Showing 10346 results

Authority record

Vatnsdalshólar bær og náttúra

  • HAH00512
  • Corporate body
  • (1100)

Gamalt býli getið þegar á Sturlungaöld. Bærinn stendur upp frá vík úr Flóðinu vestan Vatnsdalsvegar vestri, sem þarna liggur lítið eitt úti í vatninu. Heimatún er lítið og umlukt hólum, en sunnan Hólanna eru nýrææktir og einnig engja ítak norður við Vatnsdalsá orðið að túni. Beitilandið er Hólarnir, er þar mörg matarhola. Jörðin var fyrr klausturjörð, nú um skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1939, 385 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 15 hross. Hlöður 800 m3. Tún 12,4 ha. Veiðiréttur í Flóðinu og efstahluta Skriðuvaðs.

Vatnsdalsá

  • HAH00513
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Vatnsdalsá er ein þekktasta laxveiðiá landsins. Hún er fræg fyrir stórlaxa sína og ósjaldan veiðast í henni stærstu laxar á Íslandi hvert sumar. Mjög gott aðgengi er að veiðistöðum árinnar og lítill tími fer í akstur á milli veiðistaða.

Þótt stutt sé á milli vatna liggja vatnaskil á Auðkúluheiði á milli þeirra þannig að afrennsli Mjóavatns, Eyjavatns og Vestara-Friðmundarvatns er til Vatnsdals en hin vötnin hafa afrennsli til Blöndu.

Árið 1936 hófu menn að stunda stangveiði í Vatnsdalsá og var þá veiðiréttur til stangveiði fyrst leigður út. Fram að þeim tíma hafði eingöngu verið stunduð netaveiði í ánni. Veiðifélag Vatnsdalsár varð til samhliða þessum breytingum.

Í dag er eingöngu veitt á flugu á laxveiðisvæðum árinnar og með breyttu veiðifyrirkomulagi frá árinu 1997, "veitt og sleppt", er laxinum sleppt aftur í ána.

Vatnsdalsá er dragá sem myndast úr kvíslum á víðlendum Grímstungu- og Haukagilsheiði. Þaðan sem Mið- og Fellakvísl sameinast heitir áin Vatnsdalsá. Réttarhóll er eyðibýli austan Fellakvíslar, en þar bjó um tíma Björn Eysteinsson (1848-1939). Skínandi er efsti fossinn á fjallsbrún og þar nokkru neðar eru Keráfoss og Rjúkandi.

Skammt frá bænum Forsæludal er Dalsfoss. Mörgum veiðimanninum þykir tilkomumikið að koma að þessum mikla fossi, en margir góðir veiðistaðir eru á þessu svæði. Þeir veiðistaðir eru tilkomnir vegna gerð laxastiga við Stekkjarfoss, sem er töluvert neðar, árið 1983. Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, gerði teikningu að stiganum en verkstjóri hans var Jón V. Jónsson, bóndi. Þeir sem unnu þetta mikilvæga verkefni voru Jón Gunnarsson, Björn Líndal, Gunnar Örn Guðmundsson og Geir Björnsson. Þeir þekktust betur undir nafninu "Stigamenn", en það nafn var þeim gefið af Sigríði Sigfúsdóttur í Forsæludal.

Töluvert neðar í dalnum er Stekkjarfoss, sem er góður veiðistaður.

Vatnsdalur er um 25 km langur og liggur milli Víðidalsfjalls og Vatnsdalsfjalls. Mikil skriðuföll hafa orðið í Vatnsdalsfjalli forðum og hafa bæir eyðst í slíkum hamförum, t.a.m. Skíðastaðir árið 1545 og Bjarnastaðir árið 1720.

Öxl í Þingi

  • HAH00514
  • Corporate body
  • (1350)

Öxl I. Bærinn stendur spölkorn austan þjóðvegar við lága brekku í hlíðarrótum Vatnsdalsfjalls, beint vestur af svoköllupum Hrafnaklettum ( var áður á brekkubrúninni). Túnið liggur mest norður frábænum og upp í undirhlíðar fjallsins. Vestan vegar og mela eru engjar, áveita, en beitiland til fjalls og meðfram því [Balar]. Jörðin er fornt býli og bændaeign lengi, munnmæli eru um Gullberastaði í Axlarlandi. Íbúðarhús byggt 1951, 454 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hlöður 630 m3. Gömul fjárhús. Votheysgryfja 100 m3.Tún 18,3 ha.
Öxl II. Bærinn stendur á brekkustalli örskammt frá þjóðvegi vest suð-vestur frá Öxl, tún er austur og suðaustur frá bænum og engjar vestan vegar og mela, áveita. Beitiland er sameiginlegt með Öxl og eiga Axlarbæirnir 1/16 af Sauðadal. Jörðin er nýbýli byggður úr Axlarlandi að hálfu 1952. Íbúðarhús byggt 1970, 714 m3. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 20 hross. Hlöður 330 m3. Tún 18,5 ha.

Svíagígur í Vatnajökli

  • HAH00516
  • Corporate body
  • 1919 -

Svíagígur er í Grímsfjalli á Vatnajökli, 120 metra djúpur, 7.5 km langur og 5 km breiður og 37.5 km2 að ummáli, norður af Skeiðárjökli og um 20 km norðaustur af Búrfelli. Nú er þar Svíahnjúkar eystri og vestri rúmir 1700 metrar á hæð.
Sviagígur fannst 1919 af sænsku jarðfræðingunum Hakon Wadell and Erik Ygberg. Suðurhlið gígsins er lóðrétt standberg, bæði jökulberg, mógrjót og hraungrýti. 1. september mældum við gíginn og gerðum kort af honum og rannsökuðum hann að austanverðu. Heitt stöðuvatn er í gígnum og fellur skriðjökull 120 feta hár ofan í það og bráðnar jafnharðan. Vatnið er djúpt í miðjunni og voru þar ísjakar á floti. Vatnið er heitast að sunnanverðu, en skriðjökullinu fellur ofan í það að norðanverðu. Gígurinn er inni á hájöklinum í norð-norðaustur af Skeiðarárjökli.

Svínadalur

  • HAH00517
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Landnámsmaðurinn Eyvindur auðkúla, sem nam Svínadal.
„Á þessu landi bjó varnarlaus þjóð, og þar var því hægðarleikur að ræna löndum, og kvikfé svo miklu, að nægja mundi til að reisa stórbú þegar í stað. Það var heldur ekki einleikið hvernig norrænir menn þyrptust til Íslands, en lausn þeirrar gátu er sú, að þeir hafi vitað með sannindum að þar beið víkinga auður og allsnægtir, skjótfengið herfang og þurfti lítið fyrir að hafa. Þá ríkti sá hugsunarháttur, að menn hefðu rétt til að sölsa undir sig öll heimsins gæði, ef eigendur gátu ekki varið þau. Hér á Islandi voru nóg auðæfi, en þeir sem landið byggðu, gátu ekki varið þau. Þess vegna var það mikíl frægðarför að fara til íslands og sölsa þar undir sig lönd, fólk og kvikvénað.“ Þessarra íbúa er ekki minnst á berum orðum en ef lesið er í söguna má sjá að hér hefur verið stundaður búskapur er „landnámsmenn“ námu land.
Forn örnefni geyma margskonar fróðleik og ekki sízt þau örnefni, er landnámsmenn hafa gefið, en þau er að finna i Landnámu. Þessi örnefni sýna og sanna áþreifanlega, að norrænu landnámsmennirnir hafa ekki komið hér að auðu landi og óbyggðu. Þau sýna, að þá hefir búið hér kristin þjóð. Hin mörgu örnefni, sem kennd eru við krossa og kirkjur, bæði þar og f sögunum, eru þar óljúgfróð vitni. Sagnaritarar vorir haf a ekki áttað sig á því, að geta um þessi nöfn, voru þeir að afsanna fullyrðingar sínar um autt og óbyggt land, því að landnámsmenn þeir, er komu frá Noregi, voru allir heiðnir. En örnefnin, sem þeir gáfu, sýna að hér hafa verið krossar og kirkjur.

Í Svínadal komst Ingimundur gamli yfir hundrað svína, skv Vatnsdælu.

Frá Blönduósi liggur leiðin upp að Reykjum á Reykjabraut, og svo sunnan við Svínavatn að Auðkúlu. Sauðadalur klýfur fjallsbálkinn þar fyrir sunnan eftir miðju, og eru melar og ísaldarrusl fyrir utan hann. Austan úr Reykjanybbu hefir einhvern tíma sigið niður skriða. Svínadalur er björguleg sveit, því nær eintómt graslendi, Svíndælingar eru góðir búmenn og efnamenn; jarðabætur hafa verið gjörðar þar miklar. Svínadalur fláir töluvert út að austanverðu, því þar takmarkast hann af lágum hálsi, en að vestanverðu er hátt og bratt fjall. Í dalnum eru margir smáhólar af ísaldargrjóti, en mýrar og graslendi ofan á; Svínadalsá, sem eftir dalnum rennur, er fremur vatnslitil.
Ferðalýsing 1896

1703 bjuggu 212 íbúar í Svínadalshrepp

Holt í Svínadal

  • HAH00518
  • Corporate body
  • [1200]

Ættarjörð síðan 1886 er Guðmundur Þorsteinsson frá Grund eignaðist hana. Þetta er væn jörð með gnægð ræktunarlands. Lega þess er ákjósanleg með hæfilegum halla mót vestri í um 200 mys. Beitilandið er ekki mjög víðáttumikið, en notagott. Jörðin liggur í austanverðum Svínadal næst Auðkúlu. Íbúðarhús byggt 1956, 646 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu, geldneytisfjós yfir 25 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1200 m3. Tún 43 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Ljótshólar Svínavatnshreppi

  • HAH00519
  • Corporate body
  • [1300]

Ættarjörð. Þetta er fremsta býlið í vestanverðum Svínadal.. Árin 1968-1975 var ekki föst búseta á jörðinni, eigandinn var þar bara á sumrin. Íbúðarhús byggt 1954, 316 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár og gömul torfhús yfir 100 fjár og 10 hross. Hlaða 395 m3. Geymsluhús bogaskemma 60 m2. Tún 15,8 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Mosfell Svínavatnshreppi

  • HAH00520
  • Corporate body
  • [1300]

Mosfell er nyrsta jörðin í Svínadal og liggur við norðvestur enda Svínavatns. Reykjanibban gnæfir þar á fjallöxlinni nokkru norðan og ofan við bæinn. Þar neðar er Grettisskyrta hinn þekkti líbarít fláki sem sést víða að. Byggingarnar eru þar við fjallsræturnar eins og á öðrum bæjum að vestanverðum dalnum. Frá fjallsrótunum niður að vatninu er gottræktunarland með hæfilegum halla, og þar hefur verið ræktað stórt tún. Þetta er ekki stór jörð en má teljast hæg til búskapar. Íbúðarhús byggt 1939, 238 m3, viðbygging 1967 250 m3. . Fjós fyrir 12 gripi. Fjárhús yfir 260 fjár. Hesthús yfir 11 hross. Hlöður 790 og 974 m3. Geymsluhús 160 m3. Tún 35 ha. Veiðiréttur í Svínavatn.

Svínavatnskirkja

  • HAH00521
  • Corporate body
  • 1882 -

Á Svínavatni var bændahlutinn stærri en kirkjunnar á jörðinni og hefur því ávallt verið bændagarður en ekki prestssetur á staðnum. Kirkjan, sem var helguð Pétri postula í kaþólskum sið, hefur verið útkirkja frá Auðkúlu svo langt sem heimildir ná.

Fram um miðja þessa öld var búið í stórum torfbæ á Svínavatni og sneru 5 stafnar vestur að vatninu. Norður af bænum var kirkjan á fyrri tíð, og í garði, en haustið 1882 var byggð ný kirkja er reist var suður og upp af bænum. Hún er timburkirkja, með turni og nokkru sönglofti, og tekur um 90 manns í sæti. Kirkjan var byggð af Friðrik Péturssyni (1820-1872) smið en sonur hans var séra Friðrik Friðriksson (1868-1961), hinn kunni æskulýðsleiðtogi í Reykjavík og átti hann heima á Svínavatni í bernsku.

Kirkjan á ýmsa góða gripi, svo sem altaristöflu frá 1904, eftir danskan málara, V.H. Vestergaard, sem var vinur séra Friðriks. Myndin sýnir Pétur postula er hann var að sökkva á vatninu við hlið Meistara síns. Er það myndefni einsdæmi hér á landi og altaristaflan þeim mun merkilegri. Þegar kirkjan var reist bjó Helgi Benediktsson (1822-1899) frá Eiðsstöðum á Svínavatni. Hefur dugnaður hans, áræði og efnahagur verið í betra lagi er hann kom upp kirkjunni í því harðæri sem þá var í landinu. Kirkjan var afhent söfnuðinum nokkru fyrir 1950.

Svínavatn bær og vatn

  • HAH00523
  • Corporate body
  • [900]

Svínavatn er önnur af þeim tveimur jörðum í Svínavatnshreppi sem getið er í Landnámu. Þar byggði Þorgils gjallandi, félagi Auðuns skökuls. Jörðin liggur við suðausturenda Svínavatns. Í vatninu er allgóð silungaveiði. Ræktunarland er mikið og gott, með ákjósanlegri legu mót suðvestri. Frá 1867 hefur jörðin verið í eign og ábúð sömu ættar, en á sjöunda áratug síðustu alda var henn skipt formlega milli systkinanna sem þar bjuggu. Félagsbú hafa þau þó rekið að mestu og hér er jörðin talin í einu lagi. Íbúðarhús byggt 1952, kjallari , hæð og portbyggt ris 744 m3. Fjós steypt 1960, fyrir 24 gripi. Fjárhús yfir 240 fjár. Gömul torfhús eru yfir 120 kindur og 15 hross. Hlöður 1040 m3. Tún 26 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Svínadalsá

  • HAH00523b
  • Corporate body
  • 874 -

Grund / Syðri-Grund í Svínavatnshreppi

  • HAH00525
  • Corporate body
  • [1300]

Grund er ættarjörð, Þorteinn Helgason og Sigurbjörg Helgadóttir kona hans fluttu þangað 1846 við skiptin 1950 þegar nýbýlið Syðri-Grund var stofnað, hélt gamla jörðin efti flatlendinu norðan þjóðvegarins, allt norður að Svínavatni. Mikill hluti þess er ákjósanlegt ræktunarland. Gamlatúnið og og byggingarnar eru uppvið fjallsræturnar. Svínadalsfjallið er þarna hátt og bratt, en gott til beitar neðan til. Miðhlíðis er stallur eða skálar. Þar eru tvær tjarnir [Grundartjarnir] og í þeim talsverð silungaveiði. Úr norðari tjörninni fellur lækur niður hlíðina og við hann reist heimilisrafstöð fyrir grundarbæina 1953. Hún framleiðir enn rafmagn til húshitunnar. Íbúðarhús byggt 1937 og 1959, 485 m3. Fjós fyrir 16 gripi með mjólkurhúsi og og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 16 hross. Hlöður 2020 m3. Tún 23 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá.

Syðri-Grund var skipt út úr Grund 1950. Nýbýlið hlaut land sunnan þjóðvegarins sem liggur þvert yfir dalinn. Þetta land er jafnlent mýrlendi, með góðum halla til uppþurrkunar. Auk þess er notagott beitiland í fjallinu. Íbúðarhús byggt 1950, 469 m3. Fjós fyrir 12 gripi með áburðargeymslu og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 200 fjár og önnur yfir 200 fjár. Gömul torfhús yfir 20 hross. Hlöður 800 m3. Tún 27 ha. Veiðiréttur í Svínavatni, Grundartjörnum og Svínadalsá..

Hamar á Bakásum

  • HAH00526
  • Corporate body
  • 1648 -

Hamar er meðalstór jörð, sem á land austan í Hálsinum gegnt Stóra-Búrfelli og niður að Blöndu. Þar er gnægt ræktarlands. Íbúðarhús jarðarinnar brann 1959 og síðan hefur ekki verið föst búseta á jörðinni [1975], en jörðin er þó nytjuð að fullu. Ábúendur hafa haft íbúð á Ásum. Jörðin var kristfjárjörð. Íbúðarhús byggt um1976. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 14 hross gömul torfhús. Hlaða 200 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 30,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Kristfjárjörð

Hrafnabjörg Svínavatnshreppi

  • HAH00527
  • Corporate body
  • [1300]

Hrafnabjörg er fremsta jörðin í Svínadal austanverðum og hefur jafnan verið talin ágæt beitarjörð. Jörðin fór í eyði 1936 en eftir 1960 var hafin endurbygging jarðarinnar og þá sem hálflend. Föst búseta hefur verið þar síðan 1969. Íbúðarhús byggt 1967, 372 m3. Fjárhús með grindum í gólfi yfir 200 fjár önnur yfir 450 fjár. Geymsluhús 39m3. Hlöður 1300 m3. Tún 24,5 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Höllustaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00528
  • Corporate body
  • 1655 -

Höllustaðir I mun vera byggð um 1600 af ¼ hluta Guðlaugsstaðalands. Seinna var svonefndur Hólareitur, sem er væn landspilda gegnt Blöndudalshólum, lagður undir jörðina. Í gömlum skjölum er talið að nafnið sé dregið af halllendi sem býlið stendur í. Má það teljast sennilegt, því landið er í halla en ekki bratt. Um lýsingu á landinu vísast til lýsingar á Höllustöðum II. Íbúðarhús byggt 1943, 446 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjólkurhúsi og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 180 fjár og torfhús yfir 100 fjár. Hlöður 600 m3. Votheysturn 65 m3. Bílskúr 45 m3. Tún 25,4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Höllustaðir II. Nýbýli stofnað 1958 á hálfu landi Höllustaða. Ræktunarland niðri í lágdalnum er nú uppunnið að mestu, en ofan við bæjarbrún í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli er gnægð ræktarlands og hefur talsverður hluti þess verið þurrkaður. Félagsbú hefur verið rekið á býlunum nokkur síðustu ár [1975]. Íbúðarhús byggt 1958, 490 m3. Fjárhús yfir 180 fjár og önnur jarnklædd yfir 100 fjár. Hesthús yfir 7 hross torfhús. Hlöður 539 m3 og önnur 212 m3. Véla og verkfærageymslur 134 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Litla Búrfell Svínavatnshreppi

  • HAH00529
  • Corporate body
  • [1300]

Litla-Búrfell er frekar lítil jörð, en notagóð bæði hvað varðar ræktar- og beitarland. Örstutt er þaðan að Stóra-Búrfelli. Ábúandaskipti voru alltíð fram að 1942. Íbúðarhús byggt 195, 321 m3. Fjós fyrir 10 gripi byggt 1956 úr asbesti á trégrind. Fjárhús yfir 130 fjár, gömul torfhús. Hesthús yfir 12 hross, torf og grjót. Votheysturn 40 m3. Tún 12,7 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Litlidalur Svínavatnshreppi

  • HAH00530
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin fór í eyði 1963. Hún var notagóð og vel setin jörð áður fyrr. Landið er að mestu graslendi, ræktarland mikið og gott. Jörðin var bændaeign 1907, en áður var hún kirkjujötð frá Auðkúlu. Ekkjur Auðkúluklerka höfðu forgangsrétt til ábúðar þar og notuðu sér það oft. Íbúðarhús byggt 1935, illafarið og óíbúðarhæft. Fjós fyrir 20 gripi en hefur verið breytt í fjárhús fyrir 120 fjár. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 714 m3. Tún 24 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.
Eigendur 1975;
Guðmundur Björnsson 29. apríl 1950. Var í Ytri Löngumýri, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. K : Mette Haarstad.
Sigvaldi Sigurjónsson 19. júní 1930. Var á Rútsstöðum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957.

Rútsstaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00531
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin liggur vestan í Svínadalshálsi næst sunnan Holts. Hún hefur jafnan verið talin góð útbeitar jör, en túnið og megin hluti landsins liggur ofan við 200 mys. Landið er tiltölulega halla lííð og fénaðarferð því auðveld. Íbúðarhús byggt 1952, 423 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús byggt 1951 yfir 400 fjár og annað yfir 50 fjár. Hesthús yfir 25 hross. Hlaða 690 m3. Véla og verkfærageymsla 180 m3 og önnur 290 m3. Tún 33,6 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Sléttárdalur Svínavatnshreppi

  • HAH00532
  • Corporate body
  • 1911-1944

Sléttárdalur er eyðibýli framantil í Sléttárdalnum. Það hét áður Stóradalssel og var hluti af Stóradalslandi. Það er mjög gott beitiland, en vetrarríki talsvert.
Árið 1911 var stofnað þarna lögbýli. Landamerki voru þó ekki þinglýst, en munu hafa verið ákveðin með munnlegu samkomulagi. Jörðin hefur verið í eyði frá 1944.

Snæringsstaðir í Svínavatnshreppi

  • HAH00533
  • Corporate body
  • [1300]

Snæringsstaðir er sú jörð sem er næsst norðan Ljótshóla. hús og tún nær fjallinu sem þar er orðið bratt. Bærinn er í 238 m hæð ysm en gnægð ræktarlands, er þó neðan túns og vegar í 180-200 m hæð ysm. Þar er nytjagott beitiland. Í suðvesturátt er mjög stormsamt þarna eins og á öllum hinum bæjunum í vestan verðum Svínadal. Hinsvegar er norðaustan áttin hæglátari þar en víðast annarsstaðar í héraðinu. Íbúðarhús byggt 1936 og 1951, 343 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár og gömull torfhús yfir 60-70 fjár eða 15 hross.. Hlöður 911 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Svínadalsá.

Stekkjardalur Svínavatnshreppi

  • HAH00534
  • Corporate body
  • 1961 -

Nýbýli byggt á hálfu Stóradalslandi 1961. Býlið er á láglendinu við suðausturenda Svínavatns. Ræktunarland er þar mikið og gott. Beitilandið er tungan milli Stóradals og Litladals. Þótt ættarjörðin Stóridalur hafi verið skert með stofnun þessa nýbýlis er það athyglisvert að hjónin sem byggðu það eru bæði afkomendur Guðmundar ríka er fyrstur bjó þar þeirra ættmenna. Það má því færa rök fyrir því að jörðin sé ættarjörð. Skilarétt upprekstrarfélagsins er í landi jarðarinnar. Íbúðarhús byggt 1961, 428 m3. Fjós fyrir 40 gripi ásamt mjólkurhúsi, áburðar og kjarnfóðurgeymslu. Fjárhús yfir 250 fjár. Véla og verkfærageymsla 291 m3. Geymsla 53 m3. Hlaða 800 m3. Votheyshlaða 170 m3. Tún 40 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Stóra-Búrfell Svínavatnshreppi

  • HAH00535
  • Corporate body
  • [1000]

Stóra-Búrfell er allstór jörð og liggur næst Litla-Búrfelli. Ræktunarskilyrði eru góð og beitarland víðlent. Það nær allt vestur að Svínavatni og þar er silungaveiði góð, einkum murtuveiði á haustin. Jörðin hefur verið í eign og ábúð sömu ættarinnar frá 1872 er Þorleifur Erlendsson hóf þar búskap. Hann bjó þar með konu sinni Ingibjörgu Daníelsdóttur til dauðadags 1922. Árið 1957 brann íbúðarhúsið og hefur það ekki verið endurbyggt, en búendur nota íbúð á Litla-Búrfelli sem tilheyrir sömu fjölskyldu. Fjárhús yfir 210 fjár og hesthús yfir 30 hross, allt gömul torfhús. Tún 17,9 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Nýbýli stofnað 1954 við skiptingu jarðarinnar til helminga, Sama landlýsing. Beitiland jarðarinnar er óskipt og takmörk ræktunarlandsins ekki samfelld. Ræktun hófst strax eftir stofnun nýbýlisins og bygging útihúsa. Íbúðarhús byggt 1958, 450 m3. Fjós fyrir 22 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Gömul torfhús yfir 30 hross. Hlöður 1150 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Fossá.

Gafl á Svínadal

  • HAH00536
  • Corporate body
  • [1300]

Eyðibýli síðan 1927. Jörðin liggur framan afréttargirðingar fremst í Svínadal að vestan. Þarna mun hafa verið harðbýlt, einkum mikið vetrarríki. Öll hús eru fallin.

Brúarvellir á Svínadal

  • HAH00538
  • Corporate body
  • 1955 -

Brúarvellir er nýbýli samþykkt 1955. Það er 43 ha lands úr Grundarlandi næst Svínadalsárbrúar. Einnig beitarréttur í Svínadalsfjalli. 1/13 á móti Grundarbæjum. Ábúendur eru engir en tún og hús notuð af Holti og Geithömrum. Hlaða 1350 m3, hluti hlöðunnar notaður sem fjárhús. Tún 18 ha.

Eigandi; Jakob Björgvin Þorsteinsson 14. okt. 1920 - 23. jan. 2009. Leigubifreiðastjóri á BSR. Var á Geithömrum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930.

Syðri-Langamýri

  • HAH00539
  • Corporate body
  • [1000]

Ræktarland mikið og gott. Beitiland er ekki víðáttu mikið en notagott. Jörðin má teljast mjög auðunnið og gott býli. Blöndubrú fremri er niður unadan bænum og vegamót skammt frá. Íbúðarhús byggt 1957, 443 m3. Fjárhús yfir 340 fjár. Fjós yfir 24 kýr og 12 geldneyti með mjólkurhúsi, kjarnfóðurgeymslu og áburðarkjallara. Hesthús yfir 18 hross, torfhús. Hlaða 600 m3. Tún 27,7 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Tindar í Svínavatnshreppi

  • HAH00540
  • Corporate body
  • [1200]

Tindar er gamalt býli og bændaeign. Bærinn stendur við brekkulögg á skjólsælum stað mót vestri. Fyrir austan rís Hálsinn og ber þar hæst Tindatindur. Landið er víðlent graslendi og nær vestur að Fremri-Laxá og Svínavatni, en þar eru fornar skógarleifar „Tindaskógur“. Ræktunarland er mikið að mestu mýrlendi. Í fornri lýsingu er sagt; „Þar er útbeit góð og veðursæld“. Íbúðarhús byggt 1950, 580 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 500 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 1250 m3. Votheysgeymslur 90 m3. Tún 45,7 ha. Veiðiréttur í Fremri-Laxá og Svínavatni.

Tungunes í Svínavatnshreppi

  • HAH00541
  • Corporate body
  • [900]

Tungunes er eyðijörð síðan 1959. Það er stór jörð og var talið mikið sómabýli. Lega jarðarinnar er að vísu ekki ákjósanleg. Tún og byggingar lágu hátt í hlíðinni í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli og sneru mót norðaustri. Þessvegna var þar næðingssamt, en jarðsælt. Ræktunarland er víðáttumikið. Vegasamband er ekki gott. 2,6 km leið frá Svínvetningabraut, að mestu ruddur vegur. Jörðin er ættar jörð. Hinn kunni félagsmálamaður Erlendur Pálamason frá Sólheimum eignaðist hana 1847, en hafði áður búið þar í nokkur ár. Eftir hann hafa niðjar hans búið þar til 1959 og átt hana til þessa daga [1975]. Hús eru að mestu fallin. Tún 6 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Blending.

Ytri-Langamýri í Svínavatnshreppi

  • HAH00542
  • Corporate body
  • [1200]

Ytri-Langamýri er nyrsta jörðin í Blöndudal að vestan. Heimalandið er ekki stórt, en næstum allt graslendi og að miklum hluta ræktanlegt. Mikið kjarngott beitarland sem liggur á vestanverðum Sléttárdal hefur verið lagt undir jörðina. Íbúðarhús byggt 1939, 647 m3. Fjárhús yfir 720 fjár og annað yfir 180 fjár. Hlöður 600 m3. Vélageymsla úr asbesti 95 m3. Tún 53,8 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Syðri-Hóll í Vindhælishreppi

  • HAH00544
  • Corporate body
  • (1950)

Hið forna bæjarstæði var á all háum hól undir hlíðarrótum. Þaðan var hið fegursta útsýni yfir Húnaflóa. Gamli bærinn var með burstastíl með grasi grónum þekjum og féll vel inní hlýlegt umhverfi. Nú stendur bærinn miklu neðar. Landinu hallar á móti vestri og er það skjólsamt og grær snemma á vorin. Íbúðarhús byggt 1960 431 m3. Fjós yfir 16 kýr. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 815 m3. Vélageymsla 108 m3. Tún 29,3 ha. Veiðiréttur í Ytri-Laxá.

Syðri-Ey á Skagaströnd

  • HAH00545
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur sunnan við Syðri-Eyjarlæk, niður undan Syðri-Eyjarkjöl. Ræktunarskilyrði eru ágæt, útbeit góð. Bæirnir Syðri-Ey og Eyjarkot eru í samstæðu túni. Á Syðri-Ey var fyrrum fjölbýli. Sjósókn var stunduð úr Eyjarnesi, þar voru sjóbúðir. Íbúðarhús byggt 1952, 427 m3. Fjós yfir 9 kýr. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 847 m3. Vélageymsla 172 m3. Tún 31,4 ha. æðarvarp og hrognkelsaveiðar.

Fríkirkjan Reykjavík

  • HAH00547
  • Corporate body
  • 1903 -

Hluti safnaðar Dómkirkjunnar í Reykjavík sagði sig úr honum í kjölfar lagasetningar, sem heimilaði það, árið 1899 og stofnaði fríkirkjusöfnuð í Reykjavík. Tveimur árum síðar keypti söfnuðurinn lóð austan Tjarnarinnar og reisti kirkju, sem var vígð 1903. Það gerði séra Ólafur Ólafsson frá Arnarbæli, sem var ráðinn prestur safnaðarins. Ári eftir að kirkjan var vígð var hún orðin of lítil og Rögnvaldur Ólafsson gerði uppdrætti að stækkun hennar. Kirkjan var lengd og vígð að nýju árið 1905. Kirkjan var stækkuð á ný á 25 ára afmæli safnaðarins en þá var steyptum kór bætt aftan við hana og miðhvelfingin eftir endilöngu kirkjuskipinu var hækkuð. Einar Erlendsson, húsameistari, teiknaði þessar breytingar.

Kirkjan var vígð í þriðja skiptið 1924. Núverandi mynd fékk kirkjan 1940, þegar viðbyggingarnar báðum megin forkirkjunnar voru byggðar. Orgel kirkjunnar er frá 1926 og var þá talið eitt þriggja fullkomnustu hljóðfæra á Norðurlöndum. Um skeið var talsvert um samkomur, söngskemmtanir og fyrirlestrahald í kirkjunni.

Í tilefni aldarafmælis safnaðarins fór fram gagnger viðgerð og viðhald á kirkjunni 1998-99.

Akur í Torfalækjarhrepp

  • HAH00548
  • Corporate body
  • (1350)

Bærinn stendur spölkorn frá þjóðveginum að heita má á bakka Húnavatns. Skammt innan við merki Skinnastaða og Akurs er Brandanes sem gengur út í Húnavatn. Þar uppaf eru Akurshólar, lítt grónir, en þó beit þar kjarngóð. Milli hólanna og vatnsins var Akursflugvöllur. Túnið næst bænum er að mestu ræktað á mel, en suður með vatninu tekur við mikill flói, sem nú er tekið að rækta. Akur á land upp að þjóðveginum á móts við Kringlu.
Íbúðarhús byggt 1950 hæð og kjallari 580 m3. Fjós byggt 1947 yfir 14 kýr, síðar breytt í fjárhús. Fjárhús með grindum steypt 1964 yfir 270 fjár, önnur yfir 120 fjár byggð 1962 úr timbri og járni. Hlöður 975 m3, geymsla 70 m3. Tún 30,5 ha. Veiðiréttur í Húnavatni og Vatnsdalsá.

Árholt á Ásum

  • HAH00549
  • Corporate body
  • 1966 -

Nýbýli úr landi Holts, stofnað 1966. Túnin liggja saman, en Árholtstúnin eru neðar, nær þjóðveginum. Beitiland er óskipt. Byggingar standa á bakkanum skammt upp frá Laxá. Íbúðarhús byggt 1969, 345 m3. Fjós 1974 fyrir 26 kýr og 20 geldneyti með mjólkurhúsi, kjarnfóðursgeymslu og áburðarkjallara. Hlaða 846 m3. Tún 18,5 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Beinakelda Torfalækjarhreppi

  • HAH00550
  • Corporate body
  • (1300)

Landið er mestallt grösugir flóar, en holt of ásar á milli. Bærinn stendur vestan á hálsi eða brekku skammt frá Reykjabraut og er þaðan víðsýnt út og vestur. Efst í túninu er Beinakeldurétt, þar er réttað féð af Sauðdal. Á Beinakeldu var tvíbýli 1957 - 1972 og er jörðinni skipt. Eigandi Beinakeldu I bjó þar 1957-1972. Flutti þá en nytjar jörðina áfram. Íbúðarhús byggt 1913 kjallari hæð og ris 552 m3. Fjós byggt 1957 yfir 12 kýr. Beinakelda I; Fjárhús yfir 320 fjár og hlöður 1245 m3. Beinakelda II; Fjárhús yfir 180 fjár, hlaða 400 m3 og votheysturn 48 m3. Bílskúr og geymslur 102 m3. Tún 33,8 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Grænahlíð í Torfalækjarhreppi

  • HAH00551
  • Corporate body
  • 1948 -

Nýbýli stofnað 1948 úr hálfu Smyrlabergslandi. Bærinn stendur skammt vestan Svínvetningabrautar suðaustan í Smyrlabergsbungunni. Túninu hallar að þjóðveginum. Landið nær frá Laxárvatni austur að Blöndu. Við Blöndu eru grónar valllendiseyrar, svo tekur við votlendisræma, þá brekkurnar, hólarnir og loks mýrar meðfram þjóðveginum, nú framræstar og að hluta ræktað tún. Beitilandi óskipt við Smyrlaberg. Íbúðarhús byggt 1948, 342 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 200 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 528 m3. Geymsla 187 m2. Tún 25 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Holt á Ásum

  • HAH00552
  • Corporate body
  • (1250)

Bærinn stendur á bakkanum sunnan við Laxá á Ásum. Landareignin takmarkast að norðan af Laxá og nær suður að Húnsstaðalæk eða Jarðbrúarlæk. Holtsbungan er mest áberandi í landinu og er þaðan víðsýni mikið. Annars er landið mýrar, flóar og holt vaxin hrísi, allt mjög grasgefið. Holt er líklega landnámsjörð, þar bjó Máni sem frægur var fyrir veiðisæld. Mánakot er á merkjum Holts og Laxholts, þar etu einhverjar rústir. Mánafoss er svo við Laxárvatn. Íbúðarhús byggt 1936 og viðbygging 1964, 460 m3. Fjós 1965 fyrir 35 gripi með áburðarkjallara og mjólkurhúsi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 955 m3. Votheysturn 80 m3. Geymsla 160 m3. Tún 34,7 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Hurðarbak Torfalækjarhreppi

  • HAH00553
  • Corporate body
  • [1300]

Hurðarbak I og II. [Urðarbak]. Bærinn stendur austanvert við Miðás á svokölluðum Bæjarás. útsýn til vesturs takmarkast af Miðás og Holtsbungu. Jörðin er víðáttumikil, mest mýrlend. Austurmerkin eru frá Deildartjörn út að Laxá í Ásum, en hún ræður merkjum að norðan. Rétt ofan við merkin við Holt er Langhylur, sem var og er frægur veiðistaður. Jörðinni var skipt í tvennt 1966 og stofnað nýbýlið Hurðarbak II.
Hurðarbak I. Íbúðarhús byggt 1937 og viðbygging 1967, 195 m3. Fjós 1930 úr torfi og grjóti fyrir 9 gripi. Fjárhús úr torfi og grjóti yfir 210 fjár. Hlaða 120 m3 Votheysturn 40 m3. Geymsla 60 m3. Tún 14,1 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.
Hurðarbak II; Fjárhús yfir 175 fjár. Hlaða 545 m3. Geymsla 343 m3. Tún 21,6 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum.

Húnstaðir í Torfalækjarhreppi

  • HAH00554
  • Corporate body
  • (1300)

Bærinn stendur á brekkubrúninni, sem verður upp af tungunni, þar sem Húnsstaðalækur fellur í Laxá og alllangt suður í flóann og niður að Húnavatni. Landið er mestmegnis mýrar og móar og gott ræktunarland. Niður við vatnið er jarðvegur þurrari, þar er Húnsstaðasandur. Íbúðarhús byggt 1965, 358 m3. Fjós 1958 og 1964 fyrir 40 gripi með mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Fjárhús yfir 180 fjár. Tvær hlöður 1095 m3. Votheysturn 48 m3. Geymsla 120 m3. Bílskúr 96 m3. Tún 52 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum

Hæli / Hæll í Torfalækjarhreppi

  • HAH00555
  • Corporate body
  • [1300]

Hæli er því sem næst í miðri sveit og er ásamt Meðalheimi og Hurðarbaki á því svæði er nefnast Miðásar. Landið er fremu lítið, en nær allt grasi vaxið og ræktanlegt, mýrlendi og lágir ásar. Byggingarnar standa á lægri hæð vestan lækjar, sem á upptök sín skammt norðan við Reyki og rennur til norðurs og norðvesturs. Lækur þessi nefnist Hælislækur ofantil en Torfalækur hið neðra. Tún og beitiland jarðarinnar er beggja vegna lækjar, en þó meiri að vestan. Íbúðarhús byggt 1934, viðbygging 1954, 262 m3, nýtt hús byggt 1972 480 m3. Fjós 1961 fyrir 30 gripi ásamt mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1884 m3. Votheysturn 84 m3. Geymsla 42 m3. Tún 51,6 ha.

Kaldakinn Torfalækjarhreppi

  • HAH00556
  • Corporate body
  • (1250)

Kaldakinn 1. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum um 1 km frá þjóðveginum. Ræktun gengur til norðurs meðfram Blöndu og í Köldukinnarkatla, sem eru athyglisverð náttúruminja fyrirbæri, stórir grashvammar með melhryggjum umhverfis. Ævafornt eyðibýli, Skildibrandsstaðir var þarna fyrir ofan Katlana. Jarðsælt er og ræktunarmöguleikar góðir. Mikið berjaland er í Kötlunum og einnig vestan í hálsinum. Íbúðarhús byggt 1948, 426 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 635 m3. Geymsla 430 m3. Votheysturn 40 m3. Tún 40,2 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.


Kaldakinn 2. Land jarðarinnar liggur milli Blöndu og Laxárvatns. Bærinn stendur austan í hálsinum og hallar túninu niður að Blöndu. Ræktun er einnig beggja vegna þjóðvegar við Ásamótin og útundanir Vatnskot [fornt eyðibýli] vestan í hálsinum Syðst í landinu eru Köldukinnarhólar og ná þeir nokkuð suður í land Grænuhlíðar. Ræktunarmöguleikar eru miklir og jarðsælt. Íbúðarhús byggt 1959, 455 m3. Fjós fyrir 38 gripi. Hlöður 2236 m3. 2 votheysturnar 80 m3. Geymsla 360 m3. Tún 54,5 ha. Veiðiréttur í Blöndu og Laxárvatni.

Kringla Torfalækjarhreppi

  • HAH00557
  • Corporate body
  • (1300)

Bærinn stendur skammt ofan við þjóðveginn undir víðáttumikilli bungu. Túnið er að mestu ræktað á mel og lyngmóum, en hið efra er landið mýrlendara og grasi vafið. Land Kringlu og Skinnastaða mætist á melunum miðja vegu á milli bæjanna, en suðurmörk eru við Þúfnalæk, sem er vinsæll tjaldstaður. Íbúðarhús byggt 1954, 403 m3. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 460 fjár. Hlöður 925 m3. Tún 26,4 ha.

Meðalheimur Torfalækjarhreppi

  • HAH00559
  • Corporate body
  • [1300]

Meðalheimur er mikil jörð og liggur nær miðju sveitarinnar, má ætla að nafnið sé þar af dregið. Bærinn stendur vestan í Miðás og Meðalheimshólar eru þurrlendir, en annarsstaðar votlent. Meðalheimur á að landi Orrastaða og eru mörkin þar á milli Deildartjarnar og Torfavatns. Íbúðarhús byggt 1954, 399 m3. Fjós 1954 fyrir 26 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlaða 650 m3. Votheysturn 80 m3. Tún 45,1 ha.

Orrastaðir Torfalækjarhreppi

  • HAH00560
  • Corporate body
  • [1200]

Bærinn stendur nokkuð langt norðan við þjóðveginn skammt frá Orrastaðabergi. Landið er víðáttumikið, mest mýrlendi eða brokflár, en þó klettar og ásar innan um. Það nær frá Fremri-Laxá og Svínavatni norður i Torfavatn, þaðan í Deildartjörn og að landi Hamrakots. Hér hefur löngum verið talin vera mikil og góð fjárbeit og jarðsælt á vetrum. Íbúðarhús byggt 1948 braggi á steyptum grunni, 225 m3. Fjós úr torfi og grjóti fyrir 9 gripi. Fjárhús yfir 280 fjár. Hlaða bogaskemma 780 m3. Tún 38,2 ha. Veiðiréttur í Fremri-Laxá á og Svínavatni.

Reykir við Reykjabraut

  • HAH00561
  • Corporate body
  • [1300]

Bærinn stendur skammt austan Reykjabrautar við norðurenda Svínadalsfjalls og gnæfir Reykjanibban þar á fjallsöxlinni. Landiði nær norðan frá Torfavatni suður að Svínavatni, þar er kallað Reykjabót. Gamla túniðvar talið grasgefið og löngum var jarðsælt hér og gott til útbeitar. Jarðhiti er steinsnar frá bænum og var þar þar lengi sundlaug. Nú hefur Húnavallaskóli verið byggður þar og borað eftir heitu vatni skammt frá bænum. Eigendur Húnavallaskóla hefur keypt alla jörðina en jarðhitann eiga Blönduós 90% og Torfalækjarhreppur 10%. Íbúðarhús byggt 1936 viðbygging 1964, 441 m3. Fjárhús yfir 400 fjár með vélgengnum áburðakjallara. Hesthús yfir 12 hross. Tún 20,2 ha. Veiðiréttur í Svínavatni

Röðull á Ásum

  • HAH00562
  • Corporate body
  • 1952 -

Nýbýli stofnað 1952 af núverandi eiganda úr fjórða hluta Sauðaness. Bærinn stendur örskammt austan við þjóðveginn og ber nokkru hærra. Landið nær norður að hreppamörkum Blönduós. Er það beggja megin við þjóðveginn, en þó liggur stærri hluti þess vestan hans, er það að mestu mýrlendi, sem nær niður að Laxá í Ásum. stærð landsins er um 170 ha. og nær allt graslendi og ræktanlegt. Íbúðarhús byggt 1955, 356 m3. Fjós fyrir 21 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 1095 m3. Votheysturn 128 m3. Geymsla úr asbesti 134 m3. Vélageymsla 200 m3. Tún 24,6 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatn.

Sauðanes á Ásum

  • HAH00563
  • Corporate body
  • (1450)

Bærinn stendur rétt vestan við þjóðveginn. Áður fyrr var þetta landmikil jörð, en henni hefur verið skipt í 4 hluta og er stærð landsins nú röski 200 ha. Það nær frá Hnjúkum eftir Skýdal niður í norðurenda Laxárvatns. Vestan við vatnið er nesið [Sauðanesið] þar á jörðin einnig land. Í því suðvestanverðu við stífluna, þar sem Laxá á Ásum fellur úr Laxárvatni, er jarðhiti. Skammt norðan Laxárvatns var byggð rafstöð árið 1933 fyrir Blönduós. Íbúðarhús byggt 1947, 350 m3. Fjós fyrir 24 gripi og nýtt fyrir 60 gripi 1976. Fjárhús yfir 360 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 2250 m3. Votheysturn 104 m3. Tún 35,2 ha. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Skinnastaðir í Torfalækjarhreppi

  • HAH00564
  • Corporate body
  • (1000)

Skinnastaðir I, Landnám ríkisins keypti jörðina um 1950 en jörðin var þá húsalítil og ekki verið búið þar um hríð. Landið nær neðan frá Húnavatni og alllangt upp fyrir þjóðveginn. Þar hefur Búnaðarfélag Torfalækjarhrepps ræktað myndarlegt tún sem leigt er út til bænda í hreppnum. Íbúðarhús lélegt 90 m3. Tún 20,8 ha. Veiðiréttur í Húnavatni og Vatnsdalsá.
Þjóðjörð

Torfalækur í Torfalækjarhrepp

  • HAH00565
  • Corporate body
  • (1050)

Torfalækur I. Þar er þingstaður hreppsins og því gamalt býli. Bærinn stendur á brúninni norðan við Torfalækinn. Jörðin er landmikil, nær suður að Torfalæk og hið efra út að Jarðbrúarlæk, gegnt Holtslandi en hið neðra út á flóann móti Húnsstaðalandi. Hún takmarkast að vestan af Höfðanum ogan við Húnsstaðasand. Landið er er mest allt mýrlent með holtum á milli og gott ræktunarland. Mest áberandi er Breiðás, en þar lá áður vegurinn frá Blönduósi upp að Meðalheimi. Íbúðarhús byggt 1943 og viðbygging 1965, 570 m3. Fjós 1948 fyrir 32 gripi og bú (1975) breytt í fjárhús. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 950 m3. Votheysturn 40 m3. Geymslur 529 m3. Tún 44 ha.

Torfalækur II, nýbýli stofnað 1967 úr ¼ Torfalækjar lands, en landinu er skki skipt. Byggingar eru á brúninni norðan við Torfalækinn, nokkru nær þjóðveginum en eldra býlið. Túnin liggja norðan við lækinn beggja vegna þjóðvegar. Landið er með góðum ræktunarhalla og grasgefið. Áður var hálfkirkja frá Hjaltabakka á Torfalæk. Íbúðarhús byggt 1971, 404 m3. Lausagöngufjós 1969 fyrir 48 gripi með mjaltabás, mjólkurhúsi og áburðarkjallara. Hlaða 1125 m3. Geymsla 175 m3. Tún 35,5 ha.

Torfalækjarhreppur

  • HAH00566
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Torfalækjarhreppur. Kolkumýrar

Torfalækjarhrepur hinn forn lá vestan Blöndu frá Svínavatnshreppi allt til sjávar og vestur í Húnavatn. Árið 1914 var Blönduóshreppur stofnaður og urðu þá mörk hreppsins frá Draugagili og austur í Fálkanöf við Blöndu. Árið 1931 keypti Blönduóshreppur Hnjúka og teljast þeir síðan til Blönduóss.
Mörk Torfalækjarhrepps að vestan liggja um Húnavatn og áfram eins og segir í ´lýsingu Sveinsstaðahrepps. Sauðadalur tilheyrir hreppnum, síðan eru mörkin frá vesturenda Svínavatns, eftir vatninu að Fremri Laxá og fylgja henni að landamerkjum Kagaðarhóls og Tinda. Svo um Hafratjörn sunnanverða og Hóladala að Blöndu.

Tröllagil

  • HAH00567
  • Corporate body
  • (1950)

Tröllagil 20,2 km í Fljótsdrögum við Djöflasand á Grímstunguheiði

Tungumúli í Vatnsdal

  • HAH00568
  • Corporate body
  • (1950)

Tungumúli (338 m). Upphafsstaður: Vatnsdalsvegur sunnan Þórormstungu. Hækkun 270 m. Gengið frá Vatnsdalsvegi sunnan Þórormstungu um vegslóða á Tungumúla. Gott göngukort fæst víða.

Jökull Ingimundarson var sonur Ingimundar gamla er nam land í Vatnsdal. Jökli var úthlutað land í hlíðum Tungumúla í Vatnsdal og byggði þar bæ sinn, Jökulsstaði. Tóftir Jökulstaða eru í landi Þórormstungu.

Jökli Ingimundarsyni er lýst að hann hafi verið allmikilfenglegur með hvassar sjónir, eigi margra maki og mikill kappi og afreksmaður að vexti og afli. Hann var fálátur, ómjúkur og ódæll, harðúðigur og hraustur um allt, en gat trauðla hamið skap sitt. Ekki var hann skapdeildarmaður en tryggur vinur og gekk á undan í öllum deilum þeirra bræðra. Jökull hlaut sverðið Ættartanga við arfskipti eftir Ingimund gamla.

Í Vatnsdæla sögu er sagt frá því að þegar Eyvindur sörkvir frétti að Hrolleifur hinn mikli hefði banað Ingimundi hafi hann fyrirfarið sér með því að láta fallast á sax sitt. Synir Eyvindar voru þeir Hermundur og Hrómundur halti, sem örkumlaðist þegar Jökull Ingimundarson hjó á fót honum.

Tunguá í Vatnsdal

  • HAH00568b
  • Corporate body
  • 874 -

Sjá umfjöllun um Tungumúla

Undirfell í Vatnsdal

  • HAH00569
  • Corporate body
  • (1930)

Kirkjustaður. Jörðin hefur verið í eyði um árabil og öll hús jöfnuð við jörðu. Bærinn stóð á hólbungu ekki fjarri Vatnsdalá, en kirkjan og kirkjugarðurinn framan við bæinn nær ánni, þaru sem hún fellur fyrir Pontueyrina og Eyjuna. Kirkja hefur staðið hér frá því snemma á 13. öld og staðið á Undirfellseyrum síðan 1853. Árið 1944 var jörðinni skipt í tvö býli. Jörðin hefur sum verið nytjuð vegna slægna að einhverju leytii. Í landinu ganga nokkur hross sem eigandi á. Tún 22,7 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá..
Bærinn nefnist Undornfell í mt 1890 og 1901. Sjá Nautabú.

Það var ekki einungis margt fólk á Undirfelli. Þar var og mikið umleikis. A messudögum var öllum kirkjugestum boðið til kaffidrykkju og lét Ástu húsfreyju vel að veita gestum og þeim að þiggja úr höndum hennar. Hún var vel látin höfðingskona. Samkomur voru gjarnan haldnar í gömlu baðstofunni og rýmið aukið með því að taka burtu timburskilrúm milli miðbaðstofunnar og suðurhússins. Man ég vel eftir að leikritið Maður og kona var sýnt þarna og er það ábyggilega skemmtilegasta leiksýning sem ég hefi séð um dagana. Þau Agúst á Hofi og Herdís á Undirfelli skiluðu hlutverkum sínum á eftirminnilegan hátt.

Mikil bæjarhús voru á Undirfelli. Baðstofan, sem var í vesiari röðinni var í fernu lagi. Var gengið inn í alla hluta hennar af löngum gangi, nema í suðurhúsið, sem var með dyrum fram í aðal baðstofuhúsið. Jón bóndi hafði byggt timburbyggingu austan við baðstofuna og var hún aðskilin með áðurnefndum gangi. Sú bygging var hin reisulegasta með kvisti til austurs, rúmgóðu svefnlofti til norðurs og geymslulofti til suðurs þar sem Steinunn (fótalausa) svaf gjarnan er hún var heima.

Bæjardyr voru móti norðaustri í krika er myndaðist við það að nýrri byggingin náði ekki eins langt norður og baðstofan. Búr var nyrst í röðinni, svo eldhúsið og síðan tvær samliggjandi stofur og var sparistofan sunnar en hún var sjaldan notuð. Voru þar útidyr móti austri, sjaldan notaðar.
Undornfell en undorn var eyktarmark til forna og þýddi klukkan þrjú síðdegis, eða sama og nón.

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Undirfellskirkja 1893-

  • HAH00569a
  • Corporate body
  • 1893

Kirkjan á Undirfelli var helguð Nikulási biskupi í Myra í kaþólskum sið. Útkirkja þaðan var á Másstöðum uns hana braut í snjóflóði árið 1811, og í Grímstungu 1849-1881. Hálfkirkjur og bænhús voru víða í sókninni að fornu. Núverandi kirkja á Undirfelli er allveglegt steypuhús sem byggt var sumarið 1915 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar húsameistara, dálítið sérkennileg að því leyti að turninn er upp af nyðra framhorni hennar. Í henni er altaristafla eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Jesúm blessa börnin og fleiri góðir gripir.

Fyrra kirkjuhús, sem var stór timburkirkja frá 1893, brann á annan í jólum 1913. Síðasti presturinn á Undirfelli, séra Hjörleifur Einarsson (1831-1910) sagði af sér embætti árið 1906 eftir 30 ára þjónustu á staðnum. Séra Hjörleifur lagði mikla stund á kennslu og hafði flesta vetur námssveina og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli fyrir hans forgöngu, með 6 nemendum og einum kennara auk hans sjálfs sem kenndi stúlkunum bóklegar greinar. Var það fyrsti vísir að kvennaskóla Húnvetninga. Sonur Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859-1938) rithöfundur. Einar var afkastamikill rithöfundur og vinsælt skáld á löngum og merkum rithöfundarferli. Hann var ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, einnig í Winnipeg þar sem hann dvaldi í 10 ár fyrir aldamót, en á háskólaárum í Kaupmannahöfn var hann einn Verðandimanna. Lengstu skáldsögur hans eru Ofurefli (1908) og gull (1911) en kunnastur er hann nú fyrir smásögur sínar.

Einn fyrsti listmálari sem nokkuð kveður að á Íslandi, Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) var fæddur á Undirfelli og ólst þar upp fyrstu árin.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Hofskirkja Skagaströnd

  • HAH00570
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja á Skagaströnd er í Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Hof var prestsetur á Skagaströnd, u.þ.b. 9 km norðan Höfðakaupsstaðar (Skagastrandar). Þar eru tóttir, sem kunna að vera af hofi, kallaðar Goðatóttir. Í kaþólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Ólafi hinum helga, Noregskonungi.

Prestakallið var lagt niður 1907 og sóknir hennar lagðar til Höskuldsstaða. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1876. Veggir hennar eru múrhúðaðir að utan og þakið járnklætt. Hún er turnlaus en með krossi á stafni. Bogalagaðir gluggar tóku við af fernyrndum og ekkert söngloft er í kirkjunni. Prédikunarstóllinn er ævagamall, trénegldur, með myndum af guðspjallamönnunum. Altaristaflan er gömul og sýnir upprisuna og er talið að hún sé íslensk.
Hofskirkja er timburhús, 10,06 m að lengd og 6,41 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er trékross. Kirkjan er klædd listaþili, þak trapisustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir póstagluggar með tveimur fjögurra rúða römmum og einn heldur minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, okahurðir utan en spjaldahurðir að innan. Trétröppur með fimm þrepum eru framundan kirkjudyrum.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Undirfellsrétt

  • HAH00571
  • Corporate body
  • 1853-

Elsta Undirfelhréttin var byggð 1853
Haustið 1948, fóru fjárskipti fram í Húnavatnssýslu í kjölfar mæðiveiki faraldurs, fé var keypt af Ströndum. Féð var flutt með skipa frá Hólmavík til Skagastrandar og þaðan með bílum til nýrra heimahaga.

Núveranfi rétt var byggð 1973, hönnuð af Ólafi í Kárdalstungu og Gísla Pálssyni, Unnar Jónsson hjá Teiknistofa Landbúnaðarins teiknaði síðan upp eftir þeirra hugmynd.

Sú hugmynd sem glímt var við var að reyna að létta dráttinn, því að mjög margt fé var í sveitinni þá og í réttina kom margt fé úr nágrannahreppunum. Gamla réttin var ákaflega erfið í umgengni. Dyrnar á dilkunum voru ekki manngengar og sérlega vont að vinna í henni. Fyrir kom að réttin tók þrjá daga. Þess vegna kom sú hugmynd að hafa þennan kjarna, það er hring í miðri réttinni. Kjarninn er til mikils hagræðis við dráttinn, því að fé leitar í hring eftir dyrum sínum, svo að maður þarf miklu minna að ferðast um réttina til að finna kindur. Hvergi hef ég komið í rétt sem betra hefur verið að vinna í.

Einnig var þess gætt að smíða almenninginn þannig að gott væri að opna dilksdyrnar, sem voru úr pípum og krossviði, og sérstaklega að hægt væri með annarri hendinni að opna og loka með góðu móti. Notaðar voru einfaldar smellur, sem sums staðar eru í garðhliðum, ákaflega grannar, fyrirferðarlitlar og ódýrar. Þetta hefur tekist það vel að engin hefur bilað enn á 14 árum. Dilksdyrnar voru látnar opnast inn í almenninginn. Það var reginmunur frá því sem áður var og minni hætta á að missa fé úr réttinni inn í dilkana.

Úlfljótsvatn-bær og kirkja

  • HAH00572
  • Corporate body
  • 1914 -

Úlfljótsvatnskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á fornu kirkjustæði á höfða rétt við vatnið í útgröfnum kirkjugarði árið 1914. Þetta er vegleg timburkirkja með stórum turni, sem bætt var við hana 1961.

Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og henni var þjónað frá Þingvöllum þá og síðar. Hún er nú annexía frá Mosfelli í Grímsnesi.

Gissur Bjarnason (1660-1727) þjónaði staðnum um tíma frá Þingvöllum eftir að hafa verið vikið úr embætti í Meðallandsþingum 1701. Síðar varð hann prestur í Breiðuvíkurþingum og átti þar í ýmsum vanda. Hann drukknaði í síki í Kaupmannahöfn.

Á árunum 1929-1933 keypti Rafmagnsveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) jörðina Úlfljótsvatn og vatnsréttindi að vestanverðu í Efra Sogi, Ljósafossi og Írafossi. Jörðin er talin vera um 1397 ha. Af þeim fimm jörðum sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur í Grafningi liggur Úlfljótsvatn lægst.

Borgarvirki

  • HAH00574
  • Corporate body
  • (1880)

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, og er 177 metra yfir sjávarmáli. Borgarvirki er gosstapi með 10–15 metra háu stuðlabergslagi efst. Það myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar en þá rann grágrýtislag út Víðidal.

Efst í virkinu er skeifulaga dæld, um 5–6 metra djúp og er eitt skarð út úr því að austanverðu. Þar er grjótveggur mikill en víðar á virkinu eru hlaðnir grjótveggir sem margir voru fallnir. Á árunum 1940–1950 voru þessar hleðslur lagaðar.

Inni í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim samanhruninn brunnur sem í eina tíð hefur verið nothæfur.

Ekki er vitað hver byggði í Borgarvirki en hugsanlega hefur það verið Barði Guðmundsson frá Ásbjarnarnesi sem átti í deilum við Borgfirðinga og frá er sagt í Heiðarvíga sögu. Önnur tilgáta er sú að virkið hafi verið héraðsvígi á landnámsöld og að það hafi verið notað sem slíkt eitthvað fram eftir.

Borgarvirki er klettaborg er stendur á ásnum milli Vesturhóps og Víðidals og er um 177 metra yfir sjávarmáli. Talið er að Borgarvirki sé gosstapi sem myndaðist við eldgos á hlýskeiði ísaldar. Efst í virkinu er 5-6 metra djúp skeifulaga dæld með skarð er snýr til austurs. Þar er hlaðinni grjótveggur frá fornu en hann var endurhlaðinn á árunum 1940-50 og víðar á Borgavirki má sjá hleðslur. Borgarvirki er friðað vegna minja, en inn í virkinu eru rústir af tveimur skálum og skammt frá þeim hruninn brunnur.

Samkvæmt sögnum var Borgarvirki nýtt sem virki á þjóðveldisöld. Og segir sagan að þar hafi Víga-Barði Guðmundsson í Ásbjarnarnesi verið á ferð. Hann deildi við Borgfirðinga eins og segir frá í Heiðarvíga sögu. Sagt er að óvinir hans hafi komið að sunnan með óvígan her. En Barði barst af því njósnir og kom sér og sínum mönnum fyrir í Borgarvirki, þar sem ómögulegt reyndist að sækja að honum. Tóku Borgfirðingar á það ráð að ætla að svelta Barða og hans menn inni. Þegar matinn þraut tóku virkisbúar sig til og hentu síðasta mörsiðrinu (sláturkeppnum) út úr virkinu. Voru þá Borgfirðingar vissir um að Barði hefði nægar vistir og héldu heim á leið. Frábært útsýni er úr Borgarvirki og þar hefur verið sett upp útsýnisskífa. Í tengslum við unglistahátíðina Eldur í Húnaþingi er haldnir einstakir tónleikar í Borgarvirki í júlí hvert ár.

Breiðabólsstaðarkirkja

  • HAH00575
  • Corporate body
  • 1893 -

Breiðabólsstaðarkirkja er kirkja að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Núverandi kirkja þar var reist árið 1893 úr timbri. Í henni er altaristafla eftir Anker Lund frá árinu 1920 en hún sýnir Jesú blessa börnin.

Um 1100 bjó á Breiðabólsstað Hafliði Másson sem sá um að íslensk landslög yrðu færð í letur árið 1117. Um hann var reistur minnisvarði árið 1974 af Lögmannafélagi Íslands. Þá var þar starfrækt prentsmiðja frá 1535 til 1572. Það var Jón Arason Hólabiskup sem lét flytja prentsmiðjuna inn. Með henni kom séra Jón Matthíasson (d. 1567) og fékk hann Breiðabólsstað árið 1535. Vitað er um 3 bækur sem prentaðar voru á staðnum en ein þeirra er með öllu glötuð.

Breiðabólsstaður er mikill sögustaður og nægir í því sambandi að geta fyrstu lagaritunar í tíð Hafliða Mássonar veturinn 1117­18 og þátt hans að því er Hólar í Hjaltadal urðu staðurinn undir biskupsstóli á Norðurlandi. Merkilegasti kafli í sögu Breiðabólsstaðar er þó án efa saga prentverksins í tíð Jóns sænska Matthíassonar en þar var prentuð elsta bók sem enn er til, á íslensku, Passio, eftir A. Corvinus árið 1559.

Breiðabólstaður er kirkjustaður og prestsetur í Vesturhópi. Katólskarkirkjur voru helgaðar Ólafi helga, Noregskonungi. Kirkjurnar aðVesturhópshólum, Tjörn og Víðidalstungu voru útkirkjur. Kirkjan, sem nústendur, var vígð árið 1893.

Hafliði Másson deildi við Þorgisl Oddason á Staðarhóli í Saurbæ. Þessar deilurleiddu til þess, að Þorgils hjó þrjá fingur af Hafliða, þar sem þeir voru staddir á Alþingi, og Hafliði krafðist mjög hárra bóta. Þá hafði Skafti Þórarinsson, prestur að Mosfelli, á orði að: Dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur.

Landamerkjaskrá fyrir jörðinni Breiðabólstað, í Þverárhreppi, sem er eign Breiðabólstaðarkirkju, ásamt hjáleigum hennar:
Fossi og Bjarghúsum.

Að sunnan ræður merkjum Grundará upp eptir Heydal, vestur á fjall, eins og vötn að draga og ofan í Reiðarlæk, þaðan (frá ármótunum) ræður Reiðarlækur suður eptir að syðra Mómelahorni, þaðan bein lína austur í Óspakshelli vesta í Bjarghúsabjörgum, að austan ræður merkjum norður eptir brún þessara bjarga og, er þeim sleppir, þá bein lína úr hæstum björgum norðaustur á mel þann á Síðutagli er Nýpukotsvegurinn liggur um, og þaðan hæst taglið út í Faxalækjarós. Að norðan ræður merkjum Vesturhópsvatn, og upp frá því neðri Kýrlág, en er henni sleppir, þá bein lína frá vörðu, er stendur efst í láginni upp í vörðu, er stendur sunnaní Lágabergi, úr þessari vörðu aftur bein lína í efri Kýrlág og upp úr henni bein lína í Sótafellskúlu norðanverða, frá kúlunni ræður há fellið vestur í Þröskuld milli Heydals og Ormsdals, og úr vestanverðum Þröskuldinum bein lína í vörðu vestanvert á Þrælfellshala. Að vestan ræður Þrælfellshali og hæst fjall.

Breiðabólstað, 30. maí 1892.
G.J. Halldórsson prestur Breiðabólstað.
P.J. Halldórsson eigandi að Klömbrum og ábúandi.
Bjarni Bjarnason eigandi og ábúandi.

Lesið upp á manntalsþingi að Stóruborg, hinn 31. maí 1892, og innfært í
landamerkjabók Húnavatnssýslu, No. 289, fol. 154.

Efra-Núpskirkja Fremri Torfastaðahreppi í Húnavatnssýslu

  • HAH00576
  • Corporate body
  • (1900)

Efranúpskirkja er í Melstaðarprestakalli íHúnavatnsprófastsdæmi. Kirkjusetur á hinum fornagóðbændagarði á Efri-Núpi er ævagamalt. Hér er efstabyggðarból í sveit (200m.y.s.), Fremri-Torfustaðahreppi, og sókn. Vorulöngum talin 14-15 býli í sókninni. Frá Efri-Núpier talinn 10 stunda gangur suður um Arnarvatnsheiði tilbyggða Borgarfjarðar. Var umferð mikil fyrrum og gjarnan gististaður á Efra-Núpi. Varð hér hinzti náttstaður Rósu Guðmundsdóttur skálds, sem er kennd við Vatnsenda í Vesturhópi, 28. sept. 1855. Árið 1965 komu húnvetnskar konur veglegum steini fyrir áleiði hennar.
Jón Arason Hólabiskup sló eign sinni áEfra-Núp 1535 og úr fyrra sið er enn þá varðveittkirkjuklukka, 23 sm í þvermál og ber gotneskt letur, þar semgreinir á hollenzku, að steypt sé 1510. Hin klukkan er frá1734, nær 6 sm stærri og á hana letrað nafn GuðmundarJonassens. Í stað timburkirkju frá 1883 var reist steinsteypt kirkjuhús 1960. SigurðurJónsson, vinnumaður á Efra-Núpi, gaf allt sementið og mjögunnu sjálfboðaliðar að og margar gjafir gefnar íkirkjumunum, enda er kiekja, sem séra Sigurður Stefánssonvíglsubiskup á Möðruvöllum vígði hinn 20. ágúst 1961, prýðilega búin.
Húsið er 9,5 x 5,7 m að innanmáli í einu skipi undir járnþakimeð timburturni yfir kirkjudyrum. Á hvorum kirkjuvegg eru 3sexrúðugluggar undir rómönskum boga, en lítill einrúðugluggisinn hvorum megin við altari. Kirkjan er björt, hvítmálaðirmúrveggir og lýsing frá vænum kristalshjálmi og 8 ljósaliljum.Súðin er viðarklædd að mæni og panellinn lakkborinn sem breiðirkirkjubekkrinir, er rúma 60 í sæti. Altair er stórt, 1,8 x 0,7 smog grátur að framan en opið til hliða á kórgólfi, farfaðbrúnum lit eins og fimmstrendur predikunarstóllinn.

Hátt á kórgafli er trékross, en altaristaflan málverk Eggerts Guðmundssonar, er sýnir Jesú blessa börnin. Stjakar eru 4 og kaleikur og patína af silfri og með gyllingu innan, allt góðirgripir, sem og skrúði kirkjunnar. Hljóðfærið er gamaltSpartha-harmoníum frá Gera í Thüringen í Þýzkalandi og stendurí norðvesturhorni, þar sem rými er fyrir söngflokk. Kirkjunni erþjónað frá Melstað.

Efra-Núpskirkja að innan.
Efri-Núpur eða Efrinúpur er bær og kirkjustaður í Núpsdal, sem er einn Miðfjarðardala inn af Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu.
Efri-Núpur var áður í þjóðbraut því þaðan var gjarna farið upp á Arnarvatnsheiði og suður til Borgarfjarðardala og var þaðan talinn 10 klukkutíma gangur að efstu bæjum í Borgarfirði. Var algengt að ferðamenn tækju sér gistingu á Efra-Núpi, annaðhvort þegar þeir komu ofan af heiðinni eða áður en þeir lögðu á hana.
Kirkja hefur verið á Efra-Núpi frá fornri tíð og var þar sérstakt prestakall fram yfir siðaskipti en eftir það útkirkja frá Staðarbakka. Nú er kirkjunni þjónað frá Melstað. Núverandi kirkja var vígð 1961 og kom hún í stað gamallar timburkirkju sem þá var rifin. Enn er þar kirkjuklukka frá 1510

Heggstaðanes

  • HAH00577
  • Corporate body
  • (874)

Landamerki jarðarinnar Heggsstaða í Melstaðarsókn og Ytri Torfalækjahreppi.

Milli Útibleiksstaða og tjeðra jarða liggja merkin úr fremstu flöguodda á svokölluðum Landamerkjaranga beina sjónhendingu, norðanve3rt í bölum, í flatan stein á Lyngás, norðanverðan Árnaþúfu, á hvern að eru klappaðir stafirnir L.M, og svo áfram allt upp á tanga, sem gengur norður í Þorgeirsvatn. Beri hval eða anna reka að landi, á flögu þá er merkin liggja um, skal hann tilheyra báðum jörðunum, sinn helminginn hvorri. Milli Bálkastaða og tjeðrar jarðar liggja merkin úr áðurnefndum Þorgeirsvatnstanga beina sjónhending í norður um þúfu, sem stendur suðvestan á Heggsstaðaheiði, og þá beint áfram um slakka, er liggur frá norðri til suðurs vestanvert við háheiðina, og er þar settur marksteinn með stöfunum L.M., og svo í stein, merktan L.M., sem stendur austanvert í miðri vík, sem er sú næsta fyrir austan Hvítabjarnargjá. Flaga gengur í sjó fram undan steininum, beri hval eða annan reka á þá flögu, skal hann til helminga skiptast milli jarðanna. Tólf vætta ítak í tvítugum hval og stærri telur fjárráðari Gilsbakkakirkju í Hvítársíðu hana eiga í hvalreka á Heggsstöðum.

Heggsstöðum, 20. maí 1889.
P.Leví, eigandi jarðarinnar Heggstaða
Jón Skúlason, eigandi Útibleiksstaða.
Jóhann Zakariasson eigandi ½ Bálkastaða
Þorvaldur Bjarnason, prestur að Mel, umráðandi ½ Bálkastaða.

Hvammstangakirkja

  • HAH00578
  • Corporate body
  • 21.7.1957 -

Hvammstangakirkja er sóknarkirkja Hvammstangasóknar og er í Breiðabólstaðarprestakalli. Kirkjan var vígð 21. júlí 1957, er úr steinsteypu og rúmar 160 manns í sæti. Kirkjan var hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Kirkjusmiður var Snorri Jóhannesson smiður á Hvammstanga. Kirkjan stendur ofarlega í þorpinu við Kirkjuveg, sunnan kirkjunar liðast Syðri-Hvammsá í gegnum þorpið.

Byggt var safnaðheimili við kirkjuna og var það vígt árið 2007 á 50 ára afmæli kirkjunar, en safnaðarheimilið er hannað af Haraldi V Haraldssyni arkitekti.

Kirkjuhvammur í Miðfirði

  • HAH00579
  • Corporate body
  • 1318 -

Kirkjhvammur. Gamalt býli, um langan aldur þingstaður sveitarinnar. Land er víðlent og grasgefið. Upp til fjallsins gengur hvammur all mikill, en upp úr honum bogadregin brött brún, Hvammsbarmur. Sléttlendi er neðan brekkna, þá tekur Ásinn við. Er það mel og klapparhryggur, um hann eru hreppamörk, því við tekur Hvammstangabyggð. Áður átti jörðin land til sjávar og sjávargagn sem til féll. Skjólsælt er og sólríkt og hlýlegt fyrir ofan Ásinn. Um all langan aldur hefur kirkja verið í Kirkjuhvammi, áður annexía frá Tjörn en féll síðar til Melsstaðarprestakalls.
Nú stendur gamla kirkjan ein húsa uppi í hvamminum og er haldið við af Þjóðmynjasafni Íslands. Umhverfis hana er grafreitur sóknarinnar er gegnir hlutverki sínu sem áður.
Kirkjuhvammur er nú horfinn úr bændaeign. Hvammstangahreppur er eigandi jarðarinnar, seld til hans af Hannesi Jónssyni frá Þórormstungu, fyrrverandi alþingismanni. Er nú lokið sjálfstæðri búsetu á þessu gamla höfuðbýli sveitarinnar.

Syðstihvammur í Miðfirði

  • HAH00580
  • Corporate body
  • um1400 -

Gamalt býli. Land nær skammt til fjalls, er vel gróið og ræktarland mikið, aðallega mýrlendi. Jarðarmat 156 þús. Útbeit er góð, Væn sneið af landinu var seld Hvammstangahreppi 1954. Nokkru síðar féll jörðin úr byggð en hús eru nú öll fallin. Gömul baðstofa var tekin niður og gefin Byggðasafninu að Reykjum þar sem hún var að mestu sett upp í sinn fyrri mynd, Jörðin hefur verið í sömu ættar í nær hálfa aðra öld. Eigandi frá því laust fyrir 1920 var Sigurður Davíðsson 13. sept. 1896 - 27. mars 1978. Bóndi og verslunarmaður? í Syðsta-Hvammi, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Kirkjuhvammi, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Var í Jóhannshúsi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.

Staðarbakkakirkja - Staðarbakki í Miðfirði

  • HAH00581
  • Corporate body
  • 16.11.1890 -

Staðarbakkakirkja kirkja að Staðarbakka í Miðfirði. Þar er bændakirkja (útkirkja) sem þjónað hefur verið frá næsta bæ, Melstað, frá árinu 1907. Núverandi kirkja þar var reist árið 1890 og tekur 120 manns í sæti. Hún er úr timbri en altaristöfluna gaf Björn Guðmundur Björnsson kenndur við Torfustahús þar sem hann átti heima á meðan hann stundaði búskap eða Hvammstanga þar sem hann bjó síðari hluta æfinnar, altaristöfluna gaf hann til minningar um son sinn er lést mjög ungur (heimild úr ljóðabókinni "Glæðum" eftir Björn). Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.

Saga kirkjunnar

Staðarbakkakirkja Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Staðarbakki er bær og kirkjustaður í Miðfirði, næsti bær við Melstað, sem er einnig kirkjustaður. Staðarbakki var áður prestssetur en nú er þar útkirkja frá Melstað síðan 1907.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Jóhannesi skírara. Timburkirkjan með turni og lofti og sætum fyrir 120 manns var byggð þar 1890 og vígð 16. nóvember sama ár.

Halldór Bjarnason frá Gröf í Borgarhreppi var kirkjusmiður. Altaristöfluna málaði Eyjólfur Eyfells árið 1931 og sýnir hún Krist.

Staðarkirkja í Hrútafirði

  • HAH00582
  • Corporate body
  • 1886 -

Talið er að fyrsta kirkjan hafi verið reist í Staðardal um 1100. Síðasti presturinn, sem sat Stað, var Jóhannes Pálmason (1914-1978). Hann hvarf til Reykholts 1972. Kirkjan, sem var byggð 1886, stendur enn þá.
Staðarkirkja er kirkja að Stað í austanverðum Hrútafirði. Kirkjan á Stað var reist árið 1884 úr timbri og tekur alls um 80 manns í sæti. Hún var endurbyggð á árunum 1983 til '86 sem næst að upprunalegri gerð. Yfir altarinu er tréskurðarskreyting. Forn altaristafla kirkjunnar sýnir heilaga kvöldmáltíð en hún er máluð á tré.
Staður var viðkomustaður landspóstsins áður en bílaumferð hófst yfir Holtavörðuheiði. Vestan Hrútafjarðarár á móts við Stað er verslunarstaðurinn Staðarskáli.

Syðstahvammskirkja

  • HAH00583
  • Corporate body
  • 1882

Túnið fordjarfar aurskriða úr Kirkjuhvammsá, og svo engi það, sem liggur næst fyrir neðan túnið. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Vatnsnesshreppur 1705).

Kirkjuhvammur er fyrir ofan þorpið á Hvammstanga. Kirkjan er gömul timburkirkja byggð 1882. Stefán Jónsson smiður mun hafa smíðað kirkjuna en hann smíðaði einnig baðstofuna í Syðstahvammi. Lönd Kirkjuhvamms og Syðstahvamms liggja saman og skilur Hvammsáin þar á milli. Kirkjan er friðlýst og í umsjón Þjóðminjavarðar. Sumir gripir kirkjunnar hafa verið fluttir í kirkjun á Hvammstanga. Þó ekki sé reglulegt messuhald í kirkjunni eru oft athafnir þar sérstaklega giftingar og skírnir einnig er kirkjan oft notuð í tengslum við ýmsar hátíðir eða uppákomur á svæðinu á sumrin. Venja er að vera með guðþjónustu í Kirkjuhvammi á miðnætti á aðfangadagskvöld.

Kirkjuhvammskirkja á Hvammstangavar byggð árið 1882. Höfundar hennar voru Björn Jóhannsson og Stefán Jónsson, forsmiðir. Hún hefur verið í vörzlu Þjóðminjasafnsins síðan 1976 og var sett áfornleifaskrá 20. ágúst 1976. Árið 1990 var hún friðuð.

Kirkju er fyrst getið í máldaga árið 1318 og sennilega hefur alltaf verið um torfkirkjur þar að ræða, sem staðið hafa í kirkjugarðinum á svipuðum stað og sú sem þar stendur nú.

Kirkjuhvammskirkja er úr timbri með bindingsverki og veglegum turni, smíðuð af Birni Jóhannssyni og Stefáni Jónssyni frá Syðstahvammi sumarið 1882, en sagt er að ekkert sumar hafi komið þá á Norðurlandi og snjóað í hverri sumarviku. Kirkjan er af yngri gerð kirkna með turna á þaki. Kirkjuhvammskirkja var sóknarkirkja til ársins 1957, en það ár var ný kirkja vígð á Hvammstanga. Hrörnaði gömlu kirkjunni fljótt og stefndi í að hún yrði rifin. Velunnarar hennar lagfærðu hana lítilsháttar árið 1964 og kirkjan kom í umsjá Þjóðminjasafnsins árið 1976. Hófst umfangsmikil viðgerð á henni árið 1992. Hún var endurvígð sumarið 1997 að þeirri viðgerð lokinni.

Tannstaðabakki

  • HAH00584
  • Corporate body
  • (1950)

Gamalt býli, alltaf í byggð. Byggt úr landi Tannastaða, selt sem sjálfstæð jörð 1409 og aftur 1531, þá seld Ara Jónssyni lögmanni. Bærinn stendur niður við sjó, sunnan við svonefndan Bakkalæk. Landstærð 300 ha. ræktunarskilyrði góð, landið að mestu afgirt. Sama ætt hefur búið á jörðinni síðan 1831. Íbúðarhús byggt 1955, 539 m3. Fjós fyrir 14 gripi. Fjárhús yfir 318 fjár. Hlöður 1026 m3. Votheyshlöður 75 m3. Vélageymsla 90 m3. Tún 29,63 ha.

Vesturhópshólakirkja

  • HAH00585
  • Corporate body
  • 1879 -

Vesturhópshólakirkja er kirkja að Vesturhópshólum í Vesturhópi. Bærinn er ysti bær í sveitinni og dregur nafn sitt af urðartungu sem hefur hreyfst úr fjallinu fyrir ofan.

Kirkjan á Vesturhólshólum var byggð árið 1879 en hún var bændakirkja allt fram til 1959. Henni tilheyrir predikunarstóll sem talinn er vera frá 17. öld. og talinn smíðaður af Guðmundi Guðmundssyni „bíld“ frá Bjarnastaðahlíð. Altaristaflan í kirkjunni sýnir Krist á krossinum og er hún talin vera gömul. Á henni kemur fram nafnið Bertel Øland og ártalið 1761. Hvort tveggja, predikunarstóll og altaristafla, er talið vera komið úr kirkjunni á Höskuldsstöðum í Vindhælishrepp.
Vesturhópshólakirkja er timburhús, 7,69 m að lengd og 4,73 m á breidd, með klukknaport við vesturstafn, 1,40 m að lengd og 1,73 m á breidd. Þakið er krossreist og trékross upp af framstafni. Kirkjan er klædd steinajárni, þak bárujárni og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Lítill póstgluggi er efst á framstafni með tveggja rúðu römmum. Á klukknaporti er krossreist bárujárnsklætt þak en efsti hluti stafns og hliða er klæddur steinajárni. Stoðir eru undir framhornum en hálfstoðir við framstafn kirkju. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar spjaldsettar vængjahurðir.
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

Víðidalstungukirkja

  • HAH00586
  • Corporate body
  • 1889 -

Víðidalstungukirkja er kirkja í Víðidalstungu í Víðidal. Bærinn stendur á tungunni milli Víðidalsár og Fitjár. Mestu kostir jarðarinnar til fornar voru uppgripaheyskapur og laxveiði í ánum.

Kirkja staðarins var byggð árið 1889 en hún er úr timbri. Hún var gerð upp á árunum 1960-1961. Alls komast 100 manns á kirkjubekkina. Ásgrímur Jónsson málaði altaristöfluna árið 1916 en hún sýnir fjallræðuna. Forn kaleikur og patina frá Víðidalstungu eru varðveitt í Þjóðminjasafni.

Vatnsdalsfjall

  • HAH00589
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Vatnsdalsfjall er fjall í Austur-Húnavatnssýslu, austan við Vatnsdal, og myndar austurhlíð dalsins. Það er 1018 m hátt. Þar sem fjallið rís hæst kallast Jörundarfell.
Skriðuföll eru algeng úr Vatnsdalsfjalli og hafa oft valdið mannskaða. Til dæmis eyddi Skíðastaðaskriða bænum Skíðastöðum árið 1545 og Bjarnastaðaskriða hljóp árið 1720. Vatnsdalshólar eru taldir vera berghlaupsurð sem fallið hefur úr Vatnsdalsfjalli og ofan í Vatnsdal.

Illugastaðir á Vatnsnesi (1927)

  • HAH00593
  • Corporate body
  • 1927 -

Vatnsnes; Kirkjuhvammshreppur; V-Húnavatnssýsla; Marklækjarós; Einbúi; Markdæld; Rauðuskriða; Brunahólar; Ásbjarnarstaðaland; Þverlækur; Sjónarhóll; Vallalækjur:

Sauðadalsá - Sauðá á Vatnsnesi

  • HAH00594
  • Corporate body
  • (1950)

Syðri-Sauðadalsá, hálflenda gömlu Sauðadalsár og bændaeign. Jörðin hefur jafnan þótt grasgefin, og slægjur dágóðar. Landi hallar nokkuð jafnt, skiptast á holt og ásar, mýrar á milli. Gamla túnið liggur neðan lágra kletta, grasgefið og grasgott þar hefur bær staðið frá fornu fari og er skammt til sjávar, bærinn var fluttur á melás ofan vegar. Sjávargagns hefur Sauðadalsá oft notið, sérdeilis meðan fiskgengd var, lending er ekki góð. Íbúðarhús byggt 1905. Fjárhús yfir 240 fjár. Hlöður 282 m3. Votheysgeymsla 95 m3. Tún 20 ha.
Sauðá, Nýbýli úr landi Syðri-Sauðadalsár 1946. Landlítil en grasgefin. Land nær að Hamarsá sem fellur í djúpu hamragili sunnan túns. Við gilið er skjólsæll grashvammur og grasgeirar milli skriða og sérkennilegra klettanefja, gilið er fagurt og fjölbreytilegt. Tíðum er Hamarsá torfær yfirferðar uns hún var brúuð 1927. Bærinn á Sauðá stendur á sjávarbakka, snertispöl frá vegi. Íbúðarhús byggt 1946, 225 m3. Fjós fyrir 5 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 700 m3. Votheysgeymsla 675 m3. Tún 16 ha.

Seltangabúð á Heggstaðanesi

  • HAH00595
  • Corporate body
  • (1900)

Sjóbúð á Heggstaðanesi. Miðfjarðarhreppur hinn forni. Ytri- og Fremri-Torfastaðahreppur.

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi

  • HAH00596
  • Corporate body
  • um 1935

Tjarnarkirkja er kirkja að Tjörn á vestanverðu Vatnsnesi. Kirkan þar var reist á árunum 1930 til 1940 úr steinsteypu. Alls tekur kirkjan milli 70 og 80 manns í sæti en altaristafla er eftir Þórarinn B. Þorláksson, máluð 1910. Er hún eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík eftir G.T. Wegener.
Tjörn á Vatnsnesi er bær, kirkjustaður og fyrrum prestsetur á vestanverðu Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Sigurður Norland var prestur í Tjarnarprestakalli en hann bjó ekki á prestsetrinu heldur í Hindisvík. Annar prestur á Tjörn var séra Róbert Jack, Skoti sem kom til Íslands sem knattspyrnuþjálfari og varð hér innlyksa í stríðinu. Hann fór þá að læra guðfræði í Háskóla Íslands og varð eftir það prestur og prófastur á Tjörn í áratugi.

Veiðihús við Móberg í Langadal

  • HAH00598
  • Corporate body
  • 2004-

Á fundi í Veiðifélagi Blöndu og Svartár var tekin ákvörðun um að byggja veiðihús fyrir Blöndu. Níu eigendur lands við Blöndu gáfu kost á landi undir veiðihúsið en valdir voru þrír staðir sem ákveðið var að láta félagsmenn velja milli á almennum félagsfundi.

Langflest atkvæði fékk staður í landi Gunnsteinsstaða í Bólstaðarhlíðarhreppi. Í samræmi við það keypti veiðifélagið 1,65 ha lóð fyrir húsið af Pétri Péturssyni í Hólabæ, eiganda jarðarinnar.

Framkvæmdir hófust síðan með útboði á jarðvinnu og vegagerð að nýju húsi í september. Verkið hlaut Fjörður ehf. og átti að ljúka hluta þess fyrir 29. október 2005 sem stóðst. Þá var boðinn út næsti áfangi verksins sem var að steypa botnplötu og sökkla. Það verk fékk Stígandi hf. Blönduósi og var því lokið að svo miklu leyti að hægt var að bjóða út aðalbyggingu veiðihúss við Blöndu í desember. Útboð fyrir það verk var opnað 29. desember 2005. Lægsta tilboð átti Krákur ehf. Blönduósi og hlaut það fyrirtæki verkið. Húsið er timburhús byggt á steyptum grunni og stærð þess 701,8 fermetrar.

Aðalgata 13 Blönduósi/ Verslunarfélagshúsið - Valur

  • HAH00599
  • Corporate body
  • (1930)

Verslunin Valur - Verzlunarfélag Austur-Húnvetninga

Undir sýslumannsbrekkunni, var verslunin Valur sem Konráð Díómetersson rak. Þar afgreiddi Kiddi Þorsteins og Hanni Kristjáns, líka hin glæsilega kona, Sigga Þorsteins, kona Konna. Dóttir þeirra er Magga Konna og sonur Siggu var Þorsteinn Bjarkan, eftirminnilegur drengur og félagi okkar sem yngri vorum. Kiddi og Sigga voru börn Margrétar og Þorsteins sem bjuggu í Þorsteinshúsi sem var og er eitt virðulegasta húsið á Blönduósi. Þessi fjölskylda var eins konar framhald af gamla kaupmannaveldinu á staðnum, ásamt Sæmundsen fjölskyldunni.

Skrúður í Dýrafirði

  • HAH00600
  • Corporate body
  • 7.8.1909 -

Séra Sigtryggur Guðlaugsson (1862-1959) prófastur og skólastjóri á Núpi, ræktaði garðinn Skrúð í skjólsælum hvammi um 1 km austan við bæinn Núp í Dýrafirði.
Upphafsár framkvæmda við Skrúð er árið 1905 en formlegur vígsludagur er 7. ágúst 1909.

100 ára afmælis garðsins var minnst með hátíð í garðinum 8. ágúst 2009.
Frá upphafi til 1960 gegndi garðurinn kennslu- og tilraunahlutverki þar sem nemendum Núpsskóla var kennd ræktun og notkun matjurta í garði skýldum trjám og skrýddum blómum. Brautryðjandahlutverk sr. Sigtryggs og konu hans Hjaltlínu Guðjónsdóttur í Skrúð er skýrt enda voru Íslendingum lítt kunn önnur ræktuð matvæli en jarðepli og tröllasúra (rabarbari) í upphafi 20. aldar.

Skrúður er ein merkilegasta varðan í garðyrkjusögu Íslendinga og af nafni hans má rekja orðið „skrúðgarður“. Á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar varð garðurinn í góðri rækt og þá vel þekktur grasagarður í góðum tengslum við erlenda grasagarða fremur en matjurtagarður, undir umsjón Þorsteins Gunnarssonar og Ingunnar Guðbrandsdóttur.
Undir forustu Garðyrkjuskóla ríkisins var árið 1991 hafist handa við að gera Skrúð upp og síðan 1996 hefur hann þjónað því hlutverki að vera minnismerki um sjálfan sig, upphafsfólkið og ræktunarsögu Íslendinga. Skrúður er rekinn sameiginlega af bæjarfélaginu og sérstökum framkvæmdasjóði og er ætlunin að þar geti gestir fræðst um margt sem snýr að útiræktun matjurta, trjáa og skrautjurta á Íslandi.

Hið fræga hvalbeinshlið sem stóð í Skrúð til haustsins 2009 hefur nú verið tekið niður og verður
varðveitt innanhúss í framtíðinni, enda liðin 118 ár frá því sú stóra skepna (steypireyður) var að velli lögð af einu skipi Kapt. Berg á Framnesi. Kjálkabein úr langreyði verða sett upp í garðinum í stað gömlu beinanna.

Aðkoma að Skrúð hefur verið bætt nokkuð og fyrirhugað er að reisa þar í framtíðinni þjónustuhús fyrir starfsmann garðsins og gesti.

Bótarfell (575 m) í Vatnsdal

  • HAH00601
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Bótarfell sunnanvert við Vatnsdalinn 575 mys.

Vestan undir Réttarhól beygir Vatnsdalsá í mörgum hlykkjum til vesturs fyrir Bótarfell, en beygir þá beint i norðvestur og heldur þeirri stefnu út i miðjan Vatnsdal. Vestan undir Bótarfelli dýpkar farvegurinn skyndilega, og litlu sunnar steypist áin i fögrurn fossi niður i stórfenglegt gljúfur, og eftir þvi fellur hún fimm til sex kilómetra niður i Forsæludal. Efsti fossinn heitir Skínandi og litlu neðar eru Kerafoss og Rjúkandi, Neðarlega í gljúfrinu er Skessufoss hjá Glámsþúfu og loks Dalfoss og Stekkjarfoss skammt fyrir ofan Forsæludal

Vélsmiðjan Blönduósi

  • HAH00602
  • Corporate body
  • 1960 -

Vélsmiðja Húnvetninga er bifreiðaverkstæði, sem Kaupfélag Húnvetninga og Búnaðarsamband A.-Hún. byggðu og settu á stofn árið 1960. Það stendur upp með Langadalsvegi.

Þar er nú veitingastaður, bifreiðaverkstæði og blómabúð.

Ýmsir hafa komið þar að ss Gestur Þórarinsson, með pípulagningar og alhliða vélsmiðju, Óli Adnegaard með bílaverkstæði, bókhaldsstofa Gísla Grímssonar.

Ódáðahraun

  • HAH00603
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Ódáðahraun er víðáttumikið hraunflæmi í Suður-Þingeyjarsýslu, norðan Vatnajökuls, milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum. Norðurmörkin eru skilgreind á mismunandi hátt. Sumir vilja draga þau frá austri til vesturs sunnan við Bláfjall og Sellandafjall, aðrir telja að það nái norður undir Mývatnssveit og að Hringveginum um Mývatnsöræfi, enn aðrir vilja teygja það allt norður að Þeistareykjum. Ódáðahraun er stærsti samfelldi hraunfláki Íslands, um 4400 km² (ef miðað er við fyrst nefndu skilgreininguna). Það er samsett úr fjöldamörgum einstökum hraunum, bæði dyngjuhraunum og hraunum frá sprungum og gígaröðum. Elstu hraunin eru 10-12 þúsund ára en þau yngstu eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-15. Upp úr hraunaflákum Ódáðahrauns rísa fjöll og fjallaklasar svo sem Herðubreið, Upptyppingar og Dyngjufjöll.

Ekki er vitað hvenær svæðið fékk þetta sitt nafn en það kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum í Undur Íslands sem Gísli biskup Oddsson skrifaði á 17. öld. Nafnið er augljóslega tengt útilegumannatrú enda töldu menn á fyrri öldum að í hrauninu leyndust fjölbyggðir og frjósamir útilegumannadalir

Lómagnúpur

  • HAH00604
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Lómagnúpur er 767 m hátt fjall á Skeiðarársandi. Lómagnúpur er eitt hæsta standberg á Íslandi (671 m).

Eins og mörg fjallshlíð á svæðinni á milli Kirkjubæjarklausturs og Skeiðarársands, hefur núpurinn áður fyrr verið hornbjarg. Lengi hefur hann skagað fram í sjó og mótast af afli haföldunnar og landrisi. Fjörður mikill hefur í þann tíð gengið inn í landið, þar sem Skeiðarársandur er núna. Samt er nú langt síðan árnar á sandinum hafa fyllt upp þennan fjörð og raunar miklu meir en það - ekki síst í mörgum jökulhlaupum.
Lómagnúpur er úr móbergi, seti og grágrýti. Að meginhluta til er Lómagnúpur byggður upp af móbergi, tvær áberandi syrpur af kubbabergi og stuðludu basalti blasa þó við í hamrahlíðum fjallsins. Á jökulskeiðum ísaldar hefur móbergið myndast og jarðlögin í höfðanum í heild hlaðist upp á um einni milljón ára.
Tvö þekkt berghlaup hafa fallið úr honum, eitt af þeim á árinu 1789. Skriðan kom niður í jarðskjálfta í júli 1789. Hún fell úr 600 métra hæð niður á sandinn og nær fast að þjóðvegi, hún kallast Hlaup og verður því stórgrýttari sem nær dregur fjallinu.

Sandá á Kili

  • HAH00605
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Sandá á Auðkúluheiði nálægt Blönduvaðaflóa

1986 var Kjalvegur byggður upp í tengslum við fyrirhugaða virkjun Blöndu, inn að Kolkukvísl og Sandá. Fyrir virkjunarframkvæmdir var flugvöllur við Sandá sem fór undir miðlunarlónið. Árnar á heiðunum voru oft farartálmar fyrir ferðalanga en ekki síður fyrir fé, því var komið upp safnrétt á bökkum Sandár.

Svínafell á Stórasandi

  • HAH00606
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Svínafell er 711 m hátt ys, er norðanmegin við við gamla Sandveg [Skagfirðingaveg] þar sem hann liggur upp með Tröllagili og norðan við Grettishæð á Stórasandi,

Suðurmörk Grímstungu- og Haukagilsheiða eru Langjökull og síðan lína frá Krák á Sandi vestur í Bláfellstjörn, en vesturmörkin eru fram af Víðidalsfjalli um heiðmótaás og til Bláfells norðan Langjökuls og þaðan sjónhending í Hraungarðahorn, þaðan með litlum sveig í mitt Bergárvatn.

Ein af þverám Blöndu er Strangakvísl í austurjaðri Stórasands og rennur hún austan við Svínafell, en upptök hennar er nokkrum kílómetrum framar þar sem hún kemur fremur sem kvísl en lækur undan barði vestan Ölduhrauns og norðvestur af Búrfjallahala.

Þingeyrarsandur

  • HAH00607
  • Corporate body
  • (880)

Þingeyrarsandur liggur við Húnaflóa.
Í svörtum Þingeyrasandi eru víða gróðurflesjur. Þar eru ýmsar reiðleiðir umhverfis hið forna höfuðból Þingeyrar, eina þekktustu jörð landsins. Þar var öldum saman klaustur og bókagerðarsetur.

Þjófakvísl á Grímstunguheiði

  • HAH00608
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Ein af mörgum upptakakvíslum Vatnsdalsár heitir Þjófakvísl. Vestan við hana, fast upp við Stórasand, er stór, þurr grasflesja. Þar er síðasti áningarstaður gangnamanna áður en þeir leggja á auðnir Stórasands. Aðrar kvíslar eru; Strangakvisl, upptök hennar eru suður undir Krókshrauni á Stórasandi. Í hana fellur fjöldi lækja og kvisla, svo sem Öldumóðukvísl, Þjófakvísl, Hestlækur, Miðkvísl og Fellakvísl, Kólkukvisl. Eftir það nefnist áin Vatnsdalsá. Á leið hennar til byggða falla í hana nokkrir lækir og koma þeir helztu úr Refkelsvatni, Galtarvatni, Þórarinsvatni og Svlnavatni á Grimstunguheiði.

Sumarið 1971 fór Björn Bergmann þangað og þá taldi sig sjá þar nokkurn veginn örugg merki um uppþornað votlendi og það jafnvel fyrir austan kvíslina, en þar er blettur, sem hefur blásið talsvert upp. Síðar sagði Lárus Björnsson í Grímstungu honum, að þarna hefði verið blautt á fyrsta áratug aldarinnar, en hann kvaðst ekki muna, hvenær flesjan hefði þornað.

Vindhæli / Vindhælisbúð / Vindhælisstofa

  • HAH00609
  • Corporate body
  • (1950)

Vindhælisstofa Þórdísar

Í örnefnaskrá fyrir Vindhæli segir: „[…] Lilta-Vík, skammt þar norðar er Vindhælisbúðarvík, austan við hana eru tóftarbrot, sem hétu Vindhælisbúð. Var þar stundað útræði seint fram á síðustu öld.“ (ÖGM: 1). Töluvert landbrot hefur verið við ströndina á Vindhæli og kambar og fjörur sem voru neðan við klettana eru nú horfnar samkvæmt Páli Magnússyni (munnleg heimild, 16.06.2009). Vindhælisbúð kemur einu sinni fyrir í manntali, það er árið 1870, þá eru skráðir til heimilis á þurrabúðinni þrír einstaklingar, húsmaður sem sagður er lifa á fiskveiðum, bústýra og barn þeirra (www.manntal.is, skoðað 09.02.2009).

Í örnefnaskrá Vindhælis segir: „Meðfram sjónum innan frá Hallá og út að Selatanga eru nöfn á víkum og vogum. Talið frá Hallá: Langafjara, Búðarvík (þar var útræði áður fyrr, og má sjá merki að bæjartóftum og bátanausti) […]“ (ÖLG: 1). Tóftir eru við ströndina um 600m NNV af ósi Hallár.

Um 2m norðvestan við tóftahól Vindhælisbúðar eða Búðarvíkur eru leifar nausts eða uppsáturs.

Árbakki í Vindhælishreppi

  • HAH00610
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á syðri bakka Hrafnár, norðavestan undir Skógaröxl. Í austur opnast Hrafndalur. Árbakkaland er víðlent og grösugt - ræktunarmöguleikar eru miklir, en þó er sumsstaðar þörf framræslu. Þar er útbeit góð en þó veðrasamt. Hrognkelsaveiði telst þar til hlunninda.
Íbúðarhús byggt 1952 364 m3. Fjós yfir 12 kýr, fjárhús yfir 120 fjár. Hlöður 1691 m3. Vélageymsla 65 m3. Tún 25 ha.

Hafursstaðir

  • HAH00611
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur nú á norðurbakka Hafursstaðaár, neðan vegar. Áður var bærinn sunnan ár og ofan þjóðvegar undir skýlli brekku. Í austri gnæfir Hörfell. Jörðin er landmikil og ræktunarskilyrði ágæt. Íbúðarhús byggt 1945 405 m3. Fjós yfir 6 kýr. Fjárhús yfir 370 fjár. Hlöður 653 m3. Geymslur 221 m3. Tún 16,4 ha. veiðiréttur í Hallá einnig hrognkelsaveiði..

Þverá í Hallárdal

  • HAH00612
  • Corporate body
  • (1950)

Gamla bæjarstæðið er gróið og liggur á gömlum árbakka, um 40-90m austan Þverár. Nokkrar tóftir eru á bæjarstæðinu sem er grasi gróið og töluverður gróður þegar skráð var sumarið 2012. Samkvæmt örnefnaskrá var íbúðarhúsið sem byggt var úr timbri rifið um 1940 og sér ekkert eftir nema gróið svæði austan við tóftir hestaréttar. Svæðið er um 6x9m að utanmáli og mótar fyrir kanti að austan og sunnan líklega leifum kjallara eða húsgrunns. Aðrar upplýsingar Í örnefnaskrá er bænum svo lýst: „Vestast stóð mjólkurskemma, rétt fyrir austan hana Baldvinsskemma. Í austari húsaröðinni var vestast Stóraskemma, þá hrossarétt og þá íbúðarhús. Í næstu húsalengju var vestast búr, þá eldhús, þá fjós, þá Vatnsranghali [vatnsból], þá hlaða, þá hesthús.“ (Ö-Þverá-1, 3). Í annarri skrá segir: „Þverá fór í auðn 1938. Seinasti bóndi þar hét Björn Jóhannsson, flutti á Skagaströnd. Timburhúsið var rifið um veturinn 1940 og viðirnir seldir. Áður var búið að rífa bæ og peningshús. 1941 sást engin spýta, túnið loðið, ekki slegið, ógirt, fullt af skepnum.

Á túnakorti frá 1920 sem lagt er yfir hnitsetta loftmynd er merkt hesthús þar sem tóftin er. Í fasteignamati frá 1916-1918 segir: „Peningshús torfbyggð og allstæðileg og rúma 7 nautgr. 160 sauðfjár og 14 hross.“ (Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://jardavefur.skjalasafn.is/. Skoðaður þann 09.09.12).

Eigandi jarðarinnar er Ólafur Björnsson, Árbakka [var eigandi þegar örnefnaskrá var skrifuð]. Stærð timburhússins var 9x6 metrar, kjallari, 1 hæð og loft.“ (Ö-Þverá-2, 1).
Núverandi eigandi Vindhælishreppur.

Kvennaskólinn á Ytri-Ey

  • HAH00614
  • Corporate body
  • 1879 -1901

Kvennaskóli Húnvetninga, stofnaður árið 1879 á Ytri-Ey í Austur-Húnavatnssýslu. 1883 voru kvennaskólar Húnvetninga og Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur á Ytriey, og var Elín Briem fyrir honum í tólf ár, eða til 1895.
Hinn nýi skóli var nefndur Kvennaskóli Húnvetninga og Skagfirðinga að Ytriey, en í daglegu tali Ytrieyjarskólinn eða Kvennaskólinn á Ytriey. Skólinn var að vísu sameign beggja sýslnanna, Skagfirðingar lögðu honum fé að jöfnu við Húnvetninga og skipuðu stjórn hans að hálfu. Þykir því hlýða að rekja sögu hans í fáum dráttum, unz að fullu og öllu slitnaði upp úr samkomulaginu með þykkju á báða bóga.

Neðstibær í Norðurárdal

  • HAH00615
  • Corporate body
  • (1930)

Neðstibær. Tún 9 ha Íbúðarhús byggt 1920 285 m3.

Eigandi 1975;
Einar Þorgeir Húnfjörð Guðlaugsson 30. mars 1920 - 1. apríl 2008. Var á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Múrari og verkamaður á Blönduósi. Kona hans; Ingibjörg Þórkatla Jónsdóttir 25. sept. 1928. Var á Sölvabakka, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
Núverandi eigandi;
Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson 11. sept. 1948. Var í Húsi Einars Guðlaugssonar, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Kona hans; Sigrún Kristófersdóttir 28. júní 1947. Var á Sunnuhvol, Höfðahr., A-Hún. 1957.

Ytra-Kot í Norðurárdal

  • HAH00617
  • Corporate body
  • (1930)

Jörðin Ytra-kot [Þorbrandsstaðir] er í Landnámsjörð Þorbrandar örreks, eins og fram kemur í Landnámabók: „Þorbrandur ørrek nam upp frá Bólstaðará Silfrastaðahlíð alla og Norðrárdal allan fyrir norðan ok bjó á Þorbrandsstöðum ok lét þar gera eldhús svá mikit, at allir þeir menn, er þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegnum ok vera öllum matr heimill. Við hann er kennd Ørreksheiðr upp frá Hökustöðum.“

Bæirnir Þorbrandsstaðir og Hökustaðir eru nú nefndir Ytri- og Fremri-Kot og eru um 8,5 og 11 km frá Silfrastöðum inn í Norðurárdal. Nærtækast er að álykta að Örreksheiður sé það sem í dag er kallað Kotaheiði eða Kotaheiðar og er fyrir ofan bæina samsíða dalnum.

Síðustu ábúendur fluttu burt 1952. Jörðin nytjuð frá Fremri-Kotum frá 1954

Þorbrandsstaðir / Neðri- kot / Ytri-Kot. Landnámsbær Þorbrands Örreks. Auk landnámu koma Þorbrandsstaðir fyrir í Sturlungu og í fornbréfi frá 15. öld. Eins og með Hökustaði kemur jörðin kemur ekki fyrir í heimildum eftir siðaskipti en á 17. öld eru í dalnum jörðin Ytri-Kot sem talin er sama jörð. Virðast hafa lagst í eyði eins og Hökustaðir, hugsanlega eftir pláguna síðari 1494, kotanafnið fest við eyðibýlið og haldist eftir að byggt var upp á ný.

Í hnotskurn: Landnámsbær, í eyði frá því um 1600 eða fyrr. Sami staður í byggð á 17. öld þá með nýju nafni, Ytri-Kot. Sami eigandi er að Silfrastöðum og Ytri-Kotum á seinni hluta 19. aldar. Jörðin fer aftur í eyði árið 1954. Í dag er jörðin nýtt frá Fremri-Kotum.

Ytri-Ey í Vindhælishreppi

  • HAH00618
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur nú norðan Ytri-Eyjarár neðan þjóðvegar. Í norðaustur er Ytri-Eyjarnúpur. Ræktunarmöguleikar miklir. Útbeit góð, fjörusælt að vetrum. Hrognkelsaveiði er við ströndina. Íbúðarhús byggt 1930, 518 m3. Fjós yfir 11 kýr. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 518 m3. Vélageymsla 55 m3. Tún 21,6 ha.

Þverá í Norðurárdal

  • HAH00619
  • Corporate body
  • (1950)

Þverá er efsti bærinn í Norðurárdal og eini bærinn þar sem er í byggð. Bærinn stendur á háum hól ofarlega í túninu. Þjóðvegur liggur í gegnum túnið. Hamarshlíð er til norðausturs og Hvammshlíðardalur til suðausturs og samnefnt fjall. Erfitt um ræktun, sumarhagar með ágætum, kjarnmiklir og grösugir. Ábúandi nytjar Neðstabæ og notar fjárhús á Skúfi og hefur jarðnot þar. Íbúðarhús byggt 1930, 200 m3. Fjárhús yfir 18 200 fjár. Hesthús yfir 18 hross. Geymsla 42 m3. Tún 13,4 ha.

Víðidalsfjall

  • HAH00620
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Víðidalsfjallið er hátt og tignarlegt og sést víða að úr Húnaþingi. Undir fjallinu liggur grösug sveit Víðidals og víða er blómleg byggð og fagurt heim að bæjum að líta. Hæsti tindur fjallsins er Hrossakambur sagður vera 993 m yfir sjávarmáli. Ásmundarnúpur er nyrsti tindur fjallsins og litlu sunnar er Rauðkollur, en upp á hann liggur mjög skemmtileg en brött og krefjandi gönguleið frá bænum Jörfa. Þá er gengið um Gálgagil sem sagt er að hafi verið aftökustaður fyrir margt löngu.

Results 501 to 600 of 10346