Showing 10346 results

Authority record

Samkomuhúsið Aðalgötu 1 Blönduósi

  • HAH00403
  • Corporate body
  • 1927 -

Samkomuhúsið (nú Aðalgata 1), sem byggt var á árunum 1925— '27, var lengi helzta funda- og samkomuhús sýslunnar.
Þar stóð áður verslunarhús Möllers og Thomasar Jerovsky

Sandfellsflá á Grímstunguheiði

  • HAH00404
  • Corporate body
  • (1900)

Hagar þeir sem Sandfellsflá er nefnd er alllöng leið frá Grímstungu, en talið samt fært að komast fram og til baka einum degi ef hann er vel nýttur og gangfæri gott.

Sagt er að haustið 1918 var nokkurra hrossa saknað úr Vatnsdal sem ekki skiluðu sér í réttir. Farið var þess á leit við Lárus í Grímstungu og Ágúst á Hofi að þeir leituðu hrossanna.

„Lögðu þeir af stað úr byggð 17. febrúar í 17 stiga frosti. Voru þeir gangandi en höfðu föggur sínar á hesti. — Skiptu þeir leit með sér fljótlega eftir að þeir komu suður á heiðina og gengu þann dag allan til kvölcls, án þess að verða hrossanna varir. Var gengið hratt um daginn, því göngufæri var hið ákjósailegasta, en leiðin löng, og voru þeir nær 15 stundir á leiðinni.

Kúlukvíslarskáli átti að verða náttból þeirra þessa nótt. Þegar þangað kom var kofinn nær kaffenntur. Samt tókst að grafa upp dyrnar með skóflu, sem skilin hafði verið eftir á þakinu. Þegar inn kom voru veggir og þak gráhélað og heldur kuldalegt um að litast. Var sezt að snæðingi, en illa gekk að matast þvi maturinn var allur gaddfreðinn nema helzt spikfeitt hangikjöt og varð það helzti rétturinn þeirra um kvöldið. Ekki varð mönnunum svefnsamt sökum kulda, enda þekktust ekki svefnpokar í þá daga, en notast við gæruskinn og ábreiður i þeirra stað. Klukkan 4 um morguninn var lagt af stað að nýju, því löng leið var enn fyrir höndum og. ekki til setunnar boðið. Var hesturinn skilinn eftir í kofanum og ætlunin að gista þar næstu nótt. Gengu þeir félagar allan þennan dag, skiptu með sér leit og fóru hratt, en urðu einskis varir. Undir kvöld komu þeir í Kúlukvíslarskála aftur, göngumóðir af langri- og erfiðri göngu. En þá var greinileg veðurbreyting í aðsigi, hríðarbakki genginn upp í norðri og likur fyrir hríð og ófærð daginn eftir.

Töldu þeir félagar naumast til setunnar boðið og mikiðí húfi að vera langt suður á heiði og fjarri mannabyggðum ef skyndilega brysti á með voðaveður. Var það ákveðið á milli þeirra að taka föggur sínar og hest og halda norður i svokallaðan Öldumóðaskála, en þangað var a. m. k. 7 klst. ferð. Þetta gerðu þeir og komu um klukkan 1 eftir miðnætti í áfangastað. Báðir voru þeir manna öruggastir að rata, enda römmuðu þeir á skálann þrátt fyrir náttmyrkur. Þreyttir munu þeir báðir þá hafa verið orðnir, þótt Ágúst teldi sig ekki hafa séð þreytumerki á félaga sínum. Höfðu þeir gengið þann dag í 21 klukkustund samfleytt að heita mátti og oftast farið hratt, þannig að um fantagang var að ræða frá því eldsnemma um morguninn og fram á nótt.

Báðir voru þeir sveittir, en aðkoman í skálanum köld, því svell var á gólfi en hrím hékk í lofti og veggir hvítir af hélu. Þá var það sem Ágúst taldi sig þreyttastan hafa orðið á ævinni og undraðist er Lárus hafði bæði lyst á mat og drykk en sjálfur kvaðst hann einskis hafa getað neitt sökum örþreytu. Daginn eftir voru þeir báðir hinir hressustu og héldu þá niður til byggða.“

Reykjanibba, Sauðadalur í Vatnsdalsfjall

  • HAH00405
  • Corporate body
  • 874 -

Reykjanibba 769 mys [Reykjarhyrna]. Dregur nafn sitt af bænum Reykir á Reykjabraut. ”Mestur hluti af Reykjanibbu er eintómtsmágrjót og efri hlutinn að norðanverðu alþakinn hvítum og gulleitum sandi og tekur hann yfir allan efri og nyrðri hluta nibbunnar. Sandur þessi hinn hvíti er kallaður Grettisskyrta. En því heitir sandblettur þessi svo að þá er Grettir fór eitt sinn í Reykjalaug er sagt að hann hafi ekki farið afskyrtu sinni en er hann kom úr lauginni hafi hann gengið upp á Reykjanibbu og breitt skyrtuna til þerris á hana norðanverða, hafi þá sandurinn breytt lit sínum og tekið skyrtulitinn og orðið hvítur alls staðar þar sem skyrtan náði yfir.”

Sauðadalur

  • HAH00405
  • Corporate body
  • (900)

Sauðadalur er á milli Svínadalsfjalls og Vatnsdalsfjalls.
Austanvert við Vatnsdalsfjall gengur dalur til suðurs; hann er örmjór og heitir Sauðadalur. Austan megin þess dals er fjall sem kallað er einu nafni Svínadalsfjall. Nyrsti tindur þess heitir Reykjanibba og dregur hann nafn af bænum Reykjum á Reykjabraut er stendur skammt fyrir norðan og neðan Nibbuna svo að segja undir fjallinu.

Sauðanes við Siglufjörð

  • HAH00406
  • Corporate body
  • (1950)

Úlfsdalir eða Dalir er lítil eyðibyggð yst á Tröllaskaga vestanverðum, í tveimur litlum dalverpum sem ganga inn í Úlfsdalafjöll, fjallgarðinn frá Strákum inn til Siglufjarðarskarðs. Byggð þessi tilheyrði Skagafjarðarsýslu og taldist til Fljóta fram til 1827 en þá var sýslumörkum breytt og Úlfsdalir lagðir til Eyjafjarðarsýslu. Dalirnir eru sagðir kenndir við Úlf víking, sem þar á að hafa numið land.

Þrír bæir voru í Úlfsdölum. Yst, undir Strákafjalli, var Engidalur í samnefndu dalverpi. Fjallið á milli dalanna heitir Dalseti en sunnan við það er Mánárdalur (áður stundum Daladalur) og þar eru Dalabær og Máná. Um tíma var þar einnig hjáleigan Dalabæjarkot. Vestan við Úlfdali er Mánárfjall og þar taka Almenningar við. Þar voru sýslumörkin áður. Fjöllin ganga öll í sjó fram og eru brött og skriðurunninn, svo að samgöngur voru torveldar.

Snjóflóð féll á Engidalsbæinn í apríl 1919 og fórst allt heimilisfólkið, sjö manns, en enginn vissi af flóðinu fyrr en um viku síðar. Bærinn byggðist að vísu upp aftur en fór svo í eyði 1927. Nokkru síðar var þó Sauðanesviti byggður í landi jarðarinnar ásamt vitavarðarbústað og hefur vitavörður búið þar síðan.

Sauðanesviti vestan við mynni Siglufjarðar var byggður á árunum 1933-1934 og var í senn ljósviti og hljóðviti. Vitinn er 10,5 m á hæð.

Sauðárkrókur

  • HAH00407
  • Corporate body
  • (1950)

Sauðárkrókur (oft kallaður Krókurinn í daglegu tali) er bær í Sveitarfélaginu Skagafirði og eini kaupstaður Skagafjarðarsýslu. Íbúar voru 2535 árið 2015.

Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina.
Gönguskarðsá hefur einnig myndað allnokkra eyri við ósinn og þar er höfnin, frystihús, sláturhús og steinullarverksmiðja. Fimm klaufir eða skorningar ganga inn í Nafirnar upp af bænum og nefnast þær Kristjánsklauf, Gránuklauf eða Bakarísklauf, Kirkjuklauf, Grænaklauf og Grjótklauf. Framan af var byggðin öll á eyrinni og flötunum neðan Nafanna en þegar það svæði var nær fullbyggt um 1970 hófst uppbygging nýs hverfis á Sauðárhæðum, sunnan Sauðárgils, og hefur það verið aðalbyggingasvæði bæjarins síðan.

Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Héraðslæknir settist að á Króknum árið 1896 og sýslumaður flutti þangað árið 1890. Sjúkrahús reis 1906 og barnaskóli var byggður árið 1908 gegn kirkjunni.
Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Sauðárkrókur breyttist í landbúnaðarþorp og var þjónustumiðstöð fyrir skagfiskar byggðir í vestanverðum Skagafirði. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Útgerðarfélag Sauðárkróks var stofnað árið 1944 og Útgerðarfélag Skagfirðinga árið 1967. Fyrsti skuttogarinn kom árið 1971. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Bærinn var upphaflega í Sauðárhreppi, en varð að sérstökum hreppi, Sauðárkrókshreppi, árið 1907, sem varð svo Sauðárkrókskaupstaður 1947. Hinn hluti Sauðárhrepps varð að Skarðshreppi.

Pólarprjón Blönduósi

  • HAH00408
  • Corporate body
  • 13.2.1971 -

Fyrirtækið var stofnað 13. febrúar 1971. Byggt var við hús fyrirtækisins að Húnabraut 13 og flutt í það húsnæði í ársbyrjun 1980. Var það til mikilla bóta, en ennþá býr fyrirtækið við mikinn húsnæðisskort og ber brýna nauðsyn til að leysa þau mál til frambúðar. Á árinu 1980 var Pólarprjón h.f. úthlutað lóð undir verksmiðjuhús vestan við Olísskálann. Í framhaldi af því var óskað eftir tillögum og tilboðum í 2000 m2 hús fyrir Pólarprjón h.f. Er nú verið að vinna úr tilboðum og hugmyndum sem fram komu og verður endanleg ákvörðun tekin mjög fljótlega. Á árinu 1980 unnu hjá fyrirtækinu að meðaltali 60-70 manns, en hefur fjölgað og eru nú starfandi 110 manns. Pólarprjón h.f. hefur hafið rekstur saumastofu í Skólahúsinu við Sveinsstaði og einnig í Reykjavík.

Í Skólahúsinu vinna að jafnaði 8-10 manns og hefur rekstur þar gengið eftir áætlun. Í Reykjavík rekur fyrirtækið einnig saumastofu í Borgartúni 29 þar sem vinna 12-15 manns. Þá var sett upp hönnunarsaumastofa og var Anna Einarsdóttir, fatahönnuður ráðin þar til starfa i fullt starf.
Ástæðan fyrir því að Pólarprjón h.f. hefur farið út í rekstur saumastofa annars staðar, er sú, að aldrei hefur fengist nægilegt vinnuafl hér á Blönduósi til að vinna þau verkefni sem fyrirtækið hefur haft og eins til að auka hlut Pólarprjón h.f. í fullnaðarvinnslu á prjónavoð sem fyrirtækið framleiðir.

Á árinu 1980 voru framleidd 180 tonn af prjónavoð og reiknað er með 30% aukningu á árinu 1981 eða 235 tonn, þá voru framleiddar á saumastofum fyrirtækisins u.þ.b. 30 þús. flíkur. Heildarvelta nam 1.450 millj. gkr.,laun á árinu voru 350 millj. gkr. Pólarprjón h.f. hefur aukið og endurnýjað vélakost sinn á árinu og þá aðallega tölvustýrðar prjónavélar og fullkomnari saumavélar. Áætlað er að kosta þurfi á árinu 1981 u.þ.b. 100 millj. gkr. til endurnýjunar á vélum. Söluhorfur fyrir árið 1981 virðast mjög góðar og var t.d. samið um framleiðslu á 20 þús. peysum sem fara eiga til Rússlands. Eins og áður er getið eru aðalvandamál Pólarprjón h.f. fyrst og fremst húsnæðisskortur og vöntun á starfsfólki og hefur Pólarprjón h.f. þurft að láta verulegan hluta af framleiðslu á eigin flíkum til annarra fyrirtækja til þess að hægt sé að anna eftirspurn. í áætlun er að þreifa fyrir sér með eigin útflutning á þessu ári og með því gera hlut Pólarprjón h.f. tryggari í heildar framleiðsluog útflutningskeðjunni.

Saurbæjarkirka í Eyjafirði

  • HAH00409
  • Corporate body
  • (1950)

Saurbæjarkirkja Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Saurbær er bær og kirkjustaður í Saurbæjarhreppi, innstu sveit Eyjafjarðar. Heimildir eru um kirkjur að Saurbæ á öldum áður og á katólskum tímum voru þær helgaðar heilagri Cecilíu og heilögum Nikulási. Prestar eru nafngreindir á 14. öld.

Sagnir segja frá klaustri í Saurbæ í nokkra áratugi um og eftir 1200, en þær eru byggðar á óljósum og takmörkuðum heimildum. Katólskar kirkjur í Saurbæ voru helgaðar heilögum Nikulási og Ceciliu mey.

Árið 1907 var Saurbæjarprestakall sameinað Grundarþingum en prestur sat þar samt til 1931. Saurbæjarkirkja er ein örfárra torfkirkna landsins og stærst hinna upprunalegu. Séra Einar Thorlacius (1790-1870) lét reisa hana 1858. Hún rúmar 60 manns í sæti og yfirsmiður var Ólafur Briem. Hún er friðlýst og í umsjá Þjóðminjasafnsins.

Steinsteyptur kjallari undir norðausturhorni kirkjunnar var gerður 1959-1960. Árið 2003 var kirkjan endurbyggð.

Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara stendur rétt neðan við Saurbæ og þar er góð aðstaða fyrir ferðafólk, kaffiveitingar og salerni, auk þess sem safnið er einstaklega skemmtilegt og smekklega uppsett.

Til eru fornir máldagar kirkjunnar, sem sýna, að hún var auðug af fasteignum, kvikfé og kirkjugripum í kaþólskum sið, enda skyldu í Saurbæ vera tveir prestar og djákn. Elztur máldaganna er sá frá 1318 (í Auðunarmáldögum), og við lestur hans fer sem löngum, að manni blöskrar sá mikli fjöldi ágætra íistaverka, sem kirkjan átti.

Til er fáorð vísitazía Gísia biskups Þorlákssonar frá 1662 Er af þeirri lýsingu augljóst að þá þegar er torfkirkja í Saurbæ. í vísitazíubók Einars biskups Þorsleinssonar er svo allnákvæm lýsing á kirkjunni hin fyrsta sem auðvelt er að átta sig á. Ef reynt er eftir lýsingu Einars biskups að kalla fram í huga sér mynd af þessari gömlu Saurbæjarkirkju, hlýtur maður að undrast, hve lik hún er þeirri kirkju, sem enn stendur. Hún er eins í öllum aðalatriðum. Torfkirkja, kór tvö stafgólf, framkirkja fjögur, pílárar milli kórs og kirkju. Hið eina sem verulega skilur á milli, er sérbyggð forkirkja úr timbri, og er það líklega bending um, að hér hafi verið timburkirkja á miðöldum.

Seyðisfjörður

  • HAH00410
  • Corporate body
  • (1950)

Seyðisfjörður (áður fyrr einnig nefndur Seyðarfjörður) er kaupstaður í botni samnefnds fjarðar á Austfjörðum. Staðurinn óx kringum síldveiðar- og vinnslu.
Bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1895 og var þá skilinn frá Seyðisfjarðarhreppi. Kaupstaður og hreppur sameinuðust á ný 1. apríl 1990, þá undir merkjum kaupstaðarins.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin Á seyði en partur af henni eru sumartónleikaröðin Bláa kirkjan og LungA (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Auk þess heldur safnið árlega Smiðjuhátíð vikuna eftir Lunga. Á Seyðisfirði má einnig finna myndlistarmiðstöðina Skaftfell sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Í bænum er einnig eina starfandi kvikmyndahúsið á Austurlandi. Bærinn á sér merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja Tækniminjasafn Austurlands sem hefur á safnasvæði sínu meðal annars elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins. Fjarðarselsvirkjun (gangsett 1913), sem er í eigu Rarik, er fyrsta riðstraums- og bæjarveitan á Íslandi. Árið 2003 var stöðvarhúsið gert upp og á efri hæðinni komið fyrir sýningu.

Til Seyðisfjarðar siglir færeyska ferjan Norræna frá Færeyjum en þaðan siglir hún jafnframt til Danmerkur. Er þetta eina leiðin fyrir þá sem vilja fara til og frá Íslandi með bíl (utan þess að flytja bílinn með gámaskipi).
Þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1995.
Íþróttafélög á Seyðisfirði eru Íþróttafélagið Huginn (knattspyrna, handbolti, blak, og fleira), Viljinn (Boccia), Golfklúbbur Seyðisfjarðar (golf) og 06. apríl (knattspyrna). Auk þess starfar SkíS skíðafélagið í Stafdal í Stafdal, en það er félag sem er sameiginlegt skíðafélag íbúa Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar.

Þegar Friðrik VIII konungur kvaddi Ísland 1908 og sigldi frá Seyðisfirði sagðist hann sjá þar fyrir sér framtíðar höfuðstað landsins, þá voru íbúar þar um 800.
Sjá bókina Konungskoman 1907.

Laxárgil á Refasveit

  • HAH00411
  • Corporate body
  • (1930)

Laxá í Refasveit er dragá í Austur-Húnavatnssýslu. Hún á upptök á Laxárdal fremri, löngum, grösugum dal sem liggur samhliða Langadal, austan Langadalsfjalls. Þar voru áður um tuttugu bæir en nú er dalurinn nær allur kominn í eyði.
Við Skrapatungurétt rennur Norðurá í Laxá ofan úr Norðurárdal og þar sveigir Laxá til vesturs og rennur út í Húnaflóa í Laxárvík í Refasveit. Vegurinn yfir Þverárfjall til Sauðárkróks liggur meðfram Laxá að ármótunum en síðan með Norðurá. Neðan við þjóðveginn sem liggur út á Skagaströnd rennur Laxá í gljúfri og þar var áður brú þar sem þrengst er. Heitir það Ámundahlaup. Þar er nú laxastigi.
Wikipedia

Laxá er dragá að uppruna og er vatnasvið hennar um 167km2. Medalrennsli er 4-6 m/s. (Sigurj6n Rist 1969). Laxá er um 22km. að lengd en þverá hennar Nordurá er 13 km að lengd.
Áin er fiskgeng að fossi um 1,5km frá ósi. Annar foss er um, 0, 5 km ofar Nýir laxastigar hafa verið reistir i stað eldri stiga sem reyndust ekki koma að tilætluðum notum. Var framkvæmdum við þessa nýju fiskvegi að fullu lokið siðla sumars 1982.
Ekki er ástæda til annars að ætla en að stigar þessir komi að tilætluðum notum og má þvi segja að áin sé nú öll fiskgeng.

Svæði sem til hafa að bera góð uppeldisskilyrði eru fyrir neðan fossa (um 3ha.) en ofar fossa má ætla svæði séu um 2Oha. gróflega áætlað. Um staðsetningu
Þar sem mjög fáir laxar fóru upp gömlu stigana nýttust uppeldissvæðin ofan fossa lítið. Þvi hefur sumaröldum seiðum verið dreift í ánna frá árinu 1975. Árið 1981 var sleppt 30.000 sumaröldum seiðum og 1982 var sleppt 20.000 seiðum. Í ár var aðeins sleppt, gönguseiðum á vegum Veiðimálastofnunarinnar var ástand seiða og áranqur seiðasleppinga athugaður dagana 17-19 júlí 1983.

Vatnsdalur

  • HAH00412
  • Corporate body
  • um 880 -

Vatnsdalur er 25 km langur dalur í Austur-Húnavatnssýslu. Í dalnum nam Ingimundur gamli Þorsteinsson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó hann á Hofi. Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár.

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1018 m hátt, í austri og Víðidalsfjalls, sem er 993 m. Næsti dalur vestan við hann er Víðidalur, en til austurs er Sauðadalur næstur, svo Mjóidalur og að lokum Svínadalur.

Við mynni dalsins að vestan eru Vatnsdalshólar, sem sagðir eru óteljandi. Þeir eru flestir keilumyndaðir og eru taldir hafa orðið til við jarðskrið úr Vatnsdalsfjalli fyrir um 10.000 árum. Í Þrístöpum vestast í Vatnsdalshólum fór fram síðasta aftaka á Íslandi árið 1830, þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin fyrir morð. Innan við hólana er stöðuvatnið Flóðið, sem varð til árið 1720, þegar skriða úr Vatnsdalsfjalli stíflaði Vatnsdalsá, sem rennur um dalinn, og eyddi bænum Bjarnastöðum. Áin sem nú rennur úr vatninu heitir Hnausakvísl. Vatnsdalsá er ein af betri laxveiðiám landsins og í henni er líka mikil silungsveiði.

Í landi Kornsár fyrir miðjum dal er alldjúp, sérkennileg smátjörn sem nefnist Kattarauga, á henni eru tvær fljótandi eyjar og er hún friðlýst náttúruvætti. Trjálundur er í Þórdísarlundi og við Ólafslund. Inn af dalnum er Grímstunguheiði, víðlent afréttarland sem áður tilheyrði stórbýlinu Grímstungu, þar sem áður var prestssetur og kirkjustaður. Vestan við hana er Haukagilsheiði, kennd við bæinn Haukagil í Vatnsdal.

Vatnsdalur er þéttbýl sveit og þar er stundaður landbúnaður og ferðaþjónusta. Kirkja er á Undirfelli og þar er einnig rétt sveitarinnar.

Systrastapi á Síðu

  • HAH00413
  • Corporate body
  • 874 -

Árið 1186 var sett nunnuklaustur í Kirkjubæ á Síðu sem síðar var nefnt Kirkjubæjarklaustur og eru örnefnin Systrastapi og Systrafoss tengd þeim tíma. Systrastapi er klettastapi vestan við Klaustur.

Skaftá rennur rétt hjá Kirkjubæ og stendur einstakur steindrangur þverhníptur upp fyrir vestan hana og er aðeins einstigi upp á hann einumegin. Efst á honum er slétt flöt lítil og tvær þúfur á flötinni, og segja menn að þær þúfur séu leiði þeirra systra og þar hafi þær brenndar verið og sé önnur þúfan sígræn, en hin grænki aldrei, en á henni vex þyrnir. Af þessu er drangurinn kallaður Systrastapi.

Framnes í Skagafirði

  • HAH00414
  • Corporate body
  • (1950)

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan Héraðsvatna, norðan frá Kyrfisá allt suður að Hofsjökli. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en í kjölfar deilna milli foreldra og kennara var hann lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð.
Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð.

Akrahreppur er sögusvið margra stórviðburða Sturlungaaldarinnar, þar á meðal Örlygsstaðabardaga (fjölmennustu orrustunnar), Haugsnesbardaga (mannskæðustu orrustunnar) og Flugumýrarbrennu.
Skáldið Hjálmar Jónsson bjó á ýmsum bæjum í Akrahreppi á 19. öld og er jafnan kenndur við einn þeirra, Bólu í Blönduhlíð.

Oddviti 1986-2002. Broddi Skagfjörð Björnsson 19. júlí 1939 á Framnesi.

„Grímr gjördist lögsgnari í Húnavazþíngi, son Gríms í Brokey Jónssonar lögsagnara, Össurarsonar, er sagt sá Össur kæmi af Lánganesi nordan, ok byggi sídan á Framnesi í Skagafirdi, en væri þareptir lögsagnari á Bardaströnd“ Árbækur Espólín

Marteinn biskup Einarsson flúði um Vindárdal 1548 frá Jóni biskupi Arasyni og Steini presti, sem gætti hans á Hólum í Hjaltadal. Marteinn náðist í tjaldi ofarlega í Vindárdal, þar sem heita Tjaldeyrar. Um flóttann orti Jón Arason:

“Biskup Marteinn brá sitt tal,
burt hljóp hann frá Steini,
vasaði fram á Vindárdal,
varð honum það að meini.”

Förum frá Framnesi austur að eyðibýlinu Axlarhaga og þaðan norðaustur í Vindárdal. Dalurinn er í krókum, en höfuðátt hans er austur. Við höldum okkar norðan Vindár. Innan við grjóthrunið Hólana eru sléttar Tjaldeyrar og fyrir ofan þær eru Bungur. Þar förum við bratt upp úr dalnum. Þegar upp er komið, í 1040 metra hæð, beygjum við spöl til suðurs til að komast fyrir kletta. Þar náum við greiðri en brattri leið norðaustur í Hvammsdal. Eftir dalnum er bein leið að Hvammi.

Glaumbær í Skagafirði

  • HAH00415
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Níu þeirra opnast inn í göng sem svo eru kölluð og eru mjór gangur, sem liggur frá bæjardyrum til baðstofu, sem er aftasta húsið í húsaþyrpingunni. Sex húsanna snúa gafli/burstum að hlaði og hægt að ganga inn um þau þaðan. Þetta eru kölluð framhúsin. Inn í eitt bakhúsanna, sem svo eru kölluð, er hægt aða ganga og eru það bakdyr bæjarins þar sem heimilsifólk gekk vanalega um.
Fyrsta sýning safnsins var opnuð þar þann 15. júní árið 1952 og fjallaði hún, þá sem nú, um mannlíf í torfbæjum. Glaumbær er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Starfssvæði Byggðasafns Skagfirðinga, sem er elsta byggðasafn landsins, er allur Skagafjörður og í dag er safnið með bækisstöðvar á nokkrum öðrum stöðum í héraðinu.

Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma. Árið 2002 fundust leifar húsa frá 11. öld, í túninu austur af bæjarhólnum og virðist sem bæjarhúsin hafi verið flutt um set um eða fyrir 1100, um mannsaldri eftir að sagnir herma að Snorri Þorfinnsson, sonur Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, hafi byggt fyrstu kirkjuna í Glaumbæ. Snorri var fyrsta evrópska barnið, sem sögur fara af, fætt á meginlandi Ameríku.

Glaumbær er torfríkasti bær landsins. Skýringin er sú að grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Það má sennilega fullyrða að hvergi í veröldinni sé torf notað í jafnmiklum mæli í jafn stóra byggingu eins og í Glaumbæ. Veggirnir eru hlaðnir úr klömbrum, sniddu og streng. Rekaviður og innfluttur viður eru í grindum og þiljum. Bæjarhúsin eru misgömul að efni og gerð því menn byggðu húsin eftir því hvort þörf var á stærri eða minni húsum er kom að endurnýjun.
Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.
Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum. Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína, samkvæmt samningi við Þjóðminjasafn Íslands. Sá samningur var síðast endurnýjaður árið 2002.
Ýmsar getgátur eru um bæjarnafnið Glaumbær. Hvort það hafi verið dregið af hávaða eins og fossheitið Glaumur, hávaða af gleðskap, glymjanda í járnsmiðju eða klukknahljómi. Hvort hér hafi einhvern tíma heitið Gamlibær og við brottfall og hljóðvíxl hafi nafnið breyst í Glaumbær. Kenningin er þá sú að bærinn hafi flust til, jafnvel farið í eyði um tíma og byggst aftur í þá tíð er menn voru að þreifa fyrir sér með heppilegt bæjarstæði.28 Hugmynd er einnig um að nafnið geti verið dregið af orðinu glám, sem getur þýtt að vera áberandi, glóa29, glámbær, sem hafi í tímans rás breyst í Glaumbær. Þá hefur sú tilgáta verið orðuð að nafnið gæti verið dregið af járnvinnslu. Í Glaumbæ hafa löngum verið góðir járnsmiðir og jörðin er rauðarík. Kenningin byggir á því að rauðinn hafi verið kallaður gláma. Höfund brestur heimildir um þá orðnotkun. Hæglega gæti gjallandinn frá járnvinnslunni verið glaumurinn sem nafnið var dregið af, alveg eins og efnið sjálft, en allt eru þetta athygliverðar tilgátur.

Glaumbæjarkirkja var vígð 1926. Henni hafa þjónað 7 prestar, sem er merkilegt ef horft er til þess að frá siðbreytingu 1550 til 1925 höfðu samtals, á því tímabili, 14 prestar þjónað kirkjum Glaumbæjar.

Skeiðfossvirkjun í Skagafirði

  • HAH00416
  • Corporate body
  • 1945 -

Stífla er byggðarlag í Fljótum í Skagafirði, innri hluti Fljótadalsins. Upphaflega átti heitið við hólaþyrpingu sem er þvert yfir dalinn og var ýmist kölluð Stífla eða Stífluhólar en nafnið færðist seinna yfir á sveitina innan við hólana. Þar var áður sléttur, gróinn og fallegur dalur, þar sem áður voru allmargir bæir. Stífluá rann um sveitina en breytti um nafn við Stífluhóla og hét eftir það Fljótaá.

Um 1940 var ákveðið að virkja ána til að afla rafmagns fyrir Siglufjörð og hófust framkvæmdir árið 1942. Stífla var gerð í gljúfrum í Stífluhólum og var Skeiðsfossvirkjun vígð 1945. Innan við hólana var vatn, Stífluvatn, en það stækkaði til muna við virkjunina og fóru lönd margra jarða undir vatn að miklu leyti og sumar þeirra lögðust í eyði. Vatnið er nú 3,9 ferkilómetrar.

Orku­sal­an, dótt­ur­fé­lag RARIK, vinn­ur að rann­sókn­um vegna áforma um Tungu­dals­virkj­un í Fljót­um í Skagaf­irði en Orku­stofn­un (OS) gaf út rann­sókn­ar­leyfi á síðasta ári. Áformin hafa mætt and­stöðu meðal Fljóta­manna, sem minn­ast þess þegar nán­ast heilli sveit í Stíflu­dal var sökkt vegna Skeiðsfoss­virkj­un­ar fyr­ir rúm­um 70 árum. Til varð miðlun­ar­lón sem fékk heitið Stíflu­vatn. Ótt­ast heima­menn að unn­in verði óaft­ur­kræf spjöll á nátt­úr­unni.

Tungu­dal­ur ligg­ur að Stíflu­vatni og hyggst Orku­sal­an kanna fýsi­leika þess að virkja Tungu­dalsá. Efst í þeim dal er Tungu­dals­vatn og fall­hæðin þaðan niður í Stíflu­vatn er um 280 metr­ar. Ger­ir Orku­sal­an ráð fyr­ir miðlun­ar­stíflu við út­fall Tungu­dals­vatns og niðurgraf­inni þrýsti­pípu að stöðvar­húsi nærri bæj­ar­stæði Tungu, en þar eru nú sum­ar­hús. Áætluð stærð Tungu­dals­virkj­un­ar yrði 1-2 MW og reiknað er með teng­ingu að Skeiðsfoss­virkj­un með jarðstreng.

Víðimýrarkirkja í Skagafirði

  • HAH00417
  • Corporate body
  • 1834 -

Á Víðimýri hefur verið bændakirkja frá fornu fari og hafa margir merkir klerkar þjónað staðnum, þ.á.m. Guðmundur góði Arason, sem varð síðar biskup á Hólum 1203 - 1237. Fyrstu heimildir eru frá því fljótlega eftir kristnitöku árið 1000, en hún var ekki talin sóknarkirkja fyrr en árið 1096. Það er ekki vitað hver lét reisa kirkjuna. Hún hefur verið nokkuð rúm, því að í henni voru sögð vera 4 ölturu, eitt háaltari og þrjú utar í kirkjunni. Víðimýrarkirkja var helguð Maríu mey og Pétri postula. Á Víðimýri var að fornu höfuðból og á Sturlungaöld sat þar höfðinginn Kolbeinn Tumason.

Núverandi kirkja var byggð 1834-35. Jón Samsonarson, alþingismaður og bóndi í Keldudal, var yfirsmiður. Hann reisti einnig Silfrastaðakirkju árið 1842 (hún stendur nú í Árbæjarsafni í Reykjavík). Byggingarefni var rekaviður utan af Skaga og torf úr landi Víðimýrar. Innviðir kirkjunnar eru að mestu leyti hinir upprunalegu, en torf hefur verið endurnýjað. Kirkjan er með spjaldþiljum í trégrind og reisifjöl á þeskju en það varð ríkjandi trésmíð á húsum hérlendis upp úr miðri 18. öld. Á stöfnum og yfir prédikunarstól eru gluggar. Kirkjugarður er ferhyrndur, var áður sporöskjulaga, hlaðinn úr torfi og grjóti. Sáluhliðið er á upprunalegum stað og í því hanga klukkurnar. Ýmsir gamlir munir eru í kirkjunni úr eldri kirkjum á staðnum, t.d. prédikunarstóllinn, sem er mjög gamall. Altaristaflan er dönsk frá árinu 1616.
Víðimýrarkirkja er ein örfárra torfkirkna sem varðveist hafa á landinu og er meðal gersema í Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif Víðimýrarkirkju en Matthías Þórðarson sem þá var þjóðminjavörður hafði forgöngu um varðveislu hennar og sá til þess að hún komst í umsjá Þjóðminjasafnsins. Gagngerar endurbætur hófust á kirkjunni árið 1936 á vegum safnsins sem á umliðnum áratugum hefur staðið fyrir margháttuðum viðgerðum á henni, þeim stærstu árin 1976 og 1997 til 1998.

Víðimýrarkirkja er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur íslenzkrar gamallar byggingarlistar, sem til er”, sagði Kristján Eldjárn, fyrrum þjóðminjavörður og forseti Íslands.

Víðimýri í Skagafirði

  • HAH00418
  • Corporate body
  • (1950)

Víðimýri er bær í Skagafirði, fyrir sunnan og ofan Varmahlíð, og tilheyrði Seyluhreppi áður. Bærinn er gamalt höfuðból og var í lok 12. aldar og á 13. öld bústaður helstu höfðingja héraðsins af ætt Ásbirninga, frá Kolbeini Tumasyni til Kálfs sonar Brands Kolbeinssonar, sem vitað er að bjó þar 1262. Á 17. og 18. öld var jörðin löngum sýslumannssetur. Víðimýri hefur nú verið skipt niður í átta eða níu sjálfstæðar jarðir.

Snorri Sturluson lét eftir því sem segir í Sturlungu gera virki á Víðimýri um 1220 og mátti að sögn sjá menjar þess fram á 20. öld en þá var allt sléttað. Kirkja hefur sennilega verið á Víðimýri frá því um eða eftir kristnitöku og frægastur presta þar fyrr á öldum er Guðmundur Arason, síðar biskup. Núverandi kirkja var reist 1834.

Á fyrstu áratugum 20. aldar reyndu bæði sóknarbörn og kirkjuyfirvöld að fá bóndann á Víðimýri, Steingrím Arason, til að rífa kirkjuna og byggja nýja en hann vildi það ekki og árið 1934 keypti Þjóðminjasafnið kirkjuna. Síðan þá hefur hún verið endurbætt mikið og þykir gersemi og frábært sýnishorn af gamalli íslenskri byggingarhefð. Kirkjan er úr torfi og timbri og var það Jón Samsonarson alþingismaður sem sá um smíði hennar.

Brandaskarð á Skaga

  • HAH00419
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur við fjallsrætur norðan við samnefnt skarð. Þar er bæjarstæði fagurt og allgott til ræktunar. Íbúðarhús byggt 1947, sreinsteypt 258 m3. Fjós steypt 1947 yfir 10 gripi. Fjárhús byggð 1964 úr torfi og grjóti yfir 140 fjár. Hesthús byggt 1964 úr torfi og grjóti yfir 8 hross. Hlaðasteypt 1948 og 1974 úr timbri 572 m3. Votheysgeymsla steypt 1947 38 m3. Geymsla byggð 1960, steypt 312 m3. Tún 17,1 ha.

Hátún í Kálfshamarsvík

  • HAH00420
  • Corporate body
  • 1906

Ofarlega á Nesinu, torfbær með timburhlið að framan byggður 1906

Hátún nú tópt. Um 18m austur af fjárhús tóft nr. 52 og 8m vestur af grunni Skólahússins eru tóftir býlisins Hátúns. Lýsing Tóftin er tvískipt og snýr norðaustur-suðvestur, syðra húsið er 2,3x3,4m (NV-SA) með dyr til suðausturs. Norðan við er stærra hús 3x6m (SV-NA) með dyr til suðausturs og steyptan skorstein fyrir miðjum norðvesturvegg. Veggirnir eru úr torfi, strenghlaðnir, um 20-150sm háir, og um 1m breiðir.

Á upplýsingaskilti við tóftina segir: „Hátún var byggt 1906 af Jóhanni Helgasyni. Síðast bjó hér Jóhannes Einarsson útgerðarmaður 1961. Hann var síðasti íbúinn á Kálfshamarsnesi.“ Grunnur svonefnds Skólahúss er austan við tóftina, Skólahús fær ekki númer í fornleifaskránni þar sem minjarnar eru hvorki úr torfi og grjóti né nægilega gamlar til að teljast til fornleifa

Hlíð á Skaga

  • HAH00421
  • Corporate body
  • (1937)

Hlíð á Skaga er nýbýli, byggt í Örlygsstaðalandi af Sigurbirni Björnssyni og Gurrid konu hans. Þar er bæjarstæði skjóllegt og land gott til ræktunar, eins og annarsstaðar undir Brekku.. Íbúðarhús steypt 1937, 25 m3. Fjós steypt 1937 yfir 6 gripi, fjós steypt 1972-73 yfir 16 gripi með 190 m3 haughúsi, fjárhús með kjallara byggð 1961 járnklædd yfir 214 fjár. Haughús byggt 1941, steypt 30m3. Geymsla byggð 1962 járnklædd 143 m3. Tvær hlöður 936 m3, blásarahús steypt 1962 45 m3. Tún 25 ha.

Hof á Skaga

  • HAH00422
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stendur stuttan spöl norðan Hofsár, skammt vestan við Hjallahólsbrekku, sem er grasi gróin hólbrekka. Á Hofi er graslendi mikið og gott, túnstæði víðlent. Auk þess á Hof mikið engjaland austan fjalls. Hofsselsengi. ‚ibúðarhús steypt 1946 376 m3. Fjós steypt 1950 yfir 12 gripi, fjárhús steypt 1975 yfir 400 fjár. Hesthús byggt 1935 úr torfi og grjóti fyrir 20 hross. Tvær hlöður steyptar 984 m3, Voteysgeymsla byggð 1960 35 m3. Steypt geymsla 1960 130 m3, blásarahús og súgþurkun byggt 1972 85 m3. Tún 26,5 ha.

Kálfshamar Kálfshamarsvík

  • HAH00423
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stóð á hól fyrir miðju gamla túninu og var fjós sambyggt honum (Túnakort frá 1921). Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).

Lýsing Bæjarhóllinn er stór ávalur náttúruhóll um 22x30m að utanmáli. Einu sjáanlegu leifar bæjarins eru fjórar dældir á hólnum 20-70sm djúpar. Aðrar upplýsingar Á túnakortinu frá 1921 eru útmörk túnsins sýnd og hús merkt inn, þar stendur við bæjarsamstæðuna, „bær og fjós“ í úttekt á jörðum Þingeyrarklausturs frá árinu 1829 er hins vegar sagt að fjárhús séu sambyggð bænum. Þá samanstendur bærinn nánar til tekið af: baðstofu, eldhúsi, búrhústóft, „fjárhústóft innanbæjar“, göngum, útidyrum og áfastur við bæjardyrnar var kofi (Úttekt nr. 101). Árið 1832 er fjárhústóftin horfin og komið nýtt búrhús: þá eru baðstofa, skáli, búrhús, eldhús og anddyri. Þar segir jafnframt að undir öllum bænum sé hlaðin stétt (Úttekt nr. 108).

Þar eru nú engin bæjarhús. Bærinn stóð áður norðaustan við samnefndan hamar við sunnanverða Kálfshamarsvík. Á Kálfshamri er sæmilega gott til ræktunar og fjárbeit góð til lands og sjávar. Útræði ágætt. Hlaða byggð 1976, grunnur steyptur, á honum stálgrindarhús 1770 m3. Tún 12,1 ha.

Kárastaðir Svínavatnshreppi

  • HAH00424
  • Corporate body
  • [1300]

Kárastaðir eru Eyðijörð síðan 1956. Hún liggur næst sunnan við Ása. Beitiland er þar sæmilega gott og ágætt ræktunarland á flatlendinnu norður frá gamla túninu, en Blanda liggur þar með miklum þunga og ógnar með landbroti. Sandeyrar meðfram Blöndu, gegnt Auðólfsstöðum, hafa gróið vel upp á síðari árum. Þar var borinn í tilbúinn áburður með ágætum árangri síðustu árin sem jörð var í byggð og stundum síðan. Vegasamband er slæmt að gamla bæjarstæðinu. Vel mætti endurreisa býlið ofar í hlíðinni í sömu hæð og Ásar eru. Þar er gnægð ræktunarlands og Ásavegur þyrfti aðeins að framlengjast um 1 km. Eigandi jarðarinnar er Sigurjón E Björnsson á Orrastöðum. Síðan þá hefur hann nytjað jörðina annars lánað hana Ás mönnum þar slægjur og beit, Gömul torfhús yfir 100 fjár. Tún 4 ha. Veiðiréttur í Blöndu.

Neðri-Harastaðir á Skaga

  • HAH00425
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur norðan Harrastaðaár, austan Harrastaðabergja, en þau eru klettaborgir skammt frá sjó, norðan árinnar. Ræktunarland er sæmilegt.

Íbúðarhús byggt 1954 180 m3. Fjárhús 1945 úr torfi og grjóti yfir 150 fjár. Hlaða byggð 1962 16 m3, geymsla byggð 1850 úr asbest 72 m3. Fjós steypt 1975 yfir 30 gripi 637 m3, haughús og mjólkurhús 150 m3. Hlaða steypt 1975 1415 m3. Tún 14,2 ha.

Ós á Skaga

  • HAH00426
  • Corporate body
  • (1900)-1973

Bæjartóftin stendur á töluverðum bæjarhóli, gangabær með fimm húsum og hlaði til vesturs. Göngin eru um 11m löng og hefur baðstofan verið fyrir enda þeirra að austan um 3x7m að innanmáli. Næst baðstofunni að sunnan er minna hús (um 2x4m) með grónum hleðslum í suðurenda, hugsanlega leifum hlóða og líklegt að þar hafi eldhúsið verið. Gengt því hinu megin ganganna er lítið hús (2x3,5m) með grjótbekk meðfram vesturvegg, hugsanlega stallur eða jata fyrir búpening. Ysta húsið að sunnanverðu er um 2,3x5m en gengt því norðan ganganna er síðasta húsið, 3,1x3,6m, engar greinilegar dyr eru úr því og óvíst hvort innangengt hefur verið í það úr göngunum. Utanmál tóftarinnar er 16,5x17,5, vegghæð er frá 30-150sm og mesta breidd um 2,5m. Mikið grjót er í veggjum og sjást sumstaðar 5-9 steinaraðir, torf er bæði úr streng og að því er virðist kvíahnaus, að mestu gróið en rof er á nokkrum stöðum vegna ágangs sauðfjár. Aðrar upplýsingar Í úttekt frá 1829 eru eftirfarandi hús skráð: baðstofa, búrhús, eldhús, göng frá baðstofu til útidyra, fjárhúskofi innan bæjar fyrir 17 eða 18 kindur. Þar segir einnig að heytóftir séu tvær, gamlar og hrörlegar en ekki kemur fram hvort þær hafi verið við bæinn (Ós í Nesjum. Skjalasafn umboðanna. Þingeyrarklaustursumboð. Nr. 99).

Bólstaðarhlíðarhreppur

  • HAH00427
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Hreppnum tilheyrir allur Svartárdalur, Blöndudalur austan ár, framhluti Langadals og Laxárdals fremri og hluti hinna svonefndu Skarða sunnan Laxárdals.

Vestan Blöndu er Svínavatnshreppur en Engihlíðarhreppur tekur við að norðan þar sem Bólstaðrhlíðarhreppur endar. Að austan liggja lönd 3ja skagfirskrar hreppa; Staðarhreppur, Seyluhreppur og Lýtingsstaðahreppur. Í Suðri breiðir sig Eyvindarstaðaheiði allt til Hofsjökuls sameign Bólhlíðinga og tveggja síðastnefndu skagfirsku hreppanna.

Hreppamörk að norðanskilja tún Móbergs og Strjúgsstaða í Langadal og liggja upp Strjúgsskarð til Laxárdals. Þar eru yst eyðibýlin Kárahlíð að vestan og Mörk að austan, sunnan Litla-Vatnsskarðs.

Laxárdalsfjöll nefnist fjallaklasinn milli Laxárdals og Víðidals. Vestan Laxárdals rís Langadalsfjall klofið af tveimur skörðum kenndum við Strjúgsstaði og Auðólfsstaði, um þau falla til Blöndu Strjúgsá og Auðólfsstaðaá. Gegnt Auðólfsstaðaskarði gengur svo Mjóadalsskarð austur fjöllin til Víðidals.

Víðidalur liggur austan Laxárdalsfjalla fram til Þröngadals, þar eru vatnaskil. Hlíðará fellur vestur Þröngadal niður Hreppa og í Svartá. Sunnan Þröngadals taka við hin eiginlegu Skörð allt fram á Stóra-Vatnsskarð.

Þverfell heitir fellið vestan Valbrandsdals, en Flosaskarð skilur það og Kálfafell. Í skarðinu eru eyðibýlin Meingrund og Hlíðarsel. Kálfárdalur liggur milli Kálfafells og og Botnastaðafjalls. Út um hann fellur allstór lækur sem sameinast Hlíðará við austurenda Ógangnanna, snarbrattrar klettahlíðar í norðanverðu Botnastaðafjalli móti Þverádral. Á Kálfárdal er samnefnt eyðibýli yst á dalnum og annað fremst sem heitir Selhagi.

Saurar á Skaga

  • HAH00428
  • Corporate body
  • (1930)

Bærinn stendur örskammt frá sjó. Tún er raklent, en beit allgóð bæði til lands og sjávar. Laxá í Nesjum rennur til sjávar norðan við túnið. Íbúðarhús byggt 1967 stærð 119 2. Fjárhús með kjallara byggð 1936 úr torfi og grjóti fyrir 140 fjár. Fjárhús með kjallara byggð 1961 úr asbest fyrir 60 fjár. Votheysgeymsla 32 m3. Rétt norðan við Kálfshamarsvík er eyðibýlið Saurar, sem var mikið í fréttum snemma árs 1964 vegna draugagangs sem þar átti að vera en síðar þótti allt benda til þess að Sauraundrin ættu sér aðrar orsakir.
Tún 5,6 ha. Veiðiréttur í Laxá í Nesjum.

Skeggjastaðir á Skaga

  • HAH00429
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur sunnan við Hofsá, nokkru nær sjó en Hof. Þar er grösugt heimaland, en flæðihætta við sjó. Íbúðarhús steypt 1947, 280 m3, fjós steypt 1955 yfir 10 gripi, fjárhús byggð 1935 úr torfi og grjóti yfir 200 fjár, fjárhús steypt 1953 yfir 220 fjár. Hlaða úr blönduðu efni 135 m3, hlaða gyggð 1966 750 m3. Votheysgeymsla 18 m3. Geymsla byggð 1967 250 m3. Tún 34,4 ha.

Steinnýjarstaðir á Skaga

  • HAH00430
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur norðan við suðurá, drjúgan spöl fyrir vestan Steinnýjarstaðafjall. Þar eru heimahagar grösugir og túnstæði allgott. Íbúðarhús byggt 1943 og 1974 120 m3. Fjós byggt 190 úr torfi og grjóti fyrir 4 gripi, fjárhús byggð 1940 yfir 140 fjár úr torfi og grjóti. Hesthús byggt 1938 yfir 16 hross úr torfi og grjóti. Hlaða steypt 1976 1415 m3. Geymsla 1967 170 m3. Tún 22,9 ha.

Sviðningur á Skaga

  • HAH00431
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á vestanverðum Sviðningsrinda. Rindurinn er gamall sjávarkambur, nokkuð gróinn og nær frá Laxá í Nesjum langleið suður að Ytri-Björgum. Á Sviðningi er fremur landþröngt, þar er reki til hlunninda.
Íbúð úr blönduðu efni 150 m3. Fjós úr asbesti byggt 1950 yfir 5 gripi. Fjárhús með kjallara byggt 1935 úr torfi og grjóti yfir 120 fjár. Hlaða úr blönduðu efni 160 m3. Geymsla gerð 1955, 132 m3 úr asbesti. Votheysgeymsla 32 m3.
Tún 19 ha. Reki.

Tjörn á Skaga

  • HAH00433
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur við Vestanvert Tjarnarfjall, sunnarlega. Þar er skjóllegt, allgott til ræktunar, fjörubeit og til heiðar rúmgóð beitilönd. Áður var þar selveiði, en mun að mestu aflögð.
Íbúðarhús byggt 1956 steinsteypt 448 m3. Fjós yfir 16 gripi byggt 1971 ásamt kálfafjósi og haughúsi, 310 m3 og mjólkurhús 30 m3. Geymsla byggð 1962, 168 m3. járhús steypt 1967 yfir 300 fjá. 2 hlöður 728 m3. Fjárhús byggð 1948 úr torfi og grjóti yfir 260 fjár.. Tún 29,1 ha. Selveiði.

Víkur á Skaga

  • HAH00434
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur við botn Víknavíkur lítinn spöl frá sjó. Þar er nokkurt graslendi heim um sig og heiðarland víðáttu mikið. Fjörubeit er góð.
Íbúðarhús byggt 1966-67 648 m3. Fjárhús með kjallara steypt 194 yfir 400 fjár, hlaða 600 m3, fjós byggt 1958 fyrir 5 gripi. Votheysgeymsla byggð 1954 388 m3. Tún 16,2 ha. Reki og æðavarp.

Örlygsstaðir á Skaga

  • HAH00436
  • Corporate body
  • (1950)

Örlygsstaðir I. Bærinn stendur 40 metra frá Brekknabrekku. Það er sam að segja um landkosti og annarra jarða undir Brekku, að heima um sig er gott til túnræktunar, en beitiland allgott, þegar til heiðar dregur. Lending er slæm, en áður var stutt á góð fiskimið.
Íbúðarhús byggt 1913, steinsteypt 353 m3. Fjós steypt 1914 yfir 5 gripi. Fjárhús með kjallar byggð 1940 úr torfi og grjóti fyrir 100 fjár. Hlaða byggð 1914 steinsteypt 100m3. Hlaða byggð 1942 ja´rnklædd 350 m3. Geymsla byggð 1960 járnklædd 114 m3. Tún 6,4 ha.

Örlygsstaðir II. Nýbýli Byggt úr Örlygsstaðalandi 1965. Bærinn stendur skammt frá Brekkunni, rétt norðan við Dalalæk, en sunnan lækjarins eru fjárhúsin. Þar hét áður Gamlistekkur.
Íbúðarhús byggt 1965 og 1966 steinsteypt 308 m3. Hlaða steypt 1968, 1569 m3. Blásarahús og súgþurrkun byggt 1968 úr steinsteypu 115 m3. Fjárhús með kjallara steypt 1971 fyrir 400 fjár. Geymsla byggð 1971 úr steinsteypu 304 m3.

Skagastrandarkirkja / Hólaneskirkja

  • HAH00437
  • Corporate body
  • (1950)

Hólaneskirkja á Skagaströnd var vígð 20. október árið 1991 og tekur hún um 200 manns í sæti. Aðalheiður Þorleifsdóttir, búsett á Akureyri, gaf kirkjunni ljósritaða útgáfu biblíu Guðbrands Þorlákssonar. Hún er ljósrit frumútgáfunnar, sem biskup gaf Knappastaðakirkju í Fljótum skömmu eftir prentun hennar 1584 (500 eintök voru prentuð). Guðbrandur stóð að prentun hennar á biskupsárum sínum (1571-1627). Hann þýddi m.a. stóran hluta gamla testamentisins, en notaði þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu. Hann keypti prentsmiðju frá Breiðabólstað í Vesturhópi og flutti heim að Hólastað.

Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkuhalds verið á Spákonufelli.

Árið 1928 var ný kirkja vígð í kauptúninu sjálfu og nefndist hún Hólaneskirkja og dregur nafn af nesi því sem hún stendur rétt ofan við. Þessi kirkja var steinkirkja og teiknuð af Guðjóni Samúelssyni og var sóknarkirkja Skagstrendinga til 1991 er ný kirkja hafði verið reist rétt framan við þá gömlu sem var þá rifin.

Skagaströnd / Höfðakaupsstaður

  • HAH00438
  • Corporate body
  • (1930)

Skagaströnd er kauptún á vestanverðum Skaga milli Spákonufells og Spákonufellshöfða, sem gengur í sjó fram.
Bærinn stendur við víkina sunnan höfðans. Ekki er getið um sérstakt landnám á Skagaströnd en Þórdís spákona, sem bjó þar á 10. öld, var fjölkunnug og ráðrík.

Verzlunar er fyrst getið í heimildum árið 1586 en vafa lítið hefur hún hafizt fyrr.
Í upphafi einokunarverzlunarinnar árið 1602 varð Skagaströnd löggiltur verzlunarstaður. Þá var talað um að verzla í Höfða og nafnið Höfðakaupsstaður varð til.
Nafnið Skagaströnd er líklega tilkomið vegna þess hve erfitt var fyrir dönsku kaupmennina að bera hitt nafið fram. Lítils háttar byggð myndaðist í kringum verzlunina á síðarihluta átjándu aldar og húsum fjölgaði um miðja nítjándu öldina, þegar saltfiskverkun til útflutings hófst þar.

Alvöru þéttbýli fór ekki að myndast fyrr en eftir aldamótin 1900, þegar umbætur urðu í útgerð og fiskverkun. Bærinn óx mest um miðja 19. öldina á síldarárunum.

Þá var höfnin stórbætt og síldarbræðsla byggð ásamt tveimur frystihúsum.
Íbúumfækkaði verulega, þegar síldin brást og togaraútgerð hófst ekki fyrr en á sjöunda áratugnum.

Þar er rekin mikil útgerð og höfðu Skagstrendingar frumkvæði að smíði fyrsta íslenska frystitogarans, sem flestir töldu glapræði á þeim tíma. Frystitogararnir hafa að mestu tekið við hlutverki frystihúsanna. Léttur iðnaður er á Skagaströnd og góð verslunarþjónusta. Lengi var sagt að Skagstrendingur hf. útgerðarfélag, hefði komið Skagaströnd á kortið, en hinn íslenski kúreki, Hallbjörn Hjartarson bætti um betur á eftirminnilegan hátt. Veitingahús hans, Kántrýbær, var landsfrægt og hróður þess barst um víða veröld og haldnar voru "kántrýhátíð" árlega við miklarvinsældir. Einnig rak hann útvarpsstöð sem eingöngu voru leiknar sveitatónlist og þá helst frá mið- og suðurríkjum Bandarríkjanna.

Margt fleira er í boði á Skagaströnd og er þess virði aðbeygja út af þjóðvegi nr. 1 og heimsækja staðinn. Spákonufellið (646m) setur svip á bæinn. Efst á því er grágrýtishamraborg, Spákonufellsborg, sem staðarmenn nefna gjarnan Borgarhaus.
Bezta uppgangan á fellið er að norðanverðu og uppi á Borgarhaus er dagbók í vörðu.

Spákonufellshöfðinn var friðlýstur sem fólkvangur 1980. Hann er lábarinn gostappi úr blágrýti, prýddur stuðlabergi.
Gamli verzlunarstaðurinn, Höfðakaupstaður, var rétt við höfðann. Ganga um hann tekur u.þ.b. klukkustund og útsýni ágætt af honum.

Ásholt Höfðakaupsstað

  • HAH00440
  • Corporate body
  • 1937 -

Nýbýli úr Spákonufellslandi er Andrés Guðjónsson fra Harrastöðum byggði 1937. Býlið stendur nú í útjaðri Höfðakaupsstaðar. Býlið er landlítið, grasgefið og ágæt fjörubeit.
Íbúðarhús steinseypt 1937 60 m3, hæð með kjallara. Fjós fyrir 6 kýr, fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður og verkfærageymsla. Tún 15 ha.

Höfnin á Skagaströnd

  • HAH00442
  • Corporate body
  • (1900)

„Ég kom til Skagastrandar í sumar og sá höfn þá, sem verið er að vinna að þar, og þá rak ég mig á einkennilegt fyrirbrigði, sem ég vona; að verði hægt að ráða bót á. — Þannig er, að sjórinn hefur borið sand inn í höfnina, og kveður svo rammt að þessu, að þar sem áður gátu legið nokkuð stór skip, þar er nú þurrt land. Nú er verið að byggja garð innan við höfnina til þess að fyrirbyggja þetta, en menn eru þó hræddir um, að það takist ekki, en vona samt hið bezta. Hvort verksmiðjan þar er miðuð við hafnarmannvirkin, skal ég ekki dæma um.“ Hermann Jónasson á Alþingi 26.8.1942.

Hafnarnefnd samþykkti nýlega á fundi sínum að nefna hafnarkantana nýjum nöfnum og bera þeir framvegis nöfnin Útgarður, Sægarður, Ásgarður, Miðgarður, Skúffugarður og Smágarðar sem eru flotbryggjurnar fyrir smábátanna. Unnið er að gerð öryggisplans fyrir höfnina og þótti mikilvægt að fyrir lægi formlega hver væru nöfn bryggjanna og nauðsynlegt að festa nöfnin í sessi. Í framhaldi af þessari ákvörðun verða bryggjurnar merktar í samræmi við þessi nýju nöfn. Þar með falla út nöfn eins og Löndunarbryggja, Bræðslubryggja og Suðurgarður svo einhver séu nefnd af þeim nöfnum sem notuð hafa verið í gegnum tíðina á bryggjunum og einhverjum kann að þykja eftirsjá í.
Skagaströnd 8.3.2004

Syðsti endi Spákonuhöfða ber tvö nöfn, Hólsnef og Höfðatá. Þar er legu merki fyrir höfnina frá þeim tíma er stærri skip lögðust ekki að bryggju heldur lágu við festar þar sem merkið bar í annað legumerki sem stendur hæst á Höfða num. Sams konar merki voru á Hólanesi austan við víkina. Þegar gengið er frá bílastæðinu norður eftir Höfðanum, sjávarmegin, er eftir nokkurn spöl komið að sér kennil egum litlum kletti sem nefndist Tröllamey. Einhvern tímann hefur efsti hlutinn þó brotnað af klettinum og nú er eins og höfuðið vanti. Hún sat með bók eða prjóna í kjöltu sér og beið forðum eftir að bóndi sinn kæmi úr róðri en dagaði uppi.

Nokkru norðar er stór vík sem gengur inn í Höfðann að vestanverðu og heitir Vækilvík eða Vékelsvík en litlar skýringar er að finna á þessum sérkennilegu nöfnum. Sagnir eru um að fyrsti verslunarstaðurinn hafi verið þarna og kaup skip jafnvel legið á víkinni en þar er aðdjúpt. Einnig eru til heimildir um að festarhringir fyrir skip hafi verið við víkina. Vælugil nefnist gilskora í sunnanverðri Vækilvík. Skýringin á nafninu er sú að í ákveð num vindáttum hvín í gilinu. Norðan við víkina er Reiðingsflöt en þar voru bændur sagðir hafa búið upp á hesta sína eftir að hafa átt viðskipti í skipum sem lágu á víkinni. Á Reiðingsflöt er gott að nema staðar og skoða sig um. Framan við flötina er lítill hólmi sem nefnist Sauðsker og má ganga þangað þurrum fótum á fjöru. Enn utar er lítið sker og er Músasund á milli, hyldjúpt og má fara á báti um sundið. Nokkru norðan við Reiðingsflöt er Arnarstapi, tignarlegur klettur við norður enda Höfðans. Nálægt Arnarstapa er lægð sem ber nafnið Leynidalur eða Fagridalur og handan hennar er Réttarholtshæð. Austan hæðarinnar stendur bærinn Réttarholt. Efst á Réttarholtshæð er Spánskadys en þar mun spænskur sjómaður hafa verið greftraður og staðurinn valinn vegna útsýnisins. Þar sem Höfðinn og láglendið mætast heitir Landsendi og var Landsendarétt þar við sjóinn. Hún var hlaðin úr grjóti en er nú hrunin, þó sjást leifar hennar. Sunnan við Réttarholtshæð er bærinn Laufás. Norðan við Spákonufellshöfða er stór vík sem nefnist Bót og nær hún út að Finnsstaðanesi. Árið 1910 strandaði strandferðaskipið Laura í víkinni í dimm viðri en mannbjörg varð.

Fellsborg samkomuhús

  • HAH00443
  • Corporate body
  • 1965 -

Félagsheimilið Fellsborg var byggt árið 1965. Í húsinu eru 3 misstórir salir, sem nýttir hafa verið til dansleikjahalds, bíósýninga, leiksýninga, ættarmóta, afmæla, fatamarkaða og fl.
Öll íþróttaiðkun var þar til húsa, bæði á vegum skólans og ungmennafélagsins, áður en íþróttahúsið kom til sögunnar.
Bókasafn Sveitarfélagsins hefur verið þar frá því húsið var byggt.
Félagsstarf aldraðra, kvenfélagið Eining, Sjónvarpsfélaga Skagastrandar og UMF Fram hafa þar einnig aðsetur sitt.

Sími félagsheimilisins 4522720
Umsjónarmaður gsm 771-1220
Netfang: fellsborg@fellsborg.is

Hólanesshúsin Höfðakaupsstað

  • HAH00444
  • Corporate body
  • 1733 -

Árið 1877 þegar Fr. Hillebrandt eldri lét reisa verslunarhús á Blönduósi, stóð verslun hans á Hólanesi fremur höllum fæti. Sonur hans og nafni var þá verslunarstjóri á báðum stöðum. Fr. Hillebrandt eldri hafði upphaflega stofnað verslunina árið 1835 á Hólanesi ásamt Ferdinand Bergmann. Hólanesverslun var fyrsta beina samkeppnisverslunin við Húnaflóa við gömlu Skagastrandarverslunina. Mjög stutt var á milli þeirra, þótt venja hafi verið að tala um „Hólanes og Höfða" sem tvo aðskilda verslunarstaði. Gamli verslunarstaðurinn á Skagaströnd var ýmist nefndur eftir Spákonufellshöfðanum eða sveitinni. Brugðust Skagastrandarmenn þá illa við nágrönnum sínum, en gátu þó ekki hindrað það að þeir fengju verslunarleyfi. Hólanesverslunin þótti ganga vel framan af og þótti jafnvel betri en Skagastrandarverslunin.

Árið 1850 gekk Bergmann út úr fyrirtækinu og Hillebrandt eignaðist það einn. Sama ár þurfti hann að taka lán til að halda verslun sinni gangandi og var þá einnig kominn með útibú í Reykjafirði. Rúmum áratug seinna, veturinn 1862, birtist frétt í Þjóðólfi þess efnis að „Hildebrandt á Skagaströnd" hefði selt bú sitt gjaldþrota í Kaupmannahöfn. Þetta mun þó ekki vera rétt. Þennan vetur varð Skagastrandarverslun aftur á móti gjaldþrota. Það voru „Sören Jacobsens sönner" sem boðnir voru upp, og Gudmann kaupmaður á Akureyri keypti verslun þeirra.

Um þetta leyti þurfti Hillebrandt hins vegar að taka stórt lán í Danmörku til að halda sinni verslun gangandi, og var umboðsaðili lánardrottinsins þar J. Chr. V. Bryde. Þar er kominn sá hinn sami og átti seinna eftir að lána Hillebrandt umtalsverðar fjárhæðir. Þetta er einnig sá sami sem lét honum í té verslunarlóðina á Blönduósi, þar sem Hillebrandtshúsið stendur nú. Kaupmaðurinn Fr. Hillebrandt eldri, bjó alla tíð í Kaupmannahöfn og hafði verslunarstjóra yfir versluninni á Íslandi. Sonur hans og nafni, sá Hillebrandt sem Húnvetningar þekktu, mun fyrst hafa komið til Íslands um 1860. Kom hann oft eftir það, oftast bara yfir sumartímann. Frits Berndsen kaupmaður í Karlsminni, sem var skammt frá verslunarstaðnum á Skagaströnd, þekkti Hillebrandt yngra vel. Frits var beykir hjá Skagastrandarverslun þegar hann dvaldi hér mikið á sumrin og segir að Hillebrandt hafi þar löngum verið „en ugelig gjest".

Árið 1866 hjálpaði faðir hans honum til að koma á fót verslun í Kaupmannahöfn, en hún gekk ekki lengi. Árið 1874 setti Hillebrandt eldri son sinn sem verslunarstjóra Hólanesverslunar sinnar. Þá hafði þáverandi verslunarstjóri látist. En í millitíðinni „lánaði" Bryde kaupmaður einn starfsmanna sinna frá Borðeyri, J.G. Möller, þar til Hillebrandt yngri kom til landsins. Bróðir hans Konráð kom einnig til Hólaness, var þar í tvö ár og stytti sér svo aldur. Þriðji bróðirinn, Julius Hillebrandt, mun einnig hafa komið til landsins. Hann var skipstjóri á einu skipa Hólanesverslunar árið 1878, en það strandaði. Hann var að sögn ólíkur bræðrum sínum og föður, glaðlegur og vingjarnlegur. Hillebrandt þótti fremur sérstakur, og hefur Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli skráð lýsingu á honum: Hár maður, grannur, útlimalangur, hendur stórar. Allur hrikalegur. Ljóshærður? Ljóst skegg (alskegg). Stórskorinn í andliti og óaðlaðandi, enda mállaus (talaði dönsku alla tíð). Prúðmenni í framgöngu og mesta góðmenni, en drykkfeldur mjög; drakk oft einn. Mjög illa við, að menn hans drykkju. En er hann trúlofaðist og giftist Lucindu Thomsen hætti hann að drekka og varð sem nýr og betri maður þá tíð sem þau nutust.

Við fráfall hennar hvarf lífshamingja hans á ný; hneigðist hann þá enn meir til drykkjuskapar og lifði ekki glaðan dag úr því. Ári eftir að þau giftu sig lést Lucinda af barnsförum, í janúar 1877. Næsta vor reisti Hillebrandt verslunarhúsið á Blönduósi. En ekki var liðið ár þegar kaupmennirnir Munch og Bryde keyptu Hólanesverslunina með öllu tilheyrandi, bæði á Hólanesi, Blönduósi og Borðeyri, auk tveggja skipa og annarra lausamuna. Er ekki annað að sjá en Hillebrandt hafi skuldað þeim orðið andvirði hluta eigna sinna. Hillebrandt yngri hélt samt starfi sínu áfram sem verslunarstjóri á báðum stöðum, var mest á Blönduósi á sumrin og á Hólanesi á veturna.

Magnús Björnsson á Syðra Hóli segir svo frá þessari sölu: Nú skiftu þeir faðir Hillebrandt's og Bryde á Borðeyri (eigendurnir að versluninni á Hólanesi). Bryde sest á Borðeyri. Munck gyðingur keypti þá verslunina á Hólanesi og jafnframt lét hann byggja á Blönduósi verslunarhús.

Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra Hillebrandts og Bryde. Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán? Munch og Bryde áttu Hólanesvershmina á Blönduósi ekki lengi. Munch keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkhús með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki hússins sem krambúðar. Lítum nánar á hina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd.

Háagerði Skagaströnd

  • HAH00446
  • Corporate body
  • (1943)

Finnstaðir og Háagerði eru samliggjandi jarðir. Þetta eru grasgefnar jarðir sem eiga land að sjó með góðri fjörubeit. Í landiþeirra er Finnstaðanes. Háagerði srendur í klettaás, sem mjög víðsýnt er af en Finnstaðir sunnar á skjólríkum stað. Núverandi (1975) eigandi Finnstaða er Höfðahreppur en Háagerði er í eigu Magnúsar Hjaltasonar á Bakka í Skagahreppi.

Skrá um landamerki Háagerðis og Finnsstaða.

Að norðan byrja merki á Gullhellisnöf við sjó, og er þar grjótvarða hlaðin á bakkanum, þaðan liggja merki beina sjónhending fyrir sunnan Hólkot, til vörðu, sem hlaðin er uppá Hólkotsbrekku, þaðan beina stefnu til vörðu á Hrossamýrarhrygg, þaðan ganga merki beina stefnu austur Brandaskarð, sunnan við Háagerðissel til vörðu á Selhrygg, þaðan liggja merki í Brandaskarðsgilbotn, þá ganga merki til vesturs norðan í fjallsbrúnum til klettastrýtu fyrir norðan Leynidali, fyrir norðan Borgarhaus, þaðan liggja merki beina stefnu yfir norðurenda Grenjadals, til Landamerkjagils, og þar sem það endar, sjer fyrir garði til sjóar, er stefnir norðanvert í Sandlækjarós. Í Finnstaðalandi á Spákonufell þrjá teiga fyrir utan Sandlæk út að Sandenda, og upp í flóann, eptir sem vörður vísa, ásamt öllum reka fyrir teigunum. Spákonuarfur er að nokkru leyti fyrir landi jarðanna, að undanteknum þeim hluta, sem liggur fyrir áður nefndum teigum, er heyra Spákonufelli til.

Árbakka í maí 1890.
J. Jósefsson, meðeigandi og í umboði meðeiganda minna að Háagerði
J. Jósefsson, Jens Jósefsson, Jóhann Jósefsson eigendur Spákonufells.
Árni Jónsson í umboði meðeiganda Harastaða.
Fyrir hönd ¾ Harastaða: Andrjes Árnason.
Jónann Jósefsson eigandi Finnsstaða.

Hnappastaðir Höfðakaupsstað

  • HAH00447
  • Corporate body
  • (1920)

Bærinn stóð á Hnappstaðatúni sem er við Oddagötu niður af Bogabraut. Bærinn er löngu horfinn....

Hofskirkja Skagafirði

  • HAH00448
  • Corporate body
  • (1950)

Hofskirkja er í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Þar voru kaþólskar kirkjur helgaðar Pétri postula og tilheyrðu Hofsþingum.

Timburkirkjan, sem þar stendur nú, var byggð á árunum 1868-70. Henni hefur verið breytt nokkuð að innan. Söngloftið, sem var yfir framkirkju, var tekið niður og nú er sungið á palli vinstra megin við dyrnar.
Altaristaflan er frá 1655 og prédikunarstóllinn frá 1650. Innrammaður silfurskjöldur er til minningar um Jakob Havsteen, kaupmann á Hofsósi og konu hans.

Höfðahólar Höfðakaupsstað

  • HAH00450
  • Corporate body
  • (1930)

Meirihluti Höfðakaupsstaðar er byggður í Höfðahólalandi. Höfðahólar stóðu á fallegum stað neðan svokallaðrar Hólabergja. Land jarðarinnar náði frá landamerkjum Spákonufells suður að Spákonufellshöfða, sem var í eigu Spákonufells. Mikið af landi Höfðahóla hefur verið ræst fram og ræktað. Núverandi eigandi er Höfðahreppur.

Jaðar Höfðakaupsstað

  • HAH00451
  • Corporate body
  • (1941)

Jaðar var torfbær skammt utan við núverandi íbúðarhús Neðri Jaðar, byggt 1941 (munnleg heimild Páll Jóhannsson, 20.11.2009; fmr.is).
Lýsing Engar minjar fundust í næsta nágrenni Neðri Jaðars.
Aðrar upplýsingar Í bók Bjarna Guðmarssonar Byggðin undir Borginni segir: „Menn styttu sér stundirnar með bókalestri, en lestrarfélag var stofnað í Vindhælishreppi aldamótárið 1900. Var bókasafn fálagsins á Jaðri […]. (BB: 158).
Á ljósmynd í sömu bók má sjá bæði Gamla-Læk og Jaðar. Gamli-Lækur lágreist torfhús og Jaðar reisulegra timbur og torfhús (BB: 63).

Efri Jaðar var rifinn árið 1982 ásamt fleiri gömlum húsum og kofum (BB: 301).

Karlsminni Höfðakaupsstað

  • HAH00452
  • Corporate body
  • 1875 -

Karlsminni sem stóð á túninu upp af víkinni milli Lækjarbakka og Strandgötu 10.
Á þessum stað hóf F.H. Berndsen beykir verslunarrekstur 1875 mitt á milli verslanna á Hólanesi og á Skagaströnd (við Einbúann). Var hún rekin þarna fram að 1887 en þá brunnu þáverandi hús til grunna í miklu mannskaðaveðri.
Eftir það var verslunin færð inn á Hólanes og starfrækt þar af Carli Berndsen, syni F.H. Berndsen, fram að fyrra stríði.
Karlsminni var þá orðin þurrabúð eða venjulegt heimili þar sem ekki var skepnuhald. (heimild: Byggðin undir Borginni).

Mánafoss í Torfalækjarhreppi

  • HAH00453
  • Corporate body
  • 1955 -

Nýbýli úr fjórðahluta Sauðaness. Landið liggur fram í Sauðanesi milli Laxárvatns og Laxár á Ásum. Þar hefur eigandi tekið land undir skógrækt og girt það. Plantað hefur verið í það frá 1955 og flest ár all miklu. Skammt frá stíflunni við Laxárvatn er sumarhús byggt 1955 úr timbri 87 m3.
Þá hefur verið ræktað 5 ha tún sem ábúandi Sauðaness nytjar ásamt því landi, sem ekki hefur verið tekið undir skógræktar. Veiðiréttur í Laxá á Ásum og Laxárvatni.

Réttarholt Höfðakaupsstað

  • HAH00454
  • Corporate body
  • 1931 -

Réttarholt er með elstu grasbýlum í kaupstaðnum. Það stendur yst undir Spákonufellshöfða. Þar var um áratugi skilarétt Skagstrendinga sem nefndist Landsendarétt. Árið 1965 var Réttarholt gert að nýbýli. Áður var býlið við sjávarvíkina og var þar áður fyrr útræði. Fjárbeit ágæt í Höfðanum auk fjörubeitar.
Íbúðarhús byggt 1965 120 m3. Fjós fyri 5 kýr, fjá´hús yfir 45 fjár. Hlöður 180 hestar. Landstærð 25 ha. Tún 12 ha.

Spákonufell

  • HAH00456
  • Corporate body
  • (1950)

Spákonufell er landnámsjörð, var ætíð í bændaeign og hið mesta höfuðból. Þar bjó hin fræga Þórdís spákona, sem bærinn heitir eftir. Bærinn stendur við rætur Spákonufells, vel hýstur í gömlum stíl. Spákonufell var kirkjustaður til 1928. Við norðurenda túnsinshefur nú verið reist skilarétt fyrir Höfðahrepp.
Núverandi eigandi jarðarinnar er Höfðahreppur. Engin hús eru á jörðinni en túnin nytjuð af íbúum í Höfðahreppi.

Spákonufellskirkja

  • HAH00457
  • Corporate body
  • 1300-2012

Kirkja hefur líklega verið á Skagaströnd frá því um 1200. Hún stóð við rætur Spákonufells ofan kauptúnsins og nefndist Spákonufellskirkja. Staðurinn er kenndur við Þórdísi spákonu sem þar bjó til forna og getið er um í nokkrum Íslendingasögum. Kirkjan var bændakirkja allt til ársins 1919 er hún komst í eigu safnaðarins. Síðasta kirkjan á Spákonufelli var timburkirkja sem byggð var 1852 og stóð til 1928. Kirkjugarður hefur frá upphafi kirkuhalds verið á Spákonufelli.

Stafnsvötn á Hofsafrétti

  • HAH00461
  • Corporate body
  • (1950)

„Stafnsvötn, sem eru 666 m yfir sjó. Sunnan við fremra vatnið var meiri fjöldi nýrra rústa en ég hef séð annars staðar á jafnlitlu svæði, og flestar sprungnar. Fláin er marflöt og virtist vera grunn. Finnbogi Stefánsson, bóndi á Þorsteinsstöðum í Tungusveit, sagði mér, að þarna hefðu verið margar og stórar rústir. Þær hefðu allar horfið, en þessar risið á nýliðnum kuldaárum.“

Hofsá á Skaga

  • HAH00462
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Hofsá er bergvatnsá og rennur úr Langavatni á Skagaheiði
Ný brú var byggð 1985.

Fyrirhugað var að virkja hana um 1942

Skarð á Vatnsnesi

  • HAH00463
  • Corporate body
  • (1900-1972)

Var áður talið afbýli frá Ánastöðum, er bændaeign. Skörp og nokkuð berangursleg klettabrún rís skammt frá sjó. Er undirlendi aðeins mjó ræma fram á gróna, skjólsæla sjávarbakka. Graslendi er mjög sundurslitið, enda er land yfrið klettótt. Í flæðarmáli er Skarðshver, allt að 83°C heitur með mörgum smá hitaaugum, mjög óvíða að finna heitar uppsprettur í svo nánu sambýli sjávar. Íbúðarhús asbestklætt byggt 1955, 254 m3. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlaða 225 m3. Tún 126 ha.

Skriðufell við Hvítárvatni

  • HAH00466
  • Corporate body
  • (1950)

Skriðjökull sá, er fellur úr Langjökli ofan í Hvítárvatn, norðan við Skriðufell, er hinn hrikalegasti, sem menn eiga kost á að sjá hér nærlendis. Þangað er tæplega þriggja tíma gangur frá sæluhúsi Ferðafjelagsins við Hvítárvatn. Er þá gengið i Karlsdrátt, sem sagnir segja, að verið hafi veiðistöð góð í gamla daga, þótt ólíklegt virðist, en Karlsdráttur nefnist vík ein í vatninu, er liggur fast upp við skriðjökulinn.

Hvítárnes er mikið, marflatt mýrarflæmi austan við Hvítárvatn og falla um það nokkrir kílar, en ekki getur það nes kallast. Sæluhúsið stendur austan við mýri þessa, en svo lágt, að lítið sér til vatnsins yfir flatneskjuna, sem á milli er. Útsýni er þó hið fegursta frá húsinu.

Beint á móti rís Skriðufell þverhnípt upp frá vatninu og beggja vegna falla skriðjölkarnir fram í vatnið. Blasa jökulhamrarnir margra faðma háir vel við frá húsinu, og yfir mýrina ber fjalljakana, sem eru á reki víðsvegar um vatnið, eða standa á grunni nærri löndunum. Er þetta hvort tveggja mjög fagurt og sérkennilegt. Stundum hlaupa kindur á jökli í Skriðufell, og lenda þar í sveltu, því hagar eru þar sama og engir. Yfir syðri skriðjökulinn ber Jarlhettur, þyrpingu af hvössum, háum tindum, afar einkennilegum, einkum héðan séð, þar sem þeir sýnast standa dimmbláir upp úr drifhvítri jökulbreiðunni. Norðaustan við vatnið, norðvestur frá húsinu, eru lágir hálsar með gróðri. Það eru Hrefnubúðir. Þar á bak við er Karlsdráttur. Þar inn frá falla Fúlakvísl og Fróða í Hvítárvatn. Lengra norður er Hrútafell, geysimikill þverhníptur höfði fram úr jöklinum. Á því er sérstakur jökull og ganga skriðjökulfossar fram um skörð brúnanna. í norðaustri eru svo Kerlingarfjöll og Hofsjökull. Beint í suðri gnæfir Bláfell hátt og tignarlegt.

Skútaeyrar á Grímstunguheiði

  • HAH00467
  • Corporate body
  • (1950)

Skútaeyrar eru dalverpi á Grímstunguheiði, áin rennur eftir því miðju. Hún er nokkuð vatnsmikil og víða straumþung. I ánni eru lygnur á stöku stað. Þar er hún dýpri og straumþunginn minni. Einhvern tíma var hér búið enda landgæði fyrir búsmala sem þá var höfuðkostur hvers býlis. Bærinn hér Skúti og stóð hinum megin árinnar.

Slökkvistöðin á Blönduósi

  • HAH00469
  • Corporate body
  • 1973 -

1973 var steyptur kjallari undir slökkvistöð við Norðurlandsveg. Þar átti að rísa stálgrindahús. Átti það að koma í september—október en seinkaði. Kom það ekki hingað fyrr en eftir áramót. Húsið er 315 m2 að stærð og verður um þriðjungur þess leigður bifreiðaeftirlitinu fyrst um sinn. Heildarkostnaður verður um 7 millj. króna.

Fyrsta Slökkvistöðin var í norður enda Hreppshússins við Koppagötu

Sólheimar Blönduósi

  • HAH00471
  • Corporate body
  • 1907 -

Sólheimar Blönduósi. Áður fyrsta verslunarhús Magnúsar kaupmanns (hús Jóns Stefánssonar, bróður Magnúsar 1910, einnig Kristjánshús 1910)

Sólheimar í Svínadal

  • HAH00472
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin á mikið og gott land upp frá miðju Svínavatni, hallandi mót suðvestri. Einkum er ræktarland mikið og gott, mýrlendi að vísu, en auðvelt til þurrkunar. Þjóðvegurinn liggur ofarlega í hlíðinni. Gamla túnið og byggingar jarðarinnar er skammt neðar í 250 metra hæð yfir sjávarmáli, en nýræktartúnin þar niður frá. Jörðin hefur verið í eigu sömu ættar frá 1867, er Ingvar Þorsteinsson eignaðist hana og eftir hann Þorleifur sonur hans og Sigurlaug kona hans. Þorleifur byggði snotran sumarbústað í landi jarðarinnar og hafið þar trjárækt ofl. Íbúðarhús byggt 1950 múrhúðað, hæð og ris 104 m2 og 359 m3. Fjós yfir 22 gripi með mjólkurhúsi, kjarnfóður og áburðargeymslu. Fjárhús yfir 400 fjár, einangrað þak og grindur í gólfi yfir vélgengum áburðarkjallara. Hlöður 1218 m3 og votheysturn 40 m3. Tún 54 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Staðarhólskirkja í Saurbæ (1899)

  • HAH00473
  • Corporate body
  • 3.12.1899 -

Staðarhólskirkja er í Reykhólaprestakalli í Vestfjarðaprófastsdæmi. Staðarhóll er fornt setur höfðingja og kirkjustaður í mynni Staðarhólsdals í Saurbæ. Elsta heimild um kirkju að Staðarhóli eru frá því um aldamótin 1200.

Kaþólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula. Samkvæmt máldaga voru þar tveir prestar árið 1397. Staðarhóls-Páll, Páll Jónsson (1535-1598), sýslumaður, náði Staðarhóli undan Skálholtsbiskupi, sem hafði tekið staðinn á sitt vald og kirkjunnar. Staðurinn var í eigu niðja Páls til aldamótanna 1900. Kirkjan var lögð niður skömmu fyrir 1900 en ný kirkja var reist á Skollhóli, sem heitir nú Kirkjuhóll, í stað Staðarhóls- og Hvolskirkn

Núverandi kirkja var reist árið 1899 á nýjum stað við kirkjuhól og var vígð 3. desember sama ár. Hinn 17. febrúar 1981 fauk kirkjan af grunni og skemmdist verulega. Hún var endurbyggð í upprunalegri mynd. Yfirsmiður var Gunnar Jónsson, byggingarmeistari í Búðardal. Kirkjan var aftur tekin í notkun með hátíðarguðsþjónustu 5. september 1982. Meðal merkra gripa er altaristafla frá 1750 og sérstakur koparhringur með ljónshöfði.

Hvolskirkja var lögð niður árið 1899 og sóknin sameinuð Staðarhólssókn. Elzta heimild um kirkju þar er frá því um 1200. Kirkjan var helguð Jóhannesi skírara, Pétri postula, hl. Nikulási og hl. Þorláki. Í greinagerð Orms Daðasonar um kirkjur, hálfkirkjur og bænhús árið 1744 segir hann Maríukirkju í bóndaeign vera á Hvoli.

Bænhús var í Stórholti í bændaeign. Séra Þorleifur Þórðarson leggur til í Hvammi 28. júní 1753 að kirkjur á Jörfa og Stórholti séu ekki lengur nauðsynlegar. Einnig var hálfkirkja í Tjaldanesi, með gröft til Staðarhóls, og hálfkirkja að Fremri Brekkum.

Stapar á Vatnsnesi

  • HAH00474
  • Corporate body
  • (1950)

Lögfest ættaróðal, setið af sömu ætt frá árinu 1738. Gamla túnið liggur með sjó girt klettabelti. Er þar sérstætt og fallegt bæjarstæði. Landið er víðlent en klettótt, melar og skriður, þó er graslendi mikið og haglendi gott. Fyrir landi eru sker og hólmar, en lygn sund við landið. Þar rísa Staparnir, þrjár sérkennilegar klettabríkur. Á sjávargrundum hafa haustréttir staðið, sjást þess nokkur merki. Íbúðarhús byggt 1963, 585 m3. Fjós fyrir 6 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Hlöður 482 m3. Votheysgeymsla 44 m3. Tún 17,4 ha. Reki og æðarvarp.

Steðji / Staupasteinn

  • HAH00475
  • Corporate body
  • (1950)

Staupasteinn er bikarlaga steinn við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð skammt frá Hvammsvík. Þar var áður fyrr vinsæll áningarstaður ferðamanna sökum fagurs útsýnis yfir Hvalfjörðinn. Steinninn sem friðlýstur var 1974, er einnig þekktur undir nöfnunum: Prestasteinn, Steðji, Karlinn í Skeiðhóli og Skeiðhólssteinn. Steinninn er ofan við Skeiðhól, og sést ekki frá núverandi vegi um Hvalfjörð.

Steinhöfuð (Bárður) við Gnýstaði

  • HAH00476
  • Corporate body
  • (1950)

Fyrir landi Gnýstaða eru klettadrangar, sá merkasti, Bárður hrundi í stórsjó fyrir nokkrum árum. Í Þjóðsögum er hann sagður sonur Hvítserks, þeir feðgar ætluðu að þagga niður í bjöllum Þingeyraklausturs, vegna deilna þeirra feðga tafðist för þeirra það mikið að þeir misreiknuðu tímann og steinrunnu þegar sól kom upp.

Steypustöðin á Blönduósi

  • HAH00478
  • Corporate body
  • 1974-

Steypustöð var sett á stofn á Skúlahorni vorið 1974 af nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum. Framkvæmdastjóri hennar var Gunnar Sigurðsson, ári síðar gerðist BSAH [Búnaðarsamband A-Hún] hluthafi. Mikil eftirspurn var eftir byggingamótunum, og mun láta nærri að fullbókað var þrjú næstu sumur, miðað við 10 manna flokk.

Seinna keypti Jón Hannesson (1927-2002) Steypustöðina.

Blönduóshreppur rak áður steypustöð í sandinum, þar sem steypt voru rör og gangstéttarhellur

Stóra-Giljá Torfalækjarhreppi

  • HAH00479
  • Corporate body
  • (950)

Norðurmörk Stóru-Giljár eru við Þúfnalæk og síðan eftir krókaleiðum í Torfavatn og Reykjanibbu. Sauðadal er ekki skipt, en Giljá á 7/16, Öxl 1/16 og Hnausar 8/16 hans. Merkin eru fram Svínadalsfjall sem vötnin ráða í Gaflstjörn, út Vatnsdalsfjall að Hjálpargili. Þaðan ræður Giljá niður fyrir bæinn sem stendur örskammt neðan við þjóðveginn, þaðan er bein lína í Kænuvik í Vatnsdalsárkvísl. Neðantil er landið votlent, en hið efra eru ásar og lyngivaxnir móar. Íbúðarhús byggt 1926, endurbætt og stækkað 1973, 1022 m3. Rafstöð byggð 1930. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 1100 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 3687 m3. Geymsla 169 m3. Tún 46,6 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá

Stóra-Borg í Víðidal

  • HAH00480
  • Corporate body
  • (900)

Stóra-Borg var um langan aldur aðeins eitt býli, en ern nú skipt á milli 3ja bænda, Stóraborg syðri er hálflenda jarðarinnar. Bærinn er landfræðilega nyrst í Víðidal og á engjalönd á bökkum Víðidalsár. Jörðin er bændaeign. Íbúðarhús byggt 1945, 235 m3. Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 240 fjár. Hesthús yfir 6 hross. Hlöður 845 m3. Tún 28,7 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg I. Bærinn stendur austan við húsið að Ytri-Stóra-Borg II. Er það gamalt hús byggt fyrir aldamótin 1900, upphaflega sem dvalastaður enskra veiðimanna við Víðidalsá. Hefur þar verið þingstaður hreppsins um fjölda ára. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega í suður og austur frá bæjunum. Íbúðarhús, 166 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 210 fjár. Hlöður 839 m3. Tún 21,8 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Ytri-Stóra-Borg II
Bærinn stendur í sama túni og Syðri Stóra-Borg og er örskammt á milli húsa. Jarðarafnot hefur jörðin sem næst ¼ af allri Stóru-Borg og er það aðallega norðan bæjanna. Frá Stóru-Borgarbæjunum er útsýni fagurt austur yfir Víðidalinn og út á Hópið. Skammt í suður frá bæjunum gnæfir Borgarvirki. Íbúðarhús byggt 1963, 670 m3. Fjós fyrir 16 gripi. Fjárhús yfir 357 fjár. Hlöður 1075 m3. Votheysgeymsla 112 m3. Tún 39,2 ha. Veiðiréttur í Víðidalsá og Vesturhópsvatni.

Stóra-Vatnsskarð

  • HAH00482
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Vatnsskarð er fjallaskarð milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu og liggur þjóðvegur 1 um skarðið.

Á því er vatn sem heitir Vatnshlíðarvatn og eru sýslumörkin skammt austan við það. Lækur rennur í vatnið og er hann á sýslumörkum (Arnarvatnslækur eða Sýslulækur). Er sagt að eitt sinn þegar almennt manntal var tekið hafi förumaður, sem kallaður var Magnús sálarháski og miklar sögur eru til um, lagst þvert yfir lækinn og legið þar allan manntalsdaginn svo að hvorki væri hægt að telja hann til Húnavatns- né Skagafjarðarsýslu.

Norðan við skarðið er Grísafell en sunnan við það Valadalshnúkur. Vatnsskarðsá kemur úr Vatnshlíðarvatni og Valadal og rennur til austurs, og er Gýgjarfoss í ánni austast í skarðinu. Þegar niður í Sæmundarhlíð kemur kallast hún Sæmundará. Fáeinir bæir eru á Vatnsskarði og kallaðist byggðin áður „á Skörðum“.
Í austanverðu skarðinu er hóllinn Arnarstapi. Þar er minnismerki um skáldið Stephan G. Stephansson, sem ólst upp þar rétt hjá. Af Arnarstapa er mjög gott útsýni yfir héraðið og er hringsjá skammt frá minnisvarðanum.

Stóridalur Svínavatnshreppi

  • HAH00483
  • Corporate body
  • [900]

Stóridalur er ættarjörð. Guðmundur Jónsson frá Skeggjastöðum seinna nefndur ríki, eignaðist jörðina og flutti á hana 1792. Eftir hann hafa hafa niðjar hans jafnan átt og setið jörðina að mestu leyti. Beitilandið er kjarngott og víðáttumikið og einnig nægilegt ræktunarland. Íbúðarhús byggt 1962, 827 m3. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár annað yfir 180 og torfhús yfir 100 fjár. Hesthús yfir 12 hross. Hlöður 1200 m3. Tún 42 ha. Veiðiréttur í Svínavatni.

Strokkur í Haukadal

  • HAH00484
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Einn virkasti goshver á Geysissvæðinu í Haukadal.

Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myndast iðustraumar efst í hvernum. Hiti hækkar þó stöðugt niður rás hversins og er um 112°C á 10 m dýpi og við botn á 23 m dýpi er hitastig vatnsins um 130°C. Innrennsli er í botn hversins og streymir vatnið upp hann, köld æð kemur inn á um 13 m dýpi og kólnar vatnið þar um 10°C.

Suða er ofarlega í hvernum sem má sjá rétt fyrir gos þegar stór loftbóla myndast við yfirborð og síðan má stundum sjá vatnsgos fara upp í gegnum þessa loftbólu. Gosið verður þegar vatn rétt neðan við loftbóluna hvellsýður við sífellt innstreymi heitara vatns rétt við suðumark og þrýstilétti. Ef suða myndaðist neðar í pípunni yrði gosið kraftmeira og það myndi breytast í gufugos eins og gerist í Geysi. Það gerist ekki í Strokki heldur fyllist hann fljótt á ný, Geysir getur hins vegar verið um 12 tíma að fyllast af vatni eftir gos (sem er þó breytilegt).

Meðalrennsli í Strokki er, eins og annað á svæðinu, ansi breytilegt en var til dæmis um 2 l/s (lítrar á sekúndu) fyrir jarðskjálftana 17. júní árið 2000 en jókst þá í um 2,6 l/s. Rennsli frá goshverum er erfitt að mæla þar sem talsvert af vatni tapast sem gufa auk þess vatns sem fellur í kring um hverinn og hverfur í jörð. Það vatnsmagn sem kemur upp í gosum er einnig mismikið, fer eftir veðri og sennilega stöðu grunnvatns sem er breytilegt eftir árstímum.

Mæling á vatnsmagni í tveimur gosum frá Strokki 8. júní árið 2000 var um 270 lítrar (það er meðaltal tveggja gosa) en auk þess tapast eitthvað í gufu. Heildarvatnsmagnið var sennilega 300-350 lítrar. Þann 3. júlí sama ár mældist vatnsmagn í gosi um 425 l (meðaltal af tveimur gosum), en sennilega var heildarvatnsmagn í gosi milli 450-500 l (hálfur rúmmetri), þegar gufa og það sem sígur í jörð er tekið með. Þessar tölur gefa stærðargráðu þess vatns sem kemur upp í gosum, en gosin eru mishá, mislöng og koma misþétt þannig að erfitt getur verið að gefa upp nákvæma tölu.

Stykkishólmur

  • HAH00485
  • Corporate body
  • 1907 -

Stykkishólmur er bær og sveitarfélag við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Stykkishólmur er stærsti þéttbýliskjarninn á Snæfellsnesi. Bæjarbúar í Stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Sjávarútvegur hefur verið einn helsti atvinnuvegurinn á Stykkishólmmi og skelveiðar þá sérstaklega en meira er orðið um ferðaþjónustu og annan þjónustuiðnað.
Höfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi í Stykkishólmi og fyrir utan innsiglinguna ver þverhnýpt Súgandisey hana ágangi. Stórskipabryggja var byggð út í Stykkið, hólma þann sem kaupstaðurinn ber nafn af árið 1907. Frá Stykkishólmi gengur Breiðafjarðarferjan Baldur yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á sunnanverðum Vestfjörðum. Margvíslegar hafnarbætur hafa átt sér stað síðan og var dráttarbraut fyrir allt að 100 lesta báta byggð í Stykkishólmi árið 1941 og svo önnur fyrir 400 lesta báta á árunum 1963-1967.
Stykkishólmur er yst á Þórsnesi og norðan við Nesvog.

Surtsey

  • HAH00488
  • Corporate body
  • 14.11.1963

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum, en miðpunktur hennar er 63°18'N, 20°36'V. Hún er jafnframt sú eina þeirra sem hefur myndast á sögulegum tíma, eða í mesta neðansjávareldgosi á sögulegum tíma. Menn urðu gossins varir klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. Skipverjar mældu sjávarhita í hálfrar mílu (rúmlega 900m) fjarlægð og reyndist hitastigið vera nálægt 10 °C. Gosið magnaðist hratt og varð hár gosmökkur. Næsta morgun sást í gosmekkinum að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess varð vart. Þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti í suðvestanátt í Vík í Mýrdal, en engra jarðhræringa hafði orðið vart dagana fyrir uppkomu gossins. Gosið stóð fram til 5. júní 1967 eða í um það bil þrjú og hálft ár. Síðan hefur flatarmál eyjunnar minnkað úr 2,7 km2 í 1,4 km2 sökum rofs sjávar og vinda.[1] Eyjan er um 20 km suðvestur af Heimaey, eða um 30 km suðvestur af Landeyjasandi á meginlandi Íslands.

Surtur við Surtshelli

  • HAH00489
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Surtshellir er kunnasti hellir á Íslandi, 1310 m langur. Hæð til lofts í aðalhellinum er 8-10 m en í vesturenda hans aðeins 2-4 m.
Mjög seinfarið er um hellinn því í botni hans er víða stórgrýtt urð, sem fallið hefur úr þakinu.
Margar sagnir eru til um mannvistir í Surtshelli en flestar eru þjóðsagnakenndar. Hellirinn var þekktur snemma á söguöld og virtust menn þá trúa því að þar byggi jötunn sem héti Surtur.
Innsti hluti hellisins er oft kallaður Íshellir því í honum mynduðust ísstrýtur. Íshellir er í senn greiðfærasti og fegursti hluti hellisins. Beinahellir er afhelllir út frá fremsta hluta Surtshellis. Hann dregur nafn sitt af beinahrúgu sem fannst þar.

Surtur er eldjötunn í norrænni goðafræði. Hann kemur úr Múspellsheimi og í Ragnarökum ríður hann um jörðina ásamt Múspellssonum og brennir jörðina með glóandi sverði. Þegar þeir ríða yfir Bifröst, brúna sem tengir Miðgarð og Ásgarð, brotnar hún; svo verður Surtur Frey að bana.

Þekktustu örnefni á Íslandi í höfuðið á Surti eru hraunhellirinn Surtshellir, lengsti hellir landsins, og Surtsey, eyja skammt frá Vestmannaeyjum sem varð til í eldgosi á árunum 1963-1967.

Súluvellir í Vesturhópi

  • HAH00490
  • Corporate body
  • (1930)

Súluvellir Ytri er gamalt býli og bændaeign um langan aldur. Jörðin er víðlend og grasgefin og eru þar góð skilyrði til ræktunar, mest mýrlendi. Útbeit er allgóð og sumarhagar ágætir. Má getaþess að áður fyrr höfðu Súluvellir beitarrétt í Grenshlíð sem er í Tjarnarlandi ofan Þórsár, gegn því að Tjarnarklerkar hefðu útræði frá Súluvöllum. Íbúðarhús byggt 1940 og stækkað 1967. Fjós fyrir 8 gripi. Fjárhús yfir 220 fjár. Tún 15.4 ha. Selveiði og reki,

Um Syðri Súluvelli gildir það sama og sagt var að ofan enda var þetta ein jörð áður dyrr. En þess má geta að niður undan bænum er svonefnd Lambhúsvík, þar er löggilt höfn. Þar voru um skeið settar á land pöntunarvörur bænd og afgreiddar úr fjörunni. Íbúðarhús Steinsteypt hús og kjallari. Fjárhús yfir 160 fjár. Hlöður 640 m3. Tún 7,9 ha. Selveiði og reki.

Svalbarð Blönduósi

  • HAH00491
  • Corporate body
  • 1938 -

Svalbarð 1938. Við Árbakkann. Ömmukaffi.

Vertshús Blönduósi

  • HAH00492
  • Corporate body
  • 1877 - 1918

Vertshús 1877 - brann 1918. (sama stað og Hannahús). Síðar Kaupfélagsútibú. [Vertshúsið stóð sunnan undir Verslunarhúsi Magnúsar þar sem seinna var pósthús].

Svartá - Svartárdalur

  • HAH00493
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Svartárdalur er dalur í Austur-Húnavatnssýslu og er hann austastur húnvetnsku dalanna, ásamt Laxárdal fremri, sem liggur norður af honum. Dalurinn er fremur grunnur en þröngur og þar er undirlendi lítið. Hann er veðursæll og grösugur og þar eru allnokkrir bæir.

Dalurinn dregur nafn af Svartá, sem rennur eftir honum. Nyrst í dalnum sveigir áin til vesturs og rennur í Blöndu gegnum skarð sem liggur milli Langadalsfjalls að norðan og Tunguhnjúks, sunnan við skarðið, en hann er nyrst á fremur lágum hálsi sem liggur milli Svartárdals og Blöndudals. Skarðið er nú oft talið norðurendi Svartárdals en hét áður Ævarsskarð og er sagt kennt við Ævar gamla Ketilsson landnámsmann. Þar er bærinn Bólstaðarhlíð, sem ýmist hefur verið talinn til Svartárdals eða Langadals. Þjóðvegur 1 liggur um skarðið og síðan um Bólstaðarhlíðarbrekku og upp á Vatnsskarð. Sést vel inn eftir dalnum af veginum.

Svartárdalur er um 25 km langur. Fremst (syðst) í dalnum er bærinn Stafn og þar er Stafnsrétt, ein þekktasta skilarétt landsins. Skammt þar fyrir framan klofnar Svartárdalur í tvo dali. Annar liggur til suðausturs, er nokkuð djúpur og svo þröngur að hann kallast Stafnsgil og endar í gljúfrum sem ná fram undir Buga. Svartá kemur upp í Bugum og rennur um Stafnsgil og liðast síðan um Svartárdal þar til hún fellur í Blöndu.

Hinn dalurinn, Fossárdalur eða Fossadalur, sem er í raun beint framhald af Svartárdal þótt nafnið breytist, gengur til suðsuðvesturs inn í Eyvindarstaðaheiði og endar í Fossadalsdrögum. Hann er einnig djúpur og þröngur, þó ekki eins og Stafnsgil. Á milli dalanna kallast Háutungur. Neðst í dalnum vestanverðum er einn bær, Fossar. Bærinn á Fossum er í 320 m hæð yfir sjávarmáli og í um 60 kílómetra fjarlægð frá Blönduósi. Enn framar er eyðibýli, Kóngsgarður, sem var í byggð fram undir lok 19. aldar.

Kirkja er á Bergsstöðum í Svartárdal og þar var áður prestssetur en það fluttist svo að Æsustöðum í Langadal eftir að Gunnar Árnason varð þar prestur 1925. Síðar var reist prestsetur að Bólstað sunnan við Húnaver, í landi Botnastaða.

Bergsstaðir-Torfnes Vatnsnesi

  • HAH00494
  • Corporate body
  • (1950)

Bergstaðir I og II á Vatnsnesi;
Nefnist Bergstaðir í manntölum. Gamalt býli í bændaeign. Jörðinni hefur verið skipt í tvö býli, en er nú setin af einum ábúanda. Landmikil jörð með hlunnindi af selveiði og nokkru æðavarpi. Land er klettótt, þar er huldufólksbyggð. Fjallið allvel gróið og sauðfjárhagar góðir. Ræktunarland torunnið umfram það sem þegar hefur verið tekið í rækt. Bærinn stendur á sjávarbakka, neðan hans er góð lending í skjóli sjávarkletta. Um aldamótin 1800 bjó á Bergsstöðum Gunnlaugur Magnússon, fara sögur af merkilegu hugviti hans. Sonur hans var Björn yfirkennari, „spekingurinn með barnshjartað“. Íbúðarhús byggt 1951, 562 m3. Fjárhús yfir 285 fjár. Hlöður 197 m3. Votheysgeymslur 748 m3. Tún 42 ha. Selveiði og æðarvarp.

Brún í Svartárdal.

  • HAH00495
  • Corporate body
  • [1300]

Jörðin hefur verið í eyði frá 1947. Var nytjuða af Eiríksstöðum í rúmlega 20 ár. Eigandinn rekur þar nú hrossabú. Jörðin er vestan Svartár gegnt Eiríksstöðum. Stóð bærinn á háum hól á gilbarmi að sunnan og bar þar hátt. Túnið er töluvert bratt, en ræktunarskilyrði góð, bæði á mýrlendi í hálsinum og eyrum við Svartá. Landið er að mestu samfellt graslendi. Brúnarskarð liggur til Blöndudals í vestur frá flóanum ofan við túnið. Fjárhús fyrir 180 fjá. Haða 500 m3. Tún 11ha. Veiðiréttur í Svrtá.

Veiðisel í Svartárdal

  • HAH00496
  • Corporate body
  • [1300]

Húsið er byggt á melhól ofan Svartárvegar skamt utan við Skeggstaðabrú. Það er eign veiðifélags Blöndu og er leigt til afnota fyrir laxveiðimenn í Svartá um veiðitímann. Húsið er timburhús byggt í tvennulagi með timbursvölum á milli og eru 370 m3. Það var byggt á árunum 1970-1972 á 4000 fermetra spildu sem veiðifélagið keypti úr Fjósalandi.

Brekka í Þingi

  • HAH00498
  • Corporate body
  • (1950)

Fornt býli, þjóðjörð til 1915, fyrr meir klausturjörð. Bærinn stendur á lágum brekkuhjalla, vestan þjóðbegar norðvestur af Axlaröxl. Engjar að mestu ósléttar en grasgefnar, lágu vestur frá túni, nú að mestu ræktaðar. Dálitla aðild á Brekka að Áveitu Þingbúa. Beitiland er til austurs frá bænum meðfram norðurenda Vatnsdalsfjalls að mynni Sauðadals og í honum, það eru melöldur, flóar og fjallshlíðar. Beitarhús eru á Geitabóli og áður fyrr var þar stundum föst búseta. Íbúðarhús byggt 1923, 580 m3. Fjós fyrir 23 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 13 hross. Hlöður 960 m3. Vothey 460 m3. Forn torfhús. Tún 37,7 ha.

Syðri-Brekka stendur á lágum hólkolli spölkorn vestan þjóðvegar, suðvestur frá Brekku. Tún og engjar liggja vestur frá bænum að Árfarinu og á býlið nokkurt land að áveitu. Beitiland er sameiginlegt með Brekku og vísast til þess. Jörðin er nýbýli úr Brekkulandi og byggt af þeim. Íbúðarhús byggt 1959, 533 m3. Fjárhús yfir 400 fjár. Hlöður 870 m3. Tún 40 ha.

Brekkukot í Þingi

  • HAH00499
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur á brekkubarði austan þjóðvegar vestnorðvestur af Axlaröxl skammt frá hlíðarrótum en engi er vestan vegar og mela, áveita. Beitiland er nokkuð til fjalls, austur með því og í norðurhlíð þess, til skamms tíma sameiginlegt með Brekku. Brekkukot var þjóðjörð til 1915, áðurfyrr klaustusjörð. Íbúðarhús byggt 1934, 440 m3. Fjós fyrir 7 gripi. Fjárhús yfir 250 fjár. Tún 21,3 ha.

Hagi - Norðurhagi í Þingi

  • HAH00500
  • Corporate body
  • (1950)

Hagi. Gamalt býli. Bærinn stendur á lágum ási skammt austur frá Hópinu, við norðurjaðar núverandi landeignar, áður nálægt miðju hennar, tún eru til vesturs og suðurs frá bænum, beitiland til suðurs og austurs, svo til allt graslendi og að verulegu leyti vaxið mýrargróðri, ræktunar skilyrði eru mjög góð. Jörðin var fyrr meir klausturjörð, nú um alllangt skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1927 og 1946, 329 m3. Fjós fyrir 15 gripi, mjólkurhús og haughús. Fjárhús yfir 200 fjár. Hlöður 520 m3. Vothey 50 m3. Geymslur 90 m3. Tún 30 ha. Veiðiréttur í Hópinu.

Norður-Hagi. Nýbýli úr Hagalandinu, stofnað 1972. Bærinn stendur í sama túni og Hagi, aðeins lítið lækjardrag milli húsa. Tún vestur og norður frá bænum og beitiland til norðurs og austurs að meiginhluta mýrlendim nú að verulegu leyti framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Íbúðarhús byggt 1972, 660 m3. Fjárhús yfir 500 fjár. Hlöður 100 m3. Tún 16,7 ha. Veiðiréttur í Hópinu.

Hnjúkur í Þingi

  • HAH00501
  • Corporate body
  • (880)

Bærinn stendur austan Vatnsdalsvegar vestri sunnan undir Hnjúkahnjúk, beint á móti Jörundarfelli. Gamlatúnið og nokkrar nýræktir eru austan vegar, en aðrar vestan hans, sumar spölkorn vestur í hálsinum. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og beitiland víðlent á hálsinum. Ræktunarskilyrði heima við nálega full nýtt. Jörðin er fornbýli getið í Hallfreðarsögu, klausturjörð fyrr meir, nú um skeið bændaeign og ættarból í 5 ættliði [1975]. Íbúðarhús byggt 1951, 716 m3. Fjós fyrir 24 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 630 fjár. Hesthús yfir 30 hross. Hlöður 800 m3. Vothey 80 m3 Gömul fjárhús. Tún 64 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Kolkuflói - Blöndulón

  • HAH00502
  • Corporate body
  • (1000-2019)

Kolkuflói er á Auðkúluheiði, nú á botni Blöndulóns. í upphafi 20 aldar og framyfir miðja öld voru töluverður fjöldi rústa í Kolkuflóa en þeim fækkaði á síðari hluta aldarinnar. sérstaklega vegna áfoks.

Litla-Giljá í Þingi

  • HAH00503
  • Corporate body
  • (1950)

Bærinn stendur undir brattri brekku vestan þjóðvegar, skammt suður frá Giljánni. Vestur frá bænum var áður engið, mest votlendi, en nú nálega allt orðið að túni. Til austurs með ánni er beitilandið, það er að stofni til melöldur meða flóasundum og móum á milli og hvammar að ánni, nokkuð ræst síðustu árin. Jörðin hefir lengi verið bænsaeign, þar hefur jafnan verið töluverð garðrækt. Íbúðarhús byggt 1952, 539 m3. Fjós fyrir 18 gripi. Fjárhús yfir 300 fjár. Hesthús yfir 9 hross. Hlöður 1100 m3. Gömul fjárhús. Geymsla.Tún 42,3 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá og Giljá.

Másstaðir í Þingi

  • HAH00504
  • Corporate body
  • (1930)

Másstaðir / Márstaðir. Bærinn stendur vestur frá Nautaþúfu á Vatnsdalsfjalli, neðarlega í undirhlíðum þess sem ná þar ofan undir Flóð. Tún er ræktað á skriðu og ræktunarskilyrði erfið. Engjar eru í óshólmum Vatnsdalsár og stækka stöðugt af framburði árinnar, beitiland er til fjallsins. Másstaðir eru fornbýli frá söguöld, stórbýli til 1720 að skriðan féll, metin þá með hjáleigum 100 hdr. Kirkjustaður öldum saman uns kirkju tók af í snjóflóði 1811. Kristfjárjörð um tíma, komst í einkaeign 1926. Íbúðarhús byggt 1895 og 1928, Fjós fyrir 10 gripi. Fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður 100 m3. Vothey 80 m3. Tún 8,8 ha. Veiðiréttur í Flóðið
Í eyði um 1975 en nýtt frá Hjallalandi.

Miðhús í Þingi

  • HAH00505
  • Corporate body
  • (1550)

Bærinn stendur á lágum brekkustalli austan í Vatnsdalhálsi lítið eitt ofar en Breiðabólsstaður og samtýnis við þann bæ. Tún liggja liggja aðallega niður til Flóðsins og liggur Vatnsdalsvegur vestari gegnum þau sem og á Breiðabólsstað, beitiland á hálsinum, sem þarna hefur lækkað mikið, ræktunarskilyrði góð. Jörðin er allgamalt býli, er byggð ú r Breiðabólsstaðarlandi, bændaeign nú um skeið, áður klausturjörð. Frá 1850 fram yfir 1880 sameiginlegur þingstaður Ás og Sveinsstaðahrepps. Íbúðarhús byggt 1938 og 1973, 590 m3. Fjós fyrir 29 gripi. Fjárhús yfir 450 fjár. Hlöður 1320 m3. Tún 26 ha. Veiðiréttur í Flóðið.

Skólahúsið í Þingi

  • HAH00507
  • Corporate body
  • 1916 -

Húsið stendur rétt vestan við Sveinsstaðatún og veg þann er liggur norður Hagann, mun það vera meðal fyrstu skólahúsa í sveit hér á landi, byggt 1914-1916. Húsið er kjallari og hæð, skólastofur uppi en lítil íbúð í kjallara og hefir þar jafnaðarlegast verið fólk. Rinn ha. ræktaðslands fylgir húsinu, leiguland frá Sveinsstöðum. Íbúðarhús byggt 1917, 315 m3. Fjárhús yfir 80 fjár. Hesthús yfir 6 hross. Geymsla. Tún 1 ha.

Steinnes í Þingi

  • HAH00508
  • Corporate body
  • (1200)

Fornt býli, gæti verið Steinsstaðir þeir sem getið er um í Þorvaldsþætti víðförla. Bærinn stendur á allháu barði skammt vestur frá Vatnsdalsá, Steinneskvísl. Tún út frá bænum aðallega til suðurs, beitiland til norðurs og vesturs nálega allt graslendi mest vaxið mýrargróðri, en númikið framræst, ræktunarskilyrði mjög góð. Flæðiengi er stórt austan ár. Aðsetur presta í Þingeyraklaustursprestakalli hefir jörðin verið aftan úr öldum til ársins 1968. Íbúðarhús byggt 1928 endurbætt 1974, 533 m3. Fjós fyrir 22 gripi með mjaltarbás, mjólkurhúsi og haughúsi. Fjárhús yfir 500 fjár. Vothey 760 m3. Hlöður 1000 m3. Geymsla. Tún 14,9 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá

Sveinsstaðir í Þingi

  • HAH00509
  • Corporate body
  • (1450)

Fornt býli og þingstaður sveitarinnar öldum saman. Bærinn stendur norðan þjóðvegar við norðurjaðar Vatnsdalshóla spölkorn vestur frá Vatnsdalsá. Tún aðallega í norður frá bænum, en engi austar við ána, nú að nokkruleiti ræktað. Beitiland allstórt til vesturs. Mýrlendi og ásar svo og norðurhluti Hólanna allt til Skriðuvaðs. Landið er fjölgrösugt, ræktunarskilyrði góð. Jörðin var fyrr klausturjörð, síðar bændaeign, nú ættarjörð frá 1844. Íbúðarhús byggt 1929, 612 m3. Fjós fyrir 14 gripi og mjólkurhús. Fjárhús yfir 500 fjár. Hlöður 768 m3. Vothey 520 m3. Geymsla 90 m3. Tún 46 ha. Veiðiréttur í Vatnsdalsá.

Uppsalir í Þingi

  • HAH00511
  • Corporate body
  • (1550)

Bærinn stendur vestarlega á Vatnsdalshálsi beint vestur af Miðhúsum, en þar verður norðvesturhluti hálsins hæstur, víðsýni mikið. Tún liggja út frá bænum og einnig vestur og fram á hálsinum. Beitiland í allar áttir frá bænum, fjölbreyttur hálsa og mýrargróður. Ræktunarskilyrði sæmileg. Ekki er vitað nær jörðin varð sjálfstætt býli, fyrr klausturjörð, nú um skeið bændaeign. Íbúðarhús byggt 1938 og 1951, 415 m3. Fjós fyrir 11 gripi. Fjárhús yfir 400 fjár. Hesthús yfir 24 hross. Hlöður 576 m3. Vothey 50 m3. Geymslur 95 m3. Tún 38 ha.
Nefnist Umsvalir í öllum manntölum.

Results 401 to 500 of 10346