Sýnir 10346 niðurstöður

Nafnspjald

Kristín Magnúsdóttir (1939-2012)

  • HAH01669
  • Einstaklingur
  • 23.1.1939 - 10.10.2012

Kristín Magnúsdóttir fæddist á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði 23. janúar 1939. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. október 2012. Kristín ólst upp í Reykholtsdal í Borgarfirði og gekk þar í barnaskóla, veturinn 1957-58 fór hún í Húsmæðraskóla Suðurlands á Laugarvatni. Kristín og Arnoddur hófu búskap á Reykjanesvegi 6 í Ytri-Njarðvík en lengst af bjuggu þau á Suðurvöllum 6, Keflavík. Útför Kristínar verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 18. október 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Kristín Pétursdóttir (1913-2001)

  • HAH01673
  • Einstaklingur
  • 9.5.2013 - 25.10.2001

Kristín Pétursdóttir fæddist í Vatnshlíð í Austur-Húnavatnssýslu 9. maí 1913. Hún lést í Landsspítalanum í Fossvogi 25. október síðastliðinn. Kristín ólst upp í Vatnshlíð og stundaði nám við Kvennaskóla Húnvetninga á Blönduósi og síðar við Alþýðuskólann á Laugarvatni. Hún flutti ung til Reykjavíkur og vann m.a. á Hótel Íslandi og lærði síðar á Hotel Tre Falke í Kaupmannahöfn. Um miðjan aldur hóf Kristín störf hjá Eimskipafélagi Íslands, var lengst af þjónn á Gullfossi og síðar þerna á millilandaskipum félagsins.
Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Kristín Sumarrós Sigurjónsdóttir (1915-1992)

  • HAH01674
  • Einstaklingur
  • 22.4.1915 - 19.2.1992

Var á Tindum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Var á Tindum, Svínavatnshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Hamri, síðar á Tindum. Í dag, laugardaginn 29. febrúar, er kvödd frá Blönduóskirkju Kristín Sigurjónsdóttir húsfreyja á Tindum í Svínavatnshreppi. Hún lést á Héraðshælinu á Blönduósi þann 19. febrúar sl. en þar hafði hún dvalið frá því snemma í janúar, heltekin af þeim illræmda sjúkdómi sem svo marga Íslendinga leggur að velli. Stína, en það var hún alltaf kölluð heima í sveitinni okkar, var fædd að Tindum 22. apríl 1915 og ólst þar upp með foreldrum sínum, Guðrúnu Erlendsdóttur og Sigurjóni Þorlákssyni í hópi 7 systkina, en nú eru aðeins 3 þeirra eftir á lífi. Hún gekk ung í Kvennaskólann á Blönduósi eins og svo margar aðrar húnvetnskar stúlkur bæði fyrr og síðar og fékk þar gott veganesti fyrir lífsstarfið.

Kristín Þórsdóttir (1919-2009)

  • HAH01680
  • Einstaklingur
  • 30.5.1919 - 1.8.2009

Kristín Þórsdóttir var fædd á Hnjúki í Skíðadal 30. maí 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. ágúst sl. Kristín flutti með foreldrum sínum frá Hnjúki að Bakka í Svarfaðardal þegar hún var fjögurra ára og átti þar heimili allt til ársins 1992 að undanskildum tveimur árum sem hún og Þórarinn bjuggu á Böggvisstöðum við Dalvík. Að hausti 1992 flutti hún að Mímisvegi 10 Dalvík og bjó þar með tveimur sonum sínum til dauðadags, að undanskildum nokkrum vikum sem hún dvaldi á Dvalarheimilinu Dalbæ í Dalvík.
Kristín verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag, 14. ágúst, og hefst athöfnin kl. 13.30.
Jarðsett verður að Tjörn.

Kristófer Guðmundur Árnason (1916-2000)

  • HAH01694
  • Einstaklingur
  • 31.1.1916 - 10.5.2000

Kristófer Guðmundur Árnason fæddist á Kringlu í Torfalækjarhreppi, A-Húnavatnssýslu, hinn 31. janúar 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 10. maí síðastliðinn. Kristófer lauk barna- og unglingaskólanámi og fór síðan að vinna ýmis störf til sjós og lands. Lengst af bjó hann á Skagaströnd og var þar verkstjóri í Rækjuvinnslunni í mörg ár. Hann fluttist til Blönduóss 1984.
Útför Kristófers fór fram frá Blönduóskirkju 20. maí.

Laufey Sigurðardóttir (1906-2000)

  • HAH01698
  • Einstaklingur
  • 1.5.1906 - 19.5.2000

Laufey Sigurðardóttir fæddist á Torfufelli í Eyjafirði 1. maí 1906. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 19. maí síðastliðinn. Laufey stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1927-1928. Hún starfaði mikið að félagsmálum, m.a. hjá Kvenfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi og Kvenfélaginu Hlíf á Akureyri. Þar stofnaði hún ásamt manni sínum Minningarsjóð Hlífar til styrktar barnadeild FSA. Hún var heiðursfélagi í báðum þessum félögum og einnig Héraðssambands eyfirskra kvenna. Þá vann hún einnig að málefnum berklasjúklinga. Útför Laufeyjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Lára Eggertsdóttir (1903-1996)

  • HAH01700
  • Einstaklingur
  • 21.5.1903 - 20.10.1996

Lára Eggertsdóttir fæddist í Vestri-Leirárgörðum 21. maí 1903. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Útför Láru fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Lára Ingibjörg Magnúsdóttir (1903-1989)

  • HAH01701
  • Einstaklingur
  • 4.10.1903 - 25.12.1989

Hún fæddist 4. október 1903 í Hafnarhólma, Seltjörn, Kaldrananeshreppi í Strandasýslu.
Lára fékk fyrst hjartaáfall fyrir fjórum árum síðan og það var einmitt seint á jóladagskvöld. Hún hafði haft það fyrir siðað bjóða börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum á þessum degi til jólaveislu. Þá 82 ára gömul lét hún ekki allan þennan fjölda aftra sér frá því að fjölskyldan ætti gleðileg jól saman. Það má segja að þarna fyrir fjórum árum hafi henni orðið fyrst misdægurt. Þetta voru síðustu jólin hennar á heimili sínu í Meðalholti 5. Stuttu síðar fluttist hún að Hrafnistu og dvaldi þar síðan. Lára bjó í Meðalholtinu í rúm 40 ár og var mjög heilsuhraust kona alla tíð. Hún hafði ákveðnar skoðanir á því hvaða fæði væri best til að halda góðri heilsu og ræddi það mikið.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.

Lára Málfríður Vigfúsdóttir Hjaltalín (1900-1992)

  • HAH01702
  • Einstaklingur
  • 19.1.1900 - 13.5.1992

Hún fæddist í Brokey aldamótaárið. Vilhjálmur og Lára bjuggu allan sinn búskap á Narfeyri. Hann tók við af foreldrum sínum, Málfríði og Ögmundi, er þau hættu búskap.

Lára Sigurjónsdóttir (1905-1997)

  • HAH01706
  • Einstaklingur
  • 17.7.1905 - 24.3.1997

Lára Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarvík í Hrísey 17. júlí 1905. Hún andaðist á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Útför Láru fór fram frá Hríseyjarkirkju 5. apríl.

Lilja Hannesdóttir (1920-2002)

  • HAH01716
  • Einstaklingur
  • 25.8.1920 - 17.8.2002

Lilja Hannesdóttir fæddist á Skefilsstöðum í Skefilsstaðahreppi á Skaga 25. ágúst 1920. Hún andaðist á lyflækningadeild I á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. ágúst síðastliðinn. Fyrir hjónaband vann Lilja að mestu á hótelum. Á Dalvík vann Lilja aðallega í fiskvinnu með heimilisstörfum.
Útför Lilju verður gerð frá Dalvíkurkirkju á morgun, mánudaginn 26. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Lilja Tryggvadóttir (1924-1997)

  • HAH01717
  • Einstaklingur
  • 8.10.1924 - 7.5.1997

Lilja Tryggvadóttir fæddist á Hellu á Fellsströnd 8. október 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. maí síðastliðinn. Útför Lilju verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Loftur Jónsson (1937-1999)

  • HAH01718
  • Einstaklingur
  • 10.4.1937 - 21.4.1990

Loftur Jónsson fæddist í Reykjavík hinn 10. apríl 1937. Hann lést á Landspítalanum hinn 21. apríl síðastliðinn. Loftur ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Tengsl Lofts við Snæfellsnesið áttu eftir að verða varanleg því þar byggði fjölskyldan glæsilegt hús í landi Hnausa þar sem Snæfellsjökull blasti við. Varð það allt til síðustu missera hinn eftirsótti griðastaður til hvíldar og uppbyggingar og átti fjölskyldan þar óteljandi ánægjustundir í stórbrotnu en um leið friðsömu umhverfi.
Útför Lofts fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Katrín Jónsdóttir (1941-2012)

  • HAH01641
  • Einstaklingur
  • 9.12.1941 - 28.1.2012

Katrín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1941. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans Landakoti 28. janúar 2012. Katrín ólst upp í Reykjavík, gekk í Landakotsskóla og fór þaðan í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Að grunnskólanámi loknu lagði hún stund á nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1962 með góðum vitnisburði. Síðar lauk hún BA námi í þýsku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og aflaði sér jafnframt kennsluréttinda. Katrín starfaði um hríð hjá fyrirtæki föður síns Jóni Loftssyni hf., þá hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum. Um nokkurt árabil starfaði hún hjá Skeljungi. Hún var mikil tungumálamanneksja og eftir að hún lét af venjulegri dagvinnu vann hún lengi heimavið við þýðingar, hvort tveggja úr ensku og þýsku. Katrín las mjög mikið alla sína tíð og var lestur góðra bóka hennar helsta tómstundaiðja. Samvera með hennar nánustu var henni mikilvæg og naut hún sín hvergi betur en umvafin fjölskyldu sinni.
Útför Katrínar fer fram frá Garðakirkju í dag, 7. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13.

Lúðvík Kristjánsson (1910-2001)

  • HAH01722
  • Einstaklingur
  • 30.6.2010 - 10.2.2001

Lúðvík Kristjánsson var fæddur í Ásbúðum á Skaga 30. júní 1910. Hann andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi laugardaginn 10. febrúar síðastliðinn. Ungur flutti Lúðvík inn á Skagaströnd þar sem hann bjó og starfaði alla sína ævi. Lúðvík var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn, hann byrjaði því mjög ungur að vinna og starfaði hann bæði til lands og sjávar eins og algengt var á þessum árum. Hann var eftirsóttur til vinnu enda harðduglegur og útsjónarsamur. Lúðvík bjó einn í Steinholti eftir að börnin voru flutt að heiman. Þar var snyrtimennskan ávallt í fyrirrúmi og vel hugsað fyrir öllu. Síðustu árin, eða frá hausti 1998, dvaldi Lúðvík á Héraðshælinu á Blönduósi.
Útför Lúðvíks verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Lýður Brynjólfsson (1913-2002)

  • HAH01723
  • Einstaklingur
  • 25.10.1913 - 12.3.2002

Lýður Brynjólfsson fæddist á Ytri-Ey á Skagaströnd í Austur-Húnavatnssýslu 25. október 1913. Hann lést 12. mars síðastliðinn. Útför Lýðs fór fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 16. mars.

Magnea Halldórsdóttir (1931-2013)

  • HAH01726
  • Einstaklingur
  • 22.8.1931 - 23.3.2013

Magnea Halldórsdóttir fæddist 22. ágúst 1931 á Vindheimum í Ölfusi. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 23. mars 2013. Hún kynntist Grími sem kaupakona í Grímstungu. Árið 1964 fluttust þau alflutt til Reykjavíkur á Bragagötu 29. Magnea var húsmóðir fram í fingurgóma og sá til þess að fjölskyldan gæti framfleytt sér á verkamannalaunum. Það var enginn munaður á Bragagötunni en ríkt vinarþel og gestristni. Það var mikill gestagangur á Bragagötunni. Magnea var einlægur náttúruunnandi, las lífið og landið með næmni og hafði ómælda ánægju af gönguferðum, náttúruskoðun og garðrækt. Þegar árin færðust yfir lagðist hún í heimshornaflakk með Jóni Böðvarssyni og fylgdi í fótspor víkinga, landnema og konunga. Magnea bjó ein allt fram að miðjum desember síðastliðnum. Þrátt fyrir Alzheimer-sjúkdóminn tókst henni með reglusemi og líkamsrækt að standa á eigin fótum á eigin heimili. Seinustu vikurnar dvaldi Magna á hjúkrunarheimilinu Grund.
Útför hennar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 27. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Magnús Bjarni Blöndal (1959-2001)

  • HAH01728
  • Einstaklingur
  • 12.1.1959 - 7.9.2001

Magnús Bjarni Blöndal fæddist á Skagaströnd 12. janúar 1959. Hann lést í Svíþjóð 7. september síðastliðinn. Maggi var tiltölulega nýbúinn að kaupa sér harmonikku og var búinn að læra á hana og var yndislegt að hlusta og horfa á hann spila. Oftar en ekki spilaði hann lagið Blíðasti blær eftir Óðin G. Þórarinsson, sem var í miklu uppáhaldi hjá honum, enda lagið gullfallegt. Maggi átti eftir að láta nokkra af draumum sínum rætast, þ. á m. að byggja hesthús á Snæringsstöðum í Vatnsdal. Meðan hann lá á sjúkrahúsinu í Svíþjóð teiknaði hann upp draumahesthúsið sitt og hann var búinn að reikna út upp á nagla hvað hann þyrfti mikið efni og hvað allt kostaði. Maggi var mikið náttúrubarn og undi sér vel í Vatnsdalnum, sem hann sagði að væri paradís að sumri til.
Útför Magnúsar fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Magnús Jónsson (1927-2000)

  • HAH01734
  • Einstaklingur
  • 13.10.1927 - 17.6.2000

Magnús Jónsson fæddist 13. október 1927 og lést 17. júní síðastliðinn. Útför Magnúsar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Maren Níelsdóttir Kiernan (1922-2005)

  • HAH01737
  • Einstaklingur
  • 16.1.1922 - 26.8.2005

Maren Níelsdóttir Kiernan fæddist á Balaskarði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 16. janúar 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 26. ágúst síðastliðinn. Maren var elst þriggja systra en fyrir átti hún hálfbróður sammæðra. Maren hélt síðast heimili að Jökulgrunni 13 í Reykjavík, en dvaldist síðan um tíma hjá börnum sínum þar til hún fluttist fyrir tæpu ári á Hrafnistu í Reykjavík. Maren hélt síðast heimili að Jökulgrunni 13 í Reykjavík, en dvaldist síðan um tíma hjá börnum sínum þar til hún fluttist fyrir tæpu ári á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Marenar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Margrét Hallgrímsdóttir (1920-1990)

  • HAH01744
  • Einstaklingur
  • 12.1.1920 - 31.1.1990

Margrét Hallgrímsdóttir. Minning Fædd 12. janúar 1920 Dáin 31. janúar 1990 Andlátsfregn Margrétar er kvödd er hinstu kveðju í dag kom öllum er þekktu hana mjög á óvart. Margrét hafði verið hraust, að þvíer best var vitað og hélt sinni andlegu og líkamlegu reisn til síðustu stundar. Hún dó á heimili sínu "á snöggu augabragði". Heilablóðfall varð henni að aldurtila.
Margrét fæddist og ólst upp í Hafnarfirði. Þegar hjónin komu suður byggðu þau sér hús í Ytri-Njarðvík. Læknastofa hans var þar sambyggð. Það urðu mikil umskipti hjá læknishjónunum að þurfa ekki að vera til taks allan sólarhringinn allt árið um kring nema í sumarleyfum eins og áðurvar. Þau bjuggu 27 ár í Ytri-Njarðvík.

Margrét Jakobsdóttir Líndal (1920-2011)

  • HAH01747
  • Einstaklingur
  • 29.5.1920 - 8.10.2011

Margrét Jakobsdóttir Líndal var fædd á Lækjamóti í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu 29. maí 1920. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. október 2011. Margrét ólst upp á Lækjamóti þar sem hún kynntist störfum á stóru sveitaheimili og heimilisiðnaði. Þar voru fyrstu kynni hennar af tóvinnu og hreifst hún mjög af þeim vinnubrögðum, sem þá voru óðum að leggjast af, en síðar á ævi sinni rifjaði hún upp þessa þekkingu sína og kenndi öðrum. Útför Margrétar fer fram frá Áskirkju í dag, 21. október 2011 og hefst athöfnin kl. 13.

Margrét Lárusdóttir Stiesen (1898-1989)

  • HAH01754
  • Einstaklingur
  • 1.1.1898 - 24.8.1989

Þann 24. ágúst sl. andaðist Margrét Lárusdóttir á endurhæfingardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 91 árs. Margrét hét fullu nafni Jósefína Margrét Lárusdóttir Stiesen og fæddist 1. jan 1989 á Spákonufelli við Skagaströnd. Fram eftir ævi vann Margrét ýmis störf til sveita á Norðurlandi en 1932 flutti hún suður á land, þangað sem systir hennar hafði gifst Jóhanni Guðmundssyni frá Öxney.
Margrét var á heimili uppeldisdóttur sinnar, Sigríðar, frá því hún hóf búskap, og allt þar til hún flutti í eigið húsnæði 1968.

Marinius Eskild Jessen (1885)

  • HAH01758
  • Einstaklingur
  • 22.11.1885 -

Marinius Eskild Jessen var fyrsti skólameistari Vélskóla Íslands 1915 til 1955, Marinius Eskild Jessen var fæddur 22.nóvember 1885 í Árósum Danmörku. M.E.Jessen skilur eftir sig merka minningu sem brautriðjandi í vélstjórnarfræðslu á Íslandi.

María Guðmannsdóttir (1924-1996)

  • HAH01760
  • Einstaklingur
  • 19.2.1924 - 4.6.1996

María Guðmannsdóttir (Lillý) fæddist í Hafnarfirði 19. febrúar 1924. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 4. júní síðastliðinn. Þau María og Lúðvík byggðu sér heimili á Skólavegi 18, Keflavík, og bjuggu þar lengst af. María helgaði sig heimilinu þar til hún hóf störf í mötuneyti Varnarliðsins árið 1967. Þar starfaði hún allt þar til hún veiktist alvarlega í ársbyrjun 1992 og dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurnesja upp frá því. Árið áður, eða 1991, höfðu þau flust að Kirkjuvegi 1 í Keflavík (Hornbjarg), og hugðust eiga þar rólegt ævikvöld. Útför Maríu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

María Guðrún Steingrímsdóttir (1927-2013)

  • HAH01761
  • Einstaklingur
  • 6.6.1927 - 4.2.2013

María Guðrún Steingrímsdóttir fæddist í Miklagarði í Saurbæ í Dalasýslu 6. júní 1927. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, mánud. 4. feb. sl.Útför Maríu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 15. feb. 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.

María Jóhanna Daníelsdóttir (1921-2009)

  • HAH01762
  • Einstaklingur
  • 6.12.1921 - 17.7.2009

María Daníelsdóttir fæddist í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal 6. desember 1921. Hún lést á Vífilsstöðum föstudaginn 17. júlí 2009. María ólst upp í Svarfaðardal og stundaði þar hefðbundin sveitastörf með foreldrum sínum þar til hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi, þaðan sem hún lauk kvennaskólaprófi árið 1942. Í Reykjavík kynntist hún eiginmanni sínum, Malmfreð Jónasi, sem starfaði þá hjá Bílasmiðjunni hf., og hófu þau sinn búskap þar. Árið 1951 fluttust þau til Akureyrar, þar sem María hóf aftur störf hjá Stjörnuapóteki. Þar starfaði hún til ársins 1954 er hún fluttist ásamt eiginmanni sínum til Eskifjarðar á heimslóðir hans. Þar bjuggu þau í mörg ár, eða mestan part hjúskapar síns. Árið 1991 fluttu þau hjónin frá Eskifirði til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu í Maríubakka 12. Þar bjó María allt þar til hún flutti í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Furugerði 1 árið 2004, þar sem hún bjó til dauðadags.
María hafði yndi af söng og hafði fallega söngrödd og var virk í ýmsum kórum, m.a. í Kirkjukór Eskifjarðarkirkju til fjölda ára. Að auki var hún einn af stofnendum Eskjukórsins sem var blandaður kór eskfirsks söngfólks og söng með kórnum í allmörg ár.
Útför Maríu fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 15.

María Margrét Sigurðardóttir (1912-2003)

  • HAH01765
  • Einstaklingur
  • 23.6.1912 - 12.9.2003

María Margrét Sigurðardóttir kjólameistari fæddist á Hróarstöðum á Skaga í Húnavatnssýslu 23. júní 1912. Hún andaðist á Heilsustofnuninni á Blönduósi 12. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Aðventkirkjunni í Reykjavík 23. september.

María Þóra Finndal Sigurðardóttir (1919-2004)

  • HAH01769
  • Einstaklingur
  • 1.11.1919 - 10.8.2004

María Þóra Sigurðardóttir fæddist á Geirastöðum, Sveinsstaðahreppi í Austur-Húnavatnssýslu 1. nóvember 1919. Hún lést á Landsspítalanum í Fossvogi 10. ágúst síðastliðinn. María Þóra ólst upp á Þingeyrum hjá móður sinni og sambýlismanni hennar Hinriki Magnússyni þar til hann lést árið 1937. María Þóra flutti til þá Reykjavíkur.
Útför Maríu Þóru fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Marteinn Ágúst Sigurðsson (1922-1999) Gilá

  • HAH01770
  • Einstaklingur
  • 17.10.1923 - 27.5.1999

Marteinn fæddist í Reykjavík 17. október 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí síðastliðinn. Með bústörfum stundaði Marteinn byggingavinnu og öðlaðist síðar réttindi í húsasmíði. Hann var byggingareftirlitsmaður í Austur-Húnavatnssýslu um árabil og leiðsögumaður veiðimanna í Vatnsdalsá.
Útför Marteins fer fram frá Búrfellskirkju í Grímsnesi í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Matthías Jónsson (1917-1996)

  • HAH01773
  • Einstaklingur
  • 23.4.1917 - 24.4.1996

Matthías Jónsson kennari fæddist í Kollafjarðarnesi í Strandasýslu 23. apríl 1917. Hann lést í Landspítalanum 24. apríl síðastliðinn. Tónlistarmaður var Matthías góður, og lét mjög til sín taka í skemmtanalífi skólans á þeim vettvangi. Vakti það að sjálfsögðu mikla ánægju og gleði á dansæfingum skólans. Hann var hrókur alls fagnaðar og kom öllum í gott skap, einungis með nærveru sinni. Honum var það gefið í ríkum mæli.
Útför Matthíasar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði á mánudag.

Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

  • HAH01775
  • Einstaklingur
  • 25.11.1901 - 10.6.1988

Monika S. Helgadóttir Merkigili Fædd 25. nóvember 1901 Dáin 10. júní 1988 Monika verður jarðsungin í dag, 22. júní. Hún fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 25. nóvember árið 1901. Heim að Merkigili hélt hún og bjó þar með reisn. Hún ásamt börnum sínum og smiðum, byggði upp á Merkigili árið 1949 og var efni í húsið flutt yfir Merkigilsgljúfur á hestum.
Merkigil, var áður stórbýli og kirkjustaður sveitarinnar.

Nikólína Jóhannsdóttir (1909-2002)

  • HAH01777
  • Einstaklingur
  • 12.3.1909 - 24.3.2002

Nikólína Jóhannsdóttir fæddist í Borgargerði í Norðurárdal í Akrahreppi 12. mars 1909. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki á pálmasunnudag, 24. mars síðastliðinn. Nikólína sleit barnsskónum á fæðingarstað sínum, Borgargerði, til átta ára aldurs en flytur þá að Úlfsstöðum í sömu sveit ásamt fjölskyldu sinni. Í Kvsk nam hún þau fræði sem í hald komu um langt árabil við bústjórn innanstokks á miklu myndarheimili og varð lagin og athafnasöm hannyrðakona sem einnig fékkst við að sauma og prjóna og áhuga á garðyrkju og skógrækt hafði hún einnig. Nikólína var mikil myndarkona sem eftir var tekið hvar sem hún fór. Hún og Gísli maður hennar hófu búskap í Sólheimagerði árið 1935 og bjuggu þar góðu búi til ársins 1960 er Gísli lést fyrir aldur fram. Komin fast að níræðu lá leið hennar til Sauðárkróks á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og þar dvaldist hún síðustu árin við gott atlæti og umönnun starfsfólks.
Útför Nikólínu fer fram frá Miklabæjarkirkju í Akrahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Oddur Sigurbergsson (1917-2001)

  • HAH01780
  • Einstaklingur
  • 1.5.1917 - 14.8.2001

Oddur Sigurbergsson fæddist 19. maí 1917 og ólst upp á Eyri í Fáskrúðsfirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 14. ágúst síðastliðinn. Útför Odds fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir (1911-1995)

  • HAH01785
  • Einstaklingur
  • 28.10.1911 - 15.12.1995

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir fæddist 28. október 1911 að Þórustöðum í Bitru, Strandasýslu. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. desember síðastliðinn. Árið 1959 flytja Ólafía og Ingólfur til Akraness og bjuggu þar eftir það, fyrst að Heiðarbraut 35, síðan að Brekkubraut 17 sem þau byggðu sjálf og bjuggu þar í 28 ár. Þá fluttu þau að Höfðagrund 16 og bjuggu þar í rúm tvö ár en fluttu síðla árs 1990 inn á Dvalarheimilið Höfða. Að hausti 1993 hrakaði heilsu Ólafíu svo að hún fór á Sjúkrahúsið á Akranesi og dvaldi þar til dauðadags. Útför Ólafíu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.

Ólafur Eiríksson (1921-2005)

  • HAH01789
  • Einstaklingur
  • 13.11.1921 - 21.8.2005

Ólafur Eiríksson fæddist í Fornahvammi í Norðurárdal í Mýrasýslu 13. september árið 1921. Hann lést á Heilsugæslunni í Borgarnesi sunnudaginn 21. ágúst síðastliðinn. Ólafur bjó alla sína ævi á Grjóti í Þverárhlíð í Mýrasýslu, utan fyrsta hálfa árið, en vorið 1922 fluttu foreldrar hans með þau tvíburasystkinin að Grjóti frá Fornahvammi. Grjótsheimilið var annálað fyrir alúð og gestrisni og voru þau systkinin samhent í því að taka vel á móti gestum og gangandi.
Útför Ólafs verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Norðtungukirkjugarði.

Ólafur Hólmgeir Pálsson (1926-2005)

  • HAH01792
  • Einstaklingur
  • 7.7.1926 - 4.1.2005

Ólafur Hólmgeir Pálsson fæddist á Sauðanesi í Torfalækjarhreppi í A-Hún. 7. júlí 1926. Hann lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 4. janúar. Útför Ólafs fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík á morgun, mánudaginn 14. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Ólafur Kristinn Magnússon (1911-2010)

  • HAH01793
  • Einstaklingur
  • 6.12.1911 - 24.1.2010

Ólafur Kristinn Magnússon fæddist á Völlum á Kjalarnesi 6. desember 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. janúar 2010. Frá 1914–1930 ólst Ólafur upp hjá móðurbróður sínum Jóhanni Kr. Ólafssyni bónda í Austurey og á Kjóastöðum og konu hans Sigríði Þórarinsdóttir. Á þeim tíma dvaldi hann þó nokkra vetur hjá móður sinni í Reykjavík og sótti þar skóla. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 8. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Ólafur Thors (1892-1964)

  • HAH01800
  • Einstaklingur
  • 19.1.1892 - 31.12.1964

Ólafur Thors var fæddur 19. jan. 1892 í Borgarnesi. Ólafur Thors var í viðkynningu og samstarfi hvers manns hugljúfi, kátur, orðheppinn og gáskafullur, drenglundaður, hjálpsamur og góðgjarn. Hann var höfðinglegur og svipmikill í fasi og kunni vel að slá á þá strengi, sem við áttu hverju sinni. Við fráfall hans söknum við alþm. góðs félaga og samstarfsmanns, flokksmenn hans harma missi mikils og giftudrjúgs foringja og þjóðin öll á á bak að sjá miklum stjórnmálamanni. Með honum er horfinn af Alþingi svipmikill og einstæður persónuleiki, — maður, sem var dáður af samherjum sínum, mikilisvirtur og viðurkenndur af öllum andstæðingum.

Ólafur V Noregskóngur (1903-1991)

  • HAH01801
  • Einstaklingur
  • 2.7.1903 - 17.1.1991

Ólafur V Noregskonungur, konungur fólksins, sem lést 17. janúar sl. 87 ára að aldri, var lagður til hinstu hvílu í konunglegri grafhvelfingu Akershus-kastala í Óslóarfirði í gær. Um 100.000 Norðmenn voru samankomnir við kastalann til að votta konunginum virðingu sína. Kóngafólk og stjórnmála leiðtogar frá a.m.k. 100 lönd um voru viðstödd útförina. Einnar mínútu þögn ríkti um allan Noreg á hádegi í gær og 21 heiðursskoti var síðan hleypt af fallbyssum þegar útförinni lauk.

Um það bil 3.000 hermenn með riffla stóðu vörð á leið líkfylgdar innar. Öryggiseftirlit lögreglu var gífurlegt vegna hótana Íraka um hryðjuverk í þeim löndum er styðja fjölþjóðaherliðið við Persaf lóa.

Ólafur konungur var tákn and stöðu gegn nasistum í síðari heimsstyrjöldinni og hann var virtur og dáður fyrir alþýðleika sinn. "Ólafur konungur var per sónugervingur baráttu okkar fyrir varðveislu sjálfstæðis okkar á erf iðum tímum," sagði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra í dómkirkjunni í Ósló.

Ólafur tók við konungdómi við dauða föður síns árið 1957 og Haraldur, eini sonur hans, hefur þegar tekið við af honum. Harald ur fór fyrir líkfylgdinni sem fór um götur Óslóar frá konungshöll inni. Kistan var sveipuð rauðum og gulum fána.

Á meðal erlends tignarfólks, sem var viðstatt útförina, voru 15 konungar, drottningar, prinsar og prinsessur og tylft þjóðhöfðingja. Af kóngafólki má nefna Karl Bretaprins, Margréti Danadrottningu, Naruhito, krónprins Japans, Juan Carlos Spánarkon ung, Baudouin Belgíukonung, Karl Gústaf Svíakonung og Konstantín, fyrrverandi konung Grikklands. Dan Quayle, varaforseti Bandaríkjanna, flaug til Óslóar meðan á athöfninni stóð til að votta Haraldi konungi samúð þjóðar sinnar. Meðal annarra háttsettra erlendra sendimanna má nefna Richard von Weizsäcker, forseta Þýskalands, og Gennadíj Janajev, varaforseta Sovétríkjanna. Útlagastjórn Kúveits sendi menntamálaráðherra sinn, Ali al-Shamlan, til jarðarfararinnar en Írakar sendu engan. Vigdís Finnbogadóttir forseti, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra voru viðstödd útförina fyrir Íslands hönd. Jón Sigurðsson var staðgengill utanríkisráðherra.
Strangt öryggiseftirlit hefði sennilega skotið Ólafi konungi skelk í bringu en hann gekk einn um götur Óslóar vel fram á efri ár. Er hann var eitt sinn spurður, hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að ganga um aleinn, sagði hann: "En ég hef fjórar milljónir lífvarða," - norsku þjóðina.

Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir (1892-1968)

  • HAH01502
  • Einstaklingur
  • 4.7.1892 - 7.4.1968

Húsfreyja á Grund, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var á Grund, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Þverárhreppi. Fóstursonur: Friðbjörn Jósafatsson, f. 12.3.1921.

Ingibjörg Jóna Ísaksdóttir Briem (1889-1979)

  • HAH01485
  • Einstaklingur
  • 3.9.1889 - 7.7.1979

Húsfreyja á Melstað, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Á Melstað var og miðstöð félagslífs sveitarinnar. Þar var samkomustaður, unz Ungmennafélagið Grettir reisti samkomuhús á Laugarbakka, þar sem nú er félagsheimilið Ásbyrgi. Prestshjónin
studdu með ráðum og dáð alla félagsstarfsemi í héraðinu, einkum þó söng- og leikstarf. Prestsfrúin sá um fjölmargar erfidrykkjur. Eitt sinn fór fram á heimilinu búnaðarnámskeið, sem stóð í viku.
Allan þennan tíma fengu ráðunautar og kunningjar úr sýslunni margvíslega fyrirgreiðslu og var þó engum öðrum gestum vísað frá. Oft var barnaslbóli staðsettur á Melstað. Voru þar stundum um 20 börn í heimili. Melstaður er og var í þjóðbraut. Þangað komu gestir víða að úr öllum stéttum og af ýmsu þjóðerni.

Ólafur Þórir Jónsson (1914-1996)

  • HAH01803
  • Einstaklingur
  • 28.10.1914 - 30.3.1996

Ólafur Þórir Jónsson var fæddur á Grettisgötu 35b í Reykjavík þann 28. október árið 1914. Hann lést í Landspítalanum 30. mars 1996. Þá hóf hann nám í rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og hjá föður sínum og starfaði hann við þá iðn alla tíð. Ása Sigurbjörg var heimavinnandi húsmóðir, en vann jafnframt því heima við saumaskap og fleira. Barnabarnabörn þeirra eru fimm talsins. Útför þeirra Ólafs Þóris og Ásu Sigurbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag 12.4. 1996 og hefst athöfnin kl. 13.30.

Ólöf Guðmundsdóttir (1918-2002)

  • HAH01807
  • Einstaklingur
  • 10.3.1918 - 5.9.2002

Ólöf Guðmundsdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 10. mars 1918. Hún lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 5. september síðastliðinn. Ólöf ólst upp í Flatey og stundaði þar öll almenn störf. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Blönduósi í 2 vetur. Hún var húsmóðir á Ytri-Löngumýri, Austur-Húnavatnssýslu, frá 1945. Síðustu árin dvaldi hún í Sunnuhlíð í Kópavogi. Kveðjuathöfn verður frá Kópavogskirkju í dag og hefst hún klukkan 15. Jarðsett verður í heimagrafreit á Guðlaugsstöðum laugardaginn 14. september klukkan 14.

Ólöf Ragnheiður Jóhannsdóttir (1908-1991)

  • HAH01808
  • Einstaklingur
  • 20.3.1908 - 3.4.1991

Á Löngumýri voru því Ólafar bernsku- og æskuspor og sjálf bjó hún hér ætíð á næsta bæ, Krossanesi, ásamt manni sínum, Sigurði Óskarssyni.

Ólöf Þorsteinsdóttir (1916-2013)

  • HAH01809
  • Einstaklingur
  • 11.3.1916 - 25.3.2013

Ólöf Þorsteinsdóttir fæddist 11. mars 1916 í Langholti í Flóa. Hún lést á Landspítalanum 25. mars 2013. Árið 2000 flutti Ólöf að Dalbraut 27, en þar bjó hún til hinstu stundar. Ólöf ólst upp í foreldrahúsum og var heima í Langholti langt fram á unglingsár og tók virkan þátt í heimilishaldinu og búskapnum. Hún var síðan á Húsmæðraskólanum á Blönduósi í tæp tvö ár, en fór svo að vinna ýmsa vinnu. Fljótlega fór hún að hafa áhuga á saumaskap og vann við það í mörg ár. Útför Ólafar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 5. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15.

Óskar Ágústsson (1920-2011)

  • HAH01813
  • Einstaklingur
  • 8.11.1920 - 27.7.2011

Óskar Ágústsson, íþróttakennari á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu, fæddist 8. nóvember 1920. Hann lést 27. júlí 2011, á 91. aldursári.
Óskar fæddist að Brú í Stokkseyrarhreppi en ólst upp í Sauðholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Útför Óskars Ágústssonar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 9. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13.

Óskar Halldór Maríusson (1934-2011)

  • HAH01815
  • Einstaklingur
  • 23.6.1934 - 28.12.2011

Óskar Maríusson, efnaverkfræðingur, fæddist á Akranesi 23. júní 1934. Hann lést á heimili sínu 28. desember 2011. Útför Óskars fer fram frá Seljakirkju í dag, 6. janúar 2012 og hefst kl. 13.

Óskar Sumarliðason (1904-1992)

  • HAH01816
  • Einstaklingur
  • 29.7.1904 - 233.7.1992

Í dag er gerð frá Hjarðarholtskirkju í Laxárdal útför Óskars Sumarliðasonar, fyrrverandi rafstöðvarstjóra í Búðardal. Hann var fæddur í Búðardal 29. júlí 1904,

Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir (1925-2008)

  • HAH01819
  • Einstaklingur
  • 21.7.1925 - 20.11.2008

Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir fæddist á Efra-Núpi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu 21. júlí 1925. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 20. nóvember síðastliðinn. Pálína Ragnhildur ólst upp hjá foreldrum sínum á Efra-Núpi. Veturinn 1945-1946 var hún við nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Pálína Ragnhildur og Hjalti bjuggu í 7 ár á Melstað en árið 1954 keyptu þau Hrafnagil í Eyjafirði í félagi við Zóphonías bróður Hjalta og árið eftir keyptu þau hans hlut. Þau hættu búskap á Hrafnagili árið 1989 og í september árið 2000 flutti hún á Dvalarheimilið Hlíð.
Útför Pálínu Ragnhildar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Guðrún Aradóttir (1909-1995)

  • HAH01811
  • Einstaklingur
  • 27.9.1909 - 24.12.1995

Ósk Guðrún Aradóttir fæddist á Móbergi í Langadal 27. september 1909. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 24. desember síðastliðinn. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Guðrún og Páll fyrir norðan, á Móbergi í Langadal og Glaumbæ í Langadal. Árið 1951 fluttu þau ásamt sonum sínum til Vestmannaeyja og hófu búskap í V-Þorlaugargerði. Árið 1985 flytja þau að Heiðarvegi 38 í Vestmannaeyjum þar sem þau voru farin að reskjast, vildu minnka við sig og komast nær bænum. Guðrún hélt sínum hætti og alltaf var heitt á könnunni og heimilið var hlýtt og notalegt. Í byrjun ársins 1995 fór hún að dvalarheimili aldraðra, Hraunbúðum, þar sem hún dvaldi til síðasta dags. Það þótti sérstakt á sínum tíma þegar þau Páll og Guðrún fluttu inn í veröld Ofanbyggjara í Vestmannaeyjum árið 1951, búferlum úr Langadal af Norðurlandi. Það þótti sérstakt að bóndi af fastalandinu skyldi halda út í Eyjar til þess að yrkja jörðina.
Útför Óskar Guðrúnar fór fram frá Landakirkju 30. desember.

Páll Sveinsson (1911-1994)

  • HAH01828
  • Einstaklingur
  • 24.12.1911 - 15.6.1994

Páll Sveinsson fæddist 24. desember 1911 að Stórutungu í Bárðardal. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Páls Sveinssonar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag.

Páll Tómasson (1902-1990)

  • HAH01829
  • Einstaklingur
  • 4.10.1902 - 22.1.1990

Páll Tómasson húsasmíðameistari, Skipagötu 2, Akureyri, var borinn til moldar mánudaginn 22. janúar sl. .

Pétur Björnsson (1921-1997)

  • HAH01836
  • Einstaklingur
  • 10.3.1921 - 5.5.1997

Pétur Björnsson fæddist á Fallandastöðum í Hrútafirði 10. mars 1921. Hann lést á heimili sínu hinn 5. maí síðastliðinn.
Útför Péturs fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Pétur Hafsteinn Guðlaugsson (1941-2006)

  • HAH01838
  • Einstaklingur
  • 21.12.1941 - 19.5.2006

Pétur Hafsteinn Guðlaugsson fæddist á Mörk á Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 21. desember 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí síðastliðinn. Pétur starfaði víða, Árið 1995 fluttu Pétur og Halldóra til Reykjavíkur í Austurbrún þar sem þau bjuggu. Pétur hóf störf hjá Vélaveri 1996 þar sem hann starfaði meðan heilsan leyfði.
Soffía Ólafsdóttir systir þeirra Brandsstaðabræðra bjó uppi á Laxárdal með manni sínum Guðlaugi Péturssyni. Þau skildu og hættu búskap. Soffía flutti til bræðra sinna í Brandsstaði með börn sex börn, Pétur var eitt þeirra. Þetta var mikið dugnaðarfólk og krakkarnir létu ekki sitt eftir liggja við heyskapinn. Strákarnir stóðu við slátt með litlu orfunum sínum flesta daga, þrátt fyrir ungan aldur, sá elsti var 10 eða 11 ára. Vannst þeim undra vel og sýndu strax að þar færu efni í mannskapsmenn. Dvöl Soffíu og barna á Brandsstöðum varð ekki löng og fór hún sem ráðskona að Æsustöðum til sr. Birgis Snæbjörnssonar.
Sigurjón á Brandsstöðum missti heilsuna á besta aldri. María rak bú þeirra af aðdáanlegum dugnaði, en eftir lát Sigurjóns seldi hún Pétri Guðlaugssyni og konu hans Maríu bú sitt og jarðarhelming. Fluttist Pétur með konu sinni, syni og tveimur dætrum í Brandsstaði. Pétur var ágætur bóndi en auk þess snillingur við vélaviðgerðir en við þær hafði hann unnið í Reykjavík um árabil.
Pétur og María kona hans skildu. Dæturnar Soffía og Guðrún ólust upp hjá föður sínum, en sonurinn Valur flutti burt með móður sinni.
Nokkru síðar hóf Pétur sambúð með Önnu Jóhannesdóttur frá Sólvöllum í Hólmi. Allmörgum árum síðar skildu leiðir þeirra. Losnaði þá fljótlega um búskap Péturs og fékk hann bú og jörð í hendur Guðrúnu dóttur sinni og þáverandi sambýlismanni hennar Guðmundi Sveinssyni. Pétur flutti til Reykjavíkur og stundaði þar viðgerðir bíla og búvéla enda eftirsóttur til þeirra starfa. Allmörg síðustu ár bjó Pétur með Halldóru Jónmundsdóttur framkvæmdastjóra, áður bónda á Auðkúlu.
Útför Péturs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Rafn Sveinsson (1941)

  • HAH01848
  • Einstaklingur
  • 3.10.1941-

Tónlistarmaðurinn Rafn Sveinsson hefur verið fyrirferðarmikill í tónlistarlífinu á Akureyri undanfarna áratugi. Rafn sem er trommuleikari, hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og einnig verið með sínar eigin hljómsveitir í gegnum tíðina. Rafn hefur nú sent frá sér nýjan 12 laga hljómdisk og er hann gefinn út af tvennu tilefni.

Ragnar Ingi Tómasson (1946-2009)

  • HAH01851
  • Einstaklingur
  • 8.9.1946 - 18.11.2009

Ragnar Ingi Tómasson fæddist á Blönduósi 8. september 1946. Hann lést á líknardeild Landsspítalans á Kópavogi 18. nóvember 2009. Ragnar Ingi ólst upp á Blönduósi og bjó þar alla ævi ef frá eru talin síðastliðin tvö ár, þar sem hann bjó í Reykjavík. Ragnar Ingi og Steinunn Anna fluttu til Reykjavíkur árið 2007. Ragnar Ingi vann fyrir bændur í Austur Húnavatnssýslu lengst af sinni starfsævi. Málefni bænda og landsbyggðar, Húnaþings og ekki síst Blönduóss voru honum afar hugleikin.
Ragnar verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag. 27. nóvember, og hefst athöfnin kl. 13.

Ragnar Magnús Auðunn Blöndal (1918-2010)

  • HAH01855
  • Einstaklingur
  • 29.6.1918 - 15.9.2010

Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal fæddist í Stykkishólmi hinn 29. júní 1918. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 15. september síðastliðinn. Útför Magnúsar fer fram frá Grensáskirkju í dag, 29. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Ragnheiður Daníelsdóttir (1932-2006)

  • HAH01860
  • Einstaklingur
  • 22.5.1932 - 16.7.2006

Ragnheiður Daníelsdóttir fæddist á Bárustöðum í Andakílshreppi í Borgarfirði 22. maí 1932. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 16. júlí síðastliðinn. Ragnheiður og Árni stunduðu blandaðan búskap í Hjarðarási í 25 ár. Eftir það vann hún ýmis störf á meðan heilsan leyfði.
Útför Ragnheiðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Ragnhildur Helga Magnúsdóttir (1920-2003)

  • HAH01866
  • Einstaklingur
  • 16.8.1920 - 1.10.2003

Ragnhildur Helga Magnúsdóttir fæddist á Efri-Sýrlæk í Flóa 16. ágúst árið 1920. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. október síðastliðinn.
Útför Ragnhildar fór fram í kyrrþey.

Ragnhildur Stefánsdóttir (1931-2007)

  • HAH01869
  • Einstaklingur
  • 18.4.1931 - 6.12.2007

Ragnhildur Stefánsdóttir fæddist á Brunngili í Bitru hinn 18. apríl 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga að morgni 6. desember síðastliðins, eftir stutta legu þar. Ragnhildur ólst upp á Brunngili til 9 ára aldurs, fluttist fjölskyldan þá að Geithóli og síðar að Reykjum í Hrútafirði. Þegar Ragnhildur var 16 ára fluttu þau að Haugi í Miðfirði.
Ragnhildur verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Róbert Jack (1913-1990)

  • HAH01874
  • Einstaklingur
  • 5.8.1913 - 11.2.1990

Prestur í Heydölum í Breiðdal, Múl. 1944-1947 og Miðgörðum í Grímsey frá 1947. Prestur í Grímsey og á Tjörn á Vatnsnesi. Prestur í Grímsey 1950. Var á Tjörn I, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kópavogi.

Rósa Guðjónsdóttir (1933-2006)

  • HAH01876
  • Einstaklingur
  • 25.4.1933 - 3.5.2006

Rósa Guðjónsdóttir fæddist á Hvammstanga 25. apríl 1933. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 3. maí síðastliðinn. Rósa ólst upp á Vatnsnesi og Vesturhópi hjá móður sinni og hennar fólki. Rósa og Magnús hófu búskap á Hvammstanga 1952. Þau reistu sér hús á Garðavegi 8 sem þau fluttu í 1955 og bjuggu í alla tíð síðan. Rósa var hafsjór af fróðleik og leitaði ég oft til hennar með ættfræðispurningar og vangaveltur í þeim efnum.
Útför Rósu verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Páll Ísleifur Vilhjálmsson (1936-1968)

  • HAH01823
  • Einstaklingur
  • 17.8.1936 - 5.2.1968

Þann 5. febrúar sl. fórst vélbáturinn Heiðrún frá Bolungarvík með 6 menn innanborðs, einn þessara sex var Páll Ísleifur Vilhjálmsson frá Brandaskarði, A.-Hún. Páll var yngsta barn þeirra Jensínu Hallgrímsdóttur og Vilhjálms Benediktssonar bónda í Brandaskarði A-Hún. Jensína var Bolvíkingur en réðist tvítug að aldri norður í Húnavatnssýslu. Þar giftist hún Vilhiálmi Benediktssyni, húnvetnskum bóndasyni og hófu þau búskap árið 1930 á eignarjörð Vilhjálms, Brandaskarði, og eignuðust fimm börn.
Þau Jensína og Vilhjálmur voru um margt ólík, hún var skapmikil, en glöð og létt í lund, góður fulltrúi hinna óvilsömu Bolvíkinga, hamhleypa til allra verka og aldrei óvinnandi. Vilhjálmur var skáldmæltur vel og kaus gjarnan að sitja með penna í hönd og una í sínum draumaheimi en það var ekki hent fátækum bónda, og það áttu þau Vilhjálmur og Jensína sameiginlegt að þau vildu ekki vera upp á aðra komin.
En til þess að bjargast áfram á þeim kreppuárum, sem þau hófu búskap varð að vinna hörðum höndum og Vilhjálmur lét ekki sitt eftir liggja að vinna fyrir hópnum sínum en leitaði sér svo styrks í kveðskap þegar þreytan var að buga hann. Hann lýsir því sjálfur í einni vísu sinni:
Oft mér hugljúft yndi bar
ómþýð ljóðahending.
Hún í erjum vetrar var
vörn og þrautalending.

Með samstilltu átaki þeirra og hlífðarlausri vinnu búnaðist þeim fljótt vel og er börnin komust á legg voru þau dugleg að hjálpa og lét Páll ekki sinn hlut ekki eftir liggja þó yngstur væri, sérstaklega var hann góður og hjálpsamur móður sinni.
Páll var greindur vel og skemmilegur í viðmóti og fljótur til svars og lét ekki sinn hlut fyrir neinum og kærði sig kollóttan hvort hann deildi við kóng eða klerk.
Fríður sýnum var Páll meðsérkennileg leiftrandi augu, sem stundum virtust sjá út yfir hinn þrönga vanalega sjóndeildarhring.
Páll dvaldist nær óslitið í foreldrahúsum til 18 ára aldurs en þá slasaðist hann alvarlega og var vart hugað líf, og samur maður varð hann aldrei. Hann fór að heiman og dvaldi víða, vann ýmist til sjós eða lands og þótti hvarvetna hinn bezti starfsmaður.

Páll Sveinbjörnsson (1909-1970)

  • HAH01827
  • Einstaklingur
  • 8.3.1909 - 3.6.1970

Verslunarmaður og bifreiðarstjóri á Sauðárkróki. Bílstjóri á Kjalarlandi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Páll, er var Húnvetningur að ætt og uppruna, fæddist að Kjalarlandi 8. marz 1909 og ólst þar upp til fullorðinsára. Skapgerð Páls var með nokkrum litbrigðum. Tilfinningasemi hans gat stundum jaðrað við barnaskap og skammt á milli hryggðar og gleði, kvíða og tilhlökkunar. Hann kunni frá mörgu að segja og komst oft mjög skemmtilega að orði. Samlíf þeirra hjóna var ástúðlegt og skilningsríkt. Var Páll stjúpbörnum sínum góður og tillitssamur. Mun hann hafa gengið einu þeirra, Soffíu, í föðurstað í þess orðs beztu merkingu. Eins og áður segir urðu kymni okkar ekki löng. Maðurinn með ljáinn stóð feti nær en okkur varði. Páll lagðist banaleguna í marz og lá heima fyrstu 10 vikurnar, oftast þungt haldinn. Annaðist kona hans hann af mikili umhyggju og fórnfýsi. Gekk hún sjálf engan veginn heil til skógar en lét það lítt á sig ganga. Bar hún hvoru tveggja með aðdáunarverðum hetjuskap. Páli var ekkert illa gefið, en margt vel. Og þrátt fyrir eitt og annað mótdrægt og sárt, var hann lánsamur. En mesta lán hans hygg ég hafi vepið að hann var kallaður yfir landamærin á undan konu sinni.

Ólafur Emil Ingiberg Ingimarsson (1921-1971)

  • HAH01790
  • Einstaklingur
  • 26.9.1921 - 27.3.1971

Ólafur fæddist á Skarfshóli í Miðfirði, V-Hún., 26. sept. 1921. Ungur fluttist hann til Hvammstanga með foreldrum sínum og systrum, ólst þar upp og dvaldi þar síðan til 22 ára aldurs. Árið 1944 andaðist móðir hans og eftir það fluttust þeir feðgar hingað til Reykjavíkur.

Matthías Guðmundsson (1895-1970)

  • HAH01772
  • Einstaklingur
  • 3.6.1895 - 12.10.1970

Matthías Guðmundsson fæddist á Bálkastöðum í Hrútafirði 3. júní 1895. Hann dó á Elliheimilinu Grund 12. okt. í haust. Matthías veiktist af heilahimnubólgu á fermingaraldri, og afleiðingar af þeim sjúkdómi bar hann alla ævi. Strax í æsku var hann alvörumaður og eignaðist aldrei þá gleði, sem einkennir þroskaárin. Í framkomu var hann hægur og fáskiptinn og leitaði lítt á aðra, en ef hann var ávarpaður, var hann þægilegur og viðræðugóður. Ef menn beindu gáskafullum orðum til Matta, svo var hann oftast kallaður af kunnugum, þá svaraði hann fljótt og vel þeim, er skeytið sendi og varð sá hinn sami feginn að þagna. Örvarnar hans Matta hittu jafnan í mark og gleymast ekki þeim er heyrðu. Eftir, að foreldrar Matthíasar og systkinanna dóu, bjó Matthías á jörðinni Fallandastöðum á móti Birni bróður sínum. Helga systir hans matreiddi, þjónaði honum og sá um heimilið. Búið var lítið en vel um það hirt og gaf því góðan arð.

Alltaf átti Matti liðleg reiðhross og fóðraði þau og hirti af snilld og nákvæmni. Að loknum önnum dagsins lét Matti það oft eftir sér að bregða sér á hestbak, og á þessum stuttu reiðtúrum tamdi og þjálfaði hann hesta sína. Einn af beztu reiðhestum Matta var jarpur hestur, sem hann nefndi Ófeig. Myndin sem fylgir þessum línum, er af honum og Matta. Það sést glöggt af myndinni að samkomulagið rnilli hests og manns er gott, þar eiga sér ekki stað, átök eða sviftingar.

Meðan Matti var heima, lagði hann mikla alúð í fóður og hirðingu á Ófeigi og það svo, að orð var á gert. Það voru ekki stjúpmóður hendur, sem struku um háls, bak og lendar Ófeigs í þá daga. Nei, það voru hlýjar hendur hans Matta, sem voru að votta gæðingnum þakklæti hans fyrir ógleymanlegan sprett. Oft kom það fyrir, er Matthías var á ferðinni á Ófeigi, að hann tók lagið um leið og hesturinn þaut á sprett. Lund knapans léttist í samskiptum við góðhestinn og hann sjálfur verður stærri og betri maður. En nú eru þeir báðir horfnir og söngur Matthíasar og hófadynur Ófeigs þagnaður á reiðgötum Hrútafjarðar.
Þegar mæðiveikin geysaði um sveitir landsins hjó hún stórt skarð í lítil og stór bú, varð þá margur bóndinn að leita sér atvinnu fjarri heimili sínu, um lengri eða skemmri tíma. Litla búið hans Matta á Fallandastöðum varð fyrir þungum áföllum af fjárpest þessari og varð þess valdandi að Matti varð að leita hingað til Reykjavíkurborgar með atvinnu. Á fyrsta eða öðru ári, sem Matti dvaldist hér syðra, vann hann á Keflavíkurflugvelli og hafði það ár allgóðar tekjur. En næstu árin á eftir var atvinna lítil og tekjur rýrar. En einmitt þá varð Matti að bera há gjöld, hann var annar hæsti gjaldandi Staðarhrepps það ár, og ennfremur átti hann að greiða háar upphæðir til Reykjavíkurborgar. Þegar allar þessar kröfur dundu á Matta, tók einn kunningi hans að sér að fara til borgarstjórans, sem þá var Gunnar Thoroddsen, og skýra fjárhag Matta fyrir honum. Borgarstjórinn gaf verjanda Matta góða áheyrn. Og eftir að hafa hlustað á sögu hans og athugað alla aðstæður, lét hann allar kröfur Reykjavíkurborgar á hendur Matthíasi niður falla. Fyrir þennan mannlega skilning og drengilegan þátt Gunnars Thoroddsen var Matthías honum þakklátur alla ævi. Já, hér var vissulega nóg að gert, þótt Reykjavíkurborg færi ekki að bæta pinklum á Skjónu.
Á næstu árum hnignaði heilsa Matta svo, að hann varð að fara á Elliheimilið Grund. Á fyrstu árum Matta hér í borginni, bjó hann í litlu húsi, sem stóð við hliðina á Hallgrímskirkju, sem þá var að rísa af grunni. Þetta hús var svo lítið, að aðeins einn dívan komst undir hvora hlið og ef setið var á þeim komu hné saman. En þótt húsið væri lítið var hjarta Matthíasar stórt og hlýtt. Þarna inni í litla húsinu á Skólavörðuholtinu fékk margur inni hjá Matthíasi um lengri eða skemmri tíma án endurgjalds.

Magnús Vigfússon (1881-1965)

  • HAH01735
  • Einstaklingur
  • 8.10.1881 - 25.4.1965

Magnús Vigfússon 8. október 1881 - 25. apríl 1965 Bóndi á Breiðabólsstað, Vesturhópshólasókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Þingeyrum og Vatnsdalshólum í Sveinsstaðarhr., A-Hún.
Hann fæddist að Vatnsdalshólum 8. okt. 1881. Voru foreldrar hans þau hjónin Vigfús Filippusson og Ingibjörg Björnsdóttir, sem lengi bjuggu þar. Var faðir hans Rangvellingur að ætt alinn upp hjá Magnúsi Stephensen kammerráði í Vatnsdal í Fljótshlíð og bar Magnús nafn hans. Móðir hans Ingibjörg var uppalin hjá Ingiríði Pálmadóttur í Sólheimum hinni mestu merkiskonu, en faðir hennar var Björn I Björnsson frá Valadal í Skagafirði.
Magnús ólst upp í Vatnsdalshólum hjá foreldrum sínum og í efnilegum syskinahópi. Meðal þeirra var Kristján járnsmiður og bóndi í Vatnsdalshólum, en hann andaðist á síðastliðnu hausti níræður að aldri, og Filippus (1875-1955) í Langaskúr 1910, Filippusarbæ (Baldurshaga) 1916-1917 og á Jaðri 1920-1930 á Blönduósi.

Salvör Jakobsdóttir (1920-2007)

  • HAH01880
  • Einstaklingur
  • 29.8.1920 - 11.3.2007

Salvör Jakobsdóttir fæddist í Vopnafirði 29. ágúst 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars sl. Útför Salvarar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 20. mars. Hefst athöfnin kl. 13.00.

Sigríður Björnsdóttir (1907-2001)

  • HAH01889
  • Einstaklingur
  • 13.1.1907 - 20.10.2001

Sigríður Björnsdóttir fæddist á Ísafirði 13. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. október síðastliðinn. Sigríður ólst upp fyrstu árin á Ísafirði en fluttist til Reykjavíkur og síðan til Hafnarfjarðar. Sigríður og Árni bjuggu frá árinu 1933 í Einarsnesi 21 (sem þá hét Hörpugata) í Skerjafirði. Þau höfðu bæði mikinn áhuga á ræktun trjáa, berja og ýmissa matjurta og ber garðurinn í Einarsnesinu þess enn vitni. Jarðarberjauppskeran fór t.d. oft yfir 300 pund þegar vel áraði. Sigríður flutti árið 1995 að Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey að hennar ósk í Fossvogskapellu hinn 30. október.

Sigríður Einarsdóttir (1902-1992)

  • HAH01891
  • Einstaklingur
  • 4.10.1902- 24.6.1992

Sigríður Einarsdóttir frá Eyrarlandi Fædd 4. október 1902 Dáin 24. júní 1992 Hún fæddist í dagrenningu þessarar aldar og dó skömmu fyrir sólarlag hennar. Langri ævi merkrar konu er lokið - á meðal okkar hún sofnaði svefninum langa inn í Jónsmessunóttina. Einkennandi fyrir hana, sem unni vorinu svo sem hún lýsti sjálf fyrir skömmu í bréfi: " . . . sem krakki fylltist ég svo sterkri ógn um leið og byrjaði að snjóa og skildi ekki fullorðna fólkið sem tók þessu með jafnaðargeði. Þá byrjaði ég strax að þrá vorið með lítil lömb, grænan gróður, blóm og fuglasöng".
Hún hét Sigríður Einarsdóttir og fæddist, ólst upp og bjó nánast alla sína ævi á Eyrarlandi, nú í Eyjafjarðarsveit.
Hún kvaddi þennan heim á þann veg sem hún var svo oft búin að óska sér - með fullri reisn. Hún skrifaði fyrir tveimur árum: "Þetta sígur allt til þessarar einu áttar sem við öll hljótum að feta, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Ég segi bara með Davíð: "fyrr að kallið kemur, þá kem ég glaður um borð". Og hún kom svo sannarlega glöð um borð.
Hún skrifaði einnig: "Gamla fólkið okkar er alltaf að kveðja og ég samfagna því og gleðst með þeim sem eiga þörf á hvíldinni".
Útför hennar fer fram á Akureyrarkirkju í dag og enn skrifar hún: "Í þeirri kirkju er hljóður helgiblær, þar líður mér vel." Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið eiginmanns síns, í Kaupangskirkjugarði, í sveitinni hennar fögru.

Sigríður Guðvarðsdóttir (1921-1997)

  • HAH01894
  • Einstaklingur
  • 1.7.1921 - 26.3.1997

Sigríður Guðvarðsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1921. Hún lést á Sauðárkróki 26. mars síðastliðinn.

Sigríður Gunnarsdóttir (1916-2005)

  • HAH01895
  • Einstaklingur
  • 21.8.1916 - 10.9.2005

Sigríður Gunnarsdóttir fæddist í Grænumýrartungu í Hrútafirði í Strandasýslu 21. ágúst 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. september síðastliðinn. Sigríður fæddist og ólst upp í Grænumýrartungu í Hrútafirði. Haustið 2001 flytja þau hjónin í þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Dalbraut 21 og eftir missi eiginmanns síns flytur Sigríður í þjónustumiðstöðina á Dalbraut 27.
Útför Sigríðar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Sigríður Halldórsdóttir (1906-2001)

  • HAH01896
  • Einstaklingur
  • 12.9.1906 - 2.8.2001

Sigríður Halldórsdóttir frá Orrahóli fæddist 12. september 1906 í Magnússkógum í Hvammssveit í Dalasýslu. Sigríður ólst upp í foreldrahúsum í Magnússkógum. Útför Sigríðar fer fram frá Staðarfellskirkju á Fellsströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Jónína Ólafsdóttir (1892-1989)

  • HAH01901
  • Einstaklingur
  • 20.8.1892 - 15.5.1989

Jónína fæddist að Urðarbaki í Vestur-Húnavatnssýslu 20. ágúst 1892, hún andaðist 15. maí á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Andlát hennar kom ekki ættingjum eða vinum á óvart. Níutíu og sex ára gömul kona með dvínandi lífsþrek sofnaði síðasta blund. Hún bjó þá á Hvammstanga með seinni manni sínum, Guðmundi Gunnarssyni kaupmanni.

Sigríður Kristín Sumarliðadóttir (1916-1997)

  • HAH01903
  • Einstaklingur
  • 8.5.1916 - 17.9.1997

Sigríður Sumarliðadóttir fæddist í Tungugröf í Strandasýslu 8. maí 1916. Hún lést í Keflavík 17. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. september. Matráðskona á Súgandafirð, Vinnudagur hennar var óhemjulangur, hún átti einn frídag í viku en alla hina dagana vann hún til 22.30 og stundum lengur. Hún kvartaði samt ekki og virtist aldrei vera þreytt. Vinnan gaf henni mikið og var hennar líf, mötuneytið var í raun heimili hennar. "Kostgangarahópurinn var fjölbreyttur, margt ungt fólk sem var að fara að heiman í fyrsta skipti og kunni misvel fótum sínum forráð. Einnig voru margir eldri í hópnum sem höfðu farið víða og gengið misvel í lífinu. Sigga var alltaf tilbúin að spjalla og reyna að leiðbeina þessu fólki. Hún fylgdist með ástarævintýrum og tók þátt í ástarsorgunum og hafi hún brosað að okkur í laumi tókst henni að halda því vandlega leyndu."

Sigríður Kristjánsdóttir (1920-2000)

  • HAH01904
  • Einstaklingur
  • 1.5.1920 - 12.4.2000

Sigríður Kristjánsdóttir fæddist á Seljalandi undir Eyjafjöllum 1. maí 1920. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. apríl síðastliðinn. Sigríður sinnti almennum bústörfum á æskuheimili sínu. Hún stofnaði nýbýlið Ytra-Seljaland með eiginmanni sínum árið 1944 og hafa þau búið þar síðan og byggt þar upp hús og jörð. Útför Sigríðar fer fram frá Stóradalskirkju laugardaginn 22. apríl og hefst athöfnin klukkan 15.

Sigríður Pálsdóttir (1909-2003)

  • HAH01905
  • Einstaklingur
  • 17.12.1909 - 2.3.2003

Sigríður Pálsdóttir fæddist á Víðidalsá í Strandasýslu 17. desember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 2. mars síðastliðinn.
Þegar hún var komin yfir áttrætt fluttist hún á Selfoss. Henni fannst bærinn ágætur en ljótur. Hún saknaði fegurðar Eyjafjarðar. Um það bil sem hún flutti suður tók sjóninni að hraka og loks varð hún nánast blind. Þá heyrðist hún segja: "Mér líkar bara vel á Selfossi eftir að ég missti sjónina."
Útför Sigríðar verður gerð frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigríður Sigfúsdóttir (1921-1998)

  • HAH01907
  • Einstaklingur
  • 9.11.1921 - 24.2.1998

Sigríður Sigfúsdóttir var fædd á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 9. nóvember 1921. Hún lést á Landspítalanum 24. febrúar síðastliðinn. Útför Sigríðar var gerð frá Fossvogskapellu 4. mars, í kyrrþey að ósk hinnar látnu.

Sigríður Sigurðardóttir (1923-1995)

  • HAH01908
  • Einstaklingur
  • 15.2.1923 - 16.6.1995

Sigríður Sigurðardóttir var fædd í Reykjavík hinn 15. febrúar 1923. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 16. júní síðastliðinn. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00.

Sigríður Sigurjónsdóttir (1916-1995)

  • HAH01909
  • Einstaklingur
  • 21.3.1916 - 30.4.1995

Var á Grundarstíg 4 a, Reykjavík 1930. Sundkennari, síðar forstjóri Sundhallarinnar í Reykjavík. Húsfreyja á Hurðarbaki í Reykholtsdal um árabil. Flutti í Borgarnes 1995. Þarna í dalverpinu við Varmá reis svo nokkur húsaþyrping og höfðu flestir íbúanna framfæri sitt af verksmiðjurekstrinum. Þarna var leyst af hendi brautryðjandastarf í iðnaði, þar sem unnið var úr íslenskri ull, með vatnsafl og jarðhita sem orkugjafa. Sannarlega lofsvert framtak, sem sýndi glögglega umbótavilja ¬ og reyndar hugrekki að leggja allt undir.

En Sigurjón lét ekki sitja við verksmiðjureksturinn einan. Hann var einn af vormönnum Íslands og vildi efla alla dáð. Ekki var nóg að tala um sjálfstæði. Líka varð að sækja að því í verki. Því var nauðsynlegt að efla hreysti og heilbrigði líkamans. Það gerði hann með því að koma á fót íþróttaskóla og byggja sundlaug. Þangað átti æskan að sækja sér þrótt og heilbrigði.

Þetta var það umhverfi, sem Sigríður Sigurjónsdóttir ólst upp í frá blautu barnsbeini. Hún var því enn á unglingsárum er hún byrjaði að hjálpa föður sínum við íþróttastarfsemina og sundkennsluna. Sjálf var hún vel af guði gerð, hávaxin, styrk og tíguleg. En hún var líka iðjusöm við nám og vel gefin stúlka. Það þótti því ljómi yfir Álafossi. Sigurjón var glímukappi Íslands og ólympíufari í London 1908 og Stokkhólmi 1912. Skautameistari Íslands og marverðlaunaður frjálsíþróttamaður. Sigríður snemma kunn fyrir sundafrek og leiðsögn í málum unga fólksins.

Það var því ekki að furða að bæði foreldrar barna og unglinga og auðvitað ungviðið sjálft í nágrenninu, sæktust eftir því að komast í íþróttir og sund á Álafossi. Og þar var frelsinu ekki gleymt. Síðustu hömlur á sjálfstæði landsins þurfti að slíta, svo við yrðum alfrjáls. Gott veganesti fyrir ungmenni að bera að braut sinni. Það voru fleiri í þessari fjölskyldu, sem ekki töldu nægilegt að tala um sjálfstæði. Tákn þess þurfti að sýna í verki. Lengi verður í minnum haft þegar Einar, bróðir Sigurjóns, reri um Reykjavíkurhöfn með bláhvíta fánann í stafni og kóngsins menn af dönsku varðskipi reru lífróður á eftir honum að hindra slíka ögrun. Verst að hvítbláinn varð ekki endanlegur fáni okkar.

Sigríður Þorvaldsdóttir (1938-1999)

  • HAH01916
  • Einstaklingur
  • 21.8.1938 - 5.8.1999

Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Hjarðarholti 21. ágúst 1938. Hún lést 5. ágúst síðastliðinn. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjarðarholti og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni frá 1961 til vorsins 1994. Síðustu þrjú ár hefur hún átt heima í Borgarnesi.
Sigríður verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.

Sigríður Þórmundsdóttir (1906-1998)

  • HAH01918
  • Einstaklingur
  • 5.9.1906 - 28.7.1998

Sigríður Þórmundsdóttir var fædd í Langholti í Borgarfirði 5. september 1906. Hún andaðist í Landspítalanum 28. júlí síðastliðinn. Sigríður ólst upp á Bæ í Borgarfirði og stundaði þar hefðbundin sveitastörf. Sigríður bjó síðustu 10 árin í íbúð sinni í Hlaðhömrum í Mosfellsbæ.

Útför Sigríðar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigrún Ármannsdóttir (1930-2010)

  • HAH01919
  • Einstaklingur
  • 1.5.1930 - 5.2.2010

Sigrún Ármannsdóttir fæddist á Myrká í Hörgárdal 1. maí 1930. Hún lést á heimili sínu 5. febrúar 2010. Sigrún og Jónas hófu búskap sinn í Reykjavík. Árið 1964 fluttu þau í Kópavoginn þar sem þau hafa búið síðan. Útför Sigrúnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.

Sigrún Jónsdóttir (1904-1996)

  • HAH01922
  • Einstaklingur
  • 26.7.1904 - 17.6.1996

Sigrún Jónsdóttir var fædd í Vík í Skagafirði 26. júlí 1904. Hún lést á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn. Útför Sigrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigtryggur Árnason (1915-1990)

  • HAH01926
  • Einstaklingur
  • 29.6.1915 - 29.8.1990

Lausamaður í Stóradal, Svínavatnssókn, A-Hún. 1930. Yfirlögregluþjónn í Keflavík.
Sigtryggur Árnason fv. yfirlögregluþjónn. Nýlega var til moldar borinn Sigtryggur Árnason, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Keflavík. Síðustu vakt hans þessa heims var lokið og aðrar, óræðari skyldur kölluðu.

Sigrún Theodóra Jakobsdóttir (1892-1969)

  • HAH01925
  • Einstaklingur
  • 12.12.1892 - 13.11.1969

Ráðskona á Finnstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Ráðskona á Hesti í Andakíl. Síðast bús. í Hafnarfirði. Ógift. Sigrún Theódóra Jakobsdóttir fæddist 12. desember 1892 að Vakursstöðum í Hallárdal í Austur Húnavatnssýslu.
Ómegð og erfiðleikar urðu því valdandi að Sigrún var send i fóstur ársgömul. — Kjör mannanna eru misjöfn og hlutskipti hið sama. Það hlaut Sigrún að reyna frá upphafi lífsferils síns. Sigrún komst i góða vist. Hún var tekin i fóstur af hjónunum Sveini Jónssyni bónda í Hafursstaðakoti í Refasveit og konu hans Maríu Guðmundsdóttur. Hún naut þar ástríkis og atlætis sem væri hún eitt af börnum hjónanna. Þau eignuðust hins vegar þrjú börn, tvær dætur og einn son. Af fóstursystkinum Sigrúnar er nú aðeins eitt á lifi, Guðrún á 92. aldursári.
Sigrún Jakobsdóttir dvaldi í Hafursstaðakoti fram til tvítugsaldurs og var það heimili í huga hennar alla tíð hin mikla kjölfesta, sú tenging við lífið, sem sannaði að þrátt fyrir umbrot og sviptivinda, er þó skjól að fá, þar sem er hjartarúm og friðarreitur. Innan við fermingaraldur gerðist sá atburður í lífi Sigrúnar, sem skóp henni örlög, varð henni fjötur og helsi. Hún fékk berkla, er bjuggu um sig sem fótamein. Urðu þau sár ekki grædd, en það örþrifaráð að taka fótinn burtu til að bjarga lífi hennar. Sigrún hlaut því að vera bundin rúmi sínu þau ár ævinnar, sem öðrum eru ár mestra umbrota og æskufjörs. Það var erfiður og langur tími og fór ekki hjá þvi, að hann skildi eftir varanleg áhrif á hugsun og þrek.
Meðan Sigrún liggur rúmföst, nemur dauðinn burtu fósturforeldra hennar, Svein og Maríu. Við örkuml bætist sár ástvinamissir. En það er harmabót að dauði fósturforeldranna breytir engu um ástríki hinnar samhentu fjölskyldu í Hafursstaðakoti. Við búsforráðum hafa nú tekið Guðrún fóstursystir hennar og maður hennar Magnús Bjarni Steingrímsson 3. apríl 1881 - 25. júlí 1951 Bóndi á Bergsstöðum, Hofssókn, A-Hún. 1930. Bóndi og búfræðingur Þverá og á Sæunnarstöðum á Hallárdal og víðar í Vindhælishr., A-Hún. Hjá þeim dvelst Sigrún áfram. Brátt er rúmlegan á enda.
Æskukoma byrjar að nýju að feta lífsbraut í hópi hinna heilbrigðu, sem svo eru kallaðir. Hún styðst við hækjur, en horfir með einbeitni og ákveðnum lífsvilja fram á ókunna stigu.
Sigrún yfirgefur Finnsstaði ásamt fósturdóttur sinni. Hún er enn á Norðurlandi næstu 12 árin. Störfin, sem hún tekur að sér, eru margvísleg. Ýmist er hún ráðskona eða hjálparstúlka á heimilum vandalausra. Hún kynnist kjörum og lífi þeirra, sem rækta jörðina, sem og hinna, sem sækja sjóinn. — En hvert sem leið hennar liggur, hlýtur fósturdóttirin að fylgja, augasteinninn hennar. Sá fórnandi kærleikur, sem þar birtist, var hljóður en máttugur.

Aftur liggur leið Sigrúnar Jakobsdóttur til Reykjavíkur Hún hefur þá líklega ekki síður í huga framtíð fósturdóttur sinnar, að auðveldara muni að skapa fastan samastað syðra, líf þeirra muni taka á sig heilsteyptari mynd. — Eftir komuma suður gerist Sigrún hjálparstúlka hjá Halli Hallssyni, tannlækmi, og var það fjölda ára. Féll henni vistin vel og átti þaðan góðar og fagrar endurminningar.
Þó fór svo að lokum, að sjúkravist reyndist óumflýjanleg. Sigrún fékk vist á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði. Þar dvaldi hún síðustu árin, og þar andaðist hún hinn 13. nóvember síðastliðinn á 78. aldursári.

Sigurbjörn Sigurðsson (1912-2002)

  • HAH01935
  • Einstaklingur
  • 23.8.1912 - 20.2.2002

Sigurbjörn Sigurðsson fæddist á Brúará í Bjarnafirði á Ströndum 23. ágúst 1912. Hann lést á Blönduósi 20. febrúar síðastliðinn. Útför Sigurbjörns fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Sigurður Ellert Ólason (1907-1988)

  • HAH01942
  • Einstaklingur
  • 19.1.1907 - 18.1.1988

Hæstaréttarlögmaður, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, síðast bús. í Reykjavík. Stúdent á Bergþórugötu 25, Reykjavík 1930. F. 24.1.1907 skv. kb.
Sigurður Ellert fæddist hinn 19. janúar 1907 að Stakkhamri á Snæfellsnesi og skorti þess vegna einn sólarhring til þess að lifa 81. afmælisdag sinn. Sigurður verður borinn til moldar frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. þ.m.

Sigurður Eymundsson (1943-2016)

  • HAH01944
  • Einstaklingur
  • 5.2.1943 - 27.6.2016

Sigurður Eymundson fæddist 5. febrúar 1943 á Höfn í Hornafirði. Hann lést á heimili sínu að Suðurlandsbraut 60 í Reykjavík 27. júní 2016. Sigurður ólst upp á Höfn í Hornafirði. Hann fór í Héraðsskólann á Laugum haustið 1959 þar sem hann kynntist Olgu, eftirlifandi eiginkonu sinni. Útför Sigurðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 8. júlí 2016, klukkan 15.

Sigurður Grétar Magnússon (1936-2001)

  • HAH01945
  • Einstaklingur
  • 14.4.1936 - 15.8.2001

Sigurður Grétar Magnússon fæddist á Vigdísarstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu 14. apríl 1936. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut 15. ágúst síðastliðinn. Sigurður starfaði sem verktaki.
Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurður Guðmundsson (1920-2010)

  • HAH01946
  • Einstaklingur
  • 16.4.1920 - 9.1.2010

Sigurður Guðmundsson fæddist á Naustum við Akureyri 16. apríl 1920. Hann andaðist 9. janúar 2010. Bókasöfnun var honum mikið áhugamál og ljóðasafn þeirra hjóna er eitt hið mesta sem um getur í einkaeigu hér á landi. Það var gefið Bókasafni MA árið 1996 og er varðveitt í sérstakri vinnustofu, Ljóðhúsi MA. Að lokinni þjónustu á Hólum árið 1991 flutti Sigurður ásamt eiginkonu sinni til Akureyrar og átti þar heima síðan. Frá hausti 2008 bjó hann á Dvalarheimilinu Hlíð og naut þar góðs atlætis í hvívetna. Útför Sigurðar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 18. janúar, og hefst athöfnin kl. 13.30.

Sigurður Magnússon (1920-2002) Skagaströnd

  • HAH01950
  • Einstaklingur
  • 18.11.1920 - 2.8.2002

Sigurður Magnússon fæddist á Herjólfsstöðum í Ytri-Laxárdal 18. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 2. ágúst síðastliðinn. Sigurður ólst upp á Herjólfsstöðum. Hann stundaði almenn sveitastörf í sinni heimasveit frá fermingu, flutti til Skagastrandar árið 1943. Var á Sólvöllum, Höfðahr., A-Hún. 1957
Útför Sigurðar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.

Sigurður Markússon (1929-2011)

  • HAH01951
  • Einstaklingur
  • 16.9.1929 - 22.8.2011

Sigurður Markússon fæddist á Egilsstöðum á Völlum 16. september 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. ágúst 2011.
Jarðarför Sigurðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 1. september 2011, kl. 13.

Jón Sigurðsson (1889-1969)

  • HAH01588
  • Einstaklingur
  • 4.6.1889 - 10.2.1969

Sigurður var fæddur á Litluströnd við Mývatn 28. (kirkjubók: 27.) janúar 1852, dáinn 16. janúar 1926. Bóndi og rithöfundur í Ystafelli í Ljósavatnshreppi, S-Þing. lengst af starfsævi sinnar. Fyrstu búskaparár Jóns voru enginn leikur, hvorki honum né öðrum bændum í verðfall eftirstírðsáranna, og því bjó hann við krappan hag með stóra fjölskyldu framan af og gat ekki ráðizt í þær umbætur á jörð sinni, sem hugur stóð til. Þátttaka hans í félagsmálum óx mjög, og hann hlaut að sinna kalli samtíðarmanna sinna um mikil framlög til þeirra. Á því ára tímabili, 1923-33 var hann flesta vetur meira eða minna í fyrirlestraferðum á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, og fór þá um allar sýslur landsims nema Austur-Skaftafellssýslu. Þá voru hvorki flugvélar né bílar til þess að stytta leiðir, og fór Jón oftast gangandi.

Má nærri geta, að stundum hefur verið kappsamlega gengið og ekki ætíð af hlífisemi við sjálfan sig. Jón var hinn snjallasti fyrirlesari, og samvinmumál honum hugleiknari en flestar hugsjónir aðrar, og ósjaldan var slegið á aðra strengi úr sögu lands og þjóðar. Fyrirlestrar hans voru vel sóttir, og umræður oft fjörugar á eftir, því að hann kunni lag á því að örva þær. Er sagt, að hann hafi oft hýrnað á brá, er einhver varð til andmæla, og hann fékk tækifæri til þess að verja garðinn. Var sú vörn oftast af einstakri vígfimi en þó fullri drenglund flutt .

En Jón í Yztafelli var ekki aðeins að kenna í þessum ferðum, heldur einnig að læra, og árangur þess náms bar ríkulega ávexti. Hann skrifaði á þessum árum bók, sem gefin var út undir nafninu Land og Lýður 1933 um það leyti sem Jón hætti fyrirlestrarferðunum landið. Í þessari bók lýsir Jón sveitum og héruðum, fólki og félagsmálum. Lýsingin stuttorð og gagnorð, frábærlega skýr og snjallrituð.
Hann tók nú til óspilltra málanna við rýmkaðan hag, byggði vandað íbúðarhús, var stórtækur í ræktun og öðrum umbótum, svo að þar óx bú og byggð hröðum skrefum. Jörðinni hafði verið skipt, og varð brátt fjölmennt og margbýlt á staðnum, svo að Yztafell er nú raunar mörg býli, -eða sveitaþorp, því að ný kynslóð, börn þeirra Marteins og Jóns, sem uxu upp og reyndust dugmikið fólk tóku einnig til óspilltra mála. Jóni auðnaðist að sjá feðrajörð sína verða ættaróðal í þeim skilningi, að hún óx og margfaldaðist að gæðum, og veitti niðjunum svigrúm og skjól. Var þarna orðinn mikill ættargarður í túni og mörg heimili, þar sem áður var eitt. Jóni auðnaðist einnig að vinna stórvirki í hugsjónamáli, sem hann bar mjög fyrir brjósti, skógræktinni, en þar eiga frændur hans og synir einnig hönd í verki. Þar sem Skjálfandafljót fellur fram af hrauninu og myndar Þingey er dalbotn breiður milli hlíða Kinnarfells og Frjótsheiðar, en norðan Þingeyjar nálgast fellsendarnir nokkuð, og mynda þessir sveigðuarmar nokkurt skjól fyrir norðanáttinni. Verður þarna hliðarskjól ekki með ósvipuðum hætti og hjá fellunum við Lagarfljót, þar sem Hallormsstaðarskógur er. Í hlíðarhvilftunum beggja vegna fijótsins á móts við Þingey höfðu vöxtulegir skógar haldið velli, og þó var skógurinn að vestan, Yztafellsskógur, sýnu vöxtuIegri. Þeir Yztafellsbræður gengu ekki á skóginn, þótt mannfjölgun kallaði á meiri aðdrætti nauðsynja, heldur slógu varnargarð um hann í öndverðu og hófu síðan að auka við hann og rækta nýjan skóg í samvimmu við skógrækt ríkisins að nokkru, en þó er framtak Yztafellsmanna í skógræktimmi stórbrotnara en flestra annarra. Yztafellsskógur hefur tekið miklum stakkaskiptum og gefur nú litið eftir Vaglaskógi, þar sem, hann er vöxtulegastur. Jón í Yztafelli hefur því séð marga æskudrauma sírna rætast og því verið gæfumaður. Hann hefur starfað með stórbrotnum hætti að ræktun lands og lýðs og unnið umtalsverða sigra. Við ævilok var þessi ættleifð í höndum mikilhæfra og rótfastra niðja. Honum hafði enzt aldur og ráðrúm til þess að sinna félagsmálum og ritstörfum og skila framtíðinni ágætum verkum.

Sigurður Stefánsson (1903-1971)

  • HAH01954
  • Einstaklingur
  • 10.11.1903 - 8.5.1971

Prestur, prófastur og síðar víglubiskup á Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyj. Var í Reykjavík 1910. Bóndi og prestur á Möðruvöllum, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1930.
Skólabróðir séra Sigurðar lýsir honum á þessa leið: Hann var hlédrægur jafnan, hverjum manni prúðari í framkomu, orðvar og bauðaf sér góðan þokka. Vinsæll var hann af skólabræðrum sínum, löðuðust jafnan að honum góðir menn og bundu við hann vináttu.
Á Möðruvölium reyndist séra Sigurður skjótt atorkusamur við endurbætur jarðarinnar. Sléttaði hann allt túnið þegar á fyrstu árum og stækkaði það að mun. Var það að lokum orðið 35 hektarar, allt eggslétt og véltækt. Athafnamaður mikill var hann í starfi og hamhleypa til vinnu. Bjó hann jafnan ágætu búi og hafði yndi af jarðrækt og fögru búfé. Var vinnudagur hans oft ærið langur svo að næturnar varð hann iðulega að hafa til þess að búa sig undir ræðugerð. Það torleiði mætti þeim prestshjónunum á Möðruvöllum, að íbúðarhúsið þar brann árið 1937. Urðu þau þá að leita athvarfs á Akureyri og hafast þar við, unz staðurinn var endurreistur.
Séra Sigurður var í fremstu röð presta, ræðumaður ágætur og raddmaður hið sama. Það jók og á kennimannlegan virðuleik hans, að hann var mikill á velli og vel vaxinn, fríður sýnum og hinn fyrirmannlegasti. Framburður ræðunnar var jafnan ágætur, rómurinn mikill yfir málinu, röddin fögur og raddsviðið mikið. Ræður hans voru ætíð vel byggðar. Brást honum aldrei rökrétt hugsun og orðaval. Jók það einnig áhrif ræðunnar, að persóna hans bjó yfir meðfæddri reisn samfara ljúfmennsku. Boðskapur hans var fyrst og fremst kærleikskenningin ásamt trúnni á guð og hið góða í manninum. Breyskleika sinn væri mönnum fært að yfirvinna, ef þeir þekktu sjálfa sig og hefðu áhuga á að vaxa að andlegum þroska og setja sér fyrir sjónir og hafa að fordæmi og leiðarljósi líf Jesú Krists.

Sigurgeir Axelsson (1926-2001)

  • HAH01957
  • Einstaklingur
  • 27.5.1926 - 18.6.2001

Sigurgeir Axelsson fæddist á Akureyri 27. maí 1926. Hann lést á heimili sínu 18. júní síðastliðinn. Útför Sigurgeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Sigurgeir Jónsson (1918-1996)

  • HAH01959
  • Einstaklingur
  • 30.8.1918 - 25.1.1996

Sigurgeir Jónsson fæddist á Sauðárkróki 30. ágúst 1918. Hann lést á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar 25. janúar síðastliðinn. Hann gekkst undir læknisaðgerð, starfaði síðan um skeið hjá Skjalasafni Reykjavíkur og eftir það sem vaktmaður hjá Skeljungi en hlaut síðar að láta af því starfi þar sem hann gekk ekki heill til skógar. Sigurgeir verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Niðurstöður 101 to 200 of 10346