjöll, þ.e.a.s. móbergsfjöll með hraunlögum að ofan, kallast stapar. Herðubreið var valin þjóðarfjall Íslendinga í kosningu árið 2002.

Fyrst var gengið á Herðubreið með vissu árið 1908 en fram að því hafði hún verið talin ógeng. Það gerðu Sigurður Sumarliðason og þýski jarðfræðingurinn Dr. Hans Reck í ágúst það ár nánar tiltekið 13. ágúst 1908. Þann 21.apríl 2009, 101 ári seinna, fór Björn Böðvarsson vélsleðakappi úr Mývatnssveit á topp Herðubreiðar á vélknúnu ökutæki fyrstur manna, er hann náði toppnum á vélsleða sínum.

Flosagjá á Þingvöllum

  • HAH00254
  • Corporate body
  • (1950)

Flosagjá er gjá á Þingvöllum sem rennur saman við Nikulásargjá fyrir enda hraunrima sem nefnist Spöngin. Flosagjá og Nikulásargjá eru því samtengdar.
Í Nikúlásargjá mun Nikulás Magnússon sýslumaður hafa drekkt sér 24. júlí 1742 en Nikulásargjá er líka stundum nefnd Nikulásarpyttur.

Eftir að menn tóku að kasta skildingum í Nikulásargjá af brúnni, sem er hluti af veginum að Þingvallabænum, kalla menn nú staðinn Peningagjá. Margir kannast aðeins við gjána undir því nafni en það er þó ekki eiginlegt nafn hennar.

Hallormsstaður á Skógum

  • HAH00238
  • Corporate body
  • 1903 -

Hallormsstaður er þéttbýliskjarni og áður kirkjustaður og prestssetur í Hallormsstaðaskógi. Þar var stofnaður hússtjórnarskóli árið 1930 en áður hafði verið þar einkarekinn kvennaskóli. Með tímanum reis upp dálítið byggð í kringum hann og starfsemi Skógræktar ríkisins og er það eina skógarþorpið á Íslandi. Á Hallormsstað bjuggu 48 manns 1. janúar 2011. Hallormsstaður tilheyrir sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.

Hallormsstaður er við austurbakka Lagarfljóts, um 27 km sunnan Egilsstaða. Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur á Íslandi. Upphaflega var skógurinn í landi jarðarinnar friðaður 1905 en friðunarsvæðið hefur mikið stækkað síðan. Skógræktarstöð var stofnuð á Hallomrsstað 1903 og nú er þar aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi og starfsstöð Skógræktar ríkisins. Trjásafn er í skóginum og margvísleg aðstaða fyrir ferðamenn.

Tjaldsvæðin í skóginum eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi. Höfðavík er utan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað, svæðið skiptist niður í 4 svæði og er afmarkanir á þeim með birkiskógi. Neðsta svæðið er niður við fallega vík.

Húnavallaskóli

  • HAH00310
  • Corporate body
  • 1969-

Húnavallaskóli er grunnskóli í Austur-Húnavatnssýslu sem stendur við Reykjabraut. Hann hefur verið starfræktur af sveitafélaginu Húnavatnshreppi frá árinu 1969 og hefur starfað í þágu nemenda sem búa í dreifbýli í héraðinu. Skólaárið 2011 - 2012 stunduðu 60 nemendur nám við skólann. Skólastjórar skólans hafa verið sjö en skólastjóri skólans er nú Sigríður B. Aadnegard.

Kverkfjöll

  • HAH00690
  • Corporate body
  • (1950-)

Ástæða er til að vara ferðamenn við snöggum veðrabrigðum við Kverkfjöll og í grennd, þar sem þoka, stórviðri og sandbyljir geta skollið á fyrirvaralítið. Því er góður búnaður nauðsynlegur og ítrasta varúð á leið að íshelli og á jökul vegna hruns, jökulsprungna og dimmviðris. Brýnt er að hafa öll nauðsynleg hjálpartæki með á jökul, svo sem áttavita eða GPS-tæki, línur, brodda og sólgleraugu.

Fitjárdrög

  • HAH00329
  • Corporate body
  • (1950)

Í Fitjárdrögum [FITJÁRDRÖG F. 65'00". 5621] er gangnamanna skáli Víðdælinga suðaustanvert við Arnarvatn. Fyrrum var stundum farin bein leið úr Vatnsdal til Kalmanstungu, þegar suður var farið. Innst í skálanum var pallur í mittishæð frá gólfi. Framan við hann var autt svæði, ætlað hestum og farangri. Skammt frá er Réttarvatn.

Helgafell á Snæfellsnesi

  • HAH00286
  • Corporate body
  • (1950)

Helgafell er bær og kirkjustaður og samnefnt fell í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Bærinn stendur á Þórsnesi, sunnan Stykkishólms. Þar var löngum stórbýli og á miðöldum var þar munkaklaustur, Helgafellsklaustur.
Helgafell er í landnámi Þórólfs Mostrarskeggs og í Eyrbyggju segir um fellið: „Í því nesi stendur eitt fjall. Á því fjalli hafði Þórólfur svo mikinn átrúnað að þangað skyldi engi maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það fjall kallaði hann Helgafell og trúði að hann mundi þangað fara þá er hann dæi og allir á nesinu hans frændur.“
Þorstein þorskabítur, sonur Þórólfs Mostrarskeggs, byggði fyrstur bæ á Helgafelli. Synir hans voru þeir Börkur digri og Þorgrímur, mágur Gísla Súrssonar, sem Gísli drap. Sonur hans og Þórdísar Súrsdóttur var Snorri goði Þorgrímsson, sem bjó fyrst á Helgafelli og lét gera þar kirkju, en hafði svo jarðaskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur og Ósvífur föður hennar. Bjó Guðrún lengi á Helgafelli, fyrst með fjórða manni sínum, Þorkatli Eyjólfssyni, og síðan lengi ekkja eftir að hann drukknaði.[1]
Munkaklaustur sem stofnað hafði verið í Flatey á Breiðafirði var flutt til Helgafells árið 1184 eða 1185 og var þar mennta- og fræðamiðstöð næstu aldir og voru þar skrifaðar margar bækur. Klaustrið var lagt niður um siðaskipti og var þá auðugast íslenskra klaustra að jarðeignum. Konungur tók jarðirnar undir sig og gerði að léni eða umboði sem leigt var umboðsmönnum. Fyrstu árin var Helgafell aðaljörð umboðsins og það kennt við klaustrið en árið 1565 varð Arnarstapi aðaljörðin og eftir það kallaðist umboðið Stapaumboð.
Kirkjan sem nú er á Helgafelli var byggð árið 1903. Hún á ýmsa góða gripi, þar á meðal kirkjuklukku frá 1545.

Hveravellir á Kili

  • HAH00320
  • Corporate body
  • (1950)

Hveravellir er jarðhitasvæði í um það bil 650 metra hæð á hálendi Íslands og jafnframt algengur áningarstaður þegar ferðast er um Kjöl. Elstu lýsingar af staðnum eru frá 1752 þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rituðu um hann í ferðabók sinni. Þeir lýsa hverum og sérstaka athygli þeirra vakti hver sem Eggert kallaði Öskurhól vegna druna og blísturshljóða sem úr honum komu. Mikil og litfögur hverahrúður eru á Hveravöllum.
Um 12 tíma reið er frá Mælifelli í Skagafirði á Hveravelli og álíka langt neðan úr byggð á Suðurlandi. Á Hveravöllum bjó Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans þegar þau voru í útlegð. Sjást þar ýmsar minjar eftir búsetu þeirra, svo sem rúst af Eyvindarkofa og í hver einu sjást mannvirki sem virðast hafa verið notuð til suðu matvæla.
Sæluhús var byggt á Hveravöllum árið 1922 á fornum sæluhúsrústum. Það er úr torfi og grjóti og var endurhlaðið 1994. Ferðafélag Íslands reisti sæluhús á Hveravöllum árið 1938 og er það eitt af fáum sæluhúsum á landinu sem hituð eru með hveravatni. Nýtt hús var reist árið 1980 og nýtast bæði húsin ferðamönnum.
Veðurstofa Íslands hóf að reka mannaða veðurathugunarstöð á Hveravöllum árið 1965 og bjó þar fólk allt fram á 21. öld þegar mannaða stöðin var lögð niður og tekin upp sjálfvirkni í staðinn.

Hraun í Ölfusi

  • HAH00031
  • Corporate body
  • (1950)

Hraun er sveitabær í sveitarfélaginu Ölfusi. Á Hrauni var eitt af síðustu mjólkurbýlunum í Ölfusi en þau hlupu á mörgum tugum en í dag er einungis eitt eftir á sveitarbænum Hvammi. Þar er mikils sölvatekja í dag.

Á bökkum Ölfusár er dys ein, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum.
Í Öldinni okkar árið 1502 segir meðal annars um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann.“ „Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans. Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.“
Í landi Hrauns liggur Ölfusá og er þar góður veiðistaður og mikil sölvafjara.

Veitingarstaðurinn Hafið Bláa er við ósa Ölfusár í landi Hrauns

Héraðsskólinn á Laugum

  • HAH00290
  • Corporate body
  • 1925 -

Framhaldsskólinn á Laugum í Þingeyjarsveit er íslenskur framhaldsskóli. Skólinn var stofnaður haustið 1925 en hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 1988. Skólameistari hans er Hallur Reynir Birkisson.

Frá upphafi skólahalds á Laugum árið 1925 hafa um 7000 manns stundað nám, fyrst í lýðsskóla, síðan alþýðuskóla, þá héraðsskóla og loks í Framhaldsskólanum á Laugum eins og hann heitir nú. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli og þangað koma nemendur alls staðar að af landinu.
Tildrög stofnunar Laugaskóla má rekja til hinnar svokölluðu Þingeysku menningarbyltingar sem stóð frá sjöunda áratug 19. aldar til þriðja áratugs 20. aldar, en þá var skólinn stofnaður. Segja má að forverar skólans hafi verið fjórir. Fyrstur var stofnaður Hléskógaskóli en hann starfaði ekki lengi og kenndu margir slæmri staðsetningu um. Seinna var skólahúsið fært að Ljósavatni og var þá stofnaður Ljósavatnsskóli og starfaði hann í 11 ár. Unglingaskólinn á Breiðumýri var svo stofnaður árið 1918 og Lýðsskólinn á Laugum var arftaki hans.
Á fundi hjá Sambandi Þingeyskra ungmennafélaga (síðar HSÞ), 24. apríl 1915, var samþykkt tillaga þess efnis að allar deildir sambandsins innu að stofnun héraðsskóla. Í framhaldi af því var farið að huga að stað fyrir skólann. Upphaflega var horft til Grenjaðarstaðar, en á endanum var ákveðið að hinn nýi skóli skyldi rísa á Laugum í Reykjadal. Á Laugum var nægilegt heitt vatn og Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum gaf land undir skólann. Var Arnór Friðjónsson, sonur Sigurjóns, fyrsti skólastjóri þess skóla.
Skólinn er nú með heimavistir fyrir 150 nemendur.

Húsakostur Laugaskóla er mikill og hefur skólasvæðið byggst upp jafnt og þétt á þeim rúmu 80 árum sem skólinn hefur starfað.
Fyrstur var reistur Gamli skóli eins og hann er kallaður í dag, en einungis tvær burstir og sundlaug í kjallara hans, árið 1925. Þriðja burstin var reist árið 1928. Íþróttahúsið Þróttó var reist árið 1931 og var það um tíma stærsta íþróttahús landsins. Dvergasteinn með heimavist og nýjum smíðasal var reistur árið 1949 og kennaraíbúðir við Dvergastein árið 1957. Norðurálma við Gamla-Skóla með nýjum matsal og heimavistum var reist árið 1961 og kom húsið að góðum notum við Landsmót UMFÍ sem haldið var á Laugum þá um sumarið. Fjall var byggt árið 1967 með heimavist og íbúðarhúsnæði, nýtt Íþróttahús reist árið 1978 og loks Tröllasteinn árið 2000 en í honum eru herbergi fyrir allt að 70 nemendur. Árið 2005 var svo reist vegleg útisundlaug. Árið 2012 var vistin Álfasteinn tekin aftur í notkun eftir hún hafði verið lagfærð.

Haustið 1926 var ráðist í blaðaútgáfu og hafa ýmis blöð komið út á vegum félagsins síðan þá. Fyrstu árin var gefið út Ársrit Nemendasambands Laugaskóla og eru eintök af því til varðveislu á bókasafni Framhaldsskólans á Laugum. Þar er að finna góðar heimildir um starfið í skólanum fyrstu ár hans.
Ýmsar hefðir eru í félagslífi nemenda á Laugum og eiga margar þeirra sér langa sögu. Ein þeirra langlífustu er sú að nýnemar sem það vilja syndi yfir tjörnina á Laugum og séu þannig formlega orðnir Lauganemar. Þá stendur NFL fyrir Tónkvíslinni sem er árleg söngkeppni meðal nemenda skólans annars vegar og hins vegar meðal grunnskóla úr Þingeyjarsýslum.

Results 1 to 100 of 1161